Dagur - 05.02.1966, Blaðsíða 4
4
5
Skrifstofur. Hafnarstræti 90, Akureyri
Símar 1-1188 og 1-1167
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
ERLINGUR DAVÍÐSSON
Auglýsingar og afgreiðsla:
JÓN SAMÚELSSON
Prentverk Odds Björnssonar h.í.
Iram í fímartn
ÞAÐ ER eins og ríkisstjórnin haldi
að ekkert geti bjargað úr ógöngum
Jjeim, sem óstjórn hennar hefur kom-
ið efnahagsmálum og atvinnumál-
um þjóðarinnar í, nema stóriðnaður
erlends auðhrings í landinu.
Hún er sama sem búin að semja
við auðhringinn um að heimila hon-
um að reisa og reka alúmínverk-
smiðju á Jréttbýlissvæðinu við Faxa-
flóa og skuldbinda íslendinga í ald-
arfjórðung fram í tímann, til að selja
honum rafmagn til rekstursins íyiir
fast verð, sem ákveðið er á óðaverð-
bólgutíma nokkrum árum áður en
gjaldtíminn hefst og áður en vitað
er hver verður stofnkostnaður til-
heyrandi raforkuvers, hvað [>á fram-
leiðslukostnaður rafmagnsins um-
samin 25 ár.
Sagt er, að samningurinn verði, af
ríkisstjórnarinnar hálfu, með J»eim
fyrirvara, að hann taki ekki gildi
nema meirihluti AlJjingis faflist á
liann. En hver er J»að, sem heldur, að
stjórnarliðið á AlJjingi rísi gegn
stjörninni? Það væri nýtt í sögu Jjess.
En jjó væri Jjað ekki annað en skylda
sjálfstæðra manna við kjósendur
sína, og Jjú skyldu Jjurfa kjósendur
að rriinna á.
Þjóðin er í vanda vegna vinnuafls-
skorts til brýnustu framkvæmda, svo
sem við sjósókn og fiskiðnað. Samt á
að auka þann skort með byggingu
alúmínvers. Vinnuaflsskorturinn er
mestur í þéttbýlinu við Faxaflóa.
Samt á að byggja alúmínverksmiðj-
una þar, og bæta með því á eldinn,
Rlöð ríkisstjórnarinnar treysta sér
ekki til Jjess að neita Jjví með öllu,
að vinnuaflsskorturinn sé vandamál.
En Jjau benda hálf-fagnandi (JjÓ
skömm sé frá að segja) á annað vanda
mál, sem farið sé að örla á: OF-
VEÍÐI á íslandsmiðum. Telja, að
Jjess vegna þurfi alúmínverksmiðju
sem nýja stoð fyrir atvinnulífið, þó
að Jjað mál geti aukið erfiðleika í
bili hjá gömfu atvinnuvegunum.
Mbl. gefur Jjað í skyn á sunnudag-
inn, að endnrbyggingu fiskiskipa-
ílotans sé kannski „lokið að sinni“.
Ný verkefni að koma til og er [jar átt
við stóriðjuna væntanlegu á Faxa-
flóasvæðinu.
RITSTJÓRI DAGS hefur fari'ð
þess á leit að ég segði frá ferða-
'lagi minu haustið 1943. Ég var
staddur í Reykjavík cg ákvað
að fara landieiðir.a heim til mín,
norður á Sléttu. Kunnir.gjar mín
ir syðra héldu að ég væri feig-
ur að ætla í slíkt ferðalag und-
ir veturinn, allir nema ein sjö-
tug’ vinkona mín, sem var þá
nærri komin í kör. Hún tókst á
loft þegar ég sagði henni frá
þessu og hefði eflaust viljað
fylgja mér, hefðu ástæður leyft.
Ég fór í bíl frá Reykjavík 7.
nóvember og komst með honum
um kvöldið austur í Vík í Mýr-
dal með Brandi StefánsSyni. Þar
var gist. Síðla dags eða undir
kvöld næsta dag komst ég með
bíl frá verzlun Halldórs Jóns-
sonar austur að Teygingalæk,
sem er eitthvað nærri sveita-
mótum Síðu og Fljótshverfis.
Þar var ég um nóttina og þarf
ég ekk; að taka það fram, að
hvarvetna á leiðinni fékk ég
^ hinn bezta beina.
'J Morguninn eftir hófst gang-
l an. Dagleiðin var að vísu ekki
* löng. Hún var aðeins að Núps-
1 stað. Þangað kom ég í rökkri og
gerði boð fyrir Hannes bónda
Jónsson, sem mörgum ferða-
laus og klæddi mig þegar byrj-
að var að skíma næsta morgun.
Spurði ég þá eftir bónda, en var
sagt, að hann væri vist að huga
að hestum. Reyndist svo, því
rétt á eftir kom hann með hesta
sír.a í hlaðið. Var þá snarlega
athugað hvort laga þyrfti járn
undir þeim og var það lagfært,
sem þurfa þótti, sem var lítið.
Gengum því næst í bæinn að
vitja matar, sem þar var fram
borinn og tilbúinn og mér var
þá einnig fenginn nestisbiti.
Með það vorum við Hannes til-
búnir til ferðar og var þegar
langt af stað austur á sand.
Hannes reið hvítum hesti,
traustlegum, sem áreiðanlega
var búinn að komast í marga
raun. Það var sterklegur og
gripslegur hestur. En sýnilega
var hapn farinn að verða þung-
ur. Mér fékk hann ungan hest
músgráan, sem hann sagði ætt-
aðan úr Árnessýslu og kynni
ekki að vaða vatn. Ekki voru
þetta góð meðmæli í upphafi
ferðar, eins og þá stóð á. Þegar
ég var kominn á bak folanum,
hvarf þó kvíði minn, því hann
var spilandi viljugur og ég átti
eftir að sannreyna þáð, að þótt
honum hefði kannski aldrei ver
gráa hestinn hefði ég gjarnan
viljað eignast.
Þegar upp úr kom voru hest-
arnir viljugir og sprettum við
nú úr spori lengra austur. Ég
sagði við Hannes, að nú væri
honum óhætt að sleppa af mér
hendi, því ég væri vanur göngu
maður. Nei, ég ætla nú ekki að
sleppa þér strax, sagði Hunnes,
og áfram héldum við. Ég
ámálgaði hið sama við samferða
mann minn. Svolítið lengra,
sagði Hannes og auðvitað stjórn
aði hann ferðinni. Enn riðum
við æðispöl og vorum við þá
komnir sem næst austur á miðj
an sand. Það heitir Sigurðar-
fitjaráll, dæld í sandinum með
lækjarsitru og ögn gróið með
fram henni.
Þar austur við segir Hannes:
Nú ætla ég ekki lengra með þér
að sinni. Þetta er nú víst orðið
gott og þó fyrr hefði verið,
sagði ég. Þá svaraði Hannes:
Já, en það kemur nú fyrir þeg-
ar hlaup eru í Núpsvötnum, að
þau ná sér hérna fram. En ekk-
ert var hann að hafa orð á
þessu við mig fyrr. Við kvödd-
umst svo þarna á sandinum með
kærleikum og get ég ekki sagt
að ég fengi að borga honum fyr
ir gistingu eða fylgd. En hann
<sxí><S><í><í*S><í><5><í><S>3><í><S><S><S><í><S*S>$>4><S*S^><S><S><í><S>3>3><®*í><§>3^^
GUÐMUNDUR ÞORSTEINSSON frá Lundi leit inn á skrif-
stofur Dags nú í vikunni og sagði hann þar ferðasögu þá,
sem hér er skrásett. Guðmundur á heima í Sandvík við Leir-
höfn á Sléttu og hefur átt heima á Sléttu í aldarfjórðurig, er
annars Austfirðingur að ætt og uppruna. Ilann var um tíu
ára skeið í Lundi í Lundarreykjadal í Borgarfirði, var þá
kenndur við þann stað og síðar gerði hann það sjálfur og er
þekktur maður á ritvellinum undir því nafni. — Myndin er
tekin á skrifstofu Dags. (Ljósm.: E. D.)
Á FERÐ UM
manni hefur hjálpað bæði fyrr
og síðar.
Hannes kom út og ég sagði
honum nafn mitt og ferðaáætl-
un og að mig langaði til að biðja
hann að hjálpa mér austur yfir
Núpsvötn á morgun. Hannes
tók ekkert brátt undir þetta, en
sagði mér, að eiginlega hefði
hann ætlað að smala fé sínu til
bólusetningar þann dag, og svo
væri nú ekki víst, þótt vio fær-
um austur að Núpsvötnum, að
við kæmumst yfir, því það
myndi vera byrjað hlaup í þeim.
Hann sagðist hafa veitt því eft-
irtekt eina tvo-þrjá síðustu
daga, að óeðlilegur vöxtur væri
í Súlu og það væri öruggt merki
um hlaup í Núpsvötnum.
Hvað geturðu reiknað með að
það standi lengi yfir, sagði ég?
Það er nú ekki gott að segja.
Kannski svona í þrjár vikur,
sagði Hannes. Ekki leizt mér
sem bezt á þetta og spurði þá,
hvort ekki væri nein önnur leið,
t. d. með því að fara jökulinn.
Hannes leit á mig og virti
mig fyrir sér. Hann sagði ekk-
ert, en hins vegar fann ég það,
■að honum myndi ekki lítast
néitt sérstaklega jöklafara- eða
garpslega á mig, en um það
sagði hann þó ekki neitt og ekki
var mér það í huga að snúa við.
Ég var nú leiddur í bæinn og
fyrir mig bornar veitingar, sam
kvæmt venju íslenzkrar gest-
risni, og að sjálfsögðu var ég
þarna um nóttina. Það var ekk-
ert verið að fjasa um ferðalag
mitt. Aðeins sagt, að maður sæi
nú til hvað gerðist.
Ég svaf vel og var áhyggu-
ið kennt að vaða vatn, þá kunni
hann það.
Austur með Lómagnúpi voru
leirur, sem vatn hafði runnið
yfir og var þetta nú lítilsháttar
frosið. En hestarnir stigu þó
niður úr frostinu og upp að hóf-
skeggi. Á þessari gljá, sem var
ófýsileg yfir að líta, var folinn
músgrái ótrauður, svo ég átti
fullt í fangi með hann og Hann-
esi þótti óþarflega geyst farið.
Hestarnir voru flatjárnaðir.
Ekkert bar til tíðinda og kom
um við að fyrstu kvísl Núps-
vatna, sem ekki var neinn farar
tálmi. Önnur og þriðja kvísl
voru líka auðfarnar. Tók þá við
fjórða kvíslin og var hún sýnu
mest. Ég var búinn að spyrja
Hannes hvort ekki væri farið
þar, sem áin breiddi úr sér. En
hann sagði mér, að það kæmi
ekki til greina vegna sand-
bleytu.
Hannes fór á Grána sínum á
undan, einnig í fjórðu kvíslina
og ég fast á eftir á folanum. En
ekki var langt farið þegar sýnt
var að kvíslin var ófær á þess-
um stað, enda skall þá vel á
miðjar síður og meira mátti það
ekki vera til að ekki skylli yfir
í slíkum straumþunga, sem
þama var.
Hannes tók létt í taum á
Grána, sem snéri sér þá strax
svo sem að hálfu upp í straum-
inn og fetaði svo afturábak til
sama lands. Folinn gerði ná-
kvæmlega eins, alveg ótilkvadd
ur. Nokkrum metrum neðar
lagði Hannes aftur út í ána og
var hún fær þar. Komumst við
yfir heilu og höldnu. En mús-
sagði við mig að skilnaði: Þú
mætir nú póstinum á sandinum,
hann gisti í nótt á Svínafelli. Þú
getur sagt honum, að hann muni
ná mér áður en hann kemur út
að Núpsvötnum. Þá skildi ég
hvérnig var, að Hannes hefur
viljað láta eitt yfir báða ganga
ef eitthvað kæmi fyrir. Þeir
voru félagar um póstinn, Hann-
es og Björn á Kálfafelli Stefáns
son og Björn fór þessa ferð.
Litlu vestan við sæluhúsið
mætti ég Birni pósti og skilaði
orðsendingunni. En hann lét sér
ekkert liggja á og gaf sér tíma
til að spjalla við mig um stund.
Vissi hann þó, að hlaup fór að.
Þeir póstfélagarnir voru síð-
ustu mennirnir, sem fóru Núps
vötn fyrir það hlaup, sem í hönd
fór. Strax morguninn eftir var
kominn fleiri kílómetra breiður
áll og símasamband tók af, að
mig minnir þetta sama kvöld.
Ég gekk nú sem horfði austur
sandinn. Hannes var búinn, um
morguninn, að hringja austur í
Fagurhólsmýri og biðja fyrir
boð til Odds í Skaftafelli að
sækja mig eitthvað út á sand-
inn. Ekki voru mér leiðir kunn-
ar og ekki eftir öðru að fara en
slóð póstsins. Það hafði verið
suðaustan hálfgert ruddaveður,
sveljandi og krapahraglandi
öðru hverju. En undir kvöldið
batnaði veðrið og þegar ég kom
austur að Skeiðará, var veður
bjart og gott. Þaðan er æði spöl
ur heim að Skaftafelli, en samt
kallaði ég tvisvar sinnum, því
ég sá ekki til neinna manna-
ferða.
Kom ég nú að fyrstu kvísl
Skeiðarár og rakti slóðina að
ánni. En á eyrinni var hart und
ir fæti og sáust engin he&taspor
þar. Birkilurk hafði ég fengið
hjá Hannesi á Núpsstað, og náði
hann mér í axlarhæð. Staf þenn
an hafði ég í hendi, og gekk nú
þarna upp með ánni og síðan
niður með henni, til að finna
vað.
Þá sá ég að maður kom niður
túnið í Skaftafelli, ríðandi með
hest í taumi. Þóttist ég vita, að
þar færi Oddur. Reyndist það
rétt. Ég beið hinn rólegasti þar
til Oddur kom. Ég sá það um
leið, að maðurinn var reiður og
furðaði mig ekkert á því að
bændum leiddust svona flæk-
ingar, sem fyrir þvrfti að hafa.
Kastaði ég þó á hann kveðju og
tók liann henni vel. En ekki lá
hann lengi á því, hvað honum
hafði mislíkað. Hann var reiður
við þá á Fagurhólsmýri yfir því
hvað boðin komu seint, og þess
vegna hefði hann ekki verið
fyrr á ferðinni en raun bar
vitni.
Er ekki að orðlengja það, að
vel fór á með okkur Oddi, tók
hann mig heim með sér og gisti
ég hjá honum og naut gestrisni.
Var nú ráðgert að fara daginn
eftir í Bæjarstaðaskóg einnig
ætlaði hann að sýna mér Skafta
fellsgilið. Það lét ég mér vel
líka. En þetta fór þó að nokkru
á annan veg, því rétt fyrir hátta
tímann hringdi Björn á Kví-
skerjum þeirra erinda, að láta
mig vita, að fyrir austan Jök-
ulsá væri fólk, og ef ég þyrfti
sinnar hjálpar við austur yfir
Breiðamerkursandi, þætti sér
vænt um, að ég komi til sín
annað kvöld. Til sín væri búið
að flytja hesta handa þessu fólki
austUr, en hestarnir höfðu strok
ið frá Birni og þyrfti að koma
þeim austur aftur. Þetta var til-
valið fyrir mig og báöa aðila.
Ég átti ágæta nótt hjá Oddi
og enn minnist ég myndar, sem
hékk yfir rúminu' mínu. Strax
þegar lýsti fór Oddur með mér
í Skaftafellsgilið og sýndi mér
þann merkilega stað. Síðan
gengum við í bæinn og vitjuð-
um matar, sem ekki stóð á. Ég
hefði viljað vera dálítið lengur
hjá þessu góða fólki. En ekki
var til setunnar boðið. Þegar við
komum út á hlaðið, sagði Odd-
ur. Ég stakk inn hryssunni, sem
við vorum með í gærkveldi. Ég
ætla að lána þér hana austur
yfir árnar. Ég taldi mig vanan
að vaða ársprænur, en bóndi
hlaut að ráða. Spurði ég þá Odd,
hverju ég ætti að launa greið-
ann og tók uþp peninga. Ekki
neitt, sagði Oddur, styttri í
spuna en hans vandi var. Ég
vildi samt greiða og sagðist til
þess ætlast að fá að borga, sagð-
ist bæði geta það og vilja. Enga
peninga, sagði Oddur þá, og eft
ir andartaks þögn sagði hann:
Jú annars, eitt gætir þú gert
fyrir mig. Hvað er það, spurði
ég? Ja, að lofa því, að fara ekki
hér hjá, ef þú verður aftur á
ferð. Því miður gat ekki af
þessu orðið, því ekki löngu
seinna drukknaði þessi kunni
vatnamaður í bæjarlæknum sín
um með slysalegum hætti. Jeppi
hans skrikaði á svellbunka við
lækinn og rann þar niður.
Mér gekk vel austur yfir árn
ar og þar sleppti ég Brúnku. Og
þegar ég kom fyrir neðan Svína
fell var mér færður fyrsti hest-
urinn, sem ég átti að skila aust-
ur á bóginn. Það var stór hest-
ur, mósóttur, stólpagripur, hæg-
gerður. Hnakklaus var hann því
hestarnir höfðu strokið frá reið
týgjunum. Mér var sagt, að
Mósi myndi geta borið mig, og
sá ég, að svo mundi vera. Sett-
ist ég nú á bak með föggur mín-
ar. En heldur þóttj mér hestur-
inn þungfær. Hélt ég nú sem
leið lá austur að Hofsnesi. Þar
bjó bóndi, sem Bjarni hét. Hann
leiddi mig til stofu og drakk ég
þar kaffi á meðan hann lét
sækja brúna hryssu, sem fara
átti austur. Hún var með full-
um reiðtýgjum og var nú strax
meiri mannsbragur á ferð minni_
Var ég nú allvel ríðandi því sú
brúna Var lipurt hross og
teymdi ég Mósa og bar hann dót
það, er ég hafði meðferðis.
Ég hélt nú áfram ferðinni og
hafði aðeins tal af mönnum á
Fagurhólsmýri. Á Hnappavöll-
um fékk ég síðasta hestinn. Það
var rauður hestur, ungur og var
við hann svert kaðalbeizli. Pilt-
ur einn kom með hestinn í veg
fyrir mig. Bað ég hann að fá
mér tauminn á þeim rauða.
Nei, það er betra svona, sagði
pilturinn, og batt hann hestinn
í taglið á Mósa. Þetta kunni ég
illa við, hafði aldrei vanizt því
að hnýtt væri í taglið. Lét ég
það vera þó mér líkaði það ekki.
Hélt ég svo af stað, en var ekki
kominn nema lítinn spöl þegar
sá rauði stakk við öllum fótum
og svifti í sundur kaðaltaumn-
um. Þá brá mér illa og var ég
fljótur af baki, rak hnút á kaðal
tauminn því' hesturinn stóð eins
og þúfa. Ætlaði ég nú að teyma
hann, en komst þá að raun um,
að hesturinn kunni ekki að
teymast, hvorki á eftir eða með
hlið. Þá byrjaði tamningin og
stóð hún alltaf hálftíma, þar til
hesturinn tók að hlýða. En eftir
það fór ég að hraða mér, enda
farið að rökkva. Ég var alveg
ókunnugur en var sagt, að. það
væri um þriggja stunda gang-
ur frá Hnappavöllum austur að
Kvískerjum. Fyrst voru götur
nokki'ar, en þegar austar dró
hurfu þær allar. Féll nú á mig
svarta myrkur. Þó ég væri ekki
hræddur um að skaftfellsku
hestarnir færu mér og okkur að
voða, varð ég samt feginn þeg-
ar, ég sá ljósið á Kvískerjum
framundan. Þegar ég kom að
hliðinu stuttu vestan við bæ-
inn á Kvískerjum, stóð Björn
bóndi þar og beið mín. Forkunn
ar vel var mér tekið. Hestarnir
voru leiddir áð stalli og ég sjálf
ur inn í bæ. Mér fannst strax
eitthvað viðkunnanlegt við þenn
an stað. Þarna voru ekki mikil
húsakynni. Hjónin áttu níu
börn og voru sjö þeirra heima
en tvö voru að heiman um
stundarsakir og það voru þau
til skiptis en komu jafnan heim
aftur. Sigurður t. d. var austur
á Djúpavogi hjá móðursystur
sinni og sá ég hann ekki í þess-
ari ferð, þótt ég hefði hug á.
Baðstofan var rúmgóð, eftir því
sem baðstofur gerðust og þar
var rafljós hjá hverju rúmi.
Fólkið var nægilega margt til
þess að enginn þurfti að vera
þjáður af striti, en allir höfðu
þó eitthvað fyrir stafni. Bóka-
kostur var þarna góður og út-
varp komið. Mér þótti þetta
heimili einkennast af nýja tím-
anum og þeim gamla og því
bezta náð frá báðum.
Til svefns var mér fylgt fram
í stofu og sagt, að ef ég væri
myrkfælinn þyrfti ég ekki að
spara Ijósið, en skyldi láta það
loga. Ég aíþakkaði það, enda
gat ég ekki hugsað mér neitt
óhreint í þessum bæ.
Ari, sonur Björns bónda ætl-
aði að morgni næsta dags aust-
ur að Jökulsá, á móti áður-
nefndu fólki og var mér því
ekki til setunnar boðið þótt
gjarnan hefði ég viljað dveljast
lengur. Nú rann Jökulsá í einni
kvísl og var fólk ferjað þar yfir.
Bóndinn, sem kom að austan
með margnefndu ferðafólki,
sneri við er að ánni var komið,
og slóst ég í för með honum og
lánaði hann mér hest er Ólafur
í Hestgerði átti.
Allt frá Hestagerði gekk ég
svo til Reyðarfjarðar. Frá því
ég lagði af stað frá Teygingar-
læk var ég réttar þrjár vikur
að ganga norður á Vopnafjörð.
Ég hafði ætlað að ganga heim
fi-á Vopnafirði, sem eru um
þrjár hægar dagleiðir heim að
Sigurðarstöðum á Sléttu. En
atvikin tóku þar í taumana og
varð ég að taka skipsíerð, og
er það önnur saga.
Oft hefi ég hugsað um þessa
ferð mína, sem hér að framan
hefur verið sagt brot af. í end-
urminningunni eru það sérstak-
lega fjórir bæir, sem mig lang-
aði til að koma á aftur. Voru
það Skaftfell og Kvisker í Öræf
um, Hraunkot í Lóni og Snæ-
livammur í Breiðdal. En alls-
staðar var mér þó vel tekið og
þetta er einhver sú skemmtileg
asta ferð, sem ég hef farið, þótt
ég væri löngum einn á ferð og
foldin væri orðin föl á vangann.
En það var þeim mun betra
tækifæri til að tala við fólkið,
af því þessi árstími var kom-
Áfeiigisnevzlan jókst
um 5% á síðasta ári
Á SÍÐASTA ári var áfengi selt
fyrir rúmar 400 milljónir króna
hér á landi. Jókst salan um 80,8
milljónir króna frá árinu 1984,
eða um 25 af hundraði. Rétt er
að taka fram að nokkur hækk-
un varð á áfengisverði seint í
septembermánuði 1965. Á árinu
jókst neyzla um fimm af hundr-
aði á mann, miðað við 100%
áfengi. Neyzlan var 2,07 lítrar
af 100% áfengi á mann, árið
1964 var neyzlan 1,97 lítrar á
mann, og hefur aukizt nokkuð
á hverju ári undanfarin ár. 1961
var neyzlan 1.61 líter á mann.
Það ár seldist áfengi fyrir 199,4
milljónir króna.
Aukning á sölu í útsölum
Áfengisverzlunarinnar úti á
landi er svipuð og í útsölum í
Reykjavík. □
ÁLYKTANIR
KIÖRDÆMISÞINGS FRAMSÓKNARMANNA
Framhald.
KJÖRDÆMISÞING Framsókn-
armanna í Norðurlandskjör-
dæmi eystra 1965 samþykkti,
auk þess sem áður hefir verið
birt hér í blaðinu, eftirfarandi
ályktun:
Garðyrkjuskóli og laxaeldi á
Norðurlandi.
Kjördæmisþingið lýsir áriaégjú
sinni yfir því, að allir þingmenn
Norðurlandskjördæmis eystra
fluttu sameiginlega á síðasta A1
þingi tillögur um stofnun garð?.
yrkjuskóla á Akureyri, eða þar
í grennd, og klak- pg laxfiska-
eldisstöðvar á Norðurlandi.
Treystir kjördæmisþingið því,
að þó Alþingi afgreiddi þessar
tillögur ekki endanlega á sl.
vetri, þá taki þingmennirnir
þær upp að nýju á næsta Al-
þingi og fái þær samþykktar.
Sjálfsstjóm landshluta í sér-
máíum.
Kjördæmisþingið lýsir yfir
fylgi sínu við tillögu þá til þings
ályktunar, er Karl Kristjánsson
og Gísli Guðmundsson fluttu á
síðasta Alþingi um skipun lands
nefndar til þess að athuga hvort
ekki sé rétt, að skipta landinu
í fylki, er hafi sjálfsstjórn í sér-
málum, og efla með því, — eða
á annan sambærilegan hátt, ef
við rækilega athugun þykir bet
ur henta, — mótspyrnu gegn
óheillavænlegri samsöfnun
valds og stjórnar á einn stað í
landinu og þar með búsetu þjóð
arinnar.
Aukin kennsla í þjóðfélags-
fræði.
Kjördæmisþingið lýsir yfii'
því, að það telur íslenzku lýð-
ræði brýna nauðsyn á því, að
lögð verði miklu meiri áherzla
en nú tíðkast á kennslu í þjóð-
félagsfræði í skólum landsins
og skorar á þingmenn Fram-
sóknarflokksins að beita sér fyr
ir því.
Iðnaður á Norðurlandi.
Kjördæmisþingið telur að
margskcnar iðnaður sé til þess
fallinn að verða í ríkari mæli
en nú undirstaða vaxandi fólks
fjölda og atvinnulífs í bæjum
og þorpum kjördæmisins. Skal
í því sambandi fyrst og fremst
bent á möguleika til aukningar
á vinnslu sjávar- og búfjáraf-
urða, sem nú byggjast hér á
reynslu, svo og skipasmíði, fata
gerð, húsgagnasmíði, efnagerð
ýmiskonar o. s. frv. Lýsir þing-
ið sérstakri ánægju sinni yfir
því, að nú er hafin stálskipa-
smíði á Akureyri, og telur, að
sú starfsemi hljóti að eiga mikla
framtíðarmöguleika. Telur þing
ið það skyldu þjcðfélagsins að
skipuleggja vöxt iðngreina með
tilliti til landsbyggðar og hafa
hemil á tilhneigingum handhafa
iðnaðarfjármagns til að stað'-
setja starfsemi sína í höfuðboi'g
inni eða umhverfi hennar, þar
sem kaupendafjöldi iðnaðarvara
er mestur.
Efling vegasjóðs.
Að vegasjóði verði á næsta
Alþingi fengin leyfisgjöld af bif
reiðum og bifhjólum og tekið
meira tillit til landsbyggðar en
nú er gert við úthlutun lánsfjár
til nýbyggingar þjóðvega. Stefnt
verði að því með ríkislántöku
að ljúka uppbyggingu Þingeyj-
arsýslubrautar á næstu 5 árum,
en sú uppbygging mun sam-
kvæmt lauslegri áætlun kosta
50—60 millj. kr. Þingið mótmæl
ir eindregið þeirri ákvörðun rík
isstjórnarinnar að lækka nú í
ár framlög til vega og brúa, sem
ákveðin höfðu verið í vega-
áætlun.
Fiskiðnskóli.
Að lokið verði sem allra fyrst
undirbúningi að stofnun fisk-
iðnskóla samkvæmt ályktun A1
þingis 1963.
Verðlagsmál bænda.
Að breytt verði Framleiðslu-
ráðslögunum þannig, að tryggt
verði, að bændastéttin fái sam-
bærilegar tekjur við aðrar þjóð
félagsstéttir. Búvöruskattur til
Stofnlánadeildarinnar verði af-
numinn, og stofnlán til landbún
aðar hækkuð upp í % kostnað-
ar. Núverandi lánsfjárhöftum
Stofnlánadeildarinnar verði af-
létt og ráðstafanir gerðar til að
tryggja deildinni af þjóðfélags-
heildarinnar hálfu eðlilegt
starfsfé.
Kaup eyðijarða.
Að ríkið kaupi sjálft eða geri,
ef betur þykir henta, sveitarfé-
lögum mögulegt að eignast jarð
ir, sem nú eru í eyði svo og þær
jarðir, sem ábúendur verða að
hverfa frá og seljast þá ekki á
frjálsum markaði til búsetu.
Ríkið eða sveitarfélögin selji
þær bændum eða leigi á erfða-
festu, þegar eftirspurn skapast.
íbúðarlán.
Að lán til íbúða verði % a£
byggingarkostnaði, lánstími
lengdur frá því, sem nú er og
lán einnig veitt til varanlegra
endurbóta í íbúðarhúsnæði.
Dreifing ríkisstofnana.
Að unnið verði að því að stað
setja opinber embætti og ríkis-
stofnanir með tilliti til lands-
hlutajafnvægis
Síldarvinnsla og síldar- i
flutningar
Þingið telur það mjög mis-
ráðið að flytja af sumarsíldar-
miðum norðanlands og austan
afla til vinnslu í verksmiðjum
á suðvesturlandi og fráleitt að
veita stuðning ríkisins til slíkr-
ar starfsemi eða til að stækka
eða byggja síldarverksmiðjur
syðra í þessu skyni.
Telur það, að síldarafla sem
ekki eru tök á að nýta á næstu
löndunarstöðum beri að miðla
til þeirra verksmiðja á norður-
og austurlandi, sem þar hafa
verið reistar og koma upp nýj-
(Framhald á blaðsíðu 7.)