Dagur - 02.04.1966, Page 8

Dagur - 02.04.1966, Page 8
* t SMÁTT OG STÓRT Snjóhengjur í sjávarbökkum og klaki í fjörum. (Ljósm,: E. D.) ÉíÍHKHKHKBKHKHKHKKHKBKHKHKHKHKBKBKBKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKBKBKHKHKHKHKHKH* FÓLK BJARGAÐIST NAUMLEGA ÚT UM CLUGGA Stórbruni á Hauksstöðum í Jök- uldal í gærmorgun ÍBÚÐARHÚS, FJÓS OG HLAÐA BRANN OG SEX NAUTGRIPIR KÖFNUÐU í FJÓSINU Á SJÖUNDA TÍMANUM í gær stendur norðan Jökulsár og er morgun varð stórbruni á Hauks næsti bær við Hvanná. Þar stöðum á Jökuldal, en sá bær brann íbúðarhús, fjós og hlaða, STOFNLÁN TIL IÐNAÐAR VERZLUNARMENNTUN Með virðingu fyrir duglegu, menníuðu og strangheiðarlegu verzlunarfólki á Akureyri, verð ur að segja það eins og er, að í verzlunum bæjarms er alltaf margt af starfsfólki, sem ekki fyllir kröfur þær, sem til þess verður að gera í sæmilegum fyrirtækjum. Kaupfélög og kaupmenn hafa afsökunarsvör á reiðum höndum, en fáar úr- bætur. Of margt af starfsfólki því, sem hér um ræðir, er eltki starfi sínu vaxið. NÁMSKEIÐ EÐA SKÓLI Akureyringar þurfa að taka þetta mál í sínar hendur, og er þess helzt að vænta, að Kaup- félag Eyfirðinga hafi til þess vilja og aðstöðu, að brjóta blað í þessu efni. Verkleg og bókleg námskeið undir Ieiðsögn hæfra manna væru líkleg til áhrifa, a. m. k. ef þau væru beinlínis haldin fyrir starfandi verzlunar fólk. Kaup yrði svo að ein- hverju leyti miðað við þessa auknu menntun. Er hér að sjálf sögðu ekki átt við fárra daga námskeið, heldur einskonar skóla með ákveðnum hæfnis- prófum í lokin. Námskcið þessi gætu, ef vel tekst til, orðið undr anfari fasts verzlunar- eða sam- vimiuskóla á Norðurlancli. ÞEIR JÁTUÐU Ólafur heitinn Thors sagði fyrir nokkrum árum í áramótaræðu, að ef ekki tækist að stöðva verð bólguna væri „viðreisnin“ unn- in fyrir gýg, eins og hann orðaði það. Honum var þá eflaust í minni, að stöðvun verðbólgu og stöðvun verðlags var á sínum tíma aðal stefnumál „viðreisnar stjórnarinnar.“ f vantraustsum- ræðunum um daginn játuðu ráð herrar það berum orðum, sem allir raunar vita, að framkvæmd þessa aðal stefnumáls stjórnar- innar hefur mistekizt. SKULDASÖFNUN Eiíthvað var líka talað um það fyrir sex árum, að bæta fjárhag (Framhald á blaðsíðu 7.) ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON, Jón Skaftason, Ingvar Gíslason, Einar Ágústsson og Halldór E. Sigurðsson flytja á Alþingi laga frumvarp um að auka fjármagn Iðnlánasjóðs og lengja lánstíma hjá sjóðnum, að því er vélalán varðar, úr 7 árum upp í 10 ár, og að því er önnur lán varðar úr 15 árum upp í 20 ár. Gert er ráð fyrir, að ríkið greiði framlag til sjóðsins jafn- hátt gjaldi því í heild, sem greitt er af iðnaðarvörum og að Jántökuheimild sjóðsins verði hækkuð úr 100 millj. kr. upp í 200 millj. kr. Þetta er m. a. nauð synlegt, að dómi flutnings- naanna, vegna hækkandi verð- Framleiddar 28 þúsund funnur TUNNUVERKSMIÐJAN á Ak- ureyri lauk efni og þar nteð störfum 22. marz sl. og hafði þá smíðað 28 þús. tunnur á tíma- ■foilinu frá 9. janúar í vetur. Af fyrra árs framleiðslu var nær ekkert til. Tunnurnar eru geymdar á Dagverðareyri og í húsakynnum verksmiðjunnar. í fyrra var unnið rúmlega 2 mánuði við tunnusmíðina og framleiðslan þá tilsvarandi iminnL Verkstjóri er Björn Einarsson. Q lags, en gildandi lög um þetta sem eru frá 1963. Þeir segja, að iðnaðurinn búi nú við vaxandi lánsfjárskort. Hitt er einnig al- kunna, að þessi atvinnuvegur verður fyrir þungum búsifjum af vaxandi innflutningi iðnvara. Það kalla þeir „frelsi“ fyrir sunnan. □ allt er brunnið gat, en fólk komst út um glugga og mátti þar ekki tæpara standa. Sex nautgripir köfnuðu og tvær kindur. Allt innbú, sem og hey- ið í hlöðunni varð að sjálfsögðu eldinum að bráð. íbúðarhúsið á Hauksstöðum er gamalt steinhús, klætt timbri að innan. Húsfreyjan meiddist lítilsháttar. — Tjónið mjög lilfinnanlegt. Hjónin á bænum heita Óli Sigurðsson og Guðný Guð- mundsdóttjr. Böm þeirra eru 5, hið elzta 7 ára og það yngsta á fyrsta ári. Þarna dvaldi einnig faðir Guðnýjar og orðinn blind- ur. Húsfreyja meiddist lítilshátt ar í fótum er hún stökk út um gluggann. Talið er liklegast að kviknað hafi í út frá miðstöð. (Framhald á blaðsíðu 7). Magnús Jónsson lét jmponerast' MAGNÚS JÓNSSON ráðherra vék að reynslu sinni í stóriðju- nefnd í útvarpsumræðunum frá Alþingi. Hann kom inn í þessa nefnd sem staðgengill Jóhanns Hafsteins og lét þar „inponer- ast“ af samanburðarkenning- unni um Dettifoss og Búrfell, sem ýmsir kannast við frá Akur eyrarfundinum 1962. Eigi að síð ur gaf M. J. í skyn nokkru síð- ar, að hann hefði tromp á hend- inni, er duga myndi Norðlend- ingum í þessu máli. Mun hann þar hafa átt við framkvæmd þá, er gamansamir menn hér nyrðra kölluðu „náðarspena“, en sú framkvæmd var undir lokin úrskurðuð „of dýr“ eins og Dettifoss. Þegar búið var að staðsetja FA ætlar að reisa skála við Öskju eða Drekagil FERÐAFÉLAG AKUREYRAR hélt aðalfund sinn mánudaginn 14. marz sl. í skýrslu stjórnar- innar og ferðanefndar kom með al annars þetta fram: Starfsemi félagsins var með .svipuðum hætti og verið hefur á undanförnum árum. Félagið gaf út.ritið Ferðir, sem að þessu Sinnifjallaði aðallega um Fjörðu og leiðir til Ólafsfjarðar. Á sam komum, sem félagið gekkst fyr- ir á síðastliðnu vori flutti dr. Sigurður Þórarinsson erindi og sýndi myndir af Surtseyjargos- inu og úr ferð er hann fór til Japan. Skálum félagsins í Herðu breiðarlindum og við Laugar- fell er mjög vel haldið við, enda mikið notaðir, sérstaklega er gestkvæmt í Þorsteinsskála. Fé- lagið hefur nú orðið nokkrar tekjur af skálunum, en þá ber þess að gæta, að öll vinna í sam bandi við þá er gefin. Umgengni í skálunum er yfirleitt góð. Á ferðaáætlun félagsins árið 1965 voru 10 ferðir og var sú lengsta um Vestfirði. Sjö þess- ara ferða voru farnar. Þátttak- endur voru ails 149. Auk þess- ara ferða voru farnar tvær vinnuferðir í skálana. Ferð, sem farin var í Drangey var mjög fjölmenn og ánægjuleg eihs og allaf ferðir félagsins. Þátttak- endur í ferðum félagsins sumar- (Framhald á blaðsíðu 7.) álverksmiðjuna í Straumsvík, var hún svo stækkuð úr 30 þús. tonnum, þ. e. áætlunin, upp í 60 þús. tonn. En áður var búið að dæma Dettifoss úr leik á þeirri forsendu, að verksmiðjan yrði ekki nema 30 þús. tonn. Ef M. J. langar til að rifja upp „spilamennsku“ sína (samanber oftnefnda grein hans í Degi) í þessum málum hlýtur hann m. a. að minnast þess, að hann und irstrikaði sjálfur í stóriðjunefnd inni 14. nóv. 1964 ummæli þess efnis, að verðmunur Dettifoss- og Búrfellsvirkjunar þyrfti ekki að vera því til fyrirstöðu, að stóriðja yrði staðsett hér nyrðra. Það væri sem sé ekki virkjunarkostnaðurinn., heldur verksmiðjusíærðin (30 þús. tonn), sem skæri úr í þessu máli. Trúlega minnist hann þess þá einnig, að fyrir lá í ársbyrjun 1963 álitsgerð ameríska verk- fræðingafirmans Harza, þar sem talið var álitlegt að virkja Dettifoss til stóriðju. Síðan hafa engar nýjar athuganir farið fram í sambandi við þá virkjun. Ymsum finnst það furðulegt. Seldi strax fimmtán málverk MÁLVERKASÝNINGU frú Helgu Weisshappel í Lands- bankasalnum á Akureyri lýkur á sunnudagskvöldið. Á sýningunni eru 26 málverk og seldust 15 strax og opnað var og fleiri síðan. Frúin er ánægð yfir dvöl sinni á Akur- eyri. Bæjarbúar ættu að nota helgina til að sjá sýninguna, áður en henni lýkur. Myndin er af listakonunni, skjóllega búinni í Landsbanka- salnum, þar sem málverk henn- ar prýða veggi. □

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.