Dagur - 11.02.1967, Síða 4

Dagur - 11.02.1967, Síða 4
Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. Alþingiskosningar f 57. GR. LAGA um kosningar til Alþingis segir svo: „Þá er almennar, reglulegar alþingiskosningar fara fram, skal kjördagur vera hinn sami um land allt, síðasti sunnudagur í júnímánuði.“ Með því að rjúfa þing ið getur ríkisstjórnin þó ákveðið ann an kjördag. Þetta var gert árið 196S og kjördagur þá ákveðinn 9. júní. Þessi tími er mjög óhyggilegur hér á Norðurlandi. Sums staðar er sauð- hurði ekki lokið fyrr en komið er fram í júnímánuð. Sumir vegir eru oft með versta móti í maímánuði og fram undir miðjan júní vegna liol- klaka. Fundahöld eru því miklum vandkvæðum bundin á þessum tíma, eins og glöggt kom í ljós í síðustu kosningum. Nú er sá orðrómur uppi, að stjórnin kunni að hafa í hyggju að vega enn í sama knérunn og þá undir því yfirskyni að það sé gert vegna síldarsjómanna. Er það þó í lögum, að þeir sem f jarverandi séu á kjördegi geti kosið utan kjör- staða fyrir þann tíma. E. t. v. hugsa menn sem svo, að breytingin sé til hagræðis fyrir kosningaskrifstofur og að bændum sé að fækka. En ef rík- isstjómin bregður á þetta óheillaráð, þá er það gert til þess að gera bænd- um erfitt fyrir um að mæta á kjör- stað. Úr því að vikið er að þessu efni, er ekki úr vegi að rif ja upp til fróð- leiks meginatriði kosningaúrslitanna vorið 1963. Kjósendatalan var þá samkvæmt Hagtíðindum nál. 100 þús. (99. 798), eða 53,9% af íbúatöl- unni. Þess má geta til samanburðar, að árið 1946 var kjósendatalan 59% af íbúatölunni. Sést glöggt á þessu, að fjöldi fólks yrigra en 21 árs er hlutfallslega vaxandi. Vorið 1963 greiddu 90.958 kjósendur atkvæði eða 91,1%. — Kosningaþátttaka kvenna var 89,2% en karla 93.1%. Mest var kosningaþátttakan í Suður- landskjördæmi (93,2%), en minnst í Norðurlandskjörd. vestra (89,9%). Hér í Norðurlandskjördæmi eystra vom 11.202 á kjörskrá en 10.154 neyttu atkvæðisréttar eða 90.6%. Gild atkvæði voru 10.019 og skiptust þannig: Framsóknarflokkur 4530 atkv. Sjálfstæðisflokkur 2856 atkv. Alþýðubandalag 1621 atkv. Alþýðuflokkur 1012 atkv. Þess má geta, að Alþýðubandalag- ið taldi sig í þessum kosningum eiga að njóta stuðnings Þjóðvamarflokks- ins samkv. samningi, en sá flokkur hlaut 341 atkv. í haustkosningunum 1959. (Framhald á blaðsíðu 7.) ÖLDUNGURINN FRfl STEINAR MAGNÚSSON frá Þröm í Garðsárdal í Eyjafirði er öldungur á áttræðisaldri, hefur löngum gengið ógreiðar götur jafnvel utan alfaraleiðar. Fátæktin var hans fylgikona og brást hennar fylgd ekki. í fá- tækt sinni og mæðusömu lífs- hlaupi reyndi hann að glæða líf sitt unaðsstundum í heími skáld skapar, við rúnalestur þeirra náttúrufyrirbæra sem fyrir augu bera á degi hverjum og „heimspekilegar hugleiðingar". Garðsárdalur, þar sem Stein ar bjó í nær þrjá áratugi, hlýddi á Ijóð hans og lög og efalaust með velþóknun, dýrin í dalnum vissu að þar fór maður ekki í vígahuga. Grænt grasið óx upp að lágreistum bænum hans og puntstráin kinkuðu til hans kolli er hann gekk hjá. Steinar varð oft höndum seinni að grípa hin eftirsóttu lífsins hnoss þegar forsjónin kastaði hamingjuhjólinu og hver tók það er hann mátti. Engin konuhönd strauk hon- um tár af hvarmi, engin barns- hönd leitaði í lófa hans. í fátæk um dalabæ þvoði engin kona gólf og þar blakti ekki þvottur á snúru, eftir að ellin mæddi móður hans. En bóndinn á Þröm átti hjart ans yl og alltaf huggunarorð handa sjúkum og langþjáðum foreldrum og heilsulausum bróð ur. Engin ferð var of löng eða erfið ef eitthvað þurfti handa þeim að sækja. Vélaöldin náði aldrei fram að Þröm, ekki heldur síminn eða raflínan. Foreldrar Steinars, þau Magn ús Sigurðsson og Guðrún Sól- veig Sölvadóttir, bæði upprunn in austur á Jökuldal, dóu á Þröm í hárri elli, síðan Sveinn bróðir hans. Þá loks brá Stein- ar búi og flutti til Akureyrar. Hann horfir æðrulaus til ókom- inna daga og blandar geði við marga. Enn á hann það til að kveða vísur sínar við raust og minnast liðinna daga en lúnar hendur titra, og taka ekki leng- ur um ár eða orf . Steinar Magnússon hefur víða farið, lagt stimd á mörg störf og aldrei glatað lífsgleði sinni. Hann varð snemma lífsreyndur af því að takast á við tilveruna. Um sigra og ósigra orkar oft tvímælis, en hann kunni að brosa að eigin byltu og ekki kvartaði hann um erfiðleika sína. Steinar leit inn í skrifstofu blaðsins nú í þorrabyrjun, rifj- aði þá upp eitt og annað frá liðinni tíð og fer hluti af við- tali okkar hér á eftir: Hvar sástu fyrst dagsins ljós? Það var í Vogum við Mývatn 28. október fyrir rúmlega 72 ár um. Seint næsta vor fluttu for- eldrar mínir í Svartárkot í Bárð ardal. Svo voi-um við hingað og þangað, m. a. á Stóru-Laugum í Reykjadal í tvö ár, svo á Ytri- Varðgjá. Þaðan fói-um við eftir skamma dvöl í Svartárkot á ný og þaðan með Sölva Magnús- syni bónda í Kaupang og vor- um tvö ár þar. Pabbi og Sölvi urðu fljótt leiðir hvor á öðrum. Næst fluttum við í Víðihól á Fjöllum og vorum þar eitt ár. Enn tókum við okkur upp og héldum nú í Selárdal í Vopna- firði og vorum á Leifsstöðum í ein þi-j ú ár, minnir mig, og það an fórum við að Norðurskála- nesi á Kolbeinstanga, þar sem kallað er Vopnafjarðarkauptún. Rætt við Steinar Magnússon Þar var ófriður af ágangi bú- fjár. Þaðan rauk faðir minn með okkur norður á Lagnanes strönd og fékk hálft Dalshús til ábúðar. Þar vorum við víst í þrjú ár, en urðum að fara það an af því að jörðin var öðrum seld. Þá fórum við á næsta bæ, innsta bæinn á ströndinni, Nýjabæ. Þar vorum við sex ár. Þá gerði pabbi sálugi okkur þann óleik að segja jörðinni lausri, að okkur forspurðum. En við Sveinn bróðir, sem var hálfu fjórða ári eldri en ég, fylgdum jafnan foreldrum okkar og létum eitt yfir alla ganga. Okkur leið vel í Nýjabæ. Enn tókum við okkur upp og fluttum í Áslaugarstaði í Selár- dal í Vopnafirði og vorum þar í eitt ár, en fórum aftur á Kol- beinstanga og áttum heima í Miðhúsum, sem eru rétt sunn- an við kauptúnið. En ekki stað festumst við lengi þar, og var nú haldið til Norðfjarðar og fór ég að vinna hjá Sameinuðu verzluninni. En fyrirtækið gafst upp og þá snéri ég mér að hverri þeirri vinnu sem til féllst og fór síðan að stunda sjóinn. Þegar þetta var, var ég kominn yfir þrítugt og mun hafa verið þrjátíu og sjö ára gamall þegar ég yfirgaf Norðfjörð og flutti til Akureyrar. En þegar þetta var, var ég búinn að reyna enn einn dvalarstað, því ég dvaldi um skeið í Vestmannaeyjum, vann við fiskaðgerð og hafnarbætur. Við vorum svo fimm ár á Akur eyri en fluttum þá að Þröm í Garðsárdal og vorum þar í 27 ár. En þegar foreldrar mínir og seinna bróðir minn hurfu yfir landamærin og ég stóð einn eft ir og farinn að reskjast, hætti ég öllu búskaparbasli. Þetta er mikil hrakningar- saga eins og þú sérð, en einna bezt leið mér í Garðsárdal. Þar höfðum við alltaf nóg að bita og brenna. Lentir þú nokkru sinni í sjáv arháska? Já, oftar en einu sinni. Það bar t. d. einu sinni til á Vopna- firði er ég var að stunda þar hrognkelsaveiðar undir Mið- húsaklöppunum nokkru fram- an við kauptúnið. Ég var að vitja um í blanka logni og bezta veðri. Þó var ókyrrð á skerjum og ég hugsaði mér að taka net- in upp því að líklega gengi hann í hafátt. Ég fór nú að draga netin. En þegar ég átti eftir 5 eða 6 metra af síðasta netinu reis upp ægilegur öldu- hryggur austan við skerið, sem var út og austur af mér, voða sjór. Ég sá á svipstundu hver hætta var á ferðum ef aldan brotnaði yfir bátinn og ekki var mikill tími til að hugsa Ég henti netabingnum afturí skar netið sundur og hélt fast í netpartinn sem ódreginn var og spyrnti hnjánum fram í bátinn. Skekt- an vissi beint upp í ölduna, sem var margra metra há og hin ófrýnilegasta. Hún vatt sig upp og freyddi í toppinn, en féll ekki fram yfir sig. Þegar hún reið undir bátinn stóð hann nær lóðréttur og ég hélt að hann ætlaði að hvolfast aftur yfir sig. Það varð þó ekki en nokkur sjór kom í hann. Pligtin og all- ar árarnar fóru fyrir borð. Var ég nú illa staddur, áralaus og ósjálfbjarga og gat átt von á fleiri slíkum ólögum. Greip ég þá lausa þóftu og réri að hætti Eskimóa. Náði ég öllu aftur og hélt heimleiðis. En þú stundaðir líka sjó á Norðfirði? Já, ég keypti mér norska skektu þegar atvinna brást á Norðfirði, gerði við hana í frí- stundum svo vel sem ég gat. Meðan á því stóð fór ég að róa með gömlum manni sem átti bát. Hann hét Sveinn Svein- bjömsson og fórum við oft Iangt og fiskuðum á færi. Þetta gekk sæmilega og vorum við stundum sextán til átján tíma í ferðinni. Oft dró mótorbátur okkur heim og kom það sér vel, en út á miðin þurftum við að róa hinum vélalausa báti. Ég fékk 7 skippund af verkuðum góðum þorski í minn hlut en sjálfur dró Sveinn heldur meira og bátshlut tók hann ekki. En svo keypti Sveinn trillubát og réri einn á honum, en ég fór að róa á minni skektu. Ég hafði bæði línu og færi og reytti sæmi lega. Þessu hélt ég áfram fram undir mitt sumar, en fór þá að heyja og vinna við sitthvað fleira. Ég lenti einu sinni í vondu veðri á skektunni. Afli hafði ÞRÖM verið allgóður undan Norðfjarð ai-nípu í nokkra daga. Þá gekk hann í hvassviðri á meðan ég var í róðx'i. Ég hafði aðeins tvö bjóð beitt og lagði línuna og fékk hálft skippund. Þegar ég var að enda við að draga var komið hávaðarok um allan sjó. Ég sá að eina von mín var að ná landi í litlu skoti undan Norðfjarðai'nípunni, þar sem fjaran var ekki stórgrýtt. En til þess að ná þangað þurfti ég að bei-ja á móti dálítinn spöl. Það var erfitt, ég réri og réri og stundum miðaði ekkert. Loks var ég þó kominn á móts við fyrirhugaðan lendingarstað og hélt til lands með vindin á hlið. Ðátnum ætlaði að hvolfa. Þá setti ég allt lauslegt út í það borðið sem upp í vindinn vissi. Töluverð kvika var komin og sjólagið illt. Framan við brotið beið ég þess að komast á ólags- öldu í land og tókst það. Aldan bar bátinn langt upp í fjöru og þá var ég fljótur að stökkva út úr bátnum og halda honum gegn útsoginu. Næsta alda reið svo yfir, fyllti skektuna og hrifsaði það sem lauslegt vai'. En fyrir landtökuna hafði ég bundið allt fast í bátnum sem hægt var að binda. Meira að segja fiskinn hafði ég þrætt upp á snæri og bundið annan enda þess við röng í miðrúminu. Tvo nýja línubelgi batt ég við sjálf- an mig til þess að fljóta þótt ég færi í sjóinn. Ég kom bátn- um undan sjó með því að bera hann á endum. Ég gat ekki ann að en bi'osað að því þegar ég dró allan fiskinn í land í einni dræsu upp í fjöru. Hvergi var á mér þurr þráður og nú ótt- aðist ég lungnabólgu og hafði kynnzt henni áður. Tók ég því að berja mér ákaflega og hlaupa og stökkva eins og vit- laus maður. Hélt ég þannig á mér hita í tvær klukkustundir, en þá kom mótorbátur frá Norð firði og sótti mig. Ég komst út þótt hvasst væri og var tekinn á slef. Þeir bölvuðu mér karl- arnir og fóru á svo mikilli ferð að skektan stóð upp á endann og tók sjó. Ég hafði austurs- trogið í annarri hendinni en stýrið í hinni. Þú kvæntist aldrei, Steinar? Nei. Ég hafði aldrei efni á því að gifta mig og sjá sómasamlega fyrir konu og börnum. Sára fátækt vildi ég ekki leiða yfir neina konu, sem mér þætti svo vænt um að ég vildi kvænast. Ég þurfti að sjá um foreldra mína þegar þau tóku að eldast og um heilsuveilan bróður. Það taldi ég mitt hlutvei'k í lífinu. En að glingra við konur án alvöru var mér ekki að skapi. Fyrir mig eru konurnar eins og sólskinið og fram á þennan dag hrífst ég af fögrum konum, bæði yngi-i og eldri. Stundum yrki ég um þær. Nokkuð sérstakt úr Garðsár- dal? Já, þar bar margt til tíðinda. Þar var t. d. um árabil meiri draugagangur en ég hef haft spurnir af á öðrum stöðum. En frá honum veiður ekki sagt. Hins vegar komst ég þar í mestan lífsháska. Það bar til fyrrihluta vetrai*. Fé var búið að liggja úti frammi á dal því snjólítið var en víða mikil svellalög og hai'ðfenni. Þá gekk í ofsa hvassviði'i af suðvestri. Kindurnar færðu sig þá upp í hlíðina og hnöppuðu sig upp við kletta. Næstu nótt var kom- ið föl og fór ég þá að vitja um þær. Ekki komst ég mjög ná- lægt þeim vegna svellana og var ég þó á bi'oddum. Þar hafði tófan verið á ferð um nóttina og efaði ég ekki hvað hún hafði í hyggju. Varð ég við svo búið frá að hverfa. Um nóttina dreymdi mig að ég sat á kirkju gai-ðsvegg og veggurinn rugg- aði eins og bátur á.i'úmsjó. Um morguninn fór ég að smiða fjór skeflinga, líka járnkrók, sem ég síðar festi við mittisólina og fjögurra álna broddstaf. Dagur inn fór í smíðar þessar og enn kom nótt. Ég x-eis úr í-ekkju árla næsta moi-gun og hélt upp með Garðsá og suður á bak við Þramarhnjúk. Þar undir voru ærnar enn í hóp. Fór ég nú að fikra mig niður stall af stalli og notaði öll mín tæki. Kom sér vel að hafa broddana, stafinn og langan gx-annan kaðal, sem. ég tók með mér. Þarna komst ég næst því að drepa mig og megin hluta dagsins var ég að fiki-a mig niður kletta og svell bunka um 200 metra leið. Loks var ég kominn mjög nálægt kindunum, kastaði að þeim snjó hnausum, og það dugði. Þær tóku til fótanna og runnu í hala rófu niðureftir. Mig undraði að þær skyldu fóta sig því mér gekk illa sömu leið. Ærnar voi'u oi'ðnar hxmgraðar og gaf ég þeim góða tuggu þegar heim var komið. Nokkur dularfull fyrirbæri? Nokki'um sinnum dreymdi mig mei'kilega dx'auma, og sá eitt og annað milli svefns og vöku. Það bar til í annað sinn í góðri tíð að vetrai'lagi, að ærn ar lágu úti og vitjaði ég um þær öðru hverju. Einn dag um hádegisbil hallaði ég mér útaf eftir matinn og hafði húfuna yfir andlitinu. Þá fannst mér ég vera kominn í heiðskíru og sól- björtu veðri inn fyrir Mel- rakkaá. Var ég þar að huga að fénu en sá fyrst enga kind. Þá reis hvít kind upp á holti þar skammt frá og síðan hver af annarri, 17 talsins. Þá hvarf sýnin eða draumurinn og ég lá í rúrni mínu á Þröm. Veður var ágætt næstu daga. Að sjö dög- um liðnum fór ég að vitja um ærnar. Þoka var á og ég hugs- aði á leiðinni fram dalinn, að nú væri Steinari karli tekið að föidast og hafði drauminn í huga. En ekki hafði ég langt farið er ég gekk út úr þokunni, var þá glaðasólskin og heiðskírt veður. Ég fór úr sokkunum, óð vestur yfir ána og var innan stundar korninn á þann stað er ég hafði verið á í draumnum. Enga sá ég kindina, en sem ég er að svipast um, reis hvít kind upp á holtinu góða og síðan Helgi Hallgrímsson: ÞÆTTIR AF FLATíYJARÐAL aðrar, 17 talsins. Var þá draum urinn fram kominn. Suma dreymir mikið meðan á lieyskap stendur? Það kom oft fyrir að mig dreymdi bæði pabba og afa, sem sögðu mér eitthvað um hey skapinn. Eftir því fór ég ævin- lega enda skipti það jafnan miklu máli fyrir mig. Man ég t. d. eftir því oftar en einu sinni, að ég fór út um miðja nótt, sam kvæmt þeii-ra tilmælum, til að bjarga heyi undan rigningu eða í’oki. Og einu sinni minnti afi minn mig á það í draumi að ekki mætti ég gleyma víxlinum hjá Ólafi bankastjóri. Þar var komið að skuldardögum og hafði ég ekki haft gjalddagann í huga. En um þetta leyti þui-fti ég að sjá um 30 víxla í bönkun- um á Akureyri. Stærstur þeirra var áðui-nefndur víxill og hljóð aði upp á fjögur þúsund krónui'. En mest hafði ég gaman af því og þótti hlægilegt, þegar ég sá sjálfan mig í draumi. Leit ég þá jafnan niður á fætur mér til að vera viss um hvort ég væri á báðum stöðum, svo horfðum við hvor á annan. Var ég þá ætíð eitthvað að bjástra og kom það alltaf nákvæmlega fram síðar. Hvernig Iíður þér svo eftir að þú fluttist í bæinn, Steinar? Vel, hér ei'U mér allir góðir, ég hitti marga kunningja á föi-n um vegi og orna mér við minn- ingarnar, segir Steinar Magnús son að lokum, og þakkar blaðið viðtalið, um leið og það óskar honum margra slíkra ánægju- stxrnda. E. D. Lokið er tveim umferð- um í einmennings- keppni B. A. AÐ TVEIM umferðum loknum í Einmenningskeppni Bridge- félagsins er röð efstu manna þessi: stig 1. Halldór Blöndal 787 2. Ármann Helgason 773 3. Jóhann Gauti 768 4. Reynir Vilhelmsson 755 5. Dísa Pétursdóttir 752 6. Sveinn Tryggvason 744 7. Soffía Guðmundsdótth' 740 8. Halldór Helgason 735 9. Baldur Árnason 731 10. Guðmundur Þorsteinss. 722 Þriðja umferð verður spiluð n.k. þriðjudagskvöld kl. 8 í Landsbankasalnum. Lækjavík í Víkurbökkum. f mýri fyrir framan Jökulsá rekst ég á fölvastör (Care livida), en hana fann Helgi Jónasson fyrst í Höfðahverfi fyrir nokki-um árum. Hún er efalaust algengari en flesta grunar. Og svo líður þessi dagur að kveldi, og er þá komið dandala- veður. Álftahjón synda á Vikur- vatni með unga sína, og garga hátt, með miklum látum og buslugangi. Út yfir tekur þó þegar einmana svanur kemur fljúgandi yfir vatnið. Þá láta þau eins og heimurinn sé að farast, og þegar sá eini er um það bil að hverfa yfir Víkur- höfðann, tekur steggurinn sig upp í loftköstum og flýgur á eftir óvininum, hinn vígalegasti, en snýr þó bráðlega við og renn ir sér tignarlega niður á vatnið, við hlið kollurmar og unganna, þykist sjálfsagt vera sigurveg- ari, enda er lionum fagnað eftir því. Barátta hafs og hauðurs. Þær landsmyndir, sem mest- an svip setja á Flateyjardalinn utanverðan, eru höfðai'nir tveir, Hofshöfði og Víkui'höfði og lón in tvö sem vei'ða á milli þeirra, og samnefnd eru höfðunum, þ. e. Hofstjöx-n og Víkurvatn. Um kvöldið föi'um við suður að Hofshöfða, að ná í dót úr Fenri, sem við urðurn að skilja þar eftir, eins og fyrr getur. Notum við þá tækifærið að at- huga nánar þessar merkilegu jai'ðmyndanii'. Verður þá fyrst fyrir okkur Víkurhöfði, en sunnan við hann er Víkurvatn, en Nausteyri heitir malarrifið, sem skilur milli vatns og sjávar. Yfirborð vatnsins liggur nokkra metra yfir yfirborði sjávar, og flæðir því sjór ekki í vatnið nema í aftakaveðrum um stórstraums- fjöru. í vatninu mótar fyrir öðru svipuðu rifi, en þó mjórra, og myndar það langa eyri út í sunnanvert vatnið, er Mjóitangi heitir. Víkurvatn er auðsjáanlega gamalt sjávarlón þ. e. fjarðar- botn, sem hefur einangrast frá sjónum af áðurnefndu malar- 1-ifi. Hið sama er auðvitað að segja um Hofstjörnina, sem raunar er afrennslislaus, en vatn sígur úr henni gegnum kambinn. Mýrin milli vatnanna, hefur sjálfsagt myndazt við það að hluti af lónunum fylltist upp, af framburði Jökulsár, og hugs anlegt er að Brettingsstaðaárn- ar (Þveráin) hafi líka eitt sinn runnið þar til sjávar, og átt sinn þátt í uppfyllingunni. Tún in á Brettingsstöðum og Jök- ulsá liggja ofantil á þessum framburðaraurum, en þar hafa Verið lyngmóar áður en túnin (Ljósm.: H. Hg.) voru gerð. í rananum milli Brettings- staða og Jökulsár (Brettings- staðahólum), má sjá merki þess, að sjór hefur eitt sinn gengið alveg upp að brekkunni, og myndað þar bakka. Þá hefur sjávarborð verið eitthvað hærra en nú gerist. Hefur það líklega verið á hlýindatímabili fyrir um 6—7 þúsund árum. Mjóitanginn í Víkurvatni er minjar þessarar sjávarstöðu. Þá liefur Víkur- höfði sennilega verið eyja. Heyrt hefi ég þess getið, að mór (svörður) finnist í fjörunni - á Nausteyrartanga, en ekki sá- um við hann. Þetta bendir til að aftur hafi orðið lægra í sjón- um en nú er, og sléttlendið allt þurrkast upp og orðið mómýri. Hér hefur því gengið á ýmsu, síðan ísöld lauk. Á Geldinganesi. Sér til Fjarða. Víkjum nú aftur að Vikur- höfðanum. Frá Jökulsá séð, er hann einna líkastur bát á hvolfi. Eru þeim megin aflíðandi brekk ur, þar sem skiptist á melar og móar, en nokkrar dældir eða lægðir liggja eins og rákir eftir honum endilöndum, líkt og fjal ir í bátsbyrðing. Höfðinn hækk ar jafnt og þétt til sjávarins, og nær um 60 m. hæð, fremst á brúninni, en þar taka við hengi flug í sjó niður. Auðsjáanlega er höfðinn mikið brotinn af sjón um, og sennilega aðeins leifar af miklu stærri höfða, sem eitt sinn hefur verið þarna. Hægt er að ganga eftir fjör- unni umhverfis höfðann, og sézt þá að hann er að mestu leyti úr molabergi, aðeins neðst og aust ast vottar fyrir föstum berg- tegundum, sem þó eru raunar mjög óheillegar og molaðar í stykki, þvers og kruss. Mola- bergið er efalaust hörðnuð jökulurð (mórena), enda jmá víða sjá stóra hnullunga í henni, suma greinilega jökulslípaða. Efri hluti höfðans er gerður úr lausara efni, að því er virðist, venjulegri jökulurð. Hvaðan hefur þessi stórkost- legi j ökulf ramburður komið? Og hversvegna er hann hér, eiginlega þvert fyrir dalnum? Eru þetta kannske leifar af helj armikilli miðjökulurð (mið- mórenu), sem náði frá Hofs- höfða og hingað úteftir, eða kannske lengra, og myndaðist milli meginjökulsins, sem kom innan af Flateyjardalsheiði og annars jökuls, sem kom úr Brettingsstaðadölunum ? Svipuð fyrirbæri þekkjast í Eyjafirði, t. d. í Hrísey. Ég get ekki svarað þessum spurningum, hér verður að sitja við tilgátur einar, þar til betur verður kannað og af lærðari mönnum. Á brún höfðans má víða sjá götur, sem liggja fram á skriðu brúnina, og enda þar. Þetta eru efalaust gamlar fjárgötur, og auðvitað þýðir þetta ekki að rollumar hafi þarna gengið í stórhópum fyrir ætternisstapa, heldur vitnar þetta um land- brot sjávarins, sem stöðugt held ur hér áfram að gerast. Innan tíðar verður allur, höfðinn jafn- aður við jörðu, og efnið komið veg allrar veraldar, og þá verð- ur of seint fyrir jarðfræðingana að koma hér. Annars er efni það sem sjór- inn hefur brotið úr höfðanum, að líkindum mestallt komið suð ur í Nausteyrina, og hefur átt mestan þátt í myndun hennar og þar með lónanna. Þannig skilar sjórinn sínu, og byggir upp aftur jafnharðan og hann eyðileggur. Barátta hafs og hauðurs endar að líkindum oft- ast með jafntefli. Út með bökkum. Á mánudaginn höldum við út með sjó. Er þá fyrst farið fram hjá eyðibýlinu Vik, yzta bæ á Flateyjardal. Bæjarstæðið minn (Ljósm.: H. Hg.) ir á altari, enda var þarna einu sinni kirkja. Hjá Vík hefjast klettabakkar þeir við sjóinn, sem kenndir eru við bæinn og kallaðir Víkur- bakkar. Bakkarnir smáhækka er utar dregur, og verða brátt að nálægt 100 m. háum sjávar- hömrum. Allsstaðar liggur þykkt mórenulag (jökulurð) ofan á klettunum, og eru bakkarnir því greinilegt framhald af Vík- urhöfða. Neðantil er jökulurð þessi steypt saman í eins konar molaberg (sbr. Víkurhöfða), og rennur þar saman við bergið undir, en efri hlutinn er laus- ari, og myndar því dálitla skriðu ofan á klettunum. Víða má sjá greinileg mörk milli þessara tveggja laga urðarinn- ar, t. d. í Lækjavík. Ef til vill er harðnaða urðin miklu eldri. Ofan við Bakkana tekur við 70—100 m. breið flöt, allvel gró in, en þar fyrir ofan er ávöl melalda, dálítið hlykkjótt, er liggur samhliða bökkunum, en hverfur þó, eða rennur saman við bakkana, er utar dregur. Þetta gæti verið hliðarmórena fsaldai-jökulsins, er myndaði áðurnefndar urðir á bökkun- um. Ef til vill er það líka sami jökullinn og myndaði hliðarurð ir í 400 m. h. við Heiðarhús, en hér hefur þykkt hans ekki ver- ið meira en um 100 m. Ef til vill hefur þessi sami jökull myndað Flatey, að einhverju leyti. í Lækjavíkinni er mikið af rauðum litum í berginu, en ekki stafar það af litgrýti, heldur af veðrun basaltsins eða móren- unnar. Geldingarnes heitir, þar sem einna lengst skagar í norður, en Landsendi litlu vestar. í Geldinganesi er dálítið fuglabyggð, aðallega mávar, annars eru hér hvergi eiginleg fuglabjörg, og væri fróðlegt að vita ástæðuna fyrir því. (Framhald í næsta blaði)

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.