Dagur - 08.03.1967, Page 8

Dagur - 08.03.1967, Page 8
BJARMIIIFRÁ DALVlK STRANDAÐ! SMÁTT OG STÓRT ÞANNIG ER „VIÐREISNIN“ Sainkvæmt áætlunum ríkis- stjómarinnar mun ríkissjóður íslands á árinu 1967 greiða ca. 1300 millj. kr. til lækkunar á vöruverði innanlands og verð- uppbóta á útfluttar -vörur á ár- inu. Af þessari upphæð fara rúml. 700 millj. kr. í niður- greiðslurnar innanlands og nál. 600 millj. kr. í útflutningsbæt- urnar. Því miður er hætt við, að þessi áætlun reynist of lág, er á árið líður, og að meira en 1300 milljónir fari í „uppbóta- kerfið“ á þessu ári. INN OG ÚT Samkvæmt nýútkomnum Hag- tíðindum hafa ísiendingar flutt inn vörur fyrir 6853 millj. kr. á árinu 1966 og út fyrir 6047 millj. kr. Vöruskiptajöfnuður- inn því óhagstæður um 806 millj. kr. Hagstæður jöfnuður ú öðrum gjaldeyrisviöskiptum, nú eins og venjulega, lækkar liall- ann niður í 350 millj. kr. eftir því sem einn seðlabankastjór- inn sagði í útvarpinu nýlega. Til að jafna þennan 350 millj. kr. greiðsluhalla í gjaldeyris- viðskiptunum voru tekin ný lán erlendis, og er þá liægt að segja, að gjaldeyrissjóður bankanna standi óbreyttur eins og hann var í árslok 1965. Ýmislegt er fróðlegt í viðskiptaskýrsiunum, t. d. hafa íslendingar flutt út frímerki fyrir 12 millj. kr. á árinu. A MANUDAGSKVÖLDIÐ strandaði véibáturinn Bjarmi II frá Dalvík skammt austan við Baugastaðavita austan við Stokkseyri. Þar er mikill skerja garður og barst báturinn að mestu inn fyrir skerjagarðinn og stóð í gær á klöpp um 200 metra frá landi. Mannbjörg gekk greiðlega með aðstoð björgunardeilda frá Eyrarbakka og Gaulverjabæjar hreppi. Línu var skotið um borð og mennirnir síðan dregnir til lands í björgunarbáti. ! Árdegis í gær var leiðangur frá Björgun h.f. farinn áleiðis á strandstað, svo og fulltrúar Samvinnutrygginga. Sjór var kominn í aðra lest skipsins. Skipstjóri á Bjarma II var Kristján Jónsson frá Dalvík. Skipið var að koma frá Hafnar- firði er slysið var. Dimmt var, mikið brim og hægur austan vindur. Bjarmi II er 262 lesta stálskip, þriggja ára og var lengdur í fyrra. Framkvæmda- stjóri Röðuls h.f., sem á skipið, er Jón Stefánsson. í samtali við Stefán Jasonar- son í Gaulverjabæ síðdegis í gær, sagði hann, að mannmargt hefði verið á strandstað í gær, enda gott veður, en báturinn stæði réttur og rótaðist lítið þótt dálítið brim væri. í morgun hefði verið farið um borð. Virt- ust þá vélar í lagi en tvö lítil göt á botni skipsins og sjór í aftari lest. Oll skilyrði voru at- huguð vel til björgunar. Dráttar báturinn Goðinn kom í morg- un. En ekki var gerð tilraun að ná Bjarma út í dag, sagði Stef- án. Guð og gæfan ræður björg- un, en einskis verður látið ófreistað til að ná þessu fallega skipi út, sagði Stefán að lokum. FISKURINN FULLUR AF LOÐNU BÁTAR við Eyjafjörð, sem róið hafa með net, hafa fengið all- góðan afla, en vond veður hafa torveldað sjósóknina. Fiskurinn er blandaður og hann er fullur af loðnu, sem gengin er á miðin. Bátar frá Hauganesi hafa feng- ið 6—7 tonn af tveggja nátta fiski. Auðunn frá Hrísey stund um meira. Loðna hefur ekki ennþá veiðzt hér við fjörðinn, svo blaðinu sé það kunnugt. □ Hreindýrin eru lieima við bæi UPP TIL SELJA SJÓNLEIKURINN Upp til selja verður væntanlega frum- sýndur um næstu helgi í Vala- skjálf á Egilsstöðum. Leikstjóri er Sigríður Magnúsdóttir. Það er Leikfélag Fljótsdals- héiaðs sem fyrir leiksýningunni stendur og hefur félagið í hyggju að sýna síðar í vetur sjónleikinn Kjarnorku og kven- hylli undir leikstjórn Jóhanns Ogmundssonar. Q ÍSLENZKU hteindýrin eru tal- in vera um eða yfir tvö þúsund talsihs. Oft leita þau til byggða þegai- harðnar í ári, eða þegar óhagstæð veðrátta hrekur þau af venjulegum vetrarslóðum. Nú eru hreindýrin komin nið ur á Fljótsdalshérað og eru í Fellum, Jökuldal, Fljótsdal, Tungu og Skriðdal. Blaðið leit aði fregna af hreindýrunum hjá Agli Gunnarssyni eftirlitsmanni og sagði hann það rétt vera, að dýrin hefðu leitað byggða, bæði kýr, kálfar og tarfar. Þau eru í smáhópum, líta vel út og njóta vel haglendisins. Stygg eru þau og mannfælin, en þang að, sem þau hafa valið sér land, koma þau alltaf aftur þótt þau verði fyrir ónæði og þjóti þá í burtu. Þau sneiða hjá girðing- um, en fara léttilega yfir þær, ef annars er ekki kostur. Hey, sem úti er, láta þau algerlega í friði. Hi-eindýrin eru falleg og tign arleg og þau gleðja augað ekki sízt vegna þess hve sælleg þau eru og vel á sig komin. □ Mðður er manns gaman Blönduósi 7. marz. — Hingað komu menn til fundahalda, bæði frá Framsókn og íhaldinu, og með þeim vonzkuveður, sennilega með þeim síðar- nefndu! Ekki varð alveg „messu fall“ en fásóttir munu fundir þessir veríð hafa. Kominn er dálítill snjór, því að síðustu viku hríðaði flesta daga. Hvasst var og því komnir skaflar. Nú er unnið að snjó- mokstri af kappi og verða vegir opnaðir í dag, einnig Holta- vörðuheiði. Hér er verið að æfa sjónleik- inn Úifhildi, eftir Pál H. Jóns- son frá Laugum. Leikstjóri er Tómas R. Jónsson fulltrúi. Ymisleg fleiri félagsstarfsemi er hér um hönd höfð, og svo er maður manns gaman, ekki sízt þegar leiðir lokast og fólk verð ur að búa að sínu. Ó. S. Neniendaskipti innan æskulýðsfélaga íslenzku kirkjunnar er ný kynningarstarfsemi. Ilér á Akureyri dvöldu í fjóra daga félagar frá Æskulýðsfélagi Langholtssafnaðar í Reykjavík, kynntu sér æskulýðsstai-f kirkjunnar hér, heimsótlu Gagnfræðaskóiaim og nutu fyrirgreiðslu lieimamanna. Gert er ráð fyrir, að fimm fé- lagar Æskulýðsféiags Akureyrarkirkju fari síðar suður sömu erinda. Myndin var tekhi við brottför hinna sunnlenzku ung- menna í kirkjutröppunum á Akureyri. Frá vinstri: Stefán Franklín, Lúðvík Halldórsson, Vigfús Þór Árnason fararstjóri, Gunnlaug Jónsdóttir og Þórey Björnsdóttir, öll úr Vogaskóla nema fararstjórinn, sem er nemandi í Kennaraskólanum. (Ljósm.: E. D.) ÞOTUFARALDUR í BÆNUM Plastsleðar eru nú mjög í tízku á Akureyri og er enginn maður með mönnum nema liann eigi slíkt farartæki. Fyrst var það reyndar fullorðið fólk, sem not- aði sleða þessa, t. d. í Hlíðar- fjalli, og hlutust slys af. En nú eru börnin í bænum búin að fá þotumar, eins og þetta verk- færi er kallað, á heilann og valda sjálfum sér og öðrum hættu í umferðinni. Foreldrar þurfa að hafa áhrif á böm sín á þann veg að þotumar séu sem minnst í bílaumferðinni. ÓVÍST UM BJÖRGUN GLÓFAXA Enn er óvíst hvort tekst að bjarga flugvélinni Glófaxa, sem bilaði í lendingu á dögunum í Danmarkshavn á Grænlandi. Áhöfn vélarinnar kom heim með Gljáfaxa á sunnudaginn. Skíði vélarinnar biluðu, svo og annar vængur. Aðstaða er öll hin versta til viðgerða, þar sem Glófaxi er, en eflaust verður björgun reynd, ef tiltækilegt þykir. MAÐUR OG KONA FÉLLU í HÖFNINA ÞAÐ vildi til á Akureyri laust eftir hádegi á mánudaginn, að kona datt í höfnina. Nærstadd- ur maður, sem mun hafa ætlað að rétta hjálparhönd, féll einn- ig í sjóinn. Báðum var bjargað frá drukknun og um borð í skip frá Dalvík, sem í þann mund var að láta úr höfn. Bæði munu þau, sem fyrir þessu óhappi urðu, hafa ætlað um borð í umrætt skip og voru þau undir áhrifum áfangis. (Frá lögreglunni) KIRKJUVIKAN VEL SÓTT KIRKJUVIKAN á Akureyri hefur verið ágætlega sótt og verður svo væntanlega fram- vegis. Á hverju kveldi eru ný atriði á dagskrá, svo sem aug- lýst hefur verið í Dagskrá kirkjuvikunnar, sem borin var í hvert hús í bænum. □

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.