Dagur - 18.09.1965, Blaðsíða 1
Ðagur
kemur út tvisvar í viku
og kostar kr. 25,00 á
mán. í lausasölu kr. 4,00
- ......— ■ ■"-
Nýjar sfúlkur með hverri ferð
Raufarhöfn 17. september. Hér
er búin að vera ágæt síldar-
hrota í meira en viku og stend-
ur ennþá. Hingað kemur fólk,
einkum síldarstúlkur, daglega
með flugvélum. T. d. komu
einn daginn 10 konur frá Sand-
gerði. Annars vantar fólk til-
finnanlega. Skólafólkið, sem
margt var hér í sumar, getur
ekki komið nú.
í síldai'verksmiðjunni eru nú
þriðjungi færri menn en í sum-
ar og eiga því langan vinnudag.
Verksmiðjan hefur tekið á móti
180 þúsund málum.
Búið er að salta í 37 þúsund
tunnur, þar af 12 þúsund þessa
síðustu daga.
Síldin veiðist nú einkum á
svæði, 60—100 sjómílur nox-ð-
austur. En nokkur skip fengu
veiði mun nær, eða 30 sjómílur
út, nú um miðja vikuna.
Hér hefur tæplega stytt upp
í viku. Er því öll vinna, m. a.
síldarsöltun, mun erfiðari en
annars væri. Sú síld, sem hér
er söltuð, er ákaflega misjöfn.
Nýting til söltunar er mest
50%. H. H.
| LÍF [ GAMLA SÍLDARBÆNUM
| Saltað hefur verið á Siglufirði undanfarið
Ilér erú sex fóstrur með þ«:á barnahópa. — Efs! til vinstri eru Soffía Sævarsdótir og Ragnhildur
Ingólfsdóttir. í næsta hóp eru þær Fanny Jónsd ittir og Rósa Áskelsdóttir, með sinn hóp og neðst
Svála Tómasdóttir og Jakobína Kjartansdóttir, með sinn barnahóp. (Ljósmynd: E. D.)
BARNAHEIMILIÐ PÁLMHOLT
LÝKUR STÖRFUM
Þar hafa hundrað börn dvalið í sumar og
unað mjög vel hag sínum
Siglúfirði 17. september. Siglu-
fjarðarskarð er þungfært og þó
gott, meðan það er ékki ófært.
Engin næturf rost á
Vopnafirði
Vopnafirði 17. september. Þótt
kuldar hafi gengið og hvítt sé
í fjöllum, hefur kartöflugrasið
enn ekki fallið.
Búið er að salta í 2500 tunnur
síldar síðustu dagana og í dag
mun berast hingað meiri síld til
söltunar.
Heyskapur gengur fremur
treglega hjá bændum og tölu-
vert mikil hey úti, einkum upp
sett. Heyfengur er talinn minni
en fyrirfarandi ár og stafar það
hæði af því, að víða var illa
sprottið, og svo af þurrkleysi
seinnipartinn í sumar.
Sauðfjárslátrun hófst hér í
dag og mun verða lógað um 14
þúsund fjár.
Hafnarframkvæmdum hefur
miðað allvel áfram í sumar og
eru hafnarbæturnar, sem byrj-
að var á í fyrra og fram haldið
nú, að koma í gagnið.
Allir vegir eru færir að og
frá Vopnafirði. En tæplega
munu þeir góðir yfirferðar eftir
allar rigningarnar og krap mun
á sumum leiðum, sem hátt
liggja yfir sjó. K. V.
Vonandi verður þess langt
að bíða, að Skarðið verði okk-
ur sá Þrándur í Göty, sem
það hefur jafnan verið mikinn
hluta ársins, og á ég þar við
jarðgöngin gegn um Stráka,
sem nú er unnið aS og mun
létta umferðinni af Siglufjarðar
skarði. Þar er unnið frá kl. 7
að mcrgni til 7 að kveldi, en
vaktavinna er enn ekki hafin,
svo sem gert var ráð fyrir í
upphafi. Samt sækist verkið
vel. í hverri sprengingu lengj-
ast göngin um 3 til 4 metra.
Það hefur enn á ný færst h'f
í gamla síldai'bæinn okkar, því
nú er söltuð síld. Að vísu er
ekki um mikla söltun að ræða,
en hvert þúsundið er síldar-
saltendum og verkafólkinu mik
ils virði. Fólksekla hamlar enn
ekki söltun, því ekki heíur síld-
(Framhald á blaðsíðu 2).
Á MIÐVIKUDAGINN lauk
sumardvöl bai-na í Pálmholti
við Akureyri, en þar hafa 100
börn verið á dagheimili í sum-
ár, í umsjá 11 starfsstúlkna.
Kvenfélagið Hhf, sem er 58
ára gamall félagsskapur, heíur
annast þennan rekstur um 16
ára skeið. Félagið nýtur þakk-
lætis fjölda bæjai'búa fyrir þetta
starf. Mánaðardvölin í Pálm-
holíi kostar 1000 krónur cg er
þar í innifalinn flutningur barn-
anna heiman cg heim. Hvernig
það er hægt, veit ég ekki og
annað mun hér ráða en aiðs-
vonin.
Formaður Kvenfélagsins Hlíf
ar er frú Jónína Steinþórsdótt-
ir, en formaður dagheimilis-
nefndar er frú Kristín Péturs-
dóttir. Ráðskona um 14 ára
skeið er frú Sigurlaug Péturs-
dóttir. En forstöðukona Þoi'-
björg Pálsdóttir. Sumar fóstr-
urnar hafa starfað þai'na árum
saman.
Fréttamaður Dags skrapp
upp í Pálmholt síðdegis á mið-
mikudaginn. — Barnahópai'nir,
ásamt fóstiunum, voi'u þá að
leggja af stað í bæinn í eins
konar skrúðgöngu, greidd og
þvegin. Þann dag voiu þau að
kveðja sumardvalai'stað sinn
og höfðu þau verið leyst út með
gjöfum.
Án þess að hlaða oflofi á kon-
ur og án kunnugleika á Barna-
heimilinu Pálmholti, rekstri
þessum og daglegum háttum,
mun óhætt að benda á óeigin-
gjörn störf margra kvenna í
þvi sambandi og að þau störf
haíi borið gæfuríkan ávöxt. □
NÝ BÓK EFTIR
HALLDÓR LAXNES
KOMIN er út ný bók eftir
Halldór Laxness. Heitir hún
„Upphaf niannúðarstefnu“ og
er safn ritgerða. Ritgerðirnar,
sem eru 32 að tölu, hafa flestar
verið skrifaðar fyrir erlend
blöð og tímarit og aðeins fáar
þeirra komið fyrir augu ís-
lenzkra lesenda áður. □
Enn eitt flugfélag
FREGNIR hernia, að Albert
Guðmundsson stórkaupmaður í
Reykjavík, — fyrrum frægur
knattspyrnumaður, — hafi í
hyggju að kaupa tvær farþega-
þotur til áætlunarferða milli
Reykjavíkur og Lundúna. Nýtt
flugfélag er ekki stofnað, en
Albert hefur upplýst, að það sé
í athugun milli sín og brezkra
aðila, að stofna slíkt félag, ef
nauðsynleg fyrirgreiðsla fáist.
Til vinstri: Edda Pétursdóttir, Sigurlaug Pétursdóttir. Til liægri: Aðalbjörg Áskelsdóttir og Þor-
björg Sigurðardóttir, ásamt elztu drengjunum. Að ofan er Páhnholt. (Ljósmynd: E. D.)