Dagur - 08.12.1965, Blaðsíða 5

Dagur - 08.12.1965, Blaðsíða 5
4 5 -----— X Skrifstoíur, Hafnarstræti 90, Akureyri Súnar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. Nýja skjaldborgin ALÞJÓÐ, hefur orðið vitni að rang- látari embættisveitingu í Hafnarfirði en dæmi eru til og hefur meira verið um það rætt og ritað en flest anriað af því tagi. Mótmælin hafa dunið yfir úr öllum áttum og dómsmálaráð- herra flúði, sem frægt er, af.jMMtli á Alþingi Jjegar málið var j>ar til um- ræðu. Það vekur sérstaka athýgli, a3 ráðherrar Aljjýðuflokksins skuli hafa verið svo freklega óvirtir af samráð- herrum sínum, sem hér er raun á. Nærri má geta, að Guðm. I. Guð- mundssyni, fyrrv. utanríkisráðherra, hafi lilotið að vera }>að áhugamál, að ekki yrði níðzt á Jieim manni, sem gegnt hafði fyrir hann embætti í nál. heilan áratug og á þann hátt að bæði embættinu og ráðherranum var sæmd að, og að hann hafi ætlað flokksmönnum sínum í ríkisstjórn- inni að sjá um að hlutur hins setta embættismanns yrði ekki fyrir borð borinn. En eftir }jví sem þeir segja sjálfir voru orð Jjeirra að engu höfð í þessu máli, og Jjað láta Jieir sér lynda. Sjálfstæðismennirnir í ríkisstjórn- inni vita vel, að embættisveitingin í Hafnarfirði mælist illa fyrir. En Jjeim er það að skapi að láta sjá hver völdin hefur á stjórnarheimilinu. Embættisveitingin er liður í áður gerðri áætlun um einskonar sýslu- mannaskjaldborg Sjálfstæðisflokks- ins. Sú skjaldborg hefur stækkað ört í dómsmálaráðherratíð Bjarna Ben. og Jóh. Hafsteins. Frá embættistíð Jjessara ráðherra sitja nú Sjálfstæðis- menn sem bæjarfógetar og sýslumenn í Jjessum umdæmum: Mýra- og Borg- arfjarðarsýslu, Snæfellsness- og Hnappadalssýslu, Dalasýslu, Barða- strandarsýslu, Húnavatnssýslu, Norð- ur-Múlasýslu og Seyðisfirði, Suður- Múlasýslu, Neskaupstað, Skaftafells- sýslu, Vestmannaeyjum, Kópavogi, Keflavík og nú síðast í Hafnarfirði og Gullbringu- og Kjósarsýslu. Um næstu áramót verður skipaðúfc nýr bæjarfógeti á Siglufirði. Flestir af nefndum skjaldborgar-sýslumöriniítn eru J>egar komnir í framboð fyrir Sjálfstæðisflokkinn og sumir vara- Jjingmenn en aðrir framarlega í flokkssamtökum Sjálfstæðismanna í umdæmum sínum. Engum dettur í hug, að hér sé um tilviljun að ræða og enn síður að aðrir hafi ekki fund- izt hæfir til starfanna. Hér er vitandi vits unnið að settu marki. Fyrrum treysti danska stjórnin mjög á emb- ættismenn sína hér á landi í pólitísk- um átökum. Hin nýja sýsluntanna- skjaldborg íhaklsins hér á landi á ef- laust að gegna svipuðu hlutverki. Gremasafn eftir Snæbjöm Jónsson. Reykjavík 1965. „Það er kallað til mín frá Seír: Vökumaður, hvað líður nóttinni?" Þannig kemst spá- maðurinn að orði. En allir þeir, sem andleg störf vinna, heyra við og við þessi hróp frá Seír, landinu, sem enginn veit hvar er, og þeim er skipað að tala, ella væru þeir ekki vökumenn. Einn af slíkum mönnum er Snæbjörn Jónsson. Þetta er þriðja ritgerðabók hans, sem ég hef nú handa milli. Lokasjóður beitir hún, og höfundurinn tel- ur :að þessi muni verða sín síð- asta bók. Sú hugsun fyllir mig . ó.ypdi, því að alltaf er það gam- . ap/bæði fyrir augun og andann að handleika bók, sem Snæ- björn hefur ritað og gefið út. Allar eru þær fallegar og hafa —margvíslég umhugsunarefni að -flytja lesendum sínum. Ekki er mikið til af þeim bók- um hér á landi, sem Englend- ingar kalla Essays en Guðmund ur Finnbogason kallaði Hugan- ir. Og það er ekki laust við að sumir haldi, að slíkar bækur séu leiðinlegar. En því fer fjarri. Þá verða til mestir dýrgripir and- ans, þegar vitið og snilligáfa um málfar og stíl vinna saman, hvort heldur er í skáldritum eða ritgerðum. Fám er skáldgáfan gefin í ríkum mæli með andríki. En ýmsir eru gæddir góðum gáfum og eru nægilega mikil skáld til að eiga ímyndunarafl og geta komið því harmkvæla- laust á pappírinn, sem þeir vilja segja. Þessir menn eru oft frjó- ir og hugkvæmir rithöfundar, sjá kost og löst á mönnum og málefnum. Og ef þeir eru góð- viljaðir hugsjónamenn, eru þeir salt jarðar. Ritgerðir þeirra vekja og eggja til skilnings, hvort sem menn eru með þeim eða móti. Þær drepa Iognmoll- unni á dreif, skapa hreint og bjart veður. Þannig er ávallt í kringum Snæbjörn Jónsson. Snæbjörn hefur oft á sinni löngu ævi deilt á ýmislegt, sem honum hefur þótt miður fara með þjóð vorri. Sumum finnst slíkir menn vera óþolandi nöldr unarseggir og halda, að skallar þeirra séu fullir upp úlfúðar. En stundum er sá meiri vinur, sem til vamms segir. Og ekki þarf að djúpt að leggjast í ritgerðir Snæbjarnar til að finna að á umvöndunarsemi hans býr: eínlæg góðvild. Hann vill sórha þjóðar sinnar sem mest- an.' Og það er í fullu samræmi við hans hlýju og heilsteyptu lund, tryggð hans og drengskap. Enda er svo langt frá því, að ritgerðir hans séu eintómt nöld- ur, að langoftast skrifar hann af því að hann hrífst af ein- hverju, sem honum þykir fal- legt eða eftirbreytnisvert, hvort heldur er í bókmenntum eða* fari samferðamannanna. Mikið af þessari bók er t. d. manna- minni, hlýjar greinar, frjóar og víðskyggnar. En það sem gerir greinarnar svo sérstaklega hugþekkar til lesturs er að þær eru fullar af alls konar fróðleik, hugsun og marmviti. Höfundurinn hefur kynnzt svo mörgum mönnum og málefnum á lífsleiðinni, að ég álít, að klassisk menntun hans standi langtum dýpri rótum en Séra BENjAMÍN skrifar nm bækur margra, sem langskólagengnir eru. Hann er einn af þeim, sem verið hefur að læra alla sína ævi. S.næbjörn hefur verið einn af vökumönnum þjóðar sinnar og þeytt lúðurinn ákaft, þegar honum hefur þótt mikils við þurfa til að vara við, eða hvetja til þess, sem giftusamlegra er. Oft hefur honum eflaust fundizt hróp sín týnast út í veður og vind, og fáir gefa orðum sínum gaum. Lík er reynsla allra, sem gegna kallinu frá Seír. En hver var það, sem orti um örina? Enginn veit upp af hverju sáð- korninu sprettur. Líklega væri ekki hægt að hrella Snæbjörn meir en segja honum, að hann sé prestur að upplagi. Samt er þetta satt. Hér er þó ekki átt við þá tegund- ina, sem er af páfagauksættinni. því að slíkir prestar eru trú- lausir, þvert ofan í það, sem margir halda. Hann er af þeirri ættinni, sem andinn ónáðar öðru hverju og eru svo barna- legir að vera einlægir og reyna að segja satt. En fyrir þess kon- ar þjónsstarf þarf enginn að vænta sér skilnings eða upp- hefðar, annarrar en á krossi. Það var hrækt framan í Frels- arann og Jesaja sagaður sund- ur. Benjamín Kristjánsson. MERKIR ISLENDINGAR nýr flokkur, sem Jón Guðna- son fyrrv. skjalavörður bjó til prentunar, er nýkomin bók hjá Bókfellsútgáfunni h.f. í Reykjavík. Hér er um að ræða stóra bók, 336 bls. og fjallar um 12 merka menn og eftir ýmsa höfunda. Þeir eru þessir: Jón Ögmunds- son helgi, Þormóður Torfason sagnaritari, Jónas Hallgrímsson skáld, Oddgeir Stephensen deild arforseti, Skúli Gíslason pró- fastur, Gunnar Gunnarsson pró fastur, Jón Þorkelsson þjóð- skjalavörður, Þorvaldur Jakobs son prestur, Jón Helgason biskup, Guðmundur Hannesson prófessor, Þorsteinn Gíslason rit stjóri og Björn Bjarnason frá Viðfirði. Myndir fylgja af þeim, sem um er ritað. í bók þeirri, er hér um ræðir og þeim sem á undan eru komn ar í þessum bókaflokki, er mik- il fróðleiksnáma. Fylgjur og fyrirboðar eftir Sigurð Haralz er ein af nýju bókunum frá Bókfellsútgáfunni. Hún fjallar, eins og nafnið bend ir til, um dulræn efni, drauma, sýnir og hverskonar einkenni- lega fyrirburði, sem höfundur- inn segist hafa reynt sjálfur. Ennfremur er frásögn af viður- eign hans við Bakkus. Alls skiptist bókin, sem er 190 bls., í 179 stutta kafla. Hér er snert á ýmsu efni, sem fjölmargt venju- legt fólk hefur einhverja reynslu af, en talar oftast lítið um, og er dulræns efnis. Oftast er frásögnin stutt og mjög skýr. Ef til vill er baráttan við of- drykkjuna merkasti hluti bók- ar þessarar og mætti verða mörgum til umhugsunar. Vísnabók Káins er ein af Bók fellsútgáfubókum og ritar Tóm- as Guðmundsson formála. Kristján Níels Jónsson eða Ká- inn fæddist á Akureyri 7. apríl 1860 en fluttist til Ameríku 18 ára gamall og dvaldi þar síðan, lengst af í Dakota. Ekki þarf að kynna hið sérstæða skáld, svo kunnur er hann af kveðskap sínum. Að honum látnum safn- aði dr. Richard Beck kvæðum hans og stökum og var þetta gefið út undir nafninu „Kvið- lingar og kvæði“ af Bókfellsút- gáfunni árið 1945, en aldarfjórð ungi fyrr hafði Káinn sjálfur gefið út Kviðlinga. Þessar bæk- ur eru löngu ófáanlegar og var því tími kominn til að bæta úr því. Er það nú myndarlega gert og mun vera í þökk fjölmargra Ijóðavina. Vísnabók Káins er yfir 200 blaðsíður og í henni 200 vísur og kvæði. Ferðabók efir Ólaf Olavíus er enn ein Bókfellsútgáfubók þýdd af Steindóri Steindórssyni frá Hlöðum. Þetta er II. bindi og hefst a lysingu a Vaðlasýslu síðan er Þingeyjarsýslum lýst °g Múlasýslu. Lýst er lands- högum, svo sem landbúnaði og sjávarútvegi, siglingum og veiðiskap. Þá eru sérstakir kafl- ar um náttúrufræði og fornleif- ar, skyrsla um brennisteinsnám ur eftir Ole Henschel og lýsing á nokkrum surtarbrandslögum eftir Christian Ziener. Ferðabók þessi er frá 1775— 1777 og er að öllu leyti hin merkilegasta. Hún er á fjórða hundrað blaðsiður og vel úr garði gerð að ytra útliti. DANSKAR HANNYRÐAVÖRUR nýkomnar: KLUKKUSTRENGIR RYAPÚÐAR JÓLAREFLAR JÓLASTRENGIR JÓLASVUNTUR BAKKABÖND o. fl. Verzlunin DYNGJA Hafnarstræti 92 ALFRÆÐASAFN AB Nýr bókaflokkur á vegum Almenna bókafél. Á UNDANFÖRNUM árum hef- ur Almenna bókafélagið gefið út bókaflokkinn Lönd og þjóð- ir, þar sem einstök lönd, íbúar þeirra og landshættir, hafa ver- ið kynntir íslenzkum lesendum með aðgengilegum texta og fjölda mynda. Hafa þessar bæk ur verið gefnar út í samvinnu við 12 bókaútgefendur í ýmsum Evrópulöndum, en frumútgef- andi bókanna er Time-Life. Hefur þessi alþjóðlega sam- vinna gert kleift að ráðast í þessa útgáfu á íslenzku, en al- þjóðleg útgáfusamvinna sem þessi færist nú mjög í vöxt, þeg ar um er að ræða vönduð verk eða bókaflokka, sem einstökum útgefendum mundi annars um megn að gefa út í takmörkuðu upplagi. Nú þessa dagana er nýr bóka- flokkur að hefja göngu sína hjá Almenna bókafélaginu, og nefn ist hann ALFRÆÐASAFN AB. Þessar bækur eru gerðar með sama hætti og Landabækurnar, en eru þó stærri og efnismeiri en þær, og farið inn á ný svið og kynntar ýmsar greinar tækni og vísinda. Eru allar þessar bæk ur þannig úr garði gerðar að hinn almenni lesandi geti haft af þeim full not, og það jafnvel þó verið sé að segja frá flókn- ustu og nýjustu uppfinningum nútímans. Þessi nýbreytni, sem hófst með útgáfu Landabókanna, hef ur notið óvenjumikilla vin- sælda, og er nú svo komið, að þrátt fyrir að upplag þeirra hafi verið stórt á mælikvarða ís- lenzkra útgefenda þá eru 6 af þeim 12 bókum um lönd og þjóðir, sem út hafa komið þeg- ar uppseldar og hinar á þrotum. I hinum nýja bókaflokki, AL- FRÆÐASAFNI AB, er fjallað um vísindaleg og tæknileg efni. Fjallar hver bók um afmarkað svið, og einkum þau, þar sem vísindaleg þekking hefur auk- izt hvað mest á undanförnum árum, en að sjálfsögðu er ekki hægt að gera efni af þessu tagi full skil án þess að jafnframt sé gerð grein fyrir tengslum við aðrar fræðigreinar og um þær fjallað. Er með þessum bókum stefnt að því, að gefa lesendum nýja innsýn í þessa þekkingar- heima á tímum þar sem hver ný uppgötvun rekur aðra, og að þeir fái jafnframt tækifæri til að kynnast starfi og lífi vísinda- manna sem vinna að þessum mikilvægu verkefnum. Hefur einmitt á þessum þekkingarsvið um verið skortur á aðgengileg- um ritum á íslenzku, þar sem leikmönnum gæfist kostur á að afla s?r grundvallarþekkingar um ýmis atriði, sem fyrir fáum áratugum eða árum, voru al- menningi þýðingarlítil og fjar- læg, en hafa í dag sívaxandi þýðingu fyrir hvert mannsbarn. Er það ætlun AB, að AL- FRÆÐASAFNIÐ bæti hér að nokkru úr miklum skorti fræði bóka og gefi íslenzkum lesend- um tækifæri til að kynnast stór stígum framförum á ýmsum sviðum. Má ætla, að þessar bæk ur séu sérstaklega fengur ungu fólki, sem mun verða að hag- nýta sér þessa auknu þekkingu í sivaxandi mæli í framtíðinni. Er þegar ráðið að gefa út 10 bækur í þessum bókaflokki og verða tvær þær fyrstu á ís- lenzkum bókamarkaði fyrir jól. Eru það bækurnar FRUMAN og MANNSLÍKAMINN. FRUMAN er þýdd af dr. Sturlu Friðrikssyni, jurtaerfða- fræðingi. Gerir hún ýtarlega grein fyrir frumunni, grund- vallareiningu alls lífs á jörðinni. Sagt er frá því, hvernig hún starfar sem sjálfstæð eining, og einnig hvernig hún með öðrum frumum myndar vefi og líffæri og verður hluti af því lífkerfi, sem við nefnum plöntu eða lík- ama. Nákvæm athugun á því, hvernig frumurnar afla sér nær ingar, hvernig þeim fjölgar og hvernig þær verjast árásum fel- ur í sér hina vísindalegu við- leitni til að lengja lífið og verj- ast sjúkdómum. MANNSLÍKAMINN er þýdd af læknunum Guðjóni Jóhannes syni og Páli V. G. Kolka. í þess- ari bók getur lesandinn kannað furður mannslíkamans. Hann kynnist líffærunum, líffæra- kerfum, beinagrindinni, skiln- ingarvitunum, efnasamsetning- unni og hvernig þetta allt vinn- ur saman. Lesandinn kynnist einnig lögmálum fjölgunarinn- ar, og erfðanna og svar má finna við því af hverju við erum ung og verðum gömul. Auk þessara tveggja bóka er ákveðin útgáfa á eftirfarandi bókum: KÖNNUN GEIMSINS, MANN SHU GURINN, VÍS- INDAMAÐURINN, VEÐUR, HREYSTI OG SJÚKDÓMAR, STÆRÐFRÆÐIN, EFNIÐ, FLUGIÐ. Hverri bók fylgir ýtarleg atriðaorðaskrá til að auðvelda uppflettingu á einstökum atrið- um. Ritstjóri hinnar íslenzku út- gáfu Alfræðasafnsins er Jón Ey- þórsson, veðurfræðingur. HÚN ANTÓNÍA MÍN Almenna bókafélagið hefur sent frá sér skáldsöguna Hún Antónía mín og er það septem- berbók félagsins. Hún Antónía mín eftir banda- rísku skáldkonuna Willa Cather kom fyrst út árið 1918 og vakti þá þegar mikla athygli, og var á næstu árum þýdd á fjölmörg tungumál. Á síðari árum hefur hún verið endurútgefin í fjölda landa og öðlast sess meðal klassiskra skáldsagna — en kemur nú út í fyrsta sinni í ís- lenzkri útgáfu. Viðfangsefni Willa Cather í þessari bók er saga landnem- anna í Nebraskaríki í Banda- ríkjunum, barátta þeirra sigrar og sorgir. Skeður sagan laust fyrn- síðustu aldamót, einmitt á svipuðum tíma og fjöldi íslend- inga flytzt búferlum vestur um haf. Sögupersónurnar eru inn- flytjendur frá Norðurlöndum og frá Bæheimi í Tékkóslóvakíu. Aðalpersónur sögunnar eru Antónía og Jón Burden, ungl- ingar af ólíkum stofni og frá- brugðnu umhverfi. Segir sagan frá æskuparadís þeirra og rek- ur síðan feril þeirra til ólíks hlutskiptis. Willa Cather er talin standa í fremstu röð skáldsagnahöf- unda í Bandaríkjunum á fyrri hluta 20. aldarinnar. Hugstæð- asta viðfangsefni hennar var barátta landnemans, lýsingin á harðrétti hans og erfiðleikum við að skapa nýjan heim. Willa Cather lézt í New York árið 1947. Séra Friðrik A. Friðriksson hefur íslenzkað bókina, sem er 330 bls. að stærð. Bókin er prentuð í Prentsmiðju Hafnar- fjarðar h.f., en bundin í Félags- bókbandinu h.f. Kápu og titil- síðu hefur Kristín Þorkelsdótt- ir teiknað. - ÁVARP (Framhald af blaðsíðu 1.) Á hverri viku ferst um þús- und manns á þjóðbrautum Bandaríkjanna, en 35 þúsundir slasast. Þetta eru geigvænlegar tölur, þótt um stórveldi sé að ræða. Mest af þessu böli mætti fyrir- byggja. Við erum fá hér á landi, en nægilega mörg til þess að þola sár og fella tár. Ef við athuguð- um skaðræðisverk áfengisneyzl unnar aðeins s. 1. sumar, kom- umst við ekki hjá að skilja, að hún veitti mörgum djúp sár og þjóðinni mikinn skaða. — Og nú eru jólin framundan. Höldum nú áfengislaus jól, góðir landsmenn. Þeir menn, sem ekki geta far ið með áfengi, án þess að skaðá sig og sína nánustu á einhvern hátt, eiga umfram allt að úti- loka áfengið. Eigingirni veitir engum manni hamingju, en að auka á ánægju og gleði ann- arra, það veitir hamingju og frið. Þeir hinir, sem geta með- höndlað áfenga drykki, án þess að skaða sýnilega sig og sína, eiga einnig a ðhalda áfengislaus jól og gefa þar með börnum sínum og öllum, sem þeir um- gangast, hið æskilega fordæmi. Enginn getur verið blindur gagnvart því tjóni, sem áfengis- neyzlan veldur þjóðinni og mörgu heimili. Því ekki binda endi á allt þetta sjálfskapaða böl? Slíkt er ekki mikil fórn, en myndi veita mikla farsæld og blessun. Leiðin er auðveld. Ekkert annað en gleyma áfengu drykkj unum. Við höfum nægilegt af gæðum lífsins til að gleðjast yfir. — Höldum því áfengislaus jól, og við munum hrósa sigri á eftir. Stjóm landssambandsins. JÓLAMERKI Franitíðarinnar fást á pósthúsinu. Ágóðinn rennur í elliheimilissjóð fé- lagsins. Munið einnig minn- ingarspjöld félagsins, en þau fást í verzl. Skemman. - STÓRIÐJA (Framhald af blaðsíou 1.) virkjun reynast fleipur eitt. IVIeð útlendu fjármagni á að skapa nýja sogdælu og hana svo stórvirka að um munar, suður við Faxaflóa. Ekki þarf að efa, að íslendingar hefðu, eins og Norðmenn, getað ráðið staðsetningu slíks fyrirtækis, ef í það var ráðizt. En til þess hef- ur ríkisstjórnina og þá sem að henni standa, skort vil.a eða manndóm, nema hvorttveggja sé. Það virðist nú vera ætlun ríkisstjórnarinnar að friða Norð- lendinga með því að stofna framkvæmdasjóð strjálbýlisins, sem svo er nefndur. En mjög mikið fjármagn þarf þar til að koma, ef sjóður sá á að hamla á móti hinni nýju sogdælu syðra, þegar það er jafnframt haft í huga, að klipið er samtím- is af öllum ríkisframlögum til verklegra framkvæmda, t. d. hafna, vega, rafvæðingar og skóla. Þess er að sjálfsögðu vænzt, að hin nýja sogdæla ráði, á sinn hátt, bót á atvinnu- leysi, sem vart hefur verið á sumum stöðum norðanlands. Margir munu nú minnast þess, að Magnús Jónsson fjár- málaráðherra gaf í skyn hér í blaðinu fyrir einu eða tveimur árum, að hann hefði á hendi „tromp“ það, er duga myndi til að tryggja stórvirkjun og iðju- ver á Norðurlandi, ef til kæmi. Mun nú ekki seinna vænna, að ráðherrann spili út „trompi“ þessu. □ - BÆNDAFUNDUR (Framhald af blaðsíðu 8.) fæddust þroskamikil, þó fleira þyrfti til að koma til að fá væn sláturlömb. Síðan ræddi Helgi um vetrarfóðrun ánna og lagði áherzlu á, að féð mætti ekki leggja af fyrrihluta vetrar. Með því að fóðra ærnar mjög vel mánuð fyrir burð, væri í raun og veru verið að lengja vaxtar- tímann, hliðstætt því að láta kartöflur spíra inni í húsi áður en þær væru settar niður. Þá vék ræðurmaður að því, að fyrrum hefðu Reykjavíkur- blöðin auglýst „norðlenzkt dilka kjöt“, sem hið eina og sanna, en nú væri fjárræktin syðra komin á hærra stig en þá var. Stefnt væri að því syðra, að láta tvílembur ganga á uppþurrk- uðu landi og að einhverju leyti á ræktuðu landi einnig, enda væri ekki síður ástæða til þéss en láta kýr ganga á túnum. Frummælandi sagði frá heim sókn sinni að Lundi við Akur- ey1'!, og spáði því, að kynbóta- hrútamir þar myndu geta bætt fjárstofninn hér um slóðir veru- lega. Hér er á fátt eitt drepið úr ræðu Helga Haraldssonar. Að henni lokinni hófust umræður, sem stóðu fram yfir miðnætti. Voru þar m. a. ræddar stefnur í sauðfjárrækt, svo sem um há- fætta féð og það lágfætta, sem oft hafa verið á dagskrá, enn- fremur kosti og galla þeirra fjárstofna, sem kenndir eru við Þingeyj arsýslu og Vestfirði. □ LÁRA PÁLÍNA JÓNSDÓTTIR húsfreyja að Dæli, Sæ mundarhlíð, Skagafirði. Fædd 31. júlí 1903, dáin 3. nóvember 1965. ; Vertu blessuð, elsku amma mín. Við ylinn drottins vermist sálin þín. Minningarnar mun ég geyma vel. Ég man þitt bros og varma hugarþel. Hinzta kveðja til ömmu frá nöfnu á Akureyri. Nú ertu horfin elsku amma mín svo aldrei framar, strýkur höndin þín. Einnig farið blíða brosið þitt. Hér birtist, nafna, kveðju Ijóðið mitt. - NÝR SKÓLI FYRIR SJÚKRALIÐA (Framhald af blaðsíðu 8). Hvar er kennt og hverjir kenna? Það má segja, að kennsía fari fram á öllum sjúkradeildúm' sjúkrahússins og taka allar okk ar hj úkrunarkonur þátt í henni. Við erum tvær, sem kennum bókleg fög og verklegar hjúkr- unaræfingar, en að öðru leyti starfa nemendur á deildunum undir eftirliti hjúkrunar- kvenna. Við tókum eina stofu á III. hæð, sem notuð var til geymslu á rúmum og öðrum sjúkragögnum og breyttum henni í kennslustofu. Þar er að vísu þröngt, en hjá okkur er alls staðar þröngt, svo að það er í samræmi við annað — en‘ vonandi stendur það tií bóta. Þar fer fram kennsla í hjúkrun arfræði, líffæra- og lífeðlis- fræði, heilsufræði og siðfræði. Þeir tímar eru rúmlega 80 aíls, en námskeiðið stendur yfir í 8 mánuði, og verður því þessi fyrsti hópur okkar búinn í maí- lok. Hver verða réttindi og skyldur sjúkraliða? Sjúkraliðar munu vinna hin einfaldari hjúkrunarstörf og sjá um ræstingu á umhverfi sjúk- lings undir stjórn hjúkruhár- kvenna. Þeim verður óheimilt að stunda sjálfstæð' hjúkrunar- störf. Laun munu þéir taka samkvæmt launalögum; :i:Í5pÚÍÍ«ÍB: TIL SÖLU: 5 tonna Thames Trader vörubifreið með vélsturtum, árg 1963. Vel með farin. Uppl. í síimu 1-11-67. Menntaskólapiltur óskar eftir einhvers konar VINNU í jólafríinu. Uppl. í síma 1-13-03. Hvernig er svo hægt að þekkja þetta nýja hjálparfólk frá venju legum hjúkrunarkonum? Sjúkraliðar munu fá sinn sér staka klæðnað eða búning —■ það er að vísu ekki fullgengið frá honum enn, en verður gert , áður en fyrstu hóparnir ljúka námi. Er þessi fyrsti hópur álitlegur? Já. Þetta eru ánægjulegar stúlkur, glaðlegar og góðar, á aldrinum 17—24 ára. Líta hjúkrunarkonur hina nýju stétt hornauga? Því ættum við að gera það? Þetta verða samherjar okkar en ekki keppinautar. Stétt, sem ætti að auðvelda okkur erfitt og umfangsmikið starf og vinna með okkur að bættri þjónustu fyrir þá sjúku. Það er ósk okkar og von, að í þessa nýju stétt veljist gott fólk — góðir menn og góðar konur — að það verði farsælt í námi og starfi og hljóti viðun- andi kjör og starfsskilyrði, seg- ir frk. Ingibjörg Magnúsdóttir yfirhjúkrunarkona að lokum og þakkar blaðið upplýsingamar. RJÚPNASKYTTU Allt ráp og rjúpnadrá hér með bannað í lar eign minni í Vaðiah Jón Haraldsson, Flóru. R! p er idar- eiði. ÞRÍLIT BLEYÐA í óskilum í Norðurgötu 36. ^ rV ' lí S GÍTAR TIL SÖLU Er til sýnis eftir kl. átta á kvöldin í Ránargötu 28. Sími 1-28-24. TIL SÖLU. Tvenn skíði og skór, skautar og skór. Uppl. í síma 1-20-79.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.