Dagur - 10.08.1966, Page 8

Dagur - 10.08.1966, Page 8
8 SMÁTT OG STÓRT íþróttaskemman í smíðum. Stálmót og krani auðvelda bygginguna. (Ljósm.: E. D.) íþróttaskemman er í byggingu UNGT FÓLK á Akureyri hef- ur sótt fast eftir stuðningi Ak- ureyrarkaupstaðar við hvers konar aukna og bætta íþrótta- aðstöðu, sem í mörgum grein- um hefur verið svarað á verð- ugan hátt. Má þar nefna sund- laug, íþróttahús, íþróttavöll, Skíðahótelið o. fl. Á síðustu árum hefur vöntun á öðru íþróttahúsi leitt til þess, að ákveðið er að reisa mikið íþróttahús. En til þess að koma sem fljótast til móts við æskuna í þessu máli, ákvað bæjarstjórn in í örlæti hjarta síns, fyrir síðustu bæjarstjórnarkosningar, að koma fljótt og vel til móts við æsku bæjarins með því að koma upp nýju 25x40 m hús- hæði til innanhússíþrótta, sem síðar yrði áhaldahús bæjarins, er ný og fullkomin íþróttahöll risi. Þetta verk var boðið út, eina eða ein af fáum byggingafram- 'kvæmdum þessa bæjar, sem út hafa verið boðnar. Hagi h.f. und ir stjórn Hauks Árnasonar gerði hagfeildasta tilboð og var ÞURFA AÐ MINNKA BÚSTOFNINN? Svarfaðardal 6. ágúst. Heyskap ártíðin hér í sumar hefir verið éin sú versta sem menn muna éftii'.'Sífeldur norðan þræsing- Ur, rigning, þoka og súld. Um helgina fyrir hálfum mán Uði var óvenjulegt illviðri á þessum tíma árs. Setti þá nið- ur mikinn snjó til fjalla, og hef- ir þann snjó ekki leyst að fullu énnþá. Sláttur hófst með langsiðasta •móti eða ekki fyrr en kringum 10. júlí. Heyöflun gengur að vonum mjög seint og hafa sumir náð litlu af heyi í hlöðu ennþá. Víða eru tún orðin mjög blaut og torveldar það umferð véla og þurrkun heys. Gras er víðast mikið, en nú orðið úr sér sprott ið. Skipti ekki fljótlega um tíð- arfar til hins betra, lítur út fyr- ir að fækka verði búfé í stórum Stíl. G. V. því tekið. Skyldi bygging hafin 9. júlí en byggingu lokið 30. október í haust, húsið múrhúð- að utan og innan og einangrað. Er hér um að ræða stóran íþróttasal með 5 metra breiðu áhorfendasvæði. Hæð undir loft bita á að vera 6 metrar. Nú stendur bygging yfir og eru stálmót notuð. Á dag er hægt með þessum vinnubrögð- um að steypa 20 lengdarmetra í venjulegri vegghæð. Tilboðið hljóðar upp á verð, sem svarar til þess að hver rúmmetri húss- ins kosti 450 krónur. í því er ekki upphitun, rafmagn eða inn réttingar innifalið. Allt útlit er fyrir, að verkáætlun standist og mun það gleðja íþróttafólkið, og fylgist það vel með framkvæmd um. Margir voru tortryggnir og töldu loforðum um bygginga- framkvæmdir bæjarins lítt treystandi. Vonandi er, að sú tortryggni reynist ástæðulaus. HJÁLPAÐI 600 BÍLUM Félag íslenzkra bifreiðaeigenda hjálpaði ferðafólki um verzlun- armannalielgina síðustu víða um land. Alls veitti félagið 605 bílum aðstoð og er sú vegaþjón usta ómetanleg og mjög þakkar verð. Hjálparbílar FÍB á vegum úti, 17 að tölu, voru betur búnir og fleiri talsins en áður. Félagið hafði m. a. 2 kranabíla í þjón- ustu sinni, og var þeirra full þörf. Það er algengara að fjalla um ökuníðinga og klaufa í umferð- inni en það, sem vel er gert. Félag íslenzkra bifreiðaeigenda á hrós skilið fyrir góða viðleitni og ómetanlegt hjálparstarf. UMFERÐARMENNINGIN VEX Almennt er litið svo á, og vill sá, sem þetta ritar, einnig votta það, að umferðarmenningin hef ur aukizt smám saman á síðari árum. Það mun nú fáum þykja til fyrirmyndar að þjösnast áfram í umferðinni á þjóðveg- um landsins. Sumir vilja að vísu aka hratt og gefa slíkt óspart til kynna. En almenn umferðar- kurteisi hefur aukizt verulega og er sérstök ástæða til að þakka þá tillitssemi, sem veg- LANDSMOT SKÁTA Á HREÐAVATNI LANDSMÓT SKÁTA að Hreða vatni stóð yfir frá 25. júlí til 1. ágúst. Fastir þátttakendur voru um 1700 en alls munu um 2000 skátar hafa komið á mótið. Auk þess bjuggu hufidruð manna í svonefndum fjölskyldúbúðum, en þær voru einkum ætlaðar gömlum skátum og foreldrum, sem bjuggu þar með börnum er ekki höfðii náð skátaaldri. „Unglingarnir" í þessum búðum voru á aldrinum 5 til 65 ára. Þeir, sem ekki sáil þetta mót geta tæplega gert sér fulla grein fyrir því mikla verki, sem lá í undii’búningi þess. Það gef- ur þó nokkra hugmynd um ytri ramma mótsins, að allt tjald- búðasvæðið var skipulagt eins og bær eða borgarhverfi með vatnsleiðslum, síma, póststofu, banka . og sjúkraskýli þar sem starfandi var lærð hjúkrunar- kona og læknir auk þeirrar þjónustu, sem hjálparsveitir skáta geta veitt. Löggæzlu og umferðarstjórn önnuðust skát- arnir sjálfir eins og alla aðra þjónustu á mótinu. Þetta mót sóttu 74 skátastúlk ur frá Akureyri og rösklega 90 skátadrengir héðan komu á mót ið en fastir þátttakendur frá Skátafélagi Akureyrar (dreng- ir) voru 84. Tjaldbúðunum var þannig skipt að stúlkur bjuggu í Kyrra hafsbúðum, mótsstjórn og opin- ber þjónusta var í Miðjarðar- hafsbúðum, drengir bjuggu í Indlandshafsbúðum en fjöl- skyldubúðirnar vóru í Þang- hafinu. Hvert félag nefndi tjaldsvæði sitt eftir landi eða eyju, sem liggur að því hafi, sem tjald- búðasvæðið dró nafn sitt af. Ak ureyrarstúlkurnar bjuggu t. d. á Rasóía í Kyrrahafinu en drengirnir ’ á Maldiveeyjum í Indlandshafi, sem er minnsta • ríki Sameinuðu þjóðanna. Á mótinu gafst þátttakendum kostur á að fara ferðir.um Snæ- fellsnes og Breiðafjarðareyjar, um Stafholtstungur að Húsa- felli og inn í Víðgelmi og að Tröllakirkju á Holtavörðuheiði. Einnig voru farnar gönguferðir á Grábrók, Rauðbrók, Hrauns- nefsöxl og Baulu, og síðast en ekki sízt má nefna „markferð- ir“ sem tóku 8, 12 eða 24 tíma. Markferðir fara skátaflokkar leiðsagnarlaust um ókunnugt land og verða þá með stuðningi áttavita og korts að finna til- tekna staða, þar sem þeir verða að leysa af hendi ákveðin verk- efni. Þegar heim er komið skil- ar flokkurinn skýrslu um ferð- ina og oft verður hann einnig að leggja fram hluti, sem hann hefur tekið á tilteknum stöðum. Auk þessara dagskrárliða fóru fram keppnir í leikjum og skátaiþróttum alla daga en á kvöldin skemmtu menn sér við varðelda. Skátafélag Akureyrar sá um víðavangsleiki, sem voru mjög veigamikill þáttur í móti þessu og einnig komu þeir upp barna- leikvelli í fjölskyldubúðunum. (Framhald á blaðsíðu 2) Tryggvi Þorsteinsson skátaforingi með verðlaunagrip Akureyrar- skátanna. (Ljósm.: E. D.) farendur yfirleitt sýndu um síð ustu verzlunarmannahelgi. í umferðarmálum bæjanna er aft ur á móti pottur brotinn og ástæða til að ræða þau niál sér- staklega. DÝRMÆTUR HVALUR Grindhvalur, tveggja metra langur, var fangaður lifandi í Færeyjum fyrir rúmri viku og látinn í útisundlaug. Dýragarð- ar sækjast eftir slíkuni skepn- um, sem sjaldan liefur tekizt að fanga óskaddaða. Flamingo Park-dýragarðurinn í London keypti skepnuna þegar í stað. En það var öllu erfiðara með flutninginn. HEITASTA BORHOLAN Á Nesjavöllum suður, á um- ráðasvæði Reykjavíkurborgar, en þar er mikill jarðhiti, er nú verið að bora eftir vatni. Á 720 metra dýpi var hitinn kominn upp í 259 stig og hefur aldrei áður mælzt annar eins á landi hér í nokkurri borholu. En hvorki gaf borhola þessi gufu eða vatn, en við miklu var bú- izt. ÞAR SEM FLEST ER STÓRT Margir íslendingar finna til smæðar lands og þjóðar er þeir gista milljónaþjóðir, þar sem svo margt sýnist stórt í sniðum, sem af mannahöndum er gjört. En vandamálin eru ekki síður risavaxin þar,i og ekki er ör- yggi borgaranna, líf þeirra eða fjármunir, tryggt sem skyldi. Nýlega voru átta hjúkrunar- nemar á skóla einum í Banda- ríkjunum myrtar á einni nóttu innan veggja þeirrar stofnunar, sem átti að veita þeim fræðslu og öryggi. Og á lítilli stundu myrti háskólanemi 14 manns með skotvopnum, áður en hann sjálfur féll fyrir byssukúlu rétt vísinnar. Framkvæmdir á Húsa- víkurhöfða vegná nnar Húsavík 8. ágúst. Undanfarið hefur verið ófært á gjó, en ann- ars hefur þorskafli verið mjög sæmilegur í sumar og sjórinn fast sóttur af mörgum dugandi sjómönnum hér á staðnum. Hingað kom Dagfari í gær með síldarfarm og voru saltað- ar 300 tunnur. Alls eru komin 2750 tonn í bræðslu og er það álíka magn og á sama tima í fyrra. Ráðgerðar eru töluverðar framkvæmdir við Húsavíkur- höfða vegna Kísiliðjunnar og uppfylling. Þar verður og reist mikil vöruskemma á vegum sama fyrirtækis. . Mikið er byggt á Húsavík í sumar og atvinna því mjög mik il. Meðal bygginga í almanna- þágu er verzlunarhús K. Þ. við Garðarsbraut. Fréttaritari.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.