Dagur - 10.08.1966, Page 2

Dagur - 10.08.1966, Page 2
2 Handknattleiksmót SL. SUNNUDAG fór fram í Ár skógi kvennamót UMSE í hand knattleik, með hraðkeppnisfyrir komulagi. Sex lið tóku þátt í mótinu og varð röðin þessi: 1. Umf. Ársól, Árroðinn Öng- ulsstaðahreppi, unnu alla sína leiki. 2. Umf. Svarfdæla, Dalvík. 3. Umf. Reynir Árskógs- hreppi. 4. Umf. Framtíð Hrafnagils- hreppi. 5. Umf. Narfi Hrísey. 6. Umf. Svarfdæla, b-lið, Dal vík. Liðið úr Öngulsstaðahreppi þótti sýna beztan leik og vann réttlátan sigur. Q - LANDSMÓT SKÁTA (Framhald af blaðsíðu 8). Auk þess sáu Akureyringar um aðalleik mótsins, sem um 1600 manns tóku þátt í samtímis. Leikurinn hófst með því,' að varpað var úr flugvél nokkurs- konar dulmáls-orðsendingu til ailra skátasveita (sveit er skip- uð um 30 mönnum), sem sveit- in varð að finna og ráða áður en hún gat hafið leikinn. Sögu- þráður leiksins var sá, að „Andi fjallanna" kvaddi alla skáta til æfinga vegna stríðsins við óvin æskunnar, sem nefndur var „Gæi götunnar“. Síðan voru ýmis verkefni lögð fyrir sveit- irnar s. s. að koma upp náttúru gripasafni, gera að sárum, semja leikþætti o. fl. en að lok- um átti hver skátasveit að finna leynivopnið, sem ráðið gat úrsiitum í baráttu „And- ans“ og „Gæans“, en það var- fólgið í þessari visu, sem falin var í fernu lagi á tjaldbúðasvæð inu og stíluð var til hverrar ein stakrar skátasveitar: „Trúðu á tvennt í heimi, tign sem æðsta ber, guð í alheimsgeimi guð í sjálfum þér.“ Þannig var söguþráður leiks- ins gott umhugsunarefni fyrir skátana. Á móti þessu fór fram stiga- keppni einstaklinga og flokka- keppni skátaflokka. Á milli 20 og 30 stúlkur héðan hlutu viður ikenningu í einstaklingskeppn- inni og einnig hlaut einn skáta- flokkur þeirra viðurkenningu. Allir drengirnir frá Skátafé- lagi Akureyrar hlutu viður- kenningu sem einstaklingar og allir skátaflokkar drengjanna Ihlutu flokkaviðurkenningu. Eftirsóttasta viðurkenning mótsins var þó fagurlega búið stýrishjól, sem veitt var fyrir beztu tjaldbúð mótsins. Við mótsslit var Skátafélagi Akur- eyrar afhent þetta hjól til minn jngar um góða frammistöðu fé- lagsins. Á undanförnum árum hefur Bandalag íslenzkra skáta efnt til landskeppni í skátastörfum. Á undanförnum árum hafa farið fram landskeppnir meðal skáta í margskönár skátastörf- tim og hefur Skátafélag Akur- ’eyrar unnið- þær allai;. , Q GÖÐAKSTURSKEPPNI Bæjarframkvæmdir eru hægfara BINDINDISFÉLAG ökumanna á Akureyri (B.F.Ö.) efna til góðaksturskeppni n. k. laugar- dag. (13: ágúst). Einu sinni áður, 1963, hefur félagið staðið fyrir þessari skemmtilegu keppni — þeirri fyrstu hér norðanlands — og vakti hún þá bæði athygli og ánægju, jafnt keppenda sem áhorfenda. Keppnin núna á laugardaginn er ætluð með svipuðu sniði og fyrr — alls ekki erfið — og hefst kl. 1.30 e. h. við Kaffi- brennsluna á Oddeyri. Verður þar bezt aðstaða fyrir áhorfend ur að fylgjast með því sem fram fer. Þátttaka í keppninni skal til— kynnt formanni félagsins, Níelsi Hanssyni í síma 12890 og það fyrir hádegi á föstudag. Heimil er þátttaka (16—20 alls) hverjum bæjarbúa, jafnt konum sem körlum og með hverskonar bíl, — svo og hér- aðsbúum, ef Akureyringar fylla ekki í þessa tölu (16—-20). Þrenn eignarverðlaun er um að keppa, bikarar, sem til sýnis verða í glugga Jóns Bjarnason- ar úrsmiðs næstu daga. Motsstjóri verður Jónas Jóns json kennari, en Ásbjöm Stef- ánsson franikvænidastjóri B. F. O. í Reykjavík kemur að sunnan til aðstoðar við undir- búning og verður yfirdómari í keppninni. YQGA Akureyringar og Eyfirðingar, A-bílar, fá því betur, oft góðan vitnisburð í umferð á vegum landsins, en lengi má um bæta. B. F. Ö. vill með keppni þessari, og mörgu öðru, vinna að bættri umferðarmenningu í landinu. Komið, sjáið og verið með á laugardaginn. Akureyri 8. ágúst 1966 Bindindisfélag ökumanna. Mislingabólusetning ÞAR eð nú má fara að vænta mislinga hér á landi á þessu eða næsta ári, en hægt mun að fá mislingabóluefni frá Ameríku, eru þeir menn í Akureyrar-, Dalvíkur-, Ólafsfjarðar- og Grenivíkurlæknishéruðum, sem ekki hafa fengið mislinga og gjarnan vildu láta bólusetja sig gegn mislingum, beðnir að láta héraðslækni í sínu læknishér- aði vita um þetta sem allra fyrst og eigi'SÍðar en 25. ágúst n. k. svo hægt sé að panta það misl- ingabóluefni sem þörf er á. Akureyri 9. ágúst 1966 Jóhann Þorkelsson. Bifreiðastjóri með meiraprófsréttindum óskast. STRÆTISVAGNAR AKUREYRAR STUTT grejnargerð séra Þórs Þóroddssonar > á Mentalphysics, hinu Tíbetska Yoga. Góðir lesendur! Mentalphysics (Yogakerfi) er sú útskýring állra trúarbragða og heimspeki, sem allir leita að. í þeim eru fólgin innri sannindi þeirra, hagkvæm notkun í dag- legu lífi og samræmi þeirra við vísindin. Mentalphysics er lykillinn sem lýkur upp dyrum að hinni innri merkingu Biblíunnar og allra helgra bóka. Raunveru- lega er hún fagnaðarboðskapur hinnar nýju aldar — máttur í höndum þeirra sem fylgja dyggi lega lögmálum hennar, sem leiða til sjálfsstjórnar, fram- kvæmda þess æðsta sem við höf um hæfileika til og raunveruleg birting þeirra í aukinni lífsorku, unglegra útliti, meiri hæfileik- um, æðri gáfum, sterkari skap- gerð, göfugra og fyllra lífi. Hamingja, fögnuður, friður, samræmi og sigursæl fram- kvæmd verðugra fyrirætlana okkar, er allt innifalið í þeim mætti sem Mentalphysics leið- beinir til. Hundruð manna hafa uppgötvað að þessar aðferðir hafa gjörbreytandi áhrif. Kennd er aðferð fremur en trúar- kredda aðferð sem vitrir menn hafa nptað um þúsundir ára til þess áð notfæra sér mátt, sem almenningur þekkir ekki og nálgastmeiri þekkingu á hinum ómælanlegu sönnu hæfileikum mannsins, og lánast að hefja sig yfir veikindi, skort og óham- ingj u -að: skilj á lokasannleika lífsins og lokasigur mannsins. Sjá auglýsingu séra Þórs ■Þúroddssenár, - ■ (Aðsent)-. mwm mm ÍBÚÐ ÓSKAST Tveggja eða þriggja her- bergja íbúð óskast sem fyrst. Helzt á Eyrinni eða nálægt miðbænum. Uppl. í síma 1-24-71. HERBERGI ÓSKAST Reglusamur maður óskar eftir herbergi strax eða sem fyrst. Má vera lítið lierbergi. — Helzt á Ytri- Brekkunni eða Oddeyri. Uppl. í síma 1-13-04. DAGLEGA hringja eða skrifa einhverjir bæjarbúar og lýsa áhyggjum sínum og óánægju yfir seinagangi á framkvæmd- um á vegum Akureyrarbæjar. Þeir ræða m. a. þetta: Iðnskólahúsið nýja kemst ekki undir þak í haust, svo sem áætlað var. Amtbókasafnsbyggingunni miðar lítið og lögreglustöðinni ekkert. í vatnsveitumálum gerist ekki neitt og eru þó stórframkvæmd ir nauðsynlegar. Malbika átti nokkra kíló- metra af götum bæjarins en ekkert hefur þokað í þeim mál- um nema að unnið er að því að Ijúka við Glerárgötu. Sumir húsbyggjendur t. d. við Hamragerði verða að þola hina verstu aðstöðu og fá ekki einu sinni akfæran veg að lóðum sín um, þrátt fyrir 10 manna lið lærðra manna og vikapilta þeirra í tæknideild bæjarins og hjá byggingafulltrúa. Ástand er hörmulegt í þeim málum er lúta að hirðingu op- inna svæða og þeirra staða, sem bænum ber að halda sómasam- lega snyrtilegum. Um þessi atriði og fleiri er rætt fram og aftur — rætt um þau í aðfinnslutón og gremju — með réttu eða röngu. Ennfrem- ur um framkvæmdaáætlun kaupstaðarins, um fram- kvæmdaáætlun Norðurlands, sem margir vilja frétta af. Borgararnir greiða mikið fé til bæjarsjóðs og vilja fá sem gleggsta vitneskju um, hvernig . því fé er varið. Það er réttmæt ósk og sjálfsagt að koma til Auglýsiiigasími Dags er 1-11-67 TAPAÐ NÝR HLJÓÐKÚTUR af Volvo fólksbíl tapaðist á leiðinni Svarfaðardal— Akureyri sl. miðvikudags- kvöld. Finnandi vinsam- legast geri aðvart í síma 1-19-78, Akureyri. LILLEHAMMER er REYKJARPÍPA hinna vandlátu. LILLEHAMMER er létt í tilreykingu. LILLEHAMMER er þekkt uin allan heim. Yfir 40 MISMUNANDI GERÐIR fyrirliggjandi Einnig VARAMUNNSTYKKI. Póstsendum hvert á land sem er. TÓBAKSBÚÐIN BREKKUGÖTU5 Sími 1-28-20 — Akureyri ■ - ’< rr-rs-vi?-,', ,l móts við hana. Fullgildar ástæð ur munu til þess liggja, að ýms- ar framkvæmdir ganga verr en skyldi en aðrar betur eða vel. Ymsum ráðamönnum mun finnst ómaklega að sér sneytt með því, sem skráð er hér að framan, en blaðinu þykir rétt að það komi fram, sem um er rætt á þessum vettvangi, án þess sjálft að leggja þar nokk- urn dóm á, að svo stöddu. En full ástæða ér fil þess að skýra mál þessi og fleiri bæjarmál fyr ir bæjarbúum og er þess hér með óskað, að þau verði tekin til vinsamlegrar athugunar. Er opið rúm hér í blaðinu til um- ræðna um þau. En ýmsum mál- um er þann veg farið, að þau þurfa langa undirbúningsvinnu, svo sem ný vatnsveita, en sú vinna liggur ekki fyrir allra augum. En nú er orðið laust á þessum vettvangi. Efni margra nafn- lausra bréfa og annarra undir- ritaðra fullu nafni, svo og við- tala er hér fram sett í stuttu máli. Það gefur vissulega tilefni til framhaldsumræðna og er sæmilegra að þær fari fram fyr ir opnum tjöldum, en að stinga öllu undir stól. Q Góður MOSKVITS, árg. 1963, til sölu. Hagstæðir greiðslu- skilmátór. — Uppl. í Verzlun Eyjafirði. BÍLASALA HÖSKULDAR Moskvits, árg. 1964, verð kr, 80 þúsund. Landrover, benzín, árg. ’64, ekinn 50 þús. km verð kr. 115 jrúsund. Austin Gijrsy, árg. 1963, diesel, ekinn 50 þús. knt. verð kr. 107 þúsund. Skipti á góðum 5—6 manna bíl. Rússajeppar, árg. ’56—65. Skoda combi, árg. 1965 Opel Record, árg. 1959 Daf, árg. 1963, greiðsluskilmálar Taunus 12 M, árg. 1964 og 1965 Volkswagen, árg. ’62—’64 Ford Zephyr 4, árg. 1962 og margt fleira. Alls kohar skipti hugsanleg. BÍLASALA HÖSKULDAR Túngötu 2, sími 11909 BILASALA HÖSKULDAR FORD 755 VÖRUBÍLL með hundrað hesta Benz diesel-vél. Selst á góðu verði. BÍLASALA; HÖSKULDAR Túngötu 2, sími 1-19-09 »• “rrrr

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.