Dagur - 10.11.1965, Blaðsíða 1
axminsfer
gólfleppi
annað ekki
EINIR H.E
HAFNAH5THÆTI 81 . SlMI 115 36
BEZTU HÚSGÖGNIN
á markaðinum
Nefbrotnaði í ryskingum
FJÓRIR utanhéraðsmenn, sem
höfðu verið að skemmta sér á
Akureyri sl. föstudagskvöld,
urðu ósáttir og lentu í illind-
um, ekki langt frá Sjálfstæðis-
húsinu og með þeim afleiðing-
um, að einn fjórmenninganna
nefbrotnaði. Kom lögreglan þar
að og ók manninum á sjúkra-
hús til aðgerðar og einnig fór
J>angað sá, sem nefið hafði brot-
ið. Báðir voru menn þessir ölv-
.aðir og annar umráðamaður
híls, sem þeir höfðu undir hönd-
um. Hinir tóku bílinn og óku til
aíns heima.
Áffa segja upp
HIN MEGNA óánægja yfir veit-
ingu fógetaembættisins í Hafn-
arfirði hefur nú dregið þann
dilk á eftir sér, að átta starfs-
menn embættisins hafa sagt upp
störfum í mótmælaskyni, þeirra
á meðal Jón Finnsson fyrsti
fulltrúi.
Það var Einar Ingimundarson,
sem embættið hreppti og þykir
veitingin hlutdræg. □
Sama kvöld braut ölvaður
maður útihurð Skódeildar KEA
og gler í glugga á annarri hæð
sama húss. Hér var um ölæði
að ræða en ekki innbrot til
auðgunar.
Sex bifreiðaárekstrar urðu á
Akureyri frá laugardagskvöldi
til mánudagsmorguns og einnig
var ekið á mannlausan bíl og
hann skemmdur verulega án
þess slysavaldur gæfi sig fram.
Engin slys urðu á mönnum í
árekstrum þessum.
Þá bar það við í Blikksmiðj-
unni að maður skarst illa á
hendi og var fluttur í sjúkra-
hús.
Á þriðja tímanum í gær var
slökkviliðið kallað að Vöku-
völlum I, en þar var eldur laus
í þvottahúsi og hafði læst sig
upp skilrúm og kominn upp í
þak er slökkviliðið kom á stað-
inn. Gat var rofið á þak húss-
ins, sem er ein hæð á kjallara,
og eldurinn yfirunninn.
Skemmdir urðu á raflögn, þvott
ur brann og húsið þarf viðgerða
við eftir brunann. □
Mokveiði á síldarmiðunum lyrir auslan
Polana Iiefur flutt 91 þús. mál til Krossaness
SÍÐASTLIÐNA þrjá sólar-
hringa hefur verið gott veður
á síldarmiðunum út af Aust-
fjörðum og geysimikil síldveiði.
Virðist helzta vandamálið við
veiðarnar vera það, hve óhemju
mikið hefur komið í næturnar
Norðurlandsáætlun er á döfinni
Yonandi ekki ósýnileg eins og Vestf jarðaáætlun
ÞEGAR samið var um kaup og
kjör við verkalýðsfélögin á
Norðurlandi sl. vor, var það
m. a. gert að skilyrði, fyrir sam-
komulagi hér nyrðra, að ríkis-
stjórnin gæfi út svohljóðandi
yfirlýsingu:
„Þegar á næsta hausti verði
hafizt handa um heildarathug-
nn á atvinnumálum norðan-
lands og að þeirrj athugun lok-
inni undirbúin framkvæmda-
áætlun er miði að þeirri eflingu
atvinnurekstrar í þessum lands-
hluta, að öllu vinnufæru fólki
þar verði tryggð viðunandi at-
A'inna. Verði í senn athugað um
staðsetningu nýrra atvinnu-
tækja á Norðurlandi, svo sem í
stálskipasmíði, skipaviðgerðum,
veiðarfæragerð og fleiri grein-
um iðnaðar og kannaður gaum-
gæfilega hagur núverandi iðn-
fyrirtækja og leitað úrræða til
að tryggja framtíð þeirra iðn-
greina og vöxt. Um athugun
þessa og áæílunargerð verði
liöfð samvinna við Alþýðusam-
band Norðurlands og samtök
sveitarfélaga á Norðurlandi.
Ríkisstjórnin mun leggja
áherzlu á, að afla nauðsynlegs
fjármagns til framkvæmda
væntanlegri áætlun eftir því
sem auðið er á hverjum tíma“.
Þessa yfirlýsingu gaf ríkis-
stjórnin út 7. júní sl. Hér í blað-
inu var þá nokkuð um hana
rætt og tekið fram, að eftir því
mundi verða gengið hér, að við
hana yrði staðið. í október sl.
fól ríkisstjórnin Efnahagsstofn-
uninni með bréfi, að fram-
kvæma þá áætlunargerð, sem í
yfirlýsingunni fólst. Hefur þetta
áformaða verk verið kallað
Norðuríandsáætlun.
Ungur og áhugasamur við-
skiptafræðingur, Bjarni Einars-
son, mætti nýlega af hálfu Efna-
hagsstofnunarinnar á fundi hér
á Akureyri með ýmsum sveitar-
stjómarmönnum hér nyrðra,
sem sjá má einnig í fréttatil-
kynningu í blaðinu.í dag.
(Framhald á blaðsíðu 2).
í sumum köstunum og hefur
ekkert við þau ráðizt og því
mörg skip sprengt næturnar.
Einnig gerast nú rússnesk veiði-
skip stöðugt ágengari á þeim
svæðum, sem íslenzku skipin
hafa verið, og hefur það þegar
valdið nokkru tjóni á veiðar-
færum skipanna.
Veiðisvæðið hefur færzt norð
ar og nær landi og er nú í Seyð
isfjarðardýpi 40 til 45 sjómílur
frá Dalatanga.
Heildaraflinn var í gær orð-
inn nálega 3.340.000 mál og
tunnur. Söltun er að mestu lok-
ið. Á sunnudagsnóttina veidd-
ust nær 87 þús. mál, 66 þús. á
mánudagsnóttina og 57 þús. í
fyrrinótt. Á Austurlandi er nú
löndunarstöðvun, víðast hvar.
Skip eru jafnvel-á leið til Eyja-
fjarðar með afla sinn að austan.
Krossanesvferksmiðjan hefur
tekið á móti ca. 154 þús. málum
síldar, en þangað var Sigurður
Bjarnason að koma með um
1200 mál síðdegis í gær.
Flutningaskip verksmiðjunn-
ar, Polana, er í 17. ferðinni. En
skipið er búið að flytja 91 þús.
mál til verksmiðjunnar í sumar
og var að byrja að lesta kl. 3 í
gær. Þá var gott veður á mið-
unum og mörg skip lágu yfir
torfunum, önnur að losa eða í
milliferðum. □
Akureyringar gáfu 410
þús. kr. í söfnuii „her-
ferðar gegn liungri“
Á LAUGARDAGINN söfnuðu
ungir menn á Akureyri fé í
landssöfnun þá, sem kennd er
við „herferð gegn hungri". Þann
dag söfnuðust yfir 300 þús. kr.
En söfnunin á Akureyri er nú,
samkvæmt upplýsingum ísaks
Guðmanns form. í. B. A., orðin
410 þús. kr. Enn er tekið á móti
framlögum en ekki var gengið
í hús með gjafalista nema á
laugardaginn.
Á Dalvík söfnuðu skátastúlk-
ur staðarins 44.700 krónum.
SEGIR AF SÉR ÞING-
MENNSKU
EINARI Ingimundarsyni bæjar
fógeta á Siglufirði hefur yerið
veitt bæjarfógetaembætti í
Hafnarfirði ásamt sýslumanns-
embætti í Gullbringu- og Kjósar
sýslu frá 1. janúar n. k. Einar
hefur, að sögn Mbl. ákveðið að
segja af sér þingmennsku í
Norðurlandskjöi-dæmi vestra.
Fjórðungsþing fiskideúldar í Norðlendingafjórðungi var haldið á Akureyri dagana 6.—9. nóvember sl. Davíð Ólafsson fiskimálastjóri og
Már Elísscn skrifstofustjóri Fiskifélagsins mætíu á þingi þessu og ræddu þar ýmsa þætti sjávarútvegsmála. Fremri röð frá vinstri: Frey-
steinn Þorbergsson Siglufirði, Daníel Þórhallsson Siglufirði, Magnús Gamalíelsson Ólafsfirði, Valtýr Þorsteinsson Akureyri (forseti
þingsins), Angantýr Jóhannsson Hauganesi, Bjarni Jóhannesson Akureyri, Sigfús Þorleifsson Dalvík, Jóhann Jónasson Hrísey, Ásgeir
Kristjánsson Húsavík. Aftari röð frá v.: Ingvar Jóhannsson Skagaströnd, Gunnar Níelsson Hauganesi, Asgrímur Sigurðsson Siglu-
firði, Jóhann Eiríksson Hofsósi, Hólmsteinn Helgason Raufarhöfn, Konráð Sigurðsson L.-Árskógssandi, Jón Stefánsson Dalvík, Sig-
valdi Þorleifsson Ólafsfirði, Þórarinn Vigfússon Húsavík. (Ljósm.: E. D.)