Dagur - 16.06.1965, Blaðsíða 2

Dagur - 16.06.1965, Blaðsíða 2
2 Heildarvelta SÍS Ákureyringar unnu Keflvíkinga á Njarðvíkurvelli Sl. sunnudag kl. 4 fór fram á Njarðvíkurvelli leikur milli Ak ureyringa og Keflvíkinga og sigr uðu Akureyringar verðskuldað með 1:0. Sýndu Akureyringar nú mjög ákveðinn Ieik og gáfu Keflvíkingum aldrei tækifæri til að byggja upp samleik, mörg tækifæri voru misnotuð hjá báð- um liðum. — Leikur þessi var spennandi frá upphafi til enda og fjörlega leikinn. — Dómari var Grétar Norðfjörð. • Leikurinn. Akureyringar unnu hlutkest ið og kusu að leika undan dá- lítilli golu. Strax í byrjun sýndu Akureyringar ákveðinn leik, mun ákveðnari en þeir hafa sýnt áður í sumar og gáfu' Keflvík- ingum aldrei tækifæri til að byggja upp leik sinn. Á fyrstu mínútunum komust Akureyr-. eyringar í færi en skotið var framhjá. Um það bil um miðjan fyrri hálfleik kom svo eina markið, sem skorað var í leiknum. Að- dragandi þess var sá að Högni miðvörður Keflvíkinga ætlaði að senda Kjartani, markverði, knöttinn, en Valsteinn var þar nálægur og eygði möguleikann á að ná knettinum, markmaður hikaði andartak að hlaupa út og kostaði það mark. Það var lag- lega af sér vikið hjá Valsteini, að ná kenttinum og nýta þetta tækifæri til fullnustu. Akureyringar sýndu góðan leik, það sem eftir var af fyrri hálfleik, þótt ekki tækist að skora og var það áberandi að þeir voru fljótari á knöttinn og ákveðnari í leik sínum. — Ekki I STAÐAN í 1. deild, eftir 4 I | umferðir, er þannig: í Valur 4 3 1 0 10:5 7 i | Akureyri 4 2 1 1 7:7 5 | \ K.R. 4 12 1 7:7 4 1 I Keflavík 4 1 1 2 3:5 3 j | Akranes 4 1 1 2 8:9 3 Í | Fram 4 1 0 3 6:8 2 1 .... Kalskemmdir á Héraði (Framhald af b'.aðsíðu 8). þess hvað hann inniheldur lítið kalk. Það hefur orðið reyndin, að tún, sem ræktuð hafa verið upp með húsdýraáburði, hafa staðið af sér þessa raun að mestu leyti, en hin, sem hafa verið ræktuð með tilbúnum á- burði, hafa farið illa. Reynt hef ur verið að bera í skárstu blett ina í von um að tún grói síðar í sumar en ekki er víst að það verði neitt nema vonbrigðin ein. Búast má við mjög hörðurn kröfum um rannsókn á þessu kalmáli. Þetta áfall telja bændur ívið meira áfall heldur en nokkurn tíma gamaveikifaraldurinn á sínum tíma og raunar mesta á- hefði verið ósangjarnt þó Akur eyringar hefðu haft tvö mörk yfir í hlé eftir gangi fyrri hálf- leiks. : Síðari hálfleikur var ekki eins •vel leikinn og sá fyrri, Akureyr ingar fóru í vöm, en Keflvíking ar sóttu fast, þó ekki tækist þéim' að skapa sér nema örfá hættuleg'tóekifæri í þeim hálf- leik. Akureyringar áttu nokkur haéttuleg tækífæri í síðari hálf leik, t.d. var Valsteinn kominn einn inrrfyrir undir lok leiksins, en hitti illa knöttinn og fór hann framhjá markinu. — Þá tók Högni aukaspyrnu á Akureyr- inga rétt fyrir leikslok, en Samúel varði mjög glæsilega. Um.leikinn í heild má segja það, að hann var vel leikinn og sþennandi fyrir áhorfendur, eins og allir leikir eru, þar sem allt veltur á einu marki. Um 50 Akureyringar voru þarna staddir og horfðu á leik- inn og hvöttu þeir óspart sína menn. Margir Akureyringar, sem búsettir eru fyrir sunnan, voru þarna mættir og er ánægju legt að þeir skuli fylgjast með leikjum Akureyringa syðra og hvetja þá. • Liðin. Um leik Keflvíkinga er það að segja, að hann var ekki eins beittur og búast hefði mátt við. Þeir virtust ekki hafa roð við þessari leikaðferð Akureyringa, sem mætti kalla maður á mann Þeir náðu aldrei að byggja upp góðan samleik og virtist einhver deyfð vera yfir liðinu. Þá not- uðu þeir kantana lítið og skap- aðist því ekki veruleg hætta í upphlaupum þeirra. Um leik Akureyringa er það að segja, að óhætt er að full- yrða, að þeir hafa ekki mætt ákveðnari til leiks í sumar, börð ust vel allan leikinn og er von- andi, að þeir leiki þá leiki, sem þeir eiga eftir í sumar, af sömu snerpu og þennan leik. Jón Stefánsson lék ekki með vegna meiðsla og kom Jón Frið- riksson í hans stað og átti hann að mínu viti mjög góðan leik. Þá lék Þormóður Einarsson á kantinum í stað Páls Jónsson- ar. Ágætt er að gefa varamönn- um tækifæri á að leika. Það hlýtur að nást betri árangur, ef margir eru um hverja stöðu í liðinu. Á sunnudaginn kemur mæt- ast Akureyringar og KR hér á íþróttavellinum og verður þar eflaust um skemmtilega viður- eign að ræða, ekki sízt ef Akur eyringar mæta eins ákveðnir til leiks þá, og er þeir mættu Kefl- víkingum s.l. sunnudag. Á mánudagskvöldið sigruðu Akurnesingar KR á Laugardals vellinum, með 3:2, og voru það all-óvænt úrslit, en það sýnir vel, að ómögulegt er að spá fyr- irfram um úrslit leikja í fyrstu deild. Sv. O. Tvö þýðingarmikil stig fyrir Akureyri ÞEIR voru glaðir í bragði knatt spyrnumennirnir okkar, er þeir stigu út úr Fokkemum, hér á Akureyrarflugvelli á sunnudags kvöldið, eftir að hafa unnið Keflavík með 1 marki gegn engu. Fyrstur kemur inn í flug- stöðina Ævar Jónsson. Hvemir gekk? Ágætlegá, við komum með bæði stigin og það var takmark ið. Hreínn’Óskarsson, fararstjóri „kemur röltandi í kvellinum" á eftir .hinum. Jæja Hreinn, ég óska ykkur til hamingju með sigurinn. Hvað um leikinn? Okkar strákar léku undan hægri golu fyrri hálfleik, vpru strax ákveðnir og fljótari á bolt ann er Keflvíkingar, léku sem sagt ágætan leik. En markið, hvemig kom það? Varnarleikmaður ætlaði að gefa markverði knöttinn, en Val steinn hljóp inn í sendingu, mjög laglega og renndi knettin um framhjá markverðinum. — Þetta var um miðjan fyrri hálf leik. Var þetta eina tækifærið í leiknum? Nei, við áttum fleiri, ég var óánægður að vinna ekki þennan hálfleik með minnst tveggja marka mun. Að mínum dómi léku okkar strákar mun betri knattspyrnu þennan hálfleik og náðu vel saman. En seinni hálfleikur? Þá léku okkar strákar varnar- leik, drógu innherjana aftur. Var þá ekki ykkar mark oft í hættu? Ekki svo mjög, Rúnar komst í eitt hættulegt færi en missti af knettinum og í annað sinn skaut Högni mjög föstu skoti úr aukaspyrnu á okkar mark, en Samúel varði það mjög vel. Og þið hafið náttúrulega aldrei farið inn á vallarhelm- ing Keflvíkinga síðari hálfleik? Ekki yar það nú svo, við feng- um nokkur marktækifæri þrátt fyrir vamarleikinn, en mikill hluti leiksins fór auðvitað fram • á okkar vallarhelmingi, sem eðlilegt er þegar svona leikað- ferð er beitt. Jæja, ég óska ykkur nú aftur til hamingju með sigurinn, það var mjög mikilvægt fyrir ykk- ur að vinna þennan leik, þar sem Keflvíkingar hafa verið taldir einna sterkasía liðið í I. deild. Þakka þér fyrir, við erum líka mjög ánægðir með þetta. S. B. (Framhald af blaðsíðu 1). áfanga kjötstöðvarinnar á Kirkjusandi og íbúðarhús fyrir forstöðumann verksmiðjunnar Varar í Borgarnesi. Eina nýja byggingaframkvæmdin, sem byrjað var á árinu, er viðbygg- ing við Skinnaverksmiðjuna Ið- unni. Alls nam fjálfesting SÍS í byggingaframkvæmdum á árinu kr. 16.323.000,00. Á móti þessari fjárfestingu fengust sérstök lán til langs tíma að upphæð 10 millj. kr. Fjárfesting í m.s. Mæli felli varð á árinu 27.815.000,00 kr. á móti þeirri upphæð kom lán að upphæð nærri 23 millj. kr. Kom Mælifell til landsins 16. apríl 1964. Formaður kvað starfsmanna- vandræði vera mjög mikil og yrðu félögin að leita til Sam- bandsins um aðstoð við endur- skoðun og bókhald. Síðan tók til máls Erlendur Einarsson, forstjóri SÍS, og flutti skýrslu um reksturinn á árinu 1964. Kvað hann tvennt hafa orðið þess valdandi að reksturinn á árinu hefði ekki skilað æskileg- um tekjuafgangi. í fyrsta lagi veruleg hækkun á reksturs- kostnaði og í öðru lagi skortur á rekstrarfé, sem olli lækkun á umsetningu Innflutningsdeildar og Véladeildar. Hin mikla hækkun reksturskostnaðar und- anfarin ár væri ekki í neinu hlut falli við auknar tekjur. Heildar launagreiðslur á s.l. ári námu 155 millj. kr. og er hækkunin frá árinu áður kr. 26,6 millj. eða um 20,7%. Hafa launa- greiðslur SÍS til fastráðinna starfsmanna hækkað á s.l. þrem árum um 59,3 millj. en á s.l. ári hækkuðu launagreiðslur til fast ráðinna starfsmanna um 21,8% en starfsmönnum fækkaði um 15 miðað við áramót. Umsetning helztu deilda Sam bandsins var sem hér segir á árinu 1964: Búvörudeild 547,1 millj., aukn ing frá árinu áður 87,4 millj. Sjávarafurðadeild 500,7 millj., aukning frá árinu áður 63 millj. Innflutningsdeild 316,8 millj., lækkun frá árinu áður 16,4 millj. Véladeild 195,9 millj., lækkun frá árinu áður 36,4 millj. Skipadeild 97,6 millj., aukning frá árinu áður 3,2 millj. Iðnaðardeild 217,8 millj., aukn- ing frá árinu áður 31,4 millj. kr. Að viðbættum ýmsum smærri starfsgreinum verður heildar- umsetningin á árinu 1964 kr. ■ 2.021.800.000,00 og ne'mur aúkn- . ingin frá árinu áður-191,6 millj. kr. eða 10,5%. Heildarsala kaupfélaganna á aðkeyptum vörum varð á árinu 1964 kr. 1.708 millj. og hækkaði um 12,8% en heildarumsetning kaupfélaganna, þar með talin sala innlendra afurða, varð 3.212 millj., jókst á árinu um 22,3%. Tekjuafgangur á rekstrar- reikningi Sambandsins varð kr. 1.635.000,00 á móti 2.522.000,00 kr. arið aður. Afskriftir námu hins vegar nærri 23 millj. og hækkuðu um tæpar 5 millj. kr. frá árinu 1963. Þó varð um 6 millj. kr. hagnaður á sölu Hvassafells. Nokkrar broytingar urðu á trúnaðarstöðum hjá Samband- inu á árinu 1964. Valgarð J. Ól- afsson lét af störfum sem fram- kvæmdastjóri í Sjávarafurða- deild af eigin ósk og var þá Bjarni V. Magnússon ráðinn framkvæmdastjóri allrar deild- arinnar. Þá var um s.l. áramót stofnuð ný deild, tæknideild, er ■ skal hafa með höndum hagræð- ingar og skipulagsmál innan Sambandsins og kaupfélaganna og mun Teiknistofa SfS einnig heyra undir hana. Framkvæmda stjóri deildarinnar er Helgi Bergs. Þá tók Harry Frederik- sen, sem undanfarin þrjú ár hefur veitt Hamborgarskrif- stofu SÍS forstöðu, aftur við framkvæmdastjórn Iðnaðar- deildar en við Hamborgarskrif- stofunni tók Sigurður Markúss- son, sem áður stjórnaði Lundún arskrifstofu. Við stjórn Lundún arskrifstofu tók Guðjón B. Ól- afsson, áður fulltrúi í Sjávaraf- urðadeild. Þá var Oddur Sigur- bergsson kaupfélagsstjóri í Vík í Mýrdal, ráðinn forstöðumaður Hagdeildar kaupfélaga. Birgðastöð SÍS tók til starfa í febrúar s.l. og var það seinna en fyrirhugað hafði verið, olli því hið mikla brunatjón í vöru- geymslunum í nóvember. Við stofnun Birgðastöðvarinnar var stigið skref, sem telja má með al hinna mikilvægustu í sögu íslenzku samvinnuhreyfingar- innar. Starfsemi stöðvarinnar hefur þegar gefið góða raun og sala hennar hraðvaxið með hverjum mánuðinum. Véladeild og Samvinnutrygg- ingar fluttu í nýtt verzlunar- og skrifstofuhúsnæði við Ármúla 3. Hagur kaupfélaganna gagn- vart Sambandinu versnaði held ur á árinu. Miklar framkvæmd- ir einstaklinga og opinberra að- ila báru ekki þann árangur sem æskilegur hefði verið en for- stjóri lét svo um mælt, að unn- ið yrði að því að bæta hag félag- anna sem mest mætti. í niðurlagi skýrslu sinnar sagði forstjóri, að miðað við rekstur hefði árið 1964 verið óhagstætt fyrir Sambandið. Ástæðurnar væru: Hækkun rekstrarkostnaðar og skortur á fjármagni í verzlunina. Til þessa hefði verðbólgan haft bet- ur í baráttu, sem háð hefði ver- ið, til þess að minnka reksturs- kostnað og . ^auka.. . reksti-arfé.. Stærsta verkefni ; sa.mvinnu- hreyfingarinnar væri að bæta fjarhagsaðstöðuna og þess vegna væri aukin verzlun þýðingar- mesta atriðið í rekstrinum. Annað mikilvægt verkefni væri að bæta rekstur frystihúsa og framleiðslustöðva kaupfélag- anna. Að lokinni skýrslu forstjóra fluttu framkvæmdastjórar Sam bandsins skýrslur um starfsemi hinna ýmsu deilda þess. □ NONNAHÚS opið kl. 2—4 dag- lega.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.