Dagur - 10.06.1965, Side 7

Dagur - 10.06.1965, Side 7
7 Ný efnarannsóknarstofa fyrir landbúnaðinn (Framhald af blaðsíðu 1). íngu við bændurna á sviði rækt unar og heyöflunar. Ræktunar- félagið hafði ekki nóg fé undir höndum til að koma þessari stofnun á fót, en ýms fyrirtæki hlupu undir bagga. Fyrir utan framiag Ræktunarfélagsins, sem var 370 þús kr. gaf KEA 250 þús kr., SÍS lagði fram 300 þús. kr. til tækjakaupa í tilefni afmælis síns, Kaupfélag Þingeyinga mun leggja til 100 þús. á næstu fjór- um árum og búnaðarsambönd- in, Kaupfélag Skagfirðinga og kaupfélögin í Húnavatnssýslum munu einnig leggja fram sinn skerf. Samanlögð munu fjárfram lög vera um ein millj. kr. Til forstöðu Efnarannsóknar- stofu Norðurlands var fenginn Jóhannes Sigvaldason. Hann er útskrifaður í Lanbúnaðarháskól anum í Kaupmannahöfn, þar sem hann lagði síund á jarð- vegs og næringarfræði. Rann- sóknarstofan er til húsa í Efna verksmiðjunni Sjöfn á Akur- eyri. Þar verða aðeins fram- kvæmd efnarannsóknarstörf, en öll grófari störf verða framkv. í húsnæði Búnaðarsambands Eyjafjarðar á Gleráreyrum. Þetta fyrirtæki markar ótví- ræð tímamót í sögu hins norð- lenska landbúnaðar, eins og Til- raunastöðin gerði á sínum tíma í grasrækt og skógrækt. Með náinni samv. við bændur, von- ast stjórn Efnarannsóknarstofu Norðurlands til þess að gera þeim Ijóst, að nú á tímum verð ur landbúnaður ekki byggður á brjóstviti einu saman heldur á vísindalegri undirstöðu, þekk- ingu og rannsóknum. Stofnunin vill reyna að bjarga verðmætum og e.t.v. mun hún gefa aftur margfaldlega það, sem til henn ar er varið. Gjald fyrir efnagreiningar og ráðleggingar verður í samræmi við taxta Atvinnudeildar Há- skólans. Stofnunin er sjálfseignastofn un, en stjórn hennar en undir umsjá Ræktunarfélags Norður- lands. Stjórn rannsóknarstofunn ar skipa: Steindór Steindórsson frá Hlöðum, Ólafur Jónsson ráðunautur og Jónas Kristjáns- son samlagsstjóri. MOKAFLI AF SILD A AUSTURMÍÐUM (Framhald af blaðsíðu 1). að, Jörundur III með 2000 mál og Loftur Baldvinsson með 12— 1300 mál. FYRSTA SÍLDIN TIL HJALTEYRAR Samkvæmt upplýsingum frá síldarverksmiðjunni á Hjalteyri mun bræðsla hefjast þar á föstu daginn kemur. Síldarflutninga- skipið, Askita, kemur um miðj an mánuð og veður þá sett í það ný síldardæla, japönsk að gerð, sams konar og er í Höfrungi III Fyrsta skipið kom í fyrrinótt, Vigri GK með 1231 mál og Helgi Flóventsson kom litlu síðar með um þ. bl. 1200 mál. Síldin veidd ist um 130 mílur út af Langa- nesi. GLAFURBEKKUR FYRSTUR Ólafsfirði, 9. júní. Ólafur Bekk- ur kom með fyrstu síldina til Ólafsfjarðar í gær, 827 mál. Þor leifur kom með 284 mál og Skag firðingur kom tvisvar með 300 og 150 mál. Bræðsla er hafin. Það er alltaf sama aflatregðan hjá trillunum og hyggja nú sum ir á snurvoð. B.S. Af sérstökumi ástæðum eru til sölu 3 árgangar af „VIKUNNF, innbundið. Verð aðeins kr. 1700.00. Upplýsingar gefur Gunnar H. Tryggpason, útibússtjóri K.E.A., Glerárhverfi. STÖÐUGLÖNDUN Á RAUF ARHÖFN Raufarhöfn 9. júní. Hér hefur verið stöðug löndun síðan fyrir Hvítasunnu og búizt er við að þrærnar hjá síldarverksmiðj- unni fylist í dag. Bræðsla getur ekki hafist í þessari viku vegna þess að ísinn tafði allar skipa- ferðir til okkar í nærfellt þrjá mánuði. 18 tonna ketill, sem áttj að fara til verksmiðjunnar, var loks fluttur landleiðina og er nú kominn. Unnið hefur verið við að skipa út 700 tonnum af fiski- mjöli í hollenzkt skip, sem nú er farið. Þá er unnið við að skipa upp tunnum. Líklega verður byrjað að salta seinast í þessum mánuði. Hér er sólskin og blíða 12 stiga hiti, en frysti samt í nótt. H.H. LÖNDUNARBIÐ Á REYÐARFIRÐI Reyðarfirði 9. júní. Fyrsta síld- in kom hingað 29. fyrra mánað- ar, Halkion með 1700 mál og Helga Guðmundsdóttir með 1150 mál. Nú eru allar þrær orðnar fullar. Bræðsla hófst í gær en verið er að steypa ofan á nýju bryggjuna svo að ekki verður unnt að taka á móti síld í bili. V. S. | . 7 ? Alúðar þakkir frcri ég öllum, scrn glödclu mig f £ fertugan. — Guð borgar fyrir hrafninn. t ¥ ^ § | FRIÐJÓN KRISTINSSON. * Framlög í Davíðshús SAFNAÐ í Neskaupstað krónur 11740. Bjarni Þorsteinsson Borð eyri 500. Safnað af Svövu Jóns- dóttur, Hveragerði, 5000. Safn- að í Glæsibæjarhreppi af Árna Hermannssyni og Stefáni Hall- dórssyni 2200. Safnað í Dala- sýslu af Bjarna Finnbogasyni 3650. Safnað á ísafirði af Berg- þóru Eggertsdóttur og Maríusi Helgasyni 7005. Innk. á Davíðs kvöldi á Húsavík 2650. Safnað af Halldórj Pálssyni, Reykjavík 1300. Safnað á Dalvík 17575. Safnað af Jórunnj Oddsdóttur, Eyrarbakka 2141,50. Safnað af Morgunblaðinu, Reykjavík 10570. Safnað af Guðmundi Ei- í-íkssyni, Raufarh. 8200. Kven- félagið Aldan 3000. Sólveig Rögnvaldsdóttir 500. Safnað af Þóru Jóhannsdóttur, Sauðár- króki (viðbót) 400. — Safnað af Magnúsi Jónssyni, ráðherra: Jóhann Hafstein 1000. Ásgeir Pétursson 1000. Sig. Ágústsson 1000. Matthías Bjarnason 1000. Sigurður Bjarnason 1000. Matt- hías Á. Mathíesen 500. Jónas G. Rafnar 1000 og Magnús Jónsson 1000. — Beztu þakkir. — Söfn- unarnefndin. MESSAÐ verður í Akureyrar- kirkju n.k. sunnúdag kl. 10,30 f. h. Sálmár nr. 4, 52, 114, 105 og 684. — B. S. KA-félagar, komið á skrifstof- una, Hafnarstræti 83, og greið ið árgjöldin. Opið er kl. 5—7 daglega. — Knattspyrnufélag Akureyrar. FERÐIR í SKÍÐAHÓTELIÐ — Virka daga frá L og L kl. 13,30 og 21,30. — Frá Skíðahótelinu kl. 14,30 og 23,00. ;— Laugar- daga frá L og L kl. 13,30 og 18,00. Frá Skíðahótelinu kk 14,00 og 18,30. — Sunnudaga frá L og L kl. 10,00, 13,30, 18,00 og 21,30. Frá Skíðahótel inu. kl. 10,30, 14,00, 18,30 og 23,00. — Hópferðir s.f. FRÁ LEIKFÉLAGI AKUREYR AR — Aðalfundur Leikfélags Akureyrar, fyrri hluti, verður haldinn í leikhúskjallaranum föstudaginn 11. þ.m. kl. 8,30 e.h. — Venjuleg aðalfundar- - störf. Stjómin. HJÓNEFNI. — Á hvítasunnu- dag opinberuðu trúlofun sína ungfrú Ásgerður Ragnarsdótt ig forstjóra í Sjöfn og Gunn- ar Eydal. HJÚSKAPUR: — Laugardag- inn 5. júní sl. voru gefin sam- an í hjónaband af sóknarprest inum í Grundarþingum, ung frú Eyrún Selma Jónsdóttir Valdemarssonar úr Hrísey og Bjarni Benedikt Kristjánsson, kennari, frá Sigtúnum í Eyja- fyrði. — Á hvítasunnudag voru gefin saman í hjónaband af sóknarprestinum í Grund- arþingum, ungfrú Halldóra Vilhjálmsdóttir frá Steinnesi í Neskaupstað og Haraldur Friðrik Bjarnason, iðnnemi, Oddeyrargötu 28, Akureyri. S.l. laugardag voru gefin sam an í hjónaband í Akureyrar- kirkju brúðhjónin ungfrú Inga Olafía Haraldsdóttir cand phil Goðabyggð 2 Akureyri og Jón Gunnar Gunnlaugsson stud. Oecon. Hofi á Álftanesi. — Á Páll og Tímamyndin í GÆR birtist í Tímanum mynd af Stefnisbílnum A-704, sem sagt var að ekið hefði verið út af á veginum milli Sveina- tungu og Fornahvamms. Bíl- stjórinn, Páll Ásgeirsson frá Ak- ureyri, segist vita betur en þarna var frá skýrt. Bíll hans stendur á miðjum vegi og sökk þar í forarpytt með löglegan þunga á palli, en um útaf- keyrslu var hér ekki að ræða, og eru orð Páls ekki véfengd hér. — Þetta atvik er því vott- ur um ástand vegarins en hæfni bílstjórans. □ - STÓRIÐJUMÁLIÐ (Framhald af blaðsíðu 8). menn ættu sæti í þingmanna- nefndinni. Var þetta furðuleg af staða, sem e'ridaði í hringsnún- ingi, eins og fleiri hjá þessari ríkisstjórn. Þetta er gott dæmi þess hve stjórnin er oft reikul í ráði og hún er það ekki síður í stórmálum. Sýsliifundur Eyjafj.s. var haldinn dagana 24.—28. maí sl. — Til vega í sýslunni voru áætlaðar kr. 683000,- Til mennta mála kr. 184500,- Til heilbrigð- ismála kr. 109000,- Til búnaðar mála kr. 278000,- — Þá var á- kveðið að láta prenta viðauka við núgildandi markaskrá sýsl- unnar. I.O.G.T. sí. ísafold—Fjallkonan no. 1. — Fundur að Bjargi fimmtud. 10. þ.m. kl. 8,30. — Fundarefni: Vígsla nýliða, — Hagnefndaratriði. — Eftir fund, kvikmynd og kaffi. Æt. HLÍFARKONUR: — Munið skemmtiferðina sunnudaginn 13. júní. -— Farið verður frá Lönd og Leiðum kl. 9 árdeg- is. Nefndin. AHEIT Á MUNKAÞVERÁR- KIRKJU. Frá ónefndum kr. 200.00. — Kærar þakkir — Sóknarprestur. Refir heima við bæi Stórutungu 9. júní. Veðráttan hefur verið hagstæð í vor, still- ur miklar og úrkomulaust. — Sauðburður gekk yfirleitt vel og skepnuhöld góð. Á stöku stað bar á óhreysti í lömbum, og að ær létu lömbum. Nú er fé sleppt af túnum, sem höfðu mjög verið beitt er gróa tók, en annars ám gefið fóður úti. Verið er að bera áburð á tún og sumir hafa þegar lokið því. — Mjólk- urflutningum er haldið uppi svipað og að undanförnu. Allmikið verður vart við ref, jafnvel heima við bæi, en ekki hefir hann gert skaða enn sem komið er. Mánudaginn 6. þ. m. áttu silfurbrúðkaup hjónin Jónína Egilsdóttir og Gústaf Jónsson á Rauðafelli. í tilefni þess buðu þau sveitungum heim og veittu af rausn. Þ. J. - ER VIÐREISNARKRÓNAN ÓNOTHÆF? (Framhald af blaðsíðu 4). Fyrir 5—6 árum hefði áreiðanlega engum ráðherra jress- arar ríkisstjórnar dottið í hug að hreyfa slíkri breytingu. En sannleikurinn er sá, að á þessum 5—6 árum hefur verðgildi krónunnar, í stað þess að standa stöðúgt eins og gert var ráð fyrir, farið hraðminnkandi. I>ær ráðstafanir, livítasunnudag var systrabrúð kaup í Akureyrarkirkju Brúð hjónin ungfrú Sigrún Kristj- ánsdóttir og Jónas Stefánsson blikksmíðanemi. Heimili þeirra er að Stórholti 6 Akur- eyri og ungfrú Hildur Kristj- ánsdóttir og Hjálmar Vigfús- son húsasmíðanemi. Heimili þeirra er að Hringbraut 77, Húsavík. HJÚSKAPUR. Hvítasunnudag voru gefin saman í hjónaband í Akureyrarkirkju ungfrú Birna Kristjana Jónsdóttir og Þorsteinn Áskelsson trésmið- ur. Heimili þeirra verður að Bjarmastíg 10, Akureyri. — Sama dag voru gefin saman í Akureyrarkirkju ungfrú Sól- ey Hansen og Sigurjón Karl Vignir Kárason múraranemi. Heimili þeirra verður fyrst um sinn að Glerárgötu 2B, Akureyri. Akureyri—Þórshöfn Tvær ferðir í viku á mánudögum og O O fimmtudögum. úr striga, nylon og terylene. NYLONFÓÐUR sem áttu að vernda krónuna, liafa reynst gagnslausar svo að ekki sé meira sagt. En það skyldu menn hafá hugfast, að ný gjaldmiðilseining er engu færari um það en gamla krónan, að vernda sig sjálf. Það er ekki nafn eða stærð gjaldmiðilsins, scm skiftir aðalmáli í þessu sámbandi, held- ur stjórnarstefnan og meðferð efnahagsmála á hverjum tíma. Það er ekki gömlu krónunni að kenna, hvemig „við- reisnarstjórnin“ svonefnda hefur farið.að ráði sínu. □ í miklu úrvali. MARKAÐURINN Sími 11261 AUGLÝSIÐ í DEGI

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.