Dagur - 25.08.1965, Blaðsíða 2

Dagur - 25.08.1965, Blaðsíða 2
2 Ákureyringar unnu íslandsmeisfarana frá Keflavík í annað sinn í sumar Norðurlandsmótið í frjálsum íþróttum fór fram á Laugum í Suður-Þingeyjarsýslu um sl. hclgi Reynir Hjarfarson, Þór, varð Norðurlandsmeisfari í 4 greinutn Akureyringar sigursælir - Fengu 8 meistara SÍÐASTI I. deildarleikurinn, er fram fer hér á Akureyri á þessu sumri, var háður hér sl. sunnu- dag. Áttust þar við íslands- meistaramir frá Keflavík og Í.B.A. Fyrri hálfleikur. Sunnan strekkingur var á, er leikurinn hófst. Akureyringar áttu markval og kusu að leika undan strekkingnum. Ekki er hægt að segja að þessi fyrri hálfleikur hafi verið viðburða- ríkur. Mark Akureyringa komst aldrei í liættu, en leikurinn fór að mestu fram á vallarhelmingi Keflvíkinga. Þeir vörðust vel og komust Akureyringar ekki í mörg færi til að skjóta. Einna hættulegasta tækifærið var, er Skúli tók á móti langri mark- spyrnu frá Einari, knötturinn hoppaði yfir varnarmann og Skúli vippaði svo yfir úthlaup- andi markmann, knötturinn stefndi í mannlaust markið, en Sigurvin kom æðandi og náði að sparka afturfyrir sig og bjarg aði. Mjög laglega gert. Fyrri hálfleik lauk án þess mark væri skorað. Síðari hálfleikur. Flestir áhorfendur bjuggust við að Keflvíkingar næðu nú undirtökum í leiknum með strekkinginn i bakið. En Akur- eyrarliðið hafði ekki sagt sitt síðasta. Keflvíkingar byrja með stórsókn, er snúið var við í gagn sókn. Kári lék fram og út til vinstri, gaf fyrir, rétt fyrir framan markið, Skúli átti þar í höggi við tvo varnarleikmenn, sem sagt rétt við marklínu og gat rutt knettinum í mark. 1:0 fyrir Akureyri og 5 mín. af leik. „Tekst þeim að halda því“, stundi gamall knattspyrnumað- ur, er stóð fyrir aftan mig. Keflvíkingar efldust við mark ið og sóttu mjög fast. En vörn heimamanna var með á nótun- um. Það var hver maður pass- aður og sjaldan gefið færi á að skjóta. Þeir léku ekki aftarlega, því þeir fundu strax að það mátti treysta línuverðinum, Baldri Þórðarsyni, til að sjá um rangstöðurnar, enda var oft flautað á rangstöðu í leiknum. Það er ekki svo að skilja að mark Akureyringa hafi aldrei komist 'í hættu, sei sei nei. Kefl- víkingar áttu nokkur góð mark- skot, sem Einar varði oft af snilld. Akureyringar áttu þó til- tö.ulega mikið meira í þessum síðari hálfleik en Keflvíkingar í þeim fyrri og í sóknarlotu á 17. mín. gaf Valsteinn vel fyrir og hvað haldið þið að hafi þá skeð? Páll Jónsson rekur hausinn í knöttinn, sem hann gerir þó sjaldan, og gerir mark 2:0. Mér sýndist samherjar hans rjúka á hann og kyssa hann fyrir. Það var sótt, barist og varist á víxl, mínúturnar liðu og á síðustu mínútu fékk Akur- eyri aukaspyrnu á vítateigslínu Keflvíkinga. Magnús fram- Kúnar Júlíusson frá Keflavík er góður knattspyrnumaður og vel liárprúður. (Ljósmynd: E. D.) kvæmdi spyrnuna fast og vel, en knötturinn lenti nokkrum tommum utan við stöng. Dómari var Grétar Norðfjörð og dæmdi ágætlega. Liðin: Segja má að liðin hafi verið nokkuð jöfn þó Akureyr- arliðið öllu beittara og þvi sann gjarnt að það sigraði. Jón Stef., Einar og Magnús voru beztir. Hjá Keflvíkingum var Rúnar bítill einna hættulegastur. Að loknum leik: Jón Stef. fyrirliði ÍBA: „Ég er mjög KNATTSPYRNUMÓT Norður- lands er hafið fyrir nokkru. — Var sú breyting tekin upp í framkvæmd þess, að þátttak- endum er skift í tvær deildir, og leiknar tvær umferðir í hvorri þeirra. í fyrstu deild leika: Siglfirðingar, Þór og KA, en í annarri deild: Völsungar, Ungmennasamband Skagafjarð- ar, Héraðssamband Suður-Þing- eyinga og Ungmennasamband Eyjafjarðar. — Það lið, sem vinnur annai'rar deildarkeppn- ina, flyzt upp í fyrstu deild og leikur þar næsta ár, en það lið, sem neðst verður í fyrstu deild, fellur í aðra deild. Keppni í fyrstu deild er ekki hafin, en fjórir leikir hafa ver- ið leiknir í annarri deild og hefur Völsungur unnið UMSE 4:1 og HSÞ 4:1, en tapað fyrir UMSS 1:3. UMSE vann HSÞ 7:3. ánægður með úrslitin, það var engin „nervös" fyrir leikinn og samvinnan í liðinu ágæt. Kefl- víkingar eru harðir, en mér fannst þetta ekkert sérlega er- viður leikur." Hafsteinn fararstj. Keflvík- inga: „Tel að okkar menn hafi leikið frekar linlega, enda vant- aði okkur tvo menn í aðalliðið vegna meiðsla úr fyrri leikj- um.“ Óli B. Jónsson þjálfari Kefl- víkinga: „O, það skiftast á skin og skúrir, ég er ekki ánægður með frammistöðu okkar manna, þeir geta gert betur.“ Grétar dómari: Hvernig fannst þér leikurinn? Það voru töluverð tilþrif í honum, mér fannst vera meiri baráttuvilji í Akureyrarliðinu, sérstaklega í síðari hálfleik, og því sann- gjarnt að sigurinn varð þeirra. Nokkuð um leikmennina sjálfa? Mér fannst Jón Stefánsson vera áberandi bezti maður vallarins, svo og Einar í markinu. Rúnar fannst mér vera beztur hjá Kefl víkingum. Finnst þér þessi framlína vera sú sterkasta sem þú hefir séð hjá Akureyringum? Ég veit það ekki, en það má vera góð fram- lína, sem hefir efni á því að láta Steingrím Björnsson sitja á varamannabekk. Liðin voru þannig skipuð: 'Keflavík: Kjartan, Sigurvin, Magnús, Guðni, Högni, Sig. Alb., Jón Ól., Einar M., Jón Jóh., Karl og Rúnar. Akureyri: Einar, Jón Friðr., Ævar, Guðni, Jón Stef., Magnús, Páll, Skúli, Kári, Sævar og Val- steinn. S. B. Leikirnir í annarri deild fara fram sem hér segir: Fimmtudag 26 ágúst leika UMSE og UMSS á Laugalandi kl. 19,30. Laugardag 28. ágúst leika Völsungur og UMSS á Húsa- vík kl. 16,00. Sunnudag 29. ágúst leika UMSE og HSÞ á Laugalandi kl. 17,00. Miðvikudag 1. september leika HSÞ og Völsungur á Laugum ld. 19,00. Fimmtudag 2. september leika UMSS og UMSE á Sauðárkróki kl. 19,00. Laugardag 4. september leika Völsungur og UMSE á Húsa- vík kl. 17,00. Sunnudag 5. september leika UMSS og HSÞ á Sauðárkróki kl. 17,00. Laugardag 11. september leika HSÞ og UMSS á Laugum kl. 16,00. □ UM síðustu helgi fór fram á Laugum í Suður-Þingeyjar- sýslu Norðurlandsmót í frjáls- um íþróttum. Héraðssamband Suður-Þingeyinga sá um undir- búning og framkvæmd mótsins, en formaður þess er Óskar Ágústsson íþróttakennari og var hann einnig mótstjóri. HSÞ sigraði mót þetta með yfirburð- um. Urslit fyrri dag mótsins urðu þessi: KARLAGREINAR: 100 m hlaup. sek. Reynir Hjartarson Þór 10,9 Ragnar Guðmundss. UMSS 11,0 Höskuldur Þráinsson HSÞ 11,0 400 m Iilaup. sek. Höskuldur Þráinsson HSÞ 55,9 Reynir Hjartarson Þór 58,2 Páll Dagbjartsson HSÞ 58,6 1500 m hlaup. mín. Baldvin Þóroddson KA 4:30,9 Ármann Olgeirsson HSÞ 4:32,7 Marínó Eggertsson UNÞ 4:35,4 4x100 m boðhlaup. sek. A-sveitUMSE 51,2 A-sveit-HSÞ 51,3 Langstökk. m Gestur Þorsteinsson UMSS 6,82 Sigurður Friðriksson HSÞ 6,75 Ragnar Guðmundss. UMSS 6,71 Stangarstökk. m Valgarður Sigurðsson KA 3,50 Sigurður Friðriksson HSÞ 3,5(f Ófeigur Baldursson HSÞ 3,10 Spjótkast. m Ingi Árnason KA 45,51 Gestur Þorsteinss. UMSS ! 43,15 Guðm. Hallgrímsson HSÞ 42,27 Kúluvarp. m Guðm. Hallgrímsson HSÞ 13,61 Ingi Árnason KA 12,89 Þór Már Valtýsson HSÞ 12,78 KVENNAGREINAR: 100 m hlaup. sek. Guðrún Benónýsdóttir HSÞ 13,1 Þorbjörg Aðalsteinsd. HSÞ 13,3 Ragna Pálsdóttir UMSE 13,5 Hástökk. m Sigrún Sæmundsd. HSÞ 1,35 Soffía Sævarsdóttir KA 1,30 Hafdís Helgadóttir UMSE 1,30 Kringlukast. rrí Sigrún Sæmundsd. HSÞ 29,16 Bergljót Jónsdóttir UMSE 26,36 Þorg. Guðmundsd. UMSE 24,56 Urslit seinni dags mótsins urðu þessi: KARLAGREINAR: 200 ni lilaup. sek. Roynir Hjartarson Þór 23,8 Ragnar Guðmundss. UMSS 24,0 Höskuldur Þráinsson HSÞ 24,0 800 m hlaup. mín. Baldvin Þóroddsson KA 2:07,3 Bergur Höskuldss. UMSE 2:10,1 Ólafur Ingimarss. UMSS 2:10,4 110 m grindahlaup. sek. Reynir Hjartarson Þór 16,6 Sigurður Friðriksson HSÞ 18,4 Sig. V. Sigmundss. UMSE 18,7 Hástökk. m Reynir Hjartarson Þór 1,75 Haukur Ingibergsson HSÞ 1,70 Páll Dagbjartsson HSÞ 1,65 3000 m hlaup. mín. Marínó Eggertsson UNÞ 9:37,8 Baldvin Þóroddsson KA 9:37,8 Ármann Olgeirss. HSÞ 10:02,5 Kringlukast. m Guðm. Hallgrímsson HSÞ 44,46 Ingi Árnason KA 42,01 Þór Már Valtýsson HSÞ 37,24 Þrístökk. m Sigurður Friðriksson HSÞ 13,69 Gestur Þorsteinss. UMSS 13,61 Sig. V. Sigmundss. UMSE 12,91 1000 m hoðhlaup. mín. A-sveit HSÞ 2:10,6 B-sveit UMSE 2:15,3 B-sveit HSÞ 2:15,7 KVENNAGREINAR: Langstökk. m Þorg. Guðmundsd. UMSE 4,83 /Þoi'björg- Aðalsteinsd. HSÞ 4,67 Sigrún Sæmundsd. HSÞ 4,57 Kúluvarp. m Sóley Kristjánsd. UMSE 8,75 Gunnvör Björnsd. UMSE 8,49 Ragnh. Snorradóttir UMSE 7,85 4x100 m boðhlaup. sek. A-sveit HSÞ 55J A-sveit UMSE 55,7 B-sveit HSÞ 59,0 B-sveit UMSE 66,0 Stig félaga. HSÞ hlaut 104 stig, UMSE 56, KA 32, Þór 23, UMSS 21, UNÞ 7 og USAH 1 stig. □ FANNIR HVERFA ÚR FJÖLLUM í SUMAR hafa fannir horfið úr fjöllum, þar sem þær hafa legið sumarlangt um fjölda ára, jafn- vel áratugi. í sambandi við það rifjast upp vísa séra Friðriks A. Friðrikssonar prests á Hálsi, en hún er ort fyrir mörgum ár- um og hljóðar svo: Hopa gömul harðfenni höfgum tárum gráta, eins og þegar illmenni iðrast fram úr máta. Knattspymumóf Norðurlands hafið með breyttu sniði

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.