Dagur - 16.06.1965, Blaðsíða 8

Dagur - 16.06.1965, Blaðsíða 8
8 SMÁTT ÖG STÓRT Lúðrasveit Akureyrar er einn a£ skemmtikröftU'.n 17. júní og leikur hvað eftir annað á útihátíð- inni. Þessi mynd var tekin við Sundlaugina á Sjömannadaginn. (Ljósmynd: E. D.) Hvað gera Akureyringar hinn 17. júní? 17. júní-nefndin skýrir það fyrir fréttamönnum NÐFND SÚ, undir stjóm Her- manns Sigtryggssonar æskulýðs fulltrúa, sem kjörin var til und irbúnings 17. júníhátíðahaldanna irbúnings 17. júní hátíðahald- anna á Akureyri, boðaði frétta- menn á sinn fund á Hótel KEA sl. föstudagskvöld og kynnti þeim í stórum dráttum tilhögun væntanlega hátíðahalda á morg un, 17. júní. Nefndin fékk 70 þús kr. í „vasapening“ og fyrir þá fjár- muni á hún að skemmta bæjar- búum einn hátíðisdag, hafa skemmtun mikla og fjölbreytta, einnig þjóðlega og virðulega, og eitthvað fyrir alla. Yfir rjúkandi kaffi og nýjum pönnukökum bað formaður fréttamenn velkomna og óskaði samstarfs við blöðin og borgar- ana um, að gera nú þjóðhátíðis daginn hátíðlegan með almennri þátttöku. Ritari nefndarinnar, Jón P. Hallgrímsson skýrði síð- an frá hinum einstöku dagskrár liðum. Má um þá segja, að ef þeir takast eins og til er ætlast og forsjónin gefur nú betri veð ur en undanfarna fimm 17. júní daga, verður mikil hátíð. Ekki verður heildarsvip hátíðahald- anna kollsteypt að þessu sinni, enda raunar ekki ástæða til. — Hér fara á eftir helztu dagskrár atriði. Kl. 8 verða fánar dregnir að hún og litlu síðar fer blómabíll um bæinn, fagurlega skreyttur og þar verða lúðrablásarar, sem leika væntanlega til vakningar og hvatningar, og merki verða seld. Eftir hádegi leikur Lúðrasveit in á Ráðhústorgi meðan bæjar- búar safnast saman, hefur leik sinn kl. 1,20. Kl. 1,40 setur for- maðurinn Hermann Sigtryggs- son hátíðina og 10 mínútum síð ar hefst útiguðsþjónusta. Séra Birgir Snæbjörnsson syngur messuna með aðstoð kirkjukórs og e.t.v. einriig lúðrasveitar. Fjöl rituðum sálmum verður dreift meðal samkomugesta, kl. 2,10 syngur Geysir í 10 mínútur en síðan syngja þeir Jóhann Kon- ráðsson og Kristinn Þorsteins- son, þá kemur nýstúdentinn, Steinunn Stefánsdóttir fram í gerfi Fjallkonunnar og ávarpar mannfjöldann. Skrúðganga út á íþróttavöll- inn hefst kl. 2,40 og stjórnar Tryggvi Þorsteinsson henni, á- (Framhald á blaðsíðu 7). AFLATRYGGINGASJOÐUR Á undanfömum þinguni hafa Framsóknarmenn flutt tillögur um endurskoðun Iaganna um aflatryggingarsjóð sjávarútvegs- ins. Meginefni þessara laga er 16 ára ggmalt, eða frá árinu 1949, en þó var þeirn breytt nokkuð árið 1962, og var það þá aðalbreytingin, að togara- flotinn skyldi tekinn inn í afla trygginuna, og sjóðurinn þann- ig látinn standa undir veruleg um hluta af aðstoðinni til tog araútgerðarinnar. í fyrra átti þessi endurskoð- imartillaga enn örðugt uppdrátt ar á Alþingi, og fiskimálastjóri, sem á sæti á þingi fyrir Sjálf- stæðisflokkinn, mælti gegn henni. En á síðasta þingi var hún sam þykkt, og mun sérstök nefnd, skipuð af samtökum útvegs- ntanna og sjómanna framkvæma endurskoðunina. í tillögunni seg ir, að nefndin skuli „sérstaklega gera sér far unt að kynna sér skoðanir útvegsmanna og sjó- manna í einstökum landshlutum varðandi ntálið og reynzlu þeirra“. Hér nyrðra þarf að ganga eft ir því, að þetta verði gert. NORÐLENZK VIÐHORF Á kaupstaða- og kauptúnaráð- stefnunni sem ltaldin var Akureyri 29.—30. maí sl. var gerð ályktun unt þetta ntál. Þar er lagt til, að aflatryggingalög- unum verði breytt á þann hátt að sjóðurinn „bæti að mestu leyti ntisntun á aflahlut og kaup Miklar kalskemmdir á Héraði Egilsstöðum 14. júní. — Hér er ákaflega slæmt útlit með sprettu á túnum. — Tún eru meira og minna kalin, en þó er það nokk uð misjafnt. — Sumsstaðar eru fleiri hektarar, hvítir af kali og sprettur þar ekki gras í sumar nema brjóta landið upp og sá að nýju. Mun þetta vera mesta kal, sem komið hefur í manna minn- um. Kalið er mest í Úthéraði, en heldur skárra eftir því sem innar dregur og inni í Fljótsdal eru kalskemmdir litlar. Það virðist eins og gamla ís- lenzka túngresið haldi helzt velli, enda orðið ýmsu vant, en flestar nýræktir og yngri tún eru að mestu eða öllu kalin. Landbúnaður hér hefur orðið fyrir ýmsum áföllum á undan- fömum áratugum, síldin hefur tekið fólk frá okkur og mann- fæð er mikil, en þetta mun þó vera eitt mesta áfallið. Reynt hefur verið að brjóta upp túnin og sá í þau grasfræi og höfrum á Egilsstaðanesi, en ekki er enn vitað hvernig það muni fara. Menn voru yfirleitt seinir til allra vorverka, vegir voru ófærir og ekki hefur kom ið dropi úr lofti í um það bil mánuð núna, einmitt á þeim tíma, sem gróðurinn þarfnast mest vætu. Ekki hefur borið mik ið á holklaka þó að vetur hafi verið kaldur og frostin hörð. Menn vita ekki af hverju þetta kal stafar og eru heldur tor- tryggnir í garð Kjarnans, vegna Framhald á blaðsíðu 2. Sumarbúðirnar við Hólavatn. Ljósm.: V. V. Sumarbúðir við Hólavatn vígðar á sunnudaginn Á sunnudaginn kemur kl. 14,30 verða vigðar sumarbúðir KFUM og .K við. Hólavatn í Eyjafirði. Vígsluna mun framkvæma séra Bjarni Jónsson vígslubiskup. Fréttamenn áttu þess kost að skoða staðinn á laugardag 12. júní. Skálinn stendur á norður bakka vatnsins við litla vík á skýldum stað. Gylfi Svavarsson gjaldkeri KFUM sýndi frétta- mönnum staðinn og rakti sögu hans og íramtíðaráætlanir. Bygg ing skálans hefur staðið yfir í 6 ár eða frá 1959. Öll vinna hef ur verið framkvæmd í sjálfboða vinnu, einkum um helgar. Eina fasta tekjulindin hefur verið sala fermingarskeyta. Samt eru skuldir tiltölulega litlar. Skálinn er um 120 fermetrar að stærð og er ein hæð og kjall ari. Á efrj hæðinni er borðstoía fyrir 24 unglinga, eldhús og starfsstúlknaherbergi. — Auk þessa eru lítið hol og allstór verönd. Niðri eru tveir svefn- . skálar, foringiaherbergi og snyrt ingar auk kyndingarherbergis og geymslna. Skálinn mun verða starfrækt ur í 2 mánuði, frá 2. júlí til á- gústloka og verður gjaldið kr. 100 á dag. Skift verður niður í hópa, 24 í hverjum hóp, og verð ur hver hópur viku í einu. Fyrstu vikuna verða drengir, 9—12 ára, næstu viku verða drengir 12—14 ára, þriðju vik- una verða svo stúlkur 9—12 ára og því næst síúikur 12. .14 ára. Byrjað verður með helgistund á morgnana um kl. 9 og síðan drukkið morgunkaffi kl. 10, en síðan verða leikir fram til klukk an áíta með matar og kaffihlé- um. Eftir klukkan átta verða kvöldvökur. Starfsfólkið, sem verður tveir karlmenn og tvær konur munu sjá um efni þessara kvöldvaka að öllu leyti. Framkvæmdastjóri er Ragnar Bjarnason, húsasmiður. Innrit- anir og upplýsingar verða í Zi- onhúsinu, niðri, þriðjudaga, mið vikudaga og fimmtudaga kl. 18 — 19. tryggingu og séu þar fyrst og fremst hafðir í huga þeir bátar, sem gerðir eru út og leggja upp afla sinn í heimahöfn“. Hér er um að ræoa norðlenzkt viðhorf, sem komið hefur fram fyrr, t.d. á Fiskiþingum, og hef ur Magnús Gamalíelsson í Ólafs firði mælt fyrir því á þeim vett vangi. En nú er aðalreglan að reikna út svokallað meðalfiski magn nokkurra ára og greiða bætur samkvæmt því. Einn Norðlendingur sæti í sjóð- stjórninni, Tryggvi Helgason á Akureyri, en að öðru leyti er hún skipuð Faxaflóamönnum. Sjóðurinn ræður nú yfir all- miklu fjármagni til úthlutunar og fær tvo þriðju hluta tekna sinna af úíflutningsgjaldi en þriðja hluíann úr ríkissjóði. KAUPSTADARÁÐSTEFNAN Á AKUREYRI Kaupstaðaráðstefnan á Norður- landi, sem fyrr var nefnd, kom víða við í álykíunum sínum. Hún lagði á það mikla áherzlu, að komið yrði upp sérstakri Iandsbyggðarsíofnun, sem ynni að kerfisbundinni svæðaskipu- lagningu (jafnvægissjóður), er verði „svo öflugur, að hann geti orðið Iyftistöng í atvinnulífi NorðurIands“. Við skipulagn- ingu taldi ráðstefnan m.a. tíma bært að „lögð verði áhersla á aukinn iðnað og stærri iðnfyrir tæki staðsett á Norðurlandi í sambandi við stórvirkjun“. Þá taldi hún, að gera bæri ráð fyr ir, að „rafvæðingu alls Norður- lands verði lokið á allra næstu SKORTUR Á FJÁRMAGNI í ályktuniun ráðstefnunnar seg ir m.a., að fjármagnsskortur standi „atvinnuuppbyggingu á Norðurlandi mjög fyrir þrifum. Verði því að beina fjámiagni til Norðurlands, m. a. með beinum framlögum hins opinbera eða með því að ívtlna einka- og fé- lagsfjármagni svo að það sjái sér liag í að leita þangað“. ERFIÐLEIKAR ATVINNU- FYRIRTÆKJA Orðugleikar atvinnufyrirtækja voru mörgum að sjálfsögðu minnisstæðir á þessum fundi. í ályktun ráðstefnunnar segir svo um þessi mál: „Með því að Ijóst er, að ýms ar útgerðar- og fiskvinnslustöðv ar á Norðurlandi eru stöðvaðar vegna fjárskorts m.a. af völdurn aflaleysis, beinir ráðstefnan þeim tilmælum til ríkisstjómar innar, að hún hlutist til um við Iánastofnanir, að þær veiti nauð synlega fyrirgreiðslu til að rekst ur þessara fyrirtækja geti haldið áfram“. ATVINNULEYSISTR YGG- INGASJÓÐUR Þá beindi ráðstefnan „þeim ein dregnu tilmælum til ríkisstjóm arinnar, að hún hlutist til um, að nú þegar verði veitt eða lán að viðkomandi hrepps- og bæjar félögum fjármagn, sem notað (Framhald á blaðsíðu 4).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.