Dagur


Dagur - 19.11.1966, Qupperneq 2

Dagur - 19.11.1966, Qupperneq 2
2 Fimm nýjar bækur U M D EGINH HEILAGAR KYR Hin indverska speki, sem fremst var um flest í fommenning Asíulanda, hún virðist ei ætla að orka sem bezt til úrbóta í nútímans vanda. Þótt Indverjar stundi enn dulfræði í dag þeim dugar það lítt við að búa, því allt er að fara í örtröð og flag af ágangi heilagra kúa. Það eru ekki menn, heldur aflóga dýr, sem öll hafa völd þar í landi, því meira er hyllt þessi heilaga kýr heldur en Indira Gandhi. Nú fregnum við það, sem er fáheyrðast alls — er furða þótt menn séu hlessa? — að ráðherrastólamir riða til falls við rassaköst nautpenings þessa. En Indverjar voru ekki einir um það með ofstæki á beljur að trúa, í Eddunum skáldið um Auðhumlu kvað, ættmóður norrænna kúa, og blóðneytin seiðefldu margfróðir menn svo mein varð af klaufum og homum, — það skyldi nú vera að það eimdi ekki enn eftir af kuklvenjum fomum? í togstreitu frændþjóða verður þess vart að vélræða gætir hjá báðum, í baktjaldamakki er bruggað svo margt og beitt öllum þénlegum ráðum. En viðsjált er margt sem í vinmælum býr, og vei þeim, sem hefndargjöf þiggur, ef grannríki eitt vill nú gefa okkur kýr, mig grunar hvað bak við það liggur. Dvergur. BÓKAFORLAG Odds Björns- sonar á Akureyri hefur sent frá sér fimm bækur. Búfjárfræði eftir Gunnar Bjarnason kennara á Hvann- eyri er þar í sérflokki. Með þeifri bók gefst íslenzkum bændum kostur á að eign- ast alhliða búfjárfræði, því þótt ótrúlegt megi virðast, þá hefur slík bók aldrei verið samin né gefin út hér á landi fram til þessa. Búfjárfi'æðin skiptist í 15 aðal kafla, en þeir eru: Um útgáf- una, Inngangur, Erfðafræði, Kynbótafræði, Lífeðlisfræði, Fóðurfræði, Nautgriparækt, Sauðfjárrækt, Hrossarækt, Svínarækt, Hænsnarækt, Önn- ur nytjadýr, Fóðurgildistafla, Upplýsingablöð, Heimildaski'á. Bók, sem aldrei verður úrelt! Bókin er bundin í afar sterkt og fallegt lausblaðabindi, og verður því hægt að bæta inn í hana nýjum köflum, jafnóðum og markverðar nýjungar verða kunnar. Aftast í bókinni eru margs konar skýrslur um rekstur bús ins, sem geta haft ómetanlegt gildi fyrir hagsýnan bónda, sem fyllir þær út árlega, og geta þær gei't bókina því verðmæt- ari sem lengi'a líður og gleggra yfirlit fæst yfir lengra tímabil, þar sem bókin geymir þannig persónulega reynslu eiganda. Hin nýja Búfjárfræði Gunn- ai-s Bjarnasonar er nær ótæm- andi fróðleiksforði, sem bændur geta leitað til hvenær sem þeim sýnist um svör við ýmsum vandamálum, sem þeir þurfa að glíma við nær daglega allan árs ins hring. Adda í menntaskóla, er eftir Jennu og Hreiðar Stefánsson, er síðasta unglingabók þeirra hjóna, 2. útgáfa. En þau eru kunn af fjölda fyrri bóka sinna, sem skrifaðar eru fyrir unga lesendui-. Eins og nafn bókar- innar bendir til, fjallar þessi bók um skólagöngu Öddu, sem nú er komin í menntaskóla. En fjöldi unglinga kannast við Öddubækurnar. Frásögnin er lifandi og einlæg, og þótt stór- viðburði vanti e. t. v., ber á það að líta, að næstum hver dagur í líf-i ungs fólks getur verið við burðarríkur, eða hverjum finnst það ekki? Nokkrar teiknimynd ir prýða unglingabók þessa. Valsauga og indíánaskórinn svarti eftir Ulf Uller er eins- konar framhald af samnefndri sögu, áður útkomínni, en þó Sjálfstæð saga. Sigurður Gunn- arsson þýddi. Kaflar bókarinn- ar eru þi'ettán. Þetta er spenn- andi sti-ákasaga, sem lýsir bar- áttu við Indíána, og ævintýrum Kidda og Jonna. En aðalsögu- hetjan er þó Indíáninn Vals- auga sem er flestum kænni. Ilanna María, eftir Magneu frá Kleifum, er skrifuð fyrir 12 —14 ái-a telpur. Hanna María á heima hjá afa og ömmu uppi í sveit. Þar eignast hún ágæta vini meðal dýranna, Hundurinn Neró er vitur og verður góður vinur Hönnu Maríu. Hann í’æð ur við strákana, sem stundum eru að stríða henni. Einu sinni var, eru endur- minningar Sæmundar Dúason- ar barnakennara. Bókin er 276 blaðsíður og aftast er manna- nafnaskrá. Aðalkaflarnir eru: Æviminningar, Eftirmæli, Sagt fi'á dýrum, Urelt vinnubrögð og Ur ýmsum áttum. Höfundurinn, Sæmundur Dúason, er Fljóta- maður. Hann segir fyi’st frá bernsku sinni, fjölmörgum minnisstæðum atvikum þá og síðar á ævinni, ferðalögum og atvinnuháttum, sem nú þykja orðnir æði gamaldags. □ NÝ BÓK ÖRLYGS ÞÆTTIR OG DRÆTTIR heitir nýútkomin bók eftir Örlyg Sig urðsson listmálara frá Akur- eyri, og er hún í sama „dúr“ og „Prófílar og pamfílar“, sem út kom fyrir fáum árum og vakti mikla kátínu og vinsamleg um mæli gagni'ýnenda. Myndir prýða xtálega hverja blaðsíðu hinnar nýju bókar eins og hinn ar fyri-i, bæði teikningar og lit myndir af málverkum. En höf- undur hefur lagt séx-staka stund á að mála og teikna sam- tíðai-menn og oft tekizt snilld- ax-lega. Örlygur Sigui'ðsson, sem er fyrst og fi-emst kunnur fyrir málverk sín og teikningar, er einnig orðhagur og mikill hú- moristi, hi'júfur nokkuð og ber orðui', en fyrst og fremst fynd- inn og hugkvæmur. Með pensli og penna bregður hann upp fjölda mynda, sem lesandinn horfir á í gegn um spéspegil listamannsins — og skemmtir sér konunglega. □ Kvöldvökuútgáfan KV ÖLDVÖKUÚTGÁFAN á Akureyi'i hefur sent frá sér tvær góðar bækur, Því gleymi ég aldi'ei og Myndir daganna. Því gleymi ég aldrei er 4. bindið í þessum vinsæla bóka- flokki og bjó Ki'istján Jónsson það til prentunar. Höfundar eru 15 og hefst bókin á „Húsfi'eyj- unni í Hei'dísai'vík11, sem Guð- rún P. Helgadóttir skrifar, en aðrir höfundar eru þessir: Helga Halldói'sdóttir, Ingibjörg Árnadóttii', Jón Bjöi'nsson, Karl Guðmundsson, Kristín Níels- dóttir, Magnús Guðbjörnsson, Oddur Valentínusson, Pétur Ingjaldsson, Sigríður Thorla- cíus, Stefán Ásbjarnarson, Stef án Vagnsson, Steingrímur J. Þorsteinsson, Sveinn Ásgeirs- son og Þorsteinn Jósepsson. — Bókin er nálega 200 blaðsíður, prentuð í Prentverki Akraness. Myndir daganna er annað bindið af æviminningum séra Sveins Víkings og fjallar um skólaár höfundar. Fyrri bókin í þessum flokki hlaut frábærar viðtökur og ekki er þessi síðri. Báðar eru bækur þessar bráð- skemmtilegar og gagnmerk heimilarrit, og listatök á lýsing um fólksins og viðburðum. Q KOMIÐ er út nýtt hefti tíma- ritsins ICELAND REVIEW og er það fjölbreytt og vandað sem fyrr. Að nokkru er það helgað Halldóri Laxness og leikritum hans, hefst á hreinskilnislegu viðtali, sem Matthías Johannes sen hefur átt við Laxness, en síðan skrifar Sigurður A. Magnússon um tvö síðustu leik rit skáldsins, sem sýnd voru hér á árinu. Fjölmargar sviðsmynd ir úr Prjónastofunni Sólinni og Dúfnaveizlunni birtast með þeirri grein. Halldór Laxness var sem kunnugt er kjöl'inn formaður samtaka leikritahöfunda á þingi þeirra í París nýverið og má segja, að eftir það sé ekki síður en fyrr ástæða til að kynna leik ritagerð skáldsins og viðhorf hans til lcikritunar meðal ann- arra þjóða. Prófessor Þórhallur Vilmund arson hefur valið kafla úr Heimskringlu Snorra Sturlu- sonar þar sem segir frá orrust- - Hver vill lána . .. (Framhald af blaðsíðu 8). Drengur sá er hér um ræðir, er enn ofar moldu og minnist ennþá þessa óvenjulega trún- aðar, er húsbóndinn sýndi hon- um ungum. Þeim trúnaði brást hann ekki og óx af. En hversu margh' eru þeir, sem sýna börn um fullan trúnað? Fara ekki of mörg börn á mis við trúnað og ábyrgð? unum miklu á Englandi árið 1066. Ýtarlegt viðtal er við Dr. Jó- hannes Nordal, Seðlabanka- stjóra, um þjóðlega hagsmuni og erlent fjármagn, viðhorf ís- lendinga og stefnu í þeim mál- um. Jónas Kristjánsson, rit- stjóri, skrifaði þetta viðtal. Þá birtir Iceland Review í fyrsta sinn ýtarlega ferðalýs- ingu útlendings, sem heimsótti landið í fyrra. Bandaríkjamað- urinn Tom Ross, segir hér hispurslaust frá. Myndskreytt grein er um þotukaup Flugfélagsins og lengingu Loftleiðavélanna. Jón as Kristjánsson, ritstjóri, skrif- ar langt viðtal við dr. Jón Vest dal, þar sem segir frá starfsemi Sementsverksmiðjunnar og framtíðarmálum. Mats Wibe Lund jr. skrifar stutt viðtal við skreiðarkaupmann frá Nígeríu, sem hér var á ferð nýlega og margt fleira mætti nefna. □ ÞESSAR MYNDIR áttu að fylgja minningargrein Ármanns Dalmannssonar í síðasta tölu- blaði Dags en komu of seint. Erlingur Pálsson form. Sund- sambands fslands, lengi yfir- lögregluþjónn í Reykjavík. Benedikt G. Waage heiðursfor- seti f.S.Í. og forseti þess í 37 ár. VIÐTAL VIÐ HALLDÓR KILJAN LAXNESS í ICELAND REVIEW

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.