Dagur - 07.09.1966, Blaðsíða 1

Dagur - 07.09.1966, Blaðsíða 1
Herkergis- pantaÐÍr. FerSa- skrifstoian Túngötu 1. Akureyri, Sfmi 11475 XLIX. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 7. sept. 1966 — 62. tbl. FerðaskrifstofansíilS/s! Skipuleggfum ferðir skauta á znilli. Farseðlar með Flugfél. ísl. og Loiileiðum. i I Norskur bátur strandaði í Sandvík við Gerpi Áhöfninni bjargað af Norðfirðingum og áhöfn Þórs ar mundir, önnur en þau er að framan greinir. Jafnframt er fyrirtækið að stækka húsnæði sitt. Framkvæmdastjóri Val- bjarkar h.f. á Akureyri er Jóhann Ingimarsson. □ KLAKI ENN í JÖRÐ SUNNAN úr Borgarfirði berast þær fregnr, að þar sé á suin- um stöðum ennþá klaki í jörð. Mun hann naumast hverfa þar sem kominn er nú september- mánuður. Svo er þetta t. d. á Hesti í Borgarfirði og ber gróð- urinn þess glögg merki. Þar syðra • var snjólaust og mikil frost langtímum saman í vet- ur. □ Alþingismenn Framsóknarflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra, ásamt fyrsta varamanni. Fra vinstri: Hjörtur E. Þórarinsson bóndi og Gísli Guðmundsson, Karl Kristjánsson og Ingvar Gíslason aJþingismenn. (Ljósmyndirnar tók E. D.) UM KLUKKAN FJÖGUR í fyrrinótt strandaði norskur bát ur með 9 manna áhöfn í Sand- vík norðan Gerpis. Þar var áður byggð, en allir bæir nú komnir í eyði. Sandfjara var þar sem bátinn bar að landi og rétt við árós, sem þar er. Bátsmenn sendu út neyðarskeyti kl. 4.30, sem varðskip náði þá þegar og var þá undirbúin leit að skipinu frá Neskaupstað. Veður var vont, mikið brim og stórrigning. Báturinn var kominn inn fyrir aðalbrimgarð- jnn þegar björgunarleiðangur- inn frá Neskaupstað og skips- menn af varðskipinu Þór, komu á vettvang á tíunda tímanum í gærmorgun. Höfðu leiðangurs- menn gengið yfir fjallið, því bílvegur er enginn yfir Sand- víkurskarð og ólendandi sökum brims og sú leið því ófær. Fljótt og vel tókst að bjarga mönnum í land og voru þeir allir óskaddaðir. Þeir voru á leiðinni til byggða um hádegis- bilið í gær, þegar blaðið hafði samband við fréttaritara sinn í Neskaupstað, Hauk Ólafsson. Þó urðu nokkrir aldraðir skips- brotsmenn eftir í skipsbrots- mannaskýli, sem slysavarnafé- lög i Neskaupstað létu reisa á sínum tíma í Sandvik og kom nú að góðu gagni í fyrsta sinn. Um 40 skip liggja í höfn í Neskaupstað, enda alger land- lega síldarskipanna þessa daga vegna óveðurs. Síðari fréttir: Skipbrotsmenn komu til Neskaupstaðar kl. 2.30 í gær. Skip þeirra er gamall iínuveiðari Gesina, og var á reknetum. Ætlaði það til Seyðis fjarðar en síðan heim með góð- an farm. Það lá rétt í sandinum og virtist óskemmt. □ Valbjörk smíðar húsgögn í 120 herbergi Sfúdenfagarðanna ÞAÐ vakti nokkra athygli fyrr á þessu ári, að mikið af hús- gögnum hins nýja hótels Loft- leiða í Reykjavík var flutt norð an frá Akureyri. Þau húsgögn voru smíðuð hjá Valbjörk h.f. Nú hefur þetta sama iðnfyrir- tæki tekið að sér smíði á hús- gögnum í báða stúdentagarð- ana í Reykjavík, samtals 120 herbergi. Er þar um að ræða svefnbekki, skrifborð, stóla, bókahillur og skápa. Verður hluti þessarar miklu pöntunar afgreiddur innan skamms en af gangurinn eftir næstu áramót. Það er ánægjulegt, að enn eitt iðnfyrirtækið á Akureyri skuli vinna sér nýja markaði fyrir framleiðsluvörur sínar. Um 30 manns vinna nú hjá þessu fyrirtæki og hefur mikil verkefni með höndum um þess fyrsta forseta og fór að öllu leyti hið bezta fram, var engin halielujasamkoma, heldur vett- vangur hinna frjálsu skoðana og umræðna um hina mörgu þætti landsmála og byggðamála og voru umræður í samræmi við það. Emkenndist af baráttuvilja fyrir stefnu Framsóknarflokksins Hjörtur E. Þórarinsson for- maður kjördæmissambandsins gerði grein fyrir störfum stjórn ar og ennfremur reikningum í fjarveru gjaldkera. Fulltrúar fengu í hendur rit sambands- ins, sem nýkomið er út. Menn fögnuðu þessu riti, batnandi fjárhag sambandsins og þökk- uðu störf stjórnarinnar. Svo sem venja er, var full- (Framhald á blaðsíðu 2.) * NÝ ALYKTUN kaupfélags- stjóra á Austurlandi hljóðar svo: „Fundur kaupfélagsstjóra á Austurlandi haldinn að Hall- ormsstað 28. ágúst 1966 átelur harðlega þá ákvörðun stjórnar- valdanna að ætla sér að selja eða leggja tvéim skipum Skipa- úlgerðar ríkisips án þess að tryggð séu skip í staðinn. • Álítur fundurinn að í stað þess að draga úr strandferða- þjónustunni verði að bæta hana með myndarlegu átaki og bend- ir í því saríibandi á eftilfarandi: 1 1. Að byggja myndarlegá vöruskemmu í Reykjavík og styðja að bættum húsakosti af- greiðslunnar úti á laridi. 2. Byggja ný hentug skip til ferþega- og vöruflutninga.' 3. Nota nýjustu tækni við út og uppskipanir og minnir í því sambandi á fyrirmjmd stór- bættrar þjónustu við sements- flutninga. Fundurinn telur að kaup strandferðaskipanna hafi verið stórkostlega myndarlegt átak á sínum tíma, og ekki sæmandi nú við vaxandi þörf. á flutning- um að sporið sé stigið aftur á bak“. . □ VEIÐÍFÉLAG UM REYKJAKVÍSL LANDEIGENDUR að Reykja- kvísl í S.-Þmgeyjarsýslu héldu nýlega undirbúningsfund að veiðifélagi, sem ákveðið er að stofna. En Reykjakvísl fellur í Laxá skammt frá Laxamýri, og er vatnasvæði hennar allstórt. Ber þar að nefna Þverá, Helguá, Langavatn, Geitafellsá, Kringlu gérðisá og Kringluvatn austan víð Kasthvamm í Laxárdal. En í Reykjakvísl eru tveir fossar mcð stuttu millibili, kenndir við Þverá í Reykja- hverfi, allháir. Bændurn bauðst samningur um laxastiga gegn 10 ára veiði- leyfi og er það til athugunar. En talið er, að kostnaður við laxastiga þessa verði allt að einni mjllj. kr. □ KJÖRDÆMISÞÍNG Framsókn armanna í Norðurlandskjör- dæmi eystra, sem haldið var á Laugum í Reykjadal dagana 2. cg 3. september, hið sjöunda í röðinni, var fjölsótt. Þar mættu fulltrúar úr nálega hverri sveit kjördæmisins auk stjórnar sam bandsins, alþingismanna og nokkurra fleiri gesta, en meðal þeirra má nefna Andrés Kristj- ritstjóra. Þetta sjöunda þing kjördæm- issambandsins starfaði undir stjórn Bernharðs Stefánssonar Starfsmcnn kjördæmisþingsins. Fremri röð frá vinstri: Jórt Jóns- son, Bernharð Stefánsson og Þórarinn Kristjánsson. Aftari röð: Indriði Ketilsson og Kristinn Sigmundsson. Ólafsfirðingarnir á kjördæmisþinginu voru þeir Tryggvi Jónsson og Gísli J. Gíslason.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.