Dagur - 10.07.1965, Blaðsíða 5

Dagur - 10.07.1965, Blaðsíða 5
4 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-1186 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. Yantar betri stjórn UNDANFARIN ár hefur, um mik- inn hluta landsins, verið góðæri af náttúrunnar völdum, og er enn. Undantekningar frá þessu varðar ein stök byggðarlög eða landshluta. En þjóðarheildin hefur notið hins mikla góðæris eða ætti að hafa gert það. — Sjávarafli hefur verið mikill á vetrar vertíð og síldveiði meiri en dæmi eru til fyrr. Verð útflulningsvara á er- lendum mörkuðum hefur verið hag stætt og hækkandi. Framleiðslan hef ur aukizt, einkum við sjávarsíðuna og einnig í sveitum landsins. Af þessu leiðir, að atvinna hefur verið svo mik il í sumurn landshlutum, að vinnuafl þar hefur hvergi fullnægt eftirspurn. Hinn mikli sjávarafli liefur skapað gjaldeyrisinnstæður, sem að líkind- um vega á móti föstum lánum, sem tekin hafa verið að láni erlendis á sama tíma og aukið peningaveltu í landinu. En í meðferð atvinnu- og efnahags mála ríkir samt upplausn og öryggis- leysi og dýrtíð hefur farið mjög vax- andi. Verðgildi krónunnar í viðskipt um hefur minnkað svo mjög, að sjálf ur fjármálaráðherrann talaði um það í vor í fullri alvöru, að gera tíu krón ur að einni krónu. í höfuðborginni og raunar víðar er nú svo komið, að menn treysta sér ekki til að semja um kaup og kjör vinnustétta. Þar logar allt í skæruhernaði og vinnufriður- inn hangir á þræði. Skip hafa jiurft að fara hálffermd úr Reykjavíkur- höfn af því ekki tókst að afgreiða þau fyrir ákveðinn tíma vegna vinnuá- standsins við höfnina. Bændur hafa sagt upp verðlagsgrundvellinum, Stéttarsambandið hefúr staðið í mála ferlum við landbúnaðarráðherra út af skatti sem jieir telja ranglega á sig lagðan. Sjómenn sigldu skipun- um til hafnar af síldarmiðunum vegna skattheimtu og síldarverðs. — Og áfram heldur fólksstraumurinn suður að Faxaflóa og ójafnvægið eykst í byggð landsins. En samtímis öllu Jiessu er svo unn ið að ]>ví að fá erlent fjármagn til að koma upp stórvirkjun og stóriðju á Reykjavíkursvæðinu. Því er jafn- framt spáð, að sumir þingmenn Norð lendinga muni ljá þeirri fjarstæðu lið með atkvæði sínu af flokkslegum ]>rælsótta og hjálpa á þann hátt við að tæma Norðurland. Vonandi reyn ist sú spá ekki rétt, en j>ó er í Reykja vík farið að tala um aluminíumverk smiðju við Straumsvík eins og hverja aðra staðreynd. Norðmenn fóru öðru vísi að þegar þeir sömdu við Sviss- lendinga. Þeir gerðu J>að að skilyrði, að staðsetning slíkra verksmiðja Jjjón aði byggðajafnvæginu. Að J>essu gengu Svisslendingar ]>ar í landi. HELGI HALLGRÍMSSON: llltllllllllllllllllllllllllllllllMI HÁSKÓLI 4 NORÐURLANDI Á AL-ÐARAFMÆLI bæjarins 1962 var lesin upp ræða eftir Davíð Stefánsson, skáld frá Fagraskógi. í þessari ræðu kem ur m. a. fram sú hugmynd, að okkur Akureyringum beri að vinna að því, að hér á staðaum risi háskóti. Var þetta snjöll hugrr.ynd og djörf, sem von var a£ Davíðs hálfu. Munu sumir hafa litið á þetta sem gamanmál. Þó hafa spunnizt af þessu nokkrar umræður manna á milli, og svo langt er málinu komið, að háskólanum tilvon- andi hefur þegar verið ætluð lóð, í landi bæjarins. . Nú dettur að vísu engum í hug, að háskólinn okkar rísi í dag eða á morgun, né á þessu ári eða hinu næsta og sennilega ékki á þessum áratug eða þeim næsta. Hitt er augljós og óhjákvæmi- leg staðreynd, að hér hlýtur í framtíðinni að rísa upp háskóli. Að því hníga mörg rök, sem hér verða þó ekki talin, en minna má í því sambandi á að- ferð Norðmanna frænda vorra, sem hafa þegar stofnað annan háskóla í Björgvin, og tala nú um að stofna háskóla bæði í Þrándheimi og Tromsey. Annað mál er það, að líklega hafa fæstir þeir sem talað hafa um háskólastofnun á Norður- landi, gert sér verulega ljóst hvað háskóli er eða hvaða undir stöður eru nauðsynlegar fyrir slíka stofnun. Það er því ekki úr vegi að at- huga svolítið hugmynd eða ídeu háskólanna, eins og þeir hafa þróast í Evrópu gegnum aldirn- ar. Það eru til margs konar háskól ar, sumir jafnvel sérstaklega auðkenndir, sem lýðháskólar eða tækniháskólar. í Bandaríkj unum merkir orðið háskóli (high school) vissa tegund af gagnfræðaskólum og þannig mætti lengi telja. Sumir segja jafnvel að lífið sé háskóli, og kannski sá bezti, og má það til sanns vegar færa. Sú merking, sem hér á landi er almennt lögð í orðið háskóli, er hins vegar ekkert af þessu, heldur nánast það sem á evrópu málunum er yfirleitt kallað uni- versitas, og í þeirri merkingu nota ég eftirleiðis orðið háskóli. Háskólar spretta upp á mið- öldum víðsvegar um Evrópu. Oft eru það þjóðhöfðingjar sem stofna skólana og byggja yfir þá, og við þessa þjóðhöfðingja eða þjóðskörunga eru skólarnir víða kenndir enn þann dag í dag. Að þessum skólastofnunum dragast svo lærdómsmenn og fræðimenn ýmisskonar. Háskól- arnir verða þessum mönnum at hvarf í róstursömu þjóðlífi fyrri alda. Þar fá þeir að stunda fræði sín í friði en eru jafnframt í tengslum við sína líka í hverri fræðigrein. í þessum skólum eiga fræði og vísindi nútímans upptök sín. Það er athyglisvert, að úni- versitates spretta upp löngu áð- ur, en farið er að hugsa um al menna skóla og skólaskyldu. Það er einnig nokkuð efamál hvort rétt sé að nefna þessi fyrstu úniversitates skóla. Þetta voru vissulega ekki skólar í okkar venjulegu merkingu, held ur fyrst og fremst stofnanir þar sem stunduð voru vísindi og fræði. Hitt er annað mál, að hinir lærðu menn draga fljótlega að sér hóp lærisveina. Er það eng in ný bóla, enda kunnugt frá dög:;,m hinnar grísku spekinga. Þe ssir lærisveinar greiða svo ’.ærifeðrum sínum kaup, og hef Xir það sjálfsagt oftast verið eina kaupið sem þeir fengu. Leifar þessa fyrirkomulags er enn að finna í þýzkum háskólum, þar sem er hið svonefnda kennslu- gjald, ákveðin upphæð sem stú dentar greiða fyrir hvern fyrir lestur er þeir sækja. IIELGI HALLGRÍMSSON, grasafræðingur. Þannig verða úniversitates smátt og smátt að skólum. Fræðimennirnir verða fræðar- ar. Þannig skapast hið sérstæða samband af fræðum og fræðzlu, sem er svo einkennandi fyrir evrópsku háskólana, og má vissulega kallast aðal-kenni mark eða grundvallarídea þeirra. Við sjáum á þessu, að án fræða eða vísinda er háskólinn ekki nema nafnið tómt. Að þessu leyti er hann grundvallar- lega ólíkur hinum venjulegu skólum. Og það er einmitt þessi sam- vinna fræða og fræðslu, sem gefur háskólunum sitt mikla gildi og gerir þá ómissandi í menningu þjóðanna. <<iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiii,,4 1 FYRRÍ HLUTI I Þetta sjónarmið er almennt viðurkennt af þjóðfélögunum, með því að þau skylda háskóla- kennara ekki til að kenna nema tiltölulega fáar vikustundir og mun færri en kennara við aðra skóla, svo þeir hafi tíma til að sinna vísindastörfum. Á síðustu tímum gætir að vísu nokkuð þeirrar tilhneiging ar, að aðskilja fræði og fræðzlu. Stafar þetta að nokkru af því, að vísindi nútímans krefjast yf- irleitt meiri einbeitingar og sér- hæfingar en áður gerðist, en hins vegar hefur aukavinna prófessora margfaldast vegna aukins stúdentafjölda, víðast hvar. Háskólarnir eru nú heldur ekki einu vísindastofnanirnar, eins og áður var, heldur hafa nú risið upp mai-gskonar stofn- ánir aðrar, er eingöngu eða mest megnis sinna vísindalegum verkefnum. Allir málsmetandi menn, munu þó vera á einu máli um það, að þessa þróun beri að forðast eftir megni. Fræði og fræðzla auðga hvort annað og styrkja. Vegna kennsl unnar verða prófessörarnir að rifja upp fræðigreinar sínar í heild, og það er þeim áreiðan- lega hollt á þessum sérhæfing- artímum. Hins vegar hlýtur svo kennsla þeirra, að auðgast af þeirra eigin fræðum, og því kom ast stúdentarnir fljótt í kynni við hin vísindalegu störf sem þeir eiga að búa sig undir. Háskóli okkar íslendinga er fremur ung stofnun á heims- mælikvarða, og nokkuð hefur þótt skorta á, að þar væru vís- indi og fræði í heiðri höfð sem skyldi. Liggja þar margar orsak ir til, enda hefur þessi skóli til skamms tíma lítið verið annað en fagskóli fyrir embættismenn. Þó munu forstöðumenn há- skólans á flestum tímum hafa gert sér ljósa grundvallarhug- mynd háskólans, sem bezt sást að innskrift þeirri sem veglega er greypt í steininn yfir aðal- inngangi háskólabyggingarinnar en það eru þessi orð úr Huldu- ljóðum Jónasar Hallgrímssonar: Vísindin efla alla dáð. Svo hrapalega hefur þó til tekizt, að þau vísindi, sem Jónas stundaði sjálfur, og kveður „allra vísinda indælust“, þ. e. náttúruvísindin, eiga sér engan stað í þessum háskóla. Þar er enn engin náttúruvísindadeild. Svo mikil er kaldhæðni örlag- anna. Svo virðist einnig, sem við höfum ekki efni á því, að eiga þennan háskóla, enda lifir hann að miklu leiti á snöpum meðal almennings, svo sem á happ- drætti og bíósýningum. Myndi sú aðferð vart vera talin sæm- andi háskóla í öðrum menningar löndum.--------- fslendingar hafa jafnan verið heldur lítið gefnir fyrir fræðileg ar vangaveltur og vísindi hafa átt lítið upp á pallborðið hjá þjóðinni. „Fyrir mannvit þeir flónsku velja“, segir Eggert Ólafsson um landa sína og hálfri öld síð- ar spyr Jónas Hallgrímsson „Hver mun hirða hér um fræði“ og svarar sjálfum sér á þessa leið: „Heimskinginn gerir sig að vanaþræl“, og í lok þeirrar miklu vísindaaldar, 19. aldar- innar talar Þorvaldur Thor- oddsen um „hina þungu þoku, sem hvílir yfir andlegu lífi á íslandi". Allt hið sama virðist meiga segja um íslendinga enn í dag, enda þótt eitthvað hafi rofað til í þeim efnum, eru íslendingar furðu tómlátir um vísindaleg viðfangsefni og vísindamenn eru hér fáir, jafnvel þótt miðað sé við fólksfjölda og er þá mik- ið sagt. Ekki hvað síst á þetta við um náttúruvísindin. Er það þó því furðulegra, þar sem náttúra landsins heillar mjög til hvers konar rannsókna. Samt hafa alltaf verið til menn í landinu, sem eitthvað lögðu stund á vísindi, og oft við hinar erfiðustu aðstæður. íslenzkir fræði- og vísinda- menn hafa lengst af verið bænd ur, og búið við ærið misjafnan hag, hver í sínu landshorni, oft ast án tengsla við hinn fræði- lega heim. Þó verður þess snemma vart, að á vissum stöðum í landinu rísa upp miðstöðvar mennta og fræðimennsku. Þannig var það í Odda og síðar í Haukadal á Suðurlandi. Þá urðu klaustrin oft miklar menningarstöðvar, eins og á Helgafelli og á Þing- eyrum. Síðast en ekki sízt voru það svo biskupsstólarnir, með skólum þeim, sem við þá voru tengdir sem héldu uppi stefnu mennta og fræða. Þangað völd- ust oft hinir'gáfuðustu menn í embætti biskupa og skólameist- ara, og eftir að klaustrin lögðust niður voru biskupsstólarnir næstum einu menningar- og fræðimiðstöðvarnar í landinu. A Hólum í Hjaltadal spratt snemma upp slík menningarmið stöð. Jón Ogmundsson stofnaði þar skóla á 12. öld, og fékk til hans hina færustu kennimenn. Efldist þar brátt hin merkasta fræðastarfsemi. Um Hóla á Jóns dögum var það sagt, „að þar var þá ekki hús nálega, eða eigi væri nokk- uð iðjað, það til nytsemdar var. Það var hinna eldri manna hátt ur að kenna hinum yngrum en hinir yngri rituðu, þá er náms varð í milli.“ Gæti þessi lýsing ekki eins vel átt við einhvern merkan háskóla úti í löndum? Á dögum Guðbrands biskups urðu Hólar mesta menntasetur landsins, enda var þá hafin þar stórfelld bókaútgáfa, sem lengi hélst síðan. Var og Guðbrandur sjálfur hinn mesti fræðimaður og lét gera kort af landinu fyrstur ís- lenzkra manna. „Heim að Hólum“ var jafnan sagt, því að þangað lágu allra leiðir og þangað áttu allir er- indi. Ekki hvað sízt lágu þangað leiðir fræðimanna og vísinda- manna, og fáir munu hafa haft þangað eins mikið að sækja. Þessi dýrðarljómi Hólastóls varð þó ekki ævarandi. Hann komst ekki hjá því, að fylgja allsherjár hnignun þjóðarinnar, sem átti sér stað á 17. og 18. öld og um aldamótin 1800 voru stóll og skóli lagður niður. Var þá ekki einu sinni barnaskóli á Norðurlandi. Næstum heilli öld síðar, er svo stofríaður skóli á Möðruvöllum í Hörgárdal. Og þótt það væri lengi vesældarleg stofnun, má þó skjótt sjá þess merki, að fræðaandinn frá Hólum var ekki með öllu útdauður. Er það skemmst að segja, að strax með skólastofnuninni hefst á Möðru- völlum merkileg fræðastarfsemi sem mun eiga fáa sína líka í þjóðarsögunni, með því að þang að kemur einn mikilhæfasti vís inda- og fræðimaður, sem þessi þjóð hefur alið, og á ég þar við Þorvald Thoroddsen. Þorvaldur Thoroddsen er fæddur í Flatey á Breiðafirði ár ið 1855. Hann lærði náttúru- fræði í Kaupmannahöfn í fimm ár, en árið 1880, þegar gagn- fræðaskóli var settur á Möðru- völlum var honum boðin staða náttúrufræðikennara við hann. Þorvaldur tók þessu boði, enda þótt hann hefði þá ekki enn lok- ið prófi við háskólann. Hinn fyrsta vetur á Möðruvöllum rit- ar Þorvaldur hina fyrstu ís- landslýsingu sína, lítið en grein- argott kver um náttúru lands- irís. Sumarið eftir hóf hann svo rannsóknarferðir sínar, sem hann síðan hélt áfram á hverju sumri næstu tvo áratugina. Hafði hann að lokum farið um mest allt landið, og kannað það rækilega, einkum þó hvað snerti landafræði og jarðfræði þess. En Þorvaldur lét sér ekki nægja að rannsaka, heldur lét hann og einskis ófreistað að kynna rannsóknir sínar bæði í fyrirlestrum og prentuðu máli. Svo segir Bogi Th. Melsteð, að aldrei hafi neinn íslendingur frumsamið svo mörg og stór rit sem Þorvaldur. Eftir hann liggja tvö stór ritverk, Land- fræðissaga fslands og íslandslýs ing, hvorttveggja yfir þúsund blaðsíður að stærð, auk ótölu- legs fjölda smærri bóka og rit- verka. Þá gerði hann jarðfræði- kort af landinu sem enn er í fullu gildi. Er það ekki ofsagt að Þorvald ur Thoroddsen hafi lagt grund- völlinn að almennum rannsókn- um á náttúru landsins, svo að síðar mun ekkert verk hafa ver ið unnið á því sviði án þess að leita upplýsinga í ritum hans. Þorvaldur var einnig mikill fræðimaður, og safnaði heimild um úr annálum og öðrum göml- um ritum, um eldgos, jarð- skjálfta og veðurfar í landinu allt frá því að landið byggðist. Þorvaldur Thoroddsen varð að vísu ekki mosagróinn á Möðruvöllum, hann fékk síðar kennaraembætti við Reykjavík urskólann, og um aldamótin var honum veitt lausn frá embætti á fullum.kennaralaunum. Hélt hann þá til Kaupmannahafnar og dvaldist þar við ritstörf það sem eftir var ævinnar, en hann andaðist árið 1921. Þorvaldi hlotnaðist margvís- legur heiður fyrir rannsóknar- og ritstörf sín. Vísindafélög um allan heim kepptust við að heiðra hann og háskólinn í Kaupmannahöfn sæmdi hann heiðursdoktors- nafnbót. Hins vegar voru íslendingar tómlátir um störf Þorvalds, og ekki slapp hann heldur við öf- und og illkvittni ýmissa landa sinna, sem sáu ofsjónum yfir gengi hans. Þótti Þorvaldi þetta stórum miður, sem bezt kemur fram í grein, er eftir hann birtist í blað inu Ingólfi 1907. Þar segir svo: „Jeg hefi þó varið allri æfi minni til að útbreiða þekkingu um ísland, og hefi jafnan stað- ið á verði í útlendum tímaritum til þess að verja allt sem ís- lenzkt er, en um þá starfsemi mína vita íslendingar víst lítið, þeir hafa annað að hugsa.“ Síð- an telur Þorvaldur í greininni upp margt sem hefur orðið því valdandi að hann, eins og hann orðar það „flýði land“ og leit- aði til annarra þjóða. Að lokum segir Þorvaldur: „Óneitanlega liefði það verið viðkunnanlegra, að íslendingar hefðu sjálfir haft vilja á því að kanna sitt eigið föðurland, eins og allar aðrar menntaðar þjóðir gera, en þess hefði orðið langt að bíða að mér hefði lánast að snúa hug landa minna í þá átt, mér var því nauðugur einn kostur að leita til erlendra þjóða, annars hefði árangur rannsókna minna orðið að engu, og enginn lifir nema einu sinni. Vestigia terrent. Jeg hafði fyrir mér dæmi annarra íslenzkra vísindamanna. En ég hefi þá trú að einhvem tíman ljetti hinni þungu þoku, sem nú hvílir yfir hinu andlega lífi á íslandi.“ Hver mun hirða hér um fræði, spurði Jónas og enn eru íslendingar við sama heygarðs- hornið. Þegar Þorvaldur Thoroddsen hætti kennslu á Möðruvöllum, var annar íslendingur að læra náttúrufræði úti í Kaupmanna- höfn. Það var Stefán Stefánsson frá Heiði í Gönguskörðum í Skaga- firði. Og nú fór mjög á sömu leið fyrir Stefáni eins og Þor- valdi áður. Hann hætti námi og réðist kennari að Möðruvöllum °S þegar á næsta sumri tekur hann til að ferðast um landið til að rannsaka náttúru þess,- Svo sem kunnugt er, gefur Stefán sig einkum að grasa- fræði landsins, enda mun hon- um hafa þótt á því mest nauð- syn, þar sem Þorvaldur var þá kominn á góðan rekspöl með jarðfræðina. Á næstu árum ferðaðist Stefán um allt landið og viðaði að sér feikna mikilli þekkingu á flóru þess og gróðri. j V. (Framh. í næsta blaði). tKHKH>ÍH«SÍHWHKHaíKH>aíBKHKHKH>WKHKHKHKHÍÍHÍ<HaíHKHK«H5 I RONALD FANGEN EIRIKUR HAMAR 1 Skáldsaga I i „ I IKHKHKHKHKHKHKW =3 KHKHKHKHKHKhKhS veittist allt svo létt og auðvelt, allt lá svo opið og beint fyrir þér. — Annars eru allir karlmenn metnaðargjarnir og miklu metnaðargjarnari en konur. Að undanskildum jafn ágætum manni og pabba, — hann hefir fengið nægilega frægð. Storm greip skyndilega framí á ný og virtist dálítið vand- ræðalegur: — Hamar er alls ekki vitund hégómlegur maður, J>að ber hann auðséð með sér. Það-'er dálítið varasamt að beita af- stæðri sálfræði, — jafnvel um okkur veslings karlmenn. Síðan fór hann að ræða opinskátt og einbeittlega um franska list. En Eiríkur varð J>að ljóst, að hann hafði skipt skapi, — og frúin var þögul og hlédræg. En er J>au eftirá drukku kaffið inni í málarastofunni, var auðséð að Storm sá eftir því að hafa verið dálítið hvassyrtur við Ástríði. Hann sat og lék við hönd hennar. Frúin hafði tekið upp tal á ný óg spjallaði nú við Eirík og sagði honum hvað hann ætti að sækjast eftir að sjá í borginni. Hún spurði hann hvort hann væri gefinn fyrir sjónleiki og nefndi ýttisa af því tagi. Þetta var svo sér- stæð samræða, dálítið J>vinguð, og Eiríkur var aðeins með hálfan huga sinn í samtalinu og gat svarað já og nei á nokkurnveginn viðeigandi stað. Hann sat og braut heilann tim heimilið það arna, þessa litlu fjölskyldu, J>eim liði ekki vel, það væri auðséð, og á- stæðan væri aðeins sú, að Astríður ofreyndi sig við starfið, að }>au sáu lítið til hennar heima fyrir, — hvað annað gæti }>að verið? Þessi dálítið kotraskni og alltof yfirlætislegi tónninn hennar! Fengi hann aðeins að vera stundarkorn í einrúmi með henni. Hér væri allur heimilisbragurinn einhvernveg- inn rangsnúinn. Og }>etta var frúnni auðsjáanlega ljóst, því hún skipti um tal og sagði: — Nú býst ég við að }>ið unga fólkið viljið gjarnan spjalla saman í næði og litast dálítið um í borginni. Herra Hamar gerir eflaust svo vel að sjá Ástríði borgið heim í sjúkrahúsið í kvöld. — Já, eigum við að bregða okkur út, Eiríkur? spurði Ást- ríður nú með blíðustu rödd sinni. Frúin vék Eiríki andartak til hliðar, áður en þau fóru út og sagði: — Þér megið ekki misvirða við Ástríði það sem hún seg- ir. Þér skiljið eflaust að hún ofreynir sig ógurlega og er dauð þreytt. — Nei, kæra frú, svaraði hann, það þurfið þér ekki að vera hrædd um. Storm klappaði honum á herðarnar um leið og hann fór og sagði: velkominn aftur. Ástríður faðmaði foreldra sína með ákefð, og þau voru bæði hrærð. XIV En ekki reyndist auðveldara að vera með henni einni. Þvert á móti: meðan hún sat inni og talaði við foreldra sína gat liann þó horft á hana og fundið á sér ,að þetta væri hún, en nú er þau gengu alein saman úti, virtist hún svo ókunn- ugleg, hann þorði ekki að líta á hana og datt ekkert í hug til að segja við hana. Hvert ættu þau að fara? Taugakvikska lians krafðist þess að þau skyldu setjast einhvers staðar, hann yrði að fá sér dálitla hressingu til að herða upp hugann. — En var þetta allt ekki vonlaust þegar fyrirfram? Gæti hann ekki allt eins vel sætt sig þegar við það, sem virtist raun- veruleiki, að hún væri gerbreytt, væri komin svo langt inní nýja tilveru, að þaðan næði hann henni ekki aftur? Svo hnugginn og óframfærinn var hann nú, að tilfinningar hans lokuðust algerlega inni. — Var hann raunverulega hér í gangi með einu konunni sem hann unni? Nú var orðið dimmt. En loftið var allt öðruvísi heldur en hættulega hvikula vorloftið heima, nú var tekið að hlýna, og fólk sat í veitingaskálum gangstéttanna, og alstaðar voru ljósin kveikt. — Heldurðu að þér verði kalt, ef við setjumst að í ein- hverjtim gangstéttarskálanna? spurði hann. — Nei, það vil ég gjarnan. Þau settust svo fyrir utan Deux Magots, beint andspænis kirkjunni gpmju. Honum var þegar farið að þvkja vænt um þennan stað? hér var allt svo stillt og kyrrt, en úti á götunum umdi skarkali stórborgarlífsins. Hér mættist gamli og nýi tíminn, svo. að tíma-hugtakið virtist hverfa, — og í þessum nærfellt tímalausa tilverublæ hlotnaðist honum aftur tals- verð ró og stillingar-öryggi. Og svo var gaman að vita, að hér gátu þau setið og spjallað saman í fjölmenninu, án þess að nokkur skildi eitt orð af því. Annars var það Ástríður sjálf, sem bjargaði honum út úr vandræðunum: — Eg var víst ekki sérlega skemmtileg heima áðan, en þú rnátt ekki vera reiður við mig. Mér hættir svo við að missa jafnvægi. — Og raunverulega þótti mér svo gaman að sjá þig aftur. Eiríkur varð óðar bæði sáttfús og sigurviss: — Reiður! Ertu alveg frá þér. Að svo stöddu hefi ég fullt í fangi með að gIeðjastr.og fa&na því að vera kominn hingað og sjá þig aftur. Það er yjst venjulegt að fólk tali fremur slitrótt og fávíslega saman, þegar það hittist á ný eftir lang- an aðskilnað. Annars erum við ekki búin að tala mikið sam an enn að þessu sinni. — Nei, sagði Ástríður. — Og það hefir aldrei sprottið neitt gott upp úr mínu hjali. Eg hefði heldur átt að þegja. Jæja, hugsaði Eiríkur. Þessu og þvílíku verðum við að Ijúka sem allra fyrst. — En manstu það, Ástríður, að við höfðum farið saman á kaffihús einu sinni áður? — Já, síðdegis í íþróttaskálann uppi við Hólmakollinn. — Einmitt. Mér fannst það vera mikill viðburður. — En þú varst ekki sérlega glöð í það skiptið, Ástríður. Hún leit á hann dálítið frávísandi. — Nei, ég var það kannski ekki. — Eg man sannarlega ekki vel eftir því, hvernig ég var. Ósköp barnaleg, það er það eina. Þökk, — það gæti Eiríkur kannast við. — Manstu ekki að þú varst að verja Níels gegn mér? Þú hélzt því fram, að mér væri allt svo auðvelt og létt, og þótt þú nefndir ekki Níels á nafn, talaðir þú aðeins um hann; þér fannst þá að ég væri barnalegur. — Já, það er víst satt. Og síðan hefi ég oft hugsað um það, hvort þú hefðir raunverulega verið það. Eða hvort þú að- eins vildir ná áhrifum á unga stúlku, sem þig grunaði að ætti erfitt. Og bola frá kunningja þínum, sem þér fannst ekki nógu ákveðinn og karlmannlegur. — Þú telur að ég muni hafa verið ástfanginn af þér? — Nei, það hefi ég aldrei haldið, ekki einu sinni dottið það í hug. Satt að segja. — Hvers vegna hefði ég annars reynt að bola honum frá þér, eins og þú segir? — Jú, það getur vel hafa stafað af því, að þér hefi þótt það freistandi. Gagnvart flestum ungum stúlkum hefði víst ekki reynst erfitt að bola frá jafn þreklitlum og lingerðum pilti og Níels. Það er sennilega alls ekki til sá karlmaður, sem ekki vill gjarnan vera sigurvegari. Bara sjálfs sigursins vegna — og þótt hann langi eiginlega alls ekki í neinn sigurvinn- ing. — Þú talar eins og þú værir orðin reglulega mann- ill. — Já, segja ekki allir karlmenn það, þegar við konur leyfum okkur að kynnast ykkur dálítið, hvernig þið eruð, og leggjum síðan saman tvo og tvo. Hégómlegir eruð þið, — svo að liggur við að sé æsandi ofboðslegt. — En aðeins liggur víð? ■ — Ástríður dreypti á glasi sínu og sagði: — Hversvegna eigum við annars að tala um þetta? Segðu mér heldur eitthvað af sjalfum þér. Er það raunverulega satt, að þú hafir sleppt starfi þínu? — Jú, við skulum einmitt spjalla ofurlítið um hitt. Eg vildi semsé alls ekki gera Níelsi mein á nokkurn hátt. Ekki bola honum frá. (Hann kyngdi og sagði lágt og rámur:) En það er satt, að ég elskaði þig. Eg varð þess fyrst var einmitt þá dagana. Hún leit snöggt og óttaslegin á hann, og hiti hljóp í and- lit hannar. • — Nei, Eiríkur, nú verðurðu ,að vera vænn og tala um eitthvað annáð. Það Cr þó tilgangslaust að sitja hér og spjalla um það, sem er löngu liðið. — Jú, við skulum samt gera það, Ástríður. Eg skal segja þér, að þótt ég færi að ségjá þér, hvernig mér liði nú, — þá verð ég samt að hverfa áftur til þeirra tíma. En svaraðu mér nú bara um dálítið: — Þú ert ekki reglulega góður, Eiríkur, — fyrst mér er þetta svo þvert um geð. Hverju á ég þá að svara? — Jú, sildist þér þá að ég, — já, að ég elskaði þig þá? — Nei, þú heyrir það, — það skildist mér ekki, það datt mér alls ekki í hug. — En kannski, — hefir þér þá ekki skilist það eftirá? Nú.- seinna? (Framhald).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.