Dagur - 19.11.1966, Síða 4

Dagur - 19.11.1966, Síða 4
4 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Súnar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. Sjónvarp og samgöngur SJÓNVARP er hafið suður við Faxa flóa og uppi eru ráðagerðir um kerfi af sjónvarpsstöðvum, sem ná tif landsins alls. Enginn veit að vísu, hvenær því marki verður náð og skiptar eru skoðanir um það, livort þjóðin hafi með tilkomu þessa fjöl- miðlunartækis eignast það, sem henni var mest þörf á eins og sakir standa. En á Alþingi og í blöðum hefir það komið fram, að líkur séu til, að tolltekjur af innfluttum sjónvarps- tækjum gæti nægt fyrir stofnkostn- aði núverandi og fyrirhugaðra sjón- varpsstöðva í landinu, eða nægi a. m. k. fyrir þeim stofnkostnaði, sem þegar er á fallinn. Þetta þykir mörg- um merkilegt og kalla vel sloppið, ef ekki þurfi að leggja annað fé til sjónvarpsstöðvar a. m. k. fyrst í stað, en þessi innflutningsgjöld af sjálfum sjónvarpstækjunum, og að aðstöðu- gjöldin geti þá runnið óskipt í rekst urinn. Menn segja sem svo: Ef engin sjónvarpstæki væru flutt inn, myndu heldur ekki innheimtast neinir sjón- varpstollar. Þannig byggir sjónvarp- ið sig upp sjálft með tolltekjum. Sem sagt, furðulega vel sloppið, segja menn, og eiginlega útlátalaust fyrir þjóðfélagið. En umræðumar um stofnkostnað sjónvarps leiða hugann að því, að fleiri kostnaðarsömum framkvæmd- um til almenningsnota væri hægt að koma mjög vel á veg með þessum hætti. Tökum til dæmis akvega- kerfi landsins, sem nú er í óviðun- andi ástandi og þarfnast að verulegu leyti endurlagningar. Rétt er þá að nota sömu rök- semdafræðslu og nú er notuð í þágu sjónvarpsins: Ef engar bifreiðar væm fluttar inn eða varahlutir til þeirra, myndu heldur ekki innheimt ast nein innflutningsgjöld (leyfis- gjöld og tollar) af slíku. Bifreiða- varahlutir svara hér til sjónvarps- tækjanna. En hvað svarar til sjón- varpsstöðvanna, sem byggðar eru fyrir sjónvarpstækjatollinn? Auðvit- að vegirnir. Ef það er vel sloppið, að geta byggt upp sjónvarpsstöðvar fyrir tækjatollinn, ætti það á sama hátt að mega teljast vel sloppið að geta byggt upp vegakerfið, sem bif- reiðarnar byggja starfsemi sína á, fyrir aðflutningsgjöld af bifreiðum og varahlutum auk benzínskattsins, bifreiðaskattanna, sem eru einskon- ar afnotagjöld af bifreiðum. □ I VINAMINNI I NÚ KVEÐJA VINIRNIR, einn af öðrum, skip þeirra leysa land festar og sigla út á haf eilífðar- innar og hverfa sjónum okkar. Ég er einn af hópnum, sem stend eftir á ströndinni og horfi á skip vina minna, sem sigla burt. í huga mínum ríkir í senn gleði og söknuður. Ég sakna hinna áratuga löngu, góðu kynna allt frá æskudögum, en jafnframt vakir gleði minning- anna í huga mínum, minninga, sem aldrei gleymast. Fyrir stuttu síðan kvaddi þetta jarðlíf einn af beztu vin- um mínum og hélt út á haf eilífðarinnar, en það var Guð- mundur Pétursson fyrrverandi útgerðarmaður á Akureyri. Hann andaðist í Heilsuhælinu í Kristnesi þann 28. sept. sl. og var útför hans gerð frá Akur- eyrarkirkju þann 6. okt. að við stöddu fjölmenni. Guðmundur Pétursson var fæddur þann 17. nóv. árið 1876, og nú þegar þetta er ritað, þá hefði hann orðið níræður á morgun, ef hann hefði lifað, því þennan dag fæddist Guðmund- ur á Neðri-Dálksstöðum á Sval barðsströnd og voru foreldrar hans hjónin Pétur Pétursson og Guðrún Sigríður Guðmunds- dóttir, og var Guðmundur sá fjórði í aldursröðinni af sex börnum þeirra. Móðir þeirra dó úr „brjóstveiki“ þegar Guð- mundur var tæpra 3ja ára. Flutti þá faðir hans með barna hópinn á jörðina Miðvík, stund aði þar aðallega sjómennsku, en hann fórst með hákarlaskipinu „Elin“ vorið 1883. Var þá börn unum komið í fóstur á fleiri heimilum. Guðmundur fór fyrst til Stefáns Péturssonar hrepp- stjóra og konu hans í Sigluvík, en þar var hann aðeins 4 ár. Þar á heimilinu var í hús- mennsku gömul kona, Helga Einarsdóttir, ættuð úr Bárðar- dal. Sagði Guðmundur frá því síðar, að kona þessi hefði á margan hátt gengið sér í móður stað á meðan hann var í Siglu- vík. Hann minntist þess einnig, þegar hann, sjö ára gamall, fluttist að Efri-Dálksstöðum, þá með allan sinn veraldarauð bundinn í rauðan vasaklút, að gamla konan hafði fylgt hon- um nálega alla leið og þar kvöddust þau með tárin í aug- unum, en sáust aldrei framar. Helga gamla fluttist nokkru síð ar til Kristjáns sonar síns í Víði gerði í Hrafnagilshreppi og and aðist þar rúmum 20 árum síðar. Sonur Kristjáns í Víðigerði, Jónas, varð síðar tengdasonur Guðmundar Péturssonar. Hjónin Guðjón Árnason og Sigríður Magnúsdóttir, efnuð og bamlaus hjón á Efri-Dálks- stöðum, tóku Guðmund í fóst- ur. Guðjón á Efri-Dálksstöðum var mjög duglegur maður en jafnframt kröfuharður bæði við ejálfan sig og aðra um vinnu- afköst og annað. Guðjón varð mjög ölkær með aldrinum og hlaut af því varanlegt heilsu- tjón. Guðmundur mun hafa lát ið sér þetta að kenningu verða ög gerðist bindindismaður og var um mörg ár mjög framar- lega í bindindisfélagi sveitarinn ar og um skeið formaður þess. Fósturforeldra sinna, svo og margs annars fólks, er hann var samtíða á uppvaxtarárunum, minntist hann ætíð síðar með velvild og þakklæti. Á þessum árum höfðu Sval- barðsströndungar framfærslu sína jöfnum höndum af sjósókn og landbúnaði, en beztu afkomu hlutu þeir, sem duglegastir voru við sjósóknina, enda gekk þá á hverju sumri og hausti mikil síld í Eyjafjörðinn. Guð- mundur kynntist á þessum upp vaxtarárum sínum þeim mögu leikum, sem bundnar voru síld- veiðunum fyrir Norðurlandi. Með aldri og þroska stefndi hugur Guðmundar til skóla- göngu, en til þess vantaði hann fjárhagslega getu. Tuttugu og tveggja ára að aldri leigir hann sér fiskibát, ræður menn til fisk veiða með sér, en er sjálfur for maður á bátnum. Sótti hann fast sjóinn og aflaði vel, og nú gat hann af eigin rammleik far- ið í Möðruvallaskóla og stund- að þar nám, en í þann skóla gengu margir ungir og fram- sæknir menn víðsvegar af land inu. Guðmundi gekk námið vel, enda var það sótt af kappi, en seinni vetur sinn á Möðruvöll- um veiktist hann alvarlega, en gat þó lokið prófi um vorið. Veikindi Guðmundar mátti rekja til ofreynslu við hina hörðu sjósókn þessi tvö sumur, og mun hann að líkindum aldrei fyllilega hafa beðið þess bætur. Að loknu skólanáminu á Möðruvöllum fer Guðmundur til Kaupmannahafnar og geng- ur í verzlunarskóla einn vetur, en að því búnu heldur hann heim og tekur þá við búi fóstra síns á Efri-Dálksstöðum, sem þá var þrotinn að heilsu. Rak hann búið í félagi við vin sinn Stefán Stefánsson í Tungu, síð- ar á Svalbarði. Þeir félagar byggðu einnig verzlunarhús á Svalbarðseyri, og stjórnaði Guð mundur verzluninni, en Stefán búinu. Vorið 1904 slitu þeir þessum félagsskap sínum og rak Guðmundur verzlunina áfram, en jörðin Efri-Dálksstað ir og búið þar var selt. íslandsljóð Einars Benedikts sonar, er hann orti og út kom um aldamótin var herkvöt og brýning til ungra og framsæk- inna manna: „Þú býr við lagarband, bjargarlaus við frægu fiski- miðin. Fangasmár, þótt komist verði á miðin, en gefur eigi á góðum degi, gjálpi sær við land. Vissurðu, hvað Frakkinn fékk til hlutar? Fleytan er of smá, sá grái er utar. Hve skal lengi dorga, drengir, dáðlaus upp við sand?“ Guðmundur stóðst ekki brýn ingu skáldsins. í félagi við ann an mann, dugmikinn og fram- sækinn sveitunga sinn, Eirík Halldórsson á Veigastöðum, keypti hann þilskip, sem gert var út til þorskveiða á vorin og síld á sumrin. Skipið hét „Hekla“, og skipstjóri þess var Árni Guðmundsson hreppstjóri og varð síðar meðeigandi þess. Árni var aflamaður góður og hélt auk þess skipi sínu svo hreinu og snyrtilegu að af bar. Á þessum árum bjuggu í Mó- gili hjónin Kristján Jóelsson og Helga Einarsdóttir og varu þau við góðan efnahag. Kristján var þjóðhagasmiður, greindur, glað sinna og vinsæll. Helga var hæglát og ágætum kostum bú- in. Dætur þeirra, Sigurlaug og Sigurlína, voru glæsilegar stúlk ur og því mikið augnayndi ungra manna í sveitinni. Var orðtak hinna ungu manna að „ganga í Mógil“, og Guðmund- ur Pétursson „gekk í Mógil“, og kom þaðan „erindi feginn“ og leiddi sér við hlið yngri dóttur ina Sigurlínu, sem óefað var þá ein glæsilegasta ungmey á Sval barðsströnd. Hún var ekki ein- ungis fríðleiksstúlka heldur Guðmundur Pétursson og Sigurlína Kristjánsdóttir. geislaði frá henni lífsfjör og góð vild til allra manna og málleys ingja. Hún hafði lokið námi við Kvennaskólann í Reykjavík og var því vel undir það búin að rækja húsmóðurstörfin, sem og ekki brást. Guðmundur og Sig urlína voru óvenjulega glæsileg brúðhjón þegar þau giftu sig þann 15. ágúst 1903, og var þá sól í hádegisstað í lífi þeirra. — En eftir örfá ár dró ský fyrir hamingjusól hinna ungu og glæsilegu hjóna, því Guðmund ur veiktist af berklum og varð að leita sér lækninga í Dan- mörku, og dvaldi hann á heilsu hæli þar í eitt ár. Þar fékk hann mikin bata og hélt síðan heim. Hann varð þó að hlífa sér við öllu erfiði, en af því leiddi, að verzlunin var lögð niður, skipið selt og efnahagurinn var á þrot um. En í þessum raunum stóð Guðmundur ekki uppi einn og yfirgefinn. Hann átti sinn hug- hrausta og gáfum gædda lífs- förunaut Sigurlínu Kristjáns- dóttur ásamt tveimur ungum dætrum, og í samvistum og með umönnun þessara ástvina og af eigin kappi og skapfestu vann Guðmundur heilsu sína aftur og gat gengið til starfa á ný. Á sumrin og haustin lá síldin fyrir Norðurlandinu og gekk inn í Eyjafjörðinn eins og áður. Norðmenn stunduðu þessar veiðar af kappi og sóttu um að fá aðstöðu í landi til síldarsölt- unar. Með aðstoð norsks vinar síns, Andreas Holdö, byggði Guðmundur upp aðstöðu til síldarsöltunar á Svalbarðseyri. Var þessi síldarverkun rekin þar í 2 sumur og gaf góðar tekj ur, en vorið 1911 flutti Guð- mundur ásamt fjölskyldu sinni til Akureyrar og átti þar heima upp frá því. Skipaútgerð og fiskveiðar og allt er að þeim málum laut var áhugamál og hugðarefni Guð- mundar. Hann eignaðist nú nýtt þilskip, er stundaði veiðar fyrir Norðurlandi, en þetta skip „Ald an“ fórst úti fyrir Vestfjörðum árið 1922. Nokkrum árum seinna keypti Guðmundur alls 4 fiskiskip frá Noregi og sem að mestu leyti voru gerð út til síld veiða í fleiri ár og oft með góð um árangri. í Jötunheimum við Akureyri rak hann einnig síld- arsöltun í mörg ár og við þenn an atvinnurekstur allan veitti Guðmundur mörgu fólki at- vinnu og naut hjá því mikilla vinsælda og álits. Var hann nú orðinn vel efnum búinn. í félagsmálum, einkum þeim er að útgerðarmálum laut, var hann traustur baráttumaður. Hann var fulltrúi Norðlendinga á Fiskiþingum um mörg ár. Hann var mikill hvatamaður að stofnun Vélbátasamtryggingu Eyj afj arðar, Slippstöðvarinnar eldri á Akureyri, Síldarverk- smiðjunnar á Dagverðareyri og einnig Utgerðarfélags Akureyr inga h.f. Hann var forgöngu- maður um stofnun og rekstur Olíusamlags Eyjafjarðar, er flutti inn bátaolíu frá Rússlandi og Póllandi, sem síðan var út- hlutað til samlagsmanna. Mörg önnur trúnaðarstörf voru hon- um falin í þágu þessara mála. Þegar Flugfélag Akureyrar — síðar Flugfélag íslands h.f. — var stofnað þá styrkti hann það fyrirtæki með því að gerast éinn stærsti hluthafi félagsins. Hann kom auga á, að þarna var nýtt menningarfyrirtæki að hefja göngu sína og slíkt fyrir- tæki vildi hann vera með í að styrkja. Eftir að hafa, í nærfellt hálfa öld, unnið að útgerðarmálum hér við Eyjafjörð af árvekni og áreiðanleika, þá dró Guðmund- ur Pétursson saman seglin við 75 ára aldurinn og tók upp frá því lífinu með meiri ró, en var þó, eins og áður, fullur af áhuga fyrir öllu því, sem áhrærðu hans fyrri störf og miðaði til framíara. Hann var tíðum góð- ur gestur hér á Efri-Dálksstöð- um, sínu gamla æskifheimili. Hann hafði þá unun af að rifja upp fornar minningar og einnig vildi hann fylgjast með hverri nýjung og þróun, sem tíminn og tæknin færðu okkur bændun- um. Ég undirritaður átti því láni að fagna, að eiga þau Guðmund og Sigurlínu að vinum, enda heimsótti ég þau oft að heimili þeirra'í Brekkugötu 27 Akur- éyri. Barst þá jafnan talið að minningum liðna tímans úr æskusveit okkar allra, einkum þeirra minninga, er bundnar voru hinni græskulausu glettni æskuáranna, og þegar við kvöddumst var ég vafinn vinar örmum og beðinn fyrir hjart- ans kveðjur til æskustöðvanna. Frú Sigurlína bað að heilsa æskusveitinni sinni, landinu, fólkinu og húsdýrunum, líka smáfuglunum, „blessuðum vin- um mínum“, sagði hún, „þeim hafði ég svo gaman af að gefa glaðningu, stöku sinnum“. — Svo bætti hún við í lágum rómi: „Ég hafði líka svo gaman af að gefa músunum í holun- um þeirra, þessum vesalingum, sem hvergi áttu friðland“. Þann ig var hugarfar Sigurlínu frá Mógili til hinztu stundar. Þau hjónin Guðmundur og Sigurlína eignuðust 5 börn, sem náðu fullorðinsaldri, fjór- ar dætur og einn son. Dæturn- ar voru: Hulda, Sigríður, Guð- rún og Helga, en sonurinn er Kristján Pétur. Annan son eign uðust þau, sem hét Guðmund- ur, en hann dó ungur af slys- förum. Frú Sigurlína andaðist í sjúkrahúsinu á Akureyri þann 1. febrúar 1962 tæpra 83ja ára að aldri og var hennar mjög saknað af fjölskyldunni og hin- um fjölmörgu vinum hennar, en þó sjálfsagt mest af eiginmanni henar, er syrgði hana mjög, ár- in sem hann átti eftir ólifað. Eins og áður er getið var Guðmundur Pétursson á æsku- árum fátækur einstæðingur éft ir missi foreldra sinna og barð- ist auk þess við heilsubrest í nokkur ár, en fyrir fádæma dugnað og ráðdeild braust hann fram til menntunar, yfirvann hættulegan sjúkdóm og varð að lokum vel efnum búinn. Hann vann mjög mikilvæg störf fyrir samtíð sína og lagði með þeim hætti gull í lófa framtíðarinnar. Héðan að heiman gefur að líta yfir hinn fagra Eyjafjörð og inn til Akureyrar. Á þess- um slóðum hefir mikið verið aðhafzt og miklar framfarir orð ið á síðastliðnum 60 árum, en á þessu tímabili hefir Guðmund ur Pétursson lagt fram mikið og merkt starf í þágu þessarar þróunnar og þá fyrst og fremst til eflingar sjávarútveginum, sem hann að mestu helgaði krafta sína. Og þróunin heldur hér enn áfram í sömu átt. Mikil og glæsileg skipasmíðastöð er nú risin á Oddeyrinni, og þar munu í framtíðinni verða byggð stór og vönduð fiskiskip handa þeim íslendingum, sem á kom- andi árum draga björg í bú þjóðarinnar, því nú þarf ekki lengur að „dorga, drengir, dáðlaus upp við sand“ eins og Einar kvað. ■ • Þegar ég nú er að Ijúka við þessar línur og rifja upp minn- ingar um þessa horfnu vini mína, Guðmund og Sigurlínu, þá verð ég þess var, að það flýgur stór hópur smáfugla fyr- ir gluggann minn, og mér verð- ur hugsað hvort þetta muni ekki eiga að tákna þakkargjörð og kveðjur frá litlu náttúru- börnunum til gjafmildu kon- unnar, er ég minntist hér, sem aldrei gleymdi að gleðja þá, hvorki á árum þrenginga henn ar eða allsnægta. Mun ekki þakkargjörð frá hinum mörgu og smáu vera þyngst á metun- um við leiðarlokin? Efri-Dálksstöðum 16. nóv. 1966 Benedikt Baldvinsson. - SÖN6MÓT Á BREIÐUMÝRI (Framhald af blaðsíðu 8) nefndri danssýningu og í síðast liðinni- viku gekkst kvenfélagið fyrir sníðanámskeiði. Leið- beindi þar frú Bergþóra Egg- ertsdóttir frá Akureyri um svo kallað Pfaffsniðkerfi. Lionsklúbburinn Náttfari hóf fundarstarfsemi sína í septem- ber. Síðastliðinn sunnudag, 6. nóvember, gekkst klúbburinn fyrir samkomu að Breiðumýri fyrir fólk 67 ára og eldra á starfssvæði klúbbsins eða í Reykdæla- og Aðaldælahrepp- um. Alls komu á samkomuna 60—70 manns af hinu aldraða fólki. Konur klúbbfélaga sáu um veitingar og ýmis skemmti- atriði voru um hönd höfð. M. a. lásu þrír menn, sem allir voru í hópi hinna rosknu samkomu- gesta, ljóð eftir sig, Ketill Indr- iðason Ytra-Fjalli, Steingrímur Baldvinsson Nesi, og Þórólfur Jónasson Hraunkoti. Ekki vai'ð annað séð, en samkomugestim- ir kynnu bæði vel að njóta skemmtunarinnar og vel að meta þetta framtak, én margt af þessu fólki kemur nú sjaldan eða ekki á opinberar samkom- ur. Svo sem sézt á 'þessari upp- talingu hefur ýmislegt verið á seyði, en þó hafa ekki allir kom izt að, svo sem bridgemenn, en von er til, að þeir lifni við, þeg- ar líður á veturinn. G. G. ÓMAKLEG ÁRÁS í ÞEIM dálkum í blaðinu Dag- ur sem nefnast: Frá bókaniark aðinum, var 2. nóvember rit- dómur um bókina Leiðin mín, eftir norska biskupinn Kristian Schelderup, sem Ásmunduí Guðmundsson biskup hefir ís- lenzkað. Umsögnina um bók- ina skrifar hinn mæti klerkur Benjamín Kristjánsson. Eitt er það í ummælum séra Benjamíns sem ég tel svo stór- lega missagt, og á svo lítilsvh'ð andi hátt, að full ástæða sé til að mótmæla því og leiðrétta. Eftir að hafa lýst viðræðum sínum við „ginnhelgan" mann, sem heimsótti prest á skrifstofu hans, segir séra Benjamín: „Fremur er sjaldgæft að hitta svona mikla spámenn á íslandi, en aftur á móti úir og grúir af þeim í Noregi, síðan líttmennt- aður bóndi að nafni Hans Niel- sen Hauge óð um landið þvert og endilangt til að vara menn við súrdegi prestanna. (Letur- breyting mín, Á. G. E.). Hér fer ekki á milli mála að séra Benjamín vill rekja til Hauge þá stefnu — eða hvað á að kalla það — í trúmálum í Noregi, sem ýmsir hér á landi þekkja nokkuð, og kenna með- al annars við prófessor Halles- by, sem kom í heimsókn hingað til lands fyrir nokkrum árum og predikaði hér við fremur daufar undirtektir. Nefnir séra Benjamín Hallesby sem full- trúa þeirra „trúuðu" manna er hér um ræðir. Ekki vil ég gera trúarlíf og boðskap þeirra manna er kalla sig „fx'elsara“, en séra Benja- mín kallar „ginnheilaga", að umræðuefni. Auðvelt er að sanna að litlir þræðir liggja frá Hans Nielsen Hauge til Halles- bys og aðdáenda hans, enda álít ég að Hallesby muni aldrei lífs né dauður ná þangað með tæm ar sem Hauge hafði hælana, og samt þarf Hallesby ekki að vera neinn meðalmaður. Hér kemur það til, að Hans Niels sen Hauge var afburðamaður, einn af mikilmennum noi'sku þjóðarinnar á þeim tímum og þeirri öld, er hún hratt af sér oki framandi stjórnarvalda og heimaráðandi embættismanna. Átti Hauge sinn stóra þátt í því mikla átaka-stai-fi. Svo að eigi valdi misskilningi, vil ég taka fram, að ég er eng- inn aðdáandi „Bedehus“-krist- indómsins norska, er ég leyfi mér að nefna svo, en dómari mun ég ekki gerast um þá hluti. Þetta torveldar mér ekki, að dást að Hans Nielsen Hauge, og því meira sem ég hef lesið og heyrt um manninn, því meira met ég hann. En álit mitt nær skammt, til að afsanna hin leiðu ummæli séra Benjamíns um Hauge, hitt er betra að vitna til manna og ummæla, sem ekki verða vefengd. í hinni kunnu og gagnmerku bók, Norges bönder, segir höf- undurinn, próf. Oscar Albert Johnsen meðal annars: „Þessi merkilegi maður, er í allri sinni auðmýkt einn af hinum ágætustu og heilsteypt- ustu mönnum sem þjóð vor nokkru sinni hefur alið.“ — Og hann segir um dóminn yfir Hauge, er hann eftir mikið málaþras, og á meira og minna fölskum forsendum, var dæmd ur í þrælkunarvinnu og látinn sitja þannig í fangelsi í 7—8 ár (1804—11): „Ofsóknirnar gegn Hans Nielsen Hauge eru smán- arblettur á valdamönnum þeirra tíma, og þó sérstaklega á klerkalýðnum.“ Mikil ástæða væri til þess að rekja ummæli 'próf. Johnsens nánar, en það yrði of langt mál í blaðagrein. En þó verð ég að nefna að próf. bendir réttilega á að mætir menn sem aðhyllt- ust Hauge, búsettir víðsvegar um Noreg, reyndust hinir beztu stuðningsmenn þeirra bænda- framsóknar, sem ekki nam stað ar fyrri en veldi embættismann anna, sem svo mjög þjakaði þjóðina og bænduina sérlega, var hrundið, og svo um breytt, að embættismenn gerðust þjón ar fólksins í stað þess að vera herrar þess og yfirdrottnarar. Átti þetta einnig við um prest- ana. Hans Nielsen Hauge var sem sé ekki bara maður mikillar trúarvakningai-, hann var einn ig bráðsnjall og fjölfróður fram faramaður, sem lét til sín taka í landbúnaði, iðnaði og verzlun. Það var engin tilviljun að trúar vakning Hans Nielsen Hauge náði mest til bændanna og þeirra fólks. Margir vinir og stuðningsmenn hans í bænda- stétt gerðust miklir framámenn á sviði landbúnaðar, enda var Hauge óþreytandi að hvetja bændur til meiri manndóms og framfara í búskapnum. „Lítt menntaður bóndi“ — það er svo. Stórt orð Hákot. Auðvelt að sanna þetta, ef allt er miðað við skólanámið eitt. En þess er að minnast að norsk- dönsk stjórnarvöld létu sig hafa það að sækja Hauge í fangelsið og fá hann til að standa fyrir verklegum framkvæmdum — koma þeim á laggirnar — svo sem saltsuðu o. fl., þegar neyð- in rak á eftir, hafnbann og ófriður. Svo var Hauge stungið inn aftur þegar hann var búinn að vinna verk fyrir stjórnar- völdin, sem þeirra tíma vei'k- fræðingar létu ógert að vinna, og var ekki treyst til að vinna, við þær aðstæður sém þá vóru fyrir hendi. Það er ekki ofsagt, að með- fei'ðin á Hans Nielsen Hauge var og er smánarblettur á stjói-narvöldum Danmei'kur og Noregs í þann tíma og ekki hvað minnst á prestunum. Hauge reis aldrei á móti Þjóð ki.rkjunni dansk-norsku. Hann hvatti menn til kii'kjugöngu og til að hlýða lögum kirkjunnar í öllu. En hann hvatti menn einn ig til að hugsa sjálfstætt urn trúmál og annað, og lét sér ekki nægja það sem þeir heyrðu prestana þylja í stólnum, né láta. sér nægja gamlan vana í búskapnum. Til voru pi-estlæi'ð ir menn sem dáðu Hauge og báru blak af honum, er þar fremstan að nefna biskupinn Johan Nordahl Brun, enginn biskup annar gerðist svo djarf- ur. Og þessi „líttmenntaði bóndi“ Hans Nielsen Hauge „óð um landið þvert og endilangt“, seg ir séra Benjamín. Á annan veg er þessa manns minnst í Noregi, starfs hans og ferils. Séra Benjamín segir um bók- ina Leiðin mín: „Hún er skxif- uð af hógværum og göfugum manni, sem ótrauður leitar að steini vizkunnar". Vel og mak- lega sagt um biskup Scheld- erup. Hin sömu orð eiga við um Ilans Nielsen Hauge, það dylst engum sem kynnir sér heimild- ir um lífsstarf hans — og árang urinn af því, án þess að eigna Hauge öfgar og þröngsýni ann- arra manna, minni í sniðum, er síðar hafa komið til. Reykjavík, 7. nóv. 1966 Ámi G. Eylands. E. S. Til gamans má geta þess, að vel dugðu dönsk stjórn arvöld íslendingum, að forða þeim frá þeim sálarháska að komast í kynni 'við trúar- og menningai'vakningu Hans Niel sens Hauge. Jón’ Espólín segir svo 1805: „Konungsbrjéfin komu út um kvarantaine, eðá sjúkleika vörzlur, ok um kýrþólu ' frá kansellíi, innstefningu saka- mála, ok foi'bod á sölU eðr út- býtingu ritgjörða bónda þess í Noregi, er Hans Háuge hjét,- ok marga þótti hafa'villt til hjá- trúar ok æðis með fortölum sín um, ok enn mörg fleiri, er hjér eru ei talin eða lítt náðu hjér til landa“. A. G. E. ÖRFÁ ORÐ UM ALLT OG EKKERT ÞAÐ MUN hafa komið flatt upp á flesta, er sú fregn barst út um bæinn — eins og eldur í síldarnót — að bæjarstjórinn hefði beðizt lausnar frá störf- um, ekki sízt þar sem hann er fyrir nokkru búinn að fá bygg- ingarlóð á mjög sæmilegum stað. Ýmsum mun hafa flogið í hug að eitthvað stórkostlegt lægi þar að baki, en svo reynd- ist eigi. Þeir sem eitthvað reyna að fylgjast með þróun bæjarmála, munu þó — við nánari athug- un — sjá að hér er um að ræða afleiðingu þess samstarfsleys- is í framkvæmdum bæjarins er hér ríkir. Oft hefir verið rík ástæða til þess, að benda á það sem betur mætti fara í stjórn bæjai'ins — en það er mál manna, að stjóm leysið hafi aldrei risið hærra, en á líðandi ári. Hér er algjörrar endurskipu- lagningar þörf — eins og tillaga hefir komið fi'am um í bæjar- stjórn. Ég ætla ekki að fara út í smáatriði, það yrði of langt mál, en sem dæmi um hringl- andaleg vinnubrögð má nefna, að snemma í haust var jai'ðýta, á vegum bæjarins, látin ryðja fyrir nýju vegarstæði fram Glerárdal að austan. Þegar far- ið var að inna eftir í hvaða til- gangi þetta væri gjört, fengust þær upplýsingar að flytja skyldi öskuhaugana á nýjan stað. Nú — það má deila um réttmæti þessarar ráðstöfunar — en haug arnir eru ófluttir — það kom nefnilega upp úr kafinu að gleymzt hafði að fá blessun bæjai-stjórnarinnar og þegar til kom var hún ekkert hrifin a£ þessu brölti. Að lokum er svo okkar ágæta slökkvilið. Enn á ný mun eiga að ganga framhjá hinum fastráðnu brunavöx'ðum, er veita skal varaslökkviliðs- stjói'astai'fið. Hvað myndi okk- ar ágæta lögreglulið segja, e£ sú í-egla yrði tekin upp að leita út fyrir raðir þeix-ra, þegar lög- regluþjóns- eða varðstjórastöð ur eru veittar? Með beztu kveðjU. Dúi Björnsson. HELGI HALLGRÍMSSON: Akademíð í Færeyjum NÝLEGA bárust þær fregnir til landsins, að í Færeyjum hefði verið sett á stofn akademía eða á þarlenzku Fróðskaparsetur. Færeyingar hafa löngum þótt okkur löndum, jafnsnjallir í öllu sem lýtur að nýtingu sjáv- ai'ins auðlinda, en nú lítur helzt út fyrir að þeir séu að verða okkur ofsnjallir á sviði menn- ingarmála, því enga eigum við akademíuna. Þetta mun þó ekki vera akademía í venju- legri merkingu, í líkingu við þær sænsku eða frönsku, sem eru lítið annað en skipulagðir fundir nokkurra vitringa (savants), endav segir svo í lög- um stofnunarinnai', sem sam- þykkt voru af Lögþingi Fær- eyja þann 20. maí 1965, að Fróð skaparsetrið (eða Setrið, eins og þeir kalla þáð gjarnan, stytt) skuli annast vísindalegar rann sóknir og æðri jtgnnslú í land- inu. v ' Af því má ráða, áð hér sé mn að ræða eins konar vísi að færT eyskum háskóla. Þeir; „seturs- menn“ hafa þó ekki viljað ætl- ast of mikið, með því að kalla stofnun sina háskóla, vegna þess að „um Setrið einaferð gjþrdist lærdur háskúli, so skuldi tað ikki einans vera slíkur av navni.“ (Skyldu þeir hafa hugsað til Háskóla ís- lands?). í *fyrrahaust var Christian Matras, prófessor við Hafnar- háskóla, ráðinn kennari Seturs ins í færeyskum fræðum, og fluttist hann búferlum til Þói’s- hafnar. í vetur var efnt til nám skeiðs í færeysku og færeysk- um bókmenntum, en sennilega er þess skammt að bíða að upp verði tekin föst kennsla í þess- um greinum, og útski'ifaðir kandídatar. Þá hefur Setrinu borizt að gjöf, allmikið færeyskt orða- safn, sem hiim svonefndi Mál- stovnur Fproya Fróðskapai-fé- lags hefur safnað á undanförn- um árum. Má telja víst að þar sé kominn vísir að vísindalegri færeyskri orðabók. Stjórn Setursins skipa fimm menn. Eru þrír kosnir af F0r- oya Fróðskaparfélagi, en auk þess eiga landsbókavörður og rektor menntaskólans fast sæti x henni. Núverandi formaður er Jóannes Rasmussen jarðfræð- ingur, en hann mun eiga einna drýgstan þátt í stofnun Setux-s- ins. Reksturinn er kostaður af al- mannafé (Landskassa F0roya). Ekki er að efa það að hér er á ferðinni merk nýjung, sem e£ til vill markar þáttaskil í menn ingarsögu þessarar smáu þjóð- ar, og mun auka veg hennar að mun. Færeyingar hafa löngum mátt sækja alla sína æðri mennt un til Kaupmannahafnar, líkt og við fyrrum, og rannsóknir x færeyskri sögu, tungu, bók- menntum og náttúru Færeyja hafa til þessa haft aðalsetur í Kaupmannahöfn. Við höfúm (Fi'amhald á blaðsíðu 7).

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.