Dagur - 17.12.1966, Blaðsíða 8

Dagur - 17.12.1966, Blaðsíða 8
8 SMÁTT OG STÓRT Skrúfu|)ola af þeirri gerð, sem Norðurflug ætlar að kaupa frá Frakklandi. Hún tekur 23 farþega. Ákveðið að kaupa skrúfuþotu til Norðurlands N ORÐURFLU G hefur nú ákveðið að kaupa frá Frakk- landi tveggja hreyfla skrúfu- þotu, af g erðinni Nord 262. — Tekur hún 23 farþega auk þriggja manna áhafnar, tveggja flugmanna og flugfreyju. Hefur þessi skrúfuþota 380 km flug- hraða og 2000 km flugþol. Hún þarf 800—1000 m flugbraut og er sérstaklega byggð fyrir mal- arflugvelli. Vélin vegur 10,4 tonn fullhlaðin í flugtaki. Flug- tími frá Akureyrarflugvelli til Reykjavíkur er um 47 mínútur eða nálega eins og flugtími Fokker F-27 vélanna. Flugvél þessi verður fyrsta skrúfuþotan, sem Norðlending- ar eignast. Norðurflug Tryggva Helgasonar er nyrsta flugfélag í heimi, a. m. k. hefur ekkert flugfélag aðalbækistöð sína eins norðarlega á hnettinum. EINDÆMA ÓGÆFTIR Hrísey. 15. desember. Enginn man eftir öðrum eins ógæftum og gefur mjög sjaldan á sjó. Einn bátur fékk 2,5 tonn fiskjar í gær á línu og er það nú kall- að gott. Snjólaust má heita á eynni, deyfð yfir flestu vegna þess hve lítið hefur aflazt, en nú höfum við prest. Fjúpan fór í október og hefur ekki sézt síðan. En hún kemur aftur í vor og það verður tekið vel á móti henni því að hér á hún algert griðland. Þ. V. Hið mikla og glæsilega flug- skýli, sem er í smíðum á Ak- uréyrarflugvelli mun bæta að- stöðuna. En Norðurflug hefur í hyggju að hefja fljótlega bygg ingu nýtízkulegs viðgerðarverk stæðis og afgreiðslu fýrir þessa starfsemi. Tryggvi Helgason segir, að verkefni muni ekki skorta og ætti hann að vera þeim málum kunnugastur. Ætlun hans ei-, að halda uppi ferðum á milli hinna ýmsu norðlenzku staða fyrst og fremst og tengja þá Akureyri. En Akureyri verður miðstöð flugsins, allt starfsfólk búsett á Akureyri og ætti því Norðurflug að vera bænum hið þarfasta fyrirtæki og beinlínis draga þangað fjármuni, sem ella færu til annarra staða. Hin nýja skrúfuþota er út- búin loftþrýstikerfi og vönduð- ustu gerð móttöku- og sendi- tækja og öðrum loftsiglinga- tækjum. □ Nýjðr bækur frá Bókaforlaginu MEXÍKÓ er ein af góðum bókum frá Bókaforlagi Odds Björnssonar og myndarlega út gefin. Höfundar eru Magnús Á. Árnason, Vífill M. Magnússon og Barbara Árnason. En höf- undarnir eru kunnugir Mexíkó af eigin raun og hafa því góða þekkingu á viðfangsefninu. í bók þessari er fjallað um frum- byggjana, ágrip af sögulegum staðroyndum, innrás Spánverja í landið, sjálfstæðisbaráttuna, sjálfstjórn ög byltingu. Enn- fremur segir frá þjóðinni, eins og hún er nú, höfuðborginni og ýmsum stöðum öðrum, mynd- list Mexíkana og öðrum list- greinum, sögu nautaatsins og sjónleikjanna o. fl. Á BLIKANDI VÆNGJUM heit ir skáldsaga Ingibjargar Sigurð ardóttur. Höfundur-inn hefur þegar sent frá sér tug bóka eða rúmlega það og er mikið lesinn. ÓLI OG MAGGI er ný bók eft- ir Ármann Kr. Einarsson, skrif- uð fyrir börn og unglinga, jafnt stúlkur sem drengi. Sagan er sögð vera byggð á sönnum at- burði, einum mesta skipsskaða, sem orðið hefur hér við land, en það gerðist árið 1667 Qg var skipið hollenzkt og kom það frá Indónesíu, hlaðið gulli og ger- semum, að því er fróðir menn telja. □ HÖRMULEG STAÐREYND Eitt ákvæði álsamningsins er um það, að erlendur dómstóll skuli fjalla um ágreiningsmál milli Svisslendinga og íslenzkra stjómarvalda. Þetta er hörmu- leg staðreynd. En þegar höfð eru í huga viðskipti okkar við vamarliðið og ýmsar stjómar- athafnir þar að lútandi á síðari árum, er engin furða, þótt er- lend „traust og heimsþekkt fyr- irtæki“ þyki slíkt nauðsyn. En auðmýkjandi er það engu að síður, og þá auðmýkingu und- irrituðu íslenzk stjórnarvöld í álsamningunum af því þau gátu ekki annað eins og komið var. MJÓLK, SEM GEYMIST í MÁNUÐ Svíar eru farnir að selja mjólk, sem þolir geymslu í mánuð við venjulegan stofuhita. — Þessi mjólk er dýrari og Iiefur sér- stakt bragð. í athugun er hér á landi að framleiða svokallaða hágerilsneydda mjólk að dæmi Svíanna. Sú mjólk yrði seld í skip og e. t. v. til vissra staða á landinu, þar sem samgöngur em ótryggar. HÚS HANDRITA- STOFNUNAR Einar Ólafur Sveinsson sagði nýlega í blaðaviðtali, að hann vonaði, að unnt yrði á næsta vori að hefja byggingu húss fyrir Handritastofnun íslands. Starfsmenn stofnunarinnar em nú farnir að flytja í útvarpi þætti um þjóðleg fræði og er líklegt, að þættir þessir verði vinsælir meðal hlustenda. „GEN GISLÆKKUN ÓHUGSANDI“ Forsætisráðherra hefur nýlega lýst því yfir, af gefnu tilefni, „að núverandi ríkisstjóm muni ekki undir neinum kringum- stæðum standa að gengislækk- un“, svo notuð séu orð stjóm- arblaðanna. Árið 1960 og 1961 Jólafrí gefið á laugardaginn Lionsklúbbur Dalvikur gefur gjafir LION SKLÚBBUR DALDÍKUR hélt jólafund í Dalvíkurkirkju S.l. miðvikudagskvöld. Þá var kveikt á jólatré sem stendur við kirkjuna, en klúbburinn hefur Hrímbakur á sama stað ÓÐINN, skip Landhelgisgæzl- unnar, kom til Akureyrar, og ætlaði að ná Hrímbaki á flot. Aðstæður til björgunar munu hafa versnað og hefur blaðið frétt, að björgunartilraunum hafi verið frestað um óákveðinn tíma. □ géfið slík tré undanfarin ár. Við sama tækifæri var kirkj- an flóðlýst og annaðist klúbb- urinn uppsetningu ljósanna, en þau voru keypt fyrir fé, sem klúbbnum var afhent til þessa hluta. Þetta fé (að upphæð 12 þús. kr.), er minningarbjöf um Kristján Má Karlsson frá Dal- vik, sem hefði orðið tvítugur þennan dag, gefið af fjölskyld- unum Hafnarbraut 10 og Hafn- arbraut 21, Dalvík. í fyrrahaust gaf Lionsklúbb- ur Dalvíkur skólum staðarins sjónprófunartæki og eru þau í umsjá læknisins á Dalvík. Q Laugum 15. desember. Karla- kórinn æfir undir stjórn Þór- oddar Jónassonar læknis og síðar í vetur eru ráðgerðar söngskemmtanir. Ráðagerðh' eru uppi .um að setja sjónleik á svið. Á laugardaginn verður jóla- frí gefið í báðum skólunum og nokkrir nemendur eru þegar farnir. Færi er sæmilegt um allar sveitir. Erfiðlega hefur gengið að halda ótrufluðu rafmagni frá gömlu rafstöðinni á Laug- um, en það er einkum notað til eldunar. Erfiðleikunum veldur hin óvenjulega veðrátta. G. G. stóð sami forsætisráðherra að gengislækkun og var síðari gengisbreytingin hrein liefnd- arráðstöfun og mikið ógæfu- verk. Stjómarfar lands okkar er nú á þann veg, að sumir skilja framanskráð ummæli for sætisráðherrans sem merki um að enn ein gengisfelling sé framundan. TILVILJUN Það sýnist einkennileg tilvilj- un, að húsbruni úti í Kaup- mannahöfn skyldi koma upp um allmarga íslenzka kaup- sýslumenn, bæði faktúrufals þeirra, tollsvik og smygl. Hitt sýnist aftur á móti ekki nein tilviljun, að fjárplógsmenn í hópi innflytjenda skuli árum saman geta stundað slíka iðju án ílilutunar íslenzkra yfir- valda. FLOGAVEIKI Gunnar Guðmundsson læknir varði doktorsritgerð um floga- veiki á Islandi á laugardaginn. Hann sagði, að búast mætti við fast að 60 nýjum flogaveiki- sjúklingum hér á landi á ári hverju og væri það svipað hlut- fall og í Bretlandi og Banda- ríkjunum. — Læknirinn hafði fengið upplýsingar um 1200 slíka sjúklinga hjá sjúkrahús- um og læknum. Flogaveiki er einkenni á ýmsum sjúkdómum og stafar oft af meiðslum, heilabólgu o. fl. Þá hafa rann- sóknir læknisins leitt í ljós, að hér á landi hafa mun fleiri flogaveikir menn ökuskírteini en annars staðar tíðkast. FYRSTI KAPPAKSTURS - BfLLINN Fyrsti kappakstursbíllinn er nú kominn til landsins og blöðin liafa sagt frá honum og eigand- anum, Sverri Þóroddssyni kapp akstursmanni. Sverrir fer bráð lega utan til að keppa í íþrótt sinni. En kappakstur er meðal stórfenglegustu keppnisgreina. Þar reynir ekki aðeins á þol og hæfni ökumanns, heldur líka farartækisins. Hér á landi er mörgum sú tilfmning „í blóð borm“ að stunda kappakstur í fjölmenni. Stafar það oftast af „slöppu taugakerfi“, samfara lireinni og beinni heimsku og skorti á háttvísi. Q I" r | f * m r Faum vio stoðina fyrir joK Dalvík 15. desember. Mælifell er í dag að taka 100 tonn af fiskimjöli. DAUÐASLYS Á SEYÐISFIRÐI Gunnarsstöðum Þórshöfn 15. desember. í gærmorgun varð dauðaslys í Síldarverksmiðju ríkisins á Seyðisfirði. Átján ára piltur frá Þórshöfn, Birgir Magnússon, varð undir lyfti- gálga sem bilaði, og beið þegar bana. Á sunnudaginn var komu 4 ær heim undir Hvamm, svo til þeirra sást og voru þær sóttar. Ær þessar komu í réttir í göng- unum í haust en hurfu síðan. Snjólítið er hér um slóðir, en ógæftir og sjór nær ekkert stundaður. Ymsir hafa farið til rjúpna en litla veiði fengið. Ó. H. "wi Ríkisútvarpið hefur unnið að því að setja upp endurvarps- stöð á Dalvík og erum við orð- in langeygð eftir því, að hún verði tekin í notkun. Suma daga heyrist lítið í útvaipi og mjög erfitt er að njóta tónlist- ar og leikrita, sem útvarpið flytur. Við þurfum að borga tvær krónur í hvert sinn er við töl- um við langlínuafgreiðsluna. En hér er sjálfvirk símstöð. Heitið var leiðréttingu á þessu aukagjaldi fyrir löngu, en efnd ir hafa engar orðið ennþá. J. H.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.