Dagur - 04.09.1965, Qupperneq 1
;
XLVIII. árg. — Akureyri, laugardaginn 4. sept. 1965 — 64. tbl.
Viðurkenningar veiftar
fyrir fegursfu garðana
Verðlaunagarður ársins er Kringlumýri 33
FEGRUNARFÉLAG Akureyr-
ar hefur undanfarin ár veitt
verðlaun fyrir fegurstu skrúð-
garða bæjarins og vill með því
vekja áhuga rnanna á hinum
fögru og vel hirtu görðum. í
fyrrakvöld kvaddi stjórn Fegr-
KJÖRDÆMISÞINGIÐ
AÐ LAUGUM
í DAG hefst að Laugum í
Reykjadal kjördæmisþing Fram
sóknarnianna í Norðurlands-
kjördæmi eystra og lýkur því
á morgun.
Þingið mun gera ályktanir
um norðlenzk málefni og þjóð-
málin í heild, alþingismenn
munu skýra frá löggjafarstörf-
um síðasía Alþingis, ræða
ástand og liorfur, og svara fyr-
irspurnum.
í gær og í dag er sambands-
þing ungra Framsóknarmanna
einnig að Laugum.
í kvöld er þar haldið héraðs-
mót Framsóknarmanna í Suður
Þingeyjarsýslu, og vandað til
dagskrár. □
unarfélagsins hina lánsömu eig-
endur fegurstu garðanna og
fréttamenn á sinn fund að Hót-
el KEA.
Jón Kristjánsson, formaður,
bauð gesti velkomna með ræðu.
Síoan aíhenti hann eftirtöldum
skrautritaða viðurkenningu fyr-
ir frábasra garða: Helgu Sigur-
jónsdóttur og Sveini Svein-
björnssyni, Lyngholti 12, Gler-
árhverfi, Heiðdísi Eysteinsdótt-
ur og Guðjóni Njálssyni,
Byggðavegi 145 og Sigrúnu
Bergvinsdóttur og Birni Bald-
vinssyni, Helga-magra-stræti 1.
Síðan afhenti hann fallegan bik-
ar fyrir fegursta gerð bæjarins
1965, þeim Kristbjörgu Ingvars-
dóttur og Herberti Tryggvasyni
Kringlumýri 33.
Eftir betta fóru fram umræð-
um um fegrunarmál bæjarins,
sem eru margbætt. Voru þetta
eins konar „eldhúsdagsumræð-
ur“, þar sem bæjarstjóri, bæjar
veikfræðingur, garðyrkjustjóri
o. fl. áttu að „svara til saka“.
En cnginn þeirra mætti á fundi
þessum, þótt boðaðir væru. —
Skipaði þá formaður þeim verj-
anda úr hópi fundarmanna! □
Fagran sumardag í Hrísey.
(Ljósmynd: E. D.)
Heifar, óbeizlaðar valnsæðar í Hrssey
KEA hefur stórbætt aðstöðu til fiskviimsluimar
Miki! Iiey eru enn óti
Vopnafirði 3. september. Hér
hefur verið síldarleysi, kuldar
og krapahríðar undanfarið. —
Annars voru tveir síðustu dag-
ar nokkuð góðir og hafa bænd-
ur náð inn miklum heyjum. —
Vegna kulda og ótíðar hefur
heyskapur gengið frekar illa og
erfitt reynst að ná inn heyjun-
tim, en þó er varla hægt að
segja, að hey séu hrakin. í dag
kom rigning aftur og þoka. Er
tveggja daga þurrkurinn kom,
munu meiri hey hafa verið úti
HLAUP í SKEÍÐARÁ
ÝMISLEGT þykir benda til
þess, að „hlaup“ í Skeiðará sé
að hefjast, en þau hafa orðið
með fjögurra ára millibili, eða
því sem næst, og mörg verið
stór, og samtímis hafa gos orð-
ið í Grímsvötnum. — Vöxtur
Skeiðarár undanfarna daga og
megn brennisteinsfýla þykir
benda til stórííðinda.
Jarðhiti undir Vatnajökli á
Grímsvatnasvæðinu bræðir jök-
ulinn að neðan og síðan Iyftir
vatnið lionum, um allt að 100
m, áður en vatnið ryðst fram,
— og myndar Skeiðarárhlaup.
í Vopnafirði en áður í manna-
minnum.
Hér er engin sild og varla að
búast við að hún verði nein héð
an af, þar sem flutningaskipin
hirða hana jafnóðum og ’nún er
veidd og fara með hana eitthvað
annað. K. V.
ITRÍSEY er stundum neínd
perla Eyjafjarðar og ber hún
það nafn með réttu. Heldur
væri eyjafjprður tómlegur, ef
ekki væri Hrísey til þess að
halda samræminu milli sjávar
og hárra fjalla. Blaðið hafði
samband við Þorstein Valdi-
marsson, hreppstjcra í Hrísey,
og leitaði almennra upplýsinga,
og sagðist honum svo frá:
Við síðusta manntal voru íbú-
ar 308 og fer sífjölgandi. Hér er
starfræktur barnaskóli og ung-
lingadeild var starfrækt í fyrra
og verður í vetur. Unglinga-
deild hefur staríað af og til í
langan tíma, en ætlunin er nú,
að hún starfi óslitið. Skólastjóri
er Sigurjón Jóhannsson.
Hrísey hefur sína eigin kirkju
og þjónar henni sr. Bolli Gúst-
afsson. Hríseyjársókn fylgir
einnig Stærri Árskógskirkja.
Héðan eru gerðir út 11 dekk-
bátar, frá 6—20 lesta, og auk
þess nokkrar minni trillur. Það
sem af er þessu ári, hefur afli
verið mjög tregur. Sex af dekk-
bátunum haía stundað dragnóta
veiðar og tveir af þeim ufsa-
veiði. Allvel veiddist fyrst eftir
að opnað var fyrir dragnótina,
en nú virðist fiskurinn búinn.
Ufsaveiðin var mun lélegri en
undanfarin ár,
Frystihús KEA var endur-
bætt í sumar, enkum með færi-
böndum og breytingum í vinnu
(Framhald á blaðsíðu 5).
Miki! umferð um Egilssfa&ivöll
Egilsstöðuiti 2. sepíember. Góð-
ur þurrkur var í gær og kær-
kominn eítir norðanhretið, og
gott veður er í dag. Bændur og
aðrir hér um slóðir sjá fram á
annasamt haust. Seint var byrj-
að á heyskapnum og honum
lýkur seir.t. Verst er þó, að svo
mikið var víða kalið, að hey-
GAMLl NORÐLENDINGUR, sem nú heitir Hrímbakur, hefur legið á Akureyrarpolli í sum-
ar. A miðvikudagsmorguninn brást honum þilinmæðin, í sunnanstormi, og dró akkerið út
að Oddevri. — Togaranuni hefúr nú verxð lagí við Torfuneísbryggjuna. — (Ljósmynd: E. D.)
fengurinn verður mun minni,
en á'ður. Þptta er þó misjafnt
eftir sveiíum. Mestar voru
skemmdirnar á mið-Héraði.
Um helgina gránaði niður í
byggð, en bændur áttu ekki
mjög mikil hey úti, og nætur-
írost kom ekki þegar veðraskipt
in urðu, eins og oftast vill þó
verða á þessum árstíma. Erum
við forsjóninni þakklátir fyrir
það og önnur gæði.
Umferð er mjög mikil um
Egilsstaðaflugvöll þessa daga.
Fer Iiver flugvélin eftir aðra
með farþega suður. Þetta fólk
kom austur fyrr í sumar í at-
vinnuleit á útgerðarstöðunum.
Margt af því fer nú með léttari
pyngju eh vonir stóðu til.
(Framhald á blaðsíðu 5).
RÁÐNIR MENN HJÁ
SJÓNVARPINU
BUIÐ er að ráða hjá væntan-
legu sjónvarpi séra Emil Björns
son, sem dagskrárstjóra frétta-
og fræðsludeildar, Steindór
Hjörleifsson verður dagskrár-
stjóri lista- og skemmtideildar,
Jón D. Þorsteinsson deildarverk
fræðingur og Gísli Gestsson
kvikmyndatökumaður. Q