Dagur - 27.11.1965, Blaðsíða 4

Dagur - 27.11.1965, Blaðsíða 4
A 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Súnar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. &UDSÖFNUN - AUÐJÖFNUN SAMVINNUHUGSJÓNIN hefur skotið djúpum rótum hér á landi. Félagsmenn kaupfélaganna eru yfir 30 þúsund. Félögin hafa unnið marg. vísleg stórvirki, sem flest væru óunn- in, ef þeirra hefði ekki notið við. Saga kaupfélaganna er furðuleg þroskasaga — og enn furðulegri þeg- ar þess er gætt, að stærsti stjórnmála- flokkur landsins og sá, sem mestan hefur blaðakost og óþrjótandi fjár- magn til áróðurs, hefur árum og ára- tugum saman lagt á það ofurkapp, bæði í orði og athöfn, að koma íé- lögunum á kné. Samvinnufélögin eiga stuðnings- menn í öllum flokkum. En fjölmenn- astir eru Framsóknarmenn í þeirri sveit, svo að miklu munar. Þetta gremst lrinum geðprúðu mönnum við Morgunblaðið. Virðast báðir eiga nokkuð ólært í rökréttri hugsun, lög- fræðingurinn og skáldið. íhaldsblöðin syngja í endalausum kór, að Framsóknarflokkurinn mis- noti kaupfélögin í pólitísku hags- munaskyni. Og Alþýðublaðið tekur undir sem vera ber, síðan það komst á spena hjá íhaldinu. Mbl. segir (16. sept.) að Framsóknarflokkurinn hafi sett á samvinnuhreyfinguna „svartan blett .... með því að beita kaupfé- lögunum úti um land fyrir sig, sem pólitísku þvingunarafli í óprúttnum aðgerðum til að afla sér fylgis.“ Og ritstjórar Morgunbl., þessir miklu samvinnuöðlingar, vilja gera sitt til að þvo þennan „svarta blett“ af samvinnulireyfingunni og koma vitinu fyrir vangefna og skammsýna samvinnumenn. Þeir ráða foiTáða- mönnum kaupfélaganna það heil- ræði, „að beina athygli sinni og starfsorku fyrst og fremst að hags- munum félagsmanna samvinnufé- laganna, en ckki þröngum pólitísk- um hagsmunum Framsóknarflokks- ins.“ Þeir láta svo, sem kaupfélögin séu þeim undir niðri harla kær. Þau hafa „gert marga góða hluti“ segja þeir, og mundi svo enn verða, ef ekki kæmu til áhrif hinna ranglátu ráðsmanna, sem leitt hafa Jjau á villi- götur. Þetta verði þau að skilja — og um leið þá góðvizku ritstjóranna, að aga þá sem })eir elska. En svo cr eins og kærleikurinn kólni nokkuð á stundum. Morgunbl. !ét þau orð falla í sumar (22. júlí), að „hlutur SÍS-valdsins“ hefði, „held- ur farið minnkandi í atvinnulífinu. Þetta er ánægjuleg þróun og þjóð- ínni vafalaust mjög hagstæð,“ sagði blaðið. (Framhald á bls. 7.) iandritamálið á norskum r Ævistarf Arna Magníissonar og erfðaskrá i. PREMUR hljótt hefur verið um handritamálið hér heima um hríð. Væri þó skylt að halda huga almennings velvak- andi á þeim vettvangi, meðan andstæðingar vorir brýna laga- branda sína rækilega að tjalda- baki og búa sig undir sóknina miklu með vorinu. Nýskeð birtist frétt þessi í blöðum og útvarpi (Einkaskeyti til Morgunbl. 12. nóv. 1965): „Eystri Landsréttur, þriðja deild, hefir ákveðið, að um is- lenzku handritin skuli fjallað 18., 19. og 20.. apríl n. k. — í dag var haldinn undirbúninsfundur í réttinum, þar sem málaflutn- ingsm. ríkissjóðs, Paul Schmidt hrl, fór fram á hálfsmánaðar frest til viðbótar. Gunnar Christrup hrl lögfræðingur Árnasafns, fól málaflutningsm. ríkissjóðs í sept. sl. að kanna hvort einhverju hafi áður verið breytt í stofnskrá safnsins á móti vilja safnsstjórnar. . . . Verði svarið jákvætt, getur það verið mjög til framdráttar mál- stað afhendingarinnar....“. Hérlendis hefir lítið heyrzt getið, hvort eða hvernig hand- ritamálinu væri tekið og hreyft á norskum vettvangi, nema þá er birzt hafa smáfréttir frá Dan mörku um andmæli og athuga- semdir norskra Háskólamanna, og þá venjulega í tilefni af upp lýsingum og áskorunum danskra vísindamanna til norskra kollega sinna um að vara sig vel ó „heimtufrekju11 fs lendinga í garð Norðmanna á þessum vettvangi. Yfirleitt mun handritamálið að mestu ókunnugt norskum al- menningi nema af lauslegri af- spurn, og norskir fræðimenn yfirleitt ekki tekið þátt í deil- um á þeim vettvangi. Þess ber því að geta sem ég hefi ekki orðið var í íslenzkum blöðum, að á íslands vegum hefir verið ritað all-rækilega um handrita- málið, og Norðmenn fræddir þar um margt, sem þeim mun óefað hafa virzt furðulegur fróðleikur, og sennilega flest- um áður ókunnur. Enda munu Danir hafa sagt sína sögu í norsk eyru á þeim vettvangi, er svo bar undir. Greinar Árna G. Eylands: í upphafi þessa árs birti Árni G. Eylands, fulltrúi, langa rit- gerð og rækilega í norska stjórnarblaðinu NATIONEN, í þremur þáttum, 19,—21. janúar, og lét þá ritstjórnin þessa smá- leturs-skýringu fylgja hverjum þætti greinarinnar: „íslendingurinn Árni G. Ey- lands er vel kunnur lesendum blaðsins Nationen. í ritgerð þessari í þrem þáttum fjallar hann um deiluna um handritin íslenzku í Kaupmannahöfn, og sérstaklega ræðir hann allræki lega hina spennandi afstöðu og viðhorf umhverfis erfðaskrá safnarans Árna Magnússonar. (Leturbr. þýðanda!) Venjulega er talið kunnugt, að Árni Magnússon hafi arfleitt Kaup- mannahafnar Háskóla að safni sínu, íslenzku handritunum. En Árni G. Eylands segir að þetta sé ekki allur sannleikurinn í þessu máli.“ Fyrirsögn þessarar ritgerðar Árna er tvídálkuð með stóru letri: Handritamálið / Árni Magnússon og erfðaskrá hans. Höfundur skrifar hér langa ritgerð og merka um þessi við-. kvæmu mál um það leyti sem danskir andstæðingar vorir leit uðust við að afla sér fylgis norskra kollega til liðveizlu gegn íslendingum og beittu þar títt tvíræðum brögðum á þess- um vettvangi að vanda. Tel ég eigi ófróðlegt fyrir landa vora að kynnast hve vel og drengi- lega var á málstað vorum hald- ið í fjöllesnu norsku blaði, sem óefað hefir einnig komið fyrir augu hinna dönsku andstæð- inga vorra á þeim háskalegasta vettvangi og veikasta. Hér verður í stuttu máli grip ið niður í ritgerð Á. G. E. á víð og dreif, þar sem hann skýrir Norðmönnum frá haldsleysi eins | FYRRí GREIN | helzta undirstöðuatriðis hinnar dönsku málafærslu, en það er einmitt sagan ófagra um erfða- skrá Árna Magnússonar, sem oflítið hefir verið á loft haldið hér heima. Ætti það þó að telj- ast eitt merkasta og mikilvæg- asta málsskjalið í þessu máli á dönskum vettvangi. Auk þessa rennir frásögn Árna styrkum stoðum undir málafærslu Sigurðar Olasonar, hæstaréttarlögmanns, í þætti hans um Erfðaskrá Árna Magnússonar, sem skráður er í bók hans Yfir alda haf, er út kom fyrir jólin (í fyrra.) Þar segir höfundur (S. Ó.) um þessa ritgerð sína: „Upprunalega skrifuð sem svar gegn óvenju illgjörnum blaðaskrifum af hálfu danskra Háskólamanna og undir þeirra nafni.“ Áður en Á. G. E. fjallar nán- ar um þessa ritgerð S. Ó. hrl. tel ég rétt að birta þann þátt rit- gerðar Árna fyrst, sem segir frá mjög athyglisverðri æskuminn- ingu hans á þessum vettvangi: Æskuminning Árna G. Eylands: „Þegar ég var á fermingar- aldri átti ég eitt sinn því láni að fagna að njóta 3—4 mánaða einkakennslu Guðmundar meist ara Þorlákssonar (f. 1852 d. 1910), sem var einn hinna fremstu sérfræðinga í íslenzku — hinni norrænu tungu. í tvo áratugi hafði hann verið styrk- þegi Árnasafns (1877—1896). Og um þær mundir munu ef- laust ekki hafa verið margir ja’fnkunnugir honum um allt það er Árnasafn snertir og hand ritin gömlu. Guðmundur Þorlákssons var hálærður maður og framúrskar- andi kennari, en þekking hans og kunnátta var auðvitað á því stigi, að fremur var við hæfi háskóla-stúdenta en stráklings á mínum aldri. Samt minnist ég ætíð þessara mánaða sem ég naut kennslu hans, — það voru dýrðlegir dagar. Og aldrei mun mér gleymast leiðsögn hans um móðurmálið — íslenzku og ís- landssögu. Þótt ég væri þá of ungur til að njóta til fulls móð- urmálskennslu hans, lærði ég þó að minnsta kosti að bera virðingu fyrir tungu vorri. Og verðmætari árangurs var tæp- lega að vænta á svo fáum mán- uðum. Guðmundur sagði mér oft ýmislegt frá Árnasafni á sinn ljúfa og elskulega hátt. Og mér vöknaði um augu, er hann sagði mér frá Árna Magnússyni og starfi hans, frá eldsvoðanum ör lagaþrungna í Kaupmannahöfn 1728, og hve þá fór mikið for- görðum af óbætanlegum bók- um, hanritum og skjölum. Hann sagði mér einnig frá sjúk- dómi Árna og andláti hans og hinni hneykslanlegu erfðaskrá hans. Guðmundur fullyrti að erfðaskráin hafi verið samin af tveim mönnum frá Kaupinhafn ar Háskóla, án þess að Árni Magnússon hafi þá verið fær um að leggja nokkuð til mál- anna og segja fyrir um hvað í erfðaskránni ætti að standa. Þessir tveir Háskólamenn komu með fullsamda erfða- skrána til Árna Magnússonar, sem lá alveg fyrir dauðanum, aðframkominn og hálf rænu- laus, og svo máttvana að mað- ur sá sem með hinum tveimur var í samsæri þessu, var látinn stjórna hendi hins deyjandi manns til að ná undirskrift hans. Þannig varð Kaupinhafnar Háskóli eigandi allra handrita Árna Magnússonar og annarra eigna hans. Og Háskólinn eign- aðist samtímis miklu meir en þetta. Hann eignaðist einnig mörg handrit og skjöl, sem Árni hafði fengið að láni heima á ís- landi til rannsókna og afritun- ar. Og Guðmundur Þorláksson sagði mér, að mörg þessara plagga væru merkt Sk: (skilist aftur). Og auðvitað hefði Árni Magnússon, hinn nákvæmi og áreiðanlegi maður, aldrei látið sér koma til hugar „með fullu ráði“ að arfleiða aðra óviðkom- andi að handritum eða öðru því sem ekki væri í eigu hans sjálfs. Og Guðmundur fullyrti, að Árni Magnússon hefði ekki haft minnstu vitneskju eða hugmynd um hvað hann undirritaði, eða réttara sagt: maður sá sem stjórnaði hendi hans á bana- beði... .“. Þessa sögu hefir Á. G. Ey- lands birt Norðmönnum í víð- lesnu blaði, sem óefað hefir einnig borizt til Danmerkur. Er harla ólíklegt að þess verði ekki getið á þeim vettvangi hand- ritamalsins, sem nu liggur fyrir. Helgi Valtýsson. (Framh. í næsta blaði) Jónas Þorbergsson: LJÓS YFIR LANDAMÆRIN. Ára- tuga kynni höfundar af dul- rænum fyrirbærum. Spíritis- minn og trúarbrögöin. — Sctberg 1965. Árið 1963 kom út eftir sama höfund bókin: Líf er að loknu þessu, og fjallaði hún aðallega um miðilsstarf Hafsteins Björns sonar um tuttugu og fimm ára skeið. í þessari bók skýrir höf- undurinn frá reynslu sinni af dulrænum fyrirbrigðum á breið ara grundvelli og rökræðir þýð- ingu þeirra og afstöðu til kirkj- unnar. í formála kemst hann þannig að orði: „Um mörg undanfarin ár hef ur sótt á huga minn löngun til að skilja eftir, að mér látnum, vitnisburð um kynni mín af spíritismanum og fögnuði mín- um vegna þeirrar vissu, sem hann hefur veitt mér um fram- líf allra manna og endurfundi ástvina eftir líkamsdauðann. Þessi bók mín er tilraun í þá átt. Mér hefur þótt sem ég skuld aði þessa þjónustu „mikilvæg- asta málinu í heimi", frumherj- um spíritismans hér á landi, Einari H. Kvaran, Haraldi Níels syni og öllum þeim miðlum, sem af elskusemi sinni eljusemi og fórnfýsi hafa veitt mér hlutdeild í þessum fögnuði.“ Bókin skiptist í þrjá megin- kafla. Fyrsti kaflinn fjallar um reim leika og ýmislegt þeim viðkom- andi. Þar er stórmerkileg frá- sögn af reimleikunum að Fljóts- hólum 1945, þar sem heilu draugafélagi er sundrað fyrir starfsemi miðla. Stendur sú saga jafnfætis því bezta sem sagt er af reimleikum í Þjóð- sögum Jóns Árnasonar og af- skiptum galdramanna af þeim. Þessir draugar voru Sunnlend- ingar, sem fóru í hópum um landið og gerðu skráveifur, unz farið var að grennslast um upp- runa þeirra og nöfn, og vanda um við þá. Þá gufa þeir upp og sjá að sér. Því að reyndar voru þetta ekkert ákaflega illa inn- rættir draugar, heldur van-' þroskaðar og villtar sálir, sem flökkuðu um jarðarsviðið með- an þeir þekktu ekkert annað betra, og vildu þá láta eitthvað að sér kveða. Annar kaflinn fjallar um reynslu höfundar hjá nokkrum miðlum og segir þar mest af líkamningamiðlinum Einari Nielsen og fyrirbrigðum hjá honum, svo og ljósmyndamiðl- inum William Hope, auk ís- lenzkra miðla. Ef til væru svo miklir „vísindamenn", að hægt væri að fá þá til að líta á svona löguð fyrirbæri og rannsaka þau, mundi heimsskoðun þeirra taka miklum stakkaskiptum. En allt of margir eru verri en hinn vantrúaði Tómas. Þeir vilja hvorki sjá eða þreifa á, en þykjast samt geta dæmt um fyr irbrigðin, blindir af kreddum. Loks er í þriðja kaflanum lýst heimsmynd spíritismans og far- ið þar að nokkru eftir ritum Arthurs Findlays um trúarleg viðhorf mannkynsins frá upp- hafi vega, en hann er einn mik- ilvirkasti og skeleggasti rithöf- undur spíritista á seinni árum. Telja þeir, að ýmsai' fornar kennisetningar risnar af van- þekkingu og trúarofstæki kirkju leiðtoga horfinna alda séu of Séra BENJAMÍN skrifar iim bækur þröngar og grimmúðugar í eðli sínu til að fá staðizt yfirsýn nýrrar þekkingar og siðgæðis- kenndar. Náttúrleg trúarbrögð risin af rannsóknum og aukinni þekkingu muni því ryðja sér til rúms og þoka úr vegi eldgöml- um „yfirnáttúrlegum“ hug- myndum og heilaspuna. Allar hugmyndir um „yfirnáttúrlega“ og sérstaka opinberun kirkju- kenninganna sé ekki annað en meinloka og hugarfóstur van- þekkingarinnar. Allt, sem er í alheimi, sé náttúrlegt, og það sem hefur gerzt það getur gerzt aftur. Engin ástæða til að ætla, að andar og englar hafi birzt mönnum frekar í fornöld en nú í dag. Þegar trúarbrögðin eru gerð að kreddu, sem misvitrir menn hafa tekið saman endur fyrir löngu og síðan hefur verið valdboðin af pólitískum ástæð- um af einhverjum herkonung- um, þá er hætt við að þau geti staðnað í höfðum grannviturra manna, orðið að hljómandi málmi og klingjandi bjöllu, sem enginn tekur lengur mark á. Guðfræðileg kerfi hljóta að líða undir lok, eins og önnur fræðikerfi. En fyrirbrigði lík þeim, sem öll trúarbrögð eru sprottin frá, eru stöðugt að ger- ast, og það er hlutverk nútíma- manna að gera sér skynsamlega grein fyrir þeim. Hins vegar ber á það að líta, að dulræn reynsla mannkynsins hefur á öllum öldum og í mörgum trú- arbrögðum bent til líkrar nið- NÚ Á að halda einskonar um- ferðaviku á Akureyri. Því ber að fagna þótt svo vilji nú til, að þetta er loks ákveðið þegar snjór er kominn og tæpur mán- uður til jóla. En snjórinn færir ýmis umferðamerki í kaf og tor veldar leiðbeiningar í sjálfri um ferðinni. Tíminn er því óheppi- lega valinn, en umræðum og fræðslu í umferðarmálum ber engu að síður að fagna, og ætti það að vera ljúf skylda almenn- ings að stuðla að bættri umferð á allan hátt og taka vel hverri viðleitni, sem leitt getur til auk- innar umferðarmenningar. Mörgum finnst hlutur dóms- málaráðherra bágborinn orðinn urstöðu; Að mennirnir séu gæddii' ódauðlegri sál. Að einn sé guð og faðir allra, að kæi'- leikurinn sé leiðin til andlegs þroska. Spíritisminn trúir öllu þessu. Hann er því ekki í neinu ósam- ræmi við meginkenningar Ki'isís, og meðal sálrænna manna gerast nú á tímum lík fyrii-bæi'i og í frumkristninni: tungutal og andlegar lækning- ar. Eitthvað á þessa leið er máls- vörn Jónasar Þorbergssonar fyr ir spíritismann og er hún flutt af postullegum krafti og rök- vísi. Sumir kirkjunnar menn hafa veitzt allhai't að spíritisman- um, sem þeir telja annaðhvort hreina geggjun eða djöfulæði. Kirkjan hefur líka gott af að fá gagnrýni frá gáfuðum mönn- um. Það er talað um, að kirkj- urnar séu að tæmast. Skyldi það ekki stundum stafa af því, að við prestai'nir erum andlegir eintrjáningar, sem litla þekk- ingu höfum á því málefni, sem við erum að tala um? Ég er ekki í nokkrum efa um, að þeg- ar þeir tímar koma, að prestar hafa frá einhverjum tíðindum að segja í andlegum efnum, sem byggist á þekkingu þeirra sjálfra og skilningi, þá munu kirkjurnar fyllast aftur. Bók Jónasar er skemmtileg og athyglisvei'ð. Hafi hann þökk fyrir sinn vitnisburð. Elinborg Lárusdóttir: SVIP- MYNDIR. Smásögur. Skugg- sjá 1965. Fyrir sjö árum kom út smá- sagnasafn eftir frú Elinborgu Lárusdóttur: Leikur örlaganna, sem vakti verðskuldaða athygli. Ein saga úr því safni vann verð- laun í alheimskeppni og kom út í World Prize Stories í London. Síðan reit hún mikla ættarsögu í fjórum bindum, sem heitir: Horfnar kynslóðir, sem varð mjög vinsæl meðal íslenzkx'a lesenda, og nú kemur nýtt bindi af smásögum frá hennar hendi, sem vinum hennar og velunnur- um mun vei'ða kærkomið. Það í Hafnarfjarðarmálinu, svo vart geti hann öllu aumari verið, enda hai'ðlega mótmælt úr öll- um pólitískum áttum. Hinn nýi sýslumaðui', sem sagt er að hafi fengið lofoi'ð fyrir veitingunni tímanlega í sumar, og e. t. v. tímanlega í sumai', og talinn vel hæfur maður, vii'ðist ekki komið, að taka við embættinu. Einn er sá maður, sem orðið hefur sér til athlægis um land allt í sambandi við þetta mál, en það er Páll Kolka læknir. Hann ruddist fram á í'itvöllinn, haldinn mikilli pólitískri trú, og úrskui'ðaði alla hina óánægðu menn vanheila á geðsmunum! Morgunbláðið var svo óheppið heitir: Svipmyndir, og er það nafn vel til fundið. Þetta ei'U 12 smásögui’, þar sem ljósi er brugðið yfir atburði og örlög fólks frá ýmsum tímum og úr ýmsum stéttum þjóðfélagsins. Skáldkonan lítur skyggnum augum í margar áttir og hefur söguefnin hvarvetna á takteini, En einkum er henni það lagið að bregða upp svipmyndum úr lífi einstæðinga og umkomu- leysingja, eins og t. d. er gert í sögunni af Rakel í niðurlagi bókax'innai', fái'áðlingnum, sem eignast baim sem faðirinn sver fyrii'. Viðbi'ögðum hennar og tilfinningum er lýst af mikilli samúð og skilningi. Sögui-nar eru yfii'leitt teknar beint úr daglega lífinu. Þær gætu hafa gerzt í dag eða í gær. En það er íslenzkt fólk, sem vei'ið er að lýsa. Og það er gei't á góðu og gildu sveitamáli, eng- in tili'aun til nokkurra stíl- bi-agða eða tilgerðar. Elinborg hefur orðið vinsæll rithöfundur vegna þekkingar sinnar á íslenzku alþýðufólki. Hún hii'ðir lítt um að klæða sögupersónur sínar í tízkuföt. Þær koma til dyranna eins og þær eru klæddar. En þetta er mannkostafólk inni við beinið, einnig þeir, sem breyzkir eru og lent hafa á öndverðum meið við lögin, eða hrjáðir eru mein- legum öi'lögum. Hún er gædd mikilli samúð, og samúðin er það, sem gerir menn skyggna á það góða og fagra, sem leynist í hverri mannssál. Vegna þessara hæfileika tekst Elinboi'gu að ski'ifa góðar sög- ui’, sem lengi verða lesnar. Benjamín Kristjánsson. Nýjar bækur frá Bóka- útgáfunni Fróða Dulskynjanir og dulreynsla — eftir Dr. Luisa E. Rhine. Séra Sveinn Víkingur íslenzkaði. — Bók þessi fjallar um dulræn fyr irbæri og dulhæfileika manns- sálarinnar. Þar er rætt um fjar- hrif og drauma, sýnii', forspár og fyrirboða, sem margir kann- ast við af eigin reynd. Höfundurinn, dr. Luisa E. (Fi-amhald á blaðsíðu 2.) að gei'a hans orð að sínum í leiðax'a. „Slæmir menn“ hafa nú rifjað upp rúmlega 30 ára gamlan at- burð, þar sem Kolka lék ekki ósvipað hlutvei'k. Þá ferðaðist liann og predikaði af sínum landskunna ræðumannskrafti og í krafti læknavísindanna einnig, að Jónas frá Hriflu væri geð- veikur oi’ðinn! Hið nýja geð- veikibrígzl hins aldraða skurð- læknis, Páls Kolka, er sem bet- ur fer aðeins einum manni til minnkunnar — honum sjálfum, og svo nokkrum grunnfærum blaðamönnum hjá Mbl., sem tóku boðskap hans fyrir góða vöru og gerðu að sínum. Q< Afmæliskveðja ÁTTRÆÐISAFMÆLI átti 25. þ. m. Benedikt Kristjánsson fyri'- um bóndi á Hólmavaði í Aðal- dal. Kona hans, Jónasína Hall- dórsdóttir, átti sjötugsafmæli rúmum mánuði fyrr eða 15. október sl. Gullbrúðkaup áttu þau hjónin 1. ágúst í sumar. Oll þessi markisafmæli gefa ástæðu íil að minnast opinbex'- lega þessara merku og vinsælu hjóna. Þau hófu búskap á Hólma- vaði áðið 1915. Sú jörð var þá í'íkiseign, en 1920 festu þau kaup á jörðinni og réðust þá jafnframt í byggingu íbúðai'- húss úr steinsteypu. Það var með fyi'stu steinsteypuhúsum, sem byggð voru í sveitinni. Eftir jarðakaup og byggingar framkvæmdir áttu þau um skeið við fjái'hagsörðuleika að stríðá, enda óáran í öllu fjái'mála- og viðskiptalífi á fyrri hluta bú- skapartíma þeirra. En með frá- bærum dugnaði og hagsýni tókst þeim að rétta við fjárhag sinn og gera stórfelldar um- bætur á jörð sinni. Ái’ið 1924 var byggt samkomu hús fyrir Aðaldælahrepp á Hólmavaði og gáfu hjónin þá TÚmgóða lóð undir það í útjaðri túnsins. -Gerðist þá oft gest kvæmt hjá þeim í sambandi við samkomur alls konar. Verður lengi minnzt í sveitinn og víðar fyrirgreiðslu, vinsemd og rausn þeii'ra við gesti á öllum árstím- um. Meðan Laxá var vetrarvegur framdalamanna í austurhluta Suðui’-Þingeyjarsýslu, þegar hún var ísi lögð, lá Hólmavað í þjóðbraut, þar sem bærinn stendur örskammt frá ánni. Var þar því hentugur gististaður fyr ir ferðamenn. Ekki var þá óalgengt, að heim ilisfólk gengi úr rúmum fyrir gestum og vekti við að þurrka vosklæði þeirra. Suðfé var rek- ið saman í húsum, svo þröngt sem verða mátti, til þess að koma inn hestum ferðamanna. Beini var veittur þeim, sem þess þurftu með, og var gjald ekki tekið fyrir nema þá til mála- mynda, ef ekki varð undan komizt. Það, sem hæst var metið og lengst verður minnst af þeim, sem gestrisni nutu hjá þeim Jónasínu og Benedikt á Hólma- vaði, var alúð þeirra og ánægju legur heimilisbragui', hjónin greind, skemmtin og hlý í við- móti, svo sem hinir aðkomnu tilheyrðu fjölskyldunni. Umkomuleysingjar áttu sér víst athvarf á Hólmavaði, og voru hjónin mörgum þeirra sem móðir og faðir. Benedikt átti margs konar viðskipti við Laxá, enda nábúi hennar frá bei-nsku. Þau við- skipti voru flest honum í hag. Hann var slyngur veiðimaður og áin oft gjöful á veiðifang. Hon- um var óblandin nautn að ná- býlinu við ána, hún var honum augnayndi, og niður hennar lét ljúflega í eyru.rn hans. Benedikt var hinn leiknasti stangveiðimaður meðan hann þoldi að fara með veiðistöng. Hann er landskunnur meðal stangveiðimanna, kastlag hans þótti sérkennilegt og fagurt, og veiðilagni með afbrigðum. Laxá hefur einnig reynt á þrek hans og þolgæði, við ádrátt fyrr á árum, svo og við ferju yfir ána við erfið skilyxði og oft- ast lítil laun eða engin. Jónasína hefur og átt heima á bökkum Laxár frá fyrstu bernsku til þessa dags, lengst af á Knútsstöðum og Hólmavaði. Þannig hefur líf hjónanna beggja verið nátengt þessari líf- æð dalsins. Þau eiga því láni að fagna í elli sinni að búa á bökkum henn ar, sjá geisla dagsins glampa á straumnum og sofna við nið hennar í sátt við allt og alla. Þau geta glaðzt yfir miklu og velheppnuðu ævistarfi, þau eiga mörg og myndarleg börn og barnaböi'n, þau hafa á löngum starfsferli sáð ástúð og hjálp- semi, og uppskera nú á ævi- hausti þakklátan vinahug, virð- ingu og árnaðaróskir allra sem hafa umgengizt þau. Sveitungi. - Fjársöínun til barna (Fi-amhald af blaðsíðu 8). viljum í verki hjálpa þeim sem eiga um sái't að binda. Anna Sigurðardóttir, Bryndís Schram, Hrönn Aðalsteinsdótt- ir, Sigríður Eiríksdóttir, Sólveig Einarsdóttir. Hér á Akui-eyx'i annast Akur eyrardeild MFIK söfnunina. í stjórn deildarinnar eru: Sig- ríður Þorsteinsdóttir, Guðrún Kristj ánsdóttir, Þórhalla Steins- dóttir (Litla-Garði), Kristbjörg Gestsdóttii', Ragnheiður Dóra Ái-nadóttir, Gunnur Júlíusdótt- ii'.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.