Dagur - 11.01.1967, Blaðsíða 4

Dagur - 11.01.1967, Blaðsíða 4
1 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. Togaraúígerðin SKIPASTÓLL íslendinga hefur dregizt saman og var um áramótin 10 þús- brúttósmálestum minni en fyrir ári síðan, enda liefur skipum fækkað á fjórða tug á árinu. Hins vegar eru mörg skip betur búin en nokkru sinni áður og sækja sjóinn fast, svo sem síldarskipin. Af þeim nær 50 togurum, sem þjóðin átti þegar þeir voru flestir, voru aðeins 22 gerðir út þegar líða tók á síðasta ár og flestir með fjár- hagslegum harmkvælum. Jafnhliða jókst hráefnisskorturinn lijá hrað- frystihúsunum svo tilfinnanlega, sem raun ber vitni. Togaranefndin benti á úrræði, m. a. að opna þeim betur landhelgina. Þótt togararnir fengju meiri afla innan landhelginn- ar um stundarsakir, eykst ekki fiskur í sjó með þeim ráðstöfunum. Bjarg- ráð til handa togaraútgerð lands- manna liljóta að byggjast á efnahags- legum aðgerðum, hins opinbera fyrst og fremst, annars leggst öll tog- araútgerð niður. Hér á Akureyri eru gerðir út fjór- ir gamlir togarar á vegum bæjarins og með árlegum styrk úr bæjarsjóði. Tajneksturinn er staðreynd, engu síður en endurnýjunarþörf þessara skipa. En útgerðin skilar 50 millj. kr. í kaupgreiðslum á ári. Hraðfrystihús og önnur aðstaða í landi er vel fallin til togaraútgerðar. Staða þessa at- vinnuvegar í bæjarfélaginu er nokk- uð óljós, staða togaraútgerðar í land- inu er það einnig, frá hagfræðilegu sjónarmiði. Spumingunni um það, hvort rétt sé eða æskilegt að reka at- vinnufyrirtæki með halla ár hvert hafa bæjarbúar á Akureyri svarað með því að gefast ekki upp. En hve langt má ganga í þá átt er ósvarað. Er unnt að hagnýta eignir og að- stöðu útgerðarinnar til að undir- byggja annan atvinnurekstur, sem tryggari væri og veitti álíka mikla atvinnu, er einnig knýjandi spum- ing. Akureyringar bíða þess enn' að þjóðfélagið leysi að sínum hluta þá erfiðleika, sem em að knésetja alla togaraútgerð í landinu. Það ætti þeg- ar að liggja ljóst fyrir, að þennan þátt fiskveiðanna má ekki láta niður falla. Ekki hefur orðið opinber ágrein- ingur um togaraútgerðina á Akur- eyri milli stjómmálaflokka í bæjar- stjóm. Þess ætti að mega vænta, að þegar rekstursgmndvöllur togaraút- gerðar verður bættur, verði Akur- eyringar fyrstir manna til að endur- nýja togaraflota sinn og byggja áframhaldandi útgerð á dýrmætri reynslu sinni í þeim málum og á þeirri aðstöðu í landi, sem fyrir hendi er. □ Aðalsfeinn Tryggvason verkstjóri MINNING LAUGARDAGINN 7. þ. m. var til moldar borinn Aðalsteinn Tryggvason verkstjóri, Kletta- borg jþ hér á Akureyri. En hann lézt þann 29. des. s.l. eftir stutta sjúkdómslegu. Enda þótt vitað væri, að Aðalsteinn gengi ekki heill til skógar, hin síðustu ár, grunaði þó engan að „hinn slyngi sláttumaður“ kæmi svo fljótt og kallaði hann hinu hinzta kalli. Aðalsteinn var fæddur hér á Akureyri 21. sept. 1908, sonur hinna mætu hjóna Tryggva Jónssonar, er um fj öjjla ára starfaði hjá Gefjun og konu hans Laufeyjar Hrólfsdóttur. Lézt Tryggvi á s.l. vori en Lauf ey býr enn, í hárri elli, í húsi þeirra, Ránargötu 7 • hér í bæ. Á unglingsaldri réðst Aðal- steinn sem starfsmaður til Ull- arverksmiðjunnar Gefjunar og var fljótlega sýnt það traust að veita forstöðu einni aðaldeild verksmiðjunnar, vefnaðardeild- inni. Þessu starfi gegndi hann svo í rúm 40 ár og sýnir sú tryggð hans við starfið betur en orð fá lýst, að deildarstjórn- in var í höndum manns, sem fyr irtækið gat ávalt treyst. Sýnir það og ljóslega að rétt er hið gamla orðtæki „að eplið fellur sjaldan langt frá eikinni“ og að Aðalsteinn hefir erft skapfestu °g trygglyndi föður síns, sem starfaði hjá Gefjun unz Elli kerling knúði hann til að hætta störfum. Mun og sá þáttur einn ig vera til í ríkum mæli hjá móður hans. Eigi þarf að draga það í efa, að á svo löngu starfstímabili hafi Aðalsteini verið boðin freistandi boð til annarra og betur launaðra starfa en Gefjun gat veitt honum, en ekkert slíkt náði nokkum tíma tökum á hon um, því trygglyndið við fyrir- tækið og meðfædd skapfesta stóð þar sem viti eða vörður, er ávallt vísaði honum þá leið, er halda skyldi. fslenzkur iðnaður, sem í dag má segja að enn sé á gelgju- skeiði, þyrfti vissulega að eiga marga slíka menn sem Aðal- steinn var, því með marga slíka innan sinna vébanda mætti ör- ugglega ætla að honum vegnaði betur í þeirri baráttu, sem hann á nú við að stríða. Ég, sem þessar línur rita, er ekki viss um að allur almenn- ingur geri sér grein fyrir, hve margþættum hæfileikum sá maður þarf að vera gæddur, sem stjómar stórum hópi manna við tæknivinnu eins og vefnað og annað, sem honum fylgir. Á þessu langa tímabili, sem Aðalsteinn starfaði sem deildarstjóri vefnaðardeildar Gefjunar, hefir hann haft í þjón ustu sinni hundruð karla og kvenna á ýmsum aldursskeið- um og að sjálfsögðu þarf eigi að efa að þar hefir hann orðið að kljást við mjög sundurleita hjörð. Þarf oft mikla greind og sálræna þekkingu til að ná góðum árangri af störfum Pét- urs og Páls og það þarf oft mikla leikni til að gera þetta á þann veg, að viðkomandi fyll ist eigi þvermóðsku eða óvild til stjórnandans. Þetta tókst Að alsteini með miklum ágætum og á þánn veg, að hann„ í stað óvildar naut í sívaxandi mæli vináttu þeirra og trausts allra þeirra, er hann hafði yfir að segja. Ég þekkti Aðalstein fyrst og fremst sem samstarfsmann í verksmiðjunni. Mér er ljúft og skylt að þakka honum alla okk ar ágætu viðkynningu frá því fyrsta til hins sí'Sasta. Ég minn- ist til dæmis eigi, á rösku 30 ára samstarfi, lað okkur hafi nokkru sinni greint á um eitt eða annað, sem eigi tókst að leysa þann veg að við báðir gát- um fellt okkur við lausnina. Sem verksmiðjustjóri Ullar- verksmiðjunnar Gefjun, vil ég þakka Aðalsteini öll hans ómet- anlegu störf, trygglyndi hans og trúmennsku. Þegar slíkir menn sem Aðalsteinn Tryggvason falla frá, sér maður óneitanlega betur en í önn hversdagsleik- ans, hvað við höfum misst. En við sjáum einnig, að við hlið okkar á þessu langa tímabili, höfum við haft mannkostamann, sem við aldrei munum gleyma. Ég veit að ég mæli þar fyrir munn allra samstarfsmanna Að alsteins, þegar ég flyt eftirlif- andi móður hans, eiginkonu og börnum innilegustu samúðar- kveðjur. Arnþór Þorsteinsson. Úr sveitinni í sveitinni minni er fólkið svo fátt að félagslíf er ekki mikið. Hann snjóaði um jólin af austlægri átt og enginn. komst neitt fyrir vikið. En síðan var mokað og svefn- inum létt á „Sjallanum“ strákamir una, og nú langar öldunga ýmsa á sprett sem æskunnar vitleysu muna. Og ég er að verða svo leiður í lund. Mig langar við einhvem að rífast. Og ef að þeir boða ekki bændaklúbbs fund ég beinlínis hætti að þrífast. En fyrst að þeir hafa nú heyrt mína bón ég held að þeir láti mig hjara. Ég heiti á þá Ármann og Eggert og Jón og Aðalstein Limdúna-fara. J. B. LANDBÚNAÐURINN ÁRIÐ 1966 (Framhald af blaðsíðu 1). vetur 1965: Nautgripir 59.542, sauðfé 846.705 og 34.013 hross. Sauðfé og hrossum fjölgaði, frá fyrra ári. Til mjólkurbúa bár- ust 11 fyrstu mánuði ársins 1966 tæplega 96 millj. kg. eða 4.05% minna en á sama tíma 1965. í sláturhúsum var lógað 837.573 kindum eða 60.068 fleira en árið 1965. Kjötmagnið var 11.845 lestir, sem er lítil magn- aukning vegna þess hve fé var rýrt. Meðalþungi dilka í land- inu var 13.59 kg. Miklu fleiri nautgripum var lógað en árið áður. Færri nautgripir munu hafa verið settir á vetur nú í haust en í fyrra en álíka margt sauðfé eða um 840—850 þúsund. 210—220 býli fengu á árinu rafmagn frá Rafveitum ríkisins og 200 bændur rafvæddu heim- ili sín, einkum með díselstöðv- um. Hafa nú 3300 býli fengið rafmagn frá almenningssam- veitum og rúmlega 1000 býli frá einkastöðvum. Minna var flutt inn af land- búnaðartækjum en árið áður. Þó voru 612 nýjar hjóladráttar- vélar fluttar inn og 100 notaðar. Inn voru einnig flutt 451 ámoksturstæki og 394 heyblás- arar. Efnahagur bænda þrengdist, enda minnkaði mjólkurfram- leiðslan, dilkar voru rýrari og kartöfluuppskeran brást. En allur tilkostnaður jókst. Síðar í yfirlitsgreininni segir búnaðarmálastjóri orðrétt: „Verðbólgan, sem vaxið hef- ur með óhugnanlegum hraða að undanförnu, sérstaklega síðustu 3 árin, er höfuðorsök þess, hve aðstaða landbúnaðarins til að framleiða fyrir erlendan mark- að hefur versnað. Á meðan verð á landbúnaðarvörum hefur því nær staðið í stað erlendis síð- ustu 5—6 árin, hefur verðbólg- an hér hækkað framleiðslu- kostnað og verðlag allt um 10— 20% á ári. Allir atvinnuvegir, sem framleiða fyrir erlendan markað, hljóta að fara í strand, ef verðbólgan fær að vaxa hér mun hraðar en í viðskiptalönd- um vorum. Nú vu-ðist röðin komin að sjávarútveginum. Hvað hann hefur getað staðið af sér verðbólguóráðið undan- farin ár má þakka frábærum aflaárum í röð, samfara ört hækkandi verðlagi á fram- leiðsluvörum sjávarútvegsins erlendis. Stöðvun verðbólgunn- ar og síðan skipulögð verðhjöðn un er það eina, sem getur bjarg að afkomu útflutningsatvinnu- veganna til frambúðar. Gildir það jafnt um landbúnað sem aðrar atvinnugreinar, sem þurfa að selja framleiðslu sína erlendis. Skammsýnir menn eru oft fljótir til að fordæma atvinnu- greinar, sem eiga í tímabundn- um erfiðleikum einkum, ef aðr- ar atvinnugreinar ganga vel á sama tíma. Vegna þess hve sjáv arútvegurinn hefur staðið sig betur en landbúnaðurinn und- anfarin ár við framleiðslu fyrir erlendan markað, hafa sumir talið nauðsyn að fækka bænd- um og skipuleggja landbúnað- inn þannig, að ekki verði fram- Dr. Halldór Pálsson, búnaðarmálastjóri. leitt meira af búvöru en þarf til heyzlu innanlands. Slíkt væri hið mesta óráð af eftirtöldum ástæðum. í fyrsta lagi er þjóð- arnauðsyn að framleiða nóg af búvöru fyrir landsmenn og það verður ekki gert í erfiðari ár- um nema verulegur afgangur verði í góðærum. í öðru lagi er bundið rnjög mikið fastafjár- magn í landbúnaðinum í mann vúkjum og ræktun, sem stend- ur ekki aðeins vaxtalaust held- ur verður ónýtt, ef jarðir fara í eyði. Það er auðveldai-a að leggja bát eða loka verksmiðju um nokkurt skeið, þótt illt sé, heldur en yfirgefa vel uppbyggð ar jarðir og eyðileggja bú. í þriðja lagi er því miður engin vissa fyrir því, að ætíð gangi svo vel fyrir öðrum atvinnu- greinum, sem framleiða til út- flutnings, að ekki verði full þörf á að hafa auðselda búvöru eins og kjöt, ull, húðir og skinn til útflutnings og gjaldeyris- öflunar. En á meðan landbúnaðurinn á í þeim tímabundnu erfiðleik- um, sem hann héfur átt í síð- ustu árin, með að fá viðunandi verð erlendis fyrir þann hluta búvörunnar, sem ekki þarf til innanlandsneyzlu, verða bænd- ur og allir, sem að landbúnaði vinna, beint eða óbeint, að sýna fyllstu ábyrgð og haga þannig framleiðslu og framkvæmdum að sem hagkævmast verði bæði fyrir bændur og -þjóðfélagið, én jafnframt verða bændur að krefjast fyllsta jafnréttis við aðra þegna þjóðfélagsins á öll- um sviðum, jafnt menningar- og félagsmálalegum, sem efna- hagslegum“. Q Rannsókn kals í fúnum Á ÖNDVERÐU Alþingi 1962 flutti Valtýr Kristjánsson í Nesi tOlögu til þingsályktunar um rannsókn á kali í túnum, en Valtýr átti þá um tíma sæti á þingi sem varamaður. Ástæðan til þess, að þessi tillaga var flutt þá, var m. a. sú, að sum- árið 1962 urðu kalskemmdir í túnum með mesta móti um land allt. En sumarið 1965 urðu einnig miklar kalskemmdh’, einkum á Austurlandi, sem kunnugt er. Enn er mönnum líka í minni kalið mikla árið 1951, en þá rýmaði heyfengur um ca. 300 þús. hesta. Ekki náði tillagan um rann- sókn kalsins samþykki þings- ins í þetta sinn. Vildi meirihluti allsherjarnefndar sameinaðs þings láta vísa henni frá með rökstuddri dagskrá og varð mál ið ekki útrætt. En á næsta þingi á eftir (1963) var tillagan enn flutt og hlaut þá samþykki og var afgreidd til ríkisstjórn- arinnar sem ályktun sameinaðs Alþingis um þetta mál. Ekki er Degi kunnugt enn, hvað rannsókn kalsins og ráð- stöfunum í því sambandi hefur miðað áfratn í höndum ríkis- stjómarinnar og starfsmanna hennar síðan Alþingi fjallaði um málið. En sl. sumar var eft irfarandi ályktun gerð á aðal- fundi Ræktunarfélags Norður- lands. „Aðalfundur Ræktunarfélags Norðurlands haldinn á Akur- eyri 29. júní 1966 lítur svo á, að kal í túnum sé eitt alvarleg- asta vandamál, sem að íslenzk- um landbúnaði steðjar, og að reynsla undanfarinna ára sýni, að engin önnur áföll valdi meira og tiðara fjárhagstjóni. Fundurinn bendir á rannsókn- ir á eðli kalsins og ástæðum hljóti að verða svo umfangs- miklar og margþættar, að nauð sýn sé, að einn eða fleiri sér- fræðingar geti helgað sig þeim eingöngu. Hann beinir því þeh’ri eindregnu áskorun til stjórnar Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins, að hún feli þessar rannsóknir nú þegar sér stökum sérfræðingi og verði hann staðsettur þar sem að- stæður geta orðið sem beztar bæði með tilliti til rannsókna og tilrauna á kalsvæðunum sjálfum og vinna á rannsóknar- stofum. Fundurinn beinir þeirri áskorun til fjárveitingarvalds- ins að það geri Rannsóknar- stofnun landbúnaðarins þetta fært með því að auka fjármagn til hennar eða veita sérfjárveit ingu til kalrannsókna“. Þessi ályktun Ræktunarfé- lags Norðurlands mun hafa verið. send hlutaðeigendum, framkvæmdastofnunum og al- þingismönnum. í tillögu Valtýs í Nesi o. fl., sem fyrr var nefnt var þess m. a. óskað, að rannsóknin yrði látin beinast að eftirfarandi atriðum: 1. Áhrifum veðurfars og snjóa- og svellalaga. 2. Eðlisfræðilegu ástandi jarð (Framhald á blaðsíðu 7) SMÁTT OG STÓRT: Leikarar í Grænu lyftunni á sviðinu í Árskógi. Græna lyftan sýnd í Árskógi UNGMENNAFÉLAGIÐ Reynir og kvenfélagið Hvöt í Árskógs- hreppi frumsýndu gamanleik- inn Grænu lyftuna eftir Avery Hopwood, í Árskógi sl. föstu- dag undir leikstjóm Júlíusar Oddssonar Akureyri. Eru sýn- ingar nú orðnar fjórar, sæmi- lega sóttar og hafa hlotið góðar undirtektir. Þessi gamanleikur virðist fyrst og fremst ætlaður til stundargamans, eins og fleiri leikir af slíku tagi og nær því marki. Efni hans er ekki stór- brotið, en skörp átök og mikill misskilningur eiga sér stað, í gegnum leikinn, sem skapar spennu, en allt endar vel að lok um. Mörg spaugileg atvik koma fyrir í leiknum og smellin til- svör, sem koma áhorfendum auðveldlega í gott skap. Leikendur eru: Jóakim Páls- son, Heiðveig Friðriksdóttir, Rafn Gunnarsson, Bryndís Frið riksdóttir, Birgir Marinósson, Olafía Halldórsdóttir, Jóhannes Reykjalín og Gunnar Gústavs- son. Aðstoðarmaður er Sigfús Þorsteinsson. Eru hlutverk þeirra misstór og verður ekki lagður dómur á frammistöðu hvers þeirra hér, en vel er farið með mörg hlutverkin og geta þeir aðilar sem í hlut eiga vel unað þeim áragri, sem náðst hefir eftir mikið erfiði, og eiga þakkir skyldar fyrir framtak sitt. Ráðgerðar eru sýningar á nokkrum stöðum í héraðinu á næstunni og ætti fólk að nota tækifærið og veita sér skemmti lega kvöldstund með því að sjá þennan gamanleik. Leikhúsgestur. LEIKFÉLAG ÓLAFSFJARÐAR: OLDUR" dr. Jakobs Jónssonar n sýndar á Akureyri LEIKFÉLAG ÓLAFSFJARÐ- AR brá sér til Akureyrar eftir nýárið og sýndi „Öldur“ eftir dr. Jakob Jónsson, 5. og 6. janú ar í Samkomuhúsinu. Leikstjóri var Kristján Jónsson en Krist- inn Jóhannsson málaði leik- tjöld. Leikendur eru sex, Þor- steinn Jónsson, Petrea Rögn- valdsdóttir, Guðbjöm Am- grímsson, Helga Björnsdóttir, Hanna Brynja Axelsdóttir og Ásgeir Ásgeirsson. Áhugaleikfólki þykir alltaf nokkurs um það vert að flytja leikrit á sviði í stærri bæ en heimabænum, og til þess þarf nokkra djörfung. Sú djörfung er nauðsynleg og leikfélögum, sem nú vex hröðum skrefum fiskur um hrygg um land allt, er það kappsmál að skiptast á heimsóknum, enda geta allir nokkuð af því lært og mark- miðið er stærra hverju sinni þegar leikför er framvmdan. Leikrit dr. Jakobs Jónssonar „Öldur“ var samið fyrir aldar- fjórðungi og hefur allvíða ver- ið sýnt. Það hefur boðskap að flytja og er stórbrotið, ástríðu- fullt og jafnvel öfgakennt og ekki laust við bláþræði. En áhrifamikið er það í sínu óhrjá lega umhverfi, og við undirleik brims og storma. Þorsteinn Jónsson leikur Ás- um síðastliðna helgi mund formann, hinn heil- steypta, hrjúfa, kjarnakarl. Petrea Rögnvaldsdóttir leik- ur konu - hans, trúaða, lífs- reynda og vitra sjómannskonu. Guðbjöm Arngrímsson leikur son þeirra hjóna, ungan en upp kominn efnismann. Helga Björnsdóttir leikur Helgu fósturdóttur þeirra hjóna, hina geðríku og ást- föngnu heimasætu. Hanna B. Axelsdóttir leikur hina hrokafullu og óhamingju- sömu sýslumannsdóttur, Erlu að nafni. Ásgeir Ásgeirsson leikur Val lögfræðing, síðar settan sýslu- mann, sem sefur hjá Ei’lu en elskar Helgu, þar til höfundur lætur taflið snúast við í mann- skaðaveðri. Allt gerir þetta fólk hlutverk um sínum góð skil og sumt með ágætum, en framburður mætti þó vera betri og sitt hvað má að sjálfsögðu að finna. En sem heild voru sýningar þessar góð- ar og benda til þess, að á sviði leiklistar séu Ólafsfirðingar mörgum öðrum liðtækari. Þökk sé þeim fyrir komuna til Akur- eyrar, fyrir að leggja rækt við þessa grein menningarmála og fyrir það að taka athyglisvert íslenzkt verkefni til meðferðar. E. D. (Framhald af blaðsíðu 8) er á lofti haldið, hefur þróazt hugniyndin um eina allsherjar- lausn. Menn tæpa á lausnar- orðinu, velta því í munni sér, segja hver öðrum það og bera það öðru hverju fram opinber- lega. Þetta lausnarorð er: Ábyrgur bæjarstjórnarmeiri- hluti. ÁBYRGUR MEIRIHLUTI Með ábyrgum meirihluta í bæj arstjórn hyrfi svefninn í bæjar- framkvæmdum. Meirihlutinn cfldist til dáða, leitaði og fyndi úrræði, en mimiihlutinn héldi uppi hollri og örvandi gagn- rýni, segja þessir menn, og vissulega hafa þeir töluvert til síns máls. Ágætur borgari barði í það sama borð og þess- ar línur eru skrifaðar á, og sagði: „Þrengingar Ú. A. væru engar til ef við bara ætturn ábyrgan meirihluta í bæjar- stjóm“. Svona nýtur liinn svo- kallaði „ábyrgi meirihluti" mikils trúnaðar meðal ýmissa bæjarbúa. Og ekki eru þeir í nokkrum vafa um það, fulltrú- ar minnstu flokkanna í bæjar- stjórn. Þegar þeir lofsyngja meirihlutahugsjónina liafa þeir .einnig þetta í liuga: Við eigum 2 af 11 í bæjarstjórn. Ef við ættum 2 af 6 í bæjarstjórnar- meirihluta þá væri okkar hlut- ur stærri. HVORT ER STERKARA? En rétt er í þessu sambandi að benda á eftirfarandi: Það er „sterkara“ þegar öll bæjar- stjóm stendur að þýðingar- miklum samþykktum, saman- ber fjárhagsáætlun bæjarins, en ef aðeins naumur mcirihluti SKJALDARMERKI AKUREYRAR SÉRSTAKT MERKI hefur ver- ið notað sem „skjaldarmerki“ Akureyrarkaupstaðar. Nú hef- ur sama merki eða svipað verið sett á ölflöskur hjá Sana h.f. á Akureyri og hefur mörgum gramizt þetta og fundizt stuld- ur. Umrætt skjafdarmerki hefur ekki verið löggilt. En það er notað sem slíkt óg þess vegna er furðulegt að fyrirtæki skuli setja það á sína framleiðslu, eða líkt merki, þótt það kunni að vera löglegt. Hins ber svo að geta, að margnefnt Akureyrar- merki, sem hér um ræðir er ónothæft vegna þess hve líkt það er þýzka skjaldarmerkinu. Vilji kaupstaðurinn nota sér- stakt bæjarmerkí, þarf það að vera löggilt merki og pðrum óheimilt. Akureyrarmerkið var fyrst notað sem slíkt 1930 í sambandi við Alþingishátíðina og er gert af Tryggva Magnússyni. í sam- bandi við bæjarafmælið og síð- ar hefur bæjarráð veitt nokkr- um aðilum leyfi til að nöta það á minjagripi. En ölbruggarar hafa ekki sótt um slíkt leyfi og er tiltæki þeirra mjög gróft. Q samþykkir. Það er líka sterkara ef nota má það orð, og síður hætt við mistökum, ef bæjar- fulitrúar tileinka sér vissan sveiganleika . í samstarfi við urlausn sameiginlegra hags- munamála — séu a. m. k. öðr- um þræði samvinnumenn i bæjarsíjórnannálunt —. En stundum dugar þetta ekki til þegar skoðanamunur er mikill bæði hvað snertir markmið og leiðir. r n ÞEGAR AGREININGUR RÍS Segjum nú svo, að upp rísi veru legur ágreiningur um framtíð togaraútgerðar á Akureyri, ntilli stjórnmálaflokka. Tökum dæmi. Framsókn vill endurnýja skipaflotann og kaupa nýja skuttogara í stað hinna görnlu, en til að fullkomna dæmið ger- um við ráð fyrir að íhaldið krefjist þess, að útgerðarfélagið verði lagt undir uppboðshaniar inn. Aðrir flokkar tækju svo einnig afstöðu. í máli sem þessu, þar sem skoðanir væru algerlega andstæðar, væri eðli- legt að myndaðist bæjarstjóm- armeirihluti og að milli þessara tveggja stefna væri kosið í al- mennum bæjarstjórnarkosning um. Annað dæmi: Segjuin að framkvæmdaáæflun Akureyrar kaupstaðar, sem verið er að semja, hljóti sfuðning og and- stöðu, sem skiptist flokkslega. Þá væri eðlilegt, að margnefnd ur ábyrgur meirihluti myndað- ist um slíkt stórmál og er það í samræmi við venjulegar lýð- ræðisreglur. BYGGINGARVfSITALAN Samkvæmt nýútkomnum Hag- tíðindum er vísitala byggingar- kostnaðar nú 298, þegar miðað er við 100 árið 1955. En um áramótin 1959—60, rétt fyrir „viðreisn“ var byggingarvísi- lalan 132. Á viðreisnartímabil- inu hefir því byggingarvísitalan hækkað úr 132 upp í 298 eða um 124%. fbúð, sem kostaði 400 þús. kr. „fyrir viðreisn“, kostar nú samkvæmf þessu 896 þús. kr. KAUPGJALD I 10 ÁR Lágmarkskauptaxti Dagsbrún- ar í Reykjavík að viðbættu orlofsfé, tillagi í orlofsheimila- sjóð og styrktarsjóðsgjaldi, sem birt er í Hagtíðindum, hefir í árslok undanfarin 10 ár verið sem hér segir: f árslok 1957 kr. 19.92 f árslok 1958 — 25.29 f árslok 1959 — 21.91 í árslok 1960 — 21.91 f árslok 1961 — 24.33 f árslok 1962 — 26.54 f árslok 1963 — 34.45 í árslok 1964 — 36.52 f árslok 1965 — 44.32 1 árslok 1966 — 49.38 Rétt er að geta þess til skýr- ingar, að meðaltal lágmarks’ kauptaxtans allt árið 1958 var« kr. 21.30, en hækkaði síðar hluta ársins, einkum í byrjui desembermánaðar. Kaup. greiðsluvísitala var svo lækkuí með lögum árið 1959.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.