Dagur - 11.05.1966, Blaðsíða 4

Dagur - 11.05.1966, Blaðsíða 4
! s Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Simar 1-1166 og 1-1167 Kitstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. Áum er þeirra ævi MARGT verður Alþýðuflokkurinn að þola um þessar mundir, síðan hann gafst upp á því að berjast við íhaldið, svo sem hann var stofnaður til. Síðan hann gafst upp og afhenti lijarna Benediktssyni próventu sína hefur hann orðið að leggja á liilluna allt tal um þjóðnýtingu en heimtar frjálsa verzlun með þciin í Morgun- blaðinu. Fleira verður hann að vinna, sem cnginn liefði fyrrum ótt- azt að hann gerði, því Iiann verður að huðstrýkja sjálfan sig með því að hjálpa íhaldinu tif að skamma vinstri stjórnina, sem liann sjálfur tók þátt í. En í þeirri stjórn sátu tveir ráð- herrar frá Alþýðuflokknum og gegndu mikilvægum ráðherra- embættum. Samskipti Alþýðuflokksins og nú- verandi forsætisráðlierra eru all sögu- leg orðin. Talið er að Bjarni Bene- diktsson hafi hafizt til vegs og valda í Sjálfstæðisflokknum vegna.þess að i það hafi verið hann, sem fyfir 1940 hafi lagt á ráðin um það, hvernig eyða skyldi áhrifum Alþýðuflokks- ins, fyrst í verkalýðshreyfingunni en síðan í stjórnmálum. í þeim tilgangi hafi Bjarni Benediktsson átt frum- kvæði að því, að Alþýðuflokkurinn hætti að vera stjórnmálaflokkur Al- þýðusambandsins. 1 sömu atliigu tókst kommúnistum að ná til sín hluta af Alþýðuflokkn- um og mynda Sósíalistaflokkinn. Nú er svo komið fyrir eftirmönnum Jóns Baldvinssonar, að þeir lúta ráðbana sínum og stæra sig af í útvarps- umræðum, að heimilislífið á stjórn- arheimilinu sé svo gott, að slíks séu engin dæmi. Hinsvegar segja þeir, að Framsóknarmenn hafi alltaf verið örðugir í stjórnarsamvinnunni við íhaldið og hahlið fram sínum mál- stað með „ráðríki“. Bjarni má því muna tímana tvenna! Svo hláleg er framvinda lífsins, að ýmsir gamlir kommúnistar vinna nú að því ásamt Hannibal Valdimars- syni, að koma á því fyrirkomulagi á ný, sem þeir með aðstoð Sjálfstæðis- manna eyðiliigðu fyrir rúmum aldar- fjórðungi: Alþýðusambandið geri út stjórnmálaflokk á sínum vegum. Að- ur var það Alþýðuflokkurinn. En ár- ið 1956 var Alþýðubandalagið stofn- að með það fyrir augum að það yrði stjórnmálaflokkur Alþýðusambands- ins. Nú er sagt, að verkamenn og launþegar þurfi að eiga stjórnmála- flokk til þess að kjarabætur verði ekki af þeim teknar með löggjöf og stjórnarráðstöfunum. En er ekki hætt við, að sagan endurtaki sig ef Alþýðu sambandið eða launþegasamtökin ætla að verða stjómmálaflokkur á ný? Verksmiðjuhverfi samvinnunianna við Glerá á Akureyri og hið ört vaxandi Glerárhverfi, (Ljósm.: E. D.) IÐNAÐURINN A AKUREYRI AKUREYRI hefir með réttu verið nefndur einn mesti iðnaðarbær landsins, og má það til sannsvegar færa, því á umliðnum árum, hefir risið hér upp margþættur iðnaður, á vegum samvinnuhreyf- ingarinnar, einstaklinga og hlutafélaga í bænum. Margar greinar þess iðnaðar sem hér hefir verið staðsettur, hafa náð vinsældum allra landsmanna, þann veg að lágt verð og mikil vörugæði hafa farið saman. Hér vinnst eigi tími til að fara að rekja sögu hverrar iðngrein- ar fyrir sig, en segja má, að síð- an um 1930 hafi verið vaxandi gróska í flestöllum iðngreinum, er hér hófu starfsemi sína, til þess tíma, að núverandi stjórn- arvöld hófu skefjalausan inn- flutning hverskonar iðnvarnings frá flestum löndum heims,. án þess að hafa áður gefið íslenzk- um iðnaði tækifæri til að mæta þeirri samkeppni, svo sem með bættum vélakosti, lækkun tolla á vélum og hráefni til iðnaðar, ásamt hagfelldari stofnlánum í sambandi við ný vélakaup og endurnýjun vélakosts. Sama máli gegnir einnig um fasteign- ir, er iðnaðurinn'hefir orðið að leggja fé í vegna nýrra iðngreina er risið hafa á umliðnum árum. Margar þær vélar, sem iðnaður- inn notar, er sífellt verið að fullkomna. Látlaus tækniþróun á sér stað í þeim verksmiðjum, er framleiða vélarnar, og komið getur fyrir að 4—5 ára gömul vél sé alveg úrelt, að þeim tíma liðnum, sökum þess að ný vél er komin á markaðinn, marg- falt fullkomnari í ganghraða, af- köstum o. m. fleiru. Erlendar verksmiðjur er standa í harðri samkeppni um framleiðsluvörur sínar, og standa auk þess á göml um merg fjárhagslega, taka hverja nýja véltækniþróun mun fljótar í þjónustu sína en við hér heima, bæði sökum þess að þeir eru neyddir til þess vegna samkeppninnar, en líka sökum hins, að þeir eiga mun auðveld- ari aðgang að nauðsynlegu fjár- magni til endurnýjunar véla sinna en íslenzkur iðnaður hefir att kost a hér heima. Stuðningur stjórnarvaldanna við íslenzkan iðnað. Það er að sjálfsögðu góðra gjalda vert, að nú virðist sem íslenzk stjórnar- völd hafi vaknað af þyrnirósar- svefni í sambandi við íslenzkan iðnað og lofi nú gulli og græn- um skógum þeim iðnaði, sem standa mun uppi, þegar gullið fer að streyma í iðnaðinn að nokkrum árum liðnum hér frá. Þetta gull er nú fengið á þann hátt, að hinn lamaði íslenzki iðn aður er sjálfur látinn greiða viss an hundraðsþluta til svonefnds Iðnlánasjóðs, en fjármagninu á síðan að verja til eflingar þeim iðnaði, er sérstök stjórnarnefnd sjóðsins telur þess verðan að njóta fjárhagslegs stuðnings frá Iðnlánasjóði. Meðan verið er að afla þessa fjár, er ein og ein iðngrein að týna tölunni. Flestar eða allar skyrtugerðir landsins munu nú vera að hætta eða hættar störf- um. Kexverksmiðja hér á Akur eyri er hætt störfum. Nærfata- gerð, sem rekin hefur verið hér á Akureyri, mun lítið sem ekk- ert hafa starfað lengri tíma. Vinnufataframleiðsla bæði hér á Akureyri og í Reykjavík hefir dregizt saman, og heyrzt hefir, að Sveinn B. Valfells, fyrsti stofnandi vinnufataverksmiðju hér á landi og fyrrverandi for- maður iðm-ekenda í Reykjavík, sé Orðinn umboðsmaður fyrir ameríska vinnufataverksmiðju og flytji framleiðslu hennar í vax andi mæli til landsins. Ein veið- arfæragerð mun nú uppistand- andi í Reykjavík, og af skrifum er framkvæmdastjóri verksmiðj unnar hefir látið frá sér fara, virðist mega ráða, að það sé að- eins tímaspursmál,- hve lengi honum tekst að halda verksmiðj unni gangandi. Margskonar fata iðnaður á í vök að verjast. Inn er fluttur tilbúinn fatnaður frá Póllandi, Ungverjalandi, Kína o. fl. löndum með verði, sem oft er mun lægra en almennt mark aðsverð. Þá má ennfremur geta þess, að eina skóverksmiðjan, sem enn er við lýði í landinu, er skóverksmiðja samvinnuhreyf- ingarinnar hér á Akureyri. Hin ar, sem staðsettar voru í Reykja vík og framleiddu um 100 þús. pör af skóm árlega, hafa orðið að hætta starfsemi sinni. Þannig hefir stuðningur við- reisnarstefnunnar orðið fyrir ís- lenzkan iðnað. Til viðbótar þessu hafa núverandi valdhafar gefizt upp við að stöðva dýrtíð- ina, en fátt hefir leikið íslenzk- an iðnað verr en sú óðaverð- bólga, er viðreisnarstefnan hefir leitt yfir íslenzkt þjóðlíf. Mörg- um virðist sem stjórnarvöldin hugsi sér enn að lofa verðbólg- unni að æða yfir þjóðina laus- beizlaðri, fremur en kippa í tauma með karlmennsku. Fyrir Akureyrarbæ er þessi stjórnarstefna vissulega mikið alvörumál. Iðnaðurinn er hér svo sterkur þáttur í atvinnulífi bæjarins, að hánn mún senni- lega greiða um 60—70 milljónir króna í laun árlega, auk margs annars, sem hann greiðir til bæj arfélagsins. Má hverjum sem er vera það ljóst, að ef svo tækist til fyrir stórum iðngreinum hér eins og farið hefir fyrir hliðstæð um iðngreinum í Reykjavík, þá mundi það valda bæjarfélaginu háskalegum kyrkingi, sem hafa mundi cfyrirsjáanlegar afleið- ingar. Fagurt skál mæla. í stefnuyfirlýsingu Sjálfstæð- isflokksins í síðasta tbl. íslend- ings, en gera má ráð fyrir að lík stefnuyfirlýsing hafi komið frá Alþýðuflokknum hér, lýsir flokkurinn ánægju sinni yfir því, hversu mörg og glæsileg Arnþór Þorsteinsson. iðnfyrirtæki eru nú starfandi hér á Akureyri og heitir stuðn- ingi sínum við þau og uppbygg- ingu annarra nýrra. Það er gott og blessað að fá slíka yfirlýs- ingu sem þessa. En sá hængur er á, að þessir góðu menn ráða ekki stjórnarstefnunni. Þeir mega sín einskis til að fá nokkra leiðréttingu þeirrar stefnu, sem stjórnarvöldin hafa tekið gagn- vart íslenzkum iðnaði. Ný iðngrein, stálskipasmíði. Þrátt fyrir þessar aðstæður, sem hér hefir verið bent á, er nú að rísa upp í bænum nýr iðn aður, stálskipasmíði, sem vissu- lega ber að fagna. Fyrir síðustu bæj arstj órnarkosningar bentum við Framsóknarmenn á, að vart væri sæmandi fyrir jafnmikinn iðnaðarbæ og Akureyri, að önn- ur bæjarfélög kepptust við að koma upp stálskipasmíði í sín- um byggðarlögum, á sama tíma og við héldum að okkur hönd- um í þeim efnum. Slippstöðin hér „undir forustu Skafta Ás- kelssonar“ og samvinnuhreyfing in í bænum hafa rutt málinu braut. Fyrsta stálskipið mun fullsmíðað á þessu ári, senni- lega í júní eða júlí n. k. Eftir því sem bezt er vitað, hafa stjórnarvöld landsins og lána- stofnanir stutt þessa starfsemi mjög verulega, og ber að fagna því. Gera má ráð fyrir, að hér sé aðeins fyrsta skrefið stigið, að stálskipasmíði megi á kom- andi tímum verða merkur þátt- ur í iðnaðarsögu bæjarfélags okkar, því sjálfu og þeim, er að því standa, til verðugs heið- urs. Dráttarbrautin. Þá má segja, að ákveðið sé, að á komandi ári verði hér haf- in smíði 2000 tonna dráttarbraut ar á vegum bæjarins, en sú framkvæmd á að skapa aðstæð- ur fyrir stórauknar skipavið- gerðir og nýsmíði skipa frá því, sem verið hefur. Mun þetta verða ein stærsta dráttarbarut landsins. Við báðar þessar fram kvæmdir eru miklar og góðar vonir tengdar, bæjarfélagi okk- ar til hagsbóta á margan hátt. Mciri orka. Viðbótarvirkjun við Laxá. Hafinn ei' undirbúningur að 12. þús. kw. viðbótarvirkjun við Laxá, en talið er, að sú orka frá Laxá og dieselstöðvum, sem nú er fyrir hendi, verði fullnot- uð á næstu þrem árum, eða því tímabili, sem talið er þurfa til að koma upp viðbótarorkuveri. Eins og menn vita, fullnægir Laxárvirkjunin nú rafmagns- þörf Akureyrar, Húsavíkur, Dal víkur, og fjölda sveitaheimila í Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýsl- um. Þótt vitað sé, að þær orku- spár, sem við er miðað um raf- magnsnotkun komandi ára á nefndu oi'kusvæði, séu gerðar eftir beztu vitund sérfræðinga á þessu sviði, þá má eigi loka augunum fyrir því, að svo gæti farið að bæta yrði við diesel- stöðina 1000—2000 kw. til að brúa bilið að lokum viðbótar- virkjunarinnar. Er það að vísu ill nauðsyn, því gera má ráð fyr ir, að slík dieselstöð kosti aldrei undir 5—10 milljónir króna. Við verðum að vona, að unnt reyn- ist að hraða verkinu, svo að til þessa þurfi ekki að koma. Eftir er að fá leyfi stjórnai'- valda landsins fyrir þessari við- bótarvirkjun ásamt nauðsyn- legri fyrirgreiðslu um útvegun fjármagns til framkvæmdanna. En á þessu stigi málsins virðist engin ástæða til annars en gera ráð fyrir, að aðkallandi orku- þörf Laxárvirkjunarsvæðisins mæti fullum skilningi og vel- vild stjórnarvalda landsins. H.ugsanlegur möguleiki væri að leysa með þeirri viðbótar- virkjun,erhér hefir verið nefnd, aðkallandi rafmagnsþörf Austur lands, sem mundi þýða fyrir okkur skjótari nýtingu þess raf magns, sem viðbótarvirkjunin veitir. Vandamálið í því sam- bandi er línubyggingin austur, sem óefað mundi kosta nokkra t-ugi milljónir króna. En þegar á það er litið, að slík línubygging yrði í raun og veru eðlilegur þáttur þeirrar þróunar, sem koma skal og keppt virðist að. Það er samtenging allra orku- vera laridsins til hagfelldrar nýt- ingar orkunnar fyrir alla þjóð- ina. Þá má segja, að hér sé að- eins verið að flýta fyrir því, sem gert verður hvort sem er 'síðar. Raforkan er orðin svo snar þáttur í nútímalífi manna, að án hennar má segja, að mörgum finnist vandlifað. Þá má eigi gleyma að mörg sveitaheimili eru enn ótengd rafmagnskerf- inu, og munu flestir sammála um, að tengingu þeirra beri að flýta, svo hægt verði að segja, að öll þjóðin sitji við sama borð varðandi rafmagnið. Æskan — framtíð Akureyrar. íþróttamálin. í sambandi við mál æskunnar í dag mætti margt segja. Ég tel æskuna í dag líklega til mikils manndóms. Æskan í dag býr við betri aðstöðu til menntunai' og margskonar þroska en sú kyn- slóð,- sem nú er að kveðja, bjó við á sínum uppvaxtarárum. Samhliða þeirri aðstöðu, er æsk an í dag býr við til andlegs þroska, þá er og einnig stór bætt aðstaða til margskonar líkams- ræktar. Þótt segja megi, að bæj arfélag okkar hafi orðið helzt til síðbúið í sambandi við bygg- ingu íþróttahúss fyrir æsku bæj arins, þá mun nú á komandi ár- um verða lögð á það megin áherzla að bæta fyrlr þau mis- tök. Það hefir verið sagt, að það sé fleira matur en feitt ket. Svo er og um líkamsrækt. Hana er hægt að stunda á fleiri stöðum en í íþróttahúsi. Sú aðstaða er bæjarfélagið hefir skapað æsk- unni í Hlíðarfjalli með byggingu Skíðahotelsins, hefir gjörbreytt getunni til skíðaiðkana, og ber vissulega að fagna þeirri fram- kvæmd. Áhugamenn um skíða- íþróttina, en það eru fyrst og fremst æskumenn þessa bæjar, hafa komið upp tveim skíðalyft um, er geta dregið 200—300 metra vegalengd upp í fjallið. Ber að virða og fagna þessum áfanga í skíðalyftumálinu. Hér (Framhald á blaðsíðu 2.) fólkiá kefur ÞURFUM FLEIRI LEIKVELLI í BÆNUM ARNÝ A. RUNÓLFSDÓTTIR, er 22 ára húsmóðir, gift og tveggja barna móðir. Hún er Austfirðingur, fædd og uppalin í Skriðdal en fluttist til Akur- eyrar fyrir 8 árum. Blaðið lagði fj'rir hana nokkrar spurningar og fara svör hennar hér á eftir. Hvernig finnst þér að vera húsmóðir á Ak-ureyri? Mér finnst skemmfilegt að vera húsmóðir, því það er frjáls legt því maður getur hagað störf um á margan veg. En það felur líka í sér mikla ábyrgð að ann- ast heimili og ala upp börn, kannski meiri en maður gerir sér fulla grein fyrir á mínum aldri. Ég ólst upp í sveit og vildi helzt, að mín börn ættu þess líka kost, af því þar er svo miklu heilnæmara umhverfi fyr ir börnin og óþrjótandi viðfangs efni. Það er mesti ókosturínn við bæjárlífið hve börnin hafa takmarkað athafnafrelsi. Leik- vellirnir eru of fáir og þarf nauð synlega að bæta úr því með stórum, lokuðum leikvöllum, þar sem hægt væri að skilja börnin eftir í umsjá gæzlukonu, svo mæður þurfi ekki að hafa áhyggjur af eða óttast um þau. Áttu margar tómstundir, Árný? Já, maður hefur öðru hverju tómstundir, ef svo vill verkast. Þá nýt ég þess að hlusta á tón- list og hef ég sérstaklega gaman að þjóðlögum. Einnig les ég töluvert. Svo nota ég líka tóm- stundir mznar til að drýgja heimilistekjurnar með því að vinna ofurlítið utan heimilis. Ég hef af og til unnið við afgreiðslu á Hótel KEA og hef gaman af að kynnast mörgu fólki. Finnst þér rétt að konur vinni niikið utan heimilis síns? Það er sjálfsagt álitamál og vandi að skipta hér á milli móð- POLLURINN ÁCÆTUR FYRIR SJÓSPORT á landi. En kennara- og hús- næðisskortur hamlar æskileg- asta árangri. Með nýja iðnskóla húsinu opnast nýjar leiðir og námsaðstaðan batnar á þann veg, að þá verðul- hægt að stunda ýmiskonar verklegt nám innanhúss. Nokkuð um íbúðabyggingar, almennt? Já, þær eru að sumu leyti að fara út í öfgar, því enginn vill búa í húsi, sem er eins og hjá nágrannanum. Mér finnst, að með betra skipulagi mætti byggja heil íbúðahverfi sams- konar húsum. Með því móti væri hægt að koma á mikilli vinnuhagræðingu og lækka byggingarkostnaðinn til muna ef þessar byggingar væru á einni hendi. Fjölbreytnina mætti svo skapa innanhúss, eins og hver vildi. Einstaklings- hyggjan ræður of miklu í þess- um málum og á verulegan þátt í hinum óhóflega kostnaði. Nokkuð sérstakt um bæjar- málin, Sigurður? Um þau er margt að segja. En mér hefur stundum dottið í hug, í sambandi við miðbæinn, að hlutar hans líta út eins og fátækrahverfi. Þar eru hús með brotnum rúðum og sundurtætt- um veggjum og ónýtir bílar o. fl. standa til vitnis um óhirðuna. Hins vegar vantar bílastæði og virðist opin leið að slá tvær flugur í einu höggi á þessum SIGURÐUR HERMANNSSON er rúmlega tvítugur iðnnemi, um það bil hálfnaður með nám siít, og sézt stundum bruna á sjóskíðum hér um Pollinn. Sigurður Hermannsson. Dagur ræddi við hann litla stund nú um helgina og lagði þá fyrir hann nokkrar spurn- ingar. Fara svör hans hér á eftir. Hvernig líkar þér nám þitt við húsasmíðar? Húsasmíðar gefa marga mögu leika og í þeirri grein virðast næg verkefni framundan, ef ekki koma hreinir krepputímar. Aðstaðan er sæmileg til þessa náms, eftir því sem gerist hér urhlutverksins og vinnunnar utan heimilis svo vel fari. En að ýmsu leyti er það þó gott fyrir húsmæður. En eins og nú er ástatt er naumast hægt að velta þessu fyrir sér þegar Árný A. Runólfsdóttir. vinnu er að fá, miðað við þarfir heimilisins annars vegar og hins vegar dýrtíðina, sem nú er, nema húsbóndinn vinni þá fram á kvöld á hverjum degi. Ég tala nú ekki um, ef maður á að eign- ast þak yfir höfuðið. Ef þú ættir þér svolitla ósk í sambandi við bæjarmálin? Auk barnaleikvallanna, vil ég minna á það vandræðaástand víða í bænum, að ekki skuli hægt að fara út úr húsi nema vaða í for fram á sumar, þar sem eru moldargötur og engar gangstéttir. Síðan þornar forin og bílarnir þyrla upp rykinu. Akureyri, sem er annars bæði fallegur og menningarlegur bær, yrði miklu ánægjulegri, ef hægt væri úr að bæta á þessu sviði, segir frú Árný að lokum og þakkar blaðið svör hennar. stöðum, því öll viljum við láta bæinn líta vel út. Hvað gerirðu í tómstundum þínum? Skemmtilegast þykir mér að vera á sjó hérna á Pollinum, í hraðbát, sem við eigum tveir saman og á sjóskíðum. Pollur- inn mun vera betri fyrir hvers- konar sjósport en annarsstaðar þekkist hér á landi. í því efni ei' hin ágætasta aðstaða, en lítið notuð. En betur þyrfti að gæta þess, að hverskonar rusl sé ekki á reki á Pollinum. Svo vil ég nefna handknattleikinn. Ég hef dálítið stundað hann. Þakklátir erum við fyrir Rafveituskemm- una, en hún er ófullnægjandi og bíðum við nú eftir nýrri og beti'i aðstöðu. Nýja íþróttahúsið, sem nú virðist vera alvara að byggja, þarf að vera af fullkominni stærð, miðað við hópíþ’róttir og áhorfendur, en fyrir óhóf og íburð gef ég ekkert, segir Sig- urður Hermannsson að lokum og þakkar blaðið viðtalið. □ VIÐ EIGUM GOTT EFNI í ÁGÆTA PELSA BALDVIN ÞÓRODDSSON, Glerárhverfi á Akureyri er 21 árs gamall iðnnemi, góður íþróttamaður og hefur um skeið kynnt sér pelsasútun í Finn- landi. Blaðið liitti hann að máli fyrir helgina og varð hann fús- lega við þeim tilmælum að svara nokkrum spurningum þess. Þú ert í nýrri iðngrein, Bald- vin? Já, litun og sútun pelsgæra er ný iðngrein hér á landi þótt framleiðsla slíkra vara sé ekki ný. Samvinnumenn eru nú að leita nýrra aðferða til að auka verðmæti gæranna. Á vegum Skinnaverksmiðjunnar Iðunnar var ég í Finnlandi um tíma til að læra sútun, einkum varð- andi litun og sútun á pelsgær- um. En þar er sú iðngrein talin standa á háu stigi og Finnár í fremstu röð með þær vörur á heimsmarkaðinum. Alítur þú möguleikana mikla í þessari grein? Mér varð það þá betur Ijóst en áður hve mikla möguleika íslenzku gærurnar hafa. En enn þá er það samt svo, að verðmæt- ustu gærurnar, þ. e. fyrsta flokks gráar gærur eru allar fluttar óunnar úr landi. Á þessu þarf auðvitað að verða breyting hið allra fyrsta. Við megum ekki sætta okkur við annað en fullvinna þessa vörutegund og senda loðskinnin, bæði sútuð og saumuð, úr landi. Við erum ann ars 5 ungir menn í þessu hér á Akureyri og ferðinni er heitið til Finnlands aftur nú í sumar til frekara náms. Hi'að gerirðu einkum í tóm- stundum þínum? Stunda íþróttir mér til ánægju og heilsubótar. Æfingar og keppni er án efa mjög þrosk- andi, enda er sagt, að þeir sem iðki íþróttir í æsku verði ávalt ungir þótt þeir eldist að árum. Þú heíur þá væntanlega áliuga 'á nýju íþróttahúsi? Já, og við erum mörg, sem viljum láta'þá ósk í ljós, að nýtt íþróttahús rísi hér sem allra fyrst. Og það verður að svara Baldvin Þóroddsson. kröfum tímans og vera bænum til sóma. Einhvers virði ætti það að vera, að fjöldi ungs fólks stefni þangað til æfinga í tóm- stundum, í staðinn fyrir að fara í ballhús eða bíó. Mér finnst, að Akureyri ætti að keppa að því að verða íþróttabær, sá fremsti á landinu, því bærinn hefur til þess mörg skilyrði, ef fólkið að- eins vill. Við viljum auðvitað fá betri aðstöðu í mörgum grein- um íþróttanna. Einnig þarf að hugsa meira um þá, sem yngri eru en ég, hvað skemmt- unar- og tómstundaaðstöðu snertir. Svo vil ég að lokum þakka bæjarstjórn fyrir það, er hún hefur vel gert í þessum málum, segir Baldvin Þórodds- son að lokum og þakkar blaðið greinargóð svör hans. ' Q TIL NEMENDA MINNA OG ANNARRA VINA Á AKUREYRI NÚ, ÞEGAR sumarið nálgast, hlýt ég að snúa aftur heim til ættlands míns, Bandaríkj- anna. En aður en eg fer, langar mig til að láta í ljós þakklæti mitt til ykkar fyrir góða við- kynningu og gott viðmót þann tíma, sem ég hefi dvalizt á Ak- ureyri. Þið hafið látið mig finna mjög greinilega, að ég hefi verið vel- kominn og hafið sýnt mér margs konar greiðvikni og hjartahlýju. Mér hefir þótt vænt um að mega koma á heimili ykkar og fá að vera með ykkur í starfi og leik á liðnum vetri. Það hefir verið afar ánægjulegt að vera kenn- ari á Akureyri. Nemendur mín- ir í skólunum hafa verið fullir eftirtektar og áhuga við ensku- námið, og mér hefir einnig vei'- ið mikil ánægja að starfa með svo mörgum fullorðnum á kvöld námskeiðunum. Ég vona, að kennsla mín hafi oi'ðið ykkur að einhverju liði. Margir Bandaríkjamenn vita lítið um hina einstöku og oft hrikalegu fegurð íslands. Snævi þakin fjöllin, frið og yndisleika Mývatns, útsýnið yfir Akur- eyri frá Súlutindi, allt eru þetta dæmi um hina hrífandi fegurð, sem ég hefi fundið í landi j'kkar og mun hafa heim með mér á ljósmyndum. Ég hlakka til þess dags, þeg- al' ég get komið aftur til Akur- eyrar til endui-funda. Þakka ykkur fyrir allt. David Rolhel, Fulbright-kennari,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.