Dagur - 10.08.1966, Blaðsíða 1

Dagur - 10.08.1966, Blaðsíða 1
I ffYT'f '" I Herbetgis- i ft— L. pcntanir. FerSa- Ekriístoian Túngötu 1. Akureyri, Sízni 11475 XLIX. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 10. ágúst 1966 — 55. tbl. Ferðaskrifstofani Skipuleggjum ierðir skauta á milli. Farseðlar með Flugfél. ísl. og Loííleiðum. Minkurinn kominn í Vopnafjörð BLAÐIÐ hafði tal af Þorsteini bónda Þorgeirssyni á Ytri- JNTýpum á mánudaginn. Sagði hann, að þó þurrklaust hefði verið í rúmlega hálfan mánuð, væri ástand í heyskaparmálum ekki alvarlegt ennþá. Spretta væri góð bæði á ræktuðu landi og úthaga. Seinnipart júlímán- aðar hefðu þurrkar verið góðir og bændur þá náð inn verulegu ÍBA-KR leika á Akur- eyri á fimmtudaginn N. K. FIMMTUDAG, 11. ágúst, kl. 8 e. h. leika ÍBA og KR hér á íþróttavellinum. Þetta ér 8. leikur ÍBA en 7. leikur KR í I. deildarkeppninni. Mjög hörð og skemmtileg keppni er nú í I. deild og ómögulegt að segja um það enn, hvaða lið hreppir ís- landsmeistaratitilinn í ár. Valur stendur þó bezt að vígi enn, er með 11 stig eftir 8 leiki, þá kem ur IBK með 8 stig eftir 7 leiki, þá ÍBA nieð 7 stig eftir 7 leiki, síðan Akranes og KR með 6 stig eftir 6 leiki og Þróttur rekur lestina með 2 stig eftir 6 leiki. Búast má við mjög skemmti- legum leik hér á fimmtudags- kvöldið, því nú er hvert stigið dýrmætt í lok keppninnar. □ magni af heyjum og sumii' jafn vel alhirt fyrri slátt á túnum sínum. Minka hefur nú orðið vart við Selá en ekki var um þá vitað fyrr í sveitinni. Að sjálfsögðu geta þeir víðar verið. Það var veiðimaður einn við Selá, sem varð minka var í urð á efsta veiðistað árinnar, við fossinn. Þrír minkar voru skotnir þar og ráðgerð er nú minkaleit, því efalítið mun þá víðar að finna í Vopnafirði. Laxveiði hefur verið treg í ánum í sumar og langt undir meðallagi. Þó hefur aflinn glæðzt að undanförnu, sagði Þorsteinn bóndi. □ LAGARFLJÓTSBRÚ og Egilsstaðakauptún. (Ljósmynd: E. D.) Framleiðslukosfnaður búvara hefur hækkað um 130% síðasfl. 5 ár Mjólkurframleiðsla hefur minnkað. smjörf jall- ið lækkað, sagði Gunnar Guðbjartsson á aðal- fundi Stéttarsambandsins í Reykjavík AÐALFUNDUR Stéttarsam- bands bænda hófst í Bændahöll inni í Reykjavík á mánudaginn og mun ljúka í dag. Aðalvið- fangsefni fundarins eru að sjálf sögðu framleiðslu- og verðlags MARGIR FARA MÚLAVEG Yegur Jiessi er þó enn lokaður en við hann unnið MARGIR stytta sér í sumar leiðina vestur og aka Múlaveg hinn nýja. Misjafnlega láta menn af gæðum hans en um vegalengdina efast enginn. Þeg ar blgðið spurðist fyrir um Múlaveg á mánudaginn, upp- lýsti Guðmundur Benediktsson vegaverkstjóri eftirfarandi: í fyrsta lagi er Múlavegur lokaður allri umferð, svo sem merki sýna. í öðru lagi er hann nú mjög illur yfirferðar vegna bleytu eftir miklar rigningar. í þriðja lagi er unnið við Múla- veg og tefur umferð vinnuna, auk þess sem hún á stundum lokar allri umferð ökutækja, og í fjórða lagi er mikil umferð um veginn, þrátt fyrir það, sem að framan greinir. Menn fara þann veg á eigin ábyrgð. Fólki er ráðlagt að kynna sér vegarástandið áður en það ekur Múlaveg, því stundum er hann alls ófær bifreiðum. □ mál landbúnaðarins. En bænd- ur, sem áður voru tekjulægsta stétt Iandsins hafa orðið fyrir fjárhagslegum áföllum einkum vegna verðbólguþróunarinnar og afleiðingum hennar á þróun efnahagsmála. Gunnar Guðbjartsson, for- maður Stéttarsambands bænda flutti erindi í upphafi fundarins, á eftir ávarpi landbúnaðarráð- herra og rakti þá þróun verð- lagsmála landbúnaðarins, allt frá því sexmannanefndin varð óstarfhæf í fyrrahaust og rikis- stjórnin gaf út bráðabirgðalög um sama verðlagsgrundvöll og gilt hafði, en þriggja manna nefnd embættismanna skyldi svo ákveða verðið samkvæmt honum. Stéttarsambandið og Framleiðsluráð hefðu mótmælt þessum lögum, m. a. vegna þess að lagabrot ASÍ, þ. e. brott- hlaup úr sexmannanefndinni, hefði ranglega verið látið bitna á bændastéttinni. Gunnar Guðbjartsson minnti á, að um sl. áramót hefði vant- að 70—80 millj. kr. upp á út- flutningsbætur til þess að grundvallarverðið næðist. Fram leiðsla mjólkur hefði, sagði hann, aukizt um 40% sl. 5 ár en salan um aðeins 15—18%. Þá sagði hann, að framleiðslukostn aðarverð búvaranna hefði hækk að um 130% síðustu 5 árin en tiltölulega litlar verðbreytingar orðið á verði landbúnaðarvara í markaðslöndum okkar. Þess vegna hefði verið þörf meiri út flutningsbóta. Um framleiðslu og söluhorfur búvaranna sagði Gunnar Guð- bjartsson, að smjörsalan hefði (Framhald á blaðsíðu 5). BÚPENIN6IFÆKKAR í HRÍSEY KONUNGSHÖLL RÍS VIÐ JÖKULSÁ A FJÖLLUM f HLJÓÐAKLETTUM við Jök- ulsá á Fjöllum er búið að byggja konungshöll í fornum stíl með skíðgarði. Danskt kvik myndafyrirtæki setur þar á svið kvikmyndina „RAUÐU SKIKKJUNA“ sem er forn- sögulegs efnis, ofin utan um hina skráðu heimild um Signýu og Hagbarð. Þarna í Hljóðaklettum hefur mikið verið um að vera í sum- ar. Um 70 kvikmyndaleikarar, smiðir og aðrir starfsmerin hafa verið þar að verki og 50—60 hestar, að því er talið er. En aðkomufólkið hefur aririars dvalarstað í Skúlagarði og Lundi. Leikararnir munu flestir vera danskir og sumir allfræg- ir, en þó er þarna fólk af fleiri þjóðum og einhverjir heima- menn í Kelduhverfi og Axar- firði koma fram í kvikmynd- inni. Ekki munu byggingarnar í Hljóðaklettum hafa reynzt tiaustar í áfellinu á dögunum, enda fyrst og fremst ætlaðar til að sýnast en ekki til frambúðar. Sagt er, að hinn útlendi leik- stjóri hafi kysst jörðina af hrifn ingu þegar hin stórbrotna nátt- úrufegurð við Jökulsá birtist honum í fyrsta sinn — og að framleiðslukostnaður kvikmynd arinnar sé áætlaður 18 milljón- ir íslenzkra króna (3 millj. danskar krónur). □ Hrísey .8 ágúst. Að undanförnu hafa flestir legið í landi og ekki komizt á sjó vegna ógæfta. Það er fyrst í dag að nokkrir fóru á sjó. Þetta er því mesta hörmung hjá okkur eins og er, enda allt bundið við sjósóknina hér í eyj unni. Megnið af túnum þorpsbúa er í sinu því menn hafa á síðari árum orðið fráhverfir búskap. Árið 1940 voru hér t. d. 40 kýr en nú ein. Árið 1950 mældust hér 50 hektara tún og var hér þá, auk nautgripa, allmargt sauðfé. Samkvæmt umsögn þeirra fuglafróðu rnanna, sem í Hrísey dveljast öðru hverju til að rann saka lifnaðarhætti rjúpunnar, hefur um helmingur af rjúpna- ungunum di’epizt í norðanveðr- inu fyrir hálfum mánuði. ásamt fjölda af ungum annarra fúgla. Nú erum við prestlausir og þykir ekki gott. Ágætur emb- ættisbústaður bíður hér nýs sálusorgara. Mjög fer vel á því, að prestur sinni einnig kennslu störfum hér, þegar til kemur. Bráðlega kemur hingað sér- fróður maður til að gera frekari athuganir á heita vatninu, sem nú streymir úr borholunum í Hrisey og Dagur hefur líkt við gullfund. Rétt er það, að heita vatnið mun mega teljast mjög verðmætt fyrir framtíðina. En ekki er sopið kálið þótt í aus- una sé komið því dýrt mun reynast, að koma vatninu inn í þorpið og gera hitaveitu. En eitthvað mega menn líka á sig leggja til þess að fá langþráð heitt vatn til heimilisnota. Þ V. Gamanieikuritin „Bun- bury“ sýiidur í kvöld GESTALEIKHÚSIÐ hefur að undanfömu sýnt gaitianleikinn „Bunbury“ eftir Oskar Wilde og liefur leikurinn lilotið góða dótna. Lcikflokkurinn liefúr þegar sýnt leikinn á Austfjörð- um, cn er nú kominn til Akur- eyrar og hafði sýningu í Sarrt- komuliúsinu í gærkveldi og ætlar að sýna aftur í kvöld, miðvikudag. Síðan heldur leik- flokkur þessi til Véstfjarða. Leikendur eru þessir: Helga Valtýsdóttir, Kristín Anna Þór- arinsdóttir, Sigríður Þorvalds- dóttir, Bríet Héðinsdóttir, Arn- ar Jónsson, Bjarni Steirigríms- son, Krtrl Guðmundsson og Kjartan Thcrs. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.