Dagur - 02.11.1966, Qupperneq 8
8
SMÁTT OG STÓRT
Nokkur hluti Sauðárkrókskaupstaðar.
Saudárkrókur
UM HELGINA var skroppið til
Sauðárkróks og dvalið kvöld-
stund á haustmóti Framsóknar
manna þar. Skagfirðingar eru
dálítið óstundvísir, hafði ég
heyrt, skemmtanir þeirra hefj-
ast naumast fyrr en klukku-
stundu eftir auglýstan tíma. En
það var kannski hægt að hitta
einhvern að máli meðan beðið
væri. Þannig hugsuðu fávísir
Akureyringar þegar þeir gengu
inn í félagsheimili þeirra Sauð
kræklinga Bifröst kl. 8.50. —
Haustmótið átti að hefjast kl. 9.
Húsið var fullskipað fyrir til—
settan tíma, varð alveg troð-
fullt og margir urðu frá að
hverfa.
Félagsheimilið Bifröst er ekki
ný bygging og hún er heldur
ekki nógu stór þegar aðsókn er
mest. En þar er viðfeldið og
eitthvað býður mann velkom-
inn. Sagt er, að sum hús hafi
sál.
Klukkan 9 sté ungur maður
fram, Stefán Guðmundsson, for
maður Framsóknarfélagsins, og
bæjarfulltrúi og setti haust-
mótið með stuttu og gaman-
sömu ávarpi. Því næst söng
Vísir undir stjórn Gerharðs
Smith nokkur lög. Þá flutti frú
Sigríður Thorlacius ræðu, Vís-
ir söng á ný og síðan flutti pró-
fessor Olafur Jóhannesson al-
þingismaður ræðu, og að lokum
var stiginn dans.
Mörgum hefur efláust komið
eitthvað svipað í hug undir
KURR I FLOKKS-
LIÐI
ÞAU tíðindi gerðust á Al-
þingi mánudaginn 31. októ-
ber, að tveir þingmenn Sjálf
stæðisflokksins, Matthías
Bjamason og Guðlaugur
Gíslgson, lýstu yfir andstöðu
við stjórnarfrumvarp. Er því
líklegt að það frumvarp falli
eða dagi uppi í þinginu.
Frumvarp þetta er um
nýjan skatt á innflutt veiðar
færi. Vera má að fleiri þing
menn stjómarflokkanna séu
orðnir þreyttir á, að greiða
atkvæði með sköttum. □
söng þeirra Siglfirðinga og það
sem prófessor Ólafur minntist
á í upphafi ræðu sinnar; að
vegna Vísis væri Norðurland
stærra en það ella væri. En
ræða þingmannsins var að öðru
leyti hápólitísk og á þann veg,
að með henni hlýtur kosninga-
bat-áttan í Norðurlandskjör-
dæmi vestra að hefjast fyrir
alvöru. í upphafi þeirrar bar-
áttu minnast Framsóknarmenn
þess, að í vor hlutu þeir þrjá
bæjarfulltrúa kjörna á Sauðár-
króki í stað eins áður og sýnir
(Framhald á blaðsíðu 4.)
„Rjúpan er farin og Finnur með”
Hrísey 1. nóvember. Hér fer
fram endurnýjun á öllu vatns-
veitukerfinu og eru nú allar
leiðslur úr plasti.
Bátarnir fá ofurlítinn reiting
þegar bezt lætur.
Nýr prestur er hingað kom-
inn, séra Kári Valsson, með
konu sína og barn. Megum við
vel við una á meðan stór og
fyrrum eftirsótt prestaköll eru
prestlaus í landinu.
Kvenfélagskonur héldu
skemmtisamkomu hér í eyj-
unni, er fór mjög vel fram. Hér
þarf ekki lögreglu eða annan
Lisfkynning
FRU Sigrún Jónsdóttir opnar
sýningu á batiklistmunum í
Kaupvangstræti 4 Akureyri
(áður Sjúkrasamlag Akureyr-
ar) á laugardaginn 5. nóvem-
ber. Gefst Akureyringum þar
kostur á, að kynnast þessari sér
stæðu listgrein, sem hér mun
fremur lítið þekkt. Sagt er að
batik sé mjög forn listgrein,
upprunnin frá Jövu. Batik er
unnin á líkan hátt og vaxmál-
verk. Baðmull, silki og hör af
„ekta“ gerðum er hægt að nota
en ekki gerviefni, til skreyting
ar með. batik.. Batik-kjólax eru
eftirsóttir og. batiklist hefur
víða náð útbreiðslu sem skreyt
ing í kirkjum og öðrum opin-
berum stofnunum, .einnig hér á
landi.
Frú Sigrún sýnir kjóla,
skreytta með batik, ennfremur
kirkjumuni á sýningu sinni. □
NOKKRAR aðsendar greinar
verða enn að bíða vegna
þrengsla í blaðinu að þessu
sinni. Sumar þeirra munu
koma í laugardagsblaðinu. □
slíkan viðbúnað þótt menn
skemmti sér.
í bréfi til Hríseyings á öðru
landshomi er þetta m. a.:
Rjúpan er farin og t'innur með.
í fjöllunum dunar byssugnýr.
Þar fellur hún títt á frosinn beð.
Fordæðuskapur í mönnum býr.
Þeir flett’ana hvítum fiðurham
og flökrar ei þó að sjáist blóð.
Þá vista þyrfti í Viet Nam
að vernda gegn ofbeldi smáa
þjóð.
Þá gæti skeð að þeim brygði í
brún,
að sjá bandamenn vora drepa
menn,
þar flýtur blóðið um fjöll og
tún
á friðarvilja ei bólar enn.
Þ. V.
ALLT „AÐ HRUNI KOMH>“
Bjarni Benediktsson forsætis-
ráðherra sagði á flokksráðs-
fundi Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík 14. okt. sl.: „Ein af
ástæðunum fyrir því, að margir
hafa fengið þá tilfinningu, að
hér væri allt á hverfanda hveli
og að hruni komið er, að menn
trúa því einfaldlega ekki, að ís
lenzka þjóðin hafi efni á því,
sem hún veitir sér í dag. Menn
trúa því ekki að þjóðin hafi í
raun og veru efni á því að ráð-
ast í allar þær stórframkvæmd
ir, sem þeir sjá fyrir augunum,
að menn liafi efni á að eiga öll
þessi miklu hús, fallegu hús-
gögn, alla bílana, að tíundi hver
íslendmgur fari ár hvert til út-
landa. Sannleikurinn er þá sá,
að við liöfum efni á þessu--“
AÐ HAFA EFNI A
Ætli sannleikurinn sé ekki sá,
að margir veita sér talsvert
meira en þjóðin hefir efni á,
aðrir minna? En fróðlegt er að
lieyra viðreisnaroddvitann við-
urkenna að margir hafi „fengið
þá tilfinningu“ að hér sé nú
„allt á hverfandi hveli og að
liruni komið“. Þegar margir
finna eitthvað á sér á sama
tíina, eru alltaf nokkrar líkur
til, að það sé staðreynd. Þetta
ætti forsætisráðherrann að
íliuga og myndi þá e. t. v. skilj-
ast, hvers vegna tilmælin um
að liann segi af sér eru fram
komin.
VANSKIL VEGNA RÍKIS-
ÁBYRGÐARLANA OG
RÍKISLÁNA
Hér fara á eftir nokkrar hæstu
tölumar úr vanskilareikningi
Ríkisábyrgðarsjóðs í árslok
1965, sem útbýtt hefir verið á
Alþingi. f tölum þessum felast:
1. Bókfærð skuld í árslok vegna
afborgana og vaxta, sem ríkið
hefir lagt út og ekki fengið end
urgreitt. 2. Samskonar vanskila
skuldir, sem hlutaðeigendur
hafa verið látnir greiða með
útgáfu nýrra skuldabréfa á ár-
inu. 3. Eftirgefnar og afskrifað-
ar vanskilaskuldir af sama tagi.
Bæjarútgerð Hafnarfjarðar 38,1
VOH ER, AÐ SPURT SÉ
HVERNIG stendur á því, að okkur á fslandi skuli ganga
verr en öðrum, að ráða við þennan vanda? Hvemig stendur
á því, að hér skuli verða meiri verðhækkanir og verðlag
vera óstöðugra, þegar einmitt mætti ætla, að atvik væri
slík, að hér gæti verið meiri stöðugleiki? Því að óumdeilan-
•legt er, að yfirleitt hefir verið fast verðlag og ekki liækk-
andi á innflutningsvörum okkar nú um alllangt skeið. Og
úr því að við búiim í þjóðfélagi, sem þarf á meiri innflutn-
ingi að halda heldur en önnur þjóðfélög, sem við þekkjum,
af hverju hefir okkur tekizt miður en mörgum þessani-þjóð-
félaga að lialda hér föstu verðlagi og verðhækkunum —
verðbólgu niðri?
Svo mælti Bjarni Benediktsson í flokksráði Sjálfstæðis-
manna 14. okt. sl. Sjá Mbl. 23. okt. — Er þá ekki von, að
aðrir spyrji?
Margir hafa fengið þá tilfinningu, að hér sé allt á hverf-
andi hveli og að hnmi komið.
Svo mælti Bjami Benediktsson á flokksráðsfundi Sjálf-
stæðismanna 14. okt. sl. Sjá Mbl. 23. okt. □
millj. kr. Togarafélagið á fsa-
firði 23,5 millj. kr. Bæjarútgerð
Reykjavíkur 23,2 millj. kr. fs-
fell h.f. (togarinn Sigurður)
19,4 millj. kr. Guðmundur Jör-
1 undsson 23,0 millj. kr. Síldar-
og fiskmjölsverksmiðjan á
Akranesi 18,6 millj. kr. Patreks
fjarðartogarar 16,3 millj. kr.
KATLA GERIR BOÐ Á
UNDAN SÉR
Nýlega skalf jörð í Mýrdalnum
og Katla kom mönnum í liuga.
Jarðhræringar hafa alltaf farið
á undan Kötlugosi samkvæmt
lieimildum allt frá 1625. Jarð-
fræðmgar draga þá ályktun af
rannsóknum Kötlugosa, að
Kötluhlaup og gos geri nær
örugglega boð á undan sér með
jarðhræringum. Líkleg lengd
milli Kötlugosa er talin 40 ár.
DRAUGARFYLGJA LÁNUM
Ríkur maður, sem Bjöm liét,
lánaði eitt sinn manni einum
peningaupphæð. Fyrir láninu
setti Bjöm það skilyrði að mað
urinn tæki að sér draug þann,
sem honuin fylgdi og var til
óþurftar. Lánstakandinn fékk
nú féð og drauginn með og var
það vond fylgja. Sagan endur-
tekur sig í vaxtaokri nútímans.
SILUNGUR í PLASTI
Nýlega var fluttur lifandi sil-
ungur frá Laxalóni við Reykja-
vík til Bandaríkjanna. Notaðar
voru vatnsfylltir plastpokar við
flutning þennan og tókst svo
vel, að allir fiskamir voru í
fullu fjöri er vestur kom.
OFSALEGAR SVEIFLUR —
HAGVÖXTUR
f flokksráði Sjálfstæðisflokks-
manna 14. okt. sl. kom það
fram, að formaður flokksins,
Bjami Benediktsson, er loksins
byrjaður að gera sér grein fyr-
ir eða fáanlegur til að viður-
kenna, að íslenzkt efnahagslíf
sé það frábmgðið efnahagslífi
„þróaðra iðnaðarríkjá“ að vera
megi, að hagfræðimeðöl þeirra
gegn verðbólgu eigi ekki við
hér. f ræðunni sem birt var í
Mbl. 23. okt. ræddi hann a£
nokkru raunsæi um sérstöðu fs
lands að þessu leyti. Hann tal-
aði um „smæð þjóðfélagsins“,
„einhæfa atvinnuvegi“, ofsaleg
ar sveiflur í afkomu“ og sagði,
að greinar sjávarútvegsins
væra „misarðbærar" og sérstök
sjónarmið yrðu að ríkja í við-
skiptum þjóðfélagsins við land-
búnaðinn. Sumt af því, sem
hann sagði um þessi efni, orkar
að vísu tvímælis svo að ekki sé
meira sagt. En kannski verður
nú hætt að kalla „ofsalegar
sveiflur“ (t. d. í síldveiðum),
„ihágVöxt“- sbr. skýrslu Efna-
hagsstofnunarinnar til Hagráðs
og athugasemdir Ólafs Gríms-
sonar við þá skýrslu.
KRÓKALEIÐIR
Nú er viðreisnardýrtíðin búin
að fara þannig með eitt af cfni-
legustu iðnaðarfyrirtækjum
landsins, Hampiðjuna í Reykja
(Framhald á blaðsíðu 2)