Dagur


Dagur - 30.10.1965, Qupperneq 1

Dagur - 30.10.1965, Qupperneq 1
Dagur SiivIAR: 11166 (ritstjóri) 11167 (afgreiðsla) Grsmseyingar kynna sér meðferð björgunartækja Grímsey 29. október. — S. S. ERINDREKI frá Slysavarnar- félaginu, Hannes Hafstein, kom hingað og kenndi mönnum með- ferð slysavarna- og björgunar- tækja. Á meðan var ekki farið á sjó, því allir sjómenn settust á skólabekk. Snjóföl er á jörð, en veður ágætt og bátar á sjó í dag. — Sæmilega aflast, þegar á sjó er farið. Haustslátrun er lokið og bú- ið að salta það kjöt, sem bænd- ur hafa til innleggs hjá kaup- félaginu. En heimaslátrun er hjá sumum ólokið ennþá. Féð er fremur vænt. □ Rafmagn á al!a bæi í Svarfaðardal Síðustu bæirnir fengu rafmagn í gær LOUISE-VATNIÐ fagra í Klettafjöllum. Sjá viðtal á blaðsíðu 4 og 5. FÉÐ MÁ EKKI LEGGJA AF segir dr. Halldór Pálsson búnaðarmáiastjóri f GÆR var ætlunin að tengja fimm bæi í Skíðadal Laxárvirkj un. Með þeim áfanga er raf- LÁGU í GANGNA- MANNAKOFA Þórshöfn 29. október. — Ó. H. BÆNDUR eru nú í síðustu göngum. Þeir fóru á þriðjudag og lágu í gangnamannakofa í fyrradag. Þeir munu koma í dag. — Rjúpnaskyttur þóttust hafa séð allmargt fé á heiðinni, sem góðviðrið hefur lokkað þangað nú í haust. — Ekki er búizt við því, að um óheimt fé sé að ræða, svona að óreyndu.Q SÚ SAGA flaug um bæinn, að Ásgrimi Þorsteinssyni, Aðal- stræti 74 á Akureyri hefði ver- ið neiíað um það í Grímsey, að MERKIR MENN LÁTNIR Blönduósi 29. október. — Ó. S. BRÁÐKVADDUR varð um síð- ustu helgi, Hermann Þórarins- son útibússtjóri Búnaðarbank- ans, oddviti Blönduósshrepps, 52 ára að aldri Hann var mað- ur vinsæll og hið mesta glæsi- menni. Útför hans verður gerð á morgun. 1 nótt lézt hér í sjúkrahúsinu Jónas Bjarnason frá Litladal í Svínavatnshreppi, nærri tíræður að aldri. Hann var samvinnufrömuður, bjó í Liíladal á unga aldri, en átti síðan lengi heima hér á Blöndu- ósi. Hann var um skeið forstj. Sláturfélags Austur-Húnvetn- inga. Hér er stillt veður og bjart í dag, lítilsháttar föl á jörð og hálka á götum. □ magn komið á hvern bæ í Svarfaðardalshreppi. Þar af hafa enn nokkrir bæir sérstak- ar heimilisrafstöðvar. Er þetta hin ánægjulegasta framkvæmd og sitja allir við sama borð í þessu efni. Rafvæðingin er að vísu dálítið á eftir áætlun, en Svarfdælingar munu þó fagna þessari framkvæmd af heilum hug, og eru þakklátir þeim, sem á margan hátt hafa að unnið. Búið er að steypa og þekja nýja viðbygingu við Iiúsabakka skólann í Svarfaðardal. Er hér um að ræða 1800 rúmmetra byggingu, sem talin var brýn þörf á. Þessi framkvæmd kost- ar nú 1,4 millj. kr. □ seíjast þar að, er hann var þangað kominn með búslóð sína íyrir hálfum mánuði síðan. Blaðið hitti Ásgrím í gær og spurði hann um, hvað sannast væri í þessu máli. Hann sagði söguna vera sanna. Hefði hann leitað eftir húsnæði í Grímsey og trevst því, að þangað gæti hann flutt, þegar þar að kæmi. En þegar hann svo, fyrir hálf- um mánuði, tók sér flugfar til Eyjarinnar og sendi sama dag búslóð sína alla með póstbátn- um, hafi sér verið neitað um að flytja þangað og hótað því af oddvita eyjarinnar, að ef hann ekki færi samdægurs með póst- bátnum, yrði hann, af yfirvald- ínu, tekinn með valdi og flutt- ur um borð. Þá hefði verið lagt bann við því, að upp væri skip- að búslóðinni. En málið væri nú í höndum bæjarstjóra og bæjarfógeta, góðra manna, sem myndu rétta hlut sinn. Sagð- ist hann aldrei fyr hafa komizt í annað eins og ætti sh'k með- ferð betur við glæpamenn en þá, sem frjálsir gengju. BLAÐID náði tali af búnaðar- málastjóra, dr. Halldóri Páls- syni, í gær og spurði hann frétta af sviði landbúnaðar- mála. Slátrun sauðfjár er víðast lokið, sagði hann, en um fjölda sláturfjár á þessu hausti eru engar fullnaðartölur komnar ennþá, og ekki heldur um væn- leikann. Yfirleitt stefnir í þá átt, að fé fjölgi. Áhugi á því hefur raunar lengi verið fyrir Ásgrímur Þorsteinss. á son í Grimsey og unnustu, tjáði hann blaðinu. — Að þessu athuguðu virðist hér um óvenjulegt atvik að ræða, sem ætti að heyra for- tíðinni til. Hinsvegar mun hús- næði það, sem Ásgrímur treysti á að fá til afnota í Grímsey, hafa brugðizt. Og nú er Ásgrím ur kominn til sama lands, — reynslunni ríkari og hugleiðir mál sín. Fylgzt verður með framvindu þess, sem gæti orð- íð hin sogulegasta, ef sýslumað- ur skerst í málið fyrir alvöru, og Grírr.seyingar halda fast við áíorm sín □ Húsavík 29. október. — Þ. J. SAUÐFJÁRSLÁTRUN lauk á Húsavík 16. október og var 3óg- að 32436 kindum, eða á þriðja þúsund fleira fé en í fyrra. — Meðalvigt dilka að þessu sinni varð 14,45 kg. Þyngsta dilkinn átti Haukur Aðalgeirsson á Grímsstöðum í hendi meðal bændanna og eykst vegna breyttra verðhlutfalla milli mjólkur og kjöts. En breyttir búhættir, eins og þeir, DR. HALLDÓR PALSSON. sem hsr um ræðir, gerast ekki allt í einu, sagði búnaðarmála- stjóri. Og nú biða memi eítir nýrri löggjöf frá Alþingi um verðlagsmálin. Tvennt er það einkum, sem ég vil benda sérstaklega á núna, sagði dr. Halldór Pálsson. Mývatnssveit og vóg hann 27 kg. Að sauðfjárslátrun lokinni hófst stórgripaslátrunin og var 319 lógað, mest nautgripum. Sýnt þykir, að bændur séu þegar farnir að fjölga fé sínu í sýslunni og stafar það eflaust af verðbreytingunni milli kjöts og mjólkur síðustu árin. Q Annað er það, að láta sauðfé ekki leggja af á næstunni, en í sumum landshlutum er þessa ekki gætt nægilega vel og féð látið liggja úti í illviðrum langt fram eftir vetri, jafnvel þar sem landkostir eru ekki nógu góðir. Hitt er að trassa ekki að bólu- setja á þeim svæðum, sem garnaveiki herjar. Hyggilegt tel ég að fóðra ærnar til mikilla af- urða, svo sem mjög víða er nú farið að gera, og fá ærnar tví- lembdar. Að þessu sinni eru bændur sæmilega og víða mjög vel heyj- aðir á svæðinu frá Austur- Skaftafellssýslu að Norður-Þing eyjarsýslu. En á Austurlandi var hið versta ástand, sem kal- nefndin svokallaða hefur haft í rannsókn og síðan unnið að úr- bótum með stóríelldum hey- kaupum. Um fóðrun kúnna, benti bún- aðarmálastjóri á, að gefa þeim á síðari hluta mjólkurskeiðsins takmarkað kraftfóður. Sér léki grunur á, að sú kraftfóðurgjöf gæfi stundum lítið í aðra hönd. □ Látlaus bræðsla Seyðisfirði 29. október. Hér er látlaus bræðsla beggja verk- smiðjanna og enn er saltað á tveimur plönum. En síldin er seinsöltuð og fólk fátt til starfa, enda verður naumast saltað meira. Enn virðist nóg síld vera í sjónum og veiðist þegar gefur. Undanfarið hafa margir bátar verið inni. Allir vegir eru færir enn þá. Þ. J. JÓLABLAÐ DAGS JÓLABLAÐ Dags er nú í und- irbúningi. Þeir, seni senda ætla því greinar til birtingar, ættu að gera það sem fyrst. Q Manni neitað um „landvisfaríeyfi" í Grímsey og hann gerður afturreka með búslóð sina alla Sauðfé fjölgar í S.-Þingeyjarsýslu

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.