Dagur - 30.10.1965, Síða 5

Dagur - 30.10.1965, Síða 5
Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. Brotalöm EINS og mönnum er í fersku minni brást Alþýðusamband fslands bænda- stéttinni nú í haust, með því að draga fulltrúa sinn iir sexmannanefndinni, rétt áður en verð búvara skyldi ákveða. Petta gaf ríkisstjórninni tækifæri, sumir segja kærkomið. til að taka málin í sínar hendur. Enda fór stjórnin þá leið, að gefa út bráða birgðalög um nýja skipan þessara mála. í lögum um framleiðsluráð er kveðið svo á, að bændur skuli hafa sambærileg laun við aðrar vinnandi stéttir, sjómenn, iðnaðarmenn og verkamenn. Nú er þessu breytt á þann veg, að launahækkun til bænda skuli miðast við hækkun bóta al- mannatrygginga. Með bráðabirgðalögunum er bændastéttin svipt íhlutunarrétti um ákvörðun verðlagsgrundvallar. Það mun einsdæmi í allri réttarfarssögu landsins, að lögbrot eins aðila (þ. e. Alþýðusambandsins) sé látið bitna á öðrum aðila (bændastéttinni), sem aldrei liefur skorazt undan að lúta landslögum. Jafnvel gerðardómur, sem ákveðið hefur hið raunverulega kaup bændastéttarinnar á undan- förnum árum, þótti nú of góður og var af henni tekinn. Þá ar spurningin, um tekjur bænda samkvæmt liinni nýju skipan. í verð- lagsgrundvelli þeim, sem féll úr gildi í haust, voru bóndanum ætlaðar 147.502 krónur í kaup. Viðmiðunar- stéttirnar höfðu þá 161.700 kr. í árs- tekjur, samkv. launaúrtaki Hagstof- unnar. Þetta var ekki leiðrétt nú. Bændur una því illa sínum hlut, bæði efnalegum og þeirri réttinda- sviptingu, sem bændastéttin hefur alls ekki unnið til á neinn hátt. Ekki verður hjá því komizt að álykta, að allt það, sem fram hefur komið við bændastéttina þessa haust- daga, sé öðrum þræði af því sprott- ið, að ráðandi ])jóðfélagsöfl teljt stöðu bænda í þjóðfélaginu mjög veika. En í þessu efni verða bændur að nota samtakamátt sinn og vel skipulagða félagsstarfsemi í vörn fyr- ir tilveru sinni og réttindum. Brotalöm ]>á, sem orðin er í verð- lagsgrundvellinum, verður að treysta á ný. Þar verður bændastéttin sjálf að ganga fram fyrir skjöldu. En með henni þurfa allir þeir menn að vinna, sem vita þau sannindi, að án búskapar og bændastéttar hefur eng- in þjóð lifað frjáls í landi sínu, sem menningar])jóð. Það geta íslending- ar ekki heldur. FERDASÖGUBROT AF SLÓDUM (SLEND1NGA I VESTURHEIMI Viðtal við séra BENJAMÍN KRISTJÁNSSON og BJARNA SICURÐSSON Eru nokkur sérstaklega eftir- minnileg atvik úr þessari ferð? Öll ferðin var samfelld keðja af skemmtilegum og eftirminni- legum atvikum. Hér þyrfti því að skrifa langan kapitula og skal ég aðeins drepa á fátt eitt. WINNIPEG OG NÝJA ÍSLAND í Winnipeg sem annarsstaðar var fjöldi fólks sem bar okkur á höndum sér og er það svo margt, að of langt væri upp að telja. Ekki hrukkum við þó til að þiggja öll heimboð og kom saman dálítill hópur vina og kunningja að lokum til að kveðja okkur að tilhlutan Þjóð- ræknisfélagsins og þótti okkur vænt um, því að með því móti gafst kostur á að taka í höndina á fleirum en ella. Á Gimli leið okkur harla vel hjá Auði systur minni, sem gift er Adolf Holm, og þar gengum við milli góð- búanna. Það var líka indælt að vera í Árborg hjá Herdísi, þó að vinnufrekja væri þar all- mikil og skrifað frá morgni til kvölds. Svo hittum við Guttorm Guttormsson skáld á heimili hans Víðivöllum og var dóttir hans Bergljót stödd hjá honum. Er Guttormur enn glaður og reifur og fær Elli ekkert fang á honum fremur en á Ása-Þór, en dóttir hans, sem erft hefur fjör hans og orðfimi, gekk um beina með miklum skörungsskap. VATNABYGGÐIR Við komum til Vatnabyggða í 100 stiga hita og ætluðum fyrst að líta inn til Páls Guðmunds- sonar bónda í Leslie, Sask. Kom út í fyrra bráðskemmti- leg bók eftir hann, sem heitir Á fjalla- og dalaslóðum, og er það endurminningar hans frá æskuárum í Vopnafirði og á Hólsfjöllum. Páll er bróðir Björgvins heitins Guðmunds- sónar tónskálds og líkist honum um margt að gáfnafari, stál- minnugur og orðheppinn. Meiri búmaður mundi þó Páll vera á veraldarvísu, enda hamast hann við kornyrkju allan liðlangan daginn á hinni gömlu bújörð þeirra bræðra. Auk þess á hann sér hús í staðnum Leslie, þar sem hann býr aleinn, því að aldrei hefur hann á ltonu litið svo vitað sé og er forhertur „baslari“. Við drápum á dyr hjá Páli, en enginn svaraði. Héldum við þá að hann hefði ef til vill lagt sig útaf og gengum í bæinn, en þar var engan að finna. Bílar hans tveir stóðu þó hjá húsinu, svo að okkur þótti líklegt að bóndi væri ekki fjarri. Gerðum við okkur þá heimakomna og bárum inn hafurtask okkar og gengum svo út til að svipast um eftir honum í þorpinu. Er við komum út á hlaðið gekk kona út úr húsinu hinum megin göt- unnar með tveim dætrum, ung- um. Var hún erlendrar þjóðar en veik sér að okkur vinsam- lega og sagði, að „Paul“ mundi skila sér fljótlega. Bauð hún okkur í kvöldverð, sem hún sagðist vera rétt búin að bera á borð og taldi okkur á að þiggja hann, því að Páli mundi vera margt annað betur gefið en kunnátta í matargerð. En hvort tveggja var, að við vorum ný- lega búnir að fá okkur hress- ingu, enda höfðum við tilbúna ferðaáætlun fyrir kvöldið, svo að við þökkuðum konunni gott boð og kváðumst vilja leita Páls meðan einhver skíma væri, enda þyrftum við víða að koma á kvöldvökunni og mundum við alveg gleyma tímanum, ef við færum inn með henni og dætr- unum hennar. Svo fórum við aftur að leita að Páli og fundum hann loks þar sem hann svaf eins og barn í bíl sínum bak við húsið. Kvaðst hann hafa fengið sér þar ofurlítinn dúr, með því að sval- ara væri úti en inni. Hann spratt nú á fætur hvatlega og klæddist kyrtli blám eins og Víga-Glúmur og var þá albú- inn að aka okkur hvert á land, sem við vildum. Við stigum þá upp í reið hans og geystist hann með okkur austur um sveitir og fór mikinn. Var þá sól hnigin mjög til vest- urs og farið að rökkva, og var ekki alltaf farið almannavegi. En bíllinn fór yfir allt, sem fyr- ir varð, enda söng Páll við raust: fúgur og alls konar tónverk, sem honum komu í hug, allt eftir göngulagi bílsins, og urðu þeir félagar því fjörugri sem lengra, leið á daginn. Þetta kvöld heimsóttum við Gyðríði Gísladóttur, ekkju Jakobs J. Normanns skálds og Steinunni Inge systur hans í Foam Lake og voru viðtökur forkunnargóðar hjá báðum. Fengu þær okkur til varðveizlu ljóðasafn Jakobs og önnur rit hans, sem ætlunin er að fari á sínum tíma í handritasafn Landsbókasafnsins. Þeirra systkina Jakcbs og Steinunnar hefur áður verið getið hér í blaðinu, og er meiri upplýsinga um þau að leita í Vestur-íslenzkum æviskrám. Steinunn Inge var landnáms- kona í Foam Lake og er hún nú komin á tíræðisaldur. Hún er merkileg kona að vitsmun- um og mannkostum, eins og bróðir hennar var, og hefur aldrei látið bugast, þó að marg- Steinunn Inge. ir mótdrægir atburðir hafi hent hana á langri leið. Meðal ann- ars varð að taka af henni ann- an fótinn fyrir fáum árum og lét hún það ekkert á sig fá. Guðstraust hennar og hjarta- hlýja hefur aldrei kólnað þrátt fyrir það, og auk þess er hún gædd dulargáfum, sem fá henni mörg umhugsunarefni. Þegar við komum til hennar seint að kveldi, sat hún að rit- störfum og geislaði frá henni mikil lífsorka. Hún ræddi við okkur langt fram á nótt um andlega reynslu sína, og urðum við ekki varir við, að hún þreytt ist hið minnsta. Hugsun henn- ar var skýr og minnið ágætt. Eitt af því sem hún sagði okk ur var það, að einn dag í viku vaknaði hún alltaf kl. 4 fyrir hádegi, þegar allt væri hljótt. Kæmist hún þá í samband við Jakob bróður sinn og Stephan G. og Helga Péturss., sem nú byggju á fjarlægri stjörnu. Heyrði hún glöggt samræður þeirra. Hafa þeir margt saman að sýsla og þykir góð vistin þar, fjarri öllu styrjaldarbrölti jarð- arbúa. Við sökktum okkur nið- ur í dulspekina, þangað til loft- ið var orðið svo hlaðið af kyn- legum kröftum, að hárin voru farin að rísa á höfði Bjarna í návist völvunnar. Þá kvöddum við þessa hetjulegu og merku ættmóður með kærleikum og hurfum þögulir út í myrkrið. | ÖNNUR GREIN | '"lllHIIHIIIIHIIIIHIIHIIHIHIIHIHIIIIIIIIHIIIIIIIMHIH* Aldrei munum við gleyma þessu kvöldi úti á sléttunni miklu og óendanlegu, þar sem stjarna stjörnu bjartari tindraði á him- inhvelfingunni. Þessar stjörnur voru okkur nú enn kærari, þeg- ar við höfðum frétt af landnámi þeirra félaga þarna úti í firrð- inni. Næsta dag ók Páll okkur víða um byggðirnar til að skrifa upp eitthvað af því fólki, sem mér hafði sézt yfir fyrir sjö árum. Einn af þeim var Ásgeir Gísla- son bóndi í Elfros, Fnjóskdæl- ingur, sem þarna hefur rekið stórbúskap um áratugi. Heim- ilið er fagurt og stendur bær- inn upp á háum hól umvafinn trjám, sem þau hjónin hafa plantað, en framan við hann er spegilslétt tjörn og þar hjá blórnagarður húsfreyjunnar. Þau eiga margt gervilegra og vel menntaðra afkomenda. Þarna dvaldist okkur lengi og gekk ein dóttir hans Olive Kristbjörg okkur fyrir beina. Hún hefur annars unnið á rann- sóknarstofu við sjúkrahús í Vaneouver B. C. og var bara heima í sumarfríi. Ásgeir var hinn kátasti og brenndi á mig þessari vísu um leið og hann kvaddi mig: Ættfræðingur sómir sér, sigldi hingað vestur gáfnaslyngur, enda er Eyfirðingaprestui'. Suður í byggð hittum við hjón úr Skagafirði, sem nýlega voru búin að halda upp á 70 ára gift- ingarafmæli sitt og fengu við það tækifæri skeyti frá Eliza- betu drottningu. Maðurinn heit- ir Sigurður Sölvason og er sagður dauður í Æviskrám Skag firðinga, en ekki sýndist okkur neitt bera á því, þó að hann væri 100 ára og kona hans Jó- hanna Stefánsdóttir Hafliðason- ar frá Eyhildarholti rúmlega níræð. Þau voru enn létt í máli og furðulega skýr, og var okk- ur það óblandin ánægja að hitta þau. Margt manna hittum við, sem ekki gefst tími til að tala um. Þó verðum við að minnast á Rósmund Árnason, sem mörg- um Eyfirðingum er að góðu kunnur. Hann var jafnfjörugur og áður og vildi allt fyrir okkur gera og veitti okkur vel og bað okkur þess síðast orða að bera kunningjum hér heima kærar kveðjur. Eitt kvöld vöktum við Þorstein bróður Pí.iS upp af vær um svefni í Wynyard þó með hálfgerðu sarr,vizkubiti, og var skemmtilegt þangað að koma. Hann býr þar hjá fósturdóttur sinni, Huldu, sem er hin gervi- legasta kona, og eru börn henn- ar öll hvert öðru myndarlegra. Bóndinn var á bæjarstjcrnar- fundi, svo ao við sáum hann ekki, en heimasæturnar voru fallegar. Þær voru svo sem átta og tíu ára gamlar og höfðu þær fært forsetahjónunum blóm, er þau voru hér á ferð, og verið myndaðar með þeim. Nú voru þær sendar í háttinn, þegar leið á kvöldið. En þegar þær voru komnar í náttfötin komu þær aftur niður til að bjóða góða nótt. Þær voru lengi að miða á okkur Bjarna, þangað til þær snöruðu sér að okkur og kysstu okkur rembingskoss, og voru það ekki amalegir meyjarkoss- ar. í EDMONTON Ég var eitthvað að snudda inni í bókabúð í Edmonton, Alta., búinn að finna þar dá- góða bók um Plótínus og byrjað ur að glugga í Unaðssemdir heim spekinnar (The Pleasures of Philosophy, eftir Will Durant), þegar mér verður allt í einu lit- ið upp og stendur þá andspænis mér maður, sem kom mér kunn- uglega fyrir sjónir, þó að ég hefði áreiðanlega ekki séð hann fyrr og minnti hann mig helzt á Hákon skógræktarstjóra. Hann var svolítið kiminn á svip- inn og gaf mér auga við og við. Það má mikið vera, ef þetta er ekki íslendingur, hugsaði ég með sjálfum mér, en kannske er það bara leyniiögreglumað- ur, sem litur eftir því að ekki sé stolið úr búðinni. Eítir hádegið vorum við boðn- ir til Sumarliðasons hjónanna, sem eru höfðingjar miklir lieim að sækja. Er Henry Sumarliða- son sonur Eiríks er eitt sinn bjó við Elfros. Hefur hann lagt' á margt gerva hönd, t. d. stjórn- að olíuborunum í Vestur-Can- ada, en allt er fullt af olíubrunn um kringum Edmonton og vex boi’gin óðfluga og fer að nálgast Winnipeg að stærð. Hann er mjög alúðlegur maður en er nú hættur störfum vegna vanheilsu og má ekkert á sig reyna. Hús- freyjan heitir Þórfríður Lilja Þórarinsdóttir, Guðmundssonar, skagfirzkrar ættar, og nefnist meðal útlendra: Thorfrida Lilli- an. Hún er kennari að mennt eins og öll hennar sysíkini og fæst nú , einkum við að kenna tónlist og voru mörg hljóðfæri í húsinu. Hún er skemmtileg og vel gefin kona. Ekki var hús- ireyja heima er við komum og sagði Hern-y okkur, að hún væri bundin við störf til kl. 4. Vildi ég þá fyrir hvern mun nota tím- ann og byrja á því að skrifa hann upp og allt hans hús, en hann sagði, að konan vissi miklu meira um þetta en hann, og bauðst hins vegar til að fara með okkur í dýragarð allfræg- an þar í grennd. Var þar fullt af geitum og sauðnautum, nas- hyrningum, gíröffum og zebra- dýrum fyrir utan margvísleg óargadýr. Ég dauðsá eftir tím- anum, sem í þetta fór, þó að ég léti ekki á neinu bera, og bætti það ekki um, að veður var held- ur kalt og fór að rigna. Líka var ég rétt búinn að láta pússa skóna mína og fór r.ú allur glans inn af þeim. Loks þegar við vor- um búnir að skoða skrímslin sem nægði, var haldið heim á leið og var þá Þórfríður hús- freyja komin og fór þá allt að lagast með ættfræðina. Ég vil skjóta því hér inn í, að reynsla mín hefur margsannað mér það, að konur eru miklu batri viðræðu um ættvísi og minnugri á afmælisdaga barna sinna en karlmenn, og er ég næstum því hættur að trúa nokkru orði sem þeir segja um aldur barna sinna. Ég fór einu sinni verulega flatt á þessu í Winnipeg. Þar fór ég eftir sögu- sögn mikils kaupsýslumanns um aldur elzta barnsins, en það var eina barnið sem hann taldi Hér bjó Klettafjallaskáldið Stephan G. Stephansson. — stendur á fögrum stað, er nú autt og yfirgefið. Húsið, sem Mrs. Alex Johnson (Louise Rannveig Ethel, fædd Tlior- láksson) hin kur.na söngkona, scm ur.i var getið í síðasta blaði. Hún var um margra ára bil aðalsöngkonan í Dr. Ralph Horner‘s Opera Co. og söng í bezlu söngleikahúsum Winni- pegborgar og víðar. Myndin er tekin af herinT í einliverjum söngleik. sig muna hvenær fætt væri. Líður nú og bíður þangað til þessi skýrsla kom fyrir augu húsfreyjunnar og uppgötvar hún þá sér til mikillar skelfing- ar, að bóndinn hafði sagt barn- ið fætt ári áður en þau giftust. Fengum við víst báðir harðar ákúrur fyrir þessa frammistöðu, cg sagði konan mér, að ég hefði ekki átt að trúa þessari fjar- stæðu, því að allir gætu séð, að slíkt gæti alls ekki átt sér stað. Eftir að húsfreyja kom heim skorti ekkert á viðtökurnar: kaffi, matur og fjörugar sam- ræður. Síðan dró hún fram all- ar myndir af fólki sínu og eig- inmannsins, rannsakaði dagbæk ur og úrklippur og gróf upp af- mælis- og giftingardaga, og var ég þarna í sjöunda himni. Þeg- ar leið á kvöldið fór að fyllast húsið af fólki af íslenzkum ætt- um og var ncg að gera fram yfir miðnætti. Hár er íslendinga félag, sem telur um 100 manns, og starfar það með miklum áhuga, þó ekki séu sumir nema fjórðungar. Svo er um formann inn Walter Arason, sem giftur er útlendri konu. Þó hefur hann hugsað sér að koma til íslands og vildi allt gera til að greiða fyrir okkur, útbýta skýrslum og fá menn til að útfylla þær. Þetta kom mér mest á óvart vestra: Hlýhugur og ræktarsemi hinna ungu gagnvart ættjörðinni. Allt í einu vindur sér inn úr gættinni kunningi minn úr bóka búðinni, og var hann kynntur fyrir mér sem Leifur Oddsson, sonur Ástu Oddsson í Winni- peg. En hún var systir dr. Aust- mans og dóttir Jóns Ólafssonar ritstjóra. Leifur er verkfræðing- ur og lítur eftir rafveitu Ed- montonborgar og var hann áð- ur formaður íslendingafélags- ins þar í boi-g. Hann er ljóngáf- aður sem hann á ættir til. Við bárum fljótt kennsl hver á ann- an, enda hafði ég átt bréíavið- skipti við móður hans. Kvaðst hann hafa verið að brjóta heil- ann um, hvaðan úr heimi þessi bókaormur væri, sem rýndi svo mjög í bækur, sem enginn nennti að lesa vestur þar. Ekki er að orðlengja það, að kvöldið leið eins og örskot, og svo fór húsbóndinn og Bj-arni að sækja farangur okkar, því ekki var að tala um annað en við gistum. Morguninn eftir ók Mi's. Sumarliðason okkur a vagn stöðina og héldum við þaðan sem leið liggur til Red Deer. REED DEER OG MARKERVILLE, ALTA Ég hafði alltaf ímyndað mér að Red Deer væri heldur lítil boi'g og ómei-kileg, en það er öðru næi’. Þetta er um 300 þús- und manna borg, fallega byggð og skógum skreytt. Strax og við komum þangað hringdum við til frú Rcsu Benediktsson, dótt- ur Stephans G. en enginn svai'- aði. Þá gengum við út til að skoða bæinn og fengum okkur kaffisopa. En er við komum aft ur á hótelið hringdum við enn og kom hún þá undir eins í sím- ann. Sagðist hún hafa verið að vinna, og eins sonur sinn, sem býr hjá henni, en nú væri ekk- ert að gera á moi'gun og skyld- um við koma strax. Ég sagði henni, að allan hug hefði ég á því að skreppa til Markerville þar sem faðir hennar bjó, og taldi hún þá, að bezt væri að nota dagsbirtuna meðan hún entist, og kvaðst mundu koma að vörmu spori. Áður en langt leið stöðvaðist bifreið rétt framan við Park Hotel, þar sem við bjuggum, og sat þar við stýrið dr. Sveinn Þórðax-son fyi'rverandi skóla- stjóx-i á Laugarvatni, en aftur í sátu þær Rósa og Þórunn kona Sveins og buðu þær mér sæti á milli sín, ef ég hefði hug til, en ég þóttist hvergi smeykur að sitja milli tveggja elda. Haldið var áleíðis til Marker- ville. í huga mér ómaði Ijóð skáldsins, Sumarkvöld í Al- berta: í kvöld er sumarveður út í geimnum öllum, slík unaðskyri'ð í byggðum, slík sólskinsblíða á fjöllum! Sem varir Álfs að Ólöf, að grundum grænna dala sig grúfir fjallaloftið hreina, létta, svala. En mér er auðnin þessi þúsund sinnum kærri en þröngbýlið í sveitum, þeim auðugri og stærri. Því svifrúm lífs er þar svo þrengt á allar lundir, að þriðjungur af mönnum er bara troðinn undir. Það var óviðjafnanlega hugð- næmt að koma á þessar slóðii’, þar sem hið tröllaukna skáld bar fyrrum orð saman með mál- þjcns morgunverkum. Nú stóðu þar aðeins minnisvarðar þögulir og gnúpleitir og var sem auðn yfir byggðinni. Eftir að hafa lit- 5 ið í bæinn, þar sem fúinn er að nema land, komið í gi’afreitinn og skoðað minnisvai’ðann hjá ánni, héldum við heim á leið í angurværu skapi. Mér fannst enn sem fyrr, er ég frétti lát Stephans: „Þögn hans vera stæi'st af stórtíðindum“. Ég hafði elskað þennan mann, þegar ég var ungur, fyrir vits- muni hans og hreinskilni. Hve- næi' kemur hans líki? Sólin var fyrir nokkru setzt þegar við snerum heim á leið, en dumb- rauð i'önd sást í vestrinu, þar sem rigningarský syntu enn í blóði sólarinnar. En það dimmdi óðum og var oi'ðið kolmyi'kt er við fórum gegnum Innisfail, sem var helzti kaupstaðurinn áður en Markerville óx fiskur um hrygg. En reyndar var þar aldrei nema þox’p, sem enn hefur lítinn vöxt fengið. Um kvöldið vorum við öll hjá Rósu í góðu yfirlæti. Hún er elskuleg kona og hefur erft hin björtu og vök- ulu augu föður síns. CALGARY Morguninn eftir fórum við í heimsóknir, en vorum boðnir í hádegisverð til dr. Sveins Þórð- ai'sonar og konu hans. Var þar veizla góð með í-eyktu svína- kjöti og „jukki“, en svo nefndi húsfreyjan einhvern rétt með grænum baunum og gulrótum í hvítri sósu, og er þetta að ófyr- irsynju þýtt gutl í oi'ðabók Árna Böðvai’ssonar. Vildi ég ráð- leggja honum að smakka á jukki frú Þói'unnar áður en hann end- urskoðar oi’ðabókina, því að allt var þetta sannarlega góð- gæti. Það teygðist úr hádegisverð- inum við fjörugar samræður, og var það mikil hátíð að hitta þessi skemmtilegu hjón þarna vestur á sléttunni og njóta sam vista við þau. Dr. Sveinn nýtur mikils álits sem skólamaður vestra og hefur gegnt þar ábyi'gðarstöðum, enda er hann gáfaður og fjölfróður eins og hann á kyn til. Hjá þeim eru nú börn þeiiTa tvö: Þórður og Ellen Nína bæði fædd á Akur- eyri og stunda nú háskólanám, en elzti sonui'inn býr í Reykja- vík. Þegar við ætluðum að fara að kveðja um 4 leytið og komast ; í Gray-hundinn var ekki við það komandi og kváðust hjónin sjálf ásamt dótturinni ætla að aka okkur til Calgai-y. Var ekki um annað að gera en þiggja þetta höfðinglega boð og láta seppa lönd og leið, enda var föruneytið ólíkt skemmtilegra og hjónin gagnkunnug í Cal- gai-y, því að þau höfðu búið þar um skeið. Fyrst skoðuðum við þar all- mikið safn alls konar sjókinda, sem komið var fyrir í glei'ker- um (aquaríum) og sveimuðu þar fiskar storir og smáir, skjaldbökui', eðlur og oi'mai', hvað innan um annað, eins og í di'aumi, með starandi augum og sljóum svip, og var sú vei’öld undarleg og hrollvekjandi. Uppi á lofti var sýning á handvinnu Indíána, svo og vaxmyndir af (Framhald á blaðsíðu 2).

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.