Dagur - 29.10.1966, Side 5

Dagur - 29.10.1966, Side 5
4 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. FRAMKVÆMDAMÖT STOFNLÁNADEILDAR DAGUR birti í fyrra, samkvæmt upplýsingum hlutaðeigenda, megin- reglur um lánveitingar Stofnlána- deildar landbúnaðarins út á búnað- arframkvæmdir í sveitum, eins og þær reglur þá voru. Sumir, sem þá kynntu sér þessar reglur hér í blað- . inu, höfðu orð á því, að mat kostn- 'l aðar a. m. k. sumra framkvæmdateg- ; unda myndu vera of lágt miðað við framkvæmdakostnaðinn eins og U hann þá var orðinn, og að lánin væru þar af leiðandi lægri en þau ; ættu að verða. T. d. var liektari í ný- rækt þá metinn til lántöku á 10 þús. kr. fyrir utan framræslu, en lánið, ;• sem á að vera 30% af mati, þá 3000 . kr. á hektara. Nú hefur allur fram- '■* kvæmdakostnaðurinn enn aukizt til || muna, og eiga þá þær mattölur, sem Dagur birti í fyrra, ekki lengur við, og ganga verður út frá, að lán út á sams konar framkvæmdir hækki frá því, sem þau voru á árinu 1965. Hér þurfa bændur að vera á verði. NÝJU JARÐRÆKTARLÖGIN Á ÖNDVERÐU ári 1965 voru ný jarðræktarlög samþykkt á Alþingi (nr. 22 í stjómartíðindum það ár) og var þá nokkuð bætt úr þeim órétti, sem bændur höfðu orðið að þola ár- um saman, af því að upphæðir jarð- ræktarframlags voru komnar úr sam- ræmi við hækkandi kostnað, og vísi- töluálag var þá annað. Enn hefur því þó ekki fengizt framgengt, að tiltek- inn og fastákveðinn hundraðshluti af kostnaði sé greiddur sem jarð- ræktarframlag, heldur er sem fyrr greidd ákveðin krónutala á hverja framkvæmdaeiningu (hektari í ný- rækt, lengdarmetri í girðingu, rúm- metri í skurðum, hlöðum og áburð- argeymslum, fermetri í súgþurrkun- arkerfum o. s. frv.). Framsóknaí-- menn höfðu árin áður en þessi lög voru sett, flutt á Alþingi tillögur um breytingar, sem gengu lengra til hagsbóta fyrir bændur, en segja má að með nýju jarðræktarlögunum hafi verið komið verulega til móts við tillögur Framsóknarmanna, enda hafa þeir látið kyrrt liggja síðan. Ástæða er til að gera sérstaklega grein fyrir upphæð þess jarðræktar- framlags, sem greitt er út á ræktun, því að ákvæðin um það eru ekki alls- kostar einföld og í tvennum lögum, jarðræktarlögunum og lögunum um stofnlánadeild landúnaðarins, land- nám, ræktun og byggingar x sveit- um. í 10. gr. jarðræktarlaga er fram- (Framhald á blaðsíðu 7) Hvert á að kasta steinmum? MIÐVIKUDAGINN 5. okt. sl. stóð m. a. á fremstu síðu Dags: „Á miðvikudaginn eða aðfara nótt síðasta fimmtudags voru spellvirki unnin á Melgerðis- melum. Brotizt var inn í flug- skýli Svifflugfélags Akureyrar. Sviffluga og mótorfluga voru stórskemmd, dýrmæt verkfæri ýmist mölbrotin eða eyðilögð á annan hátt og áhöldum stolið. Einnig var sjálft skýlið skemmt. Vegsummerki sýndu, að ekið hafði verið á það“. Það var sízt að undra, þótt óhug slægi á ýmsa við að lesa þessa frétt, serstaklega eftir að það fréttist til viðbótar, að um- merki bentu eindregið til þess, að þarna hefðu einhverjir sveit ungar okkar verið að verki, enda hefur margt verið talað um þennan óhappaatburð síðan, og vafalaust á hann eftir að verða umræðuefni manna á meðal eitthvað fyrst um sinn. Mér er ekki kunnugt um, hvaða piltar tóku þátt í þessum verknaði, en í síðasta Degi, sem út kom laugardaginn 22. þ. m. segir: „Upplýst er að fullu mál þeirra ungu manna, sem brut- ust inn í flugskýli á Melgerðis- melum, og fyrr var frá sagt hér í blaðinu, en þeir skemmdu áð- á ur bifreið, sem þar var. Áfengi ( var með í ólánsferðum þessara | manna.“ | Það verða ýmsir fúsir til að 1 kasta steini að þessum ungl- J ingum, þegar uppvíst verður, 1 hverjir þeir eru. Ég vil biðja I menn að hugsa sig um, þegar | þeir hafa tekið sér steininn í hönd, og kasta honum ekki að óathuguðu máli. Kastið honum ekki, fyrr en þið vitið, hvert á að kasta honum. Ég vil ekki mæla þessu né neinu öðru spellvirki bót, því þau eru smánarblettur á öllu siðuðu þjóðfélagi og bera vott um algert virðingarleysi fyrir eignarétti annarra. Nú vil ég spyrja ykkur, sem standið tilbúin með steininn í hendinni, nokkurra spurninga og kastið honum ekki, fyrr en þið hafið svarað þeim sam- kvæmt ykkar beztu samvizku, og látið hann þá hitta það mark, sem honum ber, ef þið viljið ekki fara að dæmi öldunganna forðum, þegar Jesú sagði við þá: „Sá yðar, sem syndlaus er, kasti fyrsta steininum“. Dagur segir: „Áfengi var með í ólánsferð- um þessara manna“. Á að skilja það svo, að skemmdarverkin hafi beinlínis verið unnin, vegna þess að áfengi var með í för- . inni? Ef svo er. Hvers vegna var áfengi með í förinni? Hver útvegaði áfengið? Vafalaust ein hver fullorðinn maður. Ber hann nokkra sök á gerðum unglinganna? Framdi hann nokkurt lagabrot? Á hann að sleppa við ábyrgð sinna gerða og vera hreinn í ykkar augum, eða langar eitthvert ykkar til að kasta í hann steini? Kannski langar ykkur meira til að kasta fram hjá honum í áttina til ungl inganna? Það er ykkar að ákveða. Af hverjum læra börnin mál- ið? Læra þau það ekki af full- orðna fólkinu? Læra þau nokk uð fleira af þeim fullorðnu? Reyna börn nokkru sinni að taka þá fullorðnu sér til fyrir- myndar og líkja eftir gerðum þeirra? Eruð þið öll, sem bíðið með steininn í höndunum, ungl ingunum góð fyrirmynd? Viljið þið gjöra svo vel að svara öll- um þessum spurningum sam- vizkusamlega, áður en þið kast ið steininum? Ég hef oft velt fyrir mér einni spurningu og ekki fengið full- nægjandi svar. Þið kannski vilj ið hjálpa mér við að finna það? En spurningin er: „Hvaða hlutverki eigum við að gegna með lífi okkar á jörð- inni?“ Ég heyrði eitt sinn gamlan mann spurðan þessarar spurn- ingar, þegar ég var ungur að árum. Hann þagði fyrst; en sagði svo eitthvað á þessa leið: „Ég hef oft velt þessu fyrir mér, en ekki komizt að neinni fastri niðurstöðu. Þó finnst mér, að við höfum lokið stóru hlut- verki, ef okkur tekst að ala upp góð og mannvænleg börn, sem ekki eru verri en við vor- um“. Þannig var svar gamla manns ins. Treystið þið ykkur til að finna annað betra? Ef svo er ekki, gefur það tilefni til fjölda nýrra spurninga. Þeim skal þó vikið á frest og snúa sér fyrst að öðru. Bömum finnst allt eðlilegt og sjálfsagt, sem þau venjast í upp hafi. Þau hafa ekki kynnzt öðru og halda, að svona eigi allt að vera, hversu fráleitt sem það er öllum siðgæðishugmyndum. Sé barn barið til hlýðni, fær það ágæta kennslu í hnefarétti og bíður þess bara, að röðin komi að því að beita honum. Einn drengur, sem var nýbyrjaður í skóla hjá mér, ætlaði að kasta steini í annan dreng. Ég stöðv- aði hann og sagði honum, að þetta mætti ekki. Það gat hann engan veginn skilið. Þá sagði ég honum, að hann mætti þetta alls ekki hérna í skólanum, þótt hann mætti það heima hjá sér. Það skildi hann mætavel, lét steininn detta og hefur aldrei sýnt sig í því að kasta steini í skólasystkin sín síðan. Sumar mæður (sennilega feð ur líka) grípa til þess ráðs að skrökva að börnum sínum til þess að hafa þau góð eða fá þau til að hætta við eitthvað, sem þau ekki mega. Þetta getur ver ið ágætt ráð í bili, en fyrr en síðar komast börnin að því, að á þau er leikið á þann hátt og þar með hafa þau lært ágætt ráð til þess að skrökva sig frá sínum skömmum og fara á bak við aðra. í þeirra huga er það sjálfsagt. Mamma þeirra kenndi þeim það. Það þýðir ekkert fyr- ir móðurina að skamma börnin sín fyrir ósannsögli. Þau halda áfram að skrökva að henni og öðrum svo lengi, sem hún skrökvar að þeim. Vitið þið dæmi um þetta? Hjón fá kunningja sina í heim sókn að kvöldi til. Börnin eru rekin með harðri hendi í rúmið og bannað að hreyfa sig þaðan, síðan er tekin fram flaska og glös og hjónin skemmta sér kon unglega með kunningjunum. Börnin geta ekki sofnað og læð ast fram til að vita, hvað um er að vera. Þau komast að því, án þess aðrir viti og hugsa með sér: „Dæmalaust liggur vel á mömmu og pabba núna. Það verður gaman að geta skemmt sér svona með öðrum, þegar ég verð stór“. Allir vilja verða stórir sem fyrst. Þess vegna bíða þessi börn ekki alltaf eftir því, að þau verði stór. Svo óskapast fullorðna fólkið yfir því, hvem ig unglingarnir séu orðnir, en finnur enga sök hjá séi\ Faðir bannaði syni sínum að snerta við bílnum, vegna þess að hann hafði bragðað áfengi. Þó hafði faðirinn sjálfur marg- oft ekið bílnum undir áhrifum áfengis. Sonurinn tók bílinn og varð fyrir slysi. Gat faðirinn nokkuð gert að því? Ég gæti talið upp miklu fleiri dæmi um það, hvernig foreldr- ar og aðrir eru ömurleg fyrir- mynd barna og unglinga vítt um land, en læt þetta nægja. Hvernig haldið þið, að svona foreldrum gangi að valda sínu hlutverki í lífinu, að ala upp góð og mannvænleg börn? Að endingu: Vitið þið nokk- ur dæmi þess, að fólk sé svo upptekið af sjálfu sér og sínum skemmtunum, að það hafi eng- an tíma til að ala upp börnin sín? Það er a. m. k. ekki al- mennt enn, en þróun tímans virðist stefna í þá átt. Hvernig verður þá æska þessa lands? Við fullorðna fólkið berum ábyrgð á því, hvernig ungling- arnir eru. Ég ber kinnroða fyrir okkar hönd. Mér er Ijóst, að ég er æskunni ekki sú fyrirmynd, sem ég vildi vera, enda er ég búinn að sleppa mínum steini og held á eftir öldungum ísraels Hvað ætlað þið að gera? Angantýr H. Hjálmarsson. ÖkHleyfissvifting vegna áfengis SKÚLI GUÐMUNDSSON flyt- ur á Alþingi frumvarp til Iaga, um að í umferðarlögin verði sett fyrirmæli um að þeir menn semvneyta áfengis við akstur vélknúins ökutækis, aka eða reyna að aka slíku tæki, þegar þeir eru undir áhrifum áfengis, skuli sviptir ökuleyfi ævilangt eða rétti til að öðlast það, og ekki skuli vera heimilt að veita þeim á ný rétt til að öðlast öku leyfið. í gildandi lögum segir, að ölvun við akstur skuli varða sviptingu ökuleyfis eða rétti til að öðlast það, nema „sérstakar málsbætur“ séu og kærði „eigi áður orðið sekur“, og að rétt- indasviptingin skuli vera um „ákveðinn tíma eigi skemur en 1 mánuð eða að fullu og öllu, ef miklar sakir eru og um ítrek að brot er að ræða“. Eftir 3 ára ökuleyfissviptingu getur dóms- málaráðherra, eftir nánari regl um veitt ökuleyfið á ný. □ F r jálsíþróttaæf ingar FRJÁLSfÞRÓTTARÁÐ hefur ákveðið að æfingar hjá ráðinu hefjist . nóvember n. k. Æfing ar verða á miðvikudögum kl. 20.00 og á laugardögum kl. 14.00. Verður um lyftingar, úti og tækniæfingar að ræða. Æft verður tvisvar í viku þar til öðruvísi verður ákveðið. Frjáls íþróttamenn eru beðnir að mæta vel á fyrstu æfinguna. Æfingar fara fram í íþrótta- vallarhúsinu. Q NÚ ER VETUR genginn í garð, úfinn, kaldur og ógnandi, þótt ekki hafi hann enn sýnt sig í verulégum hörkuham. Hann hefur ekki tekið okkur Norð- lendinga neinum kverktökum, bara hrist úlfgráan hausinn framan í okkur til þess að minna okkur á, að þrátt fyrir alla tæknimenninguna erum við í rauninni ósköp litlir karlar, ef veðurguðunum þóknast að bregða sér í sinn versta ham. Klukkunni h'efur verið seink að, svo að nú bregður kvöldroð anum á himin yfir hvítum fjalla hringnum löngu fyrir miðaftan. Síldveiðarnar eru enn í fullum gangi og verða vonandi fram undir hátíðar, þótt reikna megi með, að skipin þurfi oftar að leita vars nú, þegar komið er fram yfir veturnætur. Skipa- skoðunarstjóri flutti hér um kvöldið áminningar- og varn- aðarorð til síldveiðiflotans. Það voru orð í tíma töluð, og er þess að vænta, að hver einasti síld- veiðiskipstjóri hafi hlustað á þau og fari að þeim ráðum, sem þar voru gefin. Haustverkum í sveitum mun nú víðast hvar langt komið og sums staðar næstum lokið. Sauð fjárslátrun er að ljúka, og bónd inn býr sig af kappi undir vet- urinn. Hann veit, að norðlenzk um vetri er aldrei að treysta. Hann er þakklátur fyrir hvern góðan dag, en telur hygginna hátt að búast við hörkum. Þó að kartöfluuppskeran hafi brugðizt er heyfengur víðast þolanlegur, og þess vegna sett á líkt og undanfarið. Mannfæð- in í sveitunum ér á mörgum bæjum eitt alvarlegasta vanda- málið. Það er mjög miklum erfiðleikum bundið að fá vetrar mann, jafnvel liðlétting, og sé bóndinn svo heppinn að eiga kost á manni, hrekkur hann oft undan, þegar hann mætir kaup kröfunni. Ég hafði spurnir hér á dögunum af bónda, sem var að leita eftir manni, og loks bauðst honum sæmilega góður maður, vanur fjósverkum. En kaupkrafan var 18 þús. krónur á mánuði og allt frítt. Um ann- an vissi ég, sem hafði í septem- ber ráðið sér mann frá 1. okt. fyrir 12 þús. krónur á mánuði. Um mánaðamótin fékk bóndinn boð frá manninum, að hann gæti ekki komið fyrr en um næstu mánaðamót, vegna þess að hann væri í vinnu. Auk þess yrðu þeir að endurskoða kaup- sáttmálann, því að hann treysti sér ekki til að koma í vistina, nema hann fengi um 15 þús. kr. á mánuði og allt frítt. Ekki veit ég, hyernig þessum mannaráðn ingum lyktaði. En hvernig bóndinn á að greiða vetrarmanni 15—18 þús. krónur á mánuði mun flestum bændum hulin ráðgáta. Þó er eins og það sé ekkert við þessu að segja né gera. Vinnuaflið er á skefjalausu uppboði. Fáir eru jafn-ófærir og bóndinn til þátt- töku i því uppboði, þótt þörf hans fyrir Vinnuaflið sé engu minni en annarra atvinnurek- enda, því að afurðaverð hans er flestu öðru vöruverði þræl- bundnara. ^ Annars er það eitt af hinum dularfullu fyrirbærum þjóðfé- lagsins, að ef sumar stéttir fara fram á lítilsháttar kauphækkun, hefst voðalegt ramakvein um allsherjarhrun, og hækkunin fæst ekki, nema með verkföll- um og hálfgerðum hemaðar- aðgerðum. Aðrar stéttir aug- lýsa bara uppmælingartaxta, án þess að heyrist hósti né stuna. Og aldrei er á það minnzt, að innflutningsverzlunin þurfi í verkfall. Nóg hefur sá sér nægja lætur. Það er gamall og góðui' siður, sem enn er mjög i heiðri hafð- ur, að skamma bæjaryfirvöldin, enda af nógu að taka til gagn- rýninnar. Þetta er mjög ánægju leg og vinsæl íþrqtt, sem fjöldi manns stundar af kappi, bæði af mikilli alvöru í heyranda hljóði og í léttum tón yfir auka kaffinu við eldhúsborðið. Sum- ir stunda þetta sér til lofs og frægðar, en flestir fitla þó bara við þetta sér til hugarhægðar. Vonandi verður ekkert lát á þessum leik, þótt langt sé nú til næstu bæjarstjórnarkosn- inga. En hitt má þá ekki gleym ast, að minnast með þakklæti þess, sem vel er gert. Og þar er áreiðanlega einnig af miklu að taka. Mig langar til að nefna hér eitt atriði, sem hefur víst þótt helzt til smávægilegt til að minnast á. Það eru Skólagarð- arnir. Sumarmánuðina júní, júlí og ágúst nutu um 70 börn Skóla- garðanna í Gróðrarstöðinni. Börnin störfuðu í tveim flokk- um, 3—4 stundir á dag hvor flokkur. Hvert barn átti þama sinn gróðurreit með kartöílum, káli og nokkrum blómplöntum. Bömin eyddu svo sumrinu við umönnun þessara gróðurreita með dálitlum leikstundum öðru hvoru í trjálundum Gróðrar- stöðvarinnar og á Krókeyrar- flötinni. Jónas Guðmundsson garðyrkjustjóri, mun hafa haft umsjón með þessu skólastarfi, en kennararnir Baldvin Bjai'na son og Birgir Helgason önnuð- ust kennslu og gæzlu barnanna. Þótt Skólagarðarnir láti lítið yfir sér og hafi varla verið bæj arbúum mjög í munni, er ég sannfærður um, að þeir eru harla merkileg uppeldisstofnun, sem ekki má niður falla í fram- tíðinni, heldur þyrfti að efla með öllum ráðum. Leikvellir handa yngstu kynslóðinni sem víðast um bæinn eru ágætar stofnanir, sem ég mundi síðast- ur manna gera lítið úr. Ég mundi þó telja Skólagarðana enn merkari þátt í uppeldi bæj- arbarnanna. Þeir leitast við að skapa börnunum starf, efla þau til vinnu, skapa þeim hamingju þess að láta eitthvað gróa úr höndum sér. Þessi þáttur uppeldisins var ekkert vandamál hjá fyrri kyn- slóðum hér á landi. Sveitabörn in voru með foreldrum sínum í starfi frá yngstu árum, röltu á eftir kúm, ráku kindur úr túni, sóttu hross eða héldu á hrífu í flekk eftir því sem kraftar og geta leyfðu. Þau voru litlir, en gildir þátttakéridur í störfum heimilisins. Þau vantaði sjaldn ast verkefni. Einmitt það skóp þeim kornungum þá tilfinn- ingu, að þau gerðu gagn, skóp þeim þá ábyrgðartilfinningu, sem ef til vill er ómetemlegasti þátturinn í uppeldi hvers bams. • Með vexti bæjanna og breytt- um atvinnuháttum hefur þetta viðhorf gerbreytzt. Börnin geta ekki lengur fylgt pabba og mömmu að störfum þeirra. Ýms ir foreldrar reyna að bæta þetta upp með því að koma börnun- um í sveit á sumrin, en á því eru miklir annmarkar, sem öll- um eru kunnir. Meiri hluti bæj arbarnanna verður að dveljast heima allan ársins hring, þar sem þau vegna skorts á hæfi- legum verkefnum annað hvort einangrast í veröld leikja sinna, eða, sem verra er, lenda í al- geru iðjuleysi, sem gerir barn- ið að hreinum slæpingja. Skólagarðarnir eru merkileg tilraun til lausnar á þessum vanda. Þeir reyna að skapa barninu starf, raunhæft starf, verkefni, sem það ræður við, starf, sem það sér þróast, vegna þess að barnið leggur hug sinn og hendur í þá þróun, starf, sem veitir baminu þá ánægju, mér liggur við að segja hamingju, að sjá laun sín í áþreifanlegum afrakstri. Vafalaust er fátt betra en ræktunarstarfið til að ná þessu marki. Barnið gróður- setur í eigin reit, þó nokkur samvinna sé með hópnum. Barn ið nýtur þess að sjá sínar plönt- ur gróa í sól og regni, nýtur þeirrar gróðurgleði að sjá þær vaxa og verða þroskaðar jurtir. Og loks kemur svo uppskeran. Með sannri gleði og björtu stolti flytur barnið heimili sínu kartöflupokann sinn, kálhöfuð- in, rófumar og radísurnar. Þetta eru kannske engin ósköp, mundi ef til vill ekki verða hátt innlegg í krónum dagsins. En til þess hefur enginn ætlazt. Hitt er meira um vert, að ungar hendur, litlar og óstyrkar, lyfta eigin jarðargróða, verðmætum, sem þær hafa sjálfar skapað í samvinnu við hin miklu öfl, moldina og Guð. Þá finnum við, að eitthvað nýtt og mikilvægt hefur skapazt og er að gróa í ungri, óþroskaðri sál, ábyrgðar tilfinning, löngun til starfs og fullrar þátttöku í þeirri veröld vinnandi fólks, sem barnið er borið til að erfa- Þökk sé þeim mönnum öll- um, sem lagt hafa lið þessari litlu og ungu uppeldisstofnun, Skólagörðum Akureyrar. X. BÓN MÍN TIL BÆJAR- STJÓRA Starfsmenn bæjarins opinber uðu okkur, íbúum við Þórunn- arstræti, óvænta athafnasemi 23. september í haust með því að grafa 50 cm. djúpan skurð og leggja þar í svera taug milli Bernharðs og Guðmundar Frí- manns. Ekki var þetta gert að næturlagi svo maður sá hverjir voru að verki. Þarna var skurð urinn og þarna er hann ennþá eftir nærri fimm vikur, nema þar sem húsfreyjur hafa tekið sig til og mokað ofan í hann aftur. Á fimmtu viku höf- um við horft á mannvirkið. Sagt er, að hér sé verið að leggja háspennulínu, en aðdáun okkar á vinnuhraðanum hefur heldur rénað þennan tíma, svo ekki sé nú meira sagt, og erum við al- veg hissa á honum Knúti. Ég er sammála konunni, sem sagði við mig í gær: Hann Magnús (bæjarstjórinn) á að skamma Knút fyrir svonalagað og að þeim orðum töluðum fór hún að moka ofan í skurðinn fram- an við húsið sitt. Ég vil svo að lokum biðja Magnús bæjar- stjóra, að láta Knút þegar í stað hylja þetta Ijóta og leiða verk sitt. Þórunnarstræti 27. okt. Heimilisfaðir. UPPLÝSINGAR AÐ AUSTAN Sigurður Vilhjálmsson á Hánefsstöðum sendir eftirfar- andi, vegna fyrri frétta að aust- an: „f tilefni af fréttapistli í Degi sem út kom 12. þ. m. skal bent á eftirfarandi: f Seyðisfirði eru tvö sveitar- félög, Seyðisfjarðarhreppur og Seyðisfjarðarkaupstaður. Kaup staðurinn er fyrir botni fjarð- arins og nær land hans út að Grýtá á norðurströnd fjarðar- ins en að sunnanverðu út í Grjótgarða. Fjörðurinn snýr nákvæmlega i austur—vestur. Útmeð firðinum að sunnan- verðu er Hánefsstaðaeyri og utar Þórarinsstaðaeyrar. Það er því austan af kaupstaðnum, sem „Fjarðarsíld h.f.“ er að reisa síldarverksmiðju sína, og er verksmiðjan vestan á Hánefs- staðaeyri og það í landareign Sörlastaða, þar er eyrin oftast nefnd Sörlastaðaeyri. „Fjarðar síld h.f.“ er hlutafélag útgerðar manna og sjómanna og er hluta féð 20—25 millj. króna. Nokkru vestar á suðurströndinni við svonefnda Sörlastaðavík er sölt unarstöðin „Þór h.f.“ sem reist var fyrir nokkrum árum á stað sem heitir Hrólfur. Þessi fyrir- tæki eru bæði í lögsagnarum- dæmi Seyðisfjarðarhrepps. í blaðinu 5. þ. m. var sagt frá meðalþunga dilka á bæ einum í Þistilfirði. Nýlega er lokið slátrun hjá Kaupfélagi Aust- fjarða á Seyðisfirði. Meðal- þungi dilka Jóns Sigurðssonar bónda á Hánefsstöðum var 19,1 kg. kjöt og voru flest lömbin tvilembingar. í fyrrahaust var sami meðalþungi á lömbum Jóns en þá voru aðeins fleiri einlembingar". Dagur þakkar fyrir bréfin. - Unnið við vatnsveit- una á Dalvík (Framhald af blaðsíðu 1) vatnveitukerfi þorpsms, m. a. byggður nýr vatnsgeymir ofan við Ufsir og undirbúin virkjun vatns úr borholu, sem áður var gerð. Standa vonir til, að á þessum vetri verði þessar fram kvæmdir komnar í gagnið, ef tíð verður ekki því óhagstæðari. Verið er að reisa nýtt síldar- bræðsluhús, sem er stálgrinda- hús og gengur verkið mjög vel. Vélbátarnh' Baldur og Bjarmi eru báðir komnir heim af síld- armiðunum. J. H. - Niðurlagning síldar á Siglufirði (Framhald af blaðsíðu 1) ur haft fund með síldarsaltend- um staðarins til að athuga möguleika á, að flytja síld til Siglufjarðar til söltunar sumar ið 1967. Var kosin sérstök nefnd til að athuga það mál betur. Unnið hefur verið að því að bera ofan í flugvöllinn og er því verki nú að ljúka, en eftir er þó að setja slitlag á flug- brautina. Vonir standa til, að völlurinn verði tilbúinn innan tveggja vikna. Verið er að setja þak á ráðhúsbygginguna og verður ráðhúsið væntanlega fokhelt á þessu ári. Steyptir hafa verið 360 lengd armetrar á Hvanneyrarbraut, önnur akrein, og malborinn er vegurinn út að Strákajarðgöng um. Ennfremur er verið að styrkja jarðgöngin. Umferð um Strákagöng er stranglega bönn uð. Vegurinn að vestan bíður umferðarinnar þegar jarðgöng- in verða opnuð. J. Þ. HvaS gerisf ef hæff yrSi aS rækfa deyfiiyfjagrös? í UMRÆÐUM um eiturlyfja- vandamálið hefur þeirri hug- mynd oft verið hreyft að láta efnafræðilega samsett lyf koma í stað deyfilyfja sem unnin eru úr jurtum. Með því móti mundi t. d. lögleg ræktun ópíums ekki verða möguleg, og tæki- færin til ólöglegrar ræktunar, sölu og „rýrnunar" í lyfjaiðnað inum mundu vérða miklu færri en nú er. Enda þótt farið sé að fram- leiða í æ ríkara mæli lyf unnin úr gerviefnum, er vandamálið ekki eins einfalt og virðast má við fyrstu sýn,' segir í nýbirtri skýrslu sem skrifstofa Samein- uðu þjóðanna hefur samið og lögð verður fram á fundi eitur lyfjanefndarinnar í desember. Skilyrðið er, að deyfilyf unn- in úr gerviefnum, jafnvel þó þau séu einnig vanamyndandi, verði jafngóð eða ;betri en hin. Þetta hefur enn ekki gerzt, seg ir í skýrslunni, hejdur eru hin nýju lyf þvert á móti ennþá hættulegri að þvi er snertir vanamyndun. Af þeim 89 eiturlyfjum, sem nú eru undir alþjóðlegu eftir- Jiti, eru 60 unnin úr gerviefn- um. Fræðilegir mögúleikar á að framleiða fleiri slik lyf eru „svo til ótæmandi". Auðvelt er að hafa eftirlit með slíkum lyfjum, enda koma þau litið við sögu í ólöglegri alþjóðlegri eiturlyfja- verzlun. En einungis fá þeirra eru til sölu og notuð til lækn- inga. Þekktust þeirra eru pet- hidin, mathadon, normethadon og dextromorrimid. Eitt sem mælt hefur með lyfj um unnum úm gerviefnum er hið hagstæða verðlag á hráefn unum. En hér verður líka að taka með í reikninginn kostnað inn við rannsóknir og fram- leiðslu, og er mikið vafamál hvort framleiðsluverð verður mismunandi á hinum ýmsu teg undum. Vandamálið, hvort stefna beri að því að hafa éingöngu á boðstólum deyfilyf unnin úr gerviefnum, er þarinig bæði flókið og yfh’gripsmikið, og er nauðsynlegt að kanna það gaumgæfilega, segir í skýrsl- unni. Afleiðingarnar fyrir þá sem rækta jurtimar. Annað veigarriikið vandamál í þessu sambandi er, hvaða af- leiðingar það muni hafa fyrir lönd, sem rækta jurtir til deyfi lyfjagerðar, verði ræktun þeirra bönnuð. Að því er varðar ópíurn verða Indland og Tyrkland hai'ðast úti, þó önnur lönd eigi hér líka hlut að máli. Eftir því sem lögleg framleiðsla ópíums hefur verið takmörkuð (úr 1171 tonni árið 1963 niður í 940 tonn árið 1964) hafa þessi lönd dreg- ið úr framleiðslu sinni og minnkað ræktunarsvæðin. Það er ekki sérlega arðvæn- legt að r-ækta ópíum til lög- legrar sölu. í skýrslunni segir að kiló af ópíum með 12 prósent marfín-innihaldi kosti 11 doll- ara (473 ísl. kr.). Sú staðreynd að umrædd lönd eru þegar farin að rækta aðrar jurtir á tilteknum svæð- um, og að tiltölulega fámennir hópar fást við ræktunina (77.747 í Indlandi og 160.671 í Tyrklandi), bendir til þess, að löndin mundu án verulegra vandkvæða geta lagt niður ópíum-rækt, ef þau hlytu al- þjóðlega aðstoð. Hins vegar er lögð á það áherzla í skýrslunni, að ópíum-verzlunin sé tiltölu- lega þýðingarmikil fyrir útflutn ingslöndin vegna öflunar er- lends gjaldeyris. Tæknihjálp, sem koma á í staðinn fyrir ópíum-ræktun, hefur verið veitt Burma, Afganistan, íran og verður veitt ákveðnum svæðum í Thaílandi. í íran hefur verið tekin upp ræktun á sykurrófum og baðmull, sem veitir fyrrver- andi ópíum-ræktendum við- unandi arð. Kóka-jurtin er álitleg tekju- lind þeim sem rækta hana, og ræktarlandið er um það bil 190.000 hektarar í Perú og Bólivíu. Perú hefur undirritað Eiturlyfjasáttmálann frá 1961 og lofað að afnema óhæfuna á 25 árum. Ríkisstjórnin hefur einnig skipað nefnd sem á að finna viðeigandi úrræði fyrir þá sem snúa sér frá kóka-ræktun. Bólivía er líka farin að fá áhuga á málinu. Cannabis (indverski hampur inn, sem hasjísj er unnið úr) vex villtur og dreifist auðveld- lega. Svo að segja um heim allan er hann ræktaður ólög- lega, segir í skýrslunni. Hamp- urinn er mest notaður í iðnaði. í Indlandi og Pakistan er „hartsið“ notað til lækninga. Þetta „harts“, sem hefur að geyma eiturlyfið, fæst einungis í stóru magni sé kvenjurtin lát in vaxa annars staðar en karl- jurtin. Það á sér ekki stað þar sem hampur er ræktaður lög- lega. Líbanon, Marokkó, Suður- (Framhald á blaðsíðu 6). VETURNÆTUR Nú er liðið sumar svalt. Síðskeggjaður púar kalt Norðri og miskunn veitir vart, virðist ætla að stjórna hart. Klæðir hnjúka fannafjúk, frosnir rindar kveina. Þýtur í reiða þota ómjúk þyrlast hrönn um hleina. Eg á mér bjartan innri eld, svo engu þarf að kvíða, þó húmi að og komi kveld og kólni um heiminn víða. Mín hjartans rós er rjóð og heit, Af rökkri því ég ekkert veit, en tilbið blæinn blíða. Margrét frá Fjallr.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.