Dagur - 02.04.1966, Blaðsíða 2

Dagur - 02.04.1966, Blaðsíða 2
2 JÓNAS JÓNSSON FRÁ HRIFLU: Nýja testamentið og siðfágmi íslendinga Gyðingar stóðust óveðrið. Fyrr hefur verið vakin at- hygli á því að hinn fomi heim- ur milli Himalaja og Atlants- hafs hrundi í rústir eftir löng og sögurík menningartímabil. Lítill kvistur af tré fornmenn- ingarinnar lifði af þessi fárán- legu Ragnarök. Það var kyn- Stofn Gyðinga. Þó var hann á þessu tímabili meira ofsóttur heldur en nokkur önnur þjóð. Það sem réð úrslitum var að Gyðingar töldu sig og allan þjóðstofninn standa í sambandi við voldugan, samningsbundinn verndarmátt. Það var Jehova. Gyðingar voru hans þjóð. Hann gaf þeim ættlandið ísrael. Þeir voru hans útvalin böm með nokkrum hætti ein fjölskylda. Aðrar þjóðir höfðu trúað á stokka og steina og fjölmarga hversdagslega hluti. Sumar suðurlandaþjóðir gerðu þá með mikilli snilli fögur listaverk úr marmara eða dýrum málmum af guðum sínum. Þeim voru reist fögur hof. Eitt þeirra, marmarahöll- in í Aþenu er talin fegursta bygging reist af manna hönd- um. En þessi fornu trúarbrögð og goð þeirra megnuðu ekki að veita mannssálinni hugarfró í erfiðleikum daglegrar lífsbar- áttu eða vonir um hugstætt líf eftir ferðalok á jörðinni. Arfur frá Gyðingum. Kristindómurinn kom með andlegt ljós og líf til þessara vonsviknu manna. Þar var jafnt að ræða um örsnauða menn og réttindalausa og yfir- stéttarfólk þreytt af munaði og eyðslu. Gyðingaþjóðin stóð ein og óstudd gegn hafróti aldanna. Þeir einir áttu máttuga og lýs- andi hugsjón fyrir sig og sinn kynþátt. Á vegum þessarar þjóð ar var öryggi um ókomna tím- ann bæði hér á jörð og eftir að jarðlífinu var lokið. Gyðing- ar hafa eignazt voldugar og víðfeðmar bókmenntir. Öld eftir öld sköpuðu snillingar þjóðar- innar ný andleg afverksver'k.' > Þeir eignuðust spaka löggjafa, skáld og spámenn. Boðorðin tíu. Þaðan er komin undirstaða allrar lögspeki menntaðra þjóða. Nýir spámenn bættu við. Jóhannes skírari var einn af þessum andlegu brautryðjend- um, nálega samtíða Kristi. Þeg- ar Jesú hóf trúboð sitt byggði hann á traustum grunni. Hann fæddist upp með gáfuðustu þjóð heimsins. Þjóð hans var rík- af andlegum auði, þar sem yfirburðamenn margra kyn- slóða höfðu skapað þjóðmenn- ingu sem ekki átti sinn líka. í andans heimi Gyðinga var trú og vissa um ósýnilegan en alvoldugan guðlegan mátt. Gyð- ingar litu á sig sem hans þegna. Jesú og lærisveinar hans og all- ir sem trúðu á hann og fylktu liði um stefnu hans og trúboð byggðu á guðstrú Gyðinga. F agnaðarboðskapurinn. Kristindómurinn gaf mann- kyninu sjálft fagnaðarerindið: Bræðralag mannanna og eilift líf. Gyðingdómurinn er séreign Abrahamsbarna og getur eftir eðli sínu ekki orðið andleg eign annarra þjóða eða trúflokka. Arfleifð Gyðinga er takmörkuð ■við eina þjóð en Kristindóm- urinn stendur í þakkarskuld við Gyðinga fyrir að hafa gefið heiminum óvenjulegar og óborg anlega auðugar bókmenntir og sjálfan meistarann Jesú frá Nazaret. Viðhorf valdstéttanna til Krists. - Lærisveinar Jesú voru góðir drengin en ækkf bókmennta- menn. En þeim fór líkt og forn íslendingum sem mundu vel og lengl kvæði.sín.og sögur. Starfs tímf "KiTeti ~ óg- samverutími hans við lærisveinana var ekki nema þrjú ár. Alla þessa stund fÓr hánn .með _þeim um landið, en mest um ættbyggð meistar- ans, Galeleu. Lítið komu þeir til Jerúsalem fyrr en dró til úrslita. f höfuðborginni var hið rómverska ríkisvald og fræði- menn-og öldungar Gyðinga. Öll ýfirstett -höfuðborgarinnar var að kálla mátti full af óvild, hatri og afbrýðisemi gagnvart hinuni unga nýja. trúarleiðtoga. Hann var í augum valdamanna l_andsins -hreinn og beinn upp- reisnarforingi. Eri'hvar sem Kristur ferðað- ist á trúboðsdögum sínum festu lærisyeinar hans vandlega í hug sér orð hans og athafnir. Eftir dauða Krists var það kærasta iðja lærisveinanna og annarra Gyðiriga sem byrjuðu að trúa á guðdómseðli meistarans að rifja upp allar endurminningar pg orðræður um þennan skamm vinná sainferðatíma. Guðspjöllin og postularnir. Eftir nokkra áratugi voru all- ar þessar endurminningar bók- festar: Þessar heimildir eru enn þann dag í dag grundvöllur kristindómsins. Það eru guð- spjöllin fjögur kennd við Markús, Matteus, Lúkas og Jó- hannes. Kjarni kristinnar trúar er geymdur í þessum fjórum sögulegu ritgerðum. Þar er rak- in ævisaga meistarans með nokkuð breyttu orðalagi og efn- isskipan í hinum einstöku hand- ritum. Hver sem vill kynna sér kenningu Krists leitar til guð- spjallanna. Þau breytast ekki þótt aldir líði. Þau eru hinn eilífi andans brunnur kristinna þjóða. Nú hefur þróun kirkju og siðgæðismála hér á landi orðið , með þeim hætti að foreldrar og prestar hafa síminnkandi áhrif á uppeldi æskunnar, meðan hún er á mótunaraldri. Þar skortir nýjar leiðir. Stundum kemur fyrir í öllum landshlutum að fólk á öllum aldri en þó mest þeir sem sízt mega við algeru taumleysi, lendir í skyndivill- um, svo sem þegar mörg hundr- uð gleðskaparmenn dvelja dægrum saman klæðlitlir og of- urölvi, viti fjær í skemmtiskóg- um landsins eða þegar nokkur hundruð hraustra og efnilegra manna brjóta glugga og hurð- ir og borðbúnað í fallegum og vel gerðum samkomuhúsum. Hér er næstum um að ræða sæmilegan efnivið en ófull- komna þjálfun bæði andlega og líkamlega. Kennarastéttin tekur við af postulunum. Hér verður að benda á nýja leið í miklu vandamáli, senni- lega þá einu sem íslendingar geta gripið til í miklum vanda. Skólgmir eiga að kenna krist- indóm og siðfræði en skortir bæði tíma og þá réttu kennslu- bók. í nálega 20 aldir hafa ein- staklingar og þjóðir leitað til guðspjallanna þegar mest lá við. Skólar landsins hafa nógan tíma með því að þoka til hliðar óþörfu efni. Og kennslubókin er til. Sjálf guðspjöllin. And- ríkasta bók heimsins og fremst bóka í listrænu gildi. Hún er allstaðar til á gullhreinu ís- lenzku máli. Fordæmi um vinnu brögð eru öllum kunn frá Gale- leu. Kennarinn les eða segir námsefnið blaðalaust. Hjá post- ulunum var kennslustundin framsaga og samtal. í Gyðinga- landi voru lærisveinar Krists vanari líkamlegri vinnu heldur en ræðuhöldum. Hér eru við hvern ungmennaskóla kennarar sem eru þjálfaðir með löngu námi til að gegna kennslustarfi. Vinnubrögðin eru auðveíd. Kennarinn opnar Nýja testa- mentið og byrjar til dæmis að lesa söguna um hinn miskunn- sama Samverja. Hann les um stund snýr sér til nemendanna ’ og ræðir við þá um form og efni. Nemendur og kennarij skiptast síðan á um lestur og* þátttöku í að skýra efnið. Efi rétt er að farið heldur kennsl-S an áfram mánuði og missiri þarg til skólinn hefur opnað beztu bók heimsins fyrir öllum sínum lærisveinum. Ef einhverjir halda því fram, að íslenzk ung- ménni geti ekki skilið orð og anda guðspjallanna, þá er í því fólgin vantraustsyfirlýsing um hæfileika þjóðarinnar. Öldum saman hafa hundruð milljóna skilið þessi fræði. □ Merkilegt útvarpserindi Á SUNNUD AGSKV ÖLDIÐ hlustaði ég á útvarpserindi Ulfs Ragnarssonar læknis er hann nefndi „fáein orð í fullri ein- lægni“. Fjallaði erindið um áfengisneyzlu og áfengismálið yfirleitt. Fannst mér svipaður munur á að hlusta á það og að lesa sumar blaðagreinar æstra bindindismanna eða hlusta á ræður þeirra, eins og t. d. að hlusta á einlægan og trúaðan prest, eða æstan trúboða ofsa- trúarflokks. Ulfur læknir þekk ir vandamálið. Hann hefur feng izt við lækningu drykkjusjúkl- inga í heimahúsum, á hælum og spítölum og jafnvel í fangelsum. Hann hefur mikla samúð með þeim, sem svo er ástatt um, en hann svívirðir þá ekki eins og margir gera. Var öll ræða hans hógvær og prúðmannleg og þó í fullri einlægni, eins og fyrir- sögn erindisins gaf fyrirheit um. Þökk sé honum fyrr erind ið, svo og öðrum, sem tala af einhverju viti um þetta mál og önnur. Það sem mér fannst m. a. at- hyglisvert við erindið var, að mér virtist læknirinn telja að áfengið sjálft og drykkjuskap- urinn væri ekki frumorsök á- fengisbölsins, heldur afleiðing af öðru. Þessu er eg alveg sam- mála. Frumorsökina virtist mér hann telja þá, að mönnum — og konum — leiddist. Þess vegna færu þeir að drekka. Ráðið væri því að vinna nytsöm störf. Þetta er sjálfsagt rétt það sem það nær. Hræddur er ég þó um að orsakirnar geti verið fleiri. Ég er það gamll, að ég man vel síðustu ár liðinnar ald ar og frá upphafi þessarar. Ég ólst upp í sveit og var þar fram á miðjan aldur og þekkti því bezt til þar. Þar var lífið eigin- lega eintóm vinna frá morgni til kvölds, og engar frístundir nema stopular á sunnudögum. Ekki gat mönnum leiðzt þá vegna aðgerðaleysis. Þó kom það æði oft fyrir, að sveitamenn drukku sig blindfulla, t. d. á heimleið úr kaupstað og í rétt- um á haustin. Svipað má víst segja um verkamenn í kaup- stöðum, verzlunarmenn og skrif stofumenn. Allir urðu að vinna baki brotnu og fengu sér þó stundum í staupinu. Að vísu drukku þá flestir aðeins ein- staka sinnum og segja má að þá hafi ekki verið um neitt áfengis böl að ræða. Getur því kenning læknisins að mestu staðizt fyrir þessu, mikil dagleg vinna kem- ur áreiðanlega í veg fyrir við- varandi drykkj.uskap, en það er einmitt hann sem veldur áfengis bölinu. Upp úr aldamótunum fór bind indisstarfsemi mjög vaxandi og náði hámarki þegar bannlögin voru samþykkt við þjóðarat- kvæði árið 1908. Fleiri þjóðir reyndu það úrræði um svipað leyti eða nokkru síðar: Banda- ríkin, Noregur og Finnland. Öll hafa þessi ríki, að íslandi með- töldu, afnumið bannið. Skal sú sorgarsaga ekki rakin hér, en áfengisbann verður sennilega hvergi reynt aftur, að fenginni fremur biturri reynslu. En nú býr þjóðin við áfengis- böl, sem ekki þekktist áður að neinu ráði, þó áfengissala væri þá frjáls. Það mátti t. d. selja brennivín í hverri búð fram að síðustu aldamótum. Hvað veld- ur? Jú, ætli það sé ekki m. a. það, sem Ulfur læknir var að benda á. Það er stöðugt verið að stytta vinnutímann og sífeld- ar kröfur um það, sumir vinna aðeins 5 daga vikunnar og marg ir heimta nú þau réttindi, sem ekki hafa þegar fengið þau. Frí- stundirnar eru því margar. Ekki hafa allir þann andlega þroska eða þá menningu að nota frí- stundirnar til að auðga anda sinn, stunda íþróttir eða gera sér annað gagn með þeim. Þeim leiðist því. Sækjast eftir skemmt unum og þar er oft áfengi á boð stólnum. Fara því að drekka. Svo eru auk þess ekki svo fáir, sem þjóðfélagið beinlínis mein- ar að vinna. Ekki er að efa að sumum þeirra leiðist. Svo kem- ur fleira til. Margir hafa nú full ar hendur fjár, eða halda að þeir hafi það af því krónurnar eru fleiri, þó þær séu að sama skapi verðminni. Þeim finnst því að þeir hafi efni á því að fá sér flösku eða þá sjúss á bar. Áður sáu menn í aurana. Við þetta bætist svo að tveir stórir hópar, sem ekki drukku áður eru nú farnir að gera það: kon- ur og unglingar af báðum kyn- um og er hið síðarnefnda vitan- léga lang alvarlegast, því þeirra er framtíðin. Ungar stúlkur drukku alls ekki í mínu ungdæmi og eldri konur ekki heldur svo neinu næmi. Það kom að vísu fyrir að strákar drukku sig fulla af for- vitni og mannalátum. — Flestir voru þó lausir við það. Þeir fáu sem það gerðu henti það kannske einu sinni á unglings aldrinum, eða þá a. m. k. mjög sjaldan. Af því skapaðist ekkert vandamál. í hæsta lagi uppsala og fárra klukkutíma timbur- menn. Svo var það búið. í þá daga þurfti börnum og ungling- um heldur ekki að leiðast vegna iðjuleysis. Þá var farið að láta þau vinna á unga aldri og lang- an vinnudag. Ekki höfðu ungl- ingar þá heldur peninga til að kaupa vín fyrir. Þeir unnu hjá foreldrum sínum eða á þeirra vegum og fengu sjálfir ekkert (Framhald á blaðsíðu 7.) Minningarsjóð- ur Jakobs Jakobssonar MINNIN GIRS J ÓÐUR JAKOBS JAKOBSSONAR var stofnaður árið 1964 til minningar um Jakob Jakobsson okkar ágæta knattspyrnumann er lézt af slys förum í Þýzkalandi, 26. janúar 1964. Sjóðurinn varð þegar á því sama ári tæpar 98 þús. kr. og er nú orðinn kr. 118.092,20. Sjóðnum hafa borizt ýmsar góðar gjafir og'má m. a. nefna peningagjöf frá íþróttaféláginu Völsungur á Húsavík að upp- hæð kr. 3000.00. í 5. gr. skipulagsskrár sjóðs- ins segir m. a. að þegar sjóður- inn hafi náð kr. 100.000.00, þá megi veita úr honum auk vaxt- anna, helmingi tekna hans, árs- ins á undan. Úr sjóðnum er því heimilt að veita á þessu ári allt að kr. 12.720.00, en tilgangur hans er að styrkja efnilega íþróttamenn á Akureyri, með því að styrkja þá til náms í iþrótt sinni eða út- vega þeim kennslu eða náms- aðstöðu. Æskilegt er að þeir íþrótta- menn á Akureyri, sem hug hafa á því að sækja um styrk úr sjóðnum, geri það eigi síðar en 15. apríl n. k. Stjórn sjóðsins vill minna á að minningarspjöld sjóðsins fást í Bókaverzlun Jóhanns Valdimarssonar og Verzlun Ásbyrgi. f stjórn sjóðsins eru Knútur Otterstedt, Björn Baldursson og Haukur Jakóbssóri. BIBLÍUFYRIRLEST- UR AÐ BJARGI SUNNUDAGINN 3. apríl verð- ur að „Bjargi“, Hvannavöllum 10, fyrirlestur sem er aiþjóðlegs eðlis. Er það Biblíufélagið Varð- turninn sem stendur á bak við þennan fyrirlestur, og _ er það söfnuður votta Jehóva hér í bænum sem býður alla vel- komna að heyra þennan fyrir- lestur. Fyrirlesturinn sem er nefndur „Hvað héfur það í för með sér fyrir mannkynið, að Satan djöfullinn verður bund- inn?“, verður haldinn í hér um bil 24.000 söfnuðum votta Je- hóva og auk þess í mörgum starfshópum þeirra víða um heiminn þennan sama dag. Hér á staðnum hefst fyrirlest- urinn kl. 16.00 að „Bjargi“, og verður það Hr. Kjell Geelnard, fulltrúi Varðturnsfélagsins hér á Akureyri sem mun flytja hann. Til þess að undirstrika al- þjóðlegt eðli ræðunnar munu líka verða til sýnis hinar mis- munandi útgáfur af blaðinu „Varðturninn“, sem núna kem- ur út á 70 tungumálum. Eins og áður er sagt eru allir velkomnir, og er aðgangur auðvitað ókeypis. (Fréttatilkynning )

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.