Dagur - 02.04.1966, Blaðsíða 1

Dagur - 02.04.1966, Blaðsíða 1
XLIX. árg. — Akureyri, laugardaginn 2. apríl 1966 — 25. tbl. Dagur kemur út tvisvar í viku og kostar kr. 30.00 á mán. í lausasölu kr. 5.00 Ishrafl við Grímsey í GÆRMORGUN sást nokkur ís vestur af Grímsey og rak hann suður. Lengra, í norðvest- •ur, syndist þéttari ís. Af bæjum á Sléttu sást ekki ís og ekki heldur frá Skoruvík i gær, Skyggni var allgott öðru hverju. Ut frá Hornbjargi er ísinn Jangt undan, eða 55 sjómílur, samkvæmt frétt frá Jóhannesi Snorrasyni flugstjóra í gær, er hann flaug til Grænlands. En 60 mílur norður ai Horni var aðalísbrúnin, og er hún fjær en menn hugðu. Veðurstofan kl. 6 í gær: ísinn er 13 sjómílur út af Rauðunúp- um og 19 mílur út af Gjögri. ísröndin er gisin á 20—30 milna .belti. □ X ■ X ; i ... 8HÉ9I X 1 *« ■ ■ íshrafl var í gærmorgun komið a'ð Grímsey og rak þaö í suðurátt. (Ljósm.: G. J.) SAMKVÆMT samtali við Skoruvík sást samfeld ísrönd þaðan á miðvikudaginn í góðu skyggni. Undanfarið hefur ver- ið mjög kalt á Langanesi og móða yfir hafinu, sem gefur til kynna að ísinn sé nærri. Á miðvikudagskvöldið gerði norðvestan aftakaveður. Snjór er mikill og jaiðlaust með öllu, enda hjarn yfir allt. Samgöngu- leysið er þjakandi austur þar. Mikið hefur rekið á Langanes- fjörur og enn rekur þar. □ sagði forstjóri Svtss ÁSuminium eftir að iðnaðarmálaráðherra hafði skrifað undir afúmínsamningana Þessi lctta trébrú liggur yfir Skátagil á Akureyri. (Ljósm.: E. D.) Lá úti heila nótt á Brekknalieiði Gunnarsstöðum Þórshöfn 1. apríl. í fyrrnótt lá maður að nafni Tryggvi Jónsson frá Þórs- höfn úti á Brekknaheiði í of- stopaveðri, og lifði af nóttina. Tryggvi fór með Þórshafnarpóst á móti Bakkafjarðarpósti á mið SEXTÁN BÍLAR í ÁREKSTRLM í GÆR og fyrradag lentu 16 bíl- ar í árekstrum á Akureyri, sagði lögreglan í gær. Að öðru leyti er fremur rólegt á vett- vangi lögreglunnar, þegar frá er dregin nokkur ölvun borgar- anna, sem er vanalegt viðfangs- efni. □ vikudaginn og fór austur í Höfn á Langanesströnd. Sama dag kl. 5 fór hann af stað frá Felli heim leiðis, en er hann kom ekki heim á eðhlegum tíma, var leit hafin og snjóbíllinn nýi notaður. En vegna þess hve veður var þá illt orðið, bar leitin ekki árang- ur um nóttina. En klukkan að ganga sjö næsta morgun fannst Tryggvi á miðri heiði. Hafði hann fylgt stauralínu meðan á milli staura sást. En í beygju einni sá hann ekki næsta staur og lét þar fyrir berast um nóttina. Tryggvi er hið mesta karl- menni og þótt honum væri kalt, hresstist hann fljótt og mun hafa verið lítt eða ekki kalinn. Glíklegt er talið, að för þessi hefði endað vel, ef Tryggvi hefði freistað þess að halda áfram för sinni um nóttina, eins og veður var þá á þessum slóðum. Ó. G. Á MÁNUDAGINN voru undir ritaðir í Reykjavík samingar milli íslenzku ríkisstjórnarinnar og forráöamanna Sviss Alumin- íur.r Ltd. u~. álbræðslu við Straumsvík og raforkusölu til hennar. Að Iokinni undirskrift, sem þó er með þeim fyrirvara, að Alþingi samþykki sanming- ana, ræddi forstjóri Sviss Alum iníum, E. R. Meyer við blaða- Álúmmálið lagt fyrir Álþingi í gær 1 GÆR var lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um lagagildi samnings við Swiss Aluminium um álbræðslu við Straumsvík, og hefjast umræður um það í dag. Hér er um að ræða citt allra fyrirferðamesta þingskjal, sem lagt hefur verið fyrir Alþingi rúmlega 230 bls. og er þar prent aður með frumvarpinu, ásamt greinargerð, aðalsamningurinn við svissneska alunifyrirtækið og undirsamningar milli Iands- virkjunar, Hafnarfjarðarbæjar og hins íslenzka álfélags, sem svo er nefnd ásamt fleiri fylgi- skjölum. □ menn og gaf þá m. a. þessar upplýsingar. Sviss Aluminíum er almenn- ingshlutafélag með þátttöku 12 þús. aðila í Sviss, stofnað 1889. Fyrirtækið hefur reist 9 ál- bræðslur, eins og hér er fyrir- hugað að reisa, m. a. í Noregi, ítalíu, Sviss, Austurríki, V- Þýzkalandi, Bandaríkjunum og Hollandi. Álbræðslan hér á landi á að vera 30 þús. tonna en stækka (Framhald á blaðsíðu 7.) GEYSIR SÖNG GEYSIS í Samkomu- húsinu á fimmtudagskvöldið var mjög vel tekið, bæði kór og einsöngvurum. í gær- kveldi söng kórinn þar aftur en á sunnudagskvöldið hefur; hann söngskemmtun í Sjálf-j stæðishúsinu. Kórfélagar eru nú rúmlega 40 talsins og er kórinn nú að hálfu skipaður nýjum mönn- j um og söngskráin að sumu leyti nýstárleg. Söngstjóri er Árni Ingi- mundarson. MikiS velrarriki og illviðrin eru fið YTtri-Nýpum Vopnafirði 31. marz. í Vopnafirði er mikill snjór, með því mesta, sem hér hefur verið og löngum ill og leið veðrátta. Engin leið á landi er rudd og er farið á dráttar- vélum ofan á snjcnum í ýtuslóð Víðast er haglaust með öllu og eru menn uggandi um fóður- vöntun ef vorið verður einnig hart. í haust var byrjað að sprengja fyrir laxastiga við fossinn í Selá og ætlunin að Ijúka byggingu laxastiga næsta sumar. í vetur hefur mikið af bolviði rekið á fjörur, en hann er verð- mætt og eftirsótt girðingarefni. Um lengri tíma höfum við lifað og hrærst í snjó. Nú bætist við nokkur beygur vegna ísafrétt- anna síðustu daga frá Grimsey og Langanesi. Þorsteinn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.