Dagur - 08.03.1967, Síða 2
2
SKlÐALYFTAN RlS í SUMAR
Velta Lionsklúbbsins Hugins gengur vel
Villu hætia að drekka?
Á SÍÐASTA bæjarstjórnar-
fundi var samþykkt að heimila
íþróttaráði Akureyrar að taka
því tilboði í skíðalyftu í Hlíðar
fjalli, sem hagkvæmast þætti.
í því sambandi fóru þeir utan
Hermann Sigtryggsson íþrótta-
fulltrúi og Pétur Bjarnason
verkfræðingur og heimsækja
þau þrjú fyrirtæki, sem lægst
tilboð gerðu í skíðalyftuna, til
viðræðna og eins til að sjá lyft-
Náskeið í meðferð skot-
vopna og skotfimi
NÁMSKEIÐ það, í meðferð
skotvopna svo og skotfimi, sem
féll niður um daginn, verður
lialdið um næstu helgi og hefst
kl. 2 e. h. á laugardaginn í Gagn
fræðaskólanum. Á sunnudaginn
kl. 9—12 fyrir hádegi verður
svo kennt í íþróttaskemmunni
á Gleráreyrum. Kennari er
Axel Sölvason form. Skotfélags
Keykjavíkur.
AUir þeir er létu skrá sig á
námskeiðið er féll niður um
daginn, hafi samband við stjórn
Skotfélags Akureyrar. — Tekið
skal fram að öllum er heimil
þátttaka í námskeiði þessu. Q
ÞÓTT nokkrum leikjum sé ólok
ið í íslandsmóti 2. deildar í
handknattleik, hefur KR þegar
tryggt sér sigur í deildinni og
leikur í 1. deild næsta vetur.
Allt bendir til þess að Ármann
falli niður Úr 1. deild og leiki í
2. deild næsta keppnistímabil.
N.k. laugardag, kl. 4 e. h., fer
fram síðasti leikur Akureyringa
á heimavelli í íslandsmótinu að
FYRIR 60 árum var roskinn
maður vistfastur á heimili for-
eldra minna á Fjalli í Aðaldal.
Pétur hét hann Kristjánsson
og var mér í barnsminni. Lítið
búið, en víða farið og kunni frá
ýmsu að segja, var hent gaman
að sumu eins og gengur og ger-
ist.
Einn hafði verið sá dvalar-
staður hans, er honum varð þó
FIÐLUTÓNLEIKAR
AÐRIR tónleikar Tónlistarfél.
Akureyrar, er fyrirhugaðir
voru mánudaginn 6. marz, geta
af óviðráðanlegum orsökum
ekki farið fram þann dag, en
verða í Borgarbíói laugardag-
inn 11. marz kl. 16.00.
Kemur þar fram ungverski
fiðluleikarinn Endré Gránát
með aðstoð Árna Kristjánsson-
ar píanóleikara, og flytja þeir
þar verk eftir Beethoven, Bach,
Saint Saens, Prokoffiev, Scria-
bin og Paganini. Q
ur frá fyrirtækjum þessum og
kynna sér allan öryggisútbún-
að, sem er mikilsvert að sé sem
fullkomnastur. Búist er við að
þeir verði 7—10 daga í .þessari
för og verður því innan skamms
hægt að skýra frá því í blaðinu,
frá hvaða fyrirtæki fyrsta skíða
lyfta á íslandi verður.
Það hlýtur að vera Akureyr-
ingum mikið metnaðarmál, að
framkvæmd þessi gangi sem
bezt, því ekki er þess að vænta
að á næstu árum rísi fleiri slík
mannvirki hér á landi.
NÆSTKOMANDI fimmtudag
hefst Handknattleiksmót Akur-
eyrar 1967 í Iþróttaskemmunni
á Oddeyri. 14 flokkar frá KA,
ÞÓR og ÍMA taka þátt í mót-
inu. Handknattleiksdeild KA
sér um mótið að þessu sinni, en
formaður hennar er Hafsteinn
Geirsson.
Dagskrá mótsins verður þessi:
Fimmtud. 9. marz kl. 4.30 e. h.
4. fl. karla KA—ÞÓR
þessu sinni og mæta þeir Þrótti.
Væntanlega verður um jafna og
tvísýna viðureign að ræða, og
eru handknattleiksunnendur
hvattir til að fjöhnenna.
Aukaleikur verður á sunnud.
Þá er í ráði að 2. fl. karla út-
Haukum í Hafnarfirði leiki hér
um helgina og verður nánar
sagt frá því í blaðinu á laugard.
skrafdrýgst um og hófst frá-
sögnin gjarnan á þessa leið:
— Já, maður, þegar ég var í
Reykjahlíð. Mér hefir oft orðið
hugsað til Péturs síðan þetta
var, því kynni okkar vöruðu
nokkru lengur, en síðast í Ak-
ureyrarkirkju í gærkveldi, þeg
ar ég gekk út þaðan.
— Já, maður, þegar ég var í
Ameríku. Tvö ungmenni stigu
þarna fram og fluttu erindi um
það er þau höfðu heyrt og séð
vestan hafs í dvöl sinni þar, frá
störfum sínum og skemmtun-
um, gátu sinna amerísku feðra
og mæðra, bræðra og systra og
sýndu síðan myndir til skýr-
ingar.
Ég áfelli hvorugt þeirra, en
vík þeirri spurningu til forráða
manna samkomunnar, hvort
þess hafi ekki verið neinn kost-
ur að fá annað efni flutt.
Eitt þvílíkt var heyrandi,
ekki tvö á sama kvöldi.
Útyfir tók með kvartettsöng-
inn og var þó .vel farið með, en
þegar þrjú af fjórum lögum eru
sungin á ensku, en aðeins eitt á
íslenzku á þessum stað og
VELTAN GENGUR VEL.
Samkvæmt viðtali við Gísla
Eyland form. Lionsklúbbsins
Hugins, gengur veltan vel.
Yfir 500 hafa komið í Sport-
vöruverzlun Brynjólfs Sveins-
sonar og greitt sínar 100 kr. og
1100—1200 áskoranaspjöld eru
komin út. Gísli sagði að fólk
tæki þessu mjög vel, og vildi
styðja þetta málefni. Hann bað
blaðið að biðja fólk að koma
sem fyrst, þá er það hefur feng
ið áskoranaspjöldin, svo veltan
geti gengið sem greiðast.
Þá gat hann þess að veltan
væri komin af stað í Reykjavík,
en gengi heldur hægt þar, enn
sem komið væri. Q
3. fl. karla KA—ÞÓR
Föstud. 17. marz kl. 7.30 e. h.
2. fl. karla MA—ÞÓR
M.fl. karla KA—MA
Laugard. 18. marz kl. 2 e. h.
2. fl. kvenna KA—ÞÓR
2. fl. karla KA—MA
M.fl. karla MA—ÞÓR
Sunnud. 19. marz kl. 2 e.
2. fl. karla KA—ÞÓR
Mfl. kvenna KA—ÞÓR
M.fl. karla KA—ÞÓR
Allir leikir fara fram í íþrótta
skemmunni á Gleráreyrum.
Mótsstjómin.
U nglingameistaramót
skíðafólks
UNGLINGAMEISTARAMÓT
skíðafólks fer fram í nágrenni
Reykjavíkur um. næstu helgi,
11. og 12. marz. Þangað fer 21
keppandi frá Akureyri. Með
hópnum fer þjálfarinn, Reynir
Pálmason og fararstjóri er Óð-
inn Árnason. Q
stund þá má með sanni segja að
skörin færist upp í bekkinn.
Við eitt þessara þriggja laga
er þó a. m. k. til gott söngljóð
á móðurmáli okkar. Húmar að
kveldi. Það greip mig óhugur,
og furðu sætir ef fleiri hafa
ekki kennt óþægilegra áhrifa,
og mér er spurn:
Kunna þessi fjögur ung-
menni ekki íslenzka textann,
eða var þeim sá enski kunnari
og kærari, tamari, og voru þau
þess ekki umkomin að velja þá
íslenzk ljóð til söngs í stað
hinna tveggja, eða báru aðrir
þau ráðum, ótrúlegt er það.
Samráð hljóta að hafa verið um
það hvað syngja skyldi.
Enn ein spurning. Syngja ung
ir íslendingar í skólum á móður
máli sínu e. t. v. í þessum hlut-
föllum?
Ég vil ekki ætla að þessi
atriði séu vísvitandi áróður
fyrir amerískum sigurvinning-
um, en þá er það blindni for-
ráðamanna þessara mála, allt
að því vanhelgun.
Hvar verður staðar numið
þegar enskan er komin inn fyrir
dyr kirkjunnar?
7. marz 1967.
Ketill Indriðason.
ÉG VAR að bíða eftir strætis-
vagni sl. laugardag. Vagninn
kom ekki á réttum tíma, en kalt
var í veðri, svo að ég skauzt inn
í anddyri Pósthússins. Þar voru
tveir ungir menn, sem heilsuðu
mér og kynntu sig fyrir mér.
Ég sagði og til nafns míns. Þá
veik annar þeirra sér að mér
og spurði, hvort ég gæti sagt
sér, hvernig hann ætti að hætta
að drekka. Hann var talsvert
undir áhrifum víns. Ég sagði
honum það. Síðar um kvöldið
hringdi hann til mín, og í sam-
talinu sagði hann mér, að það
- Kosningahrollur
(Framhald af blaðsíðu 1).
haft út á það að setja þó að
maður eins og Ólafur Gríms-
son, sem vinnur vei-k fyrir út-
varpið, hafi fyrr eða síðar
unnið einhver störf á vegum
Framsóknarflokksins, sem
Degi er raunar ókunnugt um?
Á FYRSTA kvöldi kirkjuvik-
unnar á Akureyri, 6. marz sl.,
lýsti Jón Kristinsson forstöðu-
maður því yfir fyrir hönd undir
búningsnefndar, að nefndin
h. hefði ákveðið að beita sér fyrir
að bræður í söfnuðinum tækju
höndum saman um að styðja og
efla starf kirkjunnar, að sínu
leyti eins og konur hafa þegar
gert.
í mörgum söfnuðum og sér-
staklega í Reykjavík eru slík
samtök þegar mynduð og vinna
þau kirkjunni mikið gagn. Hug
myndin um bræðrafélag innan
Akureyrarsafnaðar kom fram á
kirkjuviku fyrir nokkrum ár-
um í erindi Eiríks Sigurðssonar
skólastjóra.
Þegar hafinn var undirbún-
ingur að byggingu Akureyrar-
kirkju, voru konur í söfnuðin-
um, sem bundust samtökum
um það að vinna að fram-
kvæmd þeirrar hugsjónar. Síð-
an hefir kvenfélagið stutt starf
kirkjunnar ,á margan hátt, og
verið safnaðarlífinu mikil styrk
ur. Formaður þess er frú Þór-
hildur Steingrímsdóttir.
Framsóknarfélagið á
Árskógsströnd
FRAMSÓKNARFÉLAG Ár-
skógshrepps hélt aðalfund sinn
að Árskógi þriðjudaginn 11.
febr. sl.
Gestir fundarins voru þeir
Ingvar Gíslason alþm. og Stef-
án Valgeirsson bóndi á Auð-
brekku. Ræddu þeir viðhorf í
stjórnmálum, í hönd farandi
kosningar, skólamál héraðsins,
og atvinnumál. Fundurinn var
vel sóttur, umræður fjörugar
og hinar gagnlegustu.
í stjórn voru kosnir: Snorri
Kristjánsson, Angantýr Jó-
hannsson og Steinn Jónsson.
Til vara: Sigfús Þorsteinsson,
Konráð Sigurðsson og Gústaf
Kjartansson. Q
væri fjöldi manna, sem vildu
hætta að drekka.
Þetta varð til þess, að ég hefi
ákveðið að flytja erindi um það,
hvernig menn geta hætt fyrir
fullt og allt að drekka áfengi.
Styðst ég þar mikið við bók eft-
ir fyrrverandi áíengisbandingja
í Ameríku, Jerry G. Dunn að
nafni. Hún er nýlega komin út
hjá Moody-bókaútgáfunni í
Chicago. Segir hann þar frá
reynslu sinni af áfengisfjötrun-
um og einnig frá starfi sínu að
hjálpa öðrum til að Iosna úr
þeim fjötrum, og hvaða leiðir
eru vænlegastar til þess. En
hundruðum saman hafa menn
fengið fulla lausn með því að
fylgja ráðum hans.
Erindi þetta hyggst ég flytja
í Sjónarhæðarsal kl. 8.30 n.k.
mánudagskvöld, 13. þ. m. Fólki,
sem vill hætta að drekka er sér
staklega boðið.
Það væri gleðilegt, ef sá
árangur yrði af kirkjuvikunum,
að almennur áhugi vaknaði á
safnaðarstarfinu. Þó að nóg sé
af félögum vantar samtök inn-
an kirkjunnar um meiri þátt-
töku í hinu trúarlega starfi. Til
gangur kirkjuvikunnar er að
vekja fólk til trúar. — Þeir, sem
vilja taka þátt í stofnun bræðra
félagsins, eru beðnir um að skrá
nöfn sín á lista, sem liggur
frammi hjá ‘ kirkjuverði Dúa
Björnssyni. Q
Fjögurra hreppa skóli
á Fljótsdalshéraði
(Framhald af blaðsíðu 1)
hreppum. Skipt er um náms-
hópa hálfsmánaðarlega. Næsta
vetur er ætlunin að bæta við
fyrsta bekk unglingastigs og
öðrum bekk haustið 1968. Kven
félög hreppanna og einstakling
ar hafa stutt að því, að veita
skólan"m ýmislegan nauðsyn-
legan búnað, innanhúss.
Gamalt PÍANÓ
til sölu.
Mjög lágt verð.
Uppl. í síma 1-14-82.
TIL SÖLU:
Lítið notuð, vel meðfarin
PASSAP Duomatic
prjónavél.
Tækifærisverð.
Uppl. í síma 1-28-31
eftir kl. 6.30 e. h.
TRÉSMIÐIR
ATHUGIÐ!
Til sölu nýleg lítil
BANDSÖG.
Uppl. í síma 1-27-09.
HANBKNATTLEIKSMOT ISLANDS, 2. DEILD:
KR-SNGAR HAFÁ ÞEGAR SIGRAÐ
Þróttur leikur á Akureyri um helgina
Enskur fexti í Akureyrarkirkju
Handknattleiksmóf Akureyrar
Sæmundur G. Jóhannesson.
Bræðrafélagið