Dagur - 17.05.1967, Síða 5

Dagur - 17.05.1967, Síða 5
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Sírnar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. Efnahagsbandalög w KRISTJAN FRIÐRIKSSON, kunn- ur iðnrekandi í Reykjavík, hefur skrifað eftirtektarverðan greinar- flokk um afstöðu fslands til efna- hagsbandalaga o. fl. Hér fara á eftir tveir kaflar úr þessum greinaflokki: „Eins og áður segir, mundi inn- gangur okkar í markaðsbandalag þýða að mikill liluti iðnaðar okkar legðist niður. Ef svo síldveiðar bregð ast eftir eitt til tvö ár, sem mikil hætta er á, og þorskveiðamar standa í stað í bezta lagi. Hvað verður þá um okkar skjótfengnu velmegun? Hræðilegt atvinnuleysi mundi fljótt halda innreið sína í flestum greinum. Þegar iðnaðarfólkið missti atvinnu sína, mundu markaðir minnka fyrir búvörur. Verzlunin yrði erfið viðfangs, og e. t. v. mundu erlendir keðju-verzlana-auðhringar taka við henni. Fjöldi manns mundi leita til at- vinnutryggingasjóða. Hinn marglof- aði gjaldeyrisforði mundi hverfa sem dögg fyrir sólu. Byggingar mundu stöðvast að mestu um langt skeið. Eins og sakir standa er óhemju fé sópað í ríkissjóð, m. a. af tolltekjum af innflutningi og þær síðan greidd- ar út aftur m. a. sem styrkir til út- vegsins og sem niðurgreiðslur á vöru- verði. Slíkt er aðeins hægt að gera skamma stund. Vegna hinnar miklu gengisskekkju, sem nú er viðhaldið, eins og áður segir, m. a. með styrkj- um til útvegsins, vantar rekstrar- grundvöll fyrir flesta innlenda starf- semi. Persónulega er mér kunnugt um allmörg fyrirtæki, sem um þessar mundir neyðast til að segja upp fleiru eða færra af starfsfólki sínu. Eins og sakir standa er gjaldeyris- forða þjóðarinnar sóað af kappi til kaupa á erlendri vöru og þjónustu, meðan hvert innlenda fyrirtækið af öðru fellur í valinn.“ „Með þeim athugasemdum, sem hér hafa fram komið um gjaldeýris- sjóð seðlabankans er ekki verið að kasta rýrð á þá viðleitni að viðhalda gjaldeyrisvarasjóði út af fyrir si£. En aftur virðist mér full ástæða til að gagnrýna önnur atriði í þessu sam- bandi, sem öll eru nátengd þeim málum, sem hér um ræðir. í fyrsta lagi er ekki borgandi mik- ið fyrir að láta gjaldeyrissjóðinn sýn- ast stærri en hann raunverulega er, en það er gert með því að leyfa er- lendu vörulánin. En með því að leyfa þau, er sum- part verið að styrkja aðstöðu erlendr- ar framleiðsu á kostnað innlendrar. (Framhald á bls. 7.) Norðurland er sterkt, ef paðvill segir Gísli Guðmmidsson, alþingis maður, í viðtali við blaðið GÍSLI GUÐMUNDSSON al- þingismaður var nýlega staddur hér á Akureyri og átti þá Dag- ur tal við hann. Meðal annars barst talið að störfum Alþingis, sem slitið var 19. apríl sl. Var þetta starfsamt þing? Eins og vant er, var annríki á þingi í desember, við síðari um ræður fjárlaganna og svo síð- ustu 2 vikurnar, eftir að þingið kom saman á ný, eftir páskahlé. Þá var m. a. unnið að afgreiðslu stjómarfrumvarpa, sem komu svo seint fram, að í raun og veru var engin leið til að af- -greiða. svo flókin og vandasöm ;mál, sem þar var um að ræða, á viðunandi hátt. Ég á hér við m. a. frumvarp til svokallaðra orkulaga, frumvarp til nýrra hafnarlaga og frumvarp til nýrra skólakostnaðarlaga. Þessi þrjú frumvörp voru öll afgreidd sem lög í þinglokin, enda þótt hafnarlögin eigi ekki að taka gildi fyrr en á næsta ári og skólakostnaðarlögin ekki held- ur nema að sumu leyti. En yfir- leitt virtist mér afgreiðsla mála í þinginu ganga treglega. Deild- arfundir voru að jafnaði þrjá daga í viku og einn fundur í sameinuðu þingi. Flest mál þurfa að fá formlega afgreiðslu í nefnd, og frumvörpin verða að fara í gegnum báðar deildir og nefnd í báðum, ef þau eiga að verða að lögum. Þetta er því miður oft notað til að svæfa mál. Þó að einstakir þingmenn vinni að málum, dugir það ekki til afgreiðslu. Þingsályktunar- tillögur og fyrirspurnir koma yfirleitt fram í sameinuðu þingi og tillögunum er vísað til sér- stakra nefnda, sem þar starfa. Forsetar og nefndaformenn stjórna þingstörfum, en ríkis- stjórnin hefur þar líka sitt að segja, enda voru þessir verk- stjórar okkar úr hennar liði. Ég vil taka fram, að forsetar á sið- asta kjörtímabili hafa gert sér far um réttláta fundarstjórn á umræðufundum í þinginu. Slíkt ber að viðurkenna. Telur þú nýju hafnarlögin og skólakostntðarlögin til bóta? Ég er hræddur um, að á- kvæði skólakostnaðarlaganna um greiðslu reksturskostnaðar geti reynzt varhugaverð fyrir a. m. k. sum sveitarfélög. Þar eru teknar upp nýjar reglur, nokk- uð torskildar, um skiptingu rekstrarkostnaðar milli rikis- ins og sveitarfélaga. Það hefði átt ' að senda skólanefndum þessi ákvæði til umsagnar. Hafnarlögin í heild tel ég til bóta, þegar ég ber saman og met kosti og galla. Það tel ég m. a. til galla, frá sjónarmiði sveitarfélaga, að ríkisábyrgð fyrir hafnarlánum verður nú einföld, en ekki sjálfskuldará- byrgð, eins og verið hefur. Að- albreytingamar til bóta eru, að ríkisframlag til öldubrjóta og dýpkana hækkar upp í 75% og að Hafnarbótasjóður á að verða lánsstofnun fyrir hafnirnar. En tekjur hans eru minni en æski- legt væri. Gerði þingið miklar breyting ar á hafnarlagafrumvarpi stjóm arinnar? Já. Eins og það var lagt fram, tel ég það hefði verið spor aftur á bak. Þar var m. a. gert ráð fyrir, að afnema framlagsskyldu ríkissjóðs. í frumvarpinu voru aðeins ákvæði um hámarksfram lag. Ég benti á þetta og fleira GÍSLI GUÐMUNDSSON. við fyrstu umræðu málsins, og þessar ábendingar voru að tölu verður leyti teknar til greina. Þú munt hafa verið eitthvað viðriðinn endurskoðun hafnar- laga áður fyrr, eða var ekki svo? Jú, í Atvinnutækjanefnd með Birgi Finnssyni og Tryggva Helgasyni, í samráði við vita- málastjóra. Við sömdum hafnar lagafrumvarp og afhentum rík- isstjórninni haustið 1961. Svo beið málið í stjórnarráðinu í meira en fimm ár. Nýju hafnar lögin eru talsvert frábrugðin okkar frumvarpi, en sumt stefn ir a. m. k. í sömu átt, eins og lögin voru afgreidd. Hvað ertu búinn að sitja lengi á Alþingi? *Ég var fyrst kosinn sumarið 1934 og var þá þrítugur. En vor ið 1945 sagði ég af mér þing- mennsku af heilsufarsástæðum. Var svo kosinn aftur 1949 og hef verið á þingi síðan. Hefur orðið mikil breyting á þinginu og þingstörfum síðan þú varst fyrst kjörinn á þing fyrir 33 árum? Þá voru þingmenn 49. Nú eru þeir 60. Þá voru þar fjórir flokk ar, og lengst af hafa þeir verið fjórir en á tveim kjörtímabilum fimm. Um breytingar á þing- störfunum mætti segja sitt af hverju. Ræður þingmanna voru áður hraðritaðar en eru nú tekn ar á segulband og síðan vélrit- aðar. Þess gætir allmikið nú- orðið, að margir þingmenn gegna embættum eða föstum störfum í Reykjavík og ná- grenni hennar og sinna þeim meira og minna um þingtímann. Ég álít, að margt standi til bóta, t. d. í sambandi við starfsemi þingnefndanna. Ég viðurkenni nauðsyn þess, að ríkisstjórn hafi forystu um lagasetningu, einkum tímabundna, en tel að frumkvæði einstakra þing- manna þyrfti að njóta sín betur en það gerir nú, og að of mörg mál séu gerð að flokksmálum. Hafa þingmenn Norðurlands- kjördæmis eystra haft samstarf sín á milli? Já, en of lítið að mínum dómi. Við komum einstaka sinnum saman á fund og tökum þá fyrir erindi, sem okkur berast eða ræðum við nefndir og fulltrúa úr kjördæminu, sem vilja flytja mál sitt við okkur alla í senn. Landskjörnir þingmenn, sem hafa verið hér í framboði, hafa verið boðaðir á þessa fundi. Fjárveitinganefnd er vön að leita álits okkar um skiptingu sumra fjárupphæða, sem hingað eiga að fara, og mig minnir, að við höfum yfirleitt náð sam- komulagi okkar í milli um skipt ingu á því, sem fengizt hefur. Hitt er svo annað mál, að fjár- veitingar hingað hafa að mínum dómi verið alltof litlar, miðað við framkvæmdaþörfina og heildar aukningu ríkisútgjalda, og hafa fleiri landshlutar þá sögu að segja. í hvaða þingnefndum heíur þú átt sæti? Á síðasta þingi átti ég sæti í landbúnaðarnefnd og iðnaðar- nefnd neðri deildar og í alls- herjarnefnd sameinaðs þings. Eln lengst mun ég hafa verið í sjávarútvegsnefnd neðri deild- ar. Einu sinni kom það í minn hlut, að vera formaður í utan- ríkismálanefnd, og frá þeim tíma á ég a. m. k. eina góða endurminningu. Þá voru nokkr ar viðsjár milli flokka út af frammistöðu í landhelgismál- inu, en nefndinni tókst að ná samkomulagi um að leggja fyr- ir þingið yfirlýsingu um átökin við Breta og markmið okkar ís- lendinga í landgrunnsmálinu, og þessa yfirlýsingu samþykkti þingið einróma. Þann dag virt- ist ísland eiga eina sál, eins og eitt sinn var sagt um annað land. Síðar gerði svo stjórnin samning við Breta um þessi mál, sem kunnugt er, og um hann var ágreiningur, sem mörgum er í fersku minni. Viltu segja fleira um land- helgismálið? Þar skiptir mestu, að við fáum lögsögu yfir þeim svæð- um á landgrunninu, ekki sízt hér fyrir Norðurlandi, þar sem fiskurinn elzt upp, til þess að við getum komið í ve^fyrir, að útlendir togarar veiði hann þar, eins og þeir gera nú. Það er eins og að slátra lömbunum á miðju sumri. Skýrslur fiskifræðing- anna gefa ófagra mynd af því athæfi, sem þarna á sér stað. Hvernig lízt þér á framtíð út- gerðarinnar hér norðanlands? Við þurfum sem allra fyrst að ljúka uppbyggingu fiskihafn anna. Ég tel það eitt af höfuð- verkefnum væntanlegs byggða- jafnvægissjóðs, þegar hann kemst á fót, að gera útgerðar- og fiskimönnum hér norðan- lands kleift að eignast nýja fiski báta af hæfilegri stærð. Þeir, sem leggja sig fram við að sækja sjóinn, eiga að fá mögu- leika til þess. Minna má það ekki vera. Fiskveiðasjóðslánin eru góð það sem þau ná, en þau nægja ekki hér og eru til of skamms tíma. Flest frystihúsin berjast í bökkum. Ég vona, að ekki verði alltof langt þangað til fyrsti tvíþiljungurinn eða skuttogarinn kemur til Akur- eyrar til að leysa þá gömlu af hólmi. Hvernig heldur þú, að kosn- ingamar fari hér í kjördæm- inu? Ég sé, að Sjálfstæðismenn hér á Akureyri spá sjálfum sér fylgistapi. Eigum við ekki að láta þann spádóm nægja? Mér þykir vænt um, hvað ungir Framsóknarmenn eru áhuga- samir hér í kjördæminu. Það er eins og það á að vera, því að hinir ungu erfa landið. Hvert verður aðaláhugamál þitt á næsta þingi? Eins og áður, verndun og efl- ing landsbyggðar. Sumir fyrir sunnan kalla þetta hreppa- pólitík, og þeir um það. Ég vona, að sem allra flestir kjós- endur í þessu kjördæmi styðji Framsóknarflokkinn og lýsi þar með yfir trú sinni á framtíð Norðurlands og íslands alls. Forystuhlutverk Norðlendinga í þessu máli hef ég áður rætt hér í blaðinu. Umfram allt: Enga minnimáttarkennd hér. Norðurland er enn sterkt ef það vill. Hvemig lízt þér á atvinnu- ástandið hér á austanverðu Norðurlandi? Þunglega. í norðlenzka iðn- aðinum t. d. er á sumum svið- um greinilegur samdráttur. Eitt dæmi heyrði ég athyglisvert um daginn. Fyrirtæki, sem árlega auglýsir eftir starfsstúlkum, fékk þrjár umsóknir í fyrra, en 30 í ár. Hvað segir þú um kjördag 11. júní? Lögboðinn kjördagur er 25. júní að þessu sinni. En stjómin rauf þingið og fékk með því vald til að breyta kjördeginum. Þetta er mikil ónærgætni gagn- vart sveitafólkinu, sem er önn- um kafið svo að segja dag og nótt víða, við sauðburðinn og síðan við lambfé á köldu vori, og á því mjög erfitt með að sækja fundi. Það kemur víðar fram, að bændur eiga nú undir högg að sækja hjá stjórnarvöld- unum. En vita mega þeir góðu menn, sem nú ráða, að þó að bændum hafi fækkað og séu seinþreyttir til vandræða, kunna sveitimar að svara fyrir sig, er á reynir. I Hvaða leið á að fara, til að koma vegum hér í sæmilegt ástand? 39 brautskráðir frá Bifröst á þessu vori Ég held, að ríkið verði að taka lán í þjóðbrautirnar hér eins og í hraðbrautirnar fyrir sunnan og standa sjálft straum af þeim lánum, og gæti vega- sjóður þá væntanlega greitt við haldið og uppbyggingu lands- brautanna. Ég nefni sem dæmi, að lauslega er áætlað, að uppbygging Þingeyjarsýslu- brautar, milli Breiðumýrar og Þórshafnar, um byggðir, kosti 75 millj. kr. Fyrir 10 árum voru 16500 bifreiðir í landinu. Nú eru þær um 40 þúsund. Þungu bifreiðamar, sem eru meira og minna á ferðinni um land allt, auka álagið á vegina gífurlega. Þessu hættir mönnum til að gleyma, þegar þeir bera saman fjárframlög til vega fyrr og nú. Þess vegna bex-a þeir saman, það sem ekki er sambærilegt. Hvemig verður framboðs- fundum hagað? Við, frambjóðendur B-listans, gerðum tillögu um það í bréfi til frambjóðenda hinna listanna 12. apríl sl., að flokkarnir héldu sameiginlega framboðsfundi (Framhald á blaðsíðu 7.) SAMVINNUSKÓLANUM á Bifröst var slitið 1. maí með há- tíðlegri athöfn að viðstöddu miklu fjölmenni. Undir loka- próf úr 2. bekk gengu að þessu sinni 39 nemendur. Skólaslitaathöfnin hófst með ræðu skólastjóra, síra Guð- mundar Sveinssonar, er hann bauð gesti velkomna og gerði grein fyrir starfi liðins vetrar. Hann skýrði m. a. frá því, að kennsluárið 1966—67 hefði ver- ið 49. skólaár Samvinnuskólans frá stofnun hans 1918, en hið 12. frá flutningi skólans að Bifröst, og var þetta því 10. nemenda- hópurinn, sem brautskráðist frá Bifröst. í vetur voru fjórir fastráðnir kennarar við skólann auk skóla stjóra, en auk þess voru fjórir stundakennarar. Þá önnuðust kennslu 3 eldri nemendur braut skráðir fyrir tveimur árum. Þeir hafa stundað svokallað starfsnám á vegum samvinnu- hreyfingarinnar um tveggja ára skeið, en luku nú í Bifröst mán aðar bóknámi og kennslu hver. Við skólaheimilið voru tvö fast ráðin eins og áður, húsmóðir skólans og ráðsmaður skólastað arins. Auk þeirra var 10 manna starfslið við skólaheimilið. Nemendur skólans voru í vet ur 74 talsins, 35 í 1. bekk og 39 í 2. bekk. Ágætiseinkunn hlutu 2 nemendur, Helga Karlsdóttir, Narfastöðum, Reykjadal í Suð- ur-Þingeyjarsýslu, 9,09 og Pét- ur Rafnsson, Svalborg, Bíldu- dal, 9,00, bæði í 1. bekk. 1. 2. bekk hlutu fjórir nemendur á- gætiseinkunn Brynhildur Björk Kristjánsdóttir, Sólbrekku, Bíldudal, 9,28, Guðmundur Jó- elsson, Brekkustíg 1, Sandgerði, 9,25, Sigurður Jónsson, Aðal- götu 17, Keflavík, 9,18 og Sig- ríður Árnadóttir, Brunngötu 10, ísafirði, 9,01. Fimmti nemand- inn, Eiríkur Hjartarson, Val- höll, Hvammstanga, sem ekki lauk prófi vegna veikinda, hafði fengið ágætiseinkunn í árseink- unn, 9,14, og verður vafalaust í þessum hópi, þegar upp er stað ið. Skólastjórinn lét í ljós mikla FRÁ BÆJARSTJÓRN Tilboð í einangraðar pípur í hitavatnslögn að sundlaug. Vatnsveitustjóri mætti á fund inum og lagði fram ttlboð, er borizt höfðu í 1300 m. af ein- angruðum pípum fyrir hita- vatnslögn að sundlaug. Alls bárust þrjú tilboð frá: Plastiðjunni h.f., Reýkjavík. Berki h.f., Hafnarfirði. ísól h.f., Reykjavík. Eftir tillögu vatnsveitustjóra leggur bæjarráð til að tekið verði tilboði frá Berki h.f. í asbezt-pípur með hlífðarkápu úr P E. Verð kr. 418.201.87. Afgreiðslutími er ca. 8 vikur. Ályktun um starfrækslu deilda frá Vélskóla íslands á Akureyri. Bæjarstjóm Akureyrar bein- ir þeim tilmælum til mennta- málaráðherra, að á Akureyri verði framvegis starfrækt deild eða deildir vélskólanáms, er verði fastur liður í starfsemi Vélskóla íslands. Þýðingarmikið er, að ákvörð- un sé tekin sem fyrst í þessu máli, þar sem endurbæta þarf aðstöðu til verklegrar kennslu, en næsta kennslutímabil hefst í septembermánuði næstkom- andi. Bæjarstjórn Akureyrar telur, að hér sé irm þýðingarmikinn lið að ræða í alhliða uppbygg- ingu þessa bæjarfélags sem mið stöðvar mennta og hvers kyns þjónustu fyrir Norðurland. Umsóknir um starf yfirverk- stjóra. Borizt höfðu 10 umsóknir um starf yfirverkstjóra Akureyrar bæjar, sem auglýst var laust til umsóknar. Umsækjendur eru: Ágúst Sigurðsson, Byggða- vegi 109, Akureyri. Ellert Eiríksson, Keflavík. Erik Kondrup, Hvannavöll- um 2, Akureyri. Gísli Guðmann, Skarði, Akur eyri. Gunnar Lórnezson, Fróða- sundi 3, Akureyri. j Hilmar Gíslason, Munkaþver árstræti 18, Akureyri. Hörður Magnússon, Kópavogi. Ingvar Baldursson, Greni- völlum 12, Akureyri. Kristján Jónsson, Reykjavík. Sigurður Hannesson, Austur- byggð 12, Akureyri. Meirihluti bæjarráðs leggur til, að Hilmar Gíslason, Munka- þverárstræti 18, verði ráðinn bæjarverkstjóri hjá Akureyrar bæ. Ráðningin gildir til eins árs með tilliti til þess, að ennþá stendur yfir athugun á starfs- skiptingu hjá tæknideild bæjar ins. • Laun verði samkvæmt 17. fl. kjaradóms. Verktækni s.f. sækir um lóðir fyrir hús byggð úr bygginga- einingum. Borizt hafði erindi dags. 4. apríl sl. frá Hauki Haraldssyni f. h. Verktækni s.f. þar sem greint er frá því að fyrirtækið hafi hafið undirbúning á fram- leiðslu húsbyggingaeininga eft- ir sænskri fyrirmynd. Telur bréfritari að með notk- un slíkra byggingaeininga megi lækka byggingakostnað hél verulega. Sækir fyrirtækið um að því verði veittar tvær ein- býlishúsalóðir vestan Mýrar- vegar. Bæjarráð vísar erindi þessu til umsagnar bygginganefndar. Iðja h.f. sækir um bygginga- svæði fyrir 20 stöðluð einbýlis- hús úr timbri. Borizt hafði erindi dags. 17. apríl sl. frá Iðju h.f. þar sem greint er frá því að fyrirtækið hafi hafið framleiðslu á stöðluð um íbúðarhúsum fyrir Kísil- iðjuna h.f. í Mývatnssveit, Jafnframt fer fyrirtækið fram á að því verði látið í té bygg- ingasvæði í bænum fyrir 20 stöðluðum einbýlishúsum úr timbri ca. 80—100 fermetra að stærð. Bæjarráð vísar erindi þessu til umsagnar bygginganefndar. Erindi Fegrunarfélags Akur- eyrar imi frágang svæðisins vestan Glerárgötu. Borizt hafði erindi dags. 6. apríl sl. frá Fegrunarfélagi Ak- ureyrar, þar sem þeim tilmæl- um er beint til bæjarráðs að hraðað verði fullnaðarfrágangi á svæðinu vestan Glerárgötu, austan Brekkugötu norður að Glerárbrú, og býður félagið fyrirgreiðslu sína og styrk til- slíks. Bæjarráð vísar erindinu til bæjarverkfræðings og felur hon um að ræða málið við garð- yrkjustjóra og stjóm Fegrunar félagsins. Frá Æskulýðsráði. Æskulýðsfulltrúi lagði fram bréf frá Álasundi, þar sem Ak- ureyri er boðið að senda 10 full trúa á æskulýðsleiðtogaviku, sem fram fer í Álasundi dagana 25. júní — 1. júlí. Samþykkt að senda aðildarfélögum ráðsins bréf um boð að senda fulltrúa og þarf svar að koma fyrir 14. maí n.k. í sambandi við komu Sin- fóníuhljómsveitarinnar hingað hafði hún æskulýðstónleika hér á vegum Tónlistarfélagsins og Æskulýðsráðs í Akureyrar- kirkju og voru þeir vel sóttir og heppnuðust vel. Talað er um að gera þetta að föstum lið í starfinu. Séra Birgir Snæbjörns son flutti ávarp í sambandi við tónleikana. Æskulýðsfulltrúi vann að undirbúningi með stjóm Tónlistarfélagsins. Rætt um að undirbúa nám- skeið í hestamennsku með hestamann afélaginu „Létti“ og fleiri námskeið. MIKIÐ efni bíður næstu blaða og eru greinarhöfundar beðnir velvirðingar á því, að birting bíði ofurlítið. En fjölgun út- komudaga mim bæta úr þessu og enn er aðsent efni vel þeg- ið. , □ ánægju yfir árangrinum í skól- anum á þessum nýliðna vetri. Bókfærslubikarinn hlaut að þessu sinni Guðmundur Rúnar Óskai’sson, Reykjavík. Verð- laun Verzlunarmannafélags Reykjavíkur fyrir beztan árang ur í vélritun fékk Guðmundur Garðar Arthursson, Akureyri og Samvinnustyttuna, fyrir kunnáttu í samvinnusögu, hlaui.. Sigurður Jónsson, Keflavík, og skóladúxinn Brynhildur Björk Kristjánsdóttir,- Bíldudal, fékk sérstök verðlaun fyrir framúr- skarandi námsárangur. Við skólaslitin voru saman- komnir fulltrúar þriggja ,ár- ganga skólans, nemendur braut skráðir fyrir 10 árum, fyrir 20 árum og fyrir 25 árum, og færðu þeir allir gjafir. Þakkaði skólastjórinn hlý orð í garð skólans og góðar gjafir. Við skólaslitin tóku einnig til rnáls fulltrúar nemenda og kennara, en að lokum ávarpaði skóla- stjórinn hina brautskráðu nem endur og flutti þeim árnaðar- óskir, en ræddi sérstaklega um tvennt: Annars vegar mikil- vægi framtíðarskynjunarinnar, hins vegar trú á ódauðleika ; hinna fegurstu hugsjóna og dýr ustu drauma. Við skólaslitin léku Pétur Þorvaldsson cellóleikari og Gisli Magnússon píanóleikari. Fjórði liver Islend- inffur er í skóla | Á SKÓLAÁRINU 1966—1967 var fjórði hver Íslendingur í skóla, eftir því sem Fræðslu- skrifstofan segir. Þetta ár sátu 52.286 nemendur á skólabekk í 420 skólum. Við skólana starfa 3400 kennarar. í barnaskólum sitja 26.976 nemendur og 11.818 nemendur í skólum gagnfræða- stigsins. í framhaldsskólum og sérskólum eru taldir 14.492 nem endur. Þess ber þó að geta, að sumir nemendur eru í fleiri skólum samtímis. í Háskólan- um eru 1.180 nemendur og í menntaskólum 1.778 nemendur, í kennaraskóla 514 nemendur, í verzlunarskólum 600, í iðn- skólum 2.217 nemendur, í tón- listarskólum yfir 2.000, og í Handíða- og myndlistarskóla BÚNAÐARBLAÐIÐ FREYR ÁTTUNDA hefti Freys er kcm ið út og ritar Gísli Kristjánsson þar inngangsorð. Síðan er við- tal við þá menn sunnlenzka, sem stofnað hafa ostagerð und- ir stjóm Hafsteins Kristinsson- ar, og er viðtalið dálítið ein- kennilegt. Þá er gein um gróð- urinn eftir Stm-lu Friðriksson, prýdd skýringamyndum og línu ritum til glöggvunar. Páll A. Pálsson yfirdýralæknir skrif- ar um húðsjúkdóm þann í búfé, sem er á Grund í Eyjafirði óg á fleiri stöðum við Eyjafjörð, og ýmislegt fleira er í heftinu. nálega 500 nemendur. Nemend- ur erlendis voru um áramótin samtals 1.153, þar af 527 við erlenda háskóla. Q DÝRAVERNDARINN FYRSTA tölublað Dýravernd- arans á þessu ári er nýlega kom ið út. Af greinum blaðsins má nefna Selveiðihneykslið og al- þjóðasamþykktir um dýra- vernd. í þessari grein eru rakt- ar miskunnarlausar aðferðir sel veiðimanna við strendur Kan- ada, en frásagnir af þeim hafa vakið athygli víða um heim, enda margt skrifað um þau mál. En nú reynt að taka fyrir þann ósóma, sem seladrápið er á þessum slóðum. Sannað þyk- ir, að margir kópanna, sem.rot- aðir eru og síðan flegnir, rakni við og kveljist ólýsanlega á ísn- um þar til yfir lýkur. Þá er grein um „Þarfasta þjóninn“ eftir ritstjórann G. Gislason Hagalín. í henni eru birt lög um skyldur stóðeigenda og ýmis- Iegt fleira. Sinubrennur heitir enn ein grein og er þar birt reglugerð um bann við sinu- brennum frá 1. maí ár hvert. Er nú kominn sá tími, sem bann að er að kveikja í sinu, enda varp byrjað venjulega á þess- um árstíma. Þá segir frá fundi Alþjóðasambands dýravernd- unarfélaga, birt er þýdd saga um nautið, sem réðist á sjálft sig og ýmislegt fleira er í þessu tölublaði Dýravemdarans. □ KFUM OG NÝTT MERKI ÞES5 i KFUM og nýtt merki þess. HT FYRIR nokkru fór KFUM á Akureyri þess á lei.t við bæjar- stjórn Akureyrar, að fá leyfi til að framleiða og selja merki með skjaldarmerki bæjarins á. Eftir að umrætt leyfi hafði fengizt, var pöntun gerð frá fyrirtæki í Reykjavík. Eru merki þessi ætl- uð til þess að líma innan á rúð- ur bifreiða, og er auk skjaldar- merkis bæjarins á bláum grunni, Skráð með hvítum stöfum fyrir ofan: AKUREYRI. Eins og fyrr segir, er sala haf- in, og verða merkin til sölu á öll- um benzínsölustöðvum bæjarins og e. t. v. víðar. Er það von fé- lagsins, að bíleigendur kaupi merki þessi og styrki um leið kristilega æskulýðsstarfsemi hér í höfuðstað Norðurlands. Q

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.