Dagur - 05.01.1966, Blaðsíða 2

Dagur - 05.01.1966, Blaðsíða 2
2 Þrjár nýjar David Brcwn dráffarvélar í TILEFNI af því, að David Brown verksmiðjurnar í Bret- landi hafa gert margar athyglis verðar breytingar í dráttavél- um sínum, boðuðu forráðamenn Globus h.f. blaðamenn á sinn fund, til að sýna þeim allar hin- ar þrjár stærðir David Brown dráttarvélanna, og fór sýning þessi fram í anddyri Háskóla- bíós. Þýðingarmestu breytingar á vélunum eru þessar: Vökvakerfið, sem kallað er „Selectamatic", er „standard" útbúnaður með öllum David Brown dráttarvélum. Við erfið- ar og breytilegar aðstæður hef- ur vökvakerfið verið þraut- reynt. „Selectamatic“ vökva- kerfið er mjög einfalt og auð- velt í notkun og byggt upp af fáum hreyfihlutum. Það gefur völ á fjórum mismunandi still- ingum. Hægt er að velja um dýptarstilli, hæðarstilli, þunga- stilli og stilli fyrir átengd vökva tæki. Með einum snerli er stillt á hvert kerfi fyrir sig og síðan stjórnað með venjulegri stjóm- stöng. Tæknilega séð er David Brown „Selectamatic“ vökva- kerfið talið ein mesta framför, síðan vökvakerfi í dráttarvél- um var fyrst tekið í notkun af David Brown árið 1936. Þá má geta þess, að mikil út- litsbreyting hefur orðið á vél- unum. Þær eru nú mjög straum h'nulagaðar, með innbyggðum framljósum í vatnskassahlífinni. Þá hefur- litasamsetningunni verið gjörbreytt. í 30 ár hafa verksmiðjurnar notað rauðan lit á vélarnar, en nú eru þær í beinhvítum lit að mestu, auk þess, sem hluti þeirra er brúnn og rauður. Afl vélanna hefur verið auk- ið eins og að neðan greinir: Gerð 770 er nú 36 hö., var 33. Verð með söluskatti ca. kr. Hl.000.00. Gerð 880 er nú 46 VERÐLAUN ÚR RITHÖFUNDASJÓÐI Á GAMLÁRSDAG hlutu þeir Agnar Þórðarson og Jökull Jakobsson verðlaun úr rithöf- undasjóði Ríkisútvarpsins og við sama tækifæri Karl Ó. Run- ólfsson og Þórarinn Jónsson verðlaun úr tónskáldasjóði Rík- isútvarpsins. Dr. Kristján Eld- jám og Vilhjálmur Þ. Gíslason afhentu verðlaun þessi, sem voru 25 þús. kr. til hvers um sig. GÓÐ AUGLÝSING - GEFUR GÓÐAN ARÐ hö., var 42.5. Verð með sölu- skatti ca. kr. 122.000.00. Gerð 990 er nú 55 hö., var 55. Verð með söluskatti ca. kr. 134.000.00. Vélarnar eru nú allar útbún- ar með öflugri vökvadælum og afl á tengidrifið hefur verið aukið samsvarandi hestaflaorku vélanna. Allar gerðimar eru með tvöföldu tengsli, innbyggð- um lyftulás, fjölhraða aflúttaki, mismunadrifslás, svo og ýms- um öryggisútbúnaði, s. s. ljós- um, öryggishlífum_ handhemli o. fl. Gerð 770 er standard með 12 hraða gírkassa og slíkur kassi er einnig fáanlegur með stærri gerðunum. Þessi 12 hraða gírkassi eykur að sjálfsögðu mikið vinnuhæfni vélanna, sér- staklega í jarðvinnslu við erfið- ar aðstæður. Með öllum vélunum er að •sjálfsögðu fáanleg margs konar hjálpartæki, bæði til notkunar í iðnaðí og landbúnaði, og má þar nefna moksturtæki, sláttu- yélar, loftþjöppu o. m. fl. Eftir að gefin hafði verið hald góð lýsing á þessum fallegu dráttarvélum, snerist rabbið að verksmiðjunni, sem framleiða vélarnar. David Brown er stofn sett 1860 og hefur aðsetur í Huddersfield i Yorkshire, og hafa þær framleitt dráttarvélar um fjölda ára. 80% vélanna er nú flutt út til yfir 100 landa víðs vegar í heiminum. Hingað til lands fóru vélamar fyrst að flytjast fyrir alvöru árið 1964, og fara vinsældir vélanna ört vaxandi hér á landi. Innflytj- andi er Globus h.f. i Reykjavík. Að lokum bentu forráðamenn Globus h.f. blaðamönnum á, að Stofnlánadeild landbúnaðarins lánaði bændum 30% af verð- mæti dráttarvélar og sláttuvél- ar, en nú þyrftu bændur að sækja um slík lán fyrir 15. janúar n.k. í stað 15. marz, eins og áður var. Einnig bentu þeir á, að bændur gætu sent inn láns umsóknir sínar, án þess að ráða við sig áður, hvaða tegund dráttarvélar þeir kaupi. Globus h.f. veitir bændum alla aðstoð í sambandi við lánsumsóknir, sé slíkrar aðstoðar óskað. Um lán Húsnæðismá last jórnar >;• . • -v. •• •**;/ UM MIÐJAN desember-mánuð lauk Húsnæðismfálastjórn lán- veitingum sínum á þessu ári. Höfðu þá lán verið veitt sam- tals að upphæð kr. 283.415.00 til 2555 umsækjanda, auk lána til útrýmingar heilsuspillandi hús- næðis, er námu kr. 20.120.000. Hafa því lánveitingar á árinu numið samtals kr. 303.535.000. Aldrei hefur stofnunin lánað jafn mikið fjármagn til íbúða- bygginga enda tókst nú í fyrsta sinni í sögu hennar að veita öll- um þeim lán/ir áttu fyrirliggj- andi fullgildár umsóknir. Fyrri lánveitingar á þessu ári fóru fram í júní og júlí og voru þá veitt lán samtals að upphæð kr. 74.758.000. Síðari lánveiting ársins fór fram í október-des- ember og nam hún samtals kr. 208.657.000. í lánveitingum þess Um tókst, eins og áður segir, að fullnægja með öllu eftirspurn þeirri eftir lánsfé til íbúðabygg- inga, er lög heimila. Eldri há- markslán, þ. e. 100, 150 og 200 þús. króna lán, voru veitt lán- takendum í einu lagi en núgild- andi hárparksl’án, þ. e. 280 þús. krónur, yefðu/ veitt í tveim hlutum lögum samkværqt. Var fyrri hluti þéss, 140 þús. krón- ur, greiddur nú en sækja ber úm síðari hluta þess fyrir 1. itharz n. k. Fer sú veiting vænt- anlega fram í maí-júní n. k. — Auk veitingu hinna almennu íbúðalána annast Húsnæðis- málastjórn einnig veitingu lána tU sveitarfélaga til útrýmingar heilsuspillandi húsnæðis. Á ár- inu var lánað til þess kr. 20.120.000. Á árinu 1965 tók ný útlána- reglugerð gildi. Eru meginat- riði hennar m. a. þau, að nú skulu menn sækja um lán til stofnunarinnar áður en þeir hefja byggingu eða gera kaup á nýjum íbúðum; þá eru þar ennfremur ákvæði um það, að hér eftir á 1—2 manna fjöl- skylda rétt á láni til byggingar íbúðar, sem er allt að 70 m-, 3—5 manna fjölskylda rétt á láni til byggingar íbúðar, sem er allt að 120 m-, 6—8 manna fjölskylda rétt á láni til bygging ar íbúðar, sem er allt að 135 m-. Ekki má veita lán til byggingar stærri íbúða en 150 m-. — Allt er þetta þó jafnframt háð öðr- um atriðum útlánareglugerðar- innar og eru væntanlegir um- sækjendur því beðnir að kynna sér hana rækilega. (F réttatilkynning) 8LAÐBURÐUR! «Unglingur eða krakki ósk-» «ast til að bera út DAG á« 4 Ytri-Brekkunni. (Þingv. « Ijstr.. Þór.str., Rauðumýri).s> AFGREIÐSLA DAGS | t Sími 1-11-67. » TJÓN AF UMFERÐ ARSLY SUM 250 MILLJ. KR. (Framhald af blaðsíðu 1.) ferðar: í fyrsta lagi að hækka sektir, í öðru lagi að svipta menn ökuleyfi, eftir strangari reglum en nú gilda og í þriðja lagi að breyta almenningsálit- inu. Ráðstefna um þessi mál verð- ur haldin í Reykjavík í þess- um mánuði, þar sem þeir menn verða til kvaddir, sem bezt þekkja við hvað er að stríða í umferðarmálum þjóðarinnar. Vonandi verður sú ráðstefna upphaf að nýju og almennu stórátaki í umferðarmálum. FELLA lieytætlnr Á árinu 1964 létum við prófa hjá Verkfæranefndinni 4 misnmnandi gerðir af heytætlum og varð Fella fyrir valinu. Síðan hafa verið seldar hátt á annað hundrað vélar í allar sýslur landsins og hafa Fella vélarnar reynzt mjög vel bæði hvað styrkleika og vinnugæði snertir. Talið því við eiganda Fella, áður en þér fest- ið kaup á heytætlu. Fella heytætlur eru fáanlegar 4ra og 6 stjörnu. Allir hreylililutir innilokaðir. Engir hjöruljðir. Látið Fella þjóna yður við öflun betra og ódýrara fóðurs. Þeir bændur, sem hyggjast kaupa Fella heytætlur á vetrarverðinu, þurfa að senda pantanir sínar sem allra fyrst. ATH. Sparið um kr. 1.000.00 með því að kaupa á vetr- arverðinu. GLOBUS H.F. Námsflokkar Akureyrar Kennsla hefst mánudaginn 10. janúar í ensku, dönsku, vélritun og myndlist, fáist næg þátttaka, (þ. e. 12—15 í hvern hóp). Innritun fer fram í þessari viku, miðvikudag og föstudag klukkan 6—7 og laugardag kl. 1—5 síðdegis í Geislagötu 5, efstu hæð. Upplýsingar veittar í sírna 1-12-74. Akureyri, 4. jánúar 1966. NÁMSFLOKKAR AKUREYRAR. Jón Sigurgeirsson. Þórarinn Guðmundsson. SKRIFSTOFA FRAMSÓKNARFLOKKSINS HAFNARSTRÆTI 95 SÍMI 211-80 Fyrst um sinn opin alla virka daga, nema laugardaga kl. 2-6 síðdegis. GÍTAREIGENDUR! Gítarsnúrur, 2Vs m og 5 m. Gítarneglur. Gítarklær, rnargar teg. Gítarstrengir, m. teg. frá kr. 7.50 HÖFNER-gítarar pantaðir eftir ósk kaupenda. HOHNER-munnhörpur í úrvali, 12 tegundir HOHNER-orgel, 2ja radda fyrirliggjandi HARALDUR SIGURGEIRSSON, Spítalavegi 15, sími 1-19-15.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.