Dagur - 11.01.1967, Blaðsíða 8

Dagur - 11.01.1967, Blaðsíða 8
8 SMÁTT OG STÓRT Fjölmennur bæjarmálafundur Framsóknarmanna Málshefjendur voru Jakob Frímannsson og Sigurður Óli Bryrijölfssöh HINN 5. janúar efndu Fram- sóknarfélögin á Akureyri til bæjarmálafundar á Hótel KEA. Var hann fjölsóttur. Frummæl- endur voru bæjarfulltrúarnir Jakob Frímannsson forseti bæj arstjórnar og Sigurður Oli Brynjólfsson. En að ræðum þeirra loknum hófust almennar mnræður, sem stóðu lengi kvölds og fram á nótt. Jakob Frímannsson ræddi nokkra þætti bæjarmála, en éinkúm Um hið óvænta ástand, sem lausnarbeiðni núverandi bæjarstjóra hafði í för með sér. Framsóknáimenn í bæjarstjóm hafa haft forystu um, að ná samkomulagi innan bæjarstjórn ar um lausn þéssa vanda. Lagði hann áherzlu á, að mannkosta- maður yrði ráðinn og að sem Nfr skóli á Fljótsdalshéraði Egilsstöðum 9. jan. Á fimmtu- daginn hefst kennsla í nýja bamaskólanum á Hallormsstað. Fjórir hreppar standa að bygg- ingu hans og í þeim hefur verið farkennsla. Nýi skólinn hefur heimavist fyrir 54 böm, en fleiri verða í skólanum. Skólastjóri verður Guðjón Jónsson frá Eskifirði og kennari Ólafur Hallgrímsson frá Droplaugar- stöðum í Fljótsdal. Byggingar- félagið Brúnás sá um fram- kvæmdir. í byrjun verður að notast við frumstæð skilyrði, en búizt er við, að fjármagn verði fyrir hendi til að fullgera skólahúsið og lóðina seinni partinn í vetur. Skólahúsið hefur þá verið 3 ár í smíðum. Allir vegir á Héraði eru fær- ir, en á þeim er mikil gljá. Enn . fremur er fært um Fagradal og Oddsskarð, en snjóbílar fara yfir Fjarðarheiði. Snjóbílum hefur fjölgað hér um slóðir og eru það einkum sænskir snjó- bílar, sem keyptir hafa verið. Menn þóttust verða þess áþreif anlega varir í fyrra, að betra væri í snjóavetrum að komast leiðar sinnar ofan á snjónum én með því að grafa sig áfram, sem er kleppsvinna. V. S. víðtækust samstaða næðist um kosningu hans, því á miklu ylti, að hann nyti trausts sem flestra bæjarfulltrúa, helzt allra. Sagð ist hann hafa ástæðu til að halda, að slíkt myndi takast, enda þótt fulltrúar Alþýðu- bandalagsins vildu blanda ráðn ingu nýs bæjarstjóra samning- um um framkvæmdamál bæjar ins. Sigurður Óli Brynjólfsson gerði í sinni ræðu grein fyrir fjárhagsáætlun bæjarins, sem vænt^nlega hlýtur fullnaðar- afgreiðslu á næsta bæjarstjórn- arfundi. Skýrði hann ýmsa liði hennar og gerði samanburð við áætlun liðins árs. Gat hann þess, að nokkrar breytingar hefðu verið gerðar á uppsetn- ingu áætlunarinnar. Hann sagði framlög til verklegra fram- kvæmda og eignabreytingar aukast verulega og mun meira en sem svaraði 15% hækkun tekna. Ennfremur ræddi hann framkvæmdaáætlun bæjarins. (Framhald á blaðsíðu 2.) Frumsýning menntaskólanema Á FÖSTTJDAGINN frumsýnir Lefkfélag Menntaskólans á Ak- ureyri sjónleikinn Biedex-mann og brennuvarg'ana í þýðingu Þorgeirs Þorgeirssonar og und- ir leikstjórn Erlings E. Háll- dórssonar. Leikritið, sem er eftir Max Frich, er ádeila í gamansömum búningi. Leikfélag M. A. hefur jafnan komið bæjarbúum í gott skap BJARNI BRAUT HITA- MÆLINN Áramótagrein Bjama Bene- diktssonar í Mbl. 31. des. sl. er að ýmsu leyti fróðleg. Þar segir hann m. a.: „Vandinn verður ekki leystur með því að banna verðtryggingu eða vísitölubind ingu, enda er sú ráðstöfun í eðli líkust því sem menn héldu, að við hitasótt yrði ráðið með því „einfalda ráði“ að brjóta hitamælinn“. — Og enn segir Bjarni: „Svo sem reynslan á árunuin 1960 til 1964 sýndi, þá fer því fjarri, að afnám vísi- tölubindingar tryggi að víxl- áhrif eigi sér ekki stað. Verð- bólguvöxturinn var ekki minni á þessum árum en öðrum þrátt fyrir það, þá vísitölubinding væri þá lögbönnuð“. — Þó Bjami noti orðið „binding“, í dálítið óvenjulegri merkingu, skilst vel við hvað er átt, og að liann hafi hér lög að mæla. Hitt þarf svo varla að minna á, að það var Bjami sjálfur og með- stjórnendur hans, sem „brutu hitamælinn“ árið 1960. BJARNI SAGÐI FLEIRA En Bjami sagði fleira. Hann segir t. d.: „Þess vegna hafa menn neyðzt til nokkurra upp- bótargreiðslna á undanfömum árum, og ýmsir telja, að vand- inn verði ekki leystur nema þær séu auknar“. — Síðar kem ur þessi klausa: „Hið eina raun hæfa liagstjómarráð, senj, ríkis stjórnin hefir ekki viljað beita í baráttunni við verðbólguna, er að stofna til atvinnuleysis í því skyni að hafa þar með taum- hald á kaupgjaldi og standa á móti óhæfilegri þenslu“. — Jóhannes Nordal sagði í ræðu í vetur, að nú væri þörf „öfl- ugri liagstjómartækja“ en þeir'ra, sem beitt hefir verið undanfarið. En Bjarni virtist í svipinn ekki koma auga á nema þetta eina, og segir það ekki nothæft, sem og rétt er. HVAÐ ER AÐ HRYNJA? Einar Olgeirsson birti í Þjóð- viljanum áramótagrein með fyrirsögninni: „Hvað er að hrynja — og hvað er framund- an?“ Þar segir hahn og ekki að ástæðulausu, að hrun ýmissa atvinnufyrirtækja hér á landi sýnist yfirvofandi. En það mun ekki eingöngu hafa verið hran- hljóð „viðreisnarinnar“ sem ómaði í eyrum Einars, þegar hann greip pennann í þetta sinn. Það skyldi þó ekki vera, að Alþýðubandalagið sé að „hrynja“. f sunnanblöðum seg- ir, að fimm kunnir menn liafi neitað að mæta þar á stjórnar- fundum. Það hefir heldur ekki farið leynt syðra undanfarið, að í Sósialistaflokknum hafi verið miklar viðsjár, svo. að ekki sé meira sagt. Ástæðan er af ýms- um fróðum mönnum talin sú, að hin gamla háborg alþjóða- kommúnismans sé að hruni komin, og að þeir, sem vanir eru að treysta leiðsögn þaðan, viti nú ekki sitt rjúkandi ráð. Von, að spurt sé: „Hvað er að hrynja?“ LAUSNARORÐIÐ Það eru mikil mannréttindi að mega skamma bæjarstjórn. Mörgum manninum verður hug liægra á eftir og verður þetta að teljast til hollustuhátta. Há útsvör, seinagangur í fram- kvæmdum og óleyst verkefni í öllum áttum eru kær umræðu- efni manna í milli. Mitt í þessu nöldri, sem með réttu og röngu (Framhald á blaðsíðu 5). Ólafsfjarðarbðtar róa og þykja árlegir sjónleikir þess jafnan tíðindum sæta í leikhús- lífi bæjarins. Svo mun enn verða og eru bæjarbúar hvattir til að sækja sýningar vel. En sýningum verður hraðað eftir föngum. Formaður Leikfélags M. A. er Einar Karl Haraldsson. Ólafsfirði 10. jan. Hér hefur alit verið á kafi í snjó undanfarið og beltavélar einar komist leið- ar sinnar og svo sleðahestar, þar til hlánaði, að slóðir voru troðnar með jarýtum. Mótorbátamir Guðbjörg, Þor leifur og Anna hófu róðra strax úr áramótum og hefur aflinn verið 4—6% lest í róðri. í þess- ari viku bætast Sæþór og Vin- ur sennilega í hópinn. Þessir 5 dekkbátar ættu að hafa mjög bætandi áhrif á atvinnuástand- ið, ef gæftir verða góðar og framhald á afla. Skátar skutu flugeldum kl. 9 á 13. í jólum í hlíðinni hér fyrir ofan bæinn og kveiktu síðan á blysljósum, sém mynduðu ár- talið 1967. Logaði á þeim á aðra klukkustund. B. S. Var 26 klukkustundir 40 km. leið Laugum 6. jan. Veðrátta var óstillt um jól og áramót og veg- ir erfiðir. Mjólkurbíll lagði af stað frá Reykjahlíð í Mývatns- sveit kl. 8 að morgni og fór fram hjá Laugum kl. 10 morg- unin eftir, og er þetta til marks um erfiðleikana á vegunum, á 40 km. leið. Fannfergi er ekki eins mikið og í fyrra en sam- gönguerfiðleikar álíka og þá. Messa féll niður vegna óveðurs og einnig bamasamkoma. Skólafólkið hefur verið að koma úr jólaleyfi undanfarna daga og eru aðeins fáir ókomn- ir, þeir sem um lengstan veg áttu að sækja. G. G. Hinn 30. des. sl. fór mjólkur- bíll frá Sigurðarstöðum í Bárð- ardal áleiðis til Húsavíkur. Hann komst á ákvörðunarstað og h'eim aftur á sjötta degi. Þ. J. Nokkrir aðalleikarar M. A. á æfingu. (Ljósm.: P. A. P.) Eyfirðingur lýkur doktorsprófi EYFIRZKUR bóndasonur, Hörður Ki'istinsson frá Arnar- hóli í Kaupangssveit, hefur ný- lega lokið doktorsprófi í grasa- fræði við háskólann í Götting- en í Þýzkalandi. Hörður hefur undanfarin ár unnið að rann- sóknum á sníkjusveppum og fjallaði prófritgerð hans um það efni. Hörður er væntanleg- ur heim innan skamms, og hef- ur í hyggju að stunda hér rann- sóknir á fléttum (skófum) á Náttúrugripasafninu. Q

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.