Dagur - 27.11.1965, Blaðsíða 1

Dagur - 27.11.1965, Blaðsíða 1
Dagur SíiVTAR: 11166 (ritstjóri) 11167 (afgreiðsla) Dagu XLVIII. árg. — Akureyri, laugardaginn 27. nóv. 1965 — 88. tbl. Dagur kemur út tvisvar í viku og kostar kr. 25,00 á mán. I lausasölu kr. 4,00 Þyngslafæri á NorSurlandi ALLIR VEGIR eru orðnir þung íærir á Norðurlandi, sagði Guð- mundur Benediktsson vegaverk stjóri blaðinu í gær, en flestir þó færir stórum bílum, nema frá Mývatnssveit austur á Hér- að, og um Siglufjarðarskarð og Lágheiði er ófært. Leiðin milli Reykjavíkur og Akureyrar er fær, en í Langa- dal, Skagafirði og Öxnadal er mikill þæfingur. Frá Akureyri til Húsavíkur er fært á stórum bílum og ill- fært á Tjörnesi. Til Svalbarðs- strandar og Grenivíkur er bíl- færi erfitt en verður væntan- lega lagfært í dag, ennfremur er illfært að Kristnesi en verð- ur skafið í dag. Annars eru leiðir opnar um héraðið, miðað við stóra bíla. Um S.-Þingevjarsýslu eru veg er opnir, allt til Mývatnssveitar. Á Akureyri er nokkur snjór, en þar eru aðalgötur hreinsaðar að nokkru jafnóðum. □ Eyjafjarðarsýsla rafvædd I gær voru síðustu bæirnir tengdir í GÆR voru bæimir í Öxnadal, frá Miðlandi að Engimýri, tengd ir orkuveitusvæði Laxárvirkj- METAFU GÓÐ síldveiði var vikuna sem leið. Flotinn var að veiðum á sömu slóðum og áður, 55—60 sjómílur SA frá Dalatanga. Vikuaflinn nam 174.821 máli og tunnum og var heildaraflinn á miðnætti sl. laugardag orðinn 3.669.584 mál og tunnur.. Heild- araflinn á sama tíma í fyrra var 2.955.991 mál og tunnur. Aflinn hefur verið hagnýttur þannig: í salt, uppsaltaðar tunnur 401.692, í fyrra 354.204. í frystingu, uppmældar tunn- ur 36.708, í fyrra 44.239. í bræðslu, mál 3.231.184, í fyrra 2.557.548. Heildarsíldarmagnið sunnan- lands frá vertíðarbyrjun nemur nú 839.562 uppmældum tunnum. (Frá Fiskifélagi íslands). unar. Er þar með Iokið rafvæð- ingu í Eyjafjarðarsýslu. Þrjú sveitabýli aðeins eru undanskil- in, tvö í Sölvadal og eitt í Hörg- árdal vegna of mikilla vega- lengda. Því hér er um afskekkt býli að ræða. í samtali við Ingólf Árna- son, rafveitustjóra hjá Raf- magnsveitum ríkisins, sagði hann, að býli þau, sem rafmagn hefðu nú fengið á vegum raf- veitna rikisins væru samtals 272. Einfasaheimlínur 11 kw 220 km., þriggja fasa línur 57 km., Lágspennulínur um 30 km. spennistöðvar 296. Og afl þeirra 358 KVA. Rafvæðing sú, sém hér um ræðir hófst fyrir alvöru 1954, því árið 1950—1953 voru aðeins 6 býli tengd, en 1954 voru 78 býli tengd, og árið eftir 71 býli. Árið 1956 voru 8 býli tengd, 1957 31 býli og 1958 45 býli. Ár- in 1959 og 1960 voru samtals 50 býli tengd, 3 býli árið 1961, 17 býli 1962 og 33 býli 1963, 13 býli 1964 og 17 býli á yfirstandandi ári. □ ÁBREIÐA SÚ, sem lognmuggan leggur á bílana, er bæði hrein og livít og fer þeim hreint < ekki svo illa. (Ljósmynd: E. D.u Umferðavika Iialdin á Akureyri Hefst í dag með fræðslufundi í Borgarbíói Á MIÐVIKUD AGSK V ÖLDIÐ kallaði yfirlögregluþjónn og settur bæjarfógeii á Akureyri blaðamenn á sinn fund. Skýrðu þeir frá því, að fyrirhugað væri að halda einskonar umferða- viku á Akureyri, sem bæjar- fógeti, lögregla, Bindindisfélag ökumanna, skátar og trygginga- félög stæðu að. Af þessu tilefni er boðað til almenns fundar í dag í Borgar- bíói kl. 14 og er þar fræðslu- fundur um umferðamál, þar sem verður kvikmyndasýning, fyrirspurnaþáttur er kunnáttu- menn svara svo sem nánar er tiltekið í auglj'singu í blaðinu í dag. Eru menn hvattir til að sækja fund þennan og nota ein- stætt tækifæri til fyrirspurna og fræðslu um umíerðarmálin. í fundarlok verður stutt kvik- mynd um meðíerð gúmbjörg- unarbáta. í bamaskólunum verða kvik- myndir sýndar til fræðslu í um ferðamálum, bæklingum um sama efni verður dreift og aug- lýsingar settar upp í bænum. Því miður hamlar snjór um- ferðakennslu á götunum, en hugsað cr til þess að taka þann þátt upp við hentugleika og munu þá skátar einkum að- stoða lögregluna, enda munu þeir halda námskeið til að und- irbúa slíka aðstoð og er það lofsvert. Umferðafræðsla í öðrum skól um bæjarins verður eftir ára- mót, en þá verður komin út ný bók um þau mál og við hana stuðst í kennslu. □ Vaktavinna i Sfrákagöngunum TIL MINNIS UM FJÁRMÁL TEKJUR ríkissjóðs eru á þessu ári (1965) áætlaðar nál. 3523,1 millj. kr. og aðrar innborganir 6,1 millj. kr. Tekjustofnarnir eru þessir: Millj. kr. Tekju- og eignarskattur 375,0 Aðflutningsgjöld 1.490,6 Söluskattur 848,6 Tekjur af rekstri ríkisstofnana 431,2 Leyfisgjöld af bifreiðum og bifhjólum 138,0 Stimpilgjald 75,0 Aukatekjur 48,0 Hluti af umboðsþóknun og gengismismun banka 30,0 Gjald af ill. tollvörum 55,0 Minni tekjustofnar og ó- vissar tekjur 32,0 Til að konia í veg fyrir mis- skilning, skal þess getið, að hluti sveitarfélaganna af inn- flutningsgjöldum og söluskatti er ekk innifalinn í tölum hér að framan, en sá hluti er áætlaður 152—153 niillj. kr. og rennur í jöfnunarsjóðinn til úthlutunar. Þá er þess að geta, að tekjur vegasjóðs eru nú ekki færðar á fjórlögum, þar sem hann hef- ur nú aðskilinn fjárhag og sjálf- stæð fjárlög, hina svonefndu vegaáætlun. Tekjur vegasjóðs- ins eru á þessu ári áætlaðar 263,7 millj. kr., þar af 47 millj. tillag frá ríkissjóðnum. Tekjur eða nánar sagt innborganir í ríkissjóð og vegasjóð samtals eru þá áætlaðar nál. 3176 millj. kr. Áður var vegafé (vega- og brúafé) tilfært á fjárlögum, og við samanburð á umsetningu fiórlaganna fyrr og nú er því ekki óeðlilegt að telja vegasjóð- inn með ríkissjóði. Ef við lítum á síðustu fiár- lögin, sem kenna mætti við Framsóknarflokkinn — þ. e. síðari fjárlög vinstri stjómar- innar — sem giltu fyrir árið 1958 — sjáum við, að niður- stöðutala þeirra fjárlaga var 807,1 millj. kr. En á því ári innti svonefndur Útflutnings- sjóður af hendi a. m. k. að miklu leyti niðurgreiðslu á (Framhald á blaðsíðu 7). EINS OG áður er frá sagt, náð- ist ekki samkomulag um vakta- vinnu við gerð jarðgangnanna gegnum Strákafjall við Siglu- fjörð og gekk verkið því miður en upphaflega var ráðgért. En nú hafa þau tíðindi gerzt þar, að samningar hafa tekizí og mun vaktavinnan hefjast fljót- lega. Verkamannafélagið Þróttui á Siglufirði og Vinnuveitendasam band íslands áttu um þessi mál torleysta deilu, sem lauk sl. mánudag, með því að Þróttur felldi samningsuppkast það frá Vinnuveitendasambandinu, sem Klúbbfundurinn INGVAR GÍSLASON alþm. flytur erindi á klúbbfundi Fram sóknarfélaganna í dag, laugar- dag 27. þ. m. kl. 4 e. h. í skrif- stofu flokksins, Hafnarstræti 95. Allt stuðningsfólk Framsóknar- flokksins velkomið meðan hús- rúm leyfir. □ um var deilt en samþykkti til- boð Efra-Falls, sem byggðist á almennum samningi Þróttar fyr ir slíka vinnu. Q 8 Bazar Framtíðariim- ar 5. desember KVENFÉLAGIÐ Framtíðin sýnir í dag og á morgun muni þá, í verzlunarglugga Kaupfélags Verkamanna, sem síðan verða seldir á baz- ar á Hótel KEA sunnudag- inn 5. desember n.k. kl. 2.30. Allur ágóði rennur i Elli- heimilissjóði. Ef að vanda lætur eru mun /r þessir eigulegir, handunn- ir og heimagerðir og mjcg heppilegir til jólagjafa. Naum ast þarf að hvetja bæjarbúa til að kaupa muni þessa, svo sjálfsagt er að virða hin fóm- fúsu störf hinna duglegu kvenna og gera það í verki hinn 5. desember.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.