Dagur - 25.08.1965, Blaðsíða 8

Dagur - 25.08.1965, Blaðsíða 8
8 SMÁTT OG STÓRT Nýtt íbúðahverfi, vestan Mýrarvegar, rís nú upp. Þar heita nýjar götur: Kotárgerði, Stekkjargerði, Akurgerði og Hamragerði. (Ljósmynd: E. Ð.) Á Akureyri eru 225 íbúðir í smíSum Sex íbúða keðjuhús byggt úr strengjasteypu Á AKUREYRI eru nú í bygg- ingu um 225 íbúðir. Aðalbygg- ingahverfin eru við Áshlíð og Skarðshlíð í Glerárhverfi og í nýja hverfinu vestan Mýrarveg ar þar sem heitir Kotárgerði, Stekkjargerði, Akurgerði og Hamragerði. — Það sem af er þessu ári hefur verið byrjað á 127 íbúðum. íbúðirnar skiptast þannig: Einbýlishús 52, fjölbýl- ishús 3, með 32 íbúðum alls, og tveggja til fimm íbúða hús eru 14 með 43 íbúðum. Frá fyrri árum eru enn í smíðum 31 einbýlishús, 3 fjöl- býlishús með 33 íbúðum og 13 tveggja til fimm íbúða hús með 34 íbúðum. Samtals eru þetta 225 íbúðir. Byggingarefni hefur breytzt nokkuð á síðustu árum. f fyrra Togararnir náðu ekki fiskinum Raufarhöfn 23. ágúst. Hér var saltað á einu plani í nótt. Þórð- ur Jónasson kom með 1800 tunnur, en það var léleg síld og fór mikið af henni í bræðsiu. Búið er að bræða um 104 þús. mál og er það rúmlega þriðjung ur miðað við í fyrra. Komnar eru 20.000 tunnur í salt á móti 60.000 í fyrra. Síldarplanaeig- endur eru orðnir mjög svart- sýnir um, að síld berist hingað héðan af. Fólkið er hvort eð er að mestu leyti farið. í fyrra barst hingað síld austan úr haf- inu, en varla er hægt að búast við, að það verði í haust, því í fyrra voru allar austfjarða- verksmiðjurnar fullar. Síld hef- • ur veiðst lítið eitt í Reyðarfjarð- ardýpi, eitthvað 2—300 mál. Hingað kom skip frá Jan LÍTILL FISKAFLI Ólafsfirði 23. ágúst. Hér hefur verið óþurrkasamt undanfarna daga, rigning og súld. Fiskirí er mjög lítið; þeir reyta svolítið á trillunum, en ufsaveiðin, sem var góð um tíma, hefur nú al- veg brugðist. Einn bátur er enn með dragnót og fiskar lítið. Síld höfum við enga séð hér síðan í vor og við búumst varla við, að hún verði nein héðan af. B. S. Mayen með 700 mál. Kom það vegna bilunar. Uppgripaafli hefur verið hjá handfærabátunum. Er það þakk að því, að engir togarar gátu verið hér í vetur og vor vegna íssins. Einnig hefur verið róið (Framhald á bls. 7). var töluvert byggt úr holsteini, en nú er hann mjög lítið notað- ur og hús eru steypt frá grunni. Verið er að byggja sex íbúða keðjuhús við Lönguhlíð í Gler- árhverfi, úr strengjasteypu, en það er alger nýjung hér um slóðir. í Danmörku hafa verið byggð einbýlishús úr strengja- stéypu, svokölluð vinkilhús, og ge|izlt vel. — Kostnaður við strengjasteypubyggingar er yfir leitt miklu minni þar, en þegar slegið er upp mótum. Miðað hefur í rétta átt hvað snertir undirbúning á götum í þessum nýju hverfum, en má þó betur gera. Vatnsleiðslur og ; skólpleiðslur eru lagðar í göt- urnar áður en byrjað er að byggja, en afíur á móti gengur hægar með rafmagnið og sím- ann. Þarf því oft og tíðum að rífa upp nýju göturnar til þess að koma leiðslum fyrir í stað þess að leggja þær jafnóðum. □ Ný framhaldssaga f ÞESSU blaði hefst ný fram- haldssaga eftir Leslie Charterisi Sagan heitir „GANGAN TIL INNSBRUCK“. HÖfundurinn er fyrir Iöngu orðinn heimsfrægur fyrir sögu- persónu sína, Dýrðlinginn (The Saint) og liafa bækur hans ver- ið þýddar á niörg íungumál og a. m. k. 3 þeirra verið kvik- myndaðar. Sagan segir frá ungri stúlku, gjörspilltri af eftirlæíi, sem Býrðlingurinn neyðir til þess að ganga með sér þvert yfir Tyrol til Innsbruck og lætur hana sjáifa mæta erfiðleikunum. Dýrðlingurinn er áreiðanlega mörgum að góðu lcunnur og hafa nokkrar af smásögunum um hann verið þýddar á ís- lenzku — í óleyfi þó. Þessi saga er fremur stutt; um það bil 10 sinnum í DAG. Þýðinguna gerði Vilhjálmur H. Vilhiálmsson og hefur hann einkarétt á birtingu bóka þessa höfundar hér á landi. SAMSTOÐU VANTAR Núverandi ríkisstjóm er búin að marg sýna það og sanna, að hún getur ekki stjórnað land- inu. Margt ber til þess. Stefna hennar gerir henni það að sjálf- sögðu ókleift, en jafnvel þótt stefnan væri ekki eins fráleit og hún er, þá er meirihluti sá, er hún styðst við, of veikur til að geta gert samkomulagsráðstaf- anir í efnahagsmálum á svo víð- tækum grundvelli, sem nauð- synlegt er. Þetta bentu Fram- sóknarmenn á, þegar stjómin hóf feril sinn, og lögðu til, að Alþingi kysi nefnd allra flokka til að koma skipan á í efnahags- málum. Sú skoðun er óbreytt hjá Framsóknarmönnum enn, að þessi litla þjóð þurfi að hafa betri stjómmálalega samstöðu en hún hefur um málefni sín, ef henni eigi vel að famast. BJARNI ÆTTI AÐ VITA BETUR Þeir, sem fara með ríkisstjórn- ina nú, eru á annarri skoðun. Þess vegna sitja þeir áfram á brotnum stólum í skjóli þess bókstafs, að þeir liafi þó aðeins meirihluta atkvæða með sér innan þings. Bjami Benediktsson leyfir sér að halda því fram í „Reykja- víkurbréfi“ sínu í Morgunblað- inu sl. sunnudag, að áðumefnd afstaða Framsóknarmanna sé sprottin af því, að þá langi svo mikið í samstjóm með Sjálf- stæðisflokknum.. M a ð u r i n n hlýtur þó að sjá, að þjóðfélagið er efnahagslega að ganga af göflunum í höndum stjómar hans, og innan þess vantar þá samstöðu, sem ein getur byggt upp heilbrigt síjórnarfar. Bjami ráðherra ætti að telja þá sam- stöðu meira virði en sinn van- kaníaða flokk. KENNARASKORTURINN ENN SÁ SAMI Skólamir undirbúa vetrarstarf ið af kappi um þessar mundir. Oðru hverju heyrir maður til- kynningar í útvarpinu um laus ar kennara- og skólastjórastöð- ur og frétíir af kennaraskorti á ýmsum stöðum. Sérstaklega er kennaraskorturinn tilfinnanleg ur hjá bama- og gagnfræðaskól- um landsins. Ástandið í þessu efni virðist óbreytt frá því, sem verið hefur síðustu vetur. Það er staðreynd, að fjölmargir kenn aramenntaðir menn kjósa sér önnur verkefni en kennslu, og IW, fallegt hefti lceland Review NÝLEGA er komið út annað hefti þessa ár^aníís af tímarit- inu ICELAND REVIEW, - sem er tveggja ára og hefur aukið upplag sitt um helming. Af nýjungum í þessu hefti má nefna fylgiblað með mark- verðum íslandsfréttum — á ensku svo sem annað efni rits- ins. Mun þessi þáttur ritsins verða aukinn smám saman svo að lesendum þess erlendis gef- ist kostur á að fylgjast með þróun má!a og helztu viðburð- um á IsJandi, en hingað til hafa hvera;i verið fáanleaar slíkar fréttír í samþjöppuðu formi á ensku. Af efni heftisins má nefna grein, sem Rjörn Th. Björns- son skriíar um listmálarann Jóhannes Kjarval, og nefnist hún „When the Storms tear up the Ground“. Greininni fylgja Jitprentanir af nokkrum mál- (Framhald á blaðsíðu 4). svo niargir, eða þrátt fyrir betri aðstöðu til kennaramenntunar og fjölda nýrra kennara, virðist Iítt bætast í stétt starfandi kennara. RÁÐA VERDUR LÉLEGA MENN Samkvæmt reynzlunni er kenn- araskortinum mætt með ráðn- ingu „réttindalausra“ kennara. Margir þeirra eru að vísu hinir mætustu menn. Hitt er verra, þegar ráða þarf til skólanna menn, seni allá* ekki eru liæfir til þeirra starfa og ættu ekki nálægt kennslu að koma. Er þar stundum um að ræða menn, kennara að menntun, sem eru óreglumenn og setja svarta bletti á kennarastéttina og draga mjög úr nauðsynlegri virðingu þeirrar stéttar í lieild, sem ekki má þó minni vera. Kennslu starfið er vandasamt og ekki virt, sem skyldi. Til kennaranna á að gera miklar kröfur, svo núkilvæg eru störf þeirra, eink um eftir að námstími lengdist. Og þeir eiga þá um leið að vera verðir sómasamlegra Iauna. I MEIRI KRÖFUR TIL KENNARA Um það er oft rætt, að skólarn ir, einkum barna- og gagnfræða skólar, þurfi að vera uppeldis- stofnanir, ekki síður en fræðslu stofnanir. En sú hlið málsins er ekki síður mikils verð, en hið eiginlega nám, samkvæmt stund (Framhald á blaðsíðu 7). GÓÐUR HEYSKAPUR í FLJÓTUM Haganesvík 23. ágúst. Heyskap- ur gengur hér vel. Flestir eru búnir að hirða allan fyrri slátt og vel á veg komnir með seinni slátt. Spretta hefur verið góð og ekki annað sýnt, en seinni slátt- ur verði álíka góður. Kaupfélagið er að setja upp útsölu á alls konar vörum og er vonast til, að fólk í nágrenninu noti sér það óspart. Br. Viborg. BÚAST YIÐ VÆNU FÉ AF FJALLI Blönduósi 23. ágúst. Héraðsmót Framsóknarmanna verður hald- ið hér í félagsheimilinu á Blönduósi þann 4. september. Ræðumenn verða Skúli Guð- mundsson og Helgi Bergs. Skemmtiatriði eru ekki afráðin enn, en á eftir verður dansleik- ur. Siáturtíðin mun hefjast hér í- kring um 10. sept. og búast menn við mikilli .slátrun og vænu fé, þótt reynsian verði að skera úr um það. Heyskapur hefur gengið hér vel eins og annars staðar norð- anlands, svo ekki er þörf á að vera með neinn barlóm. Annars er hér flest í föstum skorðum, en það er víst meira en hægt er að segja um Skagaströndina Ó. S.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.