Dagur - 17.12.1966, Blaðsíða 5

Dagur - 17.12.1966, Blaðsíða 5
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. Röng efnahagsstefna ógnar sjávarútveginum ÚTFLUTTAR sjávarafurðir hafa um langt árabil skapað 90% .eða meira af gjaldeyristekjum þjóðár- innar. Án þeirra væri þjóðin illa stödd með sína fábreyttu framleiðslú og miklu innflutningsþörf. Frá því 1960 hefur verðlag út- fluttra sjávarafurða hækkað mjög í verði fram á yfirstandandi ár. Fryst- ur fiskur hækkaði t. d. um 45,4%, ísfiskur um 34,4%, saltfiskur um 64,6%, skreið um 20,3%, lýsi um 45%, saltsíld um 31,3%. Þetta svar- ar til 45% hækkunar, að meðaltali á árunum 1960—1965. Að sjálfsögðu er þetta óvenju hagstæð þróun og kemur þó fleira til. Magnaukning sjávarafurða hefur á sama tíma orð- ið rúmlega 50%. Nú í sumar brá svo við, að nokk- urt verðfall varð á mjöli og lýsi, en lýsisverðið er óstöðugt síðan. Slík- ar verðsveiflur eru algengar, þótt hin Iiagstæða þróun á erlendum mörkuðum hafi annars verið óslitin á umræddu tímabili. En hvemig er svo umhorfs í þess- um atvinnuvegi Islendinga, — eftir þetta einstæða góðæristímabil? Bjarni Benediktsson orðaði þetta svo í haust, að við værum „á tíma- mótum velgengni og vandræða". Orð hans voru táknræn og hittu í mark. Aflagóðærin hvert af öðru og hagstæðustu markaðirnir sköpuðu einstök tækifæri. En hvers konar vandræði var Bjarni að tala um? Togaraútgerðin er á heljarþröm, bátaútgerðin einnig, ýmis hrað- frystihús á barmi stöðvunar eða þeg- ar lokuð og jafnvel síldarverksmiðj- ur líka. Hinn mikli atvinnuvegur var svo illa staddur eftir metafla ár eftir ár og hagstætt verðlag, að hann þoldi ekki ofurlitla verðsveiflu á síldarlýsi og mjöli. Verðbólgan hafði holgrafið þennan atvinnuveg á þessu tímabili, mitt í öllu góðærinu — heimatilbúið þjóðarmein, — sem ríkisstjórnin lofaði að lækna fyrir 7 árum, en hefur ekki gert það, jafn- vel sjálf magnað verðbólguna. Verð- bólgan hefur lagzt með fullum þunga á sjávarútveginn og er að koma honum á kné. Þetta er það,' sem við blasir nú „á tímamótum vel- gengni og vandræða“. Svo er einnig um aðra höfuðat- vinnuvegi landsmanna og *er það að koma betur og betur í Ijós. Þar er höfuðmeinsemdin hin sama — heima tilbúin verðbólga og meiri verð- bólga og óreiða í fjármálum og við- skiptamálum en í nokkru öðru ná- lægu landi. (Framliald á blaðsíðu 7). FRAMSÝNI OG FORSPÁR R. Montgomery ritar um Jeane Dixon. Séra Sveinn Víkingur íslenzkaði. Bókaútgáfan Fróði. ÞETTA er bók um hina merku spádóma frú Jeane Dixon, en hún hefur farið sigurför um Bandaríkin. Þessi kona hefur dulræna hæfileika, sem sýna henni fram í tímann. Hún sér margar þess- ar sýnir í kristallskúlu sinni og ræður þær. Stundum kemur fyrir að hún ræður þær ekki rétt, en það er sjaldgæft. Hún hefur sagt rétt til um forseta- kosningar í Bandaríkjunum mörgum sinnum og aðeins einu sinni skeikað. Hún sagði fyrir um morðið á Kennedy forseta, þó að ekki tækist að koma þeim órðsendingum til hans. Næsti forseti Bandaríkjanna segir hún að verði repúblikani. En lýsingin á þessari konu er ekki síður merkileg en spádóm arnir. Hún virðist vera góð kona og göfuglynd. Hún er katólskrar trúar og rækir trú sína vel. Hún fer til bæna í kirkju sinni á hverjum morgni. Hún sinnir mikið ýmiskonar hjálparstörfum og tekur stund- um ógæfusamar stúlkur að sér. Aldrei tekur hún neina greiðslu fyrir spádóma sína og segist trúa því, að guð taki þessa með fæddu gáfu frá sér, ef hún fari að nota hana sér til fjárfram- dráttar. í bókinni er skýrt frá fjölda af spádómum frú Dixon. Marg- ir fjalla þeir um heimsmálin en aðrir um einstaklinga. Hér skal aðeins drepið á tvo þeirra, sem eru í síðari hluta bókarinnar. Hún telur að fæðzt hafi nýr trúarleiðtogi í Austurlöndum nær 5. febrúar 1962. Áhrifa hans verði farið að gæta veru- lega undir næstu aldamót. Slík um spádómum ber ætíð að taka með varúð, svo oft hafa þeir komið áður. Þá spáir hún heimsstyrjöld 1980 og eigi Rauða Kína og skoðanabræður þess í Asíu og Afríku sök á upphafi hennar. Öll er bókin mjög læsileg, þó rétt sé að taka öllum spádóm- um með varúð. En bók þessi lýsir merkilegri konu, sem gædd er undraverðum hæfi- leikum. BREIÐFIRZKAR SAGNIR HI. eftir Bergsvein Skúlason. Bókaútgáfan Fróði. HÉR birtist þriðja bindið af Breiðfirzkum sögnum eftir Bergsvein Skúlason. Hefur hann bjargað mörgu frá gleymsku af atburðum og þjóð- háttum í Breiðafirði. Eru sumar frásagnirnar í þessu bindi ritaðar eftir reynslu höfundar sjálfs, en þó fleiri eft- ir öðrum. Þá eru nokkrir þætt- ir teknir upp úr handritum í Landsbókasafninu, einkum stök ur og bundið mál. Bókin er svipuð að efni og hin bindin. í henni er sagt frá slysförum, draumum, álaga- blettum og örnefnum. Allt girni legt til lestrar fyrir þá, sem þjóðlegum fróðleik unna. Þarna eru sagnir úr ýmsum eyjum eins og Huldufólkssög- ur úr Purkey, og annar kafli um örnefni og sagnir, sem við þau eru bundnar. Skemmtileg frásögn er þarna um Strandið á Skarfakletti. Bók þessi er læsileg og skráð á góðu máli. Skrá yfir manna- nöfn allra bindanna er aftast í bókinni. E. S. BARNABÆKUR EKKI þarf að lýsa því, hvílík þörf er á góðum barnabókum, bæði til að efla lestrarkunnáttu og lestrarlöngun barna, auka skilning þeirra og áhuga fyrir margvíslegum efnum. — Mega barnabækur engu síður en bók menntir aðrar teljast með lífs nauðsynjum. Helztu kostir barnabóka eru þeir, að þær séu ritaðar á fögru og hreinu máli, efnið sé við barna hæfi, ævintýrilegt og forvitnilegt í senn, án of mik- illa málalenginga, því að barn- ið kann bezt einfaldri frásögn. Sagan má ekki vera of flókin og æskilegt er, að hún hafi göfgandi áhrif án þess að í henni gæti beinna pi’endikana. Þessa kosti höfðu t. d. dæmi- sögur Esóps og ævintýrin í Þjóðsögum Jóns Ámasonar um karlssoninn í Garðshorni og Helgu í öskustónni, börnin sem urðu fræg af dugnaði sínum og mannkostum. Ymiss konar bækur koma hér í góðar þarfir vegna þess, að börn hafa ólík áhugamál og upplag og líka af hinu, að hvert aldursskeið krefst sérstaks les- efnis. Og það er ógrynni af les- máli, sem bókhneigð börn geta drukkið í sig og lestrarefnið á alltaf drjúgan þátt í að móta hugmyndaheim þeirra og efla andlegan þroska, þekkingu og málfar. Er því útgefendum barnabóka mikil ábyrgð og vandi á höndum. Hér á landi, sem annars stað- ar, kemur út árlega mikill ara- grúi af bókúm handa börnum og unglingum og eru þær eins og við er að búast misgóðar. Að öðru jöfnu ber að taka bækur frumsamdar af íslenzkum höf- undum fram yfir þær, sem þýddar eru, einungis af því, að erfitt er að lesa erlenda bók það vel, að hún verði barninu jafnaðgengileg að hugsun og efni. Segja má að vísu, að barn ið þurfi einnig að fá útsýn yfir framandi lönd og menningu þeirra og má' benda á sígildar barna- og unglingabækur eins og t. d. Grimms ævintýri og Ævintýri Andersens, eða Þús- und og ein nótt, sem Stein- grímur Thorsteinsson íslenzk- aði af svo mikilli snilld. En ákaflega er það vandasamt að fá verulega íslenzkulegan blæ á bækur, þar sem úir og grúir af erlendum heitum, sem böm kunna ekki að bera fram, og er æskilegt, þegar um barnabæk- ur er að ræða, að erlendu heit- in séu annað hvort gerð sem íslenzkulegust eða þýdd eins hægt er. Þetta gerðu þeir Hall- dór Briem í Hróa hetti (Robin Hood) og Þorsteinn Gíslason í ívar hlújám (Cedric: Siðríkur, — betra hefði þó verið Heið- rekur eða Jörmunrekur. — Brian: Brjánn, De Bracy: Breki, Waldemar Fitzurse: Valdimar Orrason, Alicia: Álf- heiður, o. s. frv.) VALSAUGA OG INDÍÁNA- SKÓRINN SVARTI. Ég hef hér á borðinu fyrir fram an mig fyrirtaks drengjabók með þessu heiti, gefin út af Bókaforlagi Odds Björnssonar á Akureyri og íslenzkuð af Sigurði Gunnarssyni. Einhvern tímann hefði manni þótt gam- an að lesa þessa bók, þó að hún fjalli um skærur milli Hvít- skinna og Rauðskinna á land- námsárum vestra, mikið sé barizt og Rauðskinnar trylltir að ná í höfuðleður hinna hvítu. Bókin er þýdd á prýðilega vandað íslenzkt mál að öðru leyti en því, að ég hefði talið æskilegra samkvæmt því, sem vikið er að hér á undan, að meira hefði verið gert af því að íslenzka Indíánanöfnin eins og gert er með sum þeirra, svo sem: Valsauga, ísauga og Öm hinn rauði. Daniel Boone hefði t. d. getað heitið Daníel góði (Boone: góður), Simon Girty: Símon Gyrðir, Ahrowa: Áróva, Danville: Daníelsbær eða Dan- þorp, og s. frv. Börn hika við, er þau koma að mjög fram- andlegum nöfnum og kunna ekki að bera þau fram. Vita- skuld er það alltaf efasamt, hversu langt mó ganga í slík- um nafnaþýðingum og mæli ég ekki með þeim, nema helzt á barnabókum. ÓLI OG MAGGI MEÐ GULL- LEITARMÖNNUM. Ármann Kr. Einarsson er ágæt- ur barnabókahöfundur, einkum fyrir stráka. Hann hefur ljóm- andi góða frásagnargáfu og er hugkvæmur og fundvís á æsi- leg söguefni. Svo bar við haustið 1667, að hollenzkt Austur-Indíafar, sem villzt hafði hingað, brotnaði við Skeiðarársand hjá Ölæfum austur, í myrkri og stormi og komst ekki nema um það bil þriðjungur skipshafnarinnar lífs af. Skipið flutti bæði gull og perlur, silfur og kopar, kattún, silki og léreft yfirfljót- anlegt og margs kyns dúka og ábreiður. Var mælt, að aldi-ei hefði skip komið til íslands með svo dýrmætan farm, sem met- inn var á 43 tunnur gulls. Mik- ið fordjarfaðist af góssinu. Hald ið var, að margur yrði þá fingralangur þar um slóðir, enda notað silki til undirgyrð- inga og heftinga á hross. Höfundurinn gerir ráð fyrir, að skipið hafi grafizt í sand með þessum geysilegu auðæf- um og lætur hinar ungu sögu- hetjur taka þátt í leiðangri, þar sem leitað er með vísindatækj- um að gullskipinu með öllum fjársjóðunum. Verður þetta hið ævintýralegasta ferðalag og vef ast í söguna alls konar smá- ævintýri unga fólksins. En rétt þegar vonh’ standa til að dala- dyngjan sé fundin, glatast stað urinn aftur vegna náttúruham- fara, en krakkarnir finna ann- að skip nýrra, skríða niður um reykháfinn og finna þar dálít- inn fjársjóð við mikla lífshættu. BÍTLAR OG BLÁKLUKKUR. Barna- og unglingabækur þeirra Jennu og Hreiðars Stef- ánssonar hafa verið einkar vin- sælar á undanfarandi árum og kemur það meðal annars í ljós í því, að ýmsar þeirra hafa ver- ið endurprentaðar. Einkum eru það Öddu-bækumar, sem not- ið hafa vinsælda og hafa nú flestar eða allar komið út í 2. útgáfu og sumar í þriðju. Þess- ar bækur eru gott lesefni fyrir unglinga. Málið á þeim er lip— urt og létt og höfundarnir setja sig einkarvel inn í hugsunar- hátt barna á gelgjuskeiðinu, einlægni þeirra og þörf fyrir félagsskap, sem stundum getur leitt á glapstigu, ef illa tekst með félaga. Nýjasta saga Jennu og Hreið ars heitir: Bítlar eða Bláklukk- ur og er hún gefin út af Bóka- útgáfu Æ.S.K. í Hólastifti. Hún fjallar um unga stúlku á ferm-, ingaraldri, sem flyzt utan af landsbyggðinni til höfuðborgar innar. Þetta er ágætisstúlka, en vegna auðtryggni sinnar og ein manaskapar munar litlu, að hún lendi í slagtogi með óþrosk uðum og trassafengnum ungl- ingum, er hugsa mest um að kenna henni ósiði, sem hún er þó innst inni of heiðvirð til að geta lært. Henni líður ekki vel fyrr en hún er búin að losa sig við þetta fólk og játa yfirsjónir sínar fyrir prestinum og for- eldrum sínum. Aftur á móti kynnist hún greindri og góðri stúlku, sem hún hefur andlegt og þroskandi samneyti við. Hér er komið inn á það, hvernig góðir unglingar geta farið afvega meðan þeir eru milli vita, vegna hrifnæmis og gagnrýnisleysis, ef ekki er haft á þeim vakandi auga. Án efa er þetta góð bók og þroskandi fyrir unglinga á þessu aldurs- skeiði og er óhætt að mæla með henni eins og öðrum bók- um þessara höfunda. HANNA MARÍA Mér þótti gaman að lesa þessa hressilegu barnabók Magneu frá Kleifum um villiköttinn Hönnu Maríu, hundinn Neró og Hörpu heimalning og viðskipti þeirra við veröldina. Hanna er tíu ára, dálítið einræn sökum uppeldis, og eru tiltekjur henn ar stundum með ólíkindum. En þetta er dugnaðarstúlka og ger ist alltaf mikið í kringum hana. Sagan er fjörlega skrifuð og ber vitni um talsvert næma athyglisgáfu og skopskyggni. Ég er viss um að börnum mun þykja gaman að þessari bók. Benjamín Kristjánsson. Kastað í Flóanum r Upphaf togveiða við Island Ungiingakennsla í Skagafirði SVO HEITIR nýútkomin bók Ásgeirs Jakobssonar og hefur Ægisútgáfan í Reykjavík gefið hana út. Þetta er önnur bók höfundar, en hin fyrri kom á bókamarkaðinn fyrir ári síðan og heitir Sigling fyrir Núpa. — Auk þess hefur Ásgeir ritað í tímarit og vakti sérstæður frá- sagnarhæfileiki hans þar at* hygli mína. Ásgeir Jakobsson færist mik ið í fang með þeim bókaflokki, sem hefst með hinni nýju bók, Kastað í Flóanum — Upphaf togveiða við Island. En á hlífð- arkápu bókarinnar segir Ægis- útgáfan á þessa leið: Það er ætlun útgefenda, að þessi bók, sem hér kemur fyrir augu les- enda, sé upphaf á miklu verki um togveiðar okkar íslendinga. Hver bók á þó að vera sjálf- stætt verk..... Höfundurinn er Vestfirðing- ur og var sjómaður fram á full- orðinsár. Hann þekkir því við- fangsefnið vel og af eigin reynd. En það er sitt hvað að vera sjómaður og að skrifa bók um einn þátt fiskiveiðanna á svo skemmtilegan og fróðlegan hátt að um heimildarrit geti verið að ræða. Höfundur sýnir, að annar höfuðtilgangur bókarinnar er honum ekki ofvaxinn, þ. e. að skrifa skemmtilega um óskáld- legt efni. Um hina fræðimann- legu hlið er ég ekki dómbær, þótt mér, við hraðan yfirlestur bókarinnar, sýnist hún byggð á öruggum heimildum. Sumum kann að þykja kæru- leysislega til órða tekið á stöku stað, en mál og stíll er með ferskum blæ. Sjálfur er maður- inn léttur í máli, einlægur og góður sögumaður í vinahópi. Mér hefur alltaf fundizt Ásgeir vera sjómaður í landi, sem lít- ur á hin ýmsu blæbrigði lífsins með sjómannsaugum. Og í landlegunni hefur hann öðlazt hærri sjónarhól, en á meðan hann enn stóð á dekki. Og ég held líka, að þessi vestfirzki sjómaður sé hér á réttri leið og valdi hinu erfiða viðfangsefni Bókin skiptist í 4 kafla. Er of langt að rekja efni þeirra, en frásögnin nær til þess tíma, að Jón forseti og Marz komu til sögunnar á íslenzkum fiski- miðum. Kastað í Flóanum er ekki aðeins bók sjómanna, því að hún er einnig bók allra þeirra, sem fræðast vilja um einn merkasta þátt. íslenzkrar atvinnusögu — og vilja láta góðan sögumann segja frá. E. D. Frosíastöðum 12. desember. — S.l. haust var hafin unglinga- kennsla í Varmahlíð. Eru þar nú 19 nemendur. Skólastjóri og jafnframt eini fasti kennari er Eiríkur Hansen frá Sauðár- króki. Stundakennarar eru Jón Björnsson á Hafsteinsstöðum, sem kennir söng, Ingimundur Ingimundarson kennir íþróttir og Ásbjörg Jóhannsdóttir handa vinnu. Nemendur hafa sameig- inlegt mötuneyti og er Þóra Þorkelsdóttir á Fjalli ráðskona. Kennsla fer fram í hinu nýja félagsheimili, en nemendur, — ásamt skólastjóra og ráðskonu — búa í húsi skógarvarðar. Þéttbýlt er umhverfis Vanna hlíð og nemendur þar úr ná- grenni sækja skólann heiman- að frá sér, en allir fara nem- endur heim til sín seinnipart föstudags og mæta aftur í skól- ann á sunnudagskvöld. Þessi byrjun hefur gengið mjög vel og er ánægja almenn, bæði meðal nemenda og að- standenda þeirra. Heyrzt hefur, að fræðsluyf- irvöld séu andsnúin þessari starfsemi í Varmahlíð og hafi jafnvel þrjóskast við að greiða fyrir henni fjárhagslega. Geti þeir, sem vilja hafa skóla í Varmahlíð, sjálfir borið þann kostnað, sem af því leiðir. Ekki skal því trúað, að svo komnu að hér sé rétt skýrt frá afstöðu Frélfabréf úr Hrunamannahreppi Hrunamannahreppi 25. nóv. — Síðastliðinn vetur var mjög frostharður hér á Suðurlandi, en snjór var sama og enginn hér í uppsveitum Árnessýslu. Nokkrum sinnum kom aðeins snjóföl, en það tók alltaf fljótt aftur. Vegna frostanna, og lítill MOTMÆLA AUKNUM TOGVEIÐUM INNAN FISKVEIÐILANDHELGINNAR Á FUNDI sem haldinn var í bátafélaginu „Verði“ Akureyri föstudaginn 9. desember 1966 voru gerðar eftirfarandi sam- þykktir: 1. Fundurinn mótmælir ein- dregið þeirri tillögu, sem fram er komin um stórauknar tog- veiðar innan fiskveiðilandhelg- innar. Fundurinn litur svo á, að vandræði togaraútgerðarinnar verði á engan hátt bætt eða leyst með auknum togveiðum - Verðbólgufjárlögin mifelu fyrir 1967 (Framhald af blaðsíðu 1). 47 mUlj. kr. árlegt framlag í vegasjóð. Sömulciðis var felld tillaga þeirra, um að heimila allt að 50 millj. kr. lántöku til að standa skil á lögbundnu framlagi ríkissjóðs til skóla- liúsa. Aðrar breytingartillögur flutti flokkurinn ekki við fjár- lögin að þessu sinni. □ innan fiskveiðilandhelginnar, en mundi aftur á móti bitna hart á smábátaútvegi lands- manna og þá ekki sízt við Norð urland þar sem aflatregða fær- ist sífellt í aukanna. Telur fund urinn að slíkt mundi leggja smá bátaútveg Norðlendinga í rúst, ef togveiðar yrðu leyfðar innan fiskveiðilögsögunnar fyrir Norð urlandi. 2. Þá beinir fundurinn þeim tilmælum til réttra aðila, að veiði með dragnót verði ekki leyfð í Eyjafirði. Til stuðnings þessu máli má m. a. benda á að sumar- og haustfiskur hefir á þessu ári algerlega brugðizt á innanverðum Eyjafirði, eftir að veiði með dragnót hófst þar á ný, og er því afkoma þeirra manna, sem hafa fiskveiðar á innanverðum Eyjafirði að at- vinnu, hin bágasta. Full ástæða er til að þeii’ra hagsmuna sé gætt svo sem annarra fiski- manna í sjávarplássum lands- ins. □ ar úrkomu, vai’ð allvíða vatns- skortur m. a. á nokkrum bæj- um hér í Hrunámannahreppi. OIli það miklum erfiðleikum þar sem flytja þurfti vatn, sums staðar um alllangan veg, bæði til innanbæjarnota og í skepnu- hús. Sagt er að klaki hafi ekki far ið úr jörðu sumsstaðar hér á Suðurlandi, fyrr en seint í ágúst, eða byrjun séptember. Þrátt fyrir fremur kalt sumar, sannar þetta þó að klakinn í jörðinni hefur verið orðinn geysiþykkur. Þegar fram á vorið kom fór að rigna. Segja langminnugir menn að í maí og júní hafi rignt svo mikið að síðustu áratugi hafi rigning í þessum mánuð- um ekki orðið meiri á sama tíma, en e. t. v. eins. Vegna rign inganna var því víða ógerlegt að bera á túnin á eðlilegum tíma, og þar sem hægt var að fara um með dráttarvél og bera á, skolaðist áburðurinn að meira eða minna leyti bui’t. Sjálfur sá ég þess glöggt dæmi, að þar sem borið var á 10. júlí, var stórum meii-a og grænna gras, á helmingi af tún spildu heldur en á þeim helm- ingi sem boi’ið var á um 3 vik- um fyrr. Vegna bleytu, kulda og klaka í jörð, spruttu tún mjög seint, og urðu því aðeins einslegin. Hér í hreppi byrjaði sláttur yfirleitt á tímabilinu 10.—20. júlí. Heyfengur er ' því talinn fræðslumálastjómar. En ef svo óh’klega skyldi samt sem áður reynast, þá mætti spyrja: Er þeim unglingum, sem þarna njóta nú kennslu, ekki ætlað að Ijúka lögboðnu skyldu námi, svo að ekki sé nú um meira tálað? Ef svo ei’, hvar var þeim þá ætluð skólavist? Einhvei-sstað- ar hlýtur þeim að hafa verið ætlað rúm, því að trauðla verð- ur því trúað, að „velferðarrík- ið“ ætli börnum sínum að búa við tvenns konar rétt til ménnt- unar, eða öllu heldur: ætli öðrum rétt en hinum réttleysi? ndig — undir meðallagi, en nýting heyja mátti teljast góð. Eitthvað tapaðist af heyi í ofsai-okinu 23. júlí, og er talið að a. m. k. einn bóndi hér í sveit hafi oi'ðið fyrir verulegu tjóni af völdum þess. Dilkar reyndust yfirleitt rýr- ir hér í haust, og aðalástæðan talin hinar miklu og langvinnu rignmgar í vor og fyrri hluta sumai's. Það má til tíðinda telj- ast, að við fyrstu haustsmölun hér fékk einn bóndi 5 vetui'- gamlar ær nýbornar. Haustið var gott, rigningar litlar, en tvisvar gerði allhörð frost, vikutíma í senn. Ær voru yfirleitt teknar i hús um miðj- an nóvember, en lömb 2—3 vik um fyrr. Byggingarframkvæmdir voru töluvei’ðar hér í hreppnum í sumar. T. d. er í smíðum 4—5 íbúðai-hús. Einnig voru byggð- ar hlöður, verkfærahús og a. m. k. eitt fjós. Síðastliðin 3 ár hefur vei'ið unnið að byggingu heimavistar barnaskóla. Kennsla hófst í honum 21. nóv., en fram að þeim tíma var kennt í félags- heimilinu á Flúðum, og einnig sl. vetur. Enn er eftir að ganga frá öllum heimavistarhei'bei'gj- um í skólanum, og hafa því skólabílar flutt böi-nin. íbúð skólastjóra er í skólanum, henni var lokið fyrir ári síðan og flutti hann þá inn. Unglinga deild er í skólanum í vetur. S. V. TIL JÓLAGJÁFA: Barnafatnaður: DRENGJAFÖT TELPUKJÓLAR PEYSUR HÚFUR VETTLINGAR Nýjar vörur daglega til jóla. Verzlunin Rún Hafnarstræti TIL JOLAGJAFA: GREIÐSLU SLOPPAR NYLONNÁTTKJÓLAR KJÓLAEFNI í fallegu úrvali NÝ EFNI tekin upp í dag. Verzlunin Rún Skipagötu — Sími 1-13-59 Stór og vandaður Radionette Stereo ÚTVARPSFÓNN til sölu. — Einnig SÓFASETT, ódýrt. Kjartan Magnússon, Mógili. TIL SÖLU: Þrísettur stofuskápur, Raflia-eldavél og tveir eldhússkápar. Uppl. í síma 1-11-27. TIL SÖLU: Tvíbreiður SVEFNSÓFI vel með farinn. Uppl. í sírna 1-14-89.- RITVÉL í ágætu lagi, mjög lítið notuð, er til sölu fyrir tækifærisverð. Halldór Ólafsson, Grenivellir 12, sími 1-27-64. S Nýkomið: POTTAPLÖNTUR J ÓLARÓSIR: ASALÍA, HYPPOKITRA, KÓNGAVÍNVIÐUR o. II. Blómabúðin LAUFÁS sf. Sími 1-12-50 TIL JÓLAGJAFA: EYRNALOKKAR, nýjasta tízka NÆLUR Svissneskar BLÚSSUR HERÐASJÖL HÁLSKLÚTAR Samkvæmis-HANZKAR Leður-HANZKAR BLÚNDU-CREPE- SOKKAR, '4 litir TÍZKUVERZLUNIN KAUPIÐ KJÖT í KJÖTBÚÐ HANGIKJÖT: LÆR LÆR, beinskorin FRAMPARTAR FRAMPARTAR, beinskomir BRINGUKOLLAR MAGÁLAR SVÍNAKJÖT: KÓTELETTUR KARBONODE HAMBORGARHRYGGUR HRYGGSTEIK SVÍNAKAMBUR, reyktur SVÍNAKAMBUR LÆRSTEIK, með beini BAYONNE SKINKA LÆRSTEIK, beinlaus SÍÐU-STEIK GRÍSASCHNITZEL BACON SPEKK LÉTT SALTAÐUR SVÍNAKAMBUR ALIKÁLFAKJÖT: BUFF, barið og óbarið GULLASH VÍNARSNITTUR BEINLAUSIR FUGLAR STEIK, beinlaus NAUTATUNGA, söltnð ^VKJÖTBÚÐ M KEA SÍMAR: 2-14-00 1-17-17 - 1-24-05

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.