Dagur - 11.02.1967, Side 7

Dagur - 11.02.1967, Side 7
7 Körfuknatlleikslið Þórs, sem tekur þátt í fslandsmóti í körfuknattleik, 2. deild. (Ljósm.: H. H.) HEIMSÓKN K.F.R. KQRFUKN ATTLEIKSMENN úr Körfuknattleiksfélagi Reykja víkur heimsóttu Akureyringa um síðastliðna helgi og tóku fé- lagar úr Þór á móti þeim. Fyrir keppni á laugardaginn flutti íþróttafulltrúi Akureyrar, Hermann Sigtryggsson raeðu, þar sem hann bauð gestina vel- komna og minnti á það að nú væru akureyrskir körfuknatt- leiksmenn loks komnir í að- stöðu til að iðka íþrótt sína sem skyldi. Á laugardaginn léku meistara flokkar KFR og Þórs og lauk þeim leik með sigri KFR, 65 stig gegn 44. Á eftir lék svo meistaraflokkur 'KA við 1. flokks lið KFR og sigraði KA, 43 stig gegn 39. Á sunnudaginn var hrað- keppni með þátttöku fimm liða. Leiktími var 2x10 mín. Tvö lið voru frá KFR, eitt frá Þór, eitt frá KA og eitt frá ÍMA. Hrað- keppnin var með útsláttarfyrir komulagil — Úrslit einstakra leikja urðu þessi: 1. leikur: KFR m.fl. sigraði ÍMA með 30 stigum gegn 20. 2. leikur: Þór sigraði 1. fl. KFR með 30 stigum gegn 10. 3. leikur: KFR m.fl. sigraði Skíðamót á Húsavík SL. SUNNUDAG efndi skíða- ráð ÍFV til æfingamóts í svigi í Skálamel við Húsavík. Keppt var í karlaflokki og þrem ald- ursflokkum unglinga. Sigurvegari í karlaflokki var Bjarni Aðalgeirsson, 2. Hreiðar Jósteinsson og 3. Aðalsteinn Kai'lsson. í flokki drengja 15 til 16 ára sigraði Björn Haraldsson, 2. Þór hallur Bjarnason og 3. Bjarni Sveinsson. 1 flokki drengja 13 til 14 ára sigraði Haraldur Haraldsson, 2. Kristján Ásgrímsson- og 3. Benedikt Geirsson. í flokki drengja 11 og 12 ára sigraði Jósteinn Hreiðarsson, 2. Böðvar Bjarnason og 3. Sig- fús Haraldsson. Fyrirhugað er að opið skíða- mót verði háð hér á Húsavík sunnudaginn 12. febrúar n. k. í þrem aldursflokkum unglinga: 11 til 12 ára, 13 til 14 ára og 15 -tjl ára. Vppazt er eftir þátttöku unglinga að. Ágætri skíðalyftu hefu’r verið komið upp í Skálamel. Hún er 300 m. löng og skilar skíða- manninum upp á brún á 50 sek. Hinn landskunni skíðakappi, Svanberg Þórðarson frá Ólafs- firði, er hér við skíðakennslu á vegum barna- og gagnfræða- skólans og íþróttafélagsins Völs ungs. Þ. J. Eiginmaður minn, faðir okkar, og stjúpi minn, JÓN E. SIGURÐSSON, forstjóri, frá Akureyri, lézt í Landsspítalanum 8. febrúar. Laufey Pálsdóttir. Sólveig Björg Jónsdóttir. Valdimar Jónsson. Eyvind Sigurdson. Steingrímur J. Þorsteinsson. KA með 19 stigum gegn 16. 4. leikur: KFR m.fl. sigraði Þór með 23 stigum gegn 22. Sigurvegarar í hraðkeppninni varð því KFR m.fl. Q - SMÁTT OG STÓRT (Framhald af blaðsíðu 8). þrein vikum fyrr á ferðinni en venja hennar er. Jafnan kemur mikið þorskmagn í kjölfar loðn unnar og vonandi, að svo verði einnig nú. KRAFTMEIRA BENZÍN Komið er til landsins frá Rúss- landi 93 oktana benzín, sem kemur á markaðinn síðar í þess um mánuði. Kemur það í stað 87 oktana benzínsins, sem hér hefur verið notað allt til þessa. Þau 5 þús. tonn, sem komin eru af nýja benzíninu munu endast í 6 vikur. Nýja benzínið er talið mun heppilegra og dugar fyrir allar tegundir bifreiða. - Alþingiskosningar (Framhald af blaðsíðu 4). Um þessar mundir eru stjómmálaflokkarnir að und irbúa framboð sín. Á ýmsum stöðum er barist um sæti á hinum ýmsu listum, en á öðrum stöðum virðist frem- ur þurrð á þingmannsefn- um. — nn sem fyrr veltur mjög á því, að vel takist val þingmanna og að þar skipi bekki víðsýnir drengskapar- menn. □ I f X Innilegar þakkir votta ég öllurn þeim, sem sýndu % $ mér vinarhug með heillaóskum, heimsóknum, heilla- e £ skeytum og góðum gjöfum á fimmtiu ára afmœli minu * * þann 6. februar siðastliðinn. © ^ Guð blessi ykkur öll. ^ í VALDIMAR KRISTJÁNSSÓN, Sigluvík, I § I Píanó Guitarar Magnarar Trommusett Melodikur Segulbandstæki Plötuspilarar o.fl. Gránufélagsgötu 4 Sími 2-14-15 BARNAGUÐSÞJONUSTA í Lögmannshlíðarkirkju kl. 5 e. h. á sunnudaginn. Bílferð frá gatnamótunum í Glerár- hverfi kl. 4.30. Athugið breytt an messutíma. P. S. FRÁ Kristniboðshúsinu ZION. Sunnudagaskóli kl. 11 f. h. Samkoma kl. 8.30 e. h. hvern sunnudag. Allir velkomnir. GUÐVIN GUNNLAU GSSON stjórnar samkomuninni á Sjónarhæð n.k. sunnudag kl. 5 e. h. Jógvan P. Jakobsson tálar. Allir velkomnir. BÖRN safna í Hnífsdalssöfnun- ina. — Fögur gjöf hefir bor- izt Hnífsdalssöfnuninni, er það upphæð kr. 23.680.00, sem 10 telpur úr 6. bekk Barnaskóla Akureyrar söfn- uðu um sl. helgi. Hér með vil ég færa gefendum hjartans þakkir fyrir fórnir þeirra, og nemendum bamaskólans fyr- ir þeirra hugulsemi og hjálp. P. S. FIMM KINDUR í HVANNDÖLUM FNJÓSKDÆLIR fóru á snjóbíl til að leita að fé því, sem áður hafði séðzt af sjó í Kinnarfjöll- um. Komust þeir alla leið í Hvanndali og fundu þar 5 kind ur, 2 ær og 3 lömb og fluttu heim með sér. Kindumar voru magrar og líklegt talið að fleira fé hafi e. t. v. verið á þessum slóðum. í leiðangrinum voru 7 menn og gekk ferðin vel. Q - Hagnýting fiskimiða (Framhald af blaðsíðu 8). Lög um hagnýtingu fiskimaða. Framsóknarmenn flytja á Alþingi tillögu til þingsályktun ar um hagnýtingu fiskimiðanna umhverfis landið. Flutnings- mennirnir telja nauðsynlegt að ákveða veiðisvæði fyrir vissar tegundir veiðarfæra og skipu- leggja þannig sjálfar veiðamar og að ákveða viss friðunar- svæði, þar sem uppeldisstöðvar nytjafisks eru. Bentu þeir á, að Norðmenn hafi sett ýtarleg- ar reglur um nýtingu heima- miða sinna. Ennfremur vitna þeir til nýlegra umræðna um þessi efni á þingi Sameinuðu þjóðanna og segja, að íslend- ingar eigi þjóða mest undir því, að vel takist um alþjóðareglur. íslendingum beri því að gefa öðrum gott fordæmi með því að skipuleggja veiðar hér við land, þannig að miðað sé við há- marksarðsemi veiðanna án þess að ganga of nærri fiskstofn unum, og þá sérstaklega ung- fiskinum. Jón Skaftason er framsögumaður þessa máls. - Ungviðum lógað ... (Framhald af blaðsíðu 1) um, er ekki síður hætta á að hingað til lands berist búfjár- kvillar en með innflutningi holdanauta sem bændur hafa lagt kapp á að fá flutt inn, en verið synjað vegna sjúkdóms- hættu. O FRÁ SÁLARRANNSÓRNAR- FÉLAGINU. Fundur verður haldinn í Bjargi fimmtudag- inn 16. þ. mán. kl. 8.30 s. d. Erindi flytur séra Benjamín Kristjánsson. Félögum leyft að taka með sér gesti. — Stjómin. ÁRSÞING UMSE verður haldið á Dalvík 25. og 26. febrúar. Stjómin. HJÚKRUNARKONUR. Fund- ur verður haldinn 'í Hjúkr- unarkvennafélagi Akureyrar þriðjudaginn 14. febrúar kl. 21 í Systraseli. Stjórnin. KONUR í. Kvenfélagi Akur- eyrarkirkju. Fundur verður haldinn í kirkjukapellunni fimmtudaginn 16. febrúar kl. 8.30 e. h. Kaffiveitingar. Nýir félagar velkomnir. Stjómin. MINNINGARSPJÖLD Kven- félagsins Hlífar verða fram- vegis seld í Bókabúðinni Huld og hjá Laufeyju Sig- urðardóttur. GJAFIR. Til veika drengsins í Reykjavík kr. 100.00. — Til Rauðakrossins frá E. B. kr. 163.20. — Og til Strandar- kirkju frá ónefndri konu kr. 500.00. — Beztu þakkir. P. S. MUNIÐ minningarspjöld Elli- heimilis Akureyrar. Fást í Skemmunni. Varúð á vegum Þegar ökutæki mætast í myrkri, styttist sjónlengd öku- mannsins, að nokkru vegna Ijós anna á móti, og að öðru leyti vegna þess, að hann setur sjálf- ur lágu ljósin á. Athuganir hafa leitt í Ijós, að þegar tvö öku- tæki mætast á dimmri braut, og báðar aka með lágum ljós- um, þá sér hvorugur ökumann- anna, t. d. gangandi vegfaranda í dökkleitum fötum, sem er fjær en 30 metra framundan, — jafnvel þótt lágu ljósin skíni lengra. Til að forðast ákeyrslu innan þessarar vegalengdar, verður því að draga úr hraðan- um, svo að stöðvunarvegalengd in verði innan þessara 30 metra. Með því er óhætt að segja að á sléttum vegi, í þurru færi, með eðlilegum viðbragsflýti og hemlum sem eru í lagi, er nauð synlegt að minnka hraðann nið- ur í 40 km. Því aðeins, að ökumenn séu viðbragðsfljótir og hafi mjög góða hemla og aki á sléttum og þurrum vegi geta þeir leyft sér að aka hraðar, en undir engum kringumstæðum hraðar en 60 km. á klst. I hálku, bleytu og þar sem aur og fita er á akbrautinni, á beygjum og niður brekkur, verður að draga til muna úr hraða. Eldri ökumenn verða einnig að aka hægar vegna þess að þeir eru viðbragðsseinni og viðbrögð augnanna ávallt hæg- ari, en þetta gerir vart við sig hjá fólki, þegar eftir þrítugs- aldurinn. Þar sem ávallt verður að draga úr hraða, þegar ökutæki mætast, ekki sizt í myrkri, verð ur ökumaður ætíð að reikna með, að ökutæki, sem á undan fer, hægi ferð skyndilega. Þess vegna er nauðsynlegt, að hafa hæfilega stöðvunarvegalengd á milli ökutækja, sérstaklega í myrkri. (Varúð á vegum).

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.