Dagur - 20.10.1965, Blaðsíða 2
2
- Jafnvægisstofnuii
(Framhald af blaðsíðu 1).
til greina í þessu sambandi, því
að efling þeirra stuðlar að því
að skapa jafnvægi gegn höfuð-
borgarsvæðinu og dregur úr of-
vexti þess. Efling þess styrkir
landsfjórðunginn í heild.
Að því ber að stefna, að norð-
lenzkir kaupstaðir og kauptún
geti boðið því fólki lífsskilyrði,
sem ella mundi lenda í fólks-
straumnum suður. Sumir kunna
að segja, að of mikið sé færst í
fang, ef ráðstafa skuli t. d. 1000
millj. kr. á þennan hátt á 4—5-
árum. En landsbyggðin er land-
vörn íslendinga. Og þjóðum,
sem halda uppi hervörnum,
myndi ekki vaxa slíkt í augum.
Norðmenn gera hvort tveggja
og eru þó ekki taldir rík þjóð.
Nóbelsverðlaunaskáldið sagði,.
að það væri dýrt að vera íslend-
ingur. En íslendingar viljum vér
öll vera.
Það nýmæli er í þessu frum-
varpi, að ríkisstjórnir skuli, þeg-
ar komið er upp atvinnufyrir-
tækjum með fjárhagslegum
stuðningi ríkisvaldsins, leita
álits jafnvægisstofnunarinnar
um staðsetningu þeirra. Hér er
lagt til, að fylgt verði fordæmi
ýmissa þjóða, sem nú í seinni tíð
hafa gert sér grein fyrir nauð-
syn byggðajafnvægis og leggja
kapp á að draga úr vexti stór-
borga og efla landsbyggð utan
þeirra.
í Bretlandi og Frakklandi er
nú lögð áherzla á, að ný fyrir-
tæki séu reist þar sem þau
þjóna jafnvægisstefnunni, og
fjárfestingar eru oft bundnar
þeim skilyrðum að fyrirtækið
sé reist utan borgarsvæðanna.
Auðvitað gengu útlendingar að
þessu skilyrði af því það var
sett þegar í öndverðu og einskis’
annars kostur.
í frumvarpinu er annað ný-
mæli um skyndiaðstoð jafnvæg-
issjóðs við byggðarlög, sem
HAPPDRÆTTIH. í.
Vinningar í 10. flokki
(Akureyrarumboð)
10.000 kr. vinningar: 2140, 8242,
12691.
hætta er á að fari í eyði, en
hafa, þó góð lífsskilyrði frá nátt-
úrunnar hendi á landi eða sjó.
Þar sem svo stendur á þola óhjá
kvæmilegar framkvæmdir enga
bið. Þar getur staðið svo á, að
hæg og hikandi aðstoð sé verri
en engin, en með því að bregða
skjótt við og á þann hátt, sem
bezt hentar, sé hægt að bjarga
miklum verðmætum og árangri
af striti margra kynslóða frá því
að verða eyðileggingunni að
bráð.
Hvarvetna þar sem skynsam-
leg uppbygging í jafnvægisátt er
að stranda á fjármagnsskorti,
þyrftu síðustu þúsundirnar að
geta komið úr jafnvægissjóði,
þegar hlutaðeigendur hafa lagt
þeim sinn skerf og fengið þau
lán, sem fáanleg eru í hinum
almennu lánastofnunum. Það
getur þurft að fullgera höfn eða
veita bráðabirgðalán í aðkall-
andi vegagerð meðan beðið er
eftir framlagi vegasjóðs. Það
getur þurft að kaúpa fiskiskip
eða endurnýja vélakost í fisk-
verkunarstöð. Það getur þurft
að skapa skilyrði fyrir nýjan
iðnað. Það getur þurft að fram-
kvæma almenna aukningu rækt
unar og bústofnsauka í heilli
sveit, annaðhvort eða hvort-
AVARP
VIÐ NOKKRAR konur í Þing-
eyingafélaginu á Akureyri, sem
kosnar voru i bazarnefnd, send-
um ykkur kæru félagskonur og
félagsmenn, áskorun um að
styrkja félagsskapinn með því
að gjöra svo vel að gefa á bazai
inn nokkra góða muni. Þeir sem
vilja góðfúslega sinna þessu
hringi í síma 12583.
Bazarinn verður í Verzlunar-
mannaþúsinu Gránufélagsgötr
9, sunhudaginn þann 14. nóverr
ber n. k. og hefst kl. 4 e. h.
Verum öll samtaka félagsfólk
og aðrir góðir Þingeyingar. Gef
um, komum, kaupum og eflurr
félagsskapinn. Þeir Þingeying
ar, sem ekki eru í félaginu, er
þeir eru margir til hér á Akur
eyri, gangið í félagið, og styrkií
5.000 kr. vinningar: 2138, 2141,
14797,15018, 16941, 21771, 22131,
22149, 25954, 29032, 30517, 40593,
48288, 52458.
1.000 kr. vinningar:
2935, 2950, 3162, 3355, 3363,
3583, 6554, 6897, 7013, 7256,
8228, 8978, 9243, 9250, 9848,
10631, 10634, 11224, 11312, 12071,
12075, 12088, 12095, 12215, 12442,
12677, 13170, 13238, 13798, 13958,
14187, 14259, 14378, 14386, 14888,
15009, 15025, 15234, 15567,16065,
16930, 16935, 17629, 17642, 17933,
18475, 20502, 20505, 21680, 21683,
21690, 22090, 22100, 23230, 23591,
23874, 24771, 25963, 27208, 30504,
30555, 31103, 31180, 31599, 33197,
33510, 35584, 36458, 36463, 36467,
37035, 37039, 40583, 42019, 43089,
43304, 44736, 44868, 45306, 46818,
47457, 47458, 48262, 48281, 48295,
49105, 49160, 49214, 50452, 51703,
52465, 52466, 52468, 52596, 53812,
53931, 53947, 57902, 58019.
(Birt án ábyrgðar).
það. Geymið þetta ávarp. Mun-
ið bazarinn. — Allir velkomnir
til kaupa.
Bazamefndin.
Wwm
AURBRETTI
á Vauxhall 15, til sölu.
Ingimundur Gunnarsson,
Ytra-Krossanesi, sími 02.
Góður BARNAVAGN
til sölu.
Uppl. í síma 1-18-57.
TIL SÖLU:
Borðstofborð (eik, tvöföld
plata) og 4 stólar.
Enn fremur:
Opus viðtæki ásamt
plötuspilara og skáp.
Uppl. í síma í -24-61.
tveggja. Það getur þurft að gera
átak í fiskirækt, sem komið gæti
að almennum notum á stórú
svæði. Það getur verið, að hægt
sé að auka fólksfjölda á sumum
stöðum og fá þangað nauðsyn-
lega kunnáttumenn, ef hægt er
að koma upp íbúðum með litl-
um fyrirvara og án þess að bíða
eftir að þangað fáist fjármagn
samkv. úthlutunarreglum hús-
næðismálastjórnar í Reykjavík.
Það getur þurft að gera skyndi-
átak til menntunar og menn-
ingar. Allt þetta getur þurft að
gera hér og þar í hinum dreifðu
byggðum og margt fleira í ár
eða næsta ár eða árið þar á eft-
ir. En allt getur þetta strandað
á því, að ekki sé hægt að fá
nægilegt fé eftir þeim leiðum,
sem nú eru færar. Og það þarf
að opna augun fyrir nýjum
möguleikum og gera áætlanir
fyrir framtíðina.
Jafnvægisstofnunin, hvenær
sem hún fær skilyrði til að taka
til starfa svo að gagni komi,
mun hafa mikið verk að vinna.
- DILKAKJÖT ...
(Framhald af blaðsíðu 1).
gerðar og pökkunar, og í ráði
er, að við sendum 3 þúsund
skrokka í neytendaumbúðum til
sölu í London. Skrokkarnir eru
teknir sundur á sérstakan hátt,
síðan látnir í lokaðar umbúðir,
sem lofti er dælt úr og svo
brugðið í sjóðandi vatn. —
Verða umbúðirnar þá eins og
húð á kjötinu og varnar alger-
lega þornun. Þetta kjöt er sent
fryst til hinnar nýju stöðvar í
London, sem íslenzkir aðilar
eiga þar og áður hefur verið
sagt frá, en þar verður bæði
verzlun og veitingastaður. Einn-
ig erum við að pakka dilkalifrar
í skrautlegar umbúðir, líka fyrir
Lundúnabúðina.
Aðspurður um rjúpnaveiði,
kvað Þórhallur fáa farið hafa á
rjúpnaveiðar nema helzt að-
komumenn og hefðu þeir lítið
fengið. Tveir komu frá Reykja-
vík, gengu einn dag til rjúpna og
fengu eina rjúpu og annan dag
fóru þeir á gæsaveiðar og fengu
eina gæs. □
i|Uyiftqifwyiiwyvwyyy>QQQQffngpnpg;
ELDRI-DANSA
KLÚBBURINN
Dansað verður í Alþýðu-
húsinu laugardaginn 23.
október kl. 9.
Húsið opnað fyrir miða-
sölu kl. 8. Frítt inn fyrir
þá, sem hafa fasta miða.
NEMÓ leikur.
Stjórnin.
EYFIRDINGAR!
SVEITAFÓLK!
Skemmtisamkoma verður
að Laugarborg laugardag-
inn 23. okt. kl. 9 e. h.
Góð skemmtiatriði.
Reynir Jónasson og fé-
lagar leika fyrir dansi.
Kvenfélagið Iðunn og
U.M.F. Framtíð.
•■iil ■: '. - : i-\<ö i'f
Fjársöfnun Barnaverndarfélagsins
Góðir Akureyringar!
Vetur er að ganga í garð, og
um vetrarkomu er það venja að
barnaverndarfélög landsins leiti
liðsinnis hinna mörgu, sem vel-
viljaðir eru verkefnum þeirra.
Barnaverndarfélag Akureyrar
hefir með hjálp góðra manna
og kvenna komið upp leikskól-
anum Iðavelli, og þar hefir hóp-
ur barna átt mikilsvert athvarf
á undanförnum árum. Flesta
daga dvelja um 20 börn í leik-
skólanum fyrir hádegið og um
50 síðari hluta dagsins undir
handleiðslu ágætra kvenna.
Leikskólinn hefir þannig ver-
ið mörgum heimilum mikilsverð
hjálp og verður vonandi áfram.
Með því að taka vel liðsbón
Bamaverndarfélags Akureyrar
stuðlið þér, lesandi góður, að
því að svo verði, og gerir félag-
inu kleift að ráðast í önnur
brýn verkefnr sem bíða óleyst.
Á tvennan hátt getur þú veitt
liðsinni þitt. Nú í vikunni verð-
ur boðin til kaups barnabókin
Sólhvörf. Að vanda hefir verið
reynt að vanda til efnis bókar-
innar, og nokkur trygging þess
að vel hafi tekizt er það, að
Anna Snorradóttir sá um söfn-
un og efnisval. Verði bókarinn-
ar er í hóf stillt. Næsta sunnu-
dag munu svo skólabörn selja
merki félagsins.
Það er von okkar að sendiboð
um Barnaverndarfélags Akur-
eyrar verði jafnvel tekið nú sem
fyrr. í fullvissu þess færum við
öllum þeim þakkir, sem leggja
fram mikilsverðan skerf. Einn-
ig þökkum við þeim er studdu
hlutaveltu félagsins fyrr í haust,
eins og öllum sem fyrr og síðar
hafa lagt félaginu lið.
F. h. stjórnar
Barnaverndarfélags Akureyrar.
Birgir Snæbjörnsson.
BALASTORE
GLUGGATJÖLDIN
VINSÆLU
fyrirliggjandi í öllum
stærðum.
Pantanir óskast sóttar.
Umboðið á Akureyri:
Arnór Karlsson
Vantar góða
afgreiðslstúlku
í verzlun, sem allra fyrst.
Upplýsingar gefur
Eyþór H. Tómasson.
í B Ú Ð
5 herbergja íbúð til leigu.
Uppl. í síma 1-17-77.
í B Ú Ð
í nágrenni bæjarins
til leigu. — Upplýsingar í
Þingvallastræti 24,
miðhæð.
Fjögurra herbergja
ÍBÚÐ TIL SÖLU.
Uppl. í Síma. 1-28-08
eftir kl. 8 e. h. daglega.
HERBERGI
TIL LEIGU
nálægt miðbænum.
Sérinngangur.
Uppl. í síma 1-16-89.
KULDÁSKOR!
LEÐUR-KDLDASKÓR
fyrir herra og drengi. — Verð frá kr. 348.00.
Kanadískir og pólskir KULDASKÓR kvénna
Lágir, hvítir STRIGASKÓR, nö. 34-44
Verð frá kr. 65.00
KVENTÖFFLUR í úrvali
SKÓVERZLUN M. H. LYNGDAL H.F.
Veg
boðinn úl
Fy.rirhugað er að leita tilboða í vegagerð frá kísilgúr-
verksmiðju í Mývatnssveit um Hólasan-d og Reykja-
hverfi að Laxamýri.
Þeir einir fá að gera tilboð, sem sýnt geta fram á að
þeir séu færir um að vinna verkið.
Upplýsingar varðandi útboð og verk má sækja á
Vegamálaskrifstofuna í Reykjavík.
ur frá KisiEgúrverksiriiðju