Dagur - 10.08.1966, Blaðsíða 4
4
Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri
Símar 1-1166 og 1-1167
Kitstjóri og ábyrgðarmaður:
ERLINGUR ÐAVÍÐSSON
Auglýsingar og afgreiðsla:
JÓN SAMÚELSSON
Prentverk Odds Bjömssonar h.f.
Stækkun sveitarfélaga
í ÞRIÐJA heíti „Sveitarstjórnar-
mála“ er sagt frá því, sem raunar var
áður tilkynnt, að ríkisstjórnin hafi
skijiað níu manna nefnd til að „end-
urskqða skiptingu landsins í sveitar-
félög með það fyrir augum að stækka
sveitarfélögin“ og til að athuga,
hvort rétt sé „að breyta sýsluskipun-
inni og taka upp stærri lögbundin
sainbönd sveitarfélaga en nú eru“.
Rúseta nefndarmanna í slíku máli er
atliyglisverð. Af þeim níu mönnum,
sem hér er um að ræða, eru fjórir
búsettir í Reykjavík, þrír í Vestur-
landskjördæmi, einn á Suðurlágiend
inu og einn á Austfjörðum, en eng-
inn á Norðurlandi og enginn á Vest-
fjörðum. Sjö af níu eru búsettir í
kaupstöðum og aðeins einn eða eng-
inn í sveitarfélagi, sem til greina
kemur að sameina öðru sveitarfélagi
vegna fámennis.
Hér er um stórmál að ræða, en
skoðanir á því virðast vera mjög
skiptar.
Lesendur Dags minnast eflaust at-
hyglisverðrar greinar, sem Eiríkur
Brynjólfsson ritaði um það sl. vetur,
en þar var einkum mælt með sam-
einingu eyfirzku hreppanna þriggja
innan Akureyrar. í grein í „Sveitar-
stjórnarmálum" segir Jónas' Guð-
mundsson frá því að annars staðar á
Norðurlöndum liafi sveitarfélögum
verið fækkað mjög í seinni tíð. Hann
segir líka. að ein af ástæðunum fyrir
fólksfækkun í sveitum sé „tvímæla-
laust sú“ að skipting landsins í sveit-
arfélög sé orðin á eftir tímanum. Af
hálfu áhugamanna um fækkun og
stækkun sveitarfélaganna hefur ver-
ið gefið ótvírætt í skyn, að breyting-
in sé fyrst og fremst nauðsvnleg
vegna fámennis sveitarfélaganna, og
J. G. segir frá því, að 106 sveitarfé-
lög hafi nú færri en 200 íbúa og 18
færri en 50 íbúa.
Enn sem komið er hafa hin fá-
mennu sveitarfélög, að því er virð-
ist, ekki liaft áhuga fyrir sameiningu,
eða a. m. k. ekki birt opinberlega
óskir í þá átt svo að almenningi sé
kunnugt. Hjá starfsmönnum félags-
málaráðuneytisins og Sambands
sveitarfélaganna, sem hefur skrif-
stofu í Reykjavík, liefur hins vegar
komið fram áliugi á málinu, og eitt-
hvað mun stjórn þess sambands hafa
látið það til sín taka sl. vetur. Til-
lögur um afskipti Alþingis af þessu
máli hafa komið fram á tveimur eða
þremur þingum. Lítið mun hafa ver-
ið um það rætt hingað til að sameina
sýslur, en nefndin á að atliuga það
líka.
(Framhald á blaðsíðu 7.)
Hallormsstaðaskólar. — Efst til vinstri er barna- og unglingaskóli fjögurra hreppa.
Blómarósir í skógræktarstöðinni í Hallormsstaðaskógi.
Hallormsstaður, með skóla,
skóg og skógræktarstöð, er for
vitnilegur staður, 36 km sunn-
an við krossgöturnar á Egils-
stöðum. Þegar ekið er um skóg
ana á Héraði dofnar mynd
norðlenzku skóganna. Mesta
skógarsvæði á íslandi er senni-
lega frá Miðhúsaskógi til Eyj-
ólfsstaðaskógar á Héraði. En
Hallormsstaðaskógur ber höfuð
og herðar yfir aðra skóga og
lofið um hann er ekki um of.
í skóginum eru stór tré felld,
á öðrum stað er stórt girðinga-
stauraæki á ferð og í gróður-
reitunum, þar sem hundruð
þúsunda lágvaxinna trjáplantna
keppast við að vaxa, vinna ung
ar stúlkur og veita þær upplýs-
ingar, er þær kunna. Guttorms-
lundur, sem í var gróðursett
1938, er nú stolt skógræktar-
manna.
Skógarnir á Héraði eru skóg-
arleifar, sem exi, húsdýr og
óáran hefur ekki eytt, svo sem
víðast hvar gerðist. Á Úthéraði
telúr Guttormur Pálsson, skóg-
arvörður eystra frá 1909, 1200
ha. skóglendi en á Upphéraði
4300 ha., samtals 5500 hektarar.
Margar trjátegundir mynda
skóga í skógarlöndum. Hér er
það birkið eitt, sem rnyndar hin
íslenzku skógarkjörr. Innfluttar
trjátegundir hafa nú sýnt, að
aðrar tegundir en birkið eiga
hingað erindi og ná enda skjót-
ari og meiri þroska.
Það er mikil hvíld, eftir ferða
lög á „nöktu“ landi, að koma í
Hallormsstaðaskóg. Þar tala
trén til manns í þögninni. Og
aumur er sá, sem ekki hlustar
og ekkert sér.
Atlavík er kunnur samkomu-
staður og sumir þeir, sem gera
sér e. t. v. ekki óhóflega glæst-
ar hugmyndir um himnaríki,
bera sér það orð í munn í hrifn
ingu á þessum stað á kyrrlát-
um sumardegi. Þar eru tjald-
stæði góð, fjöldi tjalda var þar
og eini fiölmenni útiverustað-
ur, sem ég hef séð án óþrifa. —
Héraðsbúar hafa sýnt þann
myndarskap tvö eða þrjú síð-
ustu árin, að banna alla með-
ferð áfengis í Hallormsstaða-
skógi á fjöldasamkomum. Hef-
ur þetta gefið góða raun. Menn
ing íslendinga er ekki traust-
ari en svo á sjöunda tug tutt-
ugustu aldar og siðferðisþrekið
ristir ekki dýpra en svo, að hér
á landi er hvergi hægt að halda
hátíð án þess að tugir eða jafn-
vel hundruð manna drekki sig
vitlausa eða dauða. En nú er
reynt að brjóta blað og er það
vel. íslendingar þurfa að eign-
leið. Lagarfljót er líkara stöðu-
vatni en fljóti um miðju Fljóts-
dalshéraðs, 110 m djúpt, lygnt
og 2—3 km á breidd. Þar var
Lagarfljótsormurinn, dýrmæt
skepna, illu heilli drepin í vor
af fávísum mönnum, líklega
fullum.
staði, Velli og Skriðdal. Val-
þjófsstaðaprestakall spannar
Fljótsdal og Fell. Kirkjubæjar-
prestakall tekur yfir Tungu og
Jökuldal og Hlíð. Hofteigs-
prestakall var sameinað Kirkju
bæ. Prófastur í Norður-Múla-
sýslu er séra Sigmar Torfason á
R Fliótsdalshérafli
ast margar kyrrlátar Atlavíkur
til hvíldar glaumþreyttum borg
arlýð og þar sem einnig er hægt
að ganga til mannfagnaðar og
fjölmennra gleðimóta.
í Hallormsstaðaskógi er hús
burstafrítt, skóli verðandi hús-
mæðra Austurlands, eini skól-
inn hér á landi, sem er í skóg-
lendi. Hann stendur undir
brattri skógarhlíð. En litlu sunn
ar og einnig í skóginum rís nú
heimavistarbamaskóli fjögurra
hreppa og verður mikil bygg-
ing. Þar er bændabýlið Hall-
ormsstaður og fleiri byggingar,
sem birkiskógurinn hylur að-
mestu, nema rauð húsaþökin.
Skógurinn nær milli fjalls og
fjöru Lagarfljóts, sem á þessu
svæði er breitt og lygnt. Skóla-
stjóri Húsmæðraskólans á Hall
ormsstað er Ingveldur Páls-
dóttir, en hvorki bar hana fyr-
ir augu eða Sigurð Blöndal
skógarvörð. í skólanum er gist-
ing og greiðasala á sumrin. —
Bóndinn á Hallormsstað, bónda
bænum, er Sigurður Guttorms-
son.
Enn er ekið í suðurátt og
framhjá góðbýlum á bökkum
Fljótsins og allt til Valþjófs-
staðar, sem stendur undir sér-
kennilegri hamrahlíð, kenndri
við Skriðuklaustur. Á Val-
þjófsstað er ný kirkja, vígð 3.
júlí í sumar, lítil en falleg.
Hana prýðir útskorin hurð,
gerð af Halldóri Sigurðssyni,
hagleiksmanni, og er það eftir-
líking hinnar fornu og sögu-
frægu Valþjófsstaðahurðar, er
allir hafa heyrt nefnda. Þar
hefur ekki verið kastað -til
höndum. Nálægt Valþjófsstað
er brú á Lagarfljóti. Þar nærri
eru byggakrar á góðri þroska-
Veiði í Fljótinu er nokkur,
en þó ekki lax. Lagarfossinn er
ekki laxgengur og ekki heldur
fiskvegur sá, er þar var gerð-
ur fyrir mörgum árum. Það
iii ii ■ i a ■ 111111111(11 ii iii ii ii uii|i»
I SIÐARI GREIN ]
*iiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniii»
kæmust margir laxar fyrir í
Lagarfljóti.
Skammt frá hringvegi þeim,
sem nú er hægt að aka um-
hverfis Löginn, en svo heitir
Lagarfljót ofan Egilsstaða, er
Grímsárvirkjun, mikið mann-
virki og þarft, og heyrist oft
nefnt í frostum. En Grímsá
malar þó gullið dag hvern
handa þeim, sem á Austurlandi
búa — og einnig í frostum.
Á Fljótsdalshéraði er Eiða-
prestakall sem tekur yfir Eiða-
og Hjaltastaðaþinghá. Vallanes
prestakall, sem nær yfir Egils-
Skeggjastöðum, en prófastur í
Suður-Múlasýslu er séra
Trausti Pétursson í Djúpavogi.
Prestkosningar eru nú fram-
undan í Vallanesprestakalli.
Þar hefur sótt um ungur ey-
firzkur prestur, en einnig prest
ur sá, er þaðan flutti fyrir fá-
um vikum. Þar er fólk kirkju-
rækið um sinn.
Ég get ekki látið hjá líða, að
geta þess, að í bæ einum á
Fljótsdalshéraði sá ég hinn
furðulegasta olíugeymi og sagt
að væri víðar. Þar voru komin
tundurdufl, sjórekin á söndun-
um við Héraðsflóa, gerð óvirk
og hagnýtt á þennan hátt á ís-
lenzkum sveitabæjum.
Fleira minnir að sjálfsögðu á
hersetu austur þar, einkum ef
skroppið er yfir Fjarðarheiði til
Seyðisfjarðar og litast um í
hinu þrönga plássi, sem Bjólfur
og Strandafjöll skammta smátt
til mannvistar og athafna.
Þarna gengu hermenn á land
10. maí 1940. Síðar reistir 246
herskálar. Þá var lítill afli, en
mikil varnarliðsvinna. Nú er
eins og þetta gamla kauptún
hafi kastað ellibelgnum og er
það síldinni að þakka. Fjárfrek
mannvirki rísa nú beggja meg-
in fjarðar, flest miðuð við síld.
Og enn minnir hervaldið á
sig. Herskip öslai' inn fjörðinn,
einnig kafbátur. Þetta stingur í
augun.
Seyðisfjörður hverfur í mist-
ur og rigningu, þegar ekið er
til baka upp Fjarðarheiði.
Flj ótsdalshérað er sumarfag-
urt og landslag fjölbreytt. Fell-
in óteljandi og fjöllin miklu,
svo sem Snæfell og Dyrfjöll,
gleymast ekki. Þar sýnist víð-
ast gott land undir bú og gam-
an er heim á mörg bændabýli
að líta, svo myndarleg eru þau.
Allt Austurland hefur í nokkur
ár notið þess í ríkum mæli, að
síldin, sem áður var kennd við
Norðurland, veiðist austar og
er að miklu leyti landað á Aust
fjörðum. Því fylgir mikið fjár-
magn og sér þess merki þar og
einnig á Héraði. En síldartekjur
munu hvergi betur fjárfestar
en í ræktun lands og ber Fljóts
dalshérað þess merki, að þótt
austfjarðaþokan nái sjaldnast
inn á Hérað, hafa síldarpening-
ar þangað runnið.
Svo þakka ég gestrisni fólks
austur þar, einkum á Eiðum,
fyrir mína hönd og samferða-
fólks, á nokkurra daga reisu.
E. D.
Jónas Thorsteinsson,
STADDUR er hér á landi um
þessar mundir merkur Vestur-
íslendingur, Jónas Thorsteins-
son, prófessor við Manitobahá-
skóla, ásamt konu sinni Mildred,
sem einnig er af íslenzkum ætt-
um.
Jónas er sonur Sigurðat' Þor-
steinssonar, sem fæddur var og
uppalinn í Reykjavík, en flutt-
ist vestur um tvítugsaldur
skömmu eftir aldamót, en faðir
Sigurðar var Þorsteinn Þor-
steinsson frá Úthlíð, hálfbróðir
séra Árna á Kálfatjörn. Móðir
Valþjófsstaðakirkjan nýja.
Jónasar var Halldóra Jónasdótt
ir frá Akranesi Ikaboðssonar
(systir séra Sveinbjarnar Ólafs
sonar í St. Paul, Minn.) en móð
ir þeirra var Anna Sveinbjarn-
ardóttir frá Bygggarði á Sel-
tjarnarnesi, systir Jóhanns Rist
er bjó á Botni í Eyjafirði, svo
að Jónas á marga frændur á ís-
landi baéði sunnanlands og norð
an.
Þegai’ Jónas lauk B. Sc. prófi
við Manitoba háskóla 1941, var
hann sæmdur gullpeningi há-
skólans, en áður hafði hann
hlotið Isbister verðlaun fyrir
námsafrek. Gegndi hann að
loknu prófi herþjónustu
skamma hríð, en þá buðust hon
um námsstyrkir í Englandi og
dvaldist hann þar svo árum
skipti við ýmsar rannsóknir og
lauk doktorsprófi í námsgrein
sinni skprdýrafræði, frá Lund-
úna háskóla. Eftir að hann kom
vestur starfaði hann fyrst við
rannsóknir í Sault St. Marie,
Ontario, en hefur verið pró-
essor við Manitoba háskóla frá
1948.
Hann er nú víðfrægur vísinda
maður í fræðigrein sinni og hef
ur vakið athygli með rannsókn
um sínum og ritgerðum í tíma-
í'itum vestan hafs og austan. í
fyrra sumar var honum boðið
til fyrirlestrahalds við háskóla
MÁTTURSAMTAKANNA
Úr ræðu Jóns Hjálmarssonar á bændadegi
Eyfirðinga 7. ágúst 1966
JÓN HJÁLMARSSON bóndi í
Villingadal var annar af tveim
ræðumönnum á síðasta bænda-
degi Eyfirðinga. Hann hefur
góðfúslega leyft að birta kafla
úr ræðu sinni og fara þeir hér
á eftir. En fyrst lýsti hann lífs-
baráttu og vinnubrögðum feðra
okkar og mæðra og bar saman
við það, sem nú er. Síðan sagði
hann:
Hvað er það sem gert hefur
okkur kleift að framkvæma
þessa miklu byltingu? Því er
fljótsvarað. Fyrst og fremst er
það krafturinn sem býr í okkur
sjálfum, löngunin til þess að
fegra og bæta bújörðina og trú-
in á framtíð landbúnaðarins,
sem knúið hefur okkur áfram,
og í annan stað er það samtaka
mátturinn. Bændur hafa fundið
að ýmislegt, sem einum var of-
raun, var hægt að leysa á fé-
lagslegum grundvelli. Þeir hafa
því stofnað mörg félög sem
hvert um sig vinnur að vissum
þætti uppbyggingarinnar. Já,
máttur samtakanna hefur unn-
ið stórvirki í þágu bændastétt-
arinnar.
En erum við þá hamingju-
söm? Nei við erum það ekki, en
miðað við það sem áunnizt hef-
ur þá ættum við að vera það.
Og þó. — Þegar einn vandinn
í okkar málum er leystur hyllir
prófessor
í Evrópu og hefur dvalizt þar sl.
ár mest í Þýzkalandi.
Kona hans Mildred Eleanor
er dóttir Guðmundar Anderson
Jónas Thorsteinsson.
(Andréssonar) sem lengi var
starfsmaður hjá Winnipeg
Hydro, en andaðist vestur á
Kyrrahafsströnd 13. ágúst 1965,
en móðir hennar var Matthild-
ur Júlíana Fjeldsteð.
Þetta ei' í fyrsta skipti, sem
Jónas kemur til íslands. Hann
er maður hæglátur og yfirlætis
laus og hið mesta ljúfmenni
eins og hann á ættir til.
Benjamín Kristjánsson.
RAKARASTOFUB olikar eru
lokaðar á laugardögum sum-
armánuðina. Sigtr. Júlíusson,
Valdi, Ingvi og Halli.
*«z:
jafnan undir annan á næsta
leiti. Við höfum því alltaf við
nóg að glíma og verðum að vera
vakandi ef ekki á illa að fara.
Við höfum lagt orku okkar,
sál og fjármagn í uppbygging-
una og okkur sýndist vera að
birta til. Við hlökkuðum til .að
geta afhent afkomendum okkar
allt þetta dýrmæti, og fundum
til vellíðunnar yfir því að starf
okkar skyldi bera ávöxt. En nú,
einmitt nú vofir meiri hætta
yfir landbúnaðinum en nokkru
sinni áður. Hann virðist ekki
ætla að þola þá stórkostlegu
þjóðlífsbreytingu sem átt hefur
sér stað.
Unga fólkið sér framtíð sinni
betur borgið annars staðar og
flytur úr sveitinni. Gamla fólk-
ið situr á meðan sætt er og
raunar lengur, en fer svo sömu
leiðina. Og í nokkuð mörgum
tilfellum standa bæjarhúsin auð
eftir og lífsstarfið verður rústir
einar.
Vantrúin á landbúnaðinn er
augljós. Jarðir seljast ekki
nema fyrir brot af kostnaðar-
verði og það fyrirfinnst varla
jafn óskynsamleg fjárfesting og
sú sem lögð er .í landbúnað,
einkum byggingar.
Bóndi sem er svo heppinn að
geta selt jörð. sína þegar hann
hættir búskap, kemst að. raun
um að peningarnir, sem hann
fær fyrir hana duga hvergi
nærri til þess að kaupa íbúð í
kaupstað, jafnvel þó jörðin sé
búin miklum og góðum. húsa-
kosti yfir fólk og fénað. Það er
eftirspurnin sem ræður verð-
laginu og eftirspurn eftir jörð-
um er engin, þrátt fyrir öll þæg
indin sem nú eru fyrir hendi.
Ef landbúnaður væri talinn
ákjósanleg atvinnugrein mundi
fólk keppa eftir honum, en í
þess stað virðist hann af ýmsum
talinn þurfalingur á þjóðfélag-
inu, sem helzt þurfi að horfóðra
svo hann verði ekki of umsvifa
mikill.
Þetta ástand verður að breyt
ast hið fyrsta, og það er mál
þjóðarinnar allrar. Annars
vanta landbúnaðaryörur fyrr
en varir, og það er betra að
koma í veg fyrir hrunið, heldur
en láta hrynja og byggja svo
upp á nýjan leik.
Ég hef neyðzt til að segja við
börnin mín. Það er ekki fýsilegt
að gera búskap að lífsstarfi sínu
eins og nú standa sakir. Þið
skuluð búa ykkur undir fram-
tíðarstarf annars staðar, en ef
þetta skyldi breytast getið þið
snúið aftur heim í sveitina.
Menntunin er bændastéttinni
líka nauðsynleg og skólaárun-
um verður ekki á glæ kastað þó
að þið notið ekki réttindin sem
þau kunna að veita. Og börnin
hafa svarað. Við vitum þetta
allt Pabbi og þau hafa hagað
sér í samræmi við það.
Já ég minntist á menntun en
sú skoðun virðist nokkuð ríkj-
andi að ef unglingurinn fer
nokkur ár á skóla, sé hann orð
inn of dýrmætur til þess að
stunda landbúnað. Þetta er stór
háskalegur hugsunarháttur. Bú
skapur þarf að vera það eftir-
sóttur atvinnuvegur að jafnvel
menntað fólk sjái sér fært að
setjast í bónda og húsfreyju-
sæti ef það langar til.
Ég segi ekki að það sé nauð-
synlegt að hámenntað fólk sitji
á hverjum bæ, en einhver skóla
ganga að skyldunámi loknu
væri mjög góð, en þá blasir við
sú staðreynd að þeir skólar sem
til eru rúma ekki allt æskufóllf-
ið og er mikil nauðsyn að bæta
úr því hið fyrsta. Þar höfum vjð
Eyfirðingar vei'k til að vinna,
því að á þessu sviði erum vjð
eftirbátar ýmissa annarra pg
eigum nú í mestu erfiðleikum
af þessum sökum.
Ég vil samt vona að þær blik-
ur sem nú eru á lofti eyðist og
hverfi, en það gerist ekki án
íhlutunar okkar sjálfra. Stétta-
baráttan í þessu landi er hörð
og óvægin og hver sú stétt sem
ekkert aðhefst hlýtur að verða
fótum troðin. Sótt er eftir hækk
uðu kaupi og styttingu vinnu-
tímans og mætti samtakanna
óspart beitt til að fá þetta fram.
Fólkið í sveitinni veit um
þriggja vikna eða mánaðar sum
arfrí á fullu kaupi, hjá öðrum
stéttum en það getur ekki veitt
sér slíkt. Og fólkið í sveitinni
veit, að ýmsir þurfa ekki pð
vinna nema 5 daga í viku hverfi
en það þarf að vinna 7. Er þpð
nú nokkur furða þó unga fólk-
ið leiti burt þar sem líka eru
möguleikar á að verða sér úti
um ævintýranlegan pening á
stuttum tíma. Sögur um yfir-
borganir vinnuafls fara eins pg
eldur í sinu um landið og valda
ýmiskonar upplausn, sem þjóSf-
inni á svo ef til vill eftir að hefn
ast fyrir síðar. Bændastéttin
fær ekki rönd við reist, hlýtur
kjaraskerðingu þegar aðrir fá
kjarabætur og var þó áður
tekjulægsta stétt landsins, sam-
kvæmt útreikningum Hagstof-
unnar. Geta bændur við þetta
unað? Ég held ekki. En þetta
lagfærist ekki, nema bænda-
stéttin standi einhuga samaji.
Við verðum að treysta á mátt
samtakanna. q
F ramleiðslukostnaður
(Framhald af blaðsíðu 1).
orðið 223 tonnum meiri en á
sama tíma í fyrra og mjólkur-
framleiðsla minni í sumar en
þá var og framleiðsla smjörs
um 300 tonnum minni en á
sama tíma í fyrra. Smjörfjallið
lækkaði því verulega.
Umræður fyrsta fundardag
Stéttarsambands bænda urðu
miklar og fjörugai'. Ýmsar frétt
ir af þessum fundi verða vænt-
anlega birtar hér síðar. □