Dagur


Dagur - 02.04.1966, Qupperneq 4

Dagur - 02.04.1966, Qupperneq 4
s Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. KVEÐJUORÐ Sveinn Ásmundsson byggingameistari frá Siglufirði Fæddur 16. júní 1909 — Dáinn 26. febrúar 1966 sjúkrahússtjórnarmenn yrðum Sveins Ásmundssonar svífur yf- oft viðskila við hann stund og ir vötnunum og ber framkvæmd L , P« 1 r 1 « ■ stund, Ætíð kom í ljós að hann in merki þeirra um alla fram- mmmr riniircfKittir var jafn öruggur um lausnina tíð. rUi iUUI LIGiyS jiiUiiðS og hann var skjótur að finna Þáttur Sveins að sjúkrahúss- Vogum eina rétta ráðið, og móta mark- byggingunni í Húsavík er hluti visst heildarmynd framkvæmd- af skapandi sögu Húsavíkur, arinnar fram í tímann, með ótrú þótt þátttaka hans hafi staðið - MINNING - legri leikni. Dæmi um þetta er skamma hríð. ÓLÁNSMENN TVENNT liggur nú ljóst fyrir í fréttum af samningum þeim, sem íslenzka ríkisstjórnin hefur þegar gert við auðliringinn Swiss Alumin- ium Ltd. og undirritað. Hið fyrra er það, að hið erlenda félag fær hér á landi, frá væntanlegri Búrfells- virkjun, keypta raforkuna við 28% lægra verði en frændur okkar Norð- menn selja sína raforku sömu aðil- um til sams konar nota, þ. e. til ál- bræðslu þar í landi. En fyrri fregn- um um þetta liefur verið harðlega mótmælt. Swiss Aluminium hefur í öllum löndum, sem það hefur reist álverksmiðjur í, þurft að greiða raf- orku hærra verði en íslendingar hafa látið sér nægja. Þetta er sam- kvæmt umsögn E. R. Meyer forstj. Swiss Aluminium, að undirskrift samningar lokinni. Síðara atriðið, sem engu minni at- hygli hefur vakið meðal almennings, er það, að hinu erlenda félági tókst í samningunum við íslenzk yfirvöld, að skjóta ágreiningsmálum, er upp kunna að koma, undan íslenzkum dómstólum og skuli þau lögð í er- lendan gerðadóm. Fyrir slíku finn- ast engin fordæmi í réttarríki, þar sem líkt stendur á. . Þessi tvö atriði hinna nýju samn- inga, um álbræðslu við Straumsvík og orkusölu þangað frá væntanlegri Búrfellsvirkjun, hafa vakið réttláta reiði þjóðarinnar, og mjög að von- um. Slíkir samningar eru frekleg móðgun við liina almennu borgara, enda höfðu þeir aldrei gefið Alþingi né ríkisstjórn lieimild til slíks, ekki óskað þess og ekki verið að því spurðir, svo sem krefjast verður þó í lýðræðisríki um slíkt stórmál. Um sjálfa raforkusöluna frá Búr- fellsvirkjun hefur það verið upp- lýst, að ekki megi virkjunarkostnað- ur né ísvandamálin verða meiri en á áætlunarpappírum stendur, því ef svo yrði, þurfti að borga með hverri einustu kwst., seldri Swiss Alumin- ium. Þá er þess að geta, að eftir svo sem 10 ár þurfa fslendingar að virkja á ný til eigin nota. Þá standa þeir frammi fyrir þeirri staðreynd, að orka frá þem stað, sem nú er tal- inn hagstæðastur virkjunarstaður, er bundin langt fram í tímann og byggja verður orkuver þar sem virkj unarkostnaður er meiri. Undirskrift nefndra samninga tek- ur þá fyrst gildi, þegar Alþingi hef- ur samþykkt þá. Sýnt þykir, að þing- menn stjórnarflokkanna, sem hafa nauman meirihluta, séu þegar ,hand- járnaðir* og að samningarnir verði samþykktir nú í vor, eins og þeir nú liggja fyrir. □ SVEINN ÁSMUNDSSON var jarðsunginn frá Fossvogskirkju hinn 7. marz sl., en hann hafði fallið skyndilega frá 26. febrúar sl. er hann var staddur á Akur- eyri á stuttri ferð á vegum sjúkrahússbyggingarinnar í Húsavík. Leiðir okkar Sveins lágu sam- an eftir að hann réðist fyrir tveim til þrem árum fram- kvæmdastjóri sjúkrahússbygg- ingarinnar í Húsavík. Samskipti okkar voru eðlilega mikil, vegna byggingaframkvæmdanna, og tel ég mig því þekkja gjörla til starfa hans hér. Einkunn mín til Sveins að leiðarlokum verður sú, og ég veit, að ég mæli þar fyrir hönd annarra stjórnar- manna sjúkrahússins, að þar sem Sveinn fór var á ferðinni óvanalegur maður, traustur maður er hafði óvenjulega mik- ið vald á verkefni sínu. Ljón- hugi að hverju, sem hann gekk, og viðfangsefnin voru honum hjartlæg baráttumál. Reyndin varð líka sú, að með hverju framkvæmdastiginu, vandasam- ara og sérhæfðra, við sjúkra- hússbygginguna, kom í ljós, að hann bjó yfir heilsteyptri og djúpstæðri þekkingu á viðfangs efninu. Við þetta bættist marg- þætt reynsla og leiftrandi yfir- litsgáfur og leikandi vald á því smæsta til hins stærsta. Allt er laut að sjúkrahúsi frá lækninga tækjum og til ytra útlits var hans vettvangur, sem hann var . innlifaður í af lífi og sál. Á þessum sviðum gat Sveinn gef- ið sköpunargáfu sinni lausan tauminn og látið gamminn i geisa, án þess að missa tökin á i viðfangsefninu eða verða fóta- i skortur á raunhæfum niður- i stöðum. ! Þetta gerði manninn yfirburð ! armann á sínu sviði, einstakan og afbrigðilegan. Leitun er á timburmeistara, sem engrar sér kunnáttu hefur aflað sér annarr ar en þeirrar er lærist af dag- legri önn viðfangsefnanna, sem hefur náð jafn sterkum undir- tökum á verkefni sínu, bæði er varðar bygginguna sjálfa og all- an búnað og það langt út fyrir sitt timburmannssvið. Slíkur al- hliða byggingameistari er vand- fundinn á tímum sérhæfingar- innar. Um mörg ár hafði það verið á döfinni á Húsavík að auka við sjúkrahúskostinn í bænum. Ekkert gekk né rak í fram- gangi þessara mála um ára- röð. Helzt var uppi áform um að byggja við gamla sjúkra húsið, svo að það nægði 30 sjúklingum með viðunandi hætti. Frumdrög voru gerð af þeirri stækkun. Málin voru því komin á það stig, að sjúkrahúss stjórninni var nauðsyn að ráða í þjónustu sína mann er gæti veitt undirbúningi og fram- kvæmd forstöðu. Hér heirna var engra grasa að leita um þetta efni, enda byggingamenn á Húsavík alveg reynslulausir á þessu sviði. Þörf var fyrir reynd an mann. Fyrir forgöngu héraðs læknisins, Daníels Daníelssonar, tókust samningar við Svein Ás- mundsson, um að hann gerðist framkvæmdastjóri sjúkrahús- byggingarinnar. Þar með var lagður sá grundvöllur að fram- kvæmdinni, sem mótar hana meir en önnur mannanna verk og gaf henni persónulegt svip- mót. Sveinn var í þann mund að skila af sér héraðsfélagsheim ili á Blönduósi og átti að baki mikinn orðstír við sjúkrahús- byggingar bæði á Blönduósi og Sauðárkróki. Hér lék því ekki vafi á, að sjúkrahússtjórn vissi, að hverju hún gekk, er hún réð Svein. Við það bættist svo að Sveinn naut leiðsagnar eins snjallasta arkitekts landsins, Sigvalda Thordarsonar, sem hét því að teikna sjúkrahúsið og lauk því að miklu leyti áður en hann féll frá. Þeirra samvinna var gróin í löngu samstarfi síð- an þeir byggðu sjúkrahúsið á Sauðárkróki, sem vitnar um meistai’ahandbragð þeirra. Er þeir tóku að glíma við sjúkrahúsbygginguna á Húsavík var stutt á millí sviptivindanna. Á skömmum tíma sönnuðu þeir að sjúkrahússtjórnin var á rangri leið um áform sín að öyggja við gamla sjúkrahúsið. Óvéfengjanlega sýndu þeir fram á að hægt var að reisa nýtt 30 rúma sjúkrahús í sama heildar- rými og fyrirhuguð viðbygging fyrir 10—15 sjúklinga var að stærð. Nú dugðu engar mótbár- ur heilbrigðisstjórnarinnar. Ákveðið var að byggja ’nýtt 30 rúma sjúkrahús með stækkunar möguleikum. Þeir sýndu fram á að ekki var eyktarmunur á kostn aði. Enn er sagan ekki fullsögð. Þegar á byrjunarstigi fram- kvæmda sýndi Sveinn Ásmunds son fram á, að heppilegra og ódýrara væri að fullsteypa upp sjúkrahúsið. Enn féllst heil- brigðisstjórnin á röksemdirnar og nú er hægt að koma fyrir 60 sjúkrarúmum í byggingunni, ef hún er öll nýtt. Sveinn fór hér á kostum og eldhuginn slíkur, að ekki var að undra þótt við kostnaðaráætlun sú, er gerð var er framkvæmdir hófust, sem margir tóku með eðlilegri varúð á verðbreytingatímum. Mér er kunnugt um, að í byrjun þessa árs var gerður samanburður á kostnaði og áætlun miðað við byggingaáfanga og kom í ljós að framkvæmdakostnaður var nokkuð undir áætlun. Þetta er fáheyrt á þessum síðustu verð- bólgutímum. Það var því mikil bjartsýni í mönnum, þegar Sveinn gaf stjórninni bráða- birgðayfirlit sitt í janúar og framkvæmdahugur. Nú skyldi stefnt að því í ár, að húsið skyldi verða tilbúið undir máln ingu fyrir næstu áramót. En þá kom reiðarslagið. Sveinn Ás- mundsson er fallinn í valinn einmitt nú, þegra vandasamari verkefni kölluðu að. Hjá Sveini hafði starfað efni- legur húsasmíðameistari, Ás- geir Höskuldsson, sem hafði ver ið náinn samverkamaður hans. Slík var fyrh-hyggja Sveins fyr- ir framkvæmdinni, að hann hafði sett samverkamann sinn svo glögglega inn í verk sitt, að hann gæti tekið þræði Sveins í sínar hendur og haldið áfram verkinu, án nokkurrar tafar. Kom í ljós að Sveinn hafði skýrt markað framkvæmda- stefnuna allt til lokastigs, bæði um smærri og stærri atriði. Áfram rís sjúkrahússbygging- in nýja í Húsavík og andi þeirra Sigvalda Thordarsonar og Minningarorð um Svein Ás- mundsson hljóta að verða, svo langt sem þau ná, orð um fram- kvæmdir og um átök. Hið tíg- urlega sjúkrahús á Húsavíkur- túni á einum fegursta stað í bænum var hans leiðarsteinn á langri og merkri byggingar- sögu. Það er þriðja og síðasta sjúkrahúsbyggingin, er hann stóð fyrir. Þetta er einstakt um nokkurn byggingameistara. Merkið stendur og lofar meist arann. Orðstír lifir og skipar honum sess í heilbrigðis- og líknarmálum Norðlendinga. — Húsavík auðgaði hann með verkhæfni og sköpunargleði og skilaði bæjarbúum hinu glæsi- legasta verki í byggingarsögu bæjarins á síðustu árum. Við, sem nutum hans í samstarfi, munum aldrei gleyma honum og þökkum hve hann auðgaði þennan bæ með nýju starfi og þrótti . Það stendur eftir skarð, sem fyrnist yfir með tímanum. Verkin hans ná út yfir nútím- ann. Frá þeim stafar birtu og líkn fyrir sjúka um framtíð. — Líknar- og slysavarnarmál áttu góðan liðsmann í Sveini Ás- mundssyni. Sveinn er horfinn sjónum og færi ég honum þakkir Sjúkra- húss Húsavíkur og bæjarstjórn- ar á endaðri leið. Ekkju hans, Margréti, börn- um hennar og tengdasyni votta ég samúð okkar allra. Áskell Einarsson. Opið bréf til „Heima er bezt" f DAG barst mér 3. hefti tíma- ritsins „Heima er bezt“. Ég hefi verið kaupandi þess frá byrjun, fagnað hverju nýju hefti og glaðst af innihaldi þess. En nú brá svo við, að fyrstu línurnar, sem ég las, urðu mér til angurs og gremju, þar sem tekin er mjög eindregin afstaða í umdeildu, og að því er virðist „pólitísku“ máli (að minnsta kosti á Alþingi), sem sé, vörn fyrir stækkun sjónvarpsstöðvar innar í Keflavík, ásamt ádeilu á andstæðinga þeirra fram- kvæmda, en sem sumir telja eitt mesta óhappaverk ríkisstjórnar- innar að hafa heimilað, jafnvel er talið, að sumir fremstu menn Alþýðuflokksins séu nærri þeirri skoðun. Og ekki nóg með þetta, held- ur er mótmælaundirskriftum og áskorunum menntamanna okk- ar til Alþingis um lokun Kefla- víkursjónvarpsins fyrr en seinna, líkt við múgsefjun ( en múgur þýðir í lakari merkingu þess orðs skríll). Hitt líkist víst ekki múgsefj- un, þó nokkrar þúsundir manna undirriti beiðni til Alþingis um hið gagnstæða, sem sé áfram- haldandi Keflavíkursjónvarp. Ég átti þess kost á síðastliðn- um vetri að. kynnast hersjón- varpinu, og komst þá að raun um, að 5 kvöld í viku voru tvær og stundum þrjár myndir, þar sem framin voru einhverskonar afbrot, sem oftast enduðu með manndrápum, ýmist af hálfu glæpamannanna eða af völdum lögreglu við skyldustörf sín. Og mér rann til rifja- að sjá börnin liggjandi á gólfinu fram- an við sjónvarpsskerminn bíð- ándi úrslitanna í ofvæni, og upp háfs næsta þáttar. Efalaust var þarna einnig sýnt gott efni, en eftir því var sjaldnast beðið, enda torveldaði málið skilning á því og gagnsemi. Kannske og vonandi sakar þetta ekki okkar vel uppöldu og andlega hraustu börn, en á það var og er engin nauðsyn að reyna. Flestum mun finnast þetta illa valið skemmtiefni og um menningargildið þarf ekki að deila. ÍW\ Svo virðist, sem ýmsum sjáist yfir það, að hermannasjónvarp, sem fyrst og fremst miðast við að dvelja fyrir vesalings aumk- unarverðum hermönnum, sem skákað er niður á hjara verald- (Framhald á blaðsíðu 7.) ÞURÍÐUR EIN ARSDOTTIR frá Vogum var fædd að Svart- árkoti í Bárðardal 25. júlí 1882. Faðir hennar Einar Friðriksson var af hinni svokölluðu Hraun- kotsætt, en móðir hennar, Guð- rún Jónsdóttir af Baldursheims ætt, og eru ættir þessar víð- kunnar og verða ekki raktar hér. Foi-eldrar Þuríðar voru hin mestu atorku hjón. Bjuggu þau fyrst góðu búi í Svartárkoti og ólu þar upp flest börn sín, 4 dætur og 5 syni. Árið 1895 flyt- ur þessi fjölskylda að Reykja- hlíð í Mývatnssveit. Reykjahlíð var þá þegar kunn að miklu víð lendi og miklum landkostum, en til að nýta þá, þurfti mikið vinnuafl. Og hér fór það saman að hin dugmiklu hjón komu með nokkuð af fullvöxnu fólki. Var fjölskyldan vel samhent og samtaka um að gera brátt merki í ræktun og girðingum, sem enn standa og vitna um stórhug og dugnað. Þuríður var 13 ára, er hún fluttist að Reykjahlíð. Hún hafði í Svartárkoti alizt upp við mikla vinnu og margvísleg sveitastörf. Og í Reykjahlíð var ekki slakað á vinnuafköstum. Þá var ekkert rætt um 8 tíma dagvinnu. Þörfin og ýmsar ástæður varðandi heyöflun, réðu þá mestu um lengd vinnu- dags. Ég, sem þessar línur rita kynntist Þuríði lítið eitt á ungl- ingaskóla og fann þá strax að hún var bókhneigð og vel gefin, en þá var lítið um skóla og lítið um möguleika að afla sér mennt unai’. En er Þuríður var um tvítugt dreif hún sig til náms í kvennaskóla, sem þá var á Ak- ureyri. Þar stundaði hún nám í 2 vetur og mun hafa unnið sér mikið álit meðal skólasystra sinna. Ein af skólasystrum Þuríðar var frú Aðalbjörg Sigurðardótt ir, landskunn merkiskona. Heim sótti hún oft heimili Þuríðar, og veit ég að vinátta þeirra hélzt meðan báðar lifðu. Hinn 9. júlí 1906 giftist Þuríð- ur Þórhalli Hallgrímssyni að Vogum, sem er næsti bær fyrir sunnan Reykjahlíð. Hófu hin ungu hjón búskap 1906 á !4 að Vogum. (í Jarðabók Árna Magnússonar eru landkostir í Vogum taldir rýrir, en frá þeim tíma til aldamóta 1900 virðast Vogar hafa litlum breytingum tekið.) Hraunklettar lágu þá jafnvel inn í túnið, og enginn möguleiki til útgræðslu með þeim verkfærum, sem þá voru fyrir hendi. En efalaust hafa ungu hjónin hafið ævistarfið vonglöð og trúað á lífið og fram tíðina. Smátt og smátt var reynt að stækka búið. Engjar voru litl ar og heyöflun rýr, en útbeit fyrir sauðfé nokkur. í Vogum fæddust Þórhalli og Þuríði 8 börn, af þeim lifa 3 piltar og 2 stúlkur, en þrjú dóu á ýmsum aldri, tvær stúlkur og einn piltur. Þuríður fékk að reyna það að lífið getur verið nokkuð harð- leikið, en þrek hennar og æðru leysi bar hana yfir brimskafla. Fyrsta áfallið kom, er þau misstu 7 ára stúlku, Kristjönu Friðriku að nafni, yndislegt barn. Og eftir fá ár missa þau 18 ára stúlku, sem hét Ólöf Val- gerður, fulla af lífsfjöri og æsku þrótti. Þá var sár harmur kveð- inn af þeim hjónunum og raun- ar fleirum í Mývatnssveit, því hér var upprennandi æskurós, sem lífið virtist brosa við. Loks missir svo Þuríður mann sinn 1941, eftir 35 ára sambúð. Og enn missir hún 26 ára pilt, Her- mann hinn mesta efnismann, hógværan, kurteisan, félagslynd an, drenglyndan, en um leið hið mesta karlmenni eins og glímu- félagar hans í sveitinni munu vel kannast við. Það mætti nú ætla að stríðir stormar og öldurót lífsins tæki að lægja, er hér var komið sögu. Lífsreynd kona hafði þegar gold ið lífinu nokkurn skatt. Enn bar hún lítt buguð harm sinn í hljóði og enn hélt hún fast í lífsgleðina, í trúna á lífið, í trúna á guð. Hún hafði kynnt sér spíritismann, lesið flest, sem um hann var ritað á íslenzku. Spíritisminn hafði fært hana nær trúnni á annað líf og endur- fundi þeirra, sem hún hafði misst. Séra Haraldur Níelsson prófessor hafði með fyrirlestr- um sínum og ræðum hrifið hana mjög eins og fleira fólk í Mý- vatnssveit. Og þrátt fyrir allt gat Þuríður enn glaðst í góðra vina hóp og séð lífið í Ijóma sín um. Hún var nú nokkuð tekin að eldast, börnin tekin við bú- skapnum og hún að hafa rólegri daga og helga sig meir bóklestri. Þá var það eitt sinn er hún var á gangi úti fyrir húsi sínu, að hún féllur á hálku og mjaðmar- brotnaði. Varð sjúkrahúsvist all löng og vildi brotið seint gróa og ekki vel. Var nú leitað sjúkrahússvistar í Reykjavík. Gerði prófessor Snorri Hall- grímsson að brotinu, sem síðan bilaði ekki. Enn líða 5 ár og aft- ur verður Þuríði fótaskortur á milli húsa og brotnar nú sömu megin um hná. Var þá vandséð að slíkt brot mætti græða, en fyrir sérstaka umönnun Guð- mundar Karls og samstarfsfólks hans tókst það og hafði Þuríður fótavist fram á síðustu stund. Hef ég verið beðinn að færa þessu fólki kveðju frá Þuríði og aðstandendum hennar. Enn hélt Þuríður jafnlyndi sínu og æðruleysir Ég veit ekki hvort hún hefur nokkum tím- an kvartað. Sýnir þetta frábært þrek hennar. Þuríður var há- vaxin og aðsópsmikil. Svipur- inn hreinn og glaðlegur. Ég hygg að hún hafi varla á neinn deilt og trúði lítt á illt umtal. „Ætli þetta sé nú ekki eitthvað málum blandað", heyrði ég hana segja. Hún átti sæti í tveimur kvenfélögum og sótti vel fundi beggja meðan mátti, og studdi starfsemi þeirra. Þuríður söng ekki mikið sjálf, en ég vissi að þar réð meir hlédrægni hennar en getuleysi. Hún hafði nokkra söngrödd, en hún hafði meira gaman af að heyra sungið. Söng ur var hennar „unaðsmál“, enda heyrði hún oft mikið sung ið, bæði á sínu heimili og hjá nágrönnum. Börn Þórhalls og Þuríðar eru: Hallgrímur bóndi í Vogum. Kristján bóndi og bifreiðastjóri Björk. Einar Gunnar bóndi í Vogum. Halldóra kennslukona á Akureyri. Ólöf Ásthildur hjúkrunarkona (og húsmóðir) á Akureyri. Þuríður dvaldi tvo síðustu vetur á Akureyri hjá Ásthildi dóttur sinni og Páli Halldórs- syni, sem önnuðust hana af mik illi nærfærni. Hinn 14. febrúar síðastliðinn fékk Þuríður hjartaslag og var þegar örend. Kistan var flutt til Mývatnssveitar og jarðsett var frá Reykjahlíðarkirkju 1. marz. Þuríður hvílir í Reykjahlíðar- kirkjugarði við hliðina á manni sínum og börnunum þremur. En í Reykjahlíðarkirkjugarði þarf ekki að leita Þuríðar frem- ur en annarra ástvina vorra, þar er aðeins leiðið og minningin. Nú er andi hennar frjáls og svíf ur yfir gamla heimilinu, þar sem hún lifði lengst og starfaði mest. Þar átti hún dýpstar ræt- ur, ól upp börnin sín, þjáðist og gladdist. Þaðan lítur hún fegUrð Mývatnssveitar — fegurð Voga, óteljandi víkur og voga. Spegil sléttan vatnsflötinn við sumar- sól, eyjar, hólma og sker, ið- andi söngfuglamergð um allt vatnið, og loks hin bláu fjöll yfir öllu. Um leið og ég þakka Þuríði langa og góða samfylgd, kveð ’ég hana með erindi úr sóhni Einars H. Kvaran: „Þín náðin, Drottinn, nóg mér er, því nýja veröld gafst þú mér. Þótt jarðnesk gæfa glatist öll, ég glaður horfi á lífsins fjöll. Sigfús Hallgrímsson. Rauðhausafélagið Saga eftir SIR ARTHUR CONAN DOYLE 13 mundi hafa gildar ástæður til að vinna að þessum fram- í hug hverjar þessar gangi málsins. -^<§x$x$X§>3>3x$><$x$x$X$x$x$><3x$x$> «§X$X$X$X$X$X^<$><$>^<^<$X§X§X$X§><§) krumlum, siagði fanginn um leið og handjárnin skullu um úlnliði hans. Yður er kannske ekki ljóst, að ég er af kon- ungakyni. Má ég þess vegna biðja yður að þéra mig og mæla við nrig af fyllstu kurteisi, ef þér teljið yður þurfa að ávarpa mig. — Allt í lagi, sagði Jones, sem glápti á fangann og rak upp fánalega hlátursroku. Má ég þá biðja yður, herra minn, að gjöra svo vel að marséra upp, þar sem við skulunr ná í vagn til að flytja yðar tign á lögreglustöðina. — Þetta er skárra, svaraði Jolrn Clay allt að því hátíðlega. Hann hneigði sig hofmannlega fyrir okkur þremur og gekk hægum skrefum á braut í gæzlu lögregluforingjans. — Ég veit sannarlega ekki, herra Holmes, sagði Merry- tveather, þegar við gengum í lrumátt á eftir þeinr úr kjallar- anum, hvernig bankinn getur launað yður þetta afrek. Það leikur ekki á tveim tungum, að þér háfið flett ofan af og komið í veg fyrir einhverja stórkostlegustu tilraun til banka- ráns, sfem ég kannast við. — Ég; hef sjálfur átt í smáútistöðum við John Clay og þurfti að jafna það við hann, svaraði Holmes. Ég hef orðið fyrir lítilsháttar útgjöldum í sanrbandi við Jretta og leyfi mér að vænta, að bankinn endurgreiði Jrau, en að öðru leyti er ég erigra launa þurfi, umfram þá ánægju að hafa lifað þessa einstæðu atburði og að hafa heyrt hina merkilegu frá- sögn unr Rauðhausafélagið. — Þú skilur Jrað, Watson, sagði Holmes, Jregar við sátum lreima í Bakarastræti að aflíðandi óttu yfir glasi með whiskí og sóda, að Jrað var alveg augljóst mál frá upphafi, að hin eina ástæða auglýsingarinnar unr Félagið og afritun alfræði- bókarinnar hlaut að vera Jrörfin á að fjarlægja þennan ekki alltof stórgáfaða veðlánara nokkrar klukkustundir á dag. Það var harla einkennileg aðferð til að ná Jressu nrarki, en í rauninni væri erfitt að benda á aðra betri. Vafalaust hefur Jrað verið háralitur félaga lrans, senr kveikti Jressa flugu í kollinum á Clay. Fjögur pund á viku var agnið, senr lrann átti að bíta á og beit á. Hvað var það fyrir þá, sem ætluðu sér þúsundirnar. Þeir settu auglýsinguna í blaðið. Annar þrjóturinn kemur sér upp bráðabirgða skrifstofu, en hinn Jrrjóturinn æsir veðlánarann til að sækja um starfið. Báðir saman tryggja þeir fjarvistir hans frá heimilinu alla morgna vikunnar. Samstundis og ég fékk að vita að skrifstófujrjónn- inn hefði ráðið sig upp á hálft kaup, var mér ljóst, að hann — En hvernig gaztu látið þér detta ástæður væru? — Ef Jrað hefði verið kvenmaður í húsinu, hefði mér áreiðanlega dottið í hug, að hér væri um ómerkilegt kvenna- far að ræða. En Jrað virtist útilokað. Viðskipti veðlánarans voru lítilsháttar. Það var ekkert í lnisinu, sem gat réttlætt svo margbrotin undirbúning eða svo mikinn kostnað og hér var um að ræða. Hvað gat Jrað verið? Þá kom mér í hug áhugi aðstoðarmannsins á ljósmyndum og þessi undarlegi vani hans að hverfa niður í kjallarann. Kjallarinn! Þar var endinn á Jressum margflækta spotta. Þegar ég svo spurðist fyrir um Jrennan dularfulla aðstoðarmann veðlánarans, varð mér allt í einu ljóst, að hér var á ferðinni einn af djörfustu glæpamönnum Lundúnaborgar, maður, sem lætur sér fátt fyrir brjósti brenna. Hann var eitthvað að gfera í kjallaran- um, eitthvað, sem tók marga klukkutíma á dag og Jrað nrán- uðum saman. Hvað gat Jrað verið? Mér gat ekkert dottið í hug nema Jretta, að hann væri að grafa göng yfir í eitthvert annað hús. — Ég var þetta langt kominn í rökfærslu minni, Jregar við gengum á vettvang í dag. Þú varst hissa, þegar ég barði með stafnum í stéttina. Ég var að athuga, hvort göngin mundu ganga fram fyrir eða vera á bak við húsið. Þau voru ekki framan við. Svo hringdi ég og skrifarinn kom til dyra eins og ég hafði vænzt. Við höfðum átt í útistöðum, en aldrei séðst fyrr. Ég leit varfa framan í hann. Hnén á honum var Jrað, sem mig langaði til að sjá. Þú hlýtur að hafa tekið eftir, hve slitnar buxurnar' vórii á hnjánum, krukklaðar og blett- óttar. Þær sögðu mét söguna um gröftinn. Nú var aðeins eftir að gera sér grein fyrir, til hvers var allur þessi gröftur. Eg gekk fyrir hornið og Börgarbankinn blasti við sjónum, bankabyggingin áföst við hús veðlánarans. Gátan var leyst. Þegar þú varst farinn heim eftir tónleikana hitti ég þá að máli í Scotland Yard og yfirbankastjórann. Svo veiztu, hvernig fór. — Og hvernig vissirðú að þeir mundu láta til skarar skríða í kvöld? spurði ég. — Þegar þeir lokuðu skrifstofu Rauðhausafélagsins, þá var Jrað vottur Jress, að Jjeir töldu fjarvistir Jabez ÁVilson. ekki hafa neina þýðingu lengur. Með öðrum orðurn: Göng- in voru fullgerð. Það skipti miklu, að þau yiðu notuð sem allra fyrst, Jjví að hugsazt gat, að einhver uppgötvaði göng- in, eða að gullið yrði flutt. Enginn dagur var betri til þessara aðgerða en einmitt laugardagur. Þá höfðu Jreir tvo daga til undankomunnar. Af Jjessum ástæðum taldi ég víst, að þeir mundu reyna strax í kvöld. — Þetta var afburðagóð röksemdafærsla, sagði ég meðj áherzlu. Þetta var löng keðja, og hver hlekkur hélt. j; v ENDIR.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.