Dagur


Dagur - 11.02.1967, Qupperneq 2

Dagur - 11.02.1967, Qupperneq 2
f fólkið hefur orðið UNGA FÓLKÍÐ TEKUR NÚ í TAUMANA Frá fundi FUF um Utanríkis- og varnamál LAUGARDAGINN 4. febrúar sl. gekkst FUF á Akureyri fyrir fundi að Hótel KEA um utan- ríkis- og vamarmál. Frummæl- andi var Tómas Karlsson rit- stjómarfulltrúi. í upphafi máls síns rakti Tómas sögu og skipan utan- ríkisþjónustunnar á íslandi frá því að íslendingar tóku þau mál í sínar hendur. Gat hann þess að raunverulega hafi ís- lendingar farið að annast utan- ríkismál sín strax daginn eftir hernám Danmerkur 10. apríl 1940. Þá lagði ríkisstjórnin fram tvær tijlögur til þingsályktunar fyrir Alþingi, sem báðar voru samþykktar, aðra um æðsta vald í málefnum ríkisins, hina um meðferð utanríkismála og landhelgisgæzlu. Frá því þró- uðust málin til þess sem nú er. Sendiráð íslands eru orðin 8 talsins í öllum helztu nágranna löndunum, auk þess á fsland fastafulltrúa í ýmsum alþjóða- stofnunum, þar á meðal hjá S. Þ., en nýlega var stofnað am- bassadorsembætti um starf fastafulltrúans þar . Síðan sagði Tómas. „í lögum um þingsköp Aþingis segir, að utanrikismálanefnd skuli skip- uð 7 mönnum. Ennfremur segir orðr<«tt: „Til utanríkismála- nefndar skal vísað utanríkis- málum. Utanríkismálanefnd starfar einnig milli þinga og skal ráðuneytið bera undir hana utanríkismál, sem fyrir koma milli þinga.“ Af þessum ákvæðum þingskapa Alþingis er ljóst, að löggjafinn aetlast til* þess að utanríkisstefna íslands og afstaða íslands til einstakra meiriháttar utanríkismála sé mótuð í meginatriðum af ut- anríkismálanefnd Alþingis að svo miklu leyti sem Alþingi sjálft ákvarðar ekki afstöðu með þinglegri meðferð mála.“ Hinsvegar sagði ræðumaður, að núverandi ríkisstjórn hefði brotið þessa undirstöðureglu um meðferð utanríkismála ís- lands. Þessu til áréttingar benti hann á, að nefndin hefði ekki verið starfhæf, af þeirri ein- földu ástæðu, að ríkisstjómin hefði ekki séð ástæðu til að vísa mikilsverðum málefnum til hennar, heldur tekið ákvarðan- ir algjörlega upp á sitt eindæmi án þess áð hirða um skýlaus ákvæði í þingsköpum um starf utanríkismálanefndar. Einföldustu lýðræðisreglur eru þverbrotnar af núverandi ríkisstjóm; fulltrúum stjórnar- andstöðúflokkanna er ekki leyft að fylgjast með mikils- verðum málum, sem snerta alla þjóðina, hvað þá að þeir fái að segja sitt álit. Slík og þvílík vinnubrögð væru þekkt meðal þjóða, sem búa við einræðis- skipulag eða mjög frumstæðan skilning á hugtakinu lýðræði. Ríkisstjórnin hefur að vísu lof- að bót og betrun til leiðrétting- ar þessu, en ekkert hefur það gerzt, sem bendir til þess að staðið verði við það. Eitt gleggsta dæmi um virð- ingarleysi ráðamanna þjóðarinn ar við Alþingi og lýðræðislegan hugsunarhátt væri leyfisveit- ing til handa setuliðinu að auka við sendikraft sjónvarpsstöðvar innar, sem það rak. „Um þetta mál var ekki fjallað af utan- ríkismálanefnd Alþingis eins og skylt var. Heyrzt hefur meira að segja að viðkomandi ráð- herra hafi veitt leyfið upp á sitt eindæmi, a. m. k. hafa samstarfs menn hans gefið slíkt í skyn. Ekki hafi verið fjallað um mál- ið af þingflokkum stjórnarinnar né Alþingi fyrr en leyfið hafi verið veitt fyrir nokkru. Þing- flokkar stjórnarinnar hafi þann ig staðið frammi fyrir gerðum hlut, sem kallað gæti fram mikl ar pólitískar sviptingar og jafn- vel stjórnarslit, ef við væri hróflað — og því látið kyrrt liggja“, sagði Tómas. Einnig nefndi hann dæmalausa fram- komu ríkisstjórnarinnar gagn- vart Alþingi þegar samningarn- ir við Breta um landhelgina voru í undirbúningi. Þá hélt utanríkisráðherrann því blá- kalt fram, að engir samninga- fundir við Breta stæðu yfir eða væru róðgerðir. En svo einn góðan veðurdag birtist sami ráð herra með frágenginn samning við Breta, sem hann hafði þrá- faldlega neitað að væri í undir búningi. Slíkur undirlægjuhátt ur og óvirðing við Alþingi væri gott dæmi um siðferði sumra íslenzkra stjómmálamanna í dag. „Meðan siðgæðisvitund ís- lenzkra stjórnmálamanna er á þessu stigi og hún er spegil- mynd af siðgæðisvitund þjóð- arinnar, getum við ekki búizt við því að sérlega mikil reisn verði yfir íslenzkum stjórnmál um, markmiðin háleit eða hug- sjónir fagrar né íslenzk utan- ríkisstefna þannig í framkvæmd að við getum varið hana kinn- roðaIaust“, sagði Tómas. Hann gerði einnig að um- ræðuefni þau tíðindi, að full- trúar íslands hjá Sameinuðu þjóðunum hefðu nýlega tekið sig út úr hópi Norðurlanda, þeg ar greidd voru atkvæði um aðild Kína að S. Þ. Þar skipaði ísland sér á bekk með ríkjum á borð við Mið-Afríku-lýðveld ið og Rawna, sem eiga æði langt í land að verða talin til fyrir- myndar í þjóðarfjölskyldunni, og greiddi atkvæði gegn aðild Kína að S. Þ. Meðferð þess máls væri enn ein sogarsagan um glundroðann og takmarkaða lýð ræðisást forráðamanna þjóðar- innar. Utanríkisráðuneytið hef ur ekki hátt um málið og utan- ríkismálanefnd Alþingis sett algjörlega utangarðs því ekki' þótti ástæða til að láta hana fjalla um málið þó það sé skylt lögum samkvæmt. Meira að segja lítur þetta enn ankanna- legar út, þegar það er haft í huga, að í þann mund, sem þessi atkvæðagreiðsla fór fram í sölum S. Þ., þá samþykkti flokksþing Alþýðuflokksins und ir forsæti formanns flokksins, hæstvirts utanríkisráðherra, ályktun þess efnis, að flokkur- inn styddi eindregið aðild Kína að Sameinuðu þjóðunum! Er að furða þó að marga setji hljóða? Ræðumaður kvað að framan sögðu ljóst, að framundan væri verk að vinna við að hrista af þjóðinni þessi óþrif. Eins og oft áður verður unga fólkið að hafa þar forystu, því sannarlega hef ur það sterkari réttlætiskennd ig næmari siðferðisvitund en fram hefði komið í háttum og gerðum ráðamanna þjóðarinn- ar undanfarið. Ungir Framsókn armenn riðu á vaðið í haust. Þá var samþykkt á þingi Sam- bands ungra Framsóknarmanna ályktun um utanríkis- og varn- armál, sem hefur vakið mikla athygli. Þar er aðallega fjallað um dvöl erlends herliðs í land- inu á friðartímum. Undanláts- semi ríkisstjórnarinnar í sam- búðinni við herinn er bar harð- lega átalin, og að sjálfstæðri menningu íslands sé stefnt í voða ef heldur fram sem horfir. Til að beina þessari þróun á aðra og heillavænlegri braut, leggja ungir Framsóknarmenn til, að herinn hverfi af landi brott í áföngum. Um það segir svo í samþykkt þingsins: „11. þing SUF vill að þegar verði hafnar viðræður við aðild arþjóðir Atlantshafsbandalags- ins um gerð fjögurra ára áætl- unar, um brottför bandaríska hersins af Islandi, og að þjálf- aðir verði íslenzkir sérfræðing ar, sem tækju við starfrækslu ratsjárstöðvanna og gæzlu nauð synlegra mannvirkja Atlants- hafsbandalagsins stig af stigi samhliða því, að bandarískum hermönnum á íslandi yrði fækk að jafnt og þétt. Kostnaðurinn af þessum breytingum og gæzlu mannvirkja Atlantshafs- bandalagsins yrði greiddur af Atlantshafsríkjunum sameigin- lega eftir því, sem um semdist innan bandalagsins“. Með þessu vilja ungir Fram- sóknarmenn leggja sitt lóð á vogarskálina. Þeir taka ekki á sig þá ábyrgð að sitja hjá og láta' álit jslands meðál menn- ingarþjóða dvína með hverju ári vegna misnotkunar nokk- urra manna á valdi sínu. Það verður einnig ljósara með degi hverjum, að ungt fólk hvar í flokki sem það stendur, flykk- ist um þá tillögu, sem að ofan getur. Það gerir sér Ijóst, að þessi málefni eru komin í al- gjörlega óviðunandi horf og fagnar hverri tillögu, sem ætla mætti að yrði til bóta. Að vísu heyrast hjáróma raddir og þá aðallega frá kommúnistum. En þeim er vorkunn. Bandaríski herinn hefur verið þeirra lifi- brauð og þess vegna þykir þeim að vonum slæmt að missa „glæpinn“; hjá þeim helgar til- gangurinn meðalið. Stjórnar- flokkarnir hafa þagað þiinnu hljóði um þessar tillögúr enda yrði þeim varla stætt á því að hundsa þær, og eiga þá yfir höfði sér reiði unga fólksins og þá ekki sízt í þeirra eigin röðum. Tómas lauk máli sínu með . þeirri ósk að sem víðtækust sam staða myndaðist í öllum stjórn- málaflokkum um að koma mál- efnum, er snerta utanríkis- og varnarmál í það horf, að sjálf- stæð þjóð þurfi ekki að skamm ast sín fyrir. Að lokinni framsöguræðu Tómasar Karlssonar hófust al- mennar umræður um málefni fundarins. Var auðheyrt á þeim sem þar töluðu, að óánægja var mjög megn með framkomu ís- lenzkra valdhafa gagnvart er- lendu valdi. Voru menn á einu máli að keppa bæri markvisst að því,' að tillögur ungra Fram- sóknarmanna yrðu kynntar sem bezt fyrir þjóðinni. Ef það yrði gert þyrfti ekki að kvíða því að þeim yrði stungið undir stól af valdhöfunum. Samstaðan, sem þegar væri fengin bæri þess ljósan vott, að framlag ungra Framsóknarmanna félli í góðan jarðveg hjá þeim, sem vilja að íslenzkri menningu sé haldið á lofti, og einföldustu lýðræðis- reglum sé fylgt, þegar teknar eru ákvarðanir, sem snerta alla þjóðina. Á fundinum ríkti einhugur og samstaða og var öllum þeim, sem hann sótti til mikillar fræðslu og ánægju. Ungir Fram sóknarmenn á Akureyri þakka Tómasi Karlssyni fyrir komuna og mjög fróðlega framsögu. I. S. Jón Jónsson frá Skjaldarstöðum MINNINGARORÐ ANNAN febrúar sl. andaðist Jón Jónsson fyrrum bóndi á Skjaldarstöðum, 81 árs að aldri, hér á sjúkrahúsinu á Akureyri þar sem hann var búinn að liggja töluvert á þriðja ár og þurfti þar meðal annars að taka af honum annan fótinn, var hon um því mál á hvíldinni, því oft leið hann mikið í legunni. Þegar Jón var áttræður skrif aði ég nokkur orð um hann, þar sem ég rakti æviferil hans að nokkru. Sé ég ekki ástæðu til að taka það upp aftur nema að mjög litlu leyti. Þess skal þó getið að Jón var fæddur 24. október 1885 að Varmalands- hólum í Oxnadal. Þar bjuggu þá foreldrar hans, Jón Jónsson og Anna Magnúsdóttir. Þau bjuggu síðan á ýmsum bæjum og ekki alltaf í Öxnadal. En fyrst man ég eftir Jóni og þeim bræðrum í Efstalandskoti í Öxnadal. En vorið 1896 fluttust þau að Skjaldarstöðum í Öxna- dal og var það heimili Jóns æ síðar þar til að hann lagðist á sjúkrahúsið. Faðir Jóns andað- ist árið 1900, tók þá móðir hans vinnumann sem var hjá henni í eitt ár, en frá vorinu 1901 ann- aðist Jón búið og má heita að hann væri ýmist ráðsmaður hjá móður sinni eða bóndi á Skjald arstöðum þar til vorið 1962 að hann fluttist þaðan í burtu. Enda heilsan þá mjög tekin að bila. Jón frá Skjaldarstöðum var æskuvinur minn og hinn bezti félagi, og það var hann öllum unglingum í Öxnadal. Hann var hreystimaður mikill og sá ég oft til hans þrekraunir miklar. Aldamótaárið stofnuðum við unglingarnir í Öxnadal félag sem var samskonar og með sama sniði og markmiði eins og ungmennafélögin síðar. Þar var Jón hinn bezti liðsmaður. Við æfðum mikið glímu í þessu fé- lagi og var Jón langbeztur okk- ar sem glímumaður, en hann lagði litla stund á það að fella okkur í glímunni þó að hann gæti það hæglega, heldur hitt að við lærðum sem bezt að glíma. Á allan hátt var hann hin drengilegasti maður og fé- lagi. Jón lifði alla ævi ókvæntur og barnlaus, en hann ól upp systurson sinn, Baldur Ragnars son, eftir að móðir hans dó. Sé ég ekki ástæðu til að fjöl- yrða meira um ævi Jóns, en vísa til þess sem ég hef fyrir skömmu sagt um það efni. Jarðarför hans fór fram á Bakka í Öxnadal föstudaginn 10. þ. m. Því að í Öxnadal viidi hann beinin bera. Hins vegar vil ég nú kveðja hann hinztu kveðju og þakka honum drengskap og öll ágæt kynni á æskudögum okkar og alla ævina. Vertu sæll vinur. Bernharð Stefánsson. Steindór Gunnarsson. FUNDUR UM ÆSKULÝÐSMÁL „HUGINN", skólafélag MA, efn ir til opins málfundar í Sjálf- stæðishúsinu þriðjudaginn 14. febr. n.k. kl. 8.30. Fundarefnið er æskulýðsmál. Frummælendur verða Birna Þórðardóttir og Steindór Gunn arsson. Á fundinum verða seldar veit ingar. Bæjarbúar eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. Birna Þórðardóttir.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.