Dagur - 17.12.1965, Síða 4

Dagur - 17.12.1965, Síða 4
4 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-llGG og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. BÚRFELLSVIRKJUN OG ALUMINIUMVERKSMÍÐJA Á MIÐVIKUDAGINN flutti Jó- hann Hafstein iðnaðarmálaráðherra skýrslu stjórnarinnar á Alþingi um aluminiummálið. Við það tækifæri gerði Éysteinn Jónsson formaður Framsóknarflokksins grein fyrir af- stöðu flokksins og sagði m. a.: Það liggur óvéfengjanlega fyrir, að hægt er að virkja myndarlega við Búrfell í Þjórsá án þess að alumínver komi til. Slík virkjun mundi gefa hagkvæmt raforkuverð og verða upp- haf og undirstaða frekari stórvirkj- ana síðar. Hún er framkvæmd, sem er þjóðinni mjög vel viðráðanleg, og sízt meira átak en Sogsvirkjanirnar voru á sinni tíð, þegar á allt er litið, en það hefur ætíð verið þýðingar- mikið grundvallaratriði í þessu máli, hvort myndarleg og hagkvæm lausn á raforkumálum landsins væri kom- in undir byggingu alumínvers. Nú er sýnt, að svo er ekki. Það hefur engar undirtektir feng- ið að staðsetja alumínverið þannig, að það gæti stuðlað að jafnvægi í byggð landsins, en haldið fast við staðsetningu, sem hlyti að auka byggðavandamálið mjög frá því, sem nú er, og er það þó þegar eitt alvar- legasta vandamál þjóðarinnar. Ólíkt hagstæðara hefði vérið, ef stóriðja hefði getað hjálpað til að leysa þennan vanda í stað þess að auka hann. Meðal höfuðeinkenna efnahagslífs ins um þessar mundir eru óðaverð- bólga, dýrtíðarflóð, ofþensla og vinnuaflsskortur. Er það vaxandi vandamál að sinna atvinnurekstri ís- lendinga sjálfra og aukningu hans í framkvæmd nauðsynlegustu þjón- ustuframkvæmdum svo sem skóliun, sjúkrahúsum, samgönguframkvæmd- um, svo dæmi séu nefnd. Enginn vottur er stefnubreytingar til að ráða fram úr þessum vanda, enda er það óhugsandi nema með því að taka upp nýja stefnu í efnahagsmálum, atvinnu- og fjárfestingarmálum. En nú er farið að ráðgera fullum fetum innflutning erlends verkafólks til byggingar verksmiðjunnar og einnig til reksturs, ef svo ber uhdir, og gert ráð fyrir að veita hinu er- lenda fyrirtæki rétt til slíks innflutn- ings. Þessar ráðagerðir færa málið allt á nýtt stig og með þeim er tekin uj)p ný stefna, sem ekki hefur einu sinni verið rædd fyrr. Ef inn á þessa braut verður farið, er það upphaf þess, að innfluttu erlendu einkafjár- magni fylgi einnig erlent verkafólk, og er örðugt að sjá, hvar ætti að fóta sig, verði inn á þá braut lagt. (Framhald á bls. 7.) Gœttu barna þinna FÉLAGSBÆKUR Menningar- sjcðs og Þjóðvinafélagsins hafa borizt blaðinu, en þær eru þess ar: Almanak 1906, Andvari, 1. hefti árgangsins 1965, Mannkyn ið — menningarþjóðir — eftir Ólaf Hansson og Sigurður í Yztafelli og samtíðarnienn eftir Jón Sigurðsson. Þetía er 92. árgangur Alman- aksins og mjög með sama sniði og áður. Almanakið sjálft er gert af dr. Trausta Einarssyni, prófessor, og Þorsteini Sæ- mundssyni, dr. phil., og er nokk uð fyllra og vandaðra en áður. Meðal annars er þar stutt grein um gervitungl. Varla hafa þeir Sehellerup prófessor og Jón Sig urðsson, sem sömdu fyrsta al- manak Þjóðvinafélagsins 1875, látið sig dreyma um, að slíkt efni mundi nokkru sinni komast á síður þessarar vísindalegu handbókar. En sennilega sjáum við ekki skýrar fram eftir ár- unum en þessir tveir heiðurs- menn. Annað efni Almanaksins er fyrst og fremst Árbók ís- lands 1964 eftir Ólaf Hansson. í fyrsta liefti Andvara þessa árgangs eru ýmsar góðar grein- ar, m. a. tvær um Shakespeare eftir Svein Einarsson, leikhús- stjóra, og Harald Björnsson. Greinar þessar hafa sennilega verið ritaðar til þess að minnast 400 ára afmælis hins brezka skálds, en það var fyrir hálfu öðru ári síðan. Grein Sigurðar Einarssonar um Einar Bene- diktsson og kvæðið Sólarlag er sennilega einnig rituð af tilefni 100 ára afmælis Einars, sem var fyrir rúmu ári síðan. Þótt margt gott megi segja um Andvara, er þetta seinlæti á útkomu hans Menningarsjóði til lítils sóma. Gæti Menningarsjóður ekki bætt ráð sitt og gert Andvara að góðu ársfjórðungsriti um bók menntir og menningarmál? Það hlýtur að vera unnt að fá ein- hvern ungan menntamann, góð- an og traustan, til þess að veita ritinu forstöðu og lyfta því til nýs vegs og nýrrar virðingar í íslenzkri menningarsögu. Bók Ólafs Hanssonar um Menningarþjóðir er síðari hluti 23. bindis ritverksins Lönd og lýðir. Fyrri hlutinn kom út fyr- ir nokkrum árum og fjallaði um frumstæðar þjóðir. Þetta nýja bindi er 247 bls. í nokkuð stóru broti og prýtt mörgum góðum myndum. Bókin er yfirlitsrit um ýmsa veigamikla þætti þjóð fræði og menningarsögu og hefur feiknamikinn fróðleik að geyma, þótt stiklað sé á stóru, enda víðátta efnisins óskapleg, svo að vægt sé til orða tekið. Ritið er prentað í Alþýðuprent- smiðjunni og frágangur þess virðist góður. V Bók Jóns bónda í Yztafelli um föður sinn og samtíðarmenn hans er prentuð í Prentverki Odds Björnssonar li.f. hér á Ak- ureyri og er 287 síður í venju- legu átta blaða brotí og er prýdd nokkrum myndum. Rit þetta segir ævisögu Sig- urðar Jónssonar, bónda í Yzta- felli, alþingismanns og ráðherra. Sigurður var einnig einn af helztu brautryðjendum sam- vinnustefnunnar á íslandi, einn af stofnendum Kaupfélags Þing eyinga, einn af stofnendum Sambands ísl. samvinnufélaga, einn af stofnendum Framsókn- arflokksins og fyrsti ráðherra hans, atvinnumálaráðherra í ráðuneyti Jóns Magnússonar 1917. Sigurður var einnig einn af helztu hvatamönnum flestra félagslegra og menningarlegra „morgunverka11 í Þingeyjar- sýslu á áratugunum kringum aldamótin. Allt þetta rekur Jóns Sigurðs son í bók sinni, sem er, eins og nafnið bendir líka til, talsvert meira en ævisaga einstaklings. Nafnaskráin telur víst á áttunda hundrað mannanafna, og þótt sumum þessara manna bregði fyrir í bókinni aðeins í svip, kemur fjöldi þeirra mikið við sögu. Sigurður í Yztafelli var aldrei einförull og saga hans því engin einliða-saga. Heimildir Jóns eru margvís- legar, þeirra á meðal ýmis skjöl og reikningar, fundargerðabæk- ur, samtímafrásagnir blaða og tímarita og, síðast en ekki sízt, dagbækur og endurminningar föður hans. Hefur hann fellt talsvert af því efni inn í frá- sögn sína. Eykur þetta enn heimildagildi bókarinnar, en til hennar mun áreiðanlega verða leitað fanga, þegar saga alda- mótaáranna verður rituð. í bókarauka ritar Jónas Jóns- son frá Hriflu um ráðherrastörf Sigurðar í Yztafelli og Sigurður Kristjánsson, fyrrum alþingis- maður, um húsfreyjuna í Yzta- felli, Kristbjörgu Marteinsdótt- ur. Vonandi verða tök á því að minnast þessarar merku bókar betur síðar. Gestur Pálsson. Ævi og verk. Svo nefnist mikil bók, í tveim úr stórurn bindum, alls rúmar 700 síður, sem .Sveinn Skorri Höskuldsson, lektor í Uppsöl- um hefur ritað, en Menningar- sjóður gefið út. Þetta mikla verk er ævisaga Gests Pálssonar og bókmenntakönnun á verkum hans, ekki með öllu ósvipuð í sniðum og anda og hin merka bók Steingríms J. Þorsteinsson ar, prófessors, um Jón Thor- oddsen. Höfundur hefur tínt til, eða öllu heldur grafið upp, all- ar fáanlegar staðreyndir um Gest, merkar og ómerkar, um rit hans, ritunartíma þeirra varðveizlu og prentanir, viðtök- ur þeirra og dóma um þau. Þá ritar hann langt mál um blaða- mennsku Gests og fyrirlestra, um innlendan efnivið sagna hans, um erlend áhrif á skoð- anir og lífsviðhorf Gests, á stíl hans og tjáningarform og um stöðu skáldsins í íslenzkum bók menntum. Loks gerir höfundur talsvert víðtæka könnun á efnis tökum Gests Pálssonar, orðfæri hans og rithætti, list hans og lífsskoðun. Að baki bókarinnar hlýtur að liggja óhemjuleg vinna, því að allt verkið virðist borið uppi af samvizkusemi og flausturslausri nákvæmni, jafn- vel þeirri hæfilegri smásmygli, sem er stimpill hins sanna fræðimanns. Margir munu rita um Gest Pálsson og skáldskap hans á komandi tímum, og það frá mörgum hliðum og á margan hátt. Dómarnir um hann munu breytast eftir því, hvernig vind- urinn blæs á hverjum tíma. En lesandi þessarar bókar freistast til að halda, að það verk, sem lagt hefur verið í liana, verði varla unnið aftur, þurfi varla að vinna aftur, þó að engin mannanna verk standi um aldir alda. Ævisaga Tryggva Gunnarssonar Fyrir réttum tíu árum síðan gaf Menningarsjóður út 1. bindi af ævisögu Tryggva Gunnars- sonar eftir Þorkel heitinn Jó- hannesson, prófessor. Hann var svo um það bil hálfnaður með 2. bindi verksins, þegar hann féll frá haustið 1960. Nú hefur ungur sagnfræðingur í Reykja- vík, Bergsteinn Jónsson lokið þessu bindi og Menningarsjóð- ui’ gefið það út. Þetta er mikil bók, 546 síður, auk mynda. Tímabil það, sem hér er fjallað um, er þó varla meira en ára- tugurinn 1868—1878. Tryggvi dó ekki fyrr en 1917, svo að enn er hér mikla mörk að erja. Efni þessa bindis er auðvitað meira en bein ævisaga Tryggva. Það er fyrst og fremst saga Gránufélagsins, og þess vegna fróðleikur kærkominn Norð- lendingum, ekki sízt Eyfirðing- um (sem hingað til hafa starfað ötullegar að kúm sínum en hér- aðssögu). Vonandi á Bergsteinn Jóns- son eftir að koma þesSu megin- verki heilu í höfn. Þá mun ekki aðeins Tryggva Gunnarssyni hafa verið reistur mikill varði og óbrotgjarn, heldur einnig ís- lendingum gefið eitt af hinum fyrstu fræðilegu ritum um ís- lenzka hagsögu, þessum mikil- væga þætti íslandssögunnar, sem fremur fáir höfðu sinnt fyrr en Þorkell Jóhannesson hóf ævistarf sitt og fræðilega könnun hagsögunnar. Fráfall hans, sem enn var á góðum aldri, í fullu fjöri og fullu starfi, var íslenzkri sagnfræði mikil ógæfa. f svipinn virtist hún næst um óbætanleg. En ungir menn munu reisa merki hans og lyfta því að nýju. í bókaflokknum Smábækur Menningarsjcbs er nýkomið smásagnasafn eftir Einar Kristj- ánsson, húsvörð hjá J3arnaskóla Akureyrar. Nefnist það Blóm afþökkuð, 90 síður að stærð, í hinu skemmtilega broti og með fallegu útliti þessa bókaflokks. Kjartan Guðjónsson hefur teikn að nokkrar myndir í bókina, en hún flytur átta smásögur. Það er Einari Kristjánssyni ánægjuleg viðurkenning, að sög ur 'hans skuli koma út í þessum fallega bólcaflokki. / Þá hefur Menningarsjóður gefið út kvæðabók eftir Jón úr Vör. Nefnist hún Maurildaskóg- ur. Flytur nún yfir 50 smáljóð, og er lúdega allt að helmingur þeirra þýðinga úr sænsku. Bók- in ei' prentuð í Prentsmiðju Hafnarfjarðar, en Hörður Ágústsson hefur annazt um út- lit hennar. Hlutur hans í bók- inni er alveg með ágætum.. í öllu sínu hnitmiðaða látleysi er þetta ein af fallegustu bókum haustsins að sjá og hafa milli handa. Við tökum hér eitt'af kvæð- um bókarinnar traustataki. Það heitir Akureyri. Mjúkum höndum hefur morgunregnið strokið rykið af túnum og þökum þessarar fallegu borgar. Nú speglar hún sig snöggvast í sólfáðum polli,- lítil stúlka. Ætlar hún suður? Vaðlaheiðin brosir, ennþá dálítið þingeysk. (Framhald af blaðsíðu 8.) starfi hlið við hlið, má segja, að sjónvarpsmálið verði orðið al- vaylegra vandamál en nokkru sinni fyrr. Islenzka sjónvarpið, sem koma á upp með ærnum kostnaði, verður þá raunveru- lega beita fyrir hið bandaríska sjónvarp. Ætla má, að sjónvarps „Það er glæpur að birta nöfn“ Svo sagði fulltrúi í umferðar- deild Reykjavíkurborgar á fundi „umferðarvikunnar" á Akureyri og átti þar við frá- sagnir umferðarslysa. Hann bætti því svo við, að slíkt væri mál blaðanna. Þetta var dálítið snubbótt svar og hefði mátt vera meira hugsað. Það hefur jafnan verið umdeilt atriði að birta í blöðum nöfn þeirra, sem á einn eða annan hátt hafa brot- ið lög og reglur samfélagsins. Nafnbirting getur ekki heyrt undir glæpi, en hún er óhjá- kvæmilega refsing í sjálfu sér, sem sumir telja nauðsynlega, stundum e. t. v. þyngri en refs- ing dómsvaldsins sjálfs. En að þetta sá eingöngu mál blaðanna er alveg fráleitt. í fréttatilkynningum löreglu og dómsvalds er ekki að finna nöfn hinna brotlegu með fáum undantekningum, og ekki ætl- azt til, að tilkynningum sé breytt eða við þær aukið. Hvort nauðsynlegt kann að þykja, að breyta þessu í vissum mála- flokkum, skal ósagt látið. En það er ekki blaðanna að setja um það reglur, heldur dómstól- anna, þar sem nafnbirtingar eru út af fyrir sig allharður dómur. Meðan þessar reglur eru ekki LÖGREGLA bæjarins telur að óleyfileg útivist barna á kvöld- in sé með minna móti í vetur. Gott, ef svo er í raun og veru. Sumir draga það í efa, en fáum mun fært að dæma þar um — nema í sínu umhverfi. En þess- um hættulega ósið, þessu reglu- broti, er þann veg háttað, að í einu hverfi, einni götu, er allt í lagi, en í öðru hverfi þvert á móti. Ekki þarf nema einn gikk- inn í hverja veiðistöð, þá fjölg- ar gjarnan fyrr en varir. Á foreldradaginn, 23. nóv. s.l., átti ég tal við fjölda foreldra, bæði feður og mæður. Þar voru allir sammála um eitt: að erfitt sé að halda börnum sínum inni, þegar jafnaldrar fá að leika laus um hala úti, og í námunda á götunni kveði við af hrópum og ólátum. Og svo fá þau það oft í viðbót, börnin, sem hlýðin eru og inn koma á réttum tíma, að þau séu aumingjar og pelabörn, og mömmur þeirra frekar og ráðríkar kerlingár! Hér er sannarlega snúið við réttu og röngu. Hlýðin börn eru gleði foreldranna og von þjóð- arinnar. Og mæður, sem leitast við að kenna börnum sínum að virða settar reglur og að temja sér góða siði, vinna öllum betur fyrir land sitt og þjóð. — Leið- in til óknytta, afbrota, fangelsa, notendum fjölgi stórlega við til- komu hins íslenzka sjónvarps og þar muni ýmsir bætast í hóp inn, sem ekki mundu vilja fá sjónvarp við núverandi aðstæð- ur. En um leið nær bandaríska stöðin einnig inn á heimili þessa fólks með hina miklu lengri dagskrá sína.“ Q fyrir hendi, hljóta blöðin að hafa þann hátt á, sem nú er, að birta ekki nöfn, umfram þau, sem í útgefnum fréttatilkynn- ingum kunna að vera. Oftlega hafa ýmsir borgarar óskað þess og jafnvel krafizt, að í þessu blaði væru birt nöfn ógæfumanna, öðrum til varnað- ar, og til þess einnig að leysa aðra undan grun um illan verkn að. Af framangreindum ástæð- um getur blaðið ekki orðið við þessum óskum, en mun ekki hliðra sér hjá að fara eftir þeim reglum, sem um slík mál kunna að verða settar. Með línum þessum á að vera fullsvarað tveim bréfum, sem blaðinu bárust um helgina. Sjálf voru bréfin á þann veg rituð, að blaðið óskar ekki að birta þau nafnlaus. Vilji höfund • arnir ljá þeim nafn sitt og standa við það, sem þar er full- yrt, er birtingin heimil. GUNNLAUGUR Þorvaldsson í Torfunesi sendi blaðinu eftir- farandi: „í haust fór ég með dráttarvél mína til aðgerðar á Akureyri. Á meðan ég bexð eftir viðgerð hjá Tryggva Jónssyni, fór ég niður á sláturhús til að spyrjast fyrir um atvinnu. Slát- þ. e. til lifandi dauða, liggur oft um skuggalíf síðkvöldanna, þeg ar öll börn eiga að vera inni og heima. Þess ætti hver móðir og hver faðir að gæta, og láta ekki lítilsháttar auravon eða ómerki lega skemmtun draga sig frá því fyrsta og sjálfsagðasta í fjöl- skyldulííinu, að gæta farsældar barnanna. Fyrir 2—3 tugum ára var enn barizt við lúsina í höfuðstað Norðurlands. Nú virðist óvinur sá að velli lagður, fyrir samein- að átak heimila, skóla og hins opinbera. Sumum fannst þar um óþarfa afskiptasemi að ræða. Áður var líka talið, að lúsin væri manninum nauðsyn- legur fylginautur, eyddi óholl- um vessum úr líkamanum og vísaði sjómanni í hafvillu leið- ina til lands! Oleyfilega útivist á myrkum vetrarkvöldum er sem hin versta lús, sem við þarf alveg að losna, hvað, sem kallað er utan úr myrkrinu og þótt sum- ir telji slíkt óþarfa afskiptasemi, sem um hina fyrri lúsahreinsun. Samtök foreldranna í hverfum og götum væri bezta aðferðin. Kennarinn og lögregluliðið eiga að hjálpa til. Tilkynning frá lög- reglunni, lesin í útvarp öðru hvoru, væri til hjálpar margri móður, sem vill hið rétta í þessu efni, en á við erfið börn að eiga. Lögregluliðið þarf að vera svo vel skipað, að hægt sé að fara um bæinn óumbeðið og líta eftir. Og dugi ekki annað, á að framfylgja ákvæðum og sekta foreldra, sem ekki gæta skyldu .sinnar við börnin og þjóðfélagið í þessu efni. Reyn- um öll saman að ráða bót á þess um vanda. urhússtjórinn vísaði mér í gæru söltunardeildina, en þar stjórn- aði Jón Kristjánsson verki. Hann lagði ríkt á við mig og aðra, að salta vel gærurnar, einkum skæklana, sem vildu verða útundan, annars úldnuðu þeir og skemmdu út frá sér. En við gærusöltunina fór mestur tíminn í að breiða úr skæklun- um og koma í þá salti. Ég gerði þetta eins vel og fyrir mig var lagt, en fór þá um leið að hugsa um það, hvað væri við þetta unnið, þar sem skæklunum væri síðan hent og hafði ég orð á því hvort ekki væri skynsam- legra að skera þá af og fleygja þeim, en fékk engar undirtektir. Næst er þar til máls að taka, að ég fór í vinnu í Skinnaverk- smiðjunni Iðunni. Þar sem ég stend við vinnu mína sé ég hvar verið var að klippa gærur. Þar stóð maður með langa sveðju í hendi og byrjaði hann á því við hverja gæru, að skera af henni skæklana. Varð mér þá á að hlæja og hugsaði ég með mér, að ekki þættu svona vinnu- brögð skynsamleg í sveitinni. Vil ég nú mælast til, að þetta sé tekið til athugunar, a. m. k. hvað snertir þær gærur, sem síðan eru unnar hér í verk- smiðjunni. „RÆKTA BER ÞA MENNÍNGU u Jónas frá Brekknakoti. NÝJAR BÆKUR FRÁ A.B. BREYSKAR ÁSTIR eftir Ósk ar Aðalstein. ÚT ER komin hjá Almenna bókafélaginu ný íslenzk skáld- saga Breyskar ástir eftir Óskar Aðalstein, saga vestan úr fjörð- um. Er þetta októberbók Al- menna bókafélagsins og jafn- framt fyrsta bókin, sem AB gef- ur út eftir Óskar Aðalstein. Breyskar ástir er skáldsaga, sem fjallar um vandamál úr nú- tímanum. Söguhetjan er Jónat- an bóndi í Ytridal, sem hefur yfirgefið mölina og setzt að í dalnum og vill erja jörðina. Hann er vilja og fjörmaður, sem ann gróðri jarðar og tímgun dýra og mannlífs og verst af þráa og þrótti gegn straumi tím- ans, sem ber börn hans burt úr dalnum í hið sívaxandi líf og fjör í þorpinu í næsta firði. Hann er þó enginn búri, og er síður en svo ónæmur fyrir iðandi lífi byltinga og breytinga. í ýmsu nýtur hann alls hins nýja, og er talinn nokkuð veikur fyrir kven legu fjöri og fegurð. Honum reynist örðugt að standast freist ingar þær, sem rnæta honum í sjálfum Bændakastalanum er hann kemur til höfuðstaðarins til að taka þátt í stofnun átt- hagafélags Ytridælinga, sem reyndar hafa fæstir í Ytridal komið. Þá mætir hann freisting- unni í sjálfum Bændakastalan- um, sem hann gistir. f sögunni kemur fyrir mikill fjöldi lífi gæddra persóna, kvenna og kai'la. Breyskar ástir er 213 bls. að stærð, prentuð í Steindórsprenti h.f., en bundin í Félagsbókband inu h.f. Kápu og titilsíðu hefur Kristín Þorkelsdóttir teiknað. Höfundur bókarinnar Óskar Aðalsteinn er fæddur á ísafirði árið 1919. Hann var um skeið aðstoðarbókavörður við Bóka- safn ísafjarðar, og síðar vita- vörður við Hornbjargsvita um þriggja ára skeið. Vitavörður við Galtarvita hefur hann verið síðan 1951. Fyrsta skáldsagan hans, Ljósið í kotinu, kom út á fsafirði árið 1939, en auk skáld- sagna hefur hann skrifað barna- og unglingabækur. MANNSLÍKAMINN, önnur bókin í ALFRÆÐASAFNI AB. SEM kunnugt er hóf Almenna bókafélagið fyrir skömmu síð- an útgáfu á bókaflokki um bæk- ur og vísindi, Alfræðasafn AB. Nefndist fyrsta bókin FRUMAN og var í þýðingu dr. Sturlu Frið rikssonar, erfðafræðings. Önnur bókin í safninu er nú komin út og er það MANNS- LÍKAMINN eftir Alan E. Nourse í þýðingu læknanna Páls V. G. Kolka og Guðjóns Jóhannessonar. í þessari bck getur lesandinn kannað hinar margbreytilegu furður mannslíkamans, sem birt ist m. a. í hinu aðdáanlega sam- ræmi milli einstakra vefja, gerð þeirra og starfi. Bókin segir frá einstökum líffærum, líffærakerf um, beinagrindinni, skilningar- vitunum, efnasamsetningunni og hvernig allt vjnnur saman. Les- andinn kynnist því hvers vegna hann verður veikur, en öðlast heilbrigði á ný, og hann fær svar við því, af hverju við erum ung en verðum gömul, ásamt fjölda annarra hliðstæðra svara. Lesandinn fær einnig að skyggn ast inn í lieim iæknisins og kynnist hlutverki hans og þýð- ingu fyrir samfélagið. Heitir einn af myndaköflum bókarinn- ar, Læknir verður til, og segir frá því, á hverju læknanemi verður að sigrast áður en tak- markinu er náð. Bók þessi er, eins og fyrsta bókin í Alfræðasafni AB, 200 bls. að stærð í stóru broti, og í henni eru ekki færri en 110 myndasíður, þar af rúmlega sjö- tíu prentaðar í fjórum litum. Bókin er sett í Prentsmiðj- unni Odda h.f., textafilmur unn . ar í Litbrá h.f. en bókin prentuð og bundin í Hollandi í samvinnu við fjölda annarra útgefenda í Evrópu. LÝÐIR OG LANDSHAGIR eftir dr. Þorkel Jóhamiesson. Lýðir og landshagir, fyrra bindi, eftir dr. Þorkel heitinn Jóhann- esson, háskólarektor, er komið út hjá Almenna bókafélaginu og er desemberbók félagsins. Er útgáfutími bókarinnar valinn með tilliti til þess, að þann 6. desember hefði dr. Þorkell orð- ið sjötugur. í þessari bók, sem er fyrra bindi, er fjallað um ýmis efni frá ýmsum tímum, en einkum þó þau svið, er dr. Þorkeli ,voru hugstæðust, ýmsa þætti úr hag- sögu og um atvinnuhætti á ís- landi fyrr á tímum. Til dæmis um efni bókarinnar má nefna ritgerð um atvinnuhagi á fs- landi fram um siðaskipti, tvær ritgerðir úr verzlunarsögu ís- lands og önnur um landbúnað á íslandi á árunum 1874—1946. Þá er þar einnig að finna rit- gerð um alþýðumenntun og skólamál á íslandi á 18. öld og önnur urn það, er prentlistin kom fyrst til íslandá. Ennfrem- ur má geta ritgerða um Skaftár elda og annarrar um Pláguna miklu 1402 til 1404, sem venju- lega gengur undir nafninu Svarti dauði. Fleiri þættir skulu ekki taldir hér, en öllum er þeim það sameiginlegt, að um efnið er fjallað af alúð og skarp skyggni trausts sagnfræðings og rithöfundar. Lárus H. Blöndal, bókavörð- ur, hefur búið bókina, sem er 340 bls., til prentunar. Hún er prentuð í Víkingsprenti h.f. og bundin í Félagsbókbandinu h.f. Kápu hefur Torfi Jónsson teikn að. Eins og áður getur kemur bókin út í tilefni af sjötugasta afmælisdegi dr. Þorkels, en hann lézt, sem kunnugt er, þ. 31. október 1960. Dr. Þorkell Jóhannesson vann mikið að ýmsum félagsmálum, og var m. a. einn af stofnendum Almenna bókafélagsins og sat í hók- menntaráði þess frá upphafi. Hann var kjörinn formaður þess í maí 1960 og gegndi því trúnaðarstarfi til dauðadags. TVÖ LEIKRIT og NÓTT í LISSABOX. Almenna bókafélagið hefur sent frá sér Tvö leikrit eftir Jök- ul Jakobsson, og Nótt í Lissabon eftir Erich Maria Remarque. í bókinni Tvö leikrit birtast tvö þeirra leikrita Jökuls Jak- obssonar, sem mesta athygli hafa vakið, Hart í bak og Sjó- Ieiðin til Bagdad. Hefur enginn ungur íslenzkur leikritahöfund- ur fundið jafnmikinn hljóm- grunn hjá íslenzkum áhorfend- um að undanförnu og Jökull Jakobsson. Reykjavíkurlýsing- ar hans, jafnt í sviðsleikjunum Hart í bak og Sjóleiðinni til Bagdad sem í útvarpsleikjunum Gullbrúðkaupi og Afmæli í kirkjugarðinum, eru bráðlifandi hnyttnar og raunsannar, og hafa ekki aðeins aflað höfundi sín- um vinsælda í föðurlandi sínu, heldur og borið nafn hans út fyrir landsteinana. Jökull byrjaði snemma að skrifa og kom fyrsta skáldsaga hans út, þegar hann var aðeins sautján ára. Hann hefur hin slðustu árin ekki fengizt við annan skáldskap en leikritun, og var fyrsta sviðsverk hans Pókók, sem sýnt var hjá Leik- félagi Reykjavíkur 1961. Ári síð ar kom Hart í bak, sem sýnt hefur verið oftar en nokkurt annað íslenzkt leikrit. Síðan , hafa komið þrír einþáttungar og að lokum Sjóleiðin til Bagdad, sem hér birtist. Sveinn Einarsson leikhús- stjóri skrifar inngang að leik- ritunum, sem hann nefnir „Sög- ur úr Vesturbænum“ og fjallar þar um leikritin í bókinni og ber þau saman. Þessi bók er 146 bls. að stærð og að auki skreytt með mynd- um úr báðum leikritunum auk sviðsteikninga. Bókin er prentuð og bundin í Prentsmiðjunni Hólar h.f. Hef- ur Hafsteinn Guðmundsson séð um útlit bókarinnar, en Torfi Jónsson teiknað kápu. Nótt í Lissabon er nóvember- bók AB og er eftir hinn kunna höfund Erich Maria Remarque, en Tómas Guðmundsson hefur þýtt bókina á íslenzku. Höfund- ur bókarinnar gat sér, sem kunn ugt er, heimsfrægð kornungur fyrir skáldsögu sína Tíðinda- laust á vesturvígstöðvununi. Hún fjallar um líf hins óbreytta hermanns í heimsstyrjöldinni fyrri og er talin meðal sígildra skáldsagna í heimsbókmenntun um. Síðan hefur Remarque rit- að fjölda skáldsagna og hefur þessi síðasta bók hans, Nótt í Lissabon, af ýmsum verið talin fremsta verk höfundarins. Nótt í Lissabon fjallar um landflótta fólk í heimsstyrjöld- inni síðarj og baksvið hennar er Evrópa stríðsáranna, hinn hrottalegi heimur ótta og upp- lausnar. Nótt í Lissabon er óvenjuleg saga, í senn fögur og átakanleg, mögnuð ástríðum og (Framhald á blaðsíðu 7.)

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.