Dagur - 07.09.1966, Blaðsíða 5
4
5
Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri
Símar 1-1166 og 1-1167
Ritstjóri og ábyrgSarmaSur:
ERLINGUR DAVÍÐSSON
Auglýsingar og afgreiðsla:
JÓN SAMÚELSSON
, Prentverk Odds Bjömssonar h.f.
STJÓRNMÁLAÁLYKTUN
Á KJÖRDÆMISÞINGI Framsókn-
armannaá Laugum í Reykjadal dag-
ana 2. og 3. september síðastliðinn
var eftirfarandi stjórnmálaályktun
samjjykkt samhljóða:
„KjördæmisJjing Framsóknar-
manna í Norðurlandskjördæmi
eystra haldið dagana 2.-3. sept.
] 966, leggur ríka áherzlu á Jtað sem
Jijóðarnatrðsyn,. að tekin verði upp
ný stjórnarstefna í landsmálum.
Upplausnarstefna núverandi ríkis
stjórnar leiðir af sér taumlausa verð-
bólgu, sem eyðileggur efnahagslíf
Jjjóðarinnar. Braslt og spákaup-
mennska færast í aukana dag frá
degi, en heilbrigðri ráðtleild og sið-
ferði í viðskiptum hrakar að sama
skapi. Atvinnuvegirnir eiga í vöksið
verjast og vinnumarkaðurinif' éf í
óreiðu og óvissu. Stjórnina skortir
bæði mátt og vilja lil Jtess að vinna
gegn vaxandi misvægi milli lands-
liluta á öllum sviðurn, og háskaleg
óvarkárni og ósjálfstæði einkennir
framkomu hennar gegnvart erlendu
vaídi, enda er traust hennar mjög
JjVerrandi hjá Jijóðinni.
KjördæmisJjingið telur J>að þjóð-
félagslega skyldu Framsóknarflokks-
ins að einbeita sér gegn óheillastefnu
núverandi ríkisstjórnar, og treystir
kjósendum í Norðurlandskjördæmi
eystra til Jtess að gera J>að, sem í
Jjeirra valdi stendur, til að auka
fylgi flokksins við næstu Alþingis-
kosningar, sem eigi verða síðar en
á næsta vori, svo að aðstaða hans
eflist J)á til að koma á stefnubreyt-
ingu og nýrri ríkisstjórn, er mynduð
sé með víðtæku samstarfi.“
Ennfremur samjtykkti þingið eftir
farandi ályktun:
„Þar sem Jíingið telur, að koma
verði í veg fyrir að seta erlends her-
liðs í landinu verði varanleg, telur
jjað nú tímabært að taka upp viðræð-
ur við Bandaríkjastjórn um að haf-
inn veiði undirbúningur að því, að
varnarliðið verði flutt héðan. En á
; meðán herinn er í landinu verði
stranglega framfylgt samningunum
um hersetuna.
Ennfremur telur þjngið að taik-
marka beri skilyrðislaust- Keflavíkur-
sjónvarpið við herstöðina eina.“
Kjördæmisþingið á Laugum var í
senn frjálslegt J)ing með snörpum
umræðum um lands- og liéraðsmál
og um leið markað þeinr alvöru-
þunga, sem skuggar af mjög mis-
heppnaðri stjórnarstefnu um margra
| ára skeið, setja á allar slíkar sam-
komur ábyrgra og alvarléga hugs-
andi manna. Á Jjinginu var ekki
ágreiningur um markmið. Og í
þeirri kosningabaráttu, sem fram-
undan er, munu Framsóknarmenn
ganga einhuga til starfa. □
ÓLAFUR TRYGGVASON frá
Hamraborg við Akureyri, fyrr-
um bóndi og síðan kunnur hug
læknir um 30 ára skeið, til-
kynnti nýlega, að hann væri
hættur að taka á móti sjúkling-
um. Þeir, sem mæta Ólafi á
götu eða hitta hann að máli,
eiga illt með að átta sig á þessu,
því að maðúrinn er hress,
hraustlegur og glaður og engin
ellimörk á honum að sjá eða
hrörnunarmerki, enda er hann
ekki nema rúmlega hálf sjötug
ur og gengur nú að erfiðis-
vinnu dag hvern og af því
kappi, sem honum er eiginlegt
og með það einnig í huga, að
selja vinnu en ekki klukku-
stundir.
Ólafur er Bárðdælingur að
ætt og bjó þar sín fyrstu bú-
skaparár, síðar í Fnjóskadal, en
fluttist til Akureyrar fyrir ná-
lega tveim áratugum og bjó
góðu búi á Hamraborg, þar til
hann fékk syni sínum jörðina í
hendur og hefur síðan stundað
huglækningar á Akureyri og
ritstörf. — Þrján bækur hefur
hann skrifað, fyrst Huglækn-
ingar 1961, þá Tveggja heima
sýn 1963 og Hugsað upphátt
1965. Bækur hans eru allar um
dulræn efni og kristileg og í
þeim margar eftirtéktarverðar
hugvekjur um þessi málefni og
eigin reynslu. Þessar bækur
hafa vakið verðuga athygli og
vitna þó fyrst og fremst um
einstæðan mann, mikinn dul-
byggjumann og kröftugan,
djarfan í skoðunum og fróðan
um ýms þau fræði austurlanda,
sem fáum einum eru kunn hér
■ á' landi og aðeins af örfáum
numin til nota beinlínis við
þjálfun andans til þess að geta
. otðið þjáðum meðbræðrum að
meira liði.
Ólafur frá Hamraborg er
skapheitur, brúnaþungur og
einbeittur, kurteís og viðræðu-
góður. Til hans hafa hundruð,
ef ekki þúsundir, leitað sér bóta
á andlegum og líkamlegum
meinum. Talinn er hann hafa
gert kraftaverk með'mætti and
legrar orku og ástúðar og víst
er, að ekki hefur hann sjálfan
sig sparað til að liðsinna þeim,
er til hans leita.
Fregnin um að nú væri Ólaf-
ur á Hamraborg „hættur störf-
um“ hvatti mig til að ganga á
fund hans og leggja fyrir hann
nokkrar spurningar. Svör hans
voru greið og góð í litlu, hljóð-
látu herbergi hans við Hafnar-
stræti, þar sem hann hefur tek-
ið á móti gestum sínum Undan-
farin ár. Þar er borð og nokkrir
stólar, teppi á gólfi og ljúfur
andblær í lofti.
Hvernig stendúr á því, Ólaf-
ur, að þú ert liættur að taka á
móti sjúklingum?
Vegna aldurs og þreytu.
Þetta svar finnst mér ekki
fullnægjandi.
Til nánari skýringar á þessu
gæti atvik skýrt margt. En
það er erfitt að rekja þessi mál
til rótar — vandasamt, því fleiri
en einn og fleiri en tveir eiga
þar hlut að máli. Opinskáar
raunverulegat- frásagnir af at-
vikum sem hafa gerzt fela í sér
dýpri svör og skilmerkilegri, en
ýmislegar vangaveltuskýring-
ar, sem læðast kringum kjarna
málsins. Þáð þarf dirfsku til að
birta raunsannindin. Hvort
viltu heldur?
Söguna.
Einn fagran vormorgun fyrir
mörgum árum var ég, glaður og
reifur, að búa mig að heiman á
fund. Skall þá óvænt yfir mig
óskiljanlég örvæntingarbylgja.
Satt að segja datt mér fyrst í
hug, hvort ég væri að missa
vitið. Ég jafnaði mig þó fljótt,
en gat ekki varizt þeirri hugs-
un, að eitthvað hræðilegt myndi
SVO UPPSKER HVER, SEM
HANN SÁIR
Það á hver maður ef tir að reyna. segir
Ólafur Tryggvason frá Hamraborg
/
koma fyrir mig á leiðinni á
fundarstað, sem var alllöng leið
— eða samferðafólk mitt. Mér
datt jafnvel í hug að hætta við
ferðina. En af því að ég er minn
ugur á orð Jóns Ólafssonar „að
halda sitt strik, vera í hættunni
stór“ o. s. frv., skundaði ég á
• ákveðinn stað, og sté þar upp í
ferðabílinn.
Hvernig gekk svo ferðin?
Ferðin geklc vel. Nokkrir
menn höfðu gengið í fundarsal-
inn á úndan okkur og tekið sér
sæti vinstra megin í salnum, og
þangað gengu félagar mínir. En
ég tók mér sæti einn á bekk
hægra megin við dyrnar. Ég
hafði ekki setið nema tvær eða
þrjár mínútur, þegar ég fann
framliðinn mann standa fyrir
framan mig. Ég skynjaði hann
svo nákvæmlega, að ég fann, að
hánn'var heldur hærri en ég, en
grennri. Hann hafði skotið sig í
höfuðið og blóðið seytlaði niður
á hálsinn.
Hverntg skynjaðir þú mann-
inn? Sástu liann eða lieyrðir?
Menn tala um þrennskonar
skynjunarhæfileika í sambandi
við dulheimana; dulskyggni,
dulheyrn og dulúð. Ég vil taka
skýrt fram, að ég sá þarna ekki
neitt og heyrði ekki neitt. Dul-
skyggni er sálræn sjón, dul-
heyrn sálræn heyrn en dulúð er
sálræn tilfinning. Þessi dulúð
hefur fylgt mér frá því ég var
ungur. Einnig hefi ég stöku sinn
um bæði „heyrt“ og „séð“, en
aðeins mjög sjaldan. En dulúð-
in er sterkur upprunalegur. þátt
ur í eðlisfari.mínu.
En framhald sögunnar um
særða manninn?
Nú sat ég þarna og reyndi að
loka mig frá öllum áhrifum og
beið þess með eftirvæntingu,
hverskyldi ganga í salinn næst.
Og það liðu aðeins fáar mínútur
þar til fullorðin kona og ungur
maður gengu inn. Ég hafði ekki
séð þau fyrr, en skynjaði á
augabragði, að þetta fólk var í
tengslum við hinn framliðna.
Ég frétti svo síðar á þessum
sama fundi vegna eftirgrennsl-
ana hvaða fólk þetta var, og að
sonur þéssarar konu hefði dáið
af voðaskoti, úr eigin byssu fyr
ir sjö árum.
Viltu skýra þetta nánar, Ólaf
ur?
Já, og komum við þá að dul-
spekinni. Þetta er aðeins eitt af
hundruðum slíkra fyrirbæra,
sem ég hefi upplifað. Þessi fram
liðni maður var búinn að þjást í
sjö ár. Þetta myrka örvænting-
artímabil samsvaraði nákvæm-
lega þeim neikvæða verknaði
að svipta sig lífinu vitandi vits.
Hann hafði nú borgað sinn síð-
asta eyri. Nýr áfangi var fram-
undan. Hin myrka dulrún að
skýrast. Ástrík móðir hafði með
máttugum bænum fyrir týnd-
um syni, fært hann ofurlítið til
á sviðinu. Opnað honum leið til
jarðneskrar samúðar. Það var
fyrsti áfanginn í björgunar-
starfinu. Bænir hennar opnuðu
dulardjúpin fyrir mér svo hvers
dagslegar blekkingar hrundu.
Örvænting hans birtist mér þeg
ar ég var að búa mig til ferðar
um morguninn. Þannig vinna
menn saman leynt og ljóst á
bak við . efnisveruleikann svo-
nefnda. Þetta var mér sárnæm
raunskynjun, endurkast frá
veruleika, sem snertir mann-
lega vitund og stríðir á dulúð
ófreskra manna, sem harmleiks
áhrif með ótrúlegu afli. Hinn
framliðna mann hafði ég aldrei
séð, og móðurina og bróðurinn
aldrei fyrr né síðar. En mögu-
leikinn var hagnýttur af þeim,
sem lengra sjá og betur vita.
Hin mennsku skilyrði notuð.
Hvaða skilyrði?
Sönn skynjun, skilningur og
samúð, samfara löngun og hug-
styrk til þess að rétta svo ein-
mana barni höndina, eru lífs-
skilyrði framvindunnar.
En á það nú að vera hlutverk
okkar mannanna að hugsa um
þá, sem dauðir eru?
Spurningin er eðlileg en ofur
lítið óþægileg. Því heiðarleg
svör við henni knýja mig inn
á afmarkað hættusvæði. Þar
sem óvinsamlegt hugarfar og
vanþekking kveða upp harða
dóma. Við þessir skrítnu fuglar
höfum oft heyrt það, að við
þættumst heilagir. Svo sem það
að þykjast geta hjálpað þjáðum
sálum áleiðis á hinni miklu veg
ferð handan við gröf og dauða.
Hugmyndin er, að þegar maður
inn sé horfinn af þessari jörð,
komi eftirlifendum hann ekki
lengur við. Því þá sé hann kom
inn til Guðs og það sé hans að
sjá um framhaldið. Dæma hann
upp í ríki himnanna eða norður
og niður til ævarandi kvalar. En
þetta er alvarlegur vanskilning
ur og hugarburður, sem þarf að
leiðréttast, því að hann tefur
mjög fyrir sannri framþróun.
Dulspekingamir vita þetta. Og
dæmisagan um Týnda sauðinn
talar máli Jesú. Eigandinn leit-
ar og leitar „þangað til hann
finnur hann.“
Öll lögmál jarðlífsins er efnis
bundin öðrum þræði. Framliðn
ir menn eru oft fyrst eftir við-
skilnaðinn engu nær Guði en
hinir sem eftir lifa, og stundum
fjær. Allir mestu dulspekingar
allra tíma eru á einu máli um
þetta. Og þeim einum er hægt
að treysta í þessum efnum. Ef
þeir, sem afklæðzt geta efnislík
amanum eins og yfirhöfn og stíg
ið inn á sviðin fyrir handan, þar
sem hinir framliðnu eiga heima
— og talað við þá — vita ekkert
um þessi mál, hvað vita þá hin-
ir, sem enga slíka hæfileika
hafa og enga sambærilega
reynslu? — Já, það er mikil
þörf að fella hlýjan hug til
þeirra framliðnu, fyrst í stað
eftir vistaskiptin, einkum
þeirra, sem fara skyndilega.
Þessi umræddi maður kaus
dauðann, sem svo er nefndur, af
því að jarðlífið var honum ofur
efli. Hins vegar bar hann ekki
slæman hug til nokkurs manns,
þess vegna var þetta umrædda
örvæntingartímabil ekki lengra.
Er það verst af öllu að svipta
sjálfan sig lífinu?
Nei, margvíslegur annar
verknaður er miklu verri, og
myrku örlögin þeim mun
langærri.
Hvað gerðirðu fyrir framliðna
manninn?
Ég bað fyrir honum nokkrum
sinnum í anda og sannleika.
Tók virkan þátt í því að leysa
hann frá þjáningunni. Leiða
hann frá myrkri til Ijóss. Og nú
verð ég að leggja áherzlu á,
vegna viðvarandi misskilnings
og þráhyggju — að eining allífs
ins er afl sem gildir. Auðvitað
var ég ekki einn að verki. Ég
er eins og allir aðrir, sem
ástunda „hjálp í viðlögum“ —
aðeins verkfæri himneskra lífs—
afla. Án þeirrar ljóss- og lífs-
orku, sem sendiboðar himnanna
koma með til jarðarinnar — frá
Guði sjálfum — gæti ekkert
gerzt í þessum efnum. f fram-
réttri hönd okkar vegna þeirra
framliðnu, fellst ekki neisti af
vanmati á guðdóminum, heldur
barnslegt traust. Menn, sem
svipta sig jarðlífinu, eru svo
mikið háðir jörðinni eftir við- .
skilnaðinn, að þeim þarf að ber .
ast jarðnesk hjálp jafnframt
þeirfi himnesku.
Álítur þú að þetta viðhorf sé
almennt?
Trúhneigðir mannvinir allra
tíma hafa litið svo á. Eitt megin ;
verkefni prestanna er að biðja
fyrir meðbræðrum sínum og
systrum — lífs og liðnum. Hvað ;
annað er altarisþjónustan, en i
samstarf Guðs og manna?
Hvers vegna biðja prestarnir '
fyrir framliðnum við útför
þeirra? Og sálumessur sungnar
af kaþólskum? Og hvers vegna
biðja prestarnir fyrir litla barn
inu sem þeir skíra og ungmenn
inu, sem þeir ferma? Hvers •
vegna er ekki Guð einn látinn
sjá um þetta allt saman? Skyldi
það ekki einmitt vera vilji hans,
að mennirnir taki þátt í þessum
líknar- og framþróunarstörf- •
um?
„Játið hver fyrir öðrum yðar
yfirsjónir, og biðjið hver fyril
öðrum, svo að þér lieilbrigðir
verðið. Kröftug bæn hins rétt-
láta megnar mikið“. Þessi orð
standa í heilagri ritningu, og er
eitt raunhæfasta boðorð allra i
tíma. Og höfundur þeirra tví-
mælalaust einn sannvitrasti,
sálskyggnasti og göfgasti læri-
sveinn allra alda.
Þú trúir á mátt bænarinnar?
Já, meir en það. Ég hefi lifað i
raungildi hennar í 50 ár.
Viltu skýra þetta nánar?
Lögmál tilverunnar, ævar-
andi og óhagganleg er guðdóm- ■
urinn sjálfur. Bæn er ekki fyrst
og fremst orð eða „stagl“ í
innstu tilvist sinni, sagði ég í
fyrstu bók minni — heldur
þögul, máttug ástúð, egghvass
vilji og himinfleyg hugsun.
Bæn er gjöf. Bæn með sönnum
trúarkrafti og elsku og um-
hyggju er gjöf til þess, sem beð
ið er fyrir. Fyrirbiðjandinn gef-
ur gleði sína og fögnuð yfir til-
veruundrinu — samúð sína og
viljakraft. Það er enginn vandi
að þylja orð, máttug þögn get-
ur verið bæn, gjöful og virk.
Vandinn er að gefa sjálfan sig,
leggja sig allan fram, ná þján-
ingunni frá þeim þjáða — draga
hana yfir til sín.
Má ég spyrja svo nærgöngull
ar spurningar hvort taugar þín
ar séu að bila vegna ofreynslu?
Ég hefi lifað mörg angistar-
augnablik við hlið lifenda og
dáinna. Þessháttar athöfn er
hin sanna bæn. Áratuga starf á
þessum bylgjulengdum útheimt
ir óhemju taugaorku, og síðar
lamandi þreytu, þegar um hvíld
er ekki hirt. Enginn skilur þetta
til hlítar, sem aldrei hefur lif-
að þvílík andartök. En við verð
um að lifa þau til þess, að full
sállækning fáist.
En ég segi það satt, stundum
birtast þessir sárþjáðu einstakl-
ingar mér eins og vængbrotnir
englar á ókunnri strönd, sem þó
hafa alltaf eitthvað til að gefa,
ef til vill vitkast maður helzt í
návist þeirra.
Verkefnin vantaði ekki, og
áhugann ekki heldur, í raun og
Ólafur Tryggvason frá Hamraborg.
veru bar áhuginn mig ofurliði.
Ég hafði ekki vit á að hvíla mig
nægilega og byggja mig jafn-
harðan upp. Var mér þó oft
bent á það. — Já, ég er mjög
þreyttur og þarfnast hvíldar. En
það er bara ekki allsstaðar
hægt að hvíla sig. Ég þarfnast
sérstaks umhverfis til þess.
Bezta hvíldin er að hverfa út í
sólskinið og blæinn. Það er auð
velt að krjúpa niður hjá litlu
blómi, sem unir sér vel í fangi
sólbjarmans og skynja lífblæ
þess. Hitt. er mikið átak, sem
veldur vaxandi-þi’eytu, ef ekki
er að gjört — að krjúpa niður
hjá örvita manni — lífs eða liðn
um, sem heimurinn hefur yfir-
bugað, og taka á sig alla örvænt
ingu hans.
Hver finnst þér kjarni krist-
innar trúar?
Að elska náungann, hver sem
hann er og hvernig sem hann
er staddur.
Hvað heldurðu að þú sért bú-
inn að hjálpa mörgum sjúkum
eða þjáðum mönnum, Ólafur?
Veit það ekki og hugsa ekki
um það. Ég á bréfabunka, sem
ég hygg að í séu nokkuð á ann-
að þúsund bréf, og ég geymi
enn nöfn í tveim bókum, sem
áreiðanlega fylla þúsundið, og
vel það. Mörg nöfn þeirra, sem
til mín hafa komið, hafa þó ekki
verið skrifuð. Og.fjölda bréfa
hefi ég brennt samkvæmt
beiðni.
En margir hafa tjáð mér, sem
ferðazt hafa innanlands og utan,
að bezta ferð þeirra hafi verið
inn í þessa stofu. Tímum saman
voru gestir mínir svo margir,
að ég neyddist til að vísa fólki
frá, með þeirri afsokun að gest-
ir' mínir væru of' margir, ég
hefði heilan hóp á biðlista, og
nyti mín ekki fullkomlega fyrir
þreytu. Margir virtust ekki taka
þéssar afsakanir til greina, og
kvöddu mig óánægðir mjög.
Það reyndist mér viðbótar-
þreyta og þjáning, að horfa á
eftir þessu vonsvikna fólki, sem
borið hafði til mín óvenjulegt
traust, jafnvel ótakmarkað. Það
er spurning hvor aðilinn tók af
sökunina nær sér, það feða ég.
Aldrei hefi ég reynt að blekkja
nokkurn mann, látast geta
meira en lífsorkan leyfði.
Að loknutn þessum þætti
ævinnar?
Tvisvar verður gamall maður
barn. Nú verð ég að hugsa ofur
lítið meira um sjálfan mig en
minná um aðra.
Frjáls og öruggur gekk ég til
þessa starfssviðs. Og hefi haldið
mitt strik, hvað sem um mig
hefur verið talað. Og frjáls og
ákveðinn geng ég út af sviðinu.
Aldréi hefur verið neitt óheilt
við þetta starf mitt. Og enn
kem ég til dyranna eins og ég
er klæddur. Viðurkenni hrein-
lega, að ég næ ekki sama
árangri og áður. Hefi ofreynt
fíngerða taugakerfið, rafgeymi
hinnár andlegu orku. Nú þreyt
ir það mig meir að rétta tveim
mönnum hjálparhönd en átta
fyrir tólf til fjórtán árum.
Eru sálræn áhrif varanleg?
Já. Menn eru lærðir á marga
lund.. Þeir . hafa meðal annars
fundið upp segulþræði — og
bönd, sem numið geta orð og
raddir og væntanlega geymt
um aldir. En nátturan sjálf er
náminu ríkari. Hún á sín hár-
næmu segulsvið. Annálar al-
heimsins taka hverja hugsun
manna, orð og athafnir til
geymslu. Þetta rúnaletur segul
sviðanna er hinn eini dómari,
og sá eini dómur, sem bíður
manna er þeir flytja af þessu
jarðsviði inn á annað svið. Upp
skera hvers manns er í óhaggan
legu samréemi við sáningu hans.
Það hefur hver maður reynt,
sem kvatt hefur þessa jörð, og
það á hver maður eftir að reyna
þegar hann kveður.
Hvað er þér nú efst í huga er
þú lætur af liuglæknisstarfi?
Maður, sem lítur yfir farinn
veg, hlýtur auðvitað að finna
margt í fari sínu og verkum,
sem betur' hefði mátt fara. Ég
er þar engin undantekning. Þó
er ég ekki óánægður yfir störf-
um mínumr Ég hefi kynnzt mikl
um fjölda fólks á ýmsum aldri
og þroskastigum. Fjöldi manna
hafa talað við mig eins og vin
um einkamál sín og áhugamál.
Það er mikilvæg reynsla, enn
jákvæðari en lestur góðra bóka.
Ég á marga góða vini, sem bera
til mín hlýjan hug og eru mér
þakklátir. Og ég er þeim eigi
síður þakklátur.
Þá hafa samstarfsmenn mínir
verið margir og ágætir. Bæði
konur og karlar. Án skilnings
þeirra og vináttu, hefði þetta
umrædda starf reynzt mér ofur
efli. í þessum orðum felst
dýpsta og alvarlegasta dular-
reynsla mín. Þetta skýri ég
ekki frekar nú.
Læknar hafa ekki reynzt þér
andvígir?
Yfirleitt ekki. Ég þekki
nokkra lækna í fremstu röð,
sem rælt-Háfa vinsamlega við
mig .um þessi mál, og af fullum
skilningi og af samúð. Og til
eru þeir læknar, sem hafa trú-
eð mér fyrir því, að bænin hafi
á neyðarstund, reynzt þeim
máttugri en raunvísindaleg
þekking.
Snerta haturshugsanir þig
mjög illa?
Já, ef ég er óundirbúinn að
mæta þeim. En oft er ég aðvar-
aður. Og stundum skynja ég
sjálfur hvað er á seyði. Þá er
miklu auðveldara að taka á
móti þeim. En það er þó alltaf
mikil orkueyðsla að verja sig
fyrir þeim. Ég hefi fengið bréf,
sem hafa verið svo mögnuð af
neikvæðum áhrifum, að ég hefi
brennt þau, vegna þess, að ég
hef ekki viljað hafa þau í húsi
mínu. Og einn pistil um bók
mína las ég ekki til enda, lagði
það ekki á mig, hef þó ýmislegt
á mig lagt — svo fjandsamlegur,
myrkur seiður fylgdi honum.
Lét eldinn hirða blaðið. En ég
hefi einnig fengið bréf, sem
hafa verið helguð Ijósi — lín-
urnar loguðu svo, að mjög erfitt
var að lesa þær, skrifaðar með
svörtu bleki. Svo mikla alúð og
kærleika geta menn lagt í eitt
sendibréf.
Þetta sannar hve kröftug
mennskan er. Þannig mótast og
geymast og verka hin sálrænu
öfl. Ur englabirtunni fáum við
aldrei blek, skrifaði ég eitt sinn.
Þér þótti þetta vel sagt. En hitt
er annað mál, að úr bleki fáutn
við stundum englabirtu.
Hvað' er nú framundan?
Um það vil ég sem minnst
segja. Ég hef unnið útivinnu
undanfarnar vikur, er að vísu
orðinn svifaseinn, en kann enn
að halda mig að verki.
Ég sagði í vor, bæði í alvöru
og gamni við einn ágætan vin
minn, sem kann á flestum hlut-
um góð skil: Nú ætla ég að
hætta þessari gömlu við-
leitni minni, ferðast heldur um
landið, flytja erindi og tala við
fólk. Kenna þeim, sem á mig
vilja hlusta, að njóta þagnar og
kyrrðar innra með sjálfum sér,
og taka örlitla hlutdeild í þján-
ingum heimsins, sem er svo of-
boðsleg í dag. Hann horfði á
mig með leiftrandi áhuga og
sagði: Gerðu þetta, það er það
bezta sem þú getur gert.
Hafa niargir hæfileika til hug
lækninga?
Já, margir. Og þeim fer fjölg-
andi sem veita margvíslega
hjálp í viðlögum. Ætli allir
þekki ekki einhverja náunga,
sem þeir elska.
Hvað er að elska náungann?
Veita honum allan þann
styrk, góðleik og blessun sem
vér þráum og óskum að aðrir
veiti oss.
Viltu bæta nokkru við?
Já, örfáum orðum. Ég held,
að mannlífið sé jafn ótakmark-
að í fjölbreytni sinni og alheim
urinn í víðáttu sinni, — og að
allir hlutir og öll fyrirbæri séu
í raun og veru afstæð. Af þessu
leiðir það, að fjölbreytt persónu
leg reynsla er hið eina, sem ein
staklingurinn getur byggt á.
Hið eina, sem hver einn þekkir
og veit með vissu er það, sem
hún hefur kennt honum. Hún
er lífið sjálft. Þeir, sem lifað
hafa örugga reynslu byggja
meir á henni en ritningarstöð-
um og öllu öðru. En þeir, sem
ekki hafa lifað slíka reynslu
taka lítið eða ekkert tillit til
hennar. Vegna hvers? Vegna
þess, að þeir hafa ekki öðlazt
hana sjálfir. Þannig er reynslan
öllum hið raunhæfasta líf. Þann
ig eru menn yfirleitt í raun og
veru sammálá um gildi hennar,
segir Ólafur Tryggvason að lok
um og þakkar blaðið þessi svör.
E. D.
Sjötug merkiskona
FRÚ PÁLÍNA JÓHANNES-
DÓTTIR kona Karls Kristjáns-
sonar alþingismanns á Húsavík
varð sjötug sunnudaginn 4.
september. Hún er fædd á heið
arbýlinu Laugaseli í Reykdæla
hreppi, missti ung föður sinn og
ólst upp við kröpp kjör, varð
snemma glæsileg kona og síðar
hin ágætasta húsfreyja og móð-
ir. Karli Kristjánssyni giftist
hún 1919 og bjuggu þau fyrst í
Eyvík á Tjörnesi en síðan á
Húsavík.
Börn þeirra eru: Kristján,
bókmenntafræðingur í Reykja-
vík, Áki verkamaður á Húsa-
vík, Gunnsteinn verzlunarmað-
ur í Reykjavík og Svava á Húsa
vík, öll gift og hafa stofnað eig-
in heimili nema Áki. Auk þess
misstu þau 14 ára gamla stúlku,
Björgu og dreng nýlega fædd-
an.
Frú Pálína er vinsæl kona
með afbrigðum, gestrisin, vin-
föst, glaðlynd, góðhjörtuð og
skapföst. Hún ber aldurinn jafn
vel og hún fyrr bar gjörvileik
ungrar konu. Heimili þelrra
Karls hefur staðið öllum opið
alla daga um áratugi og þangað
oft legið stöðugur straumur
gesta, sem notið hafa falslausr-
Pálína Jóhannesdóttir.
ar umhyggju og höfðingsskapau’
þúsfreyjunnar og gera enn.
Blaðið árnar hinni ágætu
konu allra heilla með sjötugs-
afmælið. □
Annað bréf sunnan yfir
Sand til Dagsmanna
DÁLÍTILL hópur höfuðborgar-
lækna, sem vanizt hafa kaup-
gjaldi vestan hafs, hafa með
langri glímu við stjórnarvöldin
náð skyndi-samkomulagi um
kaupgjald, allt að hámark hálf
milljón. Annars hótað að fylgja
Kolskeggi í útlegð. Frásögnin
kemur ekki í útvarpi eða blöð-
um. Eftirreiðin fjölmenn með
haustinu.
Kaupkröfur eða verðhækkan
ir eru ætíð studdar með funda-
höldum og fyrirheitum, um að
stöðva vinnu.
Bændur fá ókeypis aðstoð við
sveitafundi. Fyrst koma í blöð-
um myndir af tveim flokksliðs-
broddum. Nokkrir gestir koma.
Leiðtogarnir lýsa sínum afrek-
um og vorkenna andstæðing-
um. Þeir eru ætíð fjarverandi.
Næsti þáttur samkomunnar
er skemmtiatriði: söngur, spil
og trúðaleikir. Lokaþátturinn:
Dans og áfengi. Fundi slitið. —
Tilgangurinn: Að gleðja borg-
arana og firra þá áhyggjum.
Norðlenzkur bóndi uppgötvaði
og játaði á bændafundi, að jafn
vel beztu bújarðir í góðum svæit
um væru lítt seljanlegar nema
í skiptum fyrir kjallara og þak-
herbergi. Menn treysta betur
kaupgildi peninganna í kaup-
stað heldur en í sveit.
Lítil félög geta flutt fjöll með
samhug. Brytar á kaupskipum
þjóðarinnar stöðvuðu allan flot
ann, þar til óskum þeirra um
kjarabætur var fullnægt. Fá-
mennur en ákveðinn hópur
þvottakvenna í sjúkrahúsum
heimtaði 15% kauphækkun, og
fékk helminginn.
Bændur eiga nóga bíla, vegi
og fundarhús. Þeir þurfa ekki
skemmtikrafta, dans eða áfertgi
í sambandi við áhugamenw á
fundum. Eitt sinn þótti þeim
gengið á rétt sinn. Þá héldu
þeir fjögur hundruð manna mót
mælafund hjá KEA, en sjö
hundruð manna samkomu í
mjólkurhöll á Selfossi. Þá vari
hlustað á bændur.
Allar. stéttir nema sveitafólk
er „stéttvætt“. Jafnvægi fæst
þegar allir íslendingar eru jafn
vel búnir til kappleiksins. Þá
verða allir að gæta hófs eða
stökkva fyrir ætternisstapann.
Jónas Jónssan
frá Hriflu.
ORÐSENDING TIL
ORLOFSKVENNA
ORLOFSKONUR, sem dvalið
háfa í Löngumýrarskóla sumr-
in 1961—1965 að báðum með-
töldum — er af skólastjóra, Ingi
björgu Jóhannsdóttur boðið'til
mannfagnaðar að Löngumýri
laugardaginn 24. sept. n. k.
Þess er vonast að.sem flestar
orlofskonur sjái sér fært að
þiggja þetta höfðinglega boð'og
geti sameiginlega rifjað upp
ljúfar minningar frá liðnum
samverustundum á hinum kæi’a
stað. Hittumst heilar á Löngu-
mýri.
Þess skal getið að lagt verður.
af stað í ferðina frá Alcureyi'i
til Löngumýrar nefndan laugar
dag (24. sept.) kl. 2 síðdegis.
Nánari upplýsingar veitirr
Laufey Sigurðárdóttir Hlíðfer-
götu 3 Akureyri, sími 1-15-81,