Dagur - 27.10.1965, Side 5

Dagur - 27.10.1965, Side 5
5 ' 4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-1188 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. Um iðnfræðslu í LOK síðasta Alþingis var lagt fyrir það frumvarp til nýrra laga um iðn- fræðslu. Var það ekki útrætt en er nú endurflutt á vegum ríkisstjórnar- innar. Stjórnskipuð nefnd hefur unn ið að undirbúningi þessa máls síðan á árinu 1961, og haft sér ýmsa til að- stoðar, innlenda menn og erlenda. Hala norskir sérfræðingar dvalið hér til að kynna sér iðnfræðsluna hér á landi og leggja á ráð. Það virðist vera aðal nýmæli þessa frumvarps, að koma upp svonefndum verknáms- skólum á vegum iðnskólanna og enn- fremur meistaraskólum. Gert er ráð fyrir, að átta mánaða nám í verkstæðisskóla jafngildi einu starfsári hjá meistara og tveim bekkj- um í iðnskóla, og verði þá samnings- tími og námstími iðnskóla styttur sem þessu svarar hjá þeim, sem lokið hafa verkstæðisskólaprófi. Hér er ef- laust stefnt í rétta átt. Samningstími hjá iðnmeisturun- um er nú 3—5 ár. Löggiltir iðnskólar eru nú 20 og og voru í þeim nálega 1700 nemendur samtals á skólaárinu 1963—1964. En skráðir iðnnemar á samningi eru yfir 2000. í undirbúningsdeild tækniskóla á Akureyri voru 14 nemendur og að þeim meðtöldum því 154 við nám á vegum iðnskólans. En eins og kunn- ugt er, er í lögum um tækniskóla ákveðið, að stefnt skuli að stofnun sérstaks tækniskóla hér á Akureyri, þó ekki hafi ennþá úr því orðið. Tækniskólar í Revkjavík og á Akur- eyri cru samkvæmt lögunum ríkis- skólar og ber ríkinu því að sjá þeim fyiir húsnæði. Gert er ráð fyrir að fækka iðnskól- um í landinu þannig, að þeir verði 8 í stað 20, einn í hverju kjördæmi. I 44. grein frumvarpsins segir, að ríkissjóður greiði lielming stofnkostn aðar iðnfræðsluskóla (þ. e. iðnskóla og verkstæðisskóla) en sveitar- og sýslusjóðir skólaumdæmisins hinn helminginn eftir reglum, sem ráðu- neytið setur. Þó greiði ríkið tvo þriðju stofnkostnaðar við að koma upp heimavistarskóla. Undirbúningsnefnd áætlar, að fram til 1970 þurfi að koma upp verkstæðisskólahúsnæði fyrir 500 nemendur, ásamt öllum búnaði og muni kostnaður við þetta verða um 88 milljónir króna. Árið 1975 telur hún að „námsplássin“ á skólaverk- stæðuin þurfi að vera um 1000. Eins og sjá má af framansögðu er hér um miklar breytingar að ræða, ef af fram kvæmdum verður — og horfir þar margt til bóta. — □ FERÐASOGUBROT af slóðum ÍSLENDINGA I VESTURHEIM! Viðtal við séra BENJAMÍN KRISTJÁNSS0N og BJARNA SIGURÐSSON Fjölmargir íslendingar eru búsettir í hinni fögm Seattíe vestur viö Kyrrahaf. Þar stendur þessi bronsstytía af Leiíi Eiríkssyni EINS OG KUNNUGT ER hefur Bókaforlag Odds Björnssonar gef- ið út á undanfarandi árum tvö bindi af Vestur-íslenzkum æviskrám, og er nú hið þriðja í undirbúningi. Tildrög þess að ráðizt var í þetta verk eru þau, að fyrir nokkrum árum skipaði ríkisstjórnin nefnd manna til að halda uppi sem beztu sambandi við Vestur-fslendinga og vinna að auknu samstarfi við þá. Hugðist nefndin vinna að verk- efni sínu með ýmsu móti, t. d. með því að greiða fyrir heimsóknum manna, sem af íslenzku bergi eru brolnir, vestan um haf, veita þeim upplýsingar um ættingja á íslandi, útvega unglingum af ís- lenzkum ættum, sem þess kynnu að óska, ókeypis skólavist á ís- landi og svo framvegis. Eitt grundvallaratriði þessa þjóðræknisstarfs var í því fólg- ið að efla frændsemisböndin á ný. Margir hafa gersamlega týnt ættingjum sínum, sem vest ur höfðu farið, og í Vesturheimi er fjöldi fólks, sem löngun hef- ur til að vita eitthvað um skyld- fólk sitt á íslandi. Bréfum var tekið að fækka, og heimsóknir strjálar. Virtist nefndinni að greiðasta leiðin til að rifja upp frændsem- ina mundi vera sú að safna stuttum en greinargóðum upp- lýsingum um sem flest það fólk, sem af íslandi hafði farið, hvar það væri niður komið, hvaða störf það ynni, og hverjir væru niðjar þess í hinu framandi landi. Þetta gæti orðið eins kon- ar leiðarvísir ekki einungis þeim sem heima sátu, heldur og hin- um, hvert leita skyldi frænda og vina heima á íslandi. Gæti þetta orðið báðum til ánægju og ávinnings, skapað grundvöll að auknum persónulegum tengsl um milli þjóðarbrotanna, auk þess sem það gæti orðið söguleg heimild um, hvern þátt fólk af íslenzkum ættum hefur átt í menningarmálum vestan hafs. Til að vinna að þessu verki fóru þeir Steindór Steindórsson, menntaskólakennari, og séra Benjamín Kristjánsson vestur um haf sumarið 1958, ásamt þeim Árna Bjarnarsyni bókaút- gefanda og Gísla Ólafssyni yfir- lögregluþjóni til að afla heim- ilda og safna myndum, en eftir það var séra Benjamín Kristj- ánsson ráðinn ritstjóri verks- ins, og hefur starfið síðan að verulegu leyti hvílt á hans herð um. Fyrsta bindi ritsins kom út 1981 og II. bindi 1964 og eru þau samanlagt nærfellt 900 bls. að stærð, og mundi þar vera getið um eða yfir 10 þúsund manna. Ritið er prýtt fjölda mynda. Á þessu sumri brá séra Benja mín sér enn vestur um haf til að vinna að þessu máli og var Bjarni Sigurðsson myndagerðar maður í Prentverki Odds Björns sonar í för með honum. Dagur hitti þá félaga að máli og spurð- ist frétta. Hvert var eritidi ykkar til Can- ada að þessu sinni? Hið sama og áður að afla heimilda og mynda og komast í samband við fólk, sem áhuga Benjamín Kristjánsson. kynni að hafa fyrir þessu máli og vildi greiða fyrir því. Ann- ars komum við víðar við en í Canada. Við ferðuðumst bæði um Canada og um Bandaríkin frá hafi til hafs. Hverjir voru helztu viðkomu- staðirnir? Við fiugum að sjálfsögðu til New York með þotu frá Pan Am. en höfðum þar ekki mikla viðdvöl, heldur fórum þaðan til háskólabæjarins Ithaea, þar sem Vilhjálmur Bjarnar er bóka- vörður við liið ágæta safn ís- lenzkra bóka, sem Fiske gaf Cornell háskólanum, jafnframt því sem hann hefur á hendi kennslu við háskólann. Mjög var ánægjulegt að heimsækja Vilhjálm, og vinnuskilyrði hin beztu í nýlegum húskynnum, sem safnið er flutt í. Vilhjálm- ur er sonur Þorláks á Rauðará Vilhjálmssonar í Kaupangi Björnssonar prófasts í Laufási Halldórssonar en kona hans Haldóra Guðrún er í móðurætt komin af séra Gunnari Gunn- arssyni í Laufási, svo að allt er þetta fólk ættað frá Eyjafirðin- um. En greinin gæti orðið dálít- ið löng, ef við færum út í ætt- fræðina. Næsta dag fórum við norður á bóginn til borgarinnar Hamil- ton í Ont. og gistum þar hjá systursyni mínum Oswald Benjamín Holm, sem giftur er konu af þýzkum ættum. Hann er raffræðingur og vinnur við Westinghouse verksmiðjurnar þar í borg. Ætlunin var að hitta að máli íslendinga í Toronto, sem boðið höfðu okkur til sín, og er sú borg ekki langt frá Hamilton. En með því að þetta var á laugardegi og ætla má að margir hafi verið í fríum og far- ið úr borginni, heppnaðist mér ekki að ná sambandi við neinn í síma. Ákvað því að halda ferð- inni áfram vestur á bóginn, en geyma heldur að koma til Toronto þangað til á austurleið, ef þá gæfist tími. Næsta dag fórum við sem leið lá fram hjá Niagara-fossunum til Detroit, Mich. Þar þurfti ég endilega að hitta konu, sem ég hafði skrifazt á við og sent hafði mér marga tugi af falleg- um myndum. Það var Mrs. Alex Johnson, sem um eitt skeið var allkunn söngkona í Winnipeg. Hún heitir reyndar Louise Rann véig Ethel og er af ættlegg Þor- láks á Stóru-Tjörnum, en ég hef m. a. verið að tína saman þá ættmenn vestra. Skipta þeir hundruðum og eru einstaklega fallegt fólk. Við höfðum heim- ilisfang konunnar og töldum að ekki mundi það vera neinum vandkvæðum bundið að finna hana. En þegar við fórum að at- huga málið kannaðist enginn við strætið, og ekki fannst það í neinum uppdráttum af borg- inni. Loks kom það upp úr kaf- inu, að vera mundi þetta í út- borg þeirri er Warren heitir um það bil 20 km. frá miðborginni. Snerum við okkur þá að negra einum, sem kom upp að gang- stéttinni á leigubíl og spurðum hann, hvort hann vildi takast þann vanda á hendur að aka okkur til Warren, og finna hús- ið. „S-u-r-e“ sagði hann og brosti út að eyrum og taldi þetta vanda laust. Spurðum við hann, hvað ferðin mundi kosta og áætlaði hann að hún mundi kosta um það bil 8 dollara. | FYRRI GREIN | Nú þeysti Surtur með okkur af stað og segir ekki af ferðinni fyrr en við komum til Warren. Þá fór hann inn á benzínstöð til að spyrja til vegar, en enginn kannaðist við strætið. Þá klór- aði hann sér í höfðinu enda vandaðist málið. Warren er bær í örum vexti, og eru þar miklar bílasmiðjur (Chrysler). Stung- um við þá upp á því að fara á lögreglustöð og leita upplýsinga, en þegar þangað kom, fengum við fremur loðin svör og var okkur sagt, að þetta væri stræti, sem hefði verið lagt fyr- ir aðeins tveim eða þrem árum og væri því ekki komið á nokk- urt kort. Nú ekur Surtur af stað upp stræti og niður stræti, unz mælirinn á leigubílnum var kominn upp í 14 dollara. Þá var honum sjálfum farið að blöskra, hvað þetta væri dýrt, svo að hann tók mælirinn úr sambandi og segir að aldrei skuli ferðin kosta okkur meira, þó að við ökum til miðnættis. Loks eftir langa mæðu og eftir að hafa spurt fjölda manns til vegar, finnum við götuna, en þá var eftir að finna númerið, sem var fimm stafa tala. Ókum við hvern hringinn eftir annan og fundum aldrei svo háa tölu. Loks tókum við það til bragðs í örvæntingu okkar að hringja dyrabjöllunni í húsi, sem næst komst því númeri, sem við leit- uðum að. Kemur útlend kona til dyra. En er við spurðum eftir því, hvort íslendingar væru í við skemmiibáíahöfn Seattlebúa. húsinu eða þeim næstu, varð hún að einu hýru brosi og opn- aði allar hurðir upp á gátt og sagði, að í þessu húsi væri ekki talað um annað en ísland, og hingað væru allir íslendingar velkomnir. Þetta var þá tengda- dóttir konunnar sem við vorum að leita að. Kvöddum við þá Surt með virktum og sátum þarna í hinum dýrlegasta fagn- aði til miðnættis, þegar Trevor George Paul Johnson, sonur Mrs. Alex Johnson, og kona hans Anna María óku okkur aftur til hótelsins í Detroit. Trevor er verkfræðingur hjá Chi-ysleí-Verksmiðjunum í Det- roit. Gaman var að hitta þessa elskulegu konu, sem bæði hló og grét í einu, þegar hún var að tína fram allar sínar myndir og segja okkur ýmislegt frá þeim gömlu og góðu dögum. Nú sagði Bjarni Sigurðsson. hún að stundum liðu heil ár milli þess að hún sæi íslendinga. Ef segja ætti söguna frá degi 'til dags er ég hræddur um að þrengjast færi um dálkarýmið í Degi, en ég segi þessa sögu að- eins sem eitt dæmi af mörgum um' þau ævintýri, sem gerast á svona ferðum og um þá ein- stöku ástúð, sem okkur var sýnd, hvar sem við fórum um Vesturheim. Verð ég nú stuttlega að geta helztu viðkomustaðanna. Við höfðum ofurlitla viðdvöl í Minneapoiis á vesturleið, en héldum þaðan áleiðis til Fargo og Winnipeg. Þar dvöldum við í nokkra daga og fórum síðan til Gimli, Árborgar og River- ton. Eftir það fórum við til íslendingabyggðanna í Saskat- chewan og Alberta: Foam Lake, Leslie, Mozart og Wynyard, Ed- monton, Red Deer og Calgary, en héldum þaðan vestur um Klettafjöll og komum víða við á Kyrrahafsströndinni, allt frá British Columbia suður til San Francisco í Californíu. Ætlunin var að fara til Los Angeles, en tíminn var þá svo liðinn, að við þurftum að halaa austur á bóg- inn og fórum þá fyrst til Salt Lake City í Utah og þaðan þvert yfir Bandaríkin til Fargo, og aftur til Winnipeg og Nýja ís- lands, því að þar var ólokið ýmsum erindum. Aftur var far- ið til Minneapolis og þaðan til New York. Eru íslendingar á öllum þess- um stöðum? Já, og miklu víðar. Helztu stöðvar íslendinga fram undir aldamót voru, auk Winnipeg- borgar: Nýja ísland, og byggð- irnar kringum Manitobavatn, Argyle og Norður Dakota. Áð- ur höfðu þó íslendingar bæði flutzt til Brasilíu og Utah og má enn finna þar fólk af ís- lenzkum ættum. En á fyrrnefnd- um stöðum voru stór svæði byggð íslendingum einum og þar töluð hrein íslenzka. Svo var og í Nýja íslandi. Um aldamót tók byggðin að færast vestur. íslendingar námu stór svæði í Saskatehewan og Alberta og síðan færðu þeir byggð sína alla leið vestur á Kyrrahafsströnd, jafnvel til Vancouver Island. Búa þeir nú þúsundum saman í stórborgum eins og Vancouver B. C., Victoria B. C., Seattle, Wash., San Francisco og Los Angeles í Californíu. Og víðar eru þeir dreifðir um vestur- ströndina eins og í Blaine, Wash, White Rock, B. C. Port-. land, Oregon, og víðar Þá eru margir íslendingar í Minnea- polis, Minn., Minnesotafylkinu, Chicago, Toronto og New York. Yfirleitt má segja að varla komi maður svo í bæ eða byggð á öllu meginlandi Norður Ame- ríku, að ekki mundi þar finn- ast einhver íslendingur, ef vel væri leitað. Frá hinu undurfagra umhverfi Squamish. (Ljósm: B. S.) Sr. Steingrímur Octavíus og frú Liv, kona hans við heimili sitt í San Francisco. Er von til að hægt sé að ná til alls þessa fólks? Hún er lítil, en ná mætti mikl um fjölda, ef tíminn væri nógur til að vinna að þessu verkefni. Fólk í Winnipeg af íslenzkum ættum skiptir mörgum þúsund- um, og talið er að sumar borg- irnar á vesturströndinni eins og t. d. Vancouver B. C. sé farnar að slaga upp eftir henni. Má nærri geta, ef heimsækja ætti allt þetta fólk og skrásetja það, mundi það taka langan tíma á hverjum stað Við vorum t. d. þrjá eða fjóra daga hjá ágætri konu í Nýja íslandi, sem Herdís Eiríksson heitir, Kristjáns- dóttir Ingjaldssonar frá Mýri, og er hún mikill unnandi þessa verks. Hjá henni var alltaf fullt hús frá morgni til kvölds þessa daga. Hún sagði okkur, að við gætum eins vel verið tvo mán- uði í Nýja íslandi einu og haft nóg að gera. Sumu efninu reyn- ir maður að safna með bréfum, en alltaf er bezt að tala við fólkið. Hvernig tók fólkið ykkur? Með svo frábærri alúð og gestrisni, að á betra varð ekki kosið. Þegar byrjað var að vinna að þessu verki fyrir nokkrum árum, varð stundum vart við andúð á því hjá einstaka manni. Þeir skildu ekki hvers vegna verið var að þessu og fannst það vera einhvers konar fordild að „láta skrifa sig“. Algengt var að heyra ummæli eins og þessi: „Ekki hef ég gert neitt, sem tek ur því að vera að skrifa um“. Nú eru menn farnir að skilja, að hér er aðeins um það að ræða að safna fróðleik, sem stuðlað getur að því að tengja saman á ný glataða frændsemd. Einnig er um það að ræða að safna og halda til haga myndum af frum herjunum vestra, sem ella mundu týnast. Vilja og margir láta geta foreldra sinna, þótt þeir hirði lítt um sjálfa sig. Það er nú komið á elleftu stundu að safna þessum fróð- leik. Afstaða Vestur-íslendinga til þessa verks er nú miklu já- kvæðari en áður. Víða urðum við varir við mikinn áhuga. All- ir sem við hittum vildu greiða götu okkar, og gestrisni þeirra og höfðingsskapur var, eins og ávallt er með Vestur íslending- um, með fádæmum. Sem dæmi má nefna ágæt læknishjón á Vesturströndinni, sem mörgum eru að góðu kunn á íslandi: Dr. Sveinn Björnsson og frú María Laxdal kona hans. Þau voru að leita sér að húsnæði í Vancouver tii þess að geta hýst okkur svo sem mánuð, meðan við værum þar í borg. Því miður gátum við ekki staldrað svo lengi við, en söm var þeirra gerð. Maður heitir Geir Jón Helga- son og var eitt sinn lögreglu- maður í Reykjavík. Síðan tók hann sig upp með alla fjöl- (Ljósm: B. S.) skyldu sína og fluttist vestur á Kyrrahafsströnd. Hann hefur nú byggt sér ferðamannahótel (Motel) í bæ einum um það bil 100 km. norður af Vancouver og heitir þar Squamish við Howe sound. Þar er undurfagurt og Paradís á jörð. Geir Jón bauð okkur að koma norður til sín og vera þar svo sem viku. Það voru 22 íbúðir í hótelinu, svo að nóg var húsrýmið. Við skrupp- um til hans, en ekki gáfum við okkur tíma til að dvelja þar nema dagstund, þó að freist- andi væri að setjast þar að vegna stórkostlegrar náttúru- fegurðar. Hitaði hann handa okkur kaffið sjálfur því að kon- una og krakkana var hann bú- inn að senda í sumarfrí. Ekki þarf að taka það fram, að hvar- vetna uppvöktust ágætis bif- reiðarstjórar til að aka okkur um kring. í Vancouver var það til dæmis gamall skólabróðir minn og vinur Þórir Jakobsson frá Hólum í Re^'kjadal, sem bú- inn er að byggja hús um ára- tugi vestra. í San Francisco var það sjálfur ræðismaðurinn séra Octavíus Thorlákson, sem ók um allar götur eins og tvítugur unglingur, þó að kominn sé hann á áttræðisaldur. í Point Roberts var það dr. Sveinn Björnsson. í Minneapolis Valdi- mar Björnsson fjármálaráð- herra. Mikið dæmalaust eru þetta allt elskulegir menn og Öll skepna naut 15 stiga hita og þurrviðris hér norðanlands fyrsta vetrardag og lofaði skap- ara sinn hátt og í hljóði, nema þeir fáu menn, sem aldrei geta slíka daga lifað án ótta við að þeir hafi verið leiddir yfir mann í hreinasta ógáti og reikningurinn jafnaður síðar með veðurhörku. Margir bæjarbúar óku með fjöl- skyldur sínar út úr bænum, út í sveitasæluna, því þeir hafa nú flestir bætt við sig ein- um frídegi í viku hverri og láta sér ekki sunnudaginn nægja og eru þar með komnir fram úr þeim, sem bjó þeim jörð til að aka á og komst af með einn hvíldardag. Uti í sveit sáu menn búfénað á beit á túnum, sem sum eru enn græn og gróskumikil, bæði fallegt fé, sem á vetur verður sett, hross, sem hafa verið að safna spiki í allt sumar og á sumum stöðum kýr. Á einum stað var bóndi að smala fé sínu. Hann reið feitu og sveittu hrossi, hafði svipu í hendi og svartur hundur fylgdi. Féð rann rólega eftir götu, sem það sjálft lagði haglega framan í lyng- brekkum og melum. Þegar kind ætlaði að taka sig út úr hópn- um tck hundurinn að gjamma og svipan var á lofti. Þegar komið var í bæinn streymdi fólkið sínar götur um bæinn. Lögregluþjónar með gúmmikylfur gættu þess að mátulega hratt væri farið og rétt að verið. Allt þetta minnti á, að frelsi sveitarinnar.. væri lokið og að nú værum við kom- in í spor þeirra, sem láta reka sig. Og flestir eru sælir í sínum stóra rekstri þéttbýlisins. Heim komnir litu menn svo í blöðin frá í dag og gær og virtu fyrir sér ranghverfu lífsins, sem þar birtist jafnan á fremstu síðu og er tryggari söluvara en frá- sagnir af mannlífsfegurð. Þar gaf að líta: Tveir ísl. togarar teknir í landhelgi, brennt var til ösku nýtt tollskýli við Reykja nesbraut, drukkinn ökumaður veldur stórslysi, ölvaður maður tvisvar dreginn upp úr Reykja- víkurhöfn sama daginn, tveir beinbrotnuðu í umferðaslysi, skriða eyddi peningshúsum, Eldey sökk og sýnd er stór mynd af naflanum á Bandaríkja forseta. Svona er þetta í einu blaði og fréttírnar eru hinar sömu í hinum sunnanblöðunum.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.