Dagur - 27.11.1965, Blaðsíða 2
2
- Frá bókamarkáinum
(Framhald af blaðsíðu 5.)
Ehine, hefur ásamt manni sín-
um, prófessor J. B. Rhine við
Duke háskólann í Bandaríkj-
unm, rannsakað þessi fyrirbæri
um áratuga skeið og hafa þau
hjónin getið sér heimsfrægð fyr
ir þær rannsóknir. Allir þeir,
sem áhuga hafa á sálarfræði og
dulrænum fyrirbærum, ættu að
lesa þessa bók.
Hún er í senn fróðleg og
skemmtileg. Þar úir og grúir af
undarlegum og merkilegum frá
sögnum um sálræna reynslu
fjölda fólks, sem segir sjálft frá
því, sem fyrir það hefur komið.
Þessi bók verður áreiðanlega
mörgum kærkominn lestur, for
vitnilegur og fróðlegur í senn.
Konudagar og bóndadagar —
eftir Willy Breinholst, í þýðingu
Andrésar Kristjánssonar. Áður
útkomnar bækur eftir þennan
höfund eru: Vandinn að vera
pabbi og Hinn fullkomni eigin-
maður.
Tylftareiður — eftir Friðjón
Stefánsson. Þessi bók hefur inni
að halda tólf smásögur og með-
al þeirra þær athyglisverðustu,
sem birzt hafa eftir höfundinn
til þessa.
Klukkan var eitt — Viðtal
við Ólaf Friðriksson, eftir Har-
ald Jóhannsson. Bókin fjallar
um ævi og starf Ólafs Friðriks-
sonar.
Barna- og unglingabækur.
Bömin í Óláta-götu — 2. út-
gáfa — Höf: Astrid Lindgren.
Eiríkur Sigurðsson íslenzkaði.
Bömin í Óláta-götu er bráð-
skemmtileg barnabók. í henni
segir frá þeim systkinunum
Jónasi, Míu-Maríu og Lottu
iitlu. Lotta er svo fyndin, að öll
börn hlægja að henni. Hún finn
ur alltaf upp á einhverju
skemmtilegu, hvort sem hún er
heima eða í heimsókn hjá afa
sínum og ömmu.
í bókinni er fjöldi af ágætum
þórsdóttir" íslenzkaði. Emil í
Kattholtí Var"strákpatti. Hann
var mesti ólátabelgur, þó að
hann liti meinleysislega út. Enn
var hann ekki það gamall, að
hann væri farinn að ganga í
skóla. - -
Þessi saga segir frá ýmsum
sprenghlægilegum atvikum, sem
Emil lenti í.
Bókin er fyrir drgngi og telp-
ur á aldrinum 5—9 ára.
Jökull og Mjöll — Höf: Kári
Tryggvason, kennari. Ævintýr-
ið ' er undraheimur barna og
unglinga. Þau lifa það á daginn
og dreymir það á nóttum. Flest-
urri fylgir ævintýrið fram eftir
árum. Og fátækur er sá, sem
aldrei hefur ævintýri eignazt,
eðia glatáð því öf snemma.
Jökull skáld, 16 ára ungling-
ur sofnar frá kulda og þreytu
og dreymir undursamlega sögu
undir suðrænni sól. Draumur-
inn opnar honum ævintýra-
heima. Hann vaknar aftur til
sama strits. En Mjöll, skógar-
dísin unga, fylgir honum og
yfirgefur hann ekki. Það er
hans mikla hamingja.
Viggó og félagar — Höf: Finn
Havrevold. Jónína Steinþórs-
dóttir íslenzkaði. Viggó og félag
ar hans eru röskir drengir, sem
vilja færast mikið í fang og sýn
ast stórir, eins og röskra
drengja er siður. — En kannski
hafa þeir lesið fullmikið af
leynilögreglusögum — að
minnsta kosti telja þeir sig jafn
oka lögreglunnar, þegar upp-
lýsa skal afbrotamál. En margt
fer öðruvísi en ætlað er, eins og
sagan af Viggó og félögum hans
er glöggt dæmi um. — Þetta er
spennandi bók, en um leið holl-
ur lestur, fyrir alla drengi á
aldrinum 10 til 14 ára.
Konstansa — Höf: G. Chauc-
er. í þýðingu Láru Pétursdótt-
ur. Ævintýri fyrir börn með lit-
myndum.
Gríshildur góða — Höf: G.
Chaucer. í þýðingu Láru Péturs
myndum, sem eru í senn ein-
faldar og lifandi. Þær bregða
Ijósi yfir marga atburði í sög-
unni.
Þetta er tilvalin bók fyrir
yngstu lesendurna, þótt eldri
börn muni einnig skemmta sér
prýðilega við lestur hennar.
Pip fer í skóla — 2. útgáfa —
Höf: Sid Roland. Jónína Stein-
þórsdóttir íslenzkaði. Hér kem-
ur þriðja og síðasta bókin um
litla músarangann hann Pipp,
og ennþá er hann ekkert
dygðaljós.
Pipp fer í skóla og auðvitað
lendir hann í skammarkrókinn,
auminginn. í skólanum „les“
hann sögur, þótt hanri sé ann-
ars ólæs.
En svo ratar hann í merki-
legt ævintýri og bjargar
kennslukonunni. En um það get
ið þið sjálf lesið í bókinni.
Bókin er prýdd nokkrum
sérkennilegum myndum. Þetta
er skemmtileg ævintýrasaga
handa drengjum og stúlkum frá
5 til 10 ára.
Emil í Kattholti. — Höf.:
Astrid Lindgren. Jónína Stein-
dóttur. Ágæt og ódýr barna-
bók með myndum.
CCðeðððOeOOOCQQOQQQpQOOPOqTO
mmmmmm
LAUGARBORG!
Dansleikur laiigardaginn
27. þ. m. kl. 9 e. h.
Nafnleysingarnir og
Johnny leika og syngja.
Sætaferðir frá Löndum
og Leiðum.
SKAUTAR
Norskir hraðhlauparar,
nr. 38, til sölu í
Hafnarstræti 82.
TIL SÖLU:
Metz ferðaútvarpstæki
með plötuspilara 45 snún-
inga.
O
Þórður Ingimarsson,
sími T-15-42.
Um hálf milljón mál
og tunnur
Neskaupstað 23. nóv. Nú er kom
inn ofurlítill snjór og spillist
færi ef hvessir, en í gær voru
allir vegir færir.
Rúmlega hálf milljón mála og
tunna er komin hér í land, þar
af 460—470 þús. mál í bræðslu
og ekkert lát á síldveiðum. All-
ar þrær á Austurlandi eru full-
ar og löndunarbið hefur tafið
veiðiflotann verulega.
Hver einasti maður er á kafi
í síld ennþá og ekkert lát á.
Fryst er síld eins og hægt er, á
fimmta hundrað tunnur á dag.
H. O.
Aðalmót Votta Jehóva
í Reykjavík
VOTTAR JEHÓVA hér á ís-
landi hafa haldið fjögurra daga
mót í Reykjavík 18.—21. nóv-
ember. Um 100 manns tóku þátt
í mótinu, sem var nefnt „Orð
sannleikans". Sama mót hefur
verið haldið á mörgum stöðum
í Evrópu síðastliðið sumar og
hafa um 500.000 vottar Jehóva
sótt þau. Á mótinu í Reykjavík
töluðu margir ræðumenn og hér
um bil 30 atriði voru á dagskrá.
Aðalfyrirlestur mótsins var á
sunnudaginn og var hann nefnd
ur „Stjórn heimsins á herðum
Friðarhöfðingjans“. Forstöðu-
maður votta Jehóva hér á landi
hr. Laurits Rendboe flutti hann.
146 voru þá viðstaddir. Um
kvöldið lauk mótinu með söng
og bæn. Q
Frá aðalfundi Skákfél. Akureyrar
Á AÐALFUNDI Skákfélags Ak
ureyrar, sem haldinn var ný-
lega var stjórnin að mestu end-
urkjörinn, en hana skipa: *
Jón Ingimarsson formaður,
Júlíus Bogason varaformaður,
Halldór Jónsson gjaldkeri, Har-
aldur Bogason ritari, Gunnlaug
ur Guðmundsson spjaldskrár-
ritari og Jón Björgvinsson
áhaldavörður.
Aðalfundinum barst gjöf frá
hjónunum Stefaníu Jóhanns-
dóttur og Gísla J. Guðmann. Er
það lágmynd af Jóni heitnum
Hinrikssyni gerð úr gifsi af
Gísla J. Guðmann. Er myndin
einstaklega vel gerð og var gjöf
inni tekið með fögnuði á aðal-
fundinum, en eins og kunnugt
er var Jón Ilinriksson mikill
áhugamaður um skák og tók
um langt árabil mikinn þátt í
Skákfélagi Akureyrar, og vai
mörg ár formaður þess.
Haustmót Sjsákfélagsins stend
ur nú yfir og eru keppendur
alls 24 í þrem flokkum. í meist-
araflokki er keppt um verð-
launabikar gefinn af Sjóvá-
tryggingafélagi íslands umboði
Jóns Guðmundssonar Akureyri
og um fagran verðlaunagrip
gefinn af Ullarverksmiðjunni
Gefjunni.
Lokið er fjórum umferðum.
Úrslit í fjórðu umferð voru
þessi:
Júlíus Bogason vann Ara
Friðfinnsson, Margeir Stein-
grímsson og Anton Magnússon
gerðu jafntefli, Haraldur Ólafs-
son og Jón Björgvinsson gerðu
jafntefli, og Jón Ingimarsson og
Kristinn Jónsson gerðu jafntefli.
Eftir 4 umferðir er staðan
þessi:
Jón Björgvinsson 3 vinninga,
Júlíus Bogason og Haraldur
Ólafsson 2Vz v., og Margeir
Steingrímsson 2 vinninga. □
BÍLL TIL SÖLU:
CHEVROLET 1955
með Benz dieselvél,
Bíllinn er í iiijög góðu
lagi og á nýjuni hjól-
börðum.
Karl Ingólfsson,
Húsavík, sími 4-12-33
HERBERGI ÓSKAST
til leigu.
Uppl. í síma 1-11-93.
HERBERGI
til leigu nú þegar.
Upplýsingar í síma 12519
TIL LEIGU
1 herbergi og eldhús.
Hentugt fyrir einhleypa
konu.
Uppl. í síma 12-6-12
Auglýsingasími Dags
er 1-11-67
HÚSMÆÐUR!
Höfum allt
sem þarf
r
1
jólabaksturinn
Komið og veijið sjálf.
SENÐUM HEIM
Verzlið í Kjörbúðum KEA
og
njótið bagstæðs vöruverðs.
ÁGÓÐASKYLT