Dagur - 01.12.1965, Page 1

Dagur - 01.12.1965, Page 1
axminster gólfteppi annað ekki EINIR H.F HAFNAHSTHÆTI 61 . SÍMI 115 36 XLVIII. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 1. des. 1965 — 89. tbl. HAFNARSTEÆTI 81 . SÍMI 115 36 Fullkomin ölgerð sett á stofn á Akurevri Mun hefja framleiðslu sína á næsta ári STJÓRN SANA H.F. á Akur- *eyri bauð í gær fréttamönnum á sinn fund og tilkynnti, í til- •efni af fréttum í sunnanblöðum Tim fyrirhugaða ölverksmiðju ,-syðra, að hér á Akureyri væri fullkomm ölgerð í undirbúningi hjá Sana h.f. með aðstoð dansks fyrirtækis kennt við Alfreð •Jörgensen. í fréttatilkynningu um þetta ■efni segir stjórn Sana h.f. m. a.: „Málið er komið á lokastig og hefur firmað Alfred Jörgensen A/S, Kaupmannahöfn, tekið að sér að reisa fyrirhugaða ölgerð, útvega allar vélar og tæki, sem eru þau nýjustu og fullkomn- ustu, sem þekkist á heimsmark- aðinum í dag. Enda hafa um- bjóðendur okkar mjög mikla reynslu í þessum málum og við- urkenndir sem ágætir sérfræð- (Framhald á blaðsíðu 2.) Lágu í sæluhúsi á Fjarðarheiði 'Seyðisfirði 30. nóv. Við erum búnir að vera því nær mjólkur- lausir í allt að viku tíma. Leið- ir lokuðust og enginn snjóbíll tiltækur. Tveir menn brutust þó á ýtu héðan og voru 13 klst. til Egilsstaða. Þá var vitlaust veður á Fjarðarheiði. í baka- leiðinni fóru þeir í sælukofa til að hvíla sig og höfðu ýtuna í hægagangi á meðan. Er þeir lomu út, var ýtan ekki lengur í gangi og hreyfillinn neitaði ■algerlega. Þrjú þúsund lítrar af mjólk voru á ýtusleðanum. Mennirnir máttu dvelja í kof- anum á annan sólarhring, en höfðu símasamband og leið ekki illa. Lagði nú önnur jarðýta upp á Fjarðarheiði frá Seyðisfirði, en komst ekki á ákvörðunarstað. í gær fór Helgi vegaverkstjóri frá Egilsstöðum gangandi upp á Fjarðarheiði og yfir. Hann kom ýtunni í gang hjá þeim félögum í sælukofanum. Var nú haldið til Seyðisfjarðar. í það sinn komst ýtan og blessuð mjólkin langleiðina, en strand'aði í Efri- Stöfum, en mennirnir komust í (Framhald á blaðsíðu 2.) Andapollurhin á Akureyri. (Ljósm.: E. D.)í S$5Í$ÍSÍ555S55$555555555$S55$$55555$5555555555555$555Í555555$5555«55S5555535S55SS555555555555555555Í5S55555I Nýlt húsnæði Keuplélags Húnvefninga tekið í notkun fyrir Iielgi og þykir vandað KAUPFÉLAG Húnvetninga á Blönduósi tók hið nýja og glæsi lega verzlunar- og skrifstofuhús sitt í notkun fyrir síðustu helgi. Nýll leilarskip lyrir síldveiðillotann Veiðiflotinn og síldarkaupendur greiði stofn- kostnaðinn, sem er áætlaður um 30 miiljónir _Á AÐALFUNDI LÍÚ var ein- lóma samþykkt eftirfarandi til- laga, sem flutt var af fulltrúum Útvegsmannafélags Eyjafjarðar •og nágrennis: Aðalfundur LÍÚ haldinn í Reykjavík 25—27. nóv. 1965 "bendir á, að starfsaðstaða Jak- •obs Jakobssonar fiskifræðings, við stjórn síldarleitarinnar er á •engan hátt viðunandi vegna vöntunar á hentugu skipi. Þar sem ekki liggur fyrir að hið opinbera hafi tryggt fé til kaupa á hentugu síldarleitarskipi, þá samþykkir fundurinn að fela stjói-n samtakanna að vinna að því, að fjár verði aflað til kaupa á nýju skipi, sem afhent verði hinu opinbera til rekstrar. Skip ið verði byggt eftir fyrirsögn Jakobs Jakobssonar. Fjárins verði aflað með því, að tekið A NORÐURLANDI voru vegir flestir illfærir en sumir ófærir með öllu í gær. En byrjað var að ryðja snjó af þeim, enda breytt um veður. □ verði af aflaverðmæti síld- veiðiflotans, og kaupendur síld- arinnar greiði jafnhátt framlag og útvegsmenn og sjómenn. Fundurinn felur stjóm LÍÚ að vinna að því að fá samstöðu hjá samtökum sjómanna og síld arkaupenda um þetta mál, og að því fengnu óski hún eftir því við ríkisstjórn og Alþingi, að lög verði sett um innheimtu á andvirði skipsins, en það gjald standi þó eigi lengur en þar til (Framhald á blaðsíðu 5) BRÁÐUM KOMÁ SKÁTAR LANDSMENN bregðast jafn an vel við þegar til þeirra er leitað fyrir einhverja þó, sem bágt eiga, jafnvel þótt þeir bágstöddu séu á öðrum heimshornum. En jafnframt verðum við að líta okkur nær. Hér á Akureyri er efna hagur góður og við sjáum hvorki hungruð börn eða klæðlítið fólk, og ekki held- ur ónothæf íbúðarhreysi. Samt eru til þau heimili, sem hjálpar þarnast vegna fá- tæktar, veikinda og af öðr- um ástæðum. Og meðal okk- ar eru líka einstaklingar, t. d. einstæðar mæður, sem eru skuggamegin og þarf að reíta hjálparhönd. En þetta fólk á flest það stolt að auglýsa ekki vandræði sín. Eins og fyrirfarandi ár m u n Mæðrastyrksnefnd hefia peninga- og fatasöfnun einhvern næstu daga til hjálp ar bégstöddu fólki í bænum. Skátar ganga fyrir hennar hönd fyrir hvers manns dyr af þessu tilefni. Með þá síaðreynd í huga, að hjálpar er þörf, og hún mim vera meiri en flestir áiíta, má ætla að bæjarbúar bregðist vel við eins og jafn- an áður. Það stendur norðan Blöndu á góðri lóð við hliðina á félags- heimilinu, og verður þar fram- tíðarrekstur kaupfélagsins. Grunnflötur byggingarinnar er 1193 fermetrar. Þar af eru 360 fermetrar á tveimur hæð- um, en alls er byggingin 5700 rúmmetrar. Efri hæð er ekki tilbúin til notkunar, en kapp verður lagt á að fullgera hana eins fljótt og kostur er. Á neðri hæð, sem nú hefur verið tekin í notkun, eru tvær aðal-verzlunardeildir, annars- vegar nýlenduvörudeild og kjöt búð og búsáhalda- og vefnaðar- vörudeild, ásamt ritfangadeild. í kaupfélagshúsinu eru sænsk ar innréttingar frá sænsku sam- vinnufyrirtæki, sem Ólafur Sverrisson kaupfélagsstjó'ri og arkitekt frá SÍS völdu ytra eftir langa leit og samanburð á slík- um vörum. Þetta eru mjög álit- legar innréttingar og sýnast mjög vandaðar einnig. Á efri hæð verða skrifstofur, fundarherbergi o. fl. Síðdegis á föstudaginn hafði kaupfélagið boð inni, þar sem mættir voru þeir, sem að fram- kvæmdum þessum hafa unnið, auk framkvæmdastjóra félags- stjórnar, fasts starfsfólks og fleiri gesta, samtals um 200 manns. Voru þar margar ræður fluttar og árnaðaróskir fram bornar. Meðal gesta var fram- kvæmdastjóri Iðnaðardeildar SÍS, Harry O. Frederiksen og Páll H. Jónsson forstöðumaður Fræðsludeildar og ritstjóri Sam- vinnunnar. Flutti Harry sér- stakar kveðjur og árnaðaróskir SÍS. Teiknistofa SÍS teiknaði hús- ið. Yfirsmiður er Einar Evens- (Framhald á blaðsíðu 2.) FÉ TEKIÐ Á GJÖF Á GRÍMSSTÖÐUM Grímsstöðum 30. nóv. Hríðar- veður hefur verið hér meira en í viku. Snjór er dálítill og frost mikil öðru hverju. Vörubílar fóru hér síðast um á fimmtu- daginn. í dag verður farið héðan á jeppa til Mývatnssveitar og póstur sóttur. Fé er komið á hús, en eitt- hvað vantar enn af fé, sem ekki er þó óttast um, því hörkuveð- ur hafa hér engin verið. Bændur voru sæmilega undir veturinn búnir, hvað hey snert- ir. K. S. Bændaklúbbsfundur VERÐUR a» Hótel K. E. A. mánudagskvöldið 6. desember, og hefst kl. 9 e. h. Rætt verður að þessu sinni um sauðf járrækt. Helgi Haraldsson fjárræktar- maður frá Hrafnkelsstöðum í Hrunamannahreppi flytur inn- gangserindi. Helgi hefur, sem kunnugt er, rekið sauðfjárrækt- arbú á Hrafnkelsstöðum um langt skeið og mun erindi hans fyrst og fremst fjalla um fóðr- im og kynbætur sauðfjár. □

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.