Dagur - 08.03.1967, Síða 5

Dagur - 08.03.1967, Síða 5
4 \\v* ■ - • • Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar hi. mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm NÝ VÖRUHÖFN Á AKUREYRI HAFNARMÁLIN á Akureyri eru nú á því stigi, að ekki er unnt að fresta lengur uppbyggingu. Gömlu hafnarmannvirkin gegna ekki því hlutverki lengur sómasamlega, sem þeim er ætlað að gera fyrir Akur- eyri og Norðanlands. Torfunefsbryggja, sem byggð var 1904, býr nú við þá aðstöðu, að vera án athafnasvæðis og sjálf er hún hrörnandi mannvirki. Auk þess er fyrirhugað, að Glerárgatan verði framlengd suður þar sem nú er höfnin, en framtíðar vöruhöfn verði byggð á öðrum stað, þar sem unnt er að láta skipafélögunum í té rúm- góðar lóðir fyrir vöruskemmur og byggja upp viðunandi mannvirki í sambandi við vöruflutninga að og frá Akureyri. Afgreiða þarf skipin í hús, eins og það er kallað og einnig þarf að mæta nýjum tíma í ílutn- ingum korns o. fl. vara. Unnið er að skipulagningu vöru- hafnarinnar. Helzt er haft í huga, að byggja hana á Oddeyrartanga, austast, bæði að sunnan og austan. Þess er þó gætt í þessu skipulagi, að strandlengjan fagra, sunnan á Odd- eyri missi sem minnst af sérstæðri fegurð og möguleikum í þá veru. Gömul hús við fyrirhuguð mann- virki hljóta að þoka fyrir nýjum, innan tíðar. Togarabryggjan ]>jónar sínu hlutverki sem fiskiskipahöfn. Hún og dráttarbrautin mynda eins- konar heild í hafnarmálum. En í Sandgerðisbót er fyrirhuguð smá- bátaliöfn og sjóbúðir. Unnið er líka að skipulagningu þess svæðis. Vera má, að Krossanes verði talið hentugt sem olíuflutningahöfn og að þangað yrðu þá fluttir olíugeym- ar þeir sem nú eru syðst á Oddeyrar- tanga og e. t. v. fleiri. En í Krossanesi verður að viðhalda hafnarmannvirkj um vegna síldarbræðslunnar sjálfrar. Akureyri er vel sett hvað snertir samgöngur í lofti með góðan flug- völl og batnandi við hlaðvarpann. Vegakerfið teygir sig einnig til allra átta og eru samgöngur á landi góðar, ef vegaviðhaldið er sæmilega af hendi leyst. J En vöruhöfn vantar og verður úr því að bæta. Akureyri er vel sett hvað snertir aðstöðu til hafnargerða. Pollurinn er einstakur í sinni röð og auk þess eru víkur og vogar norður með firðinum, en þó í næsta ná- grenni, sem bjóða hin ákjósanleg- ustu skilyrði til hafnargerða. Akureyringar verða að sækja hafn- armálin með festu og stórhug. Næsti áfangi þeirra, framtíðarvöruhöfn, verður að mótast af þekkingu heima- manna og skipulagskunnáttu hæf- ustu manna í þeim málum. □ f MIÐJU Norðurlandi gengur Eyjafjörður 60 km. inn í landið • og hefur þó fyrrum verið mun lengri og e. t. v. náð allt til þeirrar melöldu, sem nú ber nafnið Melgerðismelar og hefur fjörðurinn þá verið um 80 km. að lengd. Þá hefur verið hægt að „ganga fjörur" allt fram í Saurbæjarhrepp, hirða sprek á sandi og tína kuðunga og skelj- ar. En kannski hafa engir menn þá leið farið á þeim tíma. Ekki þarf glöggt auga til að sjá hve Eyjafjarðará verður - mikið ágengt í því að stækka landið með framburði sínum. Sér þess merki við hvern áratug. Líklegt er, að Festarklettur við Kaupang hafi í raun verið fest- arklettur skipa, er áttu þangað Á Espihóli hefur aðeins einum bónda tekizt að verða fátækur á síðustu öldum. (Ljósm.: E. D.) í Iieimasv cit Helga magra greiða leið á landnámsöld og e. t. v. miklu lengur. Nú er hann langt inni í landi. Tröllskessur þrjár, og fjórar þó, moka landinu í sjóinn dag og nótt og verður vel ágengt. Þær heita, Eyjafjarðará, Hörgá og Fnjóská. Dætur þeirra marg ár, allar þverárnar, eru dugleg- ar. til aðdráttanna og fara oft hamförum. Moka þær þá svo ákaflega, að Eyjafjörður verður á litinn eins og moldarflag. Leirurnar, Hörgárgrunn og Laufásgrunn bera handverkinu glöggt vitni. Og ekki lætur Glerá, fjórða og minnsta skess- an, sitt eftir liggja og er þeirra hárðvítugust. Hún hefur búið til Oddeyri. Ekki er annað að sjá, en þær ætli í sameiningu að loka Eyjafirði og gera Akur- eyri að sveitabæ. Frá botni Eyjafjarðar eru 60 km. fram í drög Eyjafjarðar- dals og er þá komið langt inn í land eða 120 km. norðan frá Gjögri við fjarðarmynnið. Framan Akureyrar eru taldir veðursælustu hreppar á Norð- urlandi og gætir þar meiri meg inlandsveðráttu en norður við úthafið, heitari sumai-daga, minni úrkomu en meiri frosta í staðviðrum vetrarmánaðanna. Þessir þrír hreppar heita, Öng- ulsstaðahreppur, Saurbæjar- hreppur og Hrafnagilshreppur og eru bændur þar svo miklir búmenn,-að þeim tekst að láta smjör drjúpa af hverju strái. Helgi hinn magri nam Eyja- fjörð, hafði fyrst vetursetu á Hámundarstöðum en gekk um vorið upp á Sólarfjöll og sá, að minni snjór var innar með firð- inum og færði bú sitt þangað, fyrst á Bíldsá og svo að Kristnesi. Enn horfa þeir, sem út með firði búa, í sömu átt og Helgi og sýnist þar betra land undir bú, minni snjór á vetrum og tún grænni á vorin og mun það rétt vera. Hinsvegar skjóta bændur í Eyjafjarðardölum hvorki sel né fugl, né heldur fylla þeir báta sína af góðfiski framan við sína landsteina. En förum nú í smáferð um þann hluta héraðsins, sem ligg- ur suður og inn af botni Eyja- fjarðar eða Akureyrar-Polli. Hringvegur liggur um þessa fögru byggð, sem Eyjafjarðará skiptir að endilöngu. Við för- um rangsælis og höldum fram í Hrafnagilshrepp, næsta sveit- arfélag við höfuðstað Norður- lands. Við bæjarmörkin er hin nýlega trjáræktarstöð Skóg- ræktarfélags Eyfirðinga, allt frá þjóðveginum til fjalls. Án þess að leggja lykkju á leið sína, á ferðamaðurinn þess kost að sjá af veginum einn fegursta ung- skóg á íslandi, sem þar var fyrir nokkrum árum gróðursettur, tákn þess yndisauka í gróðri landsins, sem koma skal. Flug- völiurinn með allan sinn gný nýtízku farartækja á aðra hönd bendir á breytta tíma, en á öðr- um vettvangi og sumir sjá ekki hljóðlátan gróðurinn. Litlihvammur er nyrzti bær- inn í Hrafnagilshr. en fremstir eru Árbakki í efri bæjarröð en Torfur í neðri bæjarröð. Skjól- dalsá skiptir hreppum ofantil, og rennur þó norðan við Torf- ur núna, en er annars ekki við eina fjölina felld. í hreppnum eru víðast tvær bæjaraðir. — Neðri bæjaröðin er niðri á lág- lendinu með landsnytjar að Eyjafjarðará. En efri röðin er á hjöllum nokkru ofar en þar er víðast mjög gott land til ræktunar. í hreppnum eru tún mikil, kúahjarðir stórar, bygg- ingar víðast vandaðar og ak- vegur heim á hvern bæ. Véla- kostur er mikill og vekur undr- un ef bíll stendur ekki í hlaði. Bændur stunda enn flestir blandaðan búskap, hafa einnig sauðfé og sumir margt, enn- fremur hross til gangnaferða og skemmtunar. Þegar ekið er fram í Hrafna- gilshrepp vekja nokkrar stað- reyndir athygli hvers ferða- manns, svo sem þær, að Eyja- fjarðará klýfur byggðina í tvennt fram allan Eyjafjörð. Meðfram henni er nokkurra kílómetra breitt undirlendi, sumt mjög votlent en grósku- mikið. Sjálf er áin bát- eða skip geng langt fram. Hún er þó fremur farartálmi en samgöngu bót á sumrin og hefur svo ávallt verið. í lygnu sinni og mein- leysi er hún víða hættuleg yfir- ferðar á hestum vegna sand- bleytu. Hins vegar er hún oft- ast undir ís á vetrum og flýtti för margra og létti alla flutn- inga á meðan vegir voru verri en þeir nú eru og hestum beitt fyrir sleða. , Ferðamaðurinn tekur líka eft ir því, að fjöllin eru hærri að vestanverðu, sundurskornari og svipmeiri. En blessuð fjöllin eru mönnum því hjartfólgnari, sem þau eru hærri, hvernig sem á því stendur. Á leiðinni um Hrafnagils- hrepp eru engar stórár, en ár- nöfn eru þessi: Gilsá, Bróká, Reyká, Merkigilsá, Finnastaðaá og Skjóldalsá. Fæst eru þe1,ta mikil vatnsföll nema í aftaka- leysingum. Merkigilsá mun áð- ur hafa heitið Kvarná, því upp- tök sín á hún í stórum slakka norðanundir Kerlingarfjallinu og heitir slakkinn Kvarnárdal- ur. í Hrafnagilshreppi eru 32 jarðir byggðar og bændur 33 talsins, og að auki eini garð- yrkjubóndinn í Eyjafirði, Hreið ar Eiríksson í Laugabrekku. En eins og áður er að vikið, er Kristnes í Hrafnagilshreppi, landnámsjörð Helga magra, og þar er nú byggðakjarni mynd- aður eða smáþorp. Þar tók Kristneshæli til starfa 1927, eina berklahælið á Norðurlandi og byggt af stórhug, fómfýsi og með samvinnu ýmissa þehra aðila, sem á öðrum vettvangi voru hinir mestu andstæðingar. Þar eru nú mörg fleiri hús ris- in og hælið þjónar þörfu hlut- verki þótt sjúklingar séu ekki allir úr röðum þeirra, sem berkla hafa fengið. Heitar lind- ir streyma þar úr jörð. Borað hefur verið eftir meira vatni, en það hefur enn lítinn árangur borið. Kristneshæli stendur hátt og sér þaðan vítt um hér- aðið. í sambandi við Kristnes- hæli rifjast það upp, að fyrir nokkrum árum var sá er þetta ritar á ferð um hásléttu Colo- radofylkis í Bandaríkjunum og er sléttan í álíka hæð yfir sjó og hæsti tindur íslands og lofts lag heilnæmt. Þarna eru bænda býli en langt á milli bæja. Við sum þeirra sá ég sérkennileg hús, mjög há og risbrött, af-allt annarri gerð en aðrar bygging- ar. Þegar ég spurðist fyrir um þetta var mér sagt, að berkla- sjúklingar hefðu verið einangr- aðir þarna á sléttunni. Á síð- ustu áratugum risu blómleg bændabýli á slóðum þeirra sjúku og „hættulegu“ manna, sem áttu sér ekkert Kristnes- hæli í hinu volduga og auðuga ríki. í Reykhúsum, rétt við Krist- nes, bjó Hallgrímur Kristins- son og þar býr Jón sonur hans, • en á landnámsjörðinni Aðal- steinn Jónsson. Espihóll er einnig gamalt höfðingjasetur og kostajörð svo mikil, að þar hefur aðeins ein- um bónda tekizt að vera fátæk- ur og er langt síðan. Sögufræg- asti staðurinn í Hrafnagils- hreppi er þó án efa Stóra- Grund eða Grund, eins og nú er kallað. Þar bjó Grundar- Helga, hverrar saga er öllum kunn. Hún var sögð af ætt Sturlunga. Hún var grafin í hól þann, sem síðan heitir Helgu- hóll, segja munnmælin. Á Grund bjó um skeið Sighvatur Sturluson og oft hafa þar búið kunnir menn. Magnús Sigurðs- son stórbóndi og eini kaupmað- urinn frammi í Eyjafirði fyrr og síðar, bjó á Grund og byggði Grundarkirkju á fyrstu árum þessarar aldar. Var það þá veg- legasta kirkja landsins, er enn hið fegursta guðshús og er bændakirkja. Um aldamótin var trjáreitur gerður við Helgu-hól í Grundarlandi, en þar er nú vöxtuglegur skógur og hefur skógarland þetta ver- ið stækkað til muna á síðari árum. Hinu forna höfuðbóli hef ur verið skipt í tvennt og býr dóttir fyrrnefnds Magnúsar, Aðalsteina, á annarri hálflend- unni, gift Gísla Björnssyni hreppstjóra, en á hinni hálflend unni býr Snæbjörn Sigurðsson. Svokölluð Grundartorfa eru bæirnir Finnastaðir, Árbær, Holtssel, Miðhús og Hólshús. Fjórir þeir fyrstnefndu eru miklu nær fjallinu en Grund. Frá Hólshúsum, sem er rétt norðan við Grimd og hefur ver uð. En bændur tveir di-ukkn- uðu í Eyjafjarðará undan Leit- inu. Voru það þeir Stefán Thor arensen bóndi á Espihóli og Jósep Grímsson bóndi á Stokka hlöðum. Jósep drukknaði 1844 í leit að líki Stefáns. Munn- mæli herma, að þegar það bar að, sæti gömul kona og blind í bæjardyrum á Stokkahlöðum og heyrðist segja: Nú er Jósep kallinn dauður, og reyndist það rétt vera. Á Möðrufelli var fyrrum holdsveikrahæli og eru ekki margir ái-atugir síðan síðasta húsið, sem því hæli tilheyrði, var rifið. Og þar var hálfkhkja fyrir eina tíð. í Möðrufells- hrauni, sem er framhrun úr fjallinu, stóð reyniviðarhríslan fræga, „Meiðurinn helgi“, sem er ættmóðir hinna frægu reyni trjáa í Skriðu, Fornhaga, Skipa lóni og víðar og eitt þeirra fáu íslenzku trjáa, sem verulegur átrúnaður og helgi er við bund in. f Neðra-Möðrufellshrauni, skammt vestan við núverandi þjóðveg, voru Kálfagerðisbræð ur hálshöggnir árið 1751. Torfi á Klúkum í Hrafnagils- hreppi var síðasti maður í þeirri sveit, sem orð fékk fyiir kukl. Þar bjó til skamms tíma annar maður sérkennilegur, Kári veðurspámaður, sem mik- ið orð fór af. Frá Botni er Lárus Rist og gaf hann Akureyri jörð ina. Norðan við Reykhús er Konu klöpp og liggur vegurinn þar. Sögur segja frá presti einum á Hrafnagili, sem jafnan hafði Félagsheimilið Laugarborg á Hrafnagili. Hrafnagil er þekktur staður að fornu og nýju. Þar var kirkja og prestsetur og náði sóknin þá norður að Glerá á Akureyri og fram í Espihól. Nú er þar stór- býli. Þar bjó lengi Hólmgeir Þorsteinsson og nú Húnvetning urinn Hjalti Jósefsson. Á næsta bæ, Stokkahlöðum, bjó Rósa Einarsdóttir og hennar systkini. Þar var snemma fagur trjá- garður. Yngsta félagsheimilið í sveitunum framan Akureyrar er á Hrafnagili og heitir Laugar borg. Þangað leggja margir leið sína um helgar og gera sér glað an dag. Þar er barnaskóli hreppsins í gamla samkomuhús inu og þar er ákveðið að byggja tmglingaskóla fyrir fjóra hreppa. Sundlaug var ]mr byggð við heita uppsprettu fyr- ir löngu og þar vitnar gamall og stórvaxinn skógarreitur um hugsjónir ungmennafélaga á sínum tíma. ið skipt í tvær jarðir, liggur vegurinn upp til efri bæjanna og síðan í sveig suður og allt til Hvassafells í Saurbæjarhreppi. Býlin í Grundartorfunni, sem fyrrum munu hafa verið hjá- leigur og kot, eru sum komin í tölu stórbýla, svo sem víða hef- ur orðið. Sigfús hét maður og bjó á Grund. Hann kunni ýmislegt fyrir sér. Honum var sendur draugur, en hann sendi annan í móti og mættust þeir í dæld nokkurri við gamla veginn neðanundh- brekkunni, sem er á mex-kjum Dvergstaða og Hóls húsa. Áttu sendingarnar þar harðan leik og ekki friðsamleg- an. Heitir dæld þessi síðan Djöfladæld. Frá Dvergsstöðum er „Dvergur“ sá, sem oft og skemmtilega yrkir, og hefur Dagur birt ýms þeirra Ijóða. Á Stprhólsleiti hefur til skamms tíma þótt ókyrrt nokk- (Ljósm.: E. D.) þar viðkomu, er hann var á ferð og hafði tal af huldukonu er þar bjó. Gekk hann með henni í klöppina og þá af henni góðgjöi'ðir margar. Nokkur silungur hefur jafnan verið í Eyjafjarðará, einkum sjógengin bleikja en einnig svo lítið af laxi. En á hveiju ári flæðir áin yfir bakka sína og er þá ótrúlega breið og vatnsmikil. í slíkum ham ber hún vel á engjar þær, sem að henni liggja og voru fyrrum aðalheyskapar- lönd bænda, og jók grasvöxtinn. Rúmlega 30 bændur í Hrafna gilshreppi sendu sl. ár fast að 2 milljónum lítra mjólkur til Mjólkursamlags KEA á Akur- eyri. Sýnir það, að ekki er kota búskapur þar í sveit. Og allir vona, að eyfirzkir bændur verði áfram í Iandsins beztu bænda röð svo sem verið hefur og að þeir haldi andlegri reisn sinni í hinum miklu búörmum. Eyfirðingar hafa verið félags hyggjumenn í seinni tíð. Þar eru íbúar Hrafnagilshrepps eng ir eftirbátar. Kaupfélag Eyfirð- inga á stofni’ætur í þeirri sveit, einnig Gefjun og Mjólkursam- lag KEA. Og Eyfirðingar hafa uppskorið eins og þeir sáðu í þessum efnum. Engin stöx-f þeirra hafa borið meiri ávöxt en félagsmálastörfin, þeim sjálf um til handa og möi-gum öðr- um. En einmitt þetta ber fyi'st af öllu að hafa í huga þegar rætt er um hinar fögru Eyja- fjarðarbyggðir og hið dugmikla fólk, sem þar lifir og starfai’. Hér hefur vei’ið farið fljótt yfir sögu, enda ekki á ferðinni nein skýrslugerð fyrir Hrafna- gilshrepp, en nöfn bænda og bæja fara hér á eftir. í neðri bæjarröðinni í Hrafna gilshreppi eru þessir. bæir talið norðan frá: Litli-Hvamm- ur, þar býr Jóhann Pálmason áður bóndi á Teigi, Hvammur, bóndi Snorri Halldórsson, þar bjó áður Halldór Guðlaugsson faðir hans, lengi oddviti. Á Ytragili býr Helgi Jakobsson, en áður Ki’istján Skjóldal og er Helgi tengdasonur hans. Her- mxmdur Friðriksson og Brynj- ólfur bróðir hans hafa búið á Syðragili. Stefán Þórðarson býr á Teigi, er ráðunautur Bún aðai-sEimbandsins og stundar fiskirækt heima hjá sér. í Reyk húsum býr Jón, sonur Hall- gríms Kristinssonar, og á Krist nesi Aðalsteinn Jónsson, þing- eyskur að ætt, og garðyrkju- bóndinn Hreiðar í Lauga- brekku. Snorri Ólafsson yfir- læknir hefur mannflest heimili þar sem Kristneshæli er. Þar er ráðsmaður Eiríkur Bi’ynjólfs- son og mai-gt annað starfsfólk. Á Kroppi bjó fyrrum Davíð hreppstjóri Jónsson en nú Steingrímur Guðjónsson, og Eii’íkur Hi'eiðai’sson endui’- byggði Grísará. Er þá komið að sögustaðnum Hi’afnagili. Þar býr nú Hjalti Jósefsson, Hún- vetningur. Rósa Einarsdóttir og systkini hennar bjuggu lengi á Stokkahlöðum, en nú Rafn Helgason. Á þeim bæ var síðast malað koi’n í koi’nmyllu við bæjarlæk þar í sveit. Jón Jó- hannesson býr á Stórhóli, tengdasonur Kristins, sem þar bjó og þar er ennþá, og á Litla- hóli býr Vestfirðingurinn Jón Jensson, en áður Vilhjálmur Jó hannesson og Páll Rist. Karl Frímannsson býr á Dvergsstöð um, og Helgi Schiöth í Hóls- húsum en Reynir sonur hans á nýbýlinu Hólshúsum II. Á Grxmd I býr Gísli Björnsson hreppstjóri, á Grund II Snæ- bjöm Sigurðsson og á Toi’fum Helgi Sigurjónsson. í efri bæjarröð hreppsins eru Vaglir nyrzt og býr þar Magnús Benediktsson og systkini hans. Á Botni Matthías Frímannsson og a Hranastöðum Ingibjöi’g Guðmundsdóttir, ekkja, ásamt bömum sínum. Guðlaugur Hall dórsson frá Hvammi býr í Merkigili og Haraldur Hannes- son í Víðigerði. Tryggvi Kjart- ansson frá Miklagarði býr í Mið húsum, og Egill Halldórsson í (Framhald á blaðsíðu 7.) 5 •tiiiiititiiiiiiiiiiiitiiiiiiíiriiiiiiiiriiimiiitriiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiimiiiiiiiimiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitii|i« i ■■ ■ I JÓNAS JÓNSSON = RÁÐUNAUTUR 1 fm '■ LANDSMÁLAÞÁTIUR | II | •i>iiiiii iiiiii iii iii iii ii iiiiii FORDÆMI N ÍSLENDINGAR hafa löngum sótt ráð og fyrirmyndir, bæði góðar og slæmar, til annarra þjóða. Einkum er margt í löggjöf okkar og þjóðfélagsháttum sótt til Norðurlanda, og ekki hvað sízt til Noregs, og er sjálfsagt mest af því til bóta. Þetta er eðlilegur hlutur, svo margt er skylt með þjóðunum, og hvei’gi finnum við fleii’a, sem við get- um heimfært nær beint: til okk- ar, en einmitt þar. Noregur stendur, eins og hin- ar Noi’ðui'landaþjóðimar, í allra fi'emstu röð þjóða heimsins í félagslegu tilliti. Á stæi’ð og ríkidæmi okkar og Norðmanna er munurinn heldur ekki svo geysilegur, að það geri allan samanburð von- lausan. (Landið er rúmlega þrisvar sinnum stærra, en þjóð in er um 18 sinnum fjölmenn- ari, eða sex sinnum þéttbýlla, þar en hér). Löndunum svipar saman í því, að þau ei’u stór og strjálbýl, torfær og erfitt að gera góðar samgöngur. , _ Gæði þehra beggja etu dreifð og nýtast ekki án erfiðis og dreifðrar búsetu. Algjör sjálfs- bjargarbúskapur við lands- og sjávar-gagn með fjölhreyttum heimilisiðnaði hefur tíðkazt í Noregi langt fram á okkar öld. En hraðfai-a breytingar yfir til verzlunai’búskapar og iðnþróun ar hafa skapað ójafnvægi í byggðinni og geysilega aðsókn að höfuðborgai’svæðinu. Oft er það svo, að við trúum betur hlutunum, þegar við sjá- um þá hjá öðrum, en þó að reynt sé að skyggnast í eigin barm. Hér skal því byrjað á því að skýra nokkuð frá viðhorfi Norð manna til þess, sem þeir kalla „byggðamál“ og „byggða- stefnu“, en það nota þeir um það, sem hér hefur tíðast verið nefnt „jafnvægi í byggð- lands- ins.“ Það er alkunna, hve Norð- menn voi’U hart leiknir við lok stríðsins, atvlnnuvegir voru þar allir í molum, en auk þess var stór hluti landsins, Norður- Noregru’, í bókstaflegri merk- ingu, lagður í auðn, — þar stóð ekki steinn yfir steini, bygging- ar voru brenndar, brýr sprengd ar og fólkið flutt burt. Þannig skildu Þjóðverjar við landið, er þeir hörfuðu þar undan Rúss- um. Norðmenn hófu þó uppbygg- ingu þar, eins og aimai-s staðar í landinu, og fólkið flutti aftur til sinna gömlu héraða. Um 1950 mun endurbyggingu íbúðarhúsnæðis að miklu leyti hafa verið lokið, en mikið var eftir við að byggja upp atvinnu tækin. Lífskjör voru þar erfið- ari og atvinnumöguleikar minni en annars staðar í land- inu. Strax 1948 var byi-jað á svo- kallaðri svæðaskipulagningu og áætlanagerð fyrir áframhald- andi uppbyggingu í Norður- Noregi. Byi’jað var á því að kanna möguleika hinna ein- stöku svæða. Upp úr þessu spratt svo hin fræga „Áætlun um framkvæmdir í Norður- ORÐMANNA í Noregi." (Urbyggningsprogram met for Nord-Norge). Grundvallarforsendur þess, að áætlunin var gerð, voru þessar: 1. Það var almennt viður- kennd stefna, að allir ættu að njóta sem jafnastra lífskjara, hvar seni þeir byggju í land- inu, og hafa sem svipaðasta möguleika til tekna, atvinnuör- yggis og lífsþæginda. 2. Að það sé þjóðfélaginu hag kvæmt í heild að byggja allt landið. 3. Að þcssu marki verði ekki náð, nema með sérstökum að- gerðum hins opinbera til að bæta atvinnuástand í: vissunt landshlutum og hjálpa þar ein staklingum og félögum til að byggja upp atvinnulífið. Aðferðimar, sem við þetta átti að hafa, voru: 1. Stofnaður var sjóður, sem fékk 100 millj. n .kr. frá ríkinu og leyfi til að taka aðrar 100 millj. n. kr. að láni. Sjóðurinn mátti verja fé til eftirfarandi: a. Rannsókna á möguleik- um fyrir nýjar atvinnugreinar og atvinnutæki. b. Skipulagningar fyrir ný at vinnutæki. c. Til lána til nýrra atvinnu- tækja, sem veitt væru eftir að aðrir lánamöguleikar væru full nýttir, lánin væru yfirleitt til 20 ára, og með venjulegum vöxt um, en þó mátti Iækka vexti og gefa eftir í vissum tilfellum bæði vexti og afborganh- í á- kveðinn tíma. e. Sjóðurinn gekk í ábyrgð fyrir lánum frá öðrum lána- stofnunum fyrir allt að 50 millj. n. kr. B. Settar voru reglur um það, að fyrirtæki- mættu draga frá til skatts fé, sem þau verðu til að skapa aukinn atvinnu- rekstur í Norður-Noregi. Margs konar fleiri skattfríðindi voru gefin. C. Ríkið lagið auk þess fram fé, 95 millj. n. kr. til sérstakra framkvæmda á vegum þess í Norður-Noregi. 86 milí. kr. voru þá og lagðar fram úr mót- virðissjóði (Marshallfé). Um beinan þátt ríkisvaldsins í upp- byggingunni segir svo í frásögn af áætluninni: „Það er hlutverk þess opin- bera að búa þannig í haginn, að einstaklingunum og félagssam- tökum þeirra verði kleift að not færa sér möguleika landsins. Þetta.verður fólgið í samgöngu bótum, byggingu raforkuvera, lækkun vaxta og eftirgjöf af lán um, tæknilegum og faglegum rannsóknum og áætlunum, og ekki hvað sízt fræðslu og fag- legri þjálfun vinnuaflsins.“ í allt lagði norska þingið fram 406 millj. norskra króna til um- ráða fyrir sjóðinn á fyrsta ári. Gengið var frá lögum um Norður-Noregs-áætlunina í byrjun árs 1952, og átti hún að gilda til 1960. Uppbyggingin náði til allra atvinnugreina. Nefnt er land- búnaður, fiskveiðar, iðnaður, námugröftur, siglingar, flutn- ingúr, ferðamannaþjónusta o. fl. Sérstaklega vildu þeir leggja (Framhald á blaðsíðu 7)

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.