Dagur - 05.01.1966, Blaðsíða 5

Dagur - 05.01.1966, Blaðsíða 5
4 5 Skrifstofur. Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-1166 og 1-1167 Riístjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAYÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. Framtíðar- viðliorf „ENDA ÞÓTT bændur hafi borið úr býtum sæmilegar tekjur á hinu nýliðna ári, og þótt þeir hafi unnið ótrauðir að hvers konar framkvæfiíd- inn og tækniþróun landbúnaðarins hafi fleygt fram á árinu, þá ríkir , ekki sama bjartsýni hjá bændum nú eins og á undanförnum árum. Marg- ur bóndinn er nú uggandi um fram- tíð landbúnaðarins. Veldur því óvissa sú, er nú ríkir í afurðasölu- málum landbúnaðarins og óðaverð- bólgan, sem enn flæðir yfir þjóðina og nú með vaxandi þunga, með þeim afleiðingum, að gera öllúm at- vinnuvegum, scm þurfa að fram- leiða fvrir erlendan markað, fyrr eða síðar ókleift að standa á eigin fótiiin í samkejipni við aðrar þjóðir. Síð- ustu tvö árin hefur aðstaða landbún- aðarins stórversnað til þess að selja á erlendum markaði það vörumagn, sem hann framleiðir umfram það sem þarf til neyzlu innanlands, vegna þess að verð á landbúnaðarvörum crlendis hefur ýmist staðið því nær óbreytt eða farið heldur lækkandi á meðan óðaverðbólgan liér á landi hækkar framleiðslukostnað og verð- W allt um 10—209ó á ári. Nti er svo a komiö, að það öryggi, sem landbún- aðinum hefur verið veitt með lög- ákveðnum iitflutningsuppbótum, ef meö þyrfti, sem þó máttu ekki fara fram úr 10% af hcildarverðmæti landbúnaðarframleiðslunnar, nægir hvergi nærri lengur, til þess að fram- leiðslukostnaðarverð fáist fyrir það magn, sem út þarf að flytja. Sumir ásaka bændur fyrir offramleiðslu og aðrir eru svo óskammfeilnir að telja, að landbúnaðurinn sé ein af frum- orsökum verðbólguþróunarinnar innanlands. Slíkt er fjarstæða, því samkvæmt þeirri löggjöf, sem verð landbúnaðarvara hefur verið ákvcð- ið eftir, hækkar verð á landbúnaðar- vörum því aðeins, að verð á rekstrar- vörum landbúnaðarins hafi hækkað og/eða vinnutekjur annarra stétta hafi liækkað. Bændur hafa því alltaf fengið sínar hækkanir eftir að allir aðrir hafa fengið hækkanir. Bændur hafa því orðð að súpa seyðið af verð- bólguþróuninni, en ekki átt sök á henni. Meðal annars af þessum ástæð um hafa bændur verið tekjulægsta stéttin að undanförnu.“ - Á þessa leið mælti búnaðarmála- stjórinn, dr. Halldór Pálsson, í út- varpserindi hinn 3. janiiar. DR. HALLDÓR PÁLSSON búnaðamiálastjóri hefur góðfúslega leyft blaðinu að birta eriruii það um landbúnaðarmál, er hann Gutti í útvarp hinn 3. janúar sl. Fer það hér á eftir nokkuð stytt og er kafli úr því í leiðara blaðsins í dag: Árið 1965 var hagstætt megin þorra bænda hvað veðurfar snerti. Veturinn frá áramótum var snjóléttur víðast hvar á landinu og með afbrigðum góð- ur sunnan- og vestanlands og á vestanverðu Norðurlandi, en kaldari og nokkru snjóþyngri austan- og norðaustanlands. Ovenju mikil svellalög lágu á jörð svo mánuðum skipti víða austan- og norðaustanlands með þeim afleiðingum, að tún voru hrottalega kalin, er snjóa- og svellalög leysti sl. vor. Skal nán ar vikið að því síðar. Hafís lagðist að landinu seint í febrúar og hvarf ekki með öllu frá landi fyrr en í júní. ís- inn lá landfastur vikum og mán- uðum sanian og hindraði sigl- ingar um skemmri eða lengri tíma á ýmsar hafnir á milli . Horns og Gerpis. Olli slíkt óþægindum og tjóni, þótt betur rættist úr en áhorfðist í bili. Vegir voru víðast hvar snjólétt- ir, svo unnt var að flytja brýn- aðar á, voru túnin samtals um 3000 ha. Kom í Ijós, að allt að þriðji hluti túnanna var því nær eða alveg dar.ðkalinn og að auki um fimmti hlutinn til muna skemmdiu-. Nokkuð var kalið í Skaftabíllssýslum og á býli og býli á Norðurlandi allt vestur til Byjafjarðar, þótt óvíða væri þar um stórfellt tjón ao ræða. í öðru lagi var spretta á óskemmdx-i jörð mjög lítil Aust- anlands. Um miðjan nóvember gekk vetur í garð um land allt, með nokkurri cg vaxandi snjókomu einkum á Austurlandi, Noi-ð- austui-landi og Suðurlandi, en á Vesturlandi og vestanverðu Norðurlandi hefur verið óvenju snjólétt til áramóta. Síðustu sex vikur ársins hafa frost verið mikil og mun klaki víða hafa gengið mjög djúpt í jörðu. Víðast hvar á landinu hafa bændur, sem þess hafa óskað, getað hagnýtt sér vetrarbeit handa fénaði fram að hátíðum. ÁBURÐARNOTKUN. Notkun tilbúins áburðar fer vaxandi ár frá ári. Veldur því, að túnin stækka, þeim fjölgar, verð á tilbúnum áburði til bænda tilfinnanlega á árinu. Verð á kjarna hækkaði um rúm 9% á þi-ífosfati um rúm 8.5% og á kalí um tæp 5%. Odýr áburður er undirstaða hagkvæmrar búvörufram- leiðslu. UPPSKERA OG JARÐAR- GRÓÐI. -Enn liggja ekki fyrir allar skýrslur um hevfeng á árinu, en þegar litið er á landíð í heild, bendir allt til, að heyfengur sé meiri en nokkru sinni áður, þrátt fyrir gífurlegan uppskeru brest á kalsvæðunum austan- lands. Heyin eru líka með fáum undantekningum vel verkuð. Nú hefur átt sér stað heymiðl- un landhluta í milli í stærri stíl en nokkru sinni áður. Er þar um merkilegt framtak að ræða, sem er þeim til sóma, sem að því hafa staðið og þó sérstaklega þeim möi-gu bænd- um, sem voru aflögufærir um hey, og gáfu kost á að selja af heybirgðum sínum fyi-ir "mjög lágt verð. Eirmig gáfu margir bændur bæði hey og periinga til að létta undir með stéttar- bræðrum sínum á kalsvæðun- um. Samskotaféð ásamt myndar legu fi-amlagi úr Bjargráðasjóði hefur verið notað til greiðslu á bindingu og flutningskostnaði á heyinu. fjölgaði nautgripum um rúm- lega 3%, sauðfé fjölgaði um 3.3% og hi-ossum um 4%. Mjólk urframleiðslan þ. e. innvegin mjólk til mjólkursamlaganna, var 99.8 milljónir kg. 11 fyrstu mánuði ársins 1965 eða um 6% meiri en á sömu mánuðum 1964. Aftur á móti nam aukning mjólkursölu á sama tima tæp- um 2%. Hefur því mjólkui'- framleiðslan aukizt nokkru meira en æskilegt má teljast. Samkvæmt upplýsingum frá Framleiðsluráði landbúnaðai-ins var slátrað í slátui'húsum haust ið 1965 alls 770.573 kindum, 717.062 lömbum og 53.511 full- orðnum kindum. Er það 83.809 kindum fleira en 1964. Heildai-- magn kindakjöts, sem barst til sláturhúsanna 1965 var um 11.332 smálestir eða um 1.180 smálestum meira en 1964. Nem ur þessi aukning um 11.5%. Dilkar voru víðast hvar væn- ir. Á landinu í heild reyndust þeir hafa 14.28 kg. meðalfall eða 0.13 kg. léttara en haustið 1964. Á flestum slátui-stöðum var fallþungi lamba mjög svip- aður og haustið 1964. Mestu munaði á Blönduósi. Þar reynd ust dilkar hafa 0.61 kg. léttai-a meðalfall 1965 en 1964. Mikið hefur verið unnið að byggingum á hinu nýliðna ári. Upplýsingar um tegund bygg- inga og gerð þeirra liggja enn IIALLDÓR PÁLSSON, búnaðarmálastjóri. allx-a fyi-sta, helzt frá samveit- um, en þar sem ekki er hægt að koma því við, þá frá einka- stöðvum. Á þessum tíma fram- fara og allsnægta, sættir fólk sig ekki við að búa án raforku um ófyrirsjáanlegan tíma. VÉLAKAUP. Á árinu 1965 var flutt inn mikið af landbúnaðarvél'um og mun meira en 1964. Nú voru ÚNAÐURINN1965 ekki fyrir, en lánveitingar úr ustu nauðsynjar landleiðina til margra staða á meðan sigling var teppt. Tilbúinn áburður kom of seint á sumar hafnir. Sama gilti að vísu um fleiri vörur þótt í smærri stíl ýæri. Hafísnum fylgdi kuldi og þrá- látar þokur einkum með strand lengjunni norðanlands og aust- an, en er til innsveita dró, var nokkru hlýrra og bjartara. Norðanlands greri seint og var þar óvíða kominn sæmileg- ur sauðgróður fyrr en í maílok, en nox-ðaustan- og austanlands í-ikti víða því nær algjört gróð- ui-leysi einkum við sjóinn fram undir maílok og vegna þrálátra kulda greri mjög hægt í þess- um landshlutum fram eftir öll- um júnímánuði og varð gras- spretta rýr og víða ekki hægt að byrja þar slátt fyrr en kom- ið var langt fram í júlímánuð. Sunnanlands og vestan greri snemma en hægt. Þar vaf víöa byrjað að slá í síðustu viku júní. Þá var þar vel spi-ottið. Heyskapartið var yfirleitt hag felld nema á Noi-ðaustur- og Austurlandi og með eindæmum góð á Suður- og Vesturlandi, enda varð heyskapur þar með ágætum, bæði að vöxtum og gæðum. Heyskapur vai’ð í góðu meðallagi víðast á Vestfjörðum og á vestanverðu Norðurlandi, varla í meðallagi í Eyjafi'rði og Suður-Þingeyjarsýslu, en allt of lítill í Nox-ður-Þingeyjai-sýslu og í Múlasýslum og einnig var hann varla í meðallagi í Skafta- fellssyslum. Þrennt olli hinum lélega heyskap á Norðaustur- og Austurlandi. í fyrsta lagi kalið, sem áður var getið. Sam- kvæmt athugun, sem Búnaðar- félag íslands lét gera, var skaða kal í flestum sveitum frá Lóns- heiði að Reykjaheiði, en þó miklu minna í Noi-ðui--Þingeyj- arsýslu, Langanesströnd og í Vopnafirði en á Fljótsdalshéraði og á Austfjörðum yfirleitt. Á 240 býlum í Múlasýslum, sem kalskemmdir voru athug- sem nota nokkurn áburð á óræktuð beitilönd og svo hefur áburðarnotkun á hvern hektara ræktaðs lands aukizt mjög að undanförnu. Liggur við_ að sum ir bændur noti nú orðið meira magn af köfnunarefnisáburði á hvern ha. lands en heppilegt getur talizt. Vildi ég ráðleggja bændum að nota yfirleitt ekki meira magn áburðar á hvei-ja flatareiningu lands en ráðlagt er í handbók bænda að nota. Bændur, eiga þó að sjálfsögðu að hafa það hugfast að fram- leiða sjálfir sem allra. mest af fcðurþörf búfjárins, en nota sem minnst af aðkeyptu fóðri. Slíkt verður aldrei gert nema með því að nota rnikinn tilbúinn áburð. Áburðurinn er orðinn ískyggilega hár útgjaldaliður í búskapnum og þarf því að gæta hagsýni í notkun hans og hag- nýta þá þekkingu um áburðar- notkun, sem fyrir hendi er. Heildarnotkun tilbúins áburð ar á árinu 1965: Köfnunarefni hreint N 10.175 smálestir. Fosfatáburður P-.O,- 5.702 smálestir. Kalíáburður K.,0 3.313 smálestir. Á árinu 1965 var notað 1.5% meiri köfnunarefnisáburður, 11.8% meiri fosfatáburður og 410% meiri kalíáburður en árið 1964. Áburðarverksmiðjan í Gufu- nesi framleiddi á árinu 1965 24.300 smálestir af kjarna. Af innfluttum áburði seldi Áburð- arsalan 11.530 smálestir af nitró fosfati, hinu svonefnda (20—20), en það er áburður, sem inni- heldur 20% köfnunarefni og 20% fosforsýru, ennfremur seldi Áburðarsalan 3.439 smá- lestir af nitrofosfati (25—15) þ. e. áburði, sem inniheldur 25% köfnunarefni og 15% fos- fórsýru. Þá seldi Áburðarsalan 951 smálest af kalksaltpétri, 5444 smálestir af þrífosfati, 5614 lestir af kolsúru kalí, 153 lestir af brennisteinssúru kalí, 3067 lestir af garðáburði og 550 lestir af ýmsum öðrum tegundum áburðar. Því miður hækkaði Nýræktir, þar sem sáð var snemma, gáfu víða ágæta upp- skeru og ræktun grænfóðurs gaf víða mjög góða raun, einkum sunnanlands og vestan. Með grænfóðurræktun má segja, að bændur í hlýrri héruðum lands ins lengi sumarið um allt að mánaðartíma. Komakrar voru Eftir dr. Halidór Pálsson, bimaðarmálast j óra um 300 ha. að stærð. Kornupp- skera varð mjög léleg hjá mörg- um en sæmileg hjá stöku bónda. Framleitt var um 970 smálest ir af grasmjöli og um 140 smá- lestir af heykögglum. Kartöfluuppskera var góð víðast hvar á láglendinu sunn- an lands_ en nokkrar frost- skemmdir urðu víða í uppsveit- um. Uppskera varð léleg í Aust ur-Skaftafellssýslu, sæmileg í Eyjafirði, en annars staðrir á landinu yfirleitt fremur léleg. Heildarframleiðsla af kartöfl- um varð um 110—120 þúsund tunnur, sem er 100% meiri fram leiðsla en árið 1964. Rófur spruttu ágætlega sunn- anlands og varð uppskera með mesta' móti, en ekki eru til skýrslur um heildarmagn gul- rófna. BÚFJÁREIGN OG FRAM- LEIÐSLA BÚFJÁRAFURÐA. Ekki eru fyrir hendi tölur um fjölda búfjár í landinu í árs- byrjun 1965, en Hagstofa ís- lands telur, og byggir það á all- stóru úrtaki framtala, að tala búfjár hafi verið í ársbyrjun 1965 sem næst því sem hér seg- ir: Nautgripir um 59.000, þar af rúmlega 42.000 kýr, sauðfé um 760.000, þar af um 640.000 ær, hross um 30.700. Á árinu 1964 Stofnlánadeild Búnaðarbank- ans gefa vísbendingu um, hve miklar framkvæmdirnar hafa verið. Veitt voru úr Stofnlána- deild 1294 A-lán, þ. e. lán til bygginga útihúsa og til rækt- unar, að upphæð kr. 110.760.200.00. Er það 150 lán- um fleira að heildarupphæð, rúmum 24 milljón krónum meira en 1964. Þá voru á árinu veitt úr Stofnlánadeild 210 B- lán, þ. e. lán til íbúðarhúsabygg inga í sveitum, að upphæð kr. 17.114.000.00. Er það 45 lán- um færra að heildarupphæð kr. 1.110.000.00 meira en 1964. Úr veðdeild Búnaðarbankans voru veitt 83 lán, að upphæð kr. 6.464.000.00. Er það einu láni meira, en að hcildarupphæð kr. 904.00000 meira en veitt var ár- ið 1964 Aðallega er þéssu fé varið til jarðakaupa. FJÖLDI BÝLA OG NÝBÝLI. Talin era nú 5333 lögbýli í landinu og er það 32 býlum færra en í fyrra. Á allmörgum býlum er tvíbýli eða félagsbú. Samkvæmt upplýsingum frá landnámsstjóra var samþykkt á árinu 1965 að stofna 42 nýbýli, en lokið var við stofnun 33 ný- býla á árinu, en allt að því helm ingi fleiri jarðir hafa farið í eyði. RAFVÆÐING. Samkvæmt upplýsingum frá Raforkumálaskrifstofunni hafa rúmlega 200 sveitabýli verið tengd raforkuverunum og unn- ið hefur verið að raflögnum til um 50 býla að auki á árinu 1965. Þá hafa um 100 bændur sett upp einkarafstöðvar, yfir- leitt diselstöðvar, en sumir Jiessara bænda voru að vísu að eins að endurnýja gamlar og úr sér gengnar rafstöðvar. Nú raunu um 3200 býli liafa raf orku frá samveitum og á annað þúsund frá einkastöðvum. Nauð synlegt er að koma raforku á öll byggð býli á landinu hið flúttar inn 720 nýjar hjóladrátt arvélar og 74 notaðar eða sam- tals 794 vélar, en það er 184 vélum fleira en fluttar voru inn 1964. Nú voru fluttar inn 349 sláttuvélar, 313 múgavélar, 717 snúningsvélar, 222 mjaltavélar og 625 ámoksturstæki. Þá voru fluttar inn 24 beltadráttarvélar eða 4 fleira en árið áður. Þessar beltavélar eru ekki allar notað- ar í landbúnaðinum. FRAMTÍÐARVÍÐHORF. Og enn segir dr. Halldór Páls- son um framtíð íslenzks land- búnaðar á þessa leið: íslenzkir bændur eru gæddir sterkri ábyrgðartilfinningu sem þjóðfélagsþegnar. Þeir hafa ekki legið á liði sínu á undan- förnum áratugum við uppbygg- ingu nútíma íslands og þeirra hlutur er sízt minni en annarra stétta í þeim miklu framförum, sem hér hafa átt sér stað. Þegar litið er um farinn veg, geta bændur verið stoltir af afrekum sínum. Þeir hafa með dugnaði og festu undir forystu búnaðar- samtakanna í landinu ótrauðir fylgt þeirri framfarastefnu, sem mörkuð hefur verið af Alþingi með landbúnaðarlöggjöfinni. í höfuðatriðum hefur stefnan verið: í fyrsta lagi að halda við byggð í öllum héruðum lands- ins. í öðru lagi að framleiða nægilegt magn af þeim vöru- tegundum, sem íslenzkur land- búnaður getur framleitt, til þess að fullnægja eftirspurn inn anlands og eftir atvikum meira eða minna magn til útflutnings. í þriðja lagi að vanda alla fram leiðsluna, þ. e. framleiða úrvals hráefni og vanda alla meðferð vörunnar í verkun og flutningi frá framleiðanda til neytanda, svo að á boðstólum fyrir neyt- endur sé ávallt gæðavara. í fjórða lagi, að tæknivæða land- búnaðinn og taka í þjónustu hans á hverjum tíma hagnýtan árangur vísindalegra rannsókna og tilrauna, til þess að auka framleiðni landbúnaðarins sem allra mest og framleiða sem ódýrastar vörur miðað við gæði og allar aðstæður. í fimmta lagi hefur það verið, er og verður stefna íslenzkra bænda að við- halda íslenzkri sveitamenningu og aðlaga hana á hverjum tíma breyttum aðstæðum, án þess að hún missi sérkenni sín og gildi. Bændum hefur með sínum viðurkennda dugnaði. og þegn- skap tekizt að fylgja fram þess- um stefnuatriðum með ágætum árangri. En nú spyrja þeir: Eig- um við að halda áfram á sömu braut. Nú sem stendur er ekki unnt að veita ákveðin svör við þessari mikilvægu spurningu. Það verður að bíða við og sjá, hver verður árangur af starfi sjömannanefndar þeirrar sem nú vinnur að endurskoðun af- urðasölulöggjafar landbúnaðar- ins, og sjá til hver verða við- brögð Alþingis gagnvart vanda málum landbúnaðarins yfirleitt. Á meðan við bíðum átekta, vil ég aðeins beina þeim tilmæl um til bænda að halda bjartsýni og trú á framfarastefnu í land- búnaðarmálum yfirleitt, trú á ræktun jarðarinnar, trú á aukna og bætta fóðuröflun á hverju býli, svo að sem allra minnst þurfi að kaupa af fóður vörum til þess að stunda bú- fjárframleiðsluna af fullri hag- kvæmni. í svipinn eiga bændur ekki að stefna að aukinni fram- leiðslu, nema þeir séu vissir um, að auka hagkvæmni í búrekstr- inum með því móti. Það þarf að draga úr fram- leiðslukostnaði búvöru með öllu hugsanlegu móti öðru en því að skerða tekjur bænda miðað við aðrar stéttir. Slíkt geta bændur gert með því að gæta hófs í notkun aðkeyptra rekstrarvara, einkum kjarnfóðurs, og það geta stjórnarvöldin gert með því að greiða niður ómissandi rekstrarvörur eins og tilbúinn áburð og lækka á þann hátt framleiðslukostnaðinn og bú- vöruverðið beinlínis, og lækka þá heldur að sama skapi neyt- endastyrki til niðurgreiðslu á búvöru. Á meðan jafnmikil eftirspurn er eftir vinnuafli hér á landi, eins og verið hefur sl. ár, þá geta sumir bændur sem hafa aðstöðu til að stunda vel borg- aða vinnu utan heimilis, haft hag af því að draga úr búvöru- framleiðslu sinni í bili og afla sér tekna við önnur störf. Þeir mega þó ekki láta slíkar að- stæður freista sín frá jörð og búi fyrir fullt og allt, því eng- inn getur séð fyrir, hve lengi jafn mikil og góð atvinna verð- ur.fýrir hendi við sjávarsíðuna. Sá bóndi, sem situr á jörð sinni og býr þar Vel í haginn fyrir framtíðina með fjármunum, sem hann vinnur sér inn utan heim- ilis, er fljótur að stækka búið, þegar hann og þjóðin þarf þess með. Það þurfa fleiri að búa í sveit um landsins, en þeir einir, sem vinna eingöngu að búvörufram- leiðslu, enda hefur löngum gengið svo til, að bændur og bændasynir hafa mannað fisk- veiðiflotann að verulegu leyti. Og það þarf að ,hafa það hug- fast, að það er ekki eingöngu í þágu landbúnaðarins að við- halda byggðinni í sveitum á af- skekktari hlutum landsins. Færu sveitirnar þar í eyði þá er þorpunum hætt, og þá eru engar hendur til að hlaupa und- ir bagga með að bjarga óvænt- um sjávarafla. Ég hef ekki þetta spjall lengra að sinni, en um leið og ég þakka hið nýliðna ár, þá vil ég óska þess, að hið nýbyrjaða ár verði bændum og þjóðinni. allri gott, gjöfult og hagstætt og vel tak- ist til með lausn þeirra vanda- mála, sem nú bíða lausnar. StMARMMlR HRÍSEYINC’A MÖRGUM verður það á, þegar símaskuldirnar eru greiddar, að stynja þungan yfir dýrtíðinni. En landssíminn hlýtur að þurfa á miklu fjármagni að halda, ekki síður en aðrar mannfrekar ríkisstofnanir og þar að auki stendur hann í mikilsverðurn framkvæmdum víðsvegar um landið. Þessar ástæður ættu að vera viðhlítandi rök fyrir háu afnotagjaldi. Við, sem höfum fengið loforð um sjálfvirkan síma, kvörtum ekki, þó að heitstrengingar hafi brugðizt, enda í mörg horn að ' líta hjá forráðamönnum síma." Sjálfvirk stöð átti víst að koma hingað á sl. vori, ef til vill fyrr. Þá skyldi hafizt handa í haust, en það er ekki farið að grafa fyrir grunni stöðvarinnar enn- þá (í byrjun desembermánað- ar), enda óhægt fyrir símamála ráðherra að taka fyrstu skóflu- stungu í umbrotafærð og engin lúðrasveit er á staðnum. Þess vegna fyrirgefum við Hríseyingar landssímanum, þótt hann gefi okkur ekki símaskíf- ur í jólagjöf á þessu ári. Vera má að haldin verði sameiginleg vígsluhátíð sjálfvirka símans og fyrstu sjónvarpstækjanna í Hrísey. Hagsýni er góðra gjalda verð. Hingað út í eyjuna hefur ver ið lagður vandaður símastreng- ur með verkfræðilegri viðhöfn. En á öndverðu hausti bar það til tíðinda að svart og drauga- legt skip kom af hafi og lagðist við festar á Hríseyarsundi. Ekki höfðu stýrimenn tal af neinum heimamanna, en er þeir bjugg- ust til brottferðar, þá festu þeir akkerið í sæstrenginn góða og brast hann þegar. En það var ekki unnt að hafa hendur í hári þessara símaspilla, þar eð okk- ur skortir y°pn og hraðskreið skip. Þótti okkur sneypa mikil af þeim málalyktum sem von var. Nú er þar til að taka, er fyrr var frá horfið, að gamall strengur lá í sjó milli lands og eyjar. Var nú á ný gripið til hans, enda þótt það kostaði lengri biðtíma fyrir hvern þann eyjarskeggja, sem hugðist hafa samband við meginlandið. Marg ir bjartir góðviðrisdagar liðu við Eyjafjörð, en samt var ekki hugað að áverkum nýja strengs ins, enda ekki ástæða til, þar sem fátt er um höndlara hér, sem krefjast skjótra viðskipta- sarptala. En er á leið nóvember tóku veður að gerast válynd, og um sl. helgi lágu skip í vari við Hrísey. Hvort sem veðri eða legufær- um var um að kenna, þá tókst svo illa til, að gamli sæsíma- strengurinn hrökk í sundur. Á mánudag þurfti ég að ná tali af héraðslækninum á Dalvík, vegna áríðandi skýrslugerðar og þá var mér tjáð, að til hans næðist ekki með hægu móti. Landssíminn hefur ekki séð sér fært að setja hér upp tal- stöð í eyjunni, enda er það, að sjálfsögðu, of dýr munaður fyr- ir umkomulítið sjávarpláss, þrátt fyrir andvökunætur sjó- mannskonunnar, sem veit af manni sínum úti á rúmsjó í misjöfnum veðrum. En við eig- um hér ágæta ferju, sem rekinn er af traustum dugnaðarmanni. Hefur hann talstöð í bátnum, er oft kemur í góðar þarfir. Þegar sambandið rofnaði við umheim- inn, þá bauðst ferjumaðurinn, Hilmar Símonarson, til þess að hafa bát sinn við hafnargarðinn og standa þar vörð, ef sambandi þyrfti að ná, annað hvort til lands eða frá landi. Landssím- inn sá ekki ástæðu til að anza því tilboði, enda hefði þá sjálf- sagt þurft að hækka afnotagjöld símans, ef ráðinn hefði verið maður til slíkra starfa. Rétt er að taka það fram, að báta er ekki hægt að hafa mannlausa hér við hafnarbakkann, ef veð- ur er vont og þar að auki býr ferjumaðurinn fjarri höfninni. Senn er liðin vika síðan við eyjarskeggjar höfum getað tal- að yfir sundið. Fyrir handan, þar er læknirinn, þar eru lyfin, en hér er allténd prestur, ef einhver kynni að deyja, vegna þess að ekki náðist í lækninn. Hrísey, 3. desember 1965. Bolli Gústafsson. Um afgreiðslufíma söiubúða f 92. tölublaði „Dags“ er vikið að því, að nú sé fast sótt á um að lengja afgreiðslutíma sölu- búða, og taldi blaðið þetta frem ur óæskilega þróun. í síðasta tölublaði íslendings eru þessi orð síðan rangfærð, en verzl- unarfclki sendar heldur kaldar kveðjur, því þar er hneykslazt yfir því í leiðara að „Dagur“ skyldi leggja til að dagvinna verði enn stytt hjá þeiin, er afgreiðslu annast á nauðsynjum fólksins. Þar sem þetta mál hefur nú borið á góma í tveim af blöðum bæjarins, er ekki úr vegi að ræða það nánar: Að undan- förnu hefur verið mjög fast sótt á um það að lengja opnunartíma Verzlana, og hafa jafnvel kom- ið fram þær hugmyndir að leyfa verzlunum að hafa opið til kl. 22, eitt kvöld í viku. Allt er þetta gert undir því slag- orði, að með þessu sé verið að auka þjónustu við neytendur. Verzlunarfólk þai-f í dag að vinna lengsta dagvinnuviku allra launþega á íslandi, og myndi lenging á opnunartíma verzlana að sjálfsögðu kalla á lengingu vinnutíma verzlunar- fólks, og þá um leið auka enn meir mismun á lengd vinnuviku þess og annara stétta. Ef opn- unartími verzlana yrði lengdur rpyndi það eðlilega auka verzl- unarkostnaðinn, og þá kæmu að sjálfsögðu strax fram kröfur frá verzlunareigendum, um aukna álagningu á neyzluvör- ur, til að mæta þessari kostn- aðaraukningu. Þá fer þessi aukna þjónusta að verða vafa- samur greiði við neytendur, ef þeir þurfa að greiða hærra verð fyrir neyzluvörur sínar, sem keyptar .eru á venjulegum opn- unartíma verzlana (kl. 9—18), einungis vegna þess að verzl- anir mega vera opnar nokkrum klukkustundum lengur að kvöld inu. (Kannske yrði tekið upp það fyrirkomulag, að selja al- mennar neyzluvörur á 10—20% hærra verði eftir kl. 18?) Það er augsýnilegt að þeir einu sem myndu hagnast á þessu fyrirkomulagi yrðu eig- endur smáverzlana, sem hafa fátt eða ekkert fólk í þjónustu sinni, en myndu fleyta rjómann ofan af þeirri álagningarhækk- un, sem óefað yrði knúin í gegn vegna aukningar á verzlunar- kostnaðinum. Það virðist vera skoðun þeirra sem lengja vilja opnunar tíma sölubúða, að sú stytting sem fengizt hefur á dagvinnu- viku flestra launþega í landinu eigi að notast til að verzla, og er ekki hægt að segja að sú skoðun beri vott um fjölbreytt- ar hugmyndir um tómstunda- iðju til handa landsmönnum. Sú aukna þjónusta við neyt- endur sem allir ættu að vinna að, felst ekki í lengingu á opn- unartíma, heldur í útvegun á fjölbreyttari neyzluvörum, hrað ari og auðveldari afgreiðslu í verzlunum, vinnuhagræðingu í verzlunum sem gæti raunveru- lega lækkað vöruverðið, og auk inni vöruþskkingu, svo eitthvað sé nefnt. Það væi’i nær að reyna að sameinast um þessi atriði, heldur en krefjast lengingu opn unartíma, sem einungis myndi auka verzlunarkostnað og álagn ingu, og engum vera til góðs nema eigendum smáverzlana. Verzlunarmaður. HCLARNIR TALDIR (Framhald af blaðsíðu 8.) að þessu sinni 21 tegund og fe skýrsla þeirra hér á eftir: - Fundu 35 kindur (Framhald af blaðsíðu 8.) því, sem nú fannst, hefði sjálft komizt til byggða, en gera má ráð fyrir, að flest hefði farizt á öræfunum í vetur, ef ekkert hefði verið gert því til bjarg- ar. G. A. Hrafnar 45 Snjótittlingar c. 1800 Gráþrestir 4 Skógarþrestir 58 Auðnutittlingar 64 Silkitoppur 14 Fjallafinkur 2 Gráspör 1 Hettumáfar c. 200 Bjartmáfar 6 Hvítmáfur 1 Silfurmáfur 54 Svartbakur c. 450 Stokkendur 210 Grafönd 1 Gulendur 5 Toppendur 2 Æðarfuglar 82 Hávellur 3 Teistur 2 Smyrlar 2

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.