Dagur - 08.06.1966, Qupperneq 4
4
Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri
Símar 1-1186 og 1-1167
Ritstjóri og ábyrgðartnaður:
ERLINGUR DAVÍÐSSON
Auglýsingat og afgreiðsla:
JÓN SAMÚELSSON
Prentverk Odds Bjömssonar hi.
AFMÆLI
KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA
minnist 80 ára afmælis síns um þess-
ar mundir og fer vel á |>ví, sam-
kvæmt upphaflegum tilgangi og
markmiði, að afmælisins sé minnzt
á skrumlausan hátt, enda óþarft að
kynna sérstaklega þetta norðlenzka
Stórfyrirtæki vegna afmælis. Hins
yegar ætti að nota hvert tækifæri til
að kynna samvinnustefnuna og það
mannréttindastarf, sem hún hvar-
vetna vinnur.
Kaupfélag Eyfirðinga var stofnað
á Grund í Eyjafirði 19. júní 1886 og
fyrst nefnt Pöntunarfélag Eyfirðinga
en síðan Kaupfélag Eyfirðinga. Fyr-
ir 60 árum var tilgangur samtakanna
skilgreindur á eftirfarandi hátt:
Að útvega félagsmönnum góðar vör-
ur og ná hagfelldum kaupum á
þeim.
Að efla vöruvöndun og koma inn-
lendum vörurn í sem hæst verð.
Að sporna við skuldaverzlun og
óreiðu í viðskiptum.
Að safna fé í sjóði til tryggingar fyr-
ir framtíð félagsins.
Að stuðla að útbreiðslu og eflingu
samskonar félaga hér á landi og
korna sér í samvinnu við þau.
Að efla þekkingu manna á sam-
vinnufélagsskap og viðskiptamál
um.
Kaupfélag Eyfirðinga hefur stárf-
að samkvæmt framanskráðu og gerir
enn, og er orðið viðskiptalegt stór-
veldi í okkar landshluta, hefur sett
svip sinn á atvinnuhætti og upp-
byggingu höfuðstaðar Norðurlands
meira en nokkur önnur félagsmála-
hreyfing hefur gert og á viðurkennd
an þátt í stærstu framfaramálum bæj
ar og liéraðs á einn og annan hátt.
En jafnframt því, sem þessar stað-
reyndir eru fyrir allra augum, er sam
vinnustarfið hið merkasta mannrétt-
indamál, sem öll sönn samvinnufé-
lög berjast fyrir. í samvinnufélögun-
um eiga einstaklingarnir jafnan at-
kvæðisrétt, hvort sem þeir eru ríkir
eða fátækir, þar er fólki tryggt sann-
virði seldrar og keyptrar vöru, reikn-
ingar endurskoðaðir af fulltrúum
félagsmanna og birtir opinberlega ár
hvert, og í samvinnustarfinu er hin-
um köldu gróðahyggjusjónarmiðum
hafnað. En þau gróðaliyggjusjónar-
mið eru allsstaðar vel kunn og lýsa
sér meðal annars í því, að starfsemi
miðast við gróða en ekki þjónustu
íyrst og fremst. Gróðahyggjumenn
flytja starfsemi sína þangað, sem lík-
legast er að peningamir ávaxtist
bezt. Samvinnufélög starfa fyrir fólk
á sínu félágssvæði og eru átthaga-
bundin með lögum. (Frh. á bls. 7.)
Afmælisávarp Brynjólfs Sveinssonar
Kaupfélag Eyfirðinga 80 ára
Góðir félagar.
UM ÞESSAR mundir er Kaup-
félag Eyfirðinga 80 ára. Löng
ævi á mannlegum mælikvarða,
svipstund í aldahvörfum hárrar
hugsjónar. 19. júní 1886 komu
nokkrir bændur úr innsveitum
Eyjafjarðar saman á stórbýlinu
forna og sögufræga, Grund í
Eyjafirði, „til þess að ræða um
verzlun og vörupöntun úr hér-
aðinu“, eins og segir í fundar-
gerðinni.
Var á þessum fundi horfið að
því ráði að stofna pöntunarfélag
og kosin bráðabirgðarstjórn. 16.
sept. um haustið kom svo fyrsta
vörusendingin 12 tegundir nauð
synjavöru, greidd með 220 sauð
um, og varð umsetning þessa
fyrsta árs kr. 3.131.42.
Til næsta fundar er boðað
með auglýsingu í Akureyrar-
blöðunum. Var sá fundur háð-
ur að Espihóli 31. jan. 1887. Þar
er félagið nefnt Kaupfélag Ey-
firðinga. En orðið kaupfélag
var þá þingeyskt nýyrði. Höf-
undur þess mun hafa verið
Benedikt Jónsson frá Auðnum,
hinn málhagi og skeleggi frum-
herji samvinnustefnunnar á ís-
landi.
Stjóm Kaupfélagsins vill
minnast þessara tímamóta í
sögu félagsins á yfirlætislausan,
en virðulegan hátt, eftir því
sem efni standa til og föng eru
á. Vandað var til dagatalsins
meira en venjulega og srnekk-
leg bréfmerki gefin út. Verða
þau límd á öll bréf, er Kaup-
félagið sendir frá sér á þessu
ári. Munu þau áreiðanlega
vekja nokkra eftirtekt og verða
eftirsóttur safngripur, er tímar
líða. En stærsti þáfturinn er
enn ótalinn. Það er útgáfa vand
- aðs minningarits, er gert er ráð
fyrir, að komi út á þessu ári.
Verður reynt að vanda til þess,
svo sem föng eru á.
Um útgáfu 'þess sér Arni
Kristjánsson, menntaskólakenn
ari. Treysti ég fáum betur til
þess, að vinna vel þetta vanda-
verk. Veldur því færni hans og
ást á íslenzkri tungu og fræð-
um og þekking á eyfirzkum og
þingeyskum staðháttum. Verð-
ur í þessu myndskreytta og von
andi fallega riti saga félagsins,
þróun þess og sívaxandi áhrif
á fjárhag og menningu byggða
og bæja við Eyjafjörð. Því segi
ég ekki sögu félagsins hér í dag.
En hins vildi ég að lokum
freista að bregða upp örlítilli
svipmynd af ástæðum Eyfirð-
inga eins og þær voru 1887, á
fyrsta raunverulega starfsári
félagsins og þeim jarðvegi, er
Kaupfélag Eyfirðinga skaut
fyrstu rótum í og þeim gróður-
skilyrðum, er því virtust búin.
Okkur þykir margt ganga úr-
skeiðis og háværar raddir berg
mála hvarvetna: bætt kjör,
styttri vinnutími, hærri laun.
En reynum að skyggnast til
baka gegnum móðu og mistur
80 ára, og berum hag og kjör
okkar saman við lífsbaráttu
mannanna, er skópu Kaupfélag
Eyfirðinga og dreymdi ótrúlega
djarfa, en þó raunsæa drauma
um framtíð héraðsins fagra og
friðsæla, sem forsjónin hafði
gefið þeim í vöggugjöf.
Áratugurinn 1880—‘90 er hinn
harðasti, sem um getur í sögu
landsins frá því Móðuharðind-
um lauk. Hann hófst með mis-
lingasumrinu mannskæða og
frostavetrinum mikla. Búpen-
ingur hrundi niður vegna fóð-
urskorts og jarðbanna. Matvör-
ur var hvergi að fá langtímum
saman. „Landsins forni fjandi“
læsti helfjötri sínum um Norð-
urland vor eftir vor langt fram
á sumar. Fátækt okkar og um-
komuleysi hvíldu eins og mara
Brynjólfur Sveinsson
stjórnarformaður KEA.
á langþreyttri alþýðu. í vestri
beið ævintýralandið með gull
og græna skóga, og svo fast
orkaði segulmagn þessa fyrir-
heitna lands á Eyfirðinga og
Þingeyinga, að þeir þyrptust
svo unnvörpum vestur, að við
landauðn nam í sumum sveit-
um. Þessi alda reis hæst á
fyrstu árum Kaupfélags Eyfirð
inga, 1886—‘88.
Árið ’87 hófst með stórhríð,
er skall skyndilega á 3. janúar.
Fórust þá fimm bátar með 24
manna áhöfn frá Skagaströnd
og víðar á Norðurlandi varð
mikið tjón. Tíð var óstöðug um
veturinn, en þó ekki aftaka-
slæm, en upp úr sumarmálum
gerði stórhríð með fannkomu
og 12 stiga frosti. Hafís rak inn
á Eyjafjörð, og segir Nörður-
ljósið 29. apríl, að sauðfé drep-
ist hrönnum saman og kýr
standi geldar yfir auðum jöt-
um. Lungnabólga og ýmis veik
indi geisa og fjöldi manna
deyr. Hér á Akureyri deyr tutt
ugasti og fimmti hver maður
frá áramótum til mailoka. Á
höfúðdag 29. ágúst er hafísinn
enn svo þéttur bæði við Langa-
nesi og Strandir, að póstskipið,
er þá var á leið til Akureyrar,
varð frá að hverfa á báðum
stöðum og náði að lokum til
Akureyrar 5. september. 26. og
27. sept. geisar stórhríð um
Norðurland og víða fennir fé.
Litlu síðar gerði asahláku og
fylgdu henni fádæma vatnavext
ir og skriðuhlaup, sem ollu
miklum spjöllum víða og þó
mestum í Öxnadal og Svarfað-
ardal. Árinu lauk með hx-íð og
fi'osthörku.
Skip hlaðið matvöru til Ak-
ui'eyrar ferst í hafi, vörubírgðir
ei-u nálega engai', og mikill
uggur um almennan bjargar-
skort. Reyndist hann og ekki
ástæðulaus.
í yfirliti um árið segir blað á
Akureyri, að líklega sé það orð
um aukið, þótt heyi’zt hafi, að
fólk í útkjálkasveitum Eyja-
fjarðar og Þingeyjarþings hafi
beinlínis dáið úr hungi’i, en
xnai'gir muni hafa dregið fram
lífið lengi voi’s á hori’æflum af
hestum og kindum eða á ein-
tómum þurrum sjómat.
Ég rék ekki þessa sögu leng-
ur og dreg ekki af henni langar
ályktanir, enda eru þær hverj-
um manni auðdi-egnar. Þetta er
aðeins skyndimynd af því ár-
fei’ði og aðstæðum, sem Kaup-
félag Eyfirðinga óx úr.
Mér var þó löngum meir í hug
melgx’asskúfurinn harði,
runninn upp þar sem Kaldakvísl
kemur úr Vonax-skai’ði.
Rætui-nar að lífsmeiði Kaup-
félags Eyfirðinga standa djúpt
í „svellum settri jörð“, en það
var hlúð að honum vöi-mum, en
siggi’ónum höndum manna og
kvenna, sem unnu baki brotnu
fyrir lítil laun, en kunnu að
vera, en miður að sýnast.
Fi-ækornið litla, sem sáð var
á Grund fyrir 80 árum, er nú
oi’ðinn voldugur meiður, sem
breiðir lim sitt um aliar byggð-
ir við Eyjafjöi’ð.
Hann er gjöf til okkar frá
genginni kynslóð.
Okkar er að gæta hans.
Finnsk trúboðshjón í heimsókn
f DAG 7. júní hefst hjá vottum
Jehóva hér í bæ heimsókn
finnskra trúboðahjóna, Leif og
Elina Sandström að nafni. Þau
vex’ða hér á Akureyri um eina
viku og munu þau hjálpa söfn-
uðinum í kristniboðsstarfi, og
halda samkomur. Slíkir full-
trúar Varðturnsfélagsins fei’ð-
ast milli safnaða votta Jehóva
út um allan heiminn.
Leif og Elina Sandström lxafa
vei’ið héi’ á landi IV2 ár sem trú
boðar og munu þau ferðast víða
um allt land. Þeim líkar mjög
vel að starfa hér á íslandi, en
þetta er í fyrsta skiptið sem
þau koma hingað til Akui’eyrai’.
Þau hafa áður verið í samsvar-
andi starfi í Finnlandi. Hr. Sand
sti’öm lauk námi í Gilead-skól-
anum 1963, sem er biblíuskóli,
sem Vai’ðtui’nsfélagið rekur í
New York til þess að þjálfa trú
boða og umsjónarmenn.
Heimsókn þeirra hjónanna
lýkur á sunnudaginn kemur og
flytur hr. Sandström þá biblíu-
fyx-irlestur, sem heitir: Hvað er
ti’ú þín sterk? Vei'ður þessi fyr
irlestur í Bjai’gi, Hvannavöllum
10 kl. 16. Héðan halda þau hjón
in austur áður en þau snúa aft-
ur til Reykjavíkur, en þar eiga
þau heima.
í þessu sambandi má einnig
geta þess að fyrir skömmu síð-
an kom út ný bók á íslenzku á
vegum Varðtui-nsfélagsins. Hún
nefnist „Frá hinni týndu para-
dís, til hinnar endurheimtu
pai’adísax’". í bókinni er farið
gegnum aðalþi’áð Biblíunnar.
Upplagið er 7.500 eintök. Bók
þessi hefur vei’ið gefin út áður
á allmörgum tungumálum, og
þótt mjög hentug sem kennslu-
bók, og hefur hún verið notuð
í skólum sums staðar erlendis.
Bókin er prýdd fjölda mynda,
og vönduð að frágangi, auk þess
sem verði er mjög stillt í hóf.
Það eru vottar Jehóva sem
dreifa bókinni, en þeir gera það
aðallega með því að fara milli
húsa. Q
Síra THEODÓR
JÓNSSON 100 ára
SÍRA THEODÓR JÓNSSON á
Bægisá átti aldarafmæli á þessu
vori. Var hann fæddur á Auð-
kúlu í Svínadal 16. maí 1866,
son prófastshjónanna síra Jóns
Þói’ðarsonar og frú Sigríðar
Eiríksdóttur fi'á Kollabæ.
Síra Theodór varð stúdent
1886 og Pi’estaskólakandidat
tveimur árum síðai’. Stundaði
þá kennslu tvo vetur, en var
veitt Bægisá 12. júní 1890. Hélt
hann síðan Bægisárprestakall
óslitið til 1941, eða í 51 ár. Er
það hvort tveggja óvenjulöng
prestskapartíð og þá því frem-
ur, sem er á sama staðnum.
Voi’ið 1898 kvæntist hann Jó-
hönnu Valgerði Gunnarsdóttur
(prests á Svalbax’ði í Þistilfirði
Gunnarssonar, d. 1873) og áttu
þau hjón þrjár dætur: Sigríði,
sem búsett er í Kópavogi, gift
Bjarna Fi-iðrikssyni, Valgerði,
sem dó í æsku (1916), og Krist-
jönu stúdent.
Síra Theodór dó heima á
Bægisá 5. okt. 1949 og frú Jó-
hanna í Reykjavík 14. nóv. 1957.
Bæði jai’ðsungin á Bægisá af
síra -Sigurði á Möðruvöllum, en
hann tók við Bægisárpi’estakalli
jafnframt sínu brauði, er síra
Theodór varð 75 ára, 1941.
Aldarafmælis hins síðasta
staðarprests að Bægisá verður
minnzt með athöfn í Bægisár-
kirkju n. k. sunnudag, 12. júní.
Þann dag eru rétt 76 ár síðan
síra Theodór fékk veitingu fyr-
ir staðnum. Q
ÖNNUR LENDING
Á TUNGLINU
BANDARÍKJAMÖNNUM lán-
aðist í byi-jun þessa mánaðar
að láta eldflaug lenda á tungl-
inu og senda þaðan myndir til
jai’ðar. Borizt hafa um 3000
myndir til þessa. Þessi vel
heppnaða tilraun, sem er önn-
ur sinnar tegundar, er heppn-
azt hefur, þykir mikið afrek.
En fyrr á þessu ári eða 3. febr.
lenti tunglfar frá Sovétríkjun-
um og sendi þaðan myndii-.
Kapphlaup stórveldanna á þess
um vettvangi er talinn undir-
búningur að mönnuðum geim-
förum, sem síðar verða send
til þessa nágrannahnattar okk-
ar. □
s
Albína Jónsdóttir
Fædd 17. júní 1874 - Dáin 9. maí 1966
MIN N
ÞANN 9. maí síðastliðinn and-
aðist í Fjói’ðungssjúkrahúsi Ak
ureyrar Albína Jónsdóttir frá
Ljósalandi í Vopnafii’ði, nær 92
ára að aldri.
Hún var fædd að Hóli í
Kelduhvei-fi 17. júní 1874. For-
eldrar hennar voru hjónin Jó-
hanna Jóhannsdóttir og Jón
Kristjánsson. Jón Ki’istjánsson
var Suðui’þingeyingur að ætt,
en Jóhanna Jóhannsdóttir úr
Norðurþingeyjarsýslu, af Hafra
fellstunguætt. Þau fluttust til
Vopnafjai’ðar um 1880 og að
Ljósalandi 1888, þar sem þau
bjuggu þar til þau eftirlétu dótt
ur sinni og tengdasyni jörðina.
Albína giftist 2. nóv. 1898 Þórði
Jónassyni húnvetnskum að ætt,
fæddum að Selási í Víðidal. Afi
Þói’ðar var Guðmundur Jóns-
son bóndi á Auðunai-stöðum í
Víðidal, en móðir Þórðar var
María Guðmundsdóttir, Skúla-
sonar bónda að Ytri-Þverá í
Vesturhópi.
Þau Albína og Þórður bjuggu
á Ljósalandi í 40 ár eða þar til
Þórður andaðist 1938, þá bjó
Albína með börnum sínum til
ái’sins 1945. Eftir það dvaldist
hún hjá börnum sínum til skipt
is, í Reykjavík, á Akureyri eða
heima í Vopnafirði.
Þau hjónin eignuðust 11 börn.
Tvö þeiri’a eru nú látin, María
sem dó vestur í Aíneríku og
Sigvaldi Thordarson arkitekt
sem lézt fyrir tveim árum í
Reykjavík. Önnur böi-n þeirra
eru: Jóhanna, Guði’ún, Ingi-
bjöi’g og Hólmfríður allar við
stöi-f í Reykjavík, Jónas gjald-
kéri Sj úkrasamlags Akui’eyrar,
Sigi’íður húsfreyja á Refsstað í
Vopnafirði, Helgi bóndi á Ljósa
landi, Steingi’ímur vei-zlunar-
maður rReykjavík og Guðbjörg
gift sænskum manni, búsett í
Stokkhólmi.
Með Albínu er horfin af at-
hafnasviði þjóðlífsins einn hinn
aldni kvistur þeirrar kynslóð-
ax’, sem hóf íslendinga frá ör-
birgð og úri’æðaleysi til bjart-
sýnis og sjálfstrausts. Hún var
dæmigerður fulltrúi þessa
fólks. Hún hafði tileinkað sér
öll þess sterkustu einkenni.
Samvinnuhugsjónin var henni’
hjartansmál, ti’aust á landið og'
trú á hið góða í mönnunum.
Þetta beindist að vísu fyrst- og-
fi’emst að hennar næsta um-
hverfi. Hún unni Ljósalandi,
jöi’ðinni sinni, öllu öðru fx’emur
og helgaði henni og hinum gáf-
aða og víðsýna manni sínum og
böi-num alla krafta sína. En hún
var líka góður þjóðborgari
landi sínu. Hafði mjög ákveðna
skoðun á sjálfstæðismálum
landsins, og frá fyrstu tíð ákveð
inn stuðningsmaður Framsókn-
arflokksins.
Einn var sá þáttur í lífinu,
sem veitti henni aukið tx-aust
og auðkenndi stöx’f hennax’. Það
var hin stex’ka guðsti’ú sem hún
virtist hafa hlotið í vöggugjöf
Allt í hækkunaráttina
GASOLf A hefur hækkað um 4
aura lítrinn. Kjötið hefur hækk
að, svo og mjólkin. Ö1 og gos
hækkar einnig um þessar mund
ir. □
ING
og mótaði hugsunax’hátt hennar
og viðhorf.
Ljósalandsheimilið var um
langan aldur talið til hinna
mestu mei’kisheimila í Vopna-
firði, þar átti að vísu húsbónd-
inn sinn góða hlut. Þórður
Jónasson var vafalaust einn
greindasti bóndi þessarar byggð
ar. Enda hafði hann kynningu
af ýmsum merkustu mönnum
sem uppi voru á síðustu tugum
19. aldai’innai’, svo sem fi’ænd-
um sínum séra Sveini Skúla-
syni og Bii-ni Skúlasyni á Eyj-
ólfsstöðum. Þá dvaldi hann um
eitt skeið hjá séra Bix’ni Þor-
lákssyni á Dvergasteini, og var
heimilismaður hjá Páli skáldi
Ólafssyni og konu hans, hinni
glæsilegu Rangnhildi frænku
sinni. Þetta hefur allt orðið hin
um unga manni nokkurskonar
skólaganga.
Fyi-ir hönd barna Albínu,
barnabarna og tengdabama, og
raunar Vopnfii’ðinga allra,
þakka ég þessari látnu heiðurs-
konu allt starf hennar, fyrir
ti’yggð hennar við jöi’ðina sína,
Ljósalahd, fyrir ást hennar og
umhyggju við börn sín og vini,
og fyrir þann þátt, sem hún
átti í að fegra sveit sína og
land.
Refsstað 29. maí.
Páll Metúsalemsson.
SMYGLIÐ Á AKUR-
EYRARFLUGVELLI
VEGNA fi’éttar í síðasta tbl.
Dags, þar sem sagt var, að fund
izt hefði’nokkurt magn af ólög-
legu áféngi í Loftleiðaflugvél á
Akureyi’ai’flugvelli og vegna
margra fyrirspurna um það
efni, skal það skýrt fram tekið,
að það vár ekki ætlun blaðsins
að bendla nemendahóp gagn-
fræðinga á neinn hátt við mál-
ið þó að þeir væru þar fai’þeg-
ar, ásamt mörgum fleirum.
Blaðinu er ekki kunnugt um að
neitt hafi komið fram í málinu,
sem gefi hið minnsta tilefni til
að ætla, að gagnfræðingarnir
eigi þar nokkra hlutdeild. □
Framkvæmdaáætlun
Akureyrarkaupstaðar
Tillaga flutt af bæjarfulltrúum
Framsóknarflokksins á fyrsta fundi
nýkjörinnar bæjarstjórnar í gær
Á FYRSTA fundi nýkjörinnar
bæjai’stjórnar Akureyrarkaup-
staðar fluttu Framsóknai’menn
eftirfarandi tillögu:
„Bæjarstjórn Akureyrar
samþykkir að láta gera áætl-
un um framkvæmdir Akur-
eyrarbæjar 7—10 ár fram í
tímann.
Bæjarstjóru kýs 5 manna
nefnd til að vinna að samn-
ingu áætlunarinnar, og kveð
ur nefndin sér til aðstoðar
sérfræðinga eftir því, sem
þörf er á.
Nefndin skal hraða störf-
um, svo sem kostur er.
Bæjarfulltrúar
Framsóknarflokksins.“
Greinargerð með tillögunni:
Á undanförnum árum liefir
sú skoðun oft verið látin í ljós,
bæði innan bæjarstjórnar Akur
eyrar og utan, að þróun í fram
kvæmdamálum hjá Akureyrar
bæ væri hægari en vera þyrfti
miðað við það fjármagn, sem til
ráðstöfunar er. Með skipulags-
bundnari niðurroðun verkefna
liefði framkvæmdaþróunin orð
ið liraðari og nýting fjármagns
betri. Þessi skoðun er almennt
viðurkennd rétt og því sjálfsagt
að gera tilraun til úrbóta.
Bæjarfulltrúum liefir efalaust
verið- þetta ljóst, en eðlilega
liaft tilhneigingu til að láta það
sjást í fjárhagsáætlun hvers
árs, sem af mörgurn er jafn-
NÁMSKEIÐ HJÁ
ALMANNAVÖRNUM
NÁMSKEIÐ á vegum Ahnanna
varna rikisins hófst á Akur-
eyri á mánudagimi og lýkur 15.
þ. m. Forstöðumaður þess er
Sveinbjörn Bjarnason. Þátt í
námskeiðinu taka 16 manns þar
af 11 úr lögreglu- og slökkvi-
liði bæjarins.
Kennd er slysahjálp, sjúkra-
flutningar, slökkvitækni, varn-
ir gegn geislavirkni o. fl.
Kennslan er miðuð við náttúru
hamfarir og styrjaldarástand,
en kemur að sjálfsögðu að góð-
um notum á venjulegum tím-
um. Námskeiðið er haldið í
Húsmæðraskólanum. □
MÁLYERK í CAFÉ
SCANDIA
TEMPLARAR hafa á ný opnað
veitingastofu sína Café Scandia
í Varðborg. Þar prýða veggi
mörg og fögur málverk eftir
Guðmund Karl Ásbjarnarson,
sem bæði eru til sýnis og sölu.
framt talin framkvæmdaáætlun
fyrir fjárhagsárið, að þessu eða
liinu hefir ekki verið gleymt.
Þetta veldur því mjög oft,
að erfiðara er að standa á móti
kröfum um að liefja fram-
kvæmdir við liin ýmsu verk, án
þess þó að fyrir hendi sé nægi-
legt fjármagn til þess að unnt sé
að halda hagkvæmasta bygg-
ingahraða.
Hér við bætist einnig ótti
manna við að frestun á byrjun-
arframkvæmdum valdi seink-
un í það heila tekið — stundum
ekki að ástæðulausu.
Framkvæmdaáætlun nokkur
ár fram í tímann á m. a. að
geta komið í veg fyrir þetta.
Hún býður upp á meiri sveigj-
anleik fjárhagsáætlunar en ver
ið hefir, þar sem sveiflur á ein-
staka útgjaldaliðum og fjárfest
ingu til ýmissa málaflokka geta
orðið mjög miklar frá ári til
árs, eftir því við livaða áfanga
er fengizt hverju sinni.
Eins og fyrr segir, eru menn
almennt sammála um gagnsemi
framkvæmdaáætlunar, en það
fyrirbyggir þó ekki að skoðana
munur geti orðið um á livað
eigi að leggja áherzlu, hvaða
framkvæmdir eigi að taka. með
í áætlunina og í hvaða röð.
Ekki er þó ólíklegt að samstaða
á breiðum grundvelli náist um
liöfuðdrættina, enda er áætlun-
in ekki samþykkt ráðandi aðila
um framkvæmdir og framlög
yfir áætlunartímann, heldur
verður að skoða hana sem leið-
- Vörusala KEA
(Framhald af blaðsíðu 1.)
fjárfestiiigum og útlánum á
yfirstandandi ári, en reyna að
tryggja rekstursfé til fram-
leiðslu og verzlunar.
Árið 1965 skilaði betri árangri
í eigin fjármyndun en nokkru
sinni fyrr. Fjármyndunin og
stofnsjóðsaukning og aukning
Innlánsdeildar standa fyllilega
undir fjárfestingu sl. árs.
Af tekjuafgangi Stjörnu
Apóteks árið 1965 er úthlutað
6% arði í reikning félagsmanna.
Menningarsjóður KEA hefur
úthlutað styrkjum að upphæð
145 þús. kr. til margskonar
menningarmála.
Stofnsjóðsinnstæða við síðast
liðin áramót var rúmlega 39
millj. króna. Á síðustu 15 árum
hefur arður sá, sem félagsmenn
fá greiddan í stofnsjóð og beint
í viðskiptareikninga sína, num-
ið 34,5 millj. kr.
Jakob Frímannsson fram-
kvæmdastjóri þakkaði, í lok
ræðu sinnar, starfsfólki öllu
fyrir trúlega unnin störf hjá
Kaupfélagi Eyfirðinga á liðnu
ári. □
beiningu dregna af þeim for-
sendum, sem fyrir liggja og tökj
eru á að afla. Ofyrirséðir hlutir
valda því að nauðsynlegt verð-
ur að endurskoða hana á tíma-
bilinu, helzt stöðugt, í ljósi
nýrra staðreynda.
Þótt við ýmsa byrjunarörðug
leika verði að etja má vænta að
framkvæmdaáætlunin auðveldi
stjórnendum bæjarins störf
þeirra með því að hún veitir
nokkra heildarsýn yfir þau við
fangsefni, sem framundan eru
og aðalvandamálin og beinir at
hyglinni að þeim um Ieið. Hún
auðveldar mönnum að greina
smámál frá stórmálum og livet-
ur til að tengja saman nútíð og
framtíð og til aukinnar þátt-
töku bæjarbúa í umræðum um
bæjarmál. i
HÁSKALEIKUR
FLEST KVÖLD upphefst skot-
hríð á sorphaugum bæjarins við
Glerávgil. En slíkt er með öllu'
bannað. Margir skotmenn fara;
auk þess svo ógætilega með
skotvopn sín, að stórhætta er
að, sennilega vegna fáfræði
sinnar í meðferð slíkra tækja
Þennan ljóta sið verður að upp-
ræta. □
MARHNUS KEMUR
TIL AKUREYRAR
N.K. sunnudag kemur danski
lífsspekingurinn Martinus hing
að til Akureyrar í boði vina
sinna hér. Hann dvelur nú í
Reykjavík.
Undanfarin tvö ár hefur
Martinus unnið að því að slcrifa
viðauka við aðalrit sitt „Bók •
lífsins".
Þessi viðauki, sem heitii'
„Heimsmyndin eilífa“ verður í
4—5 bindum, hvert bindi um
100 síður. Út er komin 1. og
2. bók af þessum viðauka.
Fyrsta bók af „Heimsmynd-
in eilífa“ liggur nú fyrir í ís-
lenzkri þýðingu og kemur hér
út á næsta ári.
Martinus kemut’ hingað í
fimmta sinn. Hann er mikill
íslandsvinur og aðdáandl ís-
lenzkrar náttúru.
Á mánudagskvöld flytur
Martinus opinberan fyrirlestur
í Landsbankasalnum og er öll-
um heimill aðgangur. Q >
- Ryggt við Yarðborg
(Framhald af blaðsíðu 8).
kaffidrykkju var gengið út á <
byggingasvæðið og þar tók franv
kvæmdastjórinn fyrstu skóflu-
stungu byggingarinnar.
Bæjarbúar munu eflaust
fagna auknum framkvæmdum
og störfum I.O.G.T. hér á Akur
eyri og ekki leggja steina í götu
.þeirra. Q