Dagur - 10.11.1965, Blaðsíða 2

Dagur - 10.11.1965, Blaðsíða 2
2 Rðfveiiuskemman á Ákureyri leigð í veiur fyrir æfinpr cg keppni í íþróifum Mikill f jöldi, cldri og yngri, æfir handknattleik ÞEIR ánægjulegu atburðir hafa nú gerzt, að Rafveituskemman hef- ur fengizt leigð í vetur fyrir æfingar og keppni í íþróttum, og fagn- ar íþróttafólkið því af heilum hug og færir Rafveitu Akureyrar og þó sérstaklega rafveitustjóra, Knúti Otterstedt, kærar þakkir fyrir skilning þeirra á íþróttamálum. — Sú stáðreynd blasir þó við, að ekki er hægt að níðast á góðsemi RafveitUhnar oftar en í vetur, því hún þarf að sjálfsögðu að nota húsið fyrir starfsemi sína. Oheillaþróun, sem þarf að sföðva FLESTIR ÆFA HAND- KNATTLEIK Æfingar verða frá kl. 6—10 alla daga, nema laugardaga og sunnudaga, og má því segja að hver tími sé setinn á kvöldin. Þeir aðilar, sem leigt hafa tíma í vetur eru: HRA (þriðjud. og föstud. kl. 9) fyrir æfingar í meistarafl. karla, KA fyrir æf- ingar í yngri fl. karla og kvenna, og meistarafl. kvenna, Þór fyrir yngri flokka karla og kvenna, MA fyrir karlafl. og Frjáls- íþróttaráð hefur þar einnig tíma. — Þá munu knattspyrnu- menn einnig vilja fá tíma í hús- inu eftir áramót, og eitthvað hef ur verið talaða um körfuknatt- leiksmenn líka. Húsvörður hefur verið ráðinn Baldur Árnason. Það er greinilegt af þessari upptalningu, að ekki er vanþörf á, að komið verði upp boðlegu iþróttahúsi í bænum og er von- andi, að eitthvað gerist í þeim málum fyrir næsta vetur, því annars skapast algjört vand- ræðaástand í sambandi við æf- ingar og keppni í hópíþróttum hér í bæ. Þó Rafveituskemman sé ekki I. fl. húsnæði fyrir íþróttaiðkan- ir, þá er það þó fyrst með til- komu hennar í fyrravetur, að handknattleiksíþróttin vaknaði af þeim dvala, sem hún var í á Akureyri. Það sýnir bezt sá fjöldi fólks, sem ætlar sér að stunda handknattleiksæfingar í vetur. Það er vonandi, að handknatt leikurinn nái sömu vinsældum SUNDMÓT SUNDMÓT Oddeyrarskólans fór fram í Sundlaug Akureyrar laugardaginn 6. nóv. síðastlið- inn. Fimm 8 manna sveitir tóku þátt í keppninni. Keppt var um farandbikar er Snorri Sigfússon fyrrum skóla- stjóri gaf Oddeyrarskólanum árið 1962. Sigurvegarar að þessu sinní var sundsveit 6. bekkjar í 3ju stofu, en hana skipuðu: Brynja Eggertsdóttir, Eiríkur Eiríks- son, Baldvin Sigurðsson, Stein- dór Steindórsson, Hólmfríður Jóhannesdóttir, Aðalgeir Péturs son, Júlíus Snorrason, og Guð- mundur Karlsson. Samanlagður tími sveitarinn- ar var 7 mín. 29,5 sek. Verð- launabikarinn var afhentur í skólanum mánudaginn 8. nóv., og fá börnin að hafa hann í stof- unni sinnj þetta skólaár. Síðar verður tekin mynd af sundsveitinni, er geymist í skólanum. hér og aniiars staðar, og íþrótta- unnendur fjölmenni á þau mót, sem fyrirhuguð eru í vetur. — Mjög takmarkaður fjöldi áhorf- enda kemst inn í liúsið, og ekki véitti af, að hafa rúm fyrir 1000 áhorfendur, er nýít hús verður byg#- £ £■ £■ MÓT OG HEIMSÓKNIR ,Ekki , hefúx - éridanlega verið gengið frá því, hvaða mót verða haldin í handknattleik á keppn- istimabiíinu, en rætt hefur ver- ið um Haustmót 'í öllum fl., Ak- ureyrarmót í öllum fl., Norður- landsmót í öllum fl. og Hraðmót í .meistarafl. karla. Þá er ætlunin að taka upp samstarf við handknattleiks- menn syðra og fá Iið að sunnan til keppni eftir því sem hægt verður. Vonandi verður hægt að hefja haustmótið síðast í þessum mán uði, og svo hvert mótið af öðru. KOSTAR MIKIÐ AÐ TAKA ÞÁTT í ÍSLANDSMÓTINU Mjög kostnaðarsamt ér fyrir Akureyringg^" ftð , taka þátt í HandkpftttleiksÉnóti íslands, þar sem leika þarf tvo leiki fyrir sunnan við hvert lið, og er kannski varla tímabært, fyrr en aðstaða er fengin hér i bæ til að leika annan leikinn á Akureyri. Það þætti áreiðanlega ófært, ef knattspyrnumenn okkar þyrftu að leika alla sína leiki í íslands- mótinu annars staðar, og bæjar- búar fengju örsjaldan að sjá þá leika. Það er því álit margra, að rétt sé fyrir handknattleiks- menn, að reyna að fá lið norður til keppni, og gefa þar með íþróttaunnendum í bænum tæki færi til að sjá sína beztu hand- knattleiksmenn leika, og vonum við að okkur takist að fá nokk- ur lið til keppni hingað. Þá hef- ur einnig verið rætt um að hand knattleiksmenn fari 1—2 ferðir suður til keppni, og leiki þá við sömu lið, og tekst að fá norður. MARGIR ÞJÁLFARAR Margir menn munu að sjálf- sögðu annast þjálfun allra þeirra flokka, sem æfa í vetur. Meist- araflokk karla þjálfa þeir Gísli Biarnason oe Haraldur M. Sie- urðsson, íþróttakennarar, og skipta þeir með sér verkum. — Frímann Gunnlaugsson, sem unnið hefur gott starf fyrir hand knattleikinn hér í bæ, þjálfar meistarafl. kvenna K.A. — Þá munu ýmsir annast þjálfun yngri flokkanna fyrir KA og Þór, og er þetta allt mikið starf. Mjög hollt er fyrir unga fólkið, að eyða sínum frístundum við íþróttaiðkanir, með góðri tilsögn hinna eldri. VANTAR DÓMARA Mikill skortur er hér á hand- knattleiksdómurum,-,. og hefur að koma á dómaranámskeiði, eins fljótt og hægt er. NÝTT ÍÞRÓTTAHÚS Eftir því sem mér er bezt kunnugt er okkar gamla íþrótta hús á brekkunni fullsetið öll kvöld í vetur, og auðvitað alla daga fyrir skólana, og fá þó börn ekki þá íþróttakennslu sem þeim ber, samkv. fræðslulög- gjöfinni. Nú í vetur bætist Raf- veituskemman við til æfinga og keppni í íþróttum, og eru þar allir tímar uppteknir á kvöldin, og vantar raunar tíma fyrir fleiri íþróttagreinar. Það hljóta því allir að sjá, að útilokað er að það dragist úr þessu að nýtt íþróttahús verði byggt. — Nú á næstunni taka Reykvíkingar sína íþrótta- og sýningarhöll í Laugardalnum í notkun og er það mikið, en dýrt hús. Það verð ur þó ekki notað eingöngu fyrir íþróttir, því ætlunin er, að þar verði alls konar sýningar, þegar íþróttastarfsemi er ekki í húsinu, og er gott að skipta þannig kostnaðinum við bygg- inguna. — Sennilega kæmi ekki slíkt til mála hér í bæ, því hér eru ekki haldnar stórar sýning- ar nema með löngu millibili. Það er ósk og von allra íþrótta manna bæjarins, að nýtt íþrótta- hús risi sem fyrst, enda greini- legt, af því sem sagt hefur verið hér á undan, að ekki er vanþörf á því. S. O. - Norðurlandsáætlun er á döfinni (Framhald af blaðsíðu 1). Undanfarið liafa stjórnarblöð- in rætt töluvert um svonefnda Vestfjarðaáætlun, er þau telja, að hafi verið gerð, en aldrei hefur verið birt. En sumir vest- ur þar eru því farnir að kalla ósýnilegu áætlunma. Nú hefur verið frá því skýrt, að vega- hafna- og flugvalla- framkvæmdir, sem áformaðar eru á Vestfjörðum fyrir fé úr Flóttamannasjóði V.-Evrópu, sé í Vestfiarðaáætluninni. Á Norð- urlandi er einmitt víða mikil þörf fyrir slík mannvirki og er þess að vænta, að þeir sem að áætlun vinna, geri sér það ljóst. Hér í blaðinu hefur t. d. nýlega verið rætt um þær hafnarfram- kvæmdir í kjördæminu, sem að- kallandi eru og um uppbygg- ingu Þingeyjarsýslubrautar, svo dæmi séu nefnd. Blaðið vill hvetja bæjarstjómir, hrepps- nefndir og sýslunefndir til að koma sjónarmiðum sínum og til- lögum á framfæri við Efnahags- stofnunina. í því sambandi vill það jafnframt minna á sam- þykktir kjördæmisþings Fram- sóknarmanna, er birtar hafa verið hér í blaðinu, um upp- hyggingu atvinnulífs og sam- gangna liér norðanlands. □ MINNINGARSPJÖLD Iljarta- og æðasjúkdómsvarnarfélags- ins fást í öllum bókabúðum hæjarins. (Framhald af blaðsíðu 5.) Aframhaldandi þróun í þessa átt er engum til góðs, Hún stofn- ar landsbyggð í hættu og hún er Iíka varhugaverð fyrir ltið Jitla landssvæði, sem aðallega tekur við fólksfjölguninni. Höfuðborgin óskar ekki eftir þessari þróun og hefur heldur ekki ástæðu til þess. En hin mörgu dreifðu byggðarlög og heilir landshlutar, sem verjast í vök, óttast hana. I>ar lamar hún íramtíðarvonir og framkvæmda- þrótt. Jafnvel höfuðstaður Norð- urlands, Akureyri, liélt ekki sinni eðlilegu fólksfjölgun á síðasta ára- tug og ekki á árinu sem leið. Okkur Islendingum þykir vænt um hina fríðu höfuðborg. I>að er mikilsvert, að liöfuðborginni og þeint, sem hana byggja, vegni vel, og að luin geti rækt hlutverk sitt scm stjórnaraðsetur, menntamið- stöð <)g aflvaki á ýmsum sviðum þjóðlífsins. En íslendingar búsett- ir að mestu eða öllu í einni stór- borg, yrðu ckki sama þjöð og ís- lendingar búsettir um allt ísland. Landsbyggðin og tilvera hennar heldur við áhuganum fyrir land- inu, lándssiðum og þjóðlegri menningu. Stórborg, sem ekki hef- ur samband við trausta landsbyggð í sínu eigin landi, hlýtur í vax- andi mæli að tileinka sér viðhorf ]>eirra erlendu þjóða, sem þar hafa greiðastan aðgang. Kynni .borgarbúa af óbyggðu ættlandi yerður svipur hjá sjón, saman- borið við kynni hennar af byggðu landi. Reynsla sannar líka, þótt ég ræði Jjað ekki nánar hér, að víða um hinar dreifðu byggðir ís- lands nýtast náttúrugæði og vinnuafl mjög vel þjöðarbúskapn- um og líklega hvergi betur. l>að cr ekki vert að loka augun- um fyrir þeirn möguleika, að fram- andi fólk, sem býr við landþrengsli og takmarkaða atvinnu, kunni á komandi árum að renna hýru atiga til áiáttúrugæða og landrým- is hér, ef stórir landshlutar yrðu lítt eða' ekki byggðir landsins börnum. En hvað sem Jjví líður, verður varla um það deilt, að með byggð og athafnasemi um land allt styrkja Islendingar löglegan og siðlerðilegan rétt sinn til lands- ins — hvað sem fyrir kentur — en veikja hann með Jjví að leggja landið að meira eða minna leyti í eyði. Satt cr Jjað, að erfitt er að stríða gcgn straumi. Og ]>ó láta rrienn sér ekki í augum vaxa nú á tímum að brcyta framrás fallvatna og bcina Jjcim jafnvel inn á nýjar leiðir. Máttur véltækninnar gerir Jjetta mögulegt. Hví skyldi Jjá ekki Jjjóðfélagstækni vorra tíma geta stillt Jjatin straum, sem ógnar landsbyggð Islendinga svo mjög, að sjálf undirstaða sjálfstæðisins skelfur. Kaupstaða- og kauptúnaráð- stefnan á Akureyri sl. vor bar vott um vaxandi viðnám í Jjeim lands- fjórðungi, sem Jjar átti hlut að máli, gegn jafrivægisröskuninni. Fundarsamþykktir víða um land allt gefið hið sama til kynna. Blöð og tímarit hafa nú undanfarið rakið fordæmi annarra Jjjöða á Jjessu sviði, og hví skyldum við Íslendingar, sem eigum meira á hættu vegna röskunar byggðajatn- vægis en nokkur önnur [jjóð, ekki telja Jjörf skipulegra og skjótra aðgerða á sama hátt og Jjær? Full- víst má telja, að sveitastjörnir og sýslunefndir um land allt séu nú reiðubúnar til samstarfs við rlkis- valdið til verndar landsbyggð og til að afstýra hættu. Landsbyggð- in er landvörn Islendinga. Aðrar Jjjóðir verja hlutfallslega miklu rneira fé af ríkistekjum sínum til hervarna, en hér cr gert ráð fyrir í sambandi við hina friðsamlegu landvörn okkar Islendinga. Þegar Jjetta mál var til með- ferðar hér í þessari háttv. deild fyrir nál. 3 árum samjjykkti meiri hluti hv. þingmanna rökstudda dagskrá þess efnis, að frekari að- gerðir til að stuðla að jafnvægi í byggð landsins væru éjþarfar, því að með lögum um atvinnubóta- sjóð frá 1962 væri ákveðið að verja 10 millj. kr. á ári til Ián- veitinga í þessu skyni. I>á leit út fyrir, að nefndar meiri hluti sá, sent fyrir Jjeirri samjjykkt stöð, hefði ekki kynnt sér efni frv. Ég fjölyrði ekki um þá samjjykkt, enda fer e. t. v. bezt á Jjví, að urn hana sé lítið ráétt. Ég veit, að við- horf til Jjessa 'ntáls hefur breyzt nokkuð frá Jjví. sem Jjað var fyrir 2 árum og að myndarlegar aðgerð- ir í þessum málum eiga stoð i þjóðarvilja. Sumir hæstv. ráðherr- ar eru nú byrjaðir að tala um að stofna íramkvælndásjóð strjálbýl- isins, sent þeir Viefna svo. Við flm. Jjessa frv. erum að sjálfsögðu fúsir til samstarfs um breytingar á Jjyí, sem til bóta mætti verða — en lög- gjöf á Jjessu sviði og fjármagn til að lramkvæma hana veröui að vera í viðun^idi ..siunécmj, við þann mikla vá’nda, sém 'hér er á ferðum. Ég legg til Jierra forseti f. h. okkar flm. að frv. verði að um- ræðunni lokinni vísað til 3. umr. og hv. íjárhagsnefndar. SEXTUGUR ÞÓRÓLFUR JÓNSSON bóndi í Stórutungu í Bárðardal varð sextugur 4. nóvember sl. Hann er frá Mýri í Bárðardal ættað- ur, einn úr stórum svstkinahópi, sem við þann stað er kenndur. En í Stórutungu hefur hann bú- ið myndarbúi, ásamt Guðrúnu Sveinsdóttur og eru sex börn þeirra uppkomin og barnabörn orðin mörg. Þórólfur í Stórutungu hefur alla ævi sína dvalið í Bárðardal, þar sem Skjálfandafljót flýtir för sinni og ekki alltaf hljóð- lega, og hin víðfeðmu heiða- lönd og öræfi tala sínu þagnar- máli, fóstra lífgrös og ala upp kjarnafólk. Dagur sendir afmælisbarninu beztu kveðjur og árnaðaróskir. - ÞjÓÐVEGAKERFÍÐ (Framhald af blaðsíðu 4). nál. 3000 km og liafa þó drjúgan afgang. Er þá gengið út frá því, að verulegir kaflar þurfi ekki endurbætur utan viðhald. □ - Handknattleiksráð hugsað sér,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.